Þetta er eitt af uppáhalds réttum Ása og er það því nokkuð reglulegur réttur á matseðli þessa heimilis. Ekki skemmir heldur fyrir að þetta er sjúklega einfaldur réttur!
Hráefni:
2x Bacon bréf
Hálfur pakki 80% skinka
Pasta (skiptir ekki máli hvaða tegund en ég nota oftast fussili eða penne)
1.5x Kryddostur (það eru til fleiri en ein tegund og mér þykir þær allar góðar bæði Örnu og MS)
500ml Rjómi (ég nota Yosa útaf mjólkuroþoli og það er sjuklega gott)
1x teningur nautakjötkraftur
Aðferð:
Þú byrjar á að sjóða pastað í sæmilega stórum potti. Á meðan pastað sýður, skerðu bacon og skinku í hæfilega bita og steikir á pönnu (mér finnst best að steikja baconið aðeins lengur og set það því fyrst og bæti svo skinkunni við þegar það er steikt). Settu það svo aðeins til hliðar á meðan þú gerir sósuna.
Sósuna gerirðu með því að setja rjómann í pott og skerð kryddostinn í teninga til þess að þeir bráðni fyrr, á sama tíma setur þú nautakraftinn útí og hrærir í þar til sósan er orðin smooth.
Þegar pastað er tilbúið, þá sigtarðu vatnið frá og bætir öllu hinu hráefninu útí og blandar saman. Einfaldara verður það ekki!
Mér finnst svo bilað gott að borða þetta með smá ripsberjahlaupi útá.
You must be logged in to post a comment.