Í núna nokkur ár hef ég átt í miklum erfiðleikum með að byrja elska líkaman minn. Eftir marga matarkúra og æfingarplön var hugurinn á mér kominn í vítahring sem ég þurfti hjálp við að komast úr.
Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði ég að fylgjast með Ásdísi Ingu á Instagram og varð strax heilluð af jákvæða viðhorfinu sem hún hefur. Þegar ég sá að hún var að byrja með BETA hóp á jathjalfun.is , sem hjálpar konum að brjótast úr þessum vítahring sem ég var komin í, tók það mig innan við 5 sekúdur að skrá mig.

Ég fékk það verkefni að skrifa bréf frá líkamanum mínum til mín, guð minn góður það er bara ein vika búin af 16 en mér líður eins og ég sé helmigi léttari.
Ég mæli mikið með því að þið fylgið Ásdísi á Instagram (asdisih) og hlakkar til að deila með ykkur árángurinn sem ég veit strax að ég á eftir að sjá, ekki bara líkamlega heldur á andlegu hliðinni líka.

Elsku Saga.
Ég veit þér finnst erfitt að horfa á mig, ég veit ég er ekki eins og ég var eða eins og þú vilt að ég sé.
Við höfum farið saman í gegnum ótrúlegustu hluti saman, við höfum saman komið tvemur börnum í heimin, við höfum saman verið í okkar versta formi og okkar besta formi.
Ég vill að þér líði vel, að þú þurfir ekki að skammast þín fyrir mig, að þú getur orðið stolt af mér aftur.
Það er svo mikið sem ég vildi að ég gæti sagt þér en á sama tíma veit ég að þú myndir lítið hlusta á það.
Ég gat ekki gert eins mikið og ég vildi eftir fæðinguna og ég veit þú sérð það á mér, en ég reyndi mitt besta og mun halda áfram að reyna mitt besta ef þú hjálpar mér við það.
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga í gegnum báðar meðgöngurnar með þér, en eins og það tók á sálina þína að sjá mig breytast, þá tók það líka á mig. Ætli ég sé kannski ekki líka smá sár út í þig, því það var ég sem var með þér í gegnum verkina á meðgöngunni og ég sem breytti mér svo við gætum gengið með börnin. En þrátt fyrir allt þá gefst ég ekki upp á þér þó svo þú ert að gefast upp á mér.
Afhverju eigum við endalaust í þessu ástar og haturssambandi? Ef ég stend mig illa þá þolir þú mig ekki, en ef ég send mig vel þá elskar þú mig. Ef ég er búinn að standa mig vel í smá tíma þá verðlaunaru þig með sætindum en þolir mig svo ekki fyrir það.
Þegar þú lítur í spegil langar þér að gráta og já stundum grætur þú. Þú ert ekki ein, ég græt með þér því ég vill ekki vera það sem veldur þér vanlíðan.
Stundum held ég að sama hvað ég eigi eftir að gera þá verður alltaf þetta haturssamband á milli okkar. Því þú berð þig alltaf saman við aðra, eða hvernig þú varst áður en við gengum með börnin. Þegar þú nærð markmiðinu sem við setjum okkur saman, þá er það ekki nógu gott, svo við setjum okkur annað stærra markmið. Prufum kannski nýtt æfingar prógram, nýjan matarkúr, ný fæðubótaefni eða nýjan fatnað sem á að grenna mig.
Ég veit ég er ekki eins og vinkona þín, eða fólkið sem þú ert að fylgjast með á Instagram, ég er kannski ekki með jafn gott þol eða í jafn góðu formi en ég er hérna fyrir þig. Þetta er ekki slagur sem ég einn get unnið, já eða þú ein, við gerum þetta saman og vonandi einn daginn getum við aftur orðið eins og við vorum. Ég vona og veit að þú vonar það líka, að einn daginn getum við komist úr þessum haturs vítahring sem við erum komin í.
Ég vill gefa þér loforð en vill þá að þú reynir að gera dálítið fyrir mig.
Ég vill að þú reynir að hafa meiri þolinmæði fyrir mér, ég vill að þú takir næstu vikur og reynir að finna einn góðan hlut við mig og einblínir á hann í staðin fyrir gallana. Ég vill að þú reynir þitt allra besta í að fara ekki í öfgar, hvort sem það snýr að óhollum eða hollum mat sem og æfinum.
Í staðin lofa ég þér því að ég mun ekki gefast upp á þér og standa með þér í þessu fallega ferli sem við erum núna að ganga í gegnum að byrja elska hvort annað upp á nýtt. Sama hve erfitt það mun vera.

You must be logged in to post a comment.