Ég vakna rétt fyrir 5 aðfaranótt fimmtudagsins 31.maí. Ég hafði vaknað nokkrum sinnum sömu nótt til að pissa sem var ólíkt mér þessa meðgöngu þar sem ég vaknaði tops 2x venjulega. Þetta skipti var ég samt rennandi blaut að neðan og mig grunaði að þetta væri mögulega legvatn en var samt ekki viss. Ég skipti um nærbuxur og set á mig bindi sem virtist samt ekkert fyllast hratt en þó alltaf eitthvað að bætast í, legvatnið s.s. lak mjög hægt en ég vek Ása 2 klst seinna eftir að ég hef hringt á HSS til að spurjast fyrir og láta vita af mér. Við förum þá til keflavíkur á HSS þar sem staðfest er að þetta væri legvatnsleki og settur er upp æðaleggur fyrir sýklalyfjum vegna GBS.
Á þessum tíma var ég ekki komin með vott af verkjum svo ég fékk bara sýklalyfin á HSS og fékk svo að bíða til hádegis til að athuga hvort líkaminn færi ekki að taka við sér. Við Ási gripum þá tækifærið, SB var í dekri hjá ömmu og afa og færi svo til pabba síns daginn eftir, og skelltum okkur á lunchdate áður en við þyrftum að tékka á stöðunni aftur.
Þar sem ég byrjaði ekki að fá neina verki var ég send í hádeginu á LSH í gangsettningu því GBS fylgir mikil sýkingarhætta fyrir barnið og þurfti því að koma barninu sem fyrst út.
Ég fæ töflur á 2 klst fresti frá 13-01 og sýklalyf á 4 klst fresti þangað til barnið mætir en um 4 aðfaranótt föstudags vakna ég við seyðing sem svo jókst smátt og smátt þangað til um 8:30 þegar verkirnir eru orðnir það slæmir að ég bið um að fara í bað og fá glaðloft en fyrir það andaði ég mig í gegnum verkina og notaði jógaboltan eða labbaði um.
Það voru vaktaskipti um 8 leytið svo baðið var ekki í boði fyrr en ljósmóðirin var búin að fá allar upplýsingar frá þeirri sem var á undan en ég fæ glaðloft og nota róluna til að halda mér uppi meðan ég rugga mér í gegnum verkina.
Á meðan ég beið fékk ég rosalega dýrmætt símtal sem hjálpaði rosalega með verkina en Svavar Bragi hringdi og vildi heyra í mömmu áður en hann færi til pabba síns.
Ekki löngu seinna fæ ég grænt ljós á að fara í baðið, ljósmóðirin skoðar mig og segir að ég sé með 6 í útvíkkun svo skelli ég mér í baðið með glaðloftið.
Ég dóla svo í baðinu í góðu yfirlæti nokkuð hress og spjallandi milli hríða alveg þangað til það kemur að næstu skoðun sem ég svo enda með að fara úr baðinu, pissa, leggjast á bekkinn. Þegar þangað er komið er ég með 9,5 í útvíkkun sem þýddi að nú mátti ég hlusta á líkamann og byrja að rembast en litla daman mætir í öðrum rembingi, 6 mín eftir að ég stíg uppúr baðinu kl 12:56.
Hún fæddist 52cm (cm styttri en bróðir sinn) 3970gr með 36cm í höfuðmál. Fullkomin í alla staði!
Þar sem fæðingin gekk bara nokkuð vel þá fengum við að bíða bara eftir læknisskoðun fyrir skvísuna og færðum okkur svo á HSS í eftirlit vegna þess að ég hafði greinst með meðgöngusykursýki og þá þarf að fylgjast með börnunum í smá tíma eftir fæðingu.
Ein athugasemd við “Fæðingasaga Alparós”
Lokað er fyrir athugasemdir.