Morgunógleði – Ráð

  1. Fáðu þér snarl í rúminu. Þar sem blóðsykurinn er mjög lágur fyrst á morgnana er gott að hafa þurrt kex, hafrakex eða tekex, við rúmið til að narta í um leið og þú vaknar, ritz kex eða saltstangir eru einnog mjög góðar. Ekki verra ef þú getyur leyft þér að vera dekurrófa og makinn færir þér morgunverð í rúmið.
  2. Borðaðu oft en lítið í einu og aldrei verða svöng. Þú hefur sennilega enga matarlyst, en að svelta er það versta sem þú getur gert því þá líður þér enn verr. Með því að borða á nokkra tíma fresti, heldurður blóðsykrinum í jafnvægi . Það er betra að borða 5 litlar máltíðir á dag, heldur en 3 stórar.
  3. Fáðu þér engifer og sítrónu. Prufaðu að setja nokkra sítrónusneiðar, eða kreista sítrónusafa út í heitt vatn og bragðbæta með hunangi. Engifer dregur úr ógleði og uppköstum. Prufaðu að narta í engiferkökur, eða setja sneiðar af ferskum engifer í heitt vatn í fimm mínútur, síaðu það og bragðbættu með hunangi. Einnig er hægt að kaupa engifer og sítrónu brjóstsykur frá Hap+ í apótekum og brjóstsykur sem heitir preggiepops.
  4. Kolvetni. Gakktu úr skugga um að hver máltíð innihaldi kolvetnaríka fæðu svo sem, bakaðar kartöflur, hrísgrjón, pasta og brauð. Þetta er fæða sem brennur hægt og blóðsykurinn fellur síður, þá minnkar fæðan líkur á ógleði. Þetta er líka frekar hlutlaus matur og ætti að fara vel í maga. Forðastu mjög bragðsterka fæðu og mikla matarlykt ef þú getur meðan þér er óglatt.
  5. Taktu góðan göngutúr og gakktu rösklega. Þú ert kannski ekki í skapi til að fara í leikfimi, en hófleg hreyfing slær oft á ógleðina.
  6. Dreyptu á vökva. Gættu þess að hafa eitthvað við hendina til að dreypa á yfir daginn. Sumum konum finnst sódavatn róa magann. Forðastu drykki með koffeini svo sem kaffi og te, það er líklegt að þú hafir misst lyst á þeim hvort eð er. Ef þu eins og ég átt erfitt með að drekka vatn eða sódavatn þá er gott að dreypa á Poweraid eða Gatoraid til þess að forðast vökvatap. Annars er klakavatn líka mjög þægilegt eða MJÖG kalt vatn allavega.
  7. Hvíld! Næst á eftir tómum maga, er þreyta versti óvinur þinn, þannig að þú skalt taka því rólega ef hægt er. Ef þú ert útivinnandi, skaltu leggja þig þegar þú kemur heim og fara snemma að sofa á kvöldin. Ef þú átt börn, reyndu að leggja þig með þeim á daginn séu þau á þeim aldri. Farðu í róandi bað með nokkrum dropum af lavender-,kamillu- eða engifer olíu.
  8. Notaðu punktanudd. Prufaðu að þrýsta innan á únliðinn í smá stund. Það er líka hægt að kaupa úliðsband í apótekum sem er ætlað gegn bílveiki. Nálastungur og svæðanudd geta líka virkað ágætlega gegn ógleði.
  9. Salthnetur eða hnetusmjör er mjög gott og stútfullt af próteinum.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: