5 ára afmæli Önju

Anja Mist hefur hlakkað mikið til, hún er búin að vera mjög hjálpsöm við undirbúning og valdi hún litina og kökuna alveg sjálf.Veturinn hefur lagst ótrulega vel í Önju og eru mótefna gjafirnar sem hún fer í einu sinni í mánuði að skila sínu, Anja hefur ekki þurft súrefni síðan í enda júlí byrjun ágúst.

Veislan

Við fundum margt fallegt og skemmtilegt í Tiger, duttum þarna inn þegar að við vorum að versla afmælis kjólinn hennar Önju.H&M

 • Afmælis kjóll
 • Skór
 • Hárskraut

Tiger

 • Silfurlitaðir pappa diskar
 • Ljósbláa ts 5 blöðru
 • Bleikar Servréttur
 • Bleikt veggskraut

Minnir að þetta hafi verið um 1300 kr


Svo fórum við í party búðina og keyptum það sem vantaði upp áParty búðin

 • Ljósbleikir gafflar, skeiðar, hnífar
 • Happy birthday vegg skraut
 • Ljósbleikar blöðrur

Skrautið á borðinu eru marengs rósir og dropar frá Kökur & kupkakes, kom ótŕulega vel út!

Þessa fallegu afmælisköku fengum við hjá Kökur & kupkakes, við fengum snögga og persónulega þjónustu mæli allan daginn með Kökur & kupkakesVið erum svo heppin að eiga gott bakland, allir hjálpuðust að við gera daginn einstakan!Mamma kom með frægu fílakarmellu kökuna sína sem má aldrei vantaUppskriftina má finna Hér

Einnig kom hún með unaðslega Baby ruth tertu uppskrifina má finna HÉR

Einnig var fræga makkarónu bomban sem má finna HÉR

Tartalettur með aspas & og skinku fyllingu

 • 1 Beikon smurostu
 • 1 skinku smurostur
 • 2 aspas dósir
 • 2 matskeiðar ananas kurll ( meira ef þið viljið
 • 1 sveppa dós
 • 1 skinku pakki
 • Rifinn blandaður ostur

Aðferð

 1. Smurostarnir settir í pott ásamt aspasinum, sveppum og ananasinum ( takið vökvan frá og setjið vökvan í glas áður en þið bætið sveppunum og aspasinum út í, vökvinn er notaður til að þynna fyllinguna)
 2. Skerið skinkuna í teninga og bætið út í
 3. Gott er að gera þessa blöndu deginum áður svo bragðið af hráefninu nær að njóta sín sem best
 4. Fyllingin má fara ofan í tartaletturnar rétt áður en þið setjið þær í ofninn
 5. Svo má ekki gleyma ostinum!

Hiti 180 og þær teknar út þegar að osturinn er orðinn gullinn brúnn

Þangað til næst

GUÐBJÖRG HREFNA

Höfundur: gudbjorghr

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.

%d bloggurum líkar þetta: