Brjóstagjöf – allt eða ekkert, hverjum er ekki sama.

Brjóstagjöf er mjög stórt ágreiningsmál og hefur verið í fjölda ára!

En nú hefur þróunin á mjólkurformúlu ná þeim stað að það er mjög lítill munur á næringarinnihaldi og meira að segja er hægt að segja að formúlan er áreiðanlegri því þú veist alltaf hversu mikla næringu barnið er að fá. Brjóstabörn fá aðeins þá næringu sem móðir innbyrgir og nær til móðurmjólkur.

Nú hef ég átt tvö börn og brjóstagjafir aldrei verið vesen hér, þrátt fyrir að brjóstagjöfin hafi gengið vonum framar með Alparós þá tókum við Ási meðvitaða ákvörðun um að venja hana á pela samhliða móðurmjólkinni um 4 mánaða til að minnka álagið á mér. Þessa leið var möguleiki á að skipta næturgjöfunum svo ég fengi betri hvíld. Ég sé sko ekki eftir þeirri ákvörðun í sekúndu!

Sumar konur mjólka vel, aðrar illa. Sumar kjósa að leggja ekki á sig álagið við brjóstagjöf því sama hvernig mjólkun gengur þá er það alltaf meira álag á móður ef barnið vakir mikið á nóttunni. Sumar konur mjólka helling en næringin kemur ekki til skila… Sama hver ástæðan er þá vita foreldrar vel hvað sínu barni er fyrir bestu og gera það auðvitað sem best er fyrir þetta dýrmæta líf sem þeim tókst að búa til.

Elsku fólk gerið það fyrir mig að dæma ekki nýbakaða foreldra fyrir þær ákvarðanir sem þau kjósa að taka fyrir kraftaverkið sem þau bera nú ábyrgð á, foreldrahlutverkið er nógu erfitt til að ná tökum á til að harðir dómar fari ekki að falla á þau. Hvað þá yfir hlutum sem þau oftar en ekki hafa enga stjórn á.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: