Nú hefur þetta ástand staðið yfir í allt of langan tíma og margir foreldrar alveg að bugast (eða bara algerlega búnir að því).
Við erum að leyfa mun meiri skjátíma en við þorum að viðurkenna en vitiði hvað? Það er bara allt í lagi!

Við horfum að þessar “Picture perfect“ mömmur sem baka bananabrauð og sykurlausar súkkulaðimuffins með börnunum, á meðan ert þú að reyna þitt besta að halda barninu uppteknu svo þú getir klárað netfundinn og haldið í við vinnuna… Þú horfir á litla fullkomna engilinn þinn með oreo kex yfir hvolpasveitinni og færð stærsta mömmviskubit sem þú gætir mögulega fengið.
Ekki gera sjálfum ykkur það. Við erum öll í mismunandi stöðum, sumir foreldrar bara hafa tíma fyrir þessa glansmynd og vitiði hvað? 90% þeirra eru ekki einu sinni “þetta foreldri“ nema bara hluta tímans og skella inn sætri mynd því þau LOKSINS höfðu tíma til að gera eitthvað skemtilegt.
Þessar endalausu færslur um að
“Fjöllan í fjöruferð“
“Tröllaleir og föndur“
Ekki láta þær draga þig niður því barnið þitt kláraði netflix á meðan þú lærðir og þú náðir bara rétt að kíka út í boltaleik í örfáar mínútur í gær.
Eða þeir sem ná loksins að koma smá framkvæmdum í verk
“Ég tók baðherbergið í gegn“
“Loksins búin að taka til í geymslunni“
Og það eina sem þér hefur tekist að klára er snakkpoki og kók í dós í dag. Vaskurinn virðist framleiða óhreint leirtau og þú ert farin að hræðast það hvað gæti leynst í botni óhreinatausins.

Við erum þarna flest en þótt ótrúlegt megi virðast þá eru mjög fáir sem stæra sig á óunnum verkum og frestunaráráttu.
Eini tíminn sem þú virðist geta fengið smá me-time síðustu vikur er ef þú vogar þér í búðina eða læsir þig inná baði… We have all been there og ég held að margir foreldrar sem eru heima allan þennan tíma fara óþarflega oft inn á bað að “pissa“ og fá 2 mínútur til að anda og ná saman fésinu.
Á instagram er mynd af börnum vina þinna lita í friði svo þæg, þú lítur upp og litla fallega blómið þitt er að enda við að klára þetta líka myndarlega listaverk á eldhúsvegginn á meðan þú stendur við eldamennskuna… Þar fór það.
Þú horfir á fjölda fólks sem missir ekki úr svo mikið sem einum degi af heimaæfingum því jú ríkamsrætarstöðvar eru lokaðar, þú afrekaðir að labba út í búð og bera 4 innkaupapoka þrjár götur.
Eftir allar þessar glansmyndir og hashtög á við #Stuðkví og #gamansaman er ekki nema von að við óskum þess að hafa meiri tíma með börnunum og geta skipulagt okkur betur en það, því miður virðist ekki gerlegt að bæta við klukkutímum í sólarhringinn.
Coviskubitið er að éta þig upp
Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til, laga þakið, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og sauma?
Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma með börnunum eins og allir aðrir?
Af hverju er ég ekki í stuðkví?

En raunveruleikinn er sá að þú ert með miklum meirihluta fólks í heiminum í dag.
Þú ert í fullri vinnu að heiman ásamt því að sinna:
-Kennarahlutverkinu með hjálp kennara barna þinna
-Tónlistakennslu jafnvel þó þú hafir jafnvel aldrei spilað sjálf/ur á hljóðfæri barnsins
-Íþróttaæfingum með hjálp þjálfara svo barnið missi ekki úr
…
Þú jafnvel ert að vinna í framlínustarfi og kemur heim eftir langa vakt, þig langar helst bara til að setja tærnar upp í loft og láta þig sökkva í sófann.
Sumir eru að kljást við óvænt atvinnutap því ástandið setti fyrirtækið á hausinn eða varð að gera ríflegann samdrátt.
Sumir eru að kljást við að þurfa að hjúkra ástvinum
Við getum ekki sett okkur öll á sama pall því jafnvel í fullkomnum heimi þar sem allt er eins og það á sér að vera er það ekki raunhæft að miða sig við aðra og líf þeirra. Við komum öll af mismunandi uppruna og öllum mögulegum lífsreynslum.
Við erum öll bara að reyna að komast í gegnum þetta og gerum það öll á okkar hátt. Sumir njóta þess að fara á fullt í framkvæmdi á meðan aðrir njóta þess að fá sér rautt þriðja kvöldið í röð, skella maska í smettið og horfa á Bachelor í lok dags.
Verum ekki að drekkja okkur í coviskubiti eða momshamea/dadshamea aðra. Do your own thing og komum okkur bara í gegnum þetta heil!

You must be logged in to post a comment.