Meðganga með barn – að vita ekki kynið

Nú á ég tvö börn og hef prufað að vita og vita ekki kyn.

Mér persónulega fannst langt um skemmtilegra að vita ekki kyn barnsins því fyrir mér skiptir það engu máli. Ég hef ekki haldið kynjaveislu fyrir sjálfa mig og mun að öllum líkindum aldrei gera það, auðvitað þykir mér gaman að hjálpa vinkonum mínum að halda svoleiðis veislur og einnig að vita hjá þeim. Þetta er bara ekki það sama þegar kemur að manni sjálfum og auðvitað er það algjörlega persónubundið hvað hver vill gera.

Mér fannst ég ekkert tengjast dóttur minni minna eða meira en stráknum þó ég hafi aðeins haft grun um hvor kyns hún væri. Mér fannst ég ekkert meira eða minna undirbúin fyrir barnið þó að ég hafi ekki vitað kyn þess, því í grunnin kaupir maður allar sömu nauðsynjar fyrir bæði kyn. Öll þurfa þau bleyjur, samfellur, náttgalla, sokkabuxur, rúm, bílstól o.s.frv. eini munurinn hjá fólki sem veit kynið er að það velur kannski ekki eins hlutlausa liti (þið vitið bleikt fyrir stelpu og blátt fyrir stráka „kynjalitir“ og allt það)

En alls ekki taka því þannig að mér hafi þótt eitthvað leiðinlegt að vita kynið með strákinn. Auðvitað var það æði líka, það er rosalega gaman að ímynda sér framtíðina með það ákveðna barn. „Vá hvað ég ætla að kaupa krúttlegustu töffaraföt EVER á HANN“ „Jesús hvað hann á eftir að vera sætastur í þessum jakkafötum“ og annað vakti mikla kátínu hjá þessari verðandi mömmu. En af sama skapi þá fannst mér ekkert lítið gaman að ímynda mér bæði með Alparós. „Ómæ hvað SB á eftir að vera krúttlegasti stóribróðir í heimi, passandi litlu systir sína eins og demant“ „Vá hvað það væri gaman að hafa bræðurna í alveg eins fötum“

Málið er að sama hvors kynsins maður „óskar“ þá óskar maður einskis meira en að barnið verði heilbrigt og hamingjusamt! Það er ekkert sem maður getur gert til að breyta uppskriftinni þegar bollan er þegar í ofninum og því skiptir mig höfuðmáli að barnið fæðist heilbrigt með 10 fingur, 10 tær, 2 augu, nef og munn… ekkert toppar það á forgangslistanum!

Síðast en ekki síst þá er ég ein af þeim sem þolir ekki „kynjagjafir“ eða þ.e.a.s gjafir aðeins ætluð öðru kyninu. Alparós var mikið í batman, superman og öðrum „strákafötum“ því mér bara fannst það sætt!

Börn hafa ekki hugmynd í hverju þau eru svona ný, af hverju ekki bara nýta það til þess að hafa þau snyrtileg, í þægilegum fötum sem þér finnst falleg… þú færð ekkert um það valið seinna meir!

Annars þá er fyndið að segja frá því að maðurinn minn veit kyn þessa barns sem nú er í ofninum og vinir mínir eru forvitnari en ég yfir hvor kynið sé á leiðinni… en þau verða bara að bíða eins og allir aðrir.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: