Holt og gott bananabrauð

Innihaldsefni

3 þroskaðir bananar

3 egg

1/3 bolli kókosolía

Tsk matarsódi

Tsk salt

3 msk kanill

3 bollar haframjöl

Aðferð

Forhitið ofninn á 180°. Á meðan ofninn hitnar stappið þið bananana í stórri skál.

Því næst bætast við egg og kókosolía og þetta allt hrært vel saman áður en restinni af innihaldsefnum er bætt í. Þegar öllu hefur verið blandað saman er deiginu hellt í mót sem hefur verið smurt með kókosolíu (gott að nota svona „loaf pan“ ) og mér persónulega finnst gott (og girnilegt) að dreifa smá haframjöli yfir þegar deigið er komið í formið.

Formið er svo sett í ofninn í 20-30 mín eða þar til þú getur stungið tannstöngli í mitt brauðið og hann kemur hreinn út aftur.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: