Bíla“hacks“ fyrir ferðina

Nú hef ég verið í mömmubransanum í nokkur ár og hef fundið að bílferðir geta verið langdregnar og leiðinlegar fyrir krakka. Ég bý í Garðinum svo ferð til höfuðborgarinnar er meira að segja soldið bras en það sem ég hef fundið að léttir undir er.

*Hafðu nokkrar bækur innan handar fyrir börnin að skoða.

*Ef barnið þitt er botnlaust matargat eins og mín. Hafðu þá skipulagskassa í skottinu með ávaxtastöngum, cheerios+rúsínur í poka, svala/djús, skvísur og annað sem skemmist seint og er þægilegt að grípa í.

*Það er alltaf gott að hafa lítinn vatnsbrúsa við hendina.

*Alltaf hafa minnst eitt sett af fötum á allt liðið… maður veit aldrei hvað gæti skeð. (Þá meina ég mömmu og pabba líka)

*Sætis skipuleggjari er snilld! Ég á svona sem hægt er að smeygja spjaldtölvu í svo hægt sé að horfa á eitthvað.

*Ef þú átt snuddubarn – ALLTAF hafa auka snuð í hanskahólfinu.

*Bleyjur og blautþurrkur í skipulagsboxið… jafnvel ef þú ert ekki með bleyjubarn er gott að hafa alltaf blautþurrkur.

*Bílabingó er hægt að kaupa í flestum N1 stöðvum á sumrin og eru rosalega skemmtileg.

*Áttu gamalt dvd hulstur? Breyttu því í lita/föndur hulstur og hafðu í bílnum.

*Þetta er eitthvað sem á að vera í öllum bílum en alltaf hafa sjúkrakassa.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: