Innihaldsefni
3 þroskaðir bananar
3 egg
1/3 bolli kókosolía
Tsk matarsódi
Tsk salt
3 msk kanill
3 bollar haframjöl

Aðferð
Forhitið ofninn á 180°. Á meðan ofninn hitnar stappið þið bananana í stórri skál.
Því næst bætast við egg og kókosolía og þetta allt hrært vel saman áður en restinni af innihaldsefnum er bætt í. Þegar öllu hefur verið blandað saman er deiginu hellt í mót sem hefur verið smurt með kókosolíu (gott að nota svona „loaf pan“ ) og mér persónulega finnst gott (og girnilegt) að dreifa smá haframjöli yfir þegar deigið er komið í formið.
Formið er svo sett í ofninn í 20-30 mín eða þar til þú getur stungið tannstöngli í mitt brauðið og hann kemur hreinn út aftur.
You must be logged in to post a comment.