Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá held ég að ég sé mun háðari börnunum mínum tilfinningalega en þau mér, en við Ási skelltum okkur til Ítalíu í lok ágúst 2019. Þar sem við höfðum 2 stóratburði á döfinni í lok ágúst ákváðum við að fagna saman bara 2 á Ítalíu en það eflaust fór ekki framhjá fylgendum mæður.com að við giftum okkur, hann Ási varð líka 30 ára 8 dögum seinna svo ég bauð honum í afmælis/brúðkaupsferð.
Það kom mér eiginlega á óvart hvað börnin kipptu sér lítið upp við það að okkur vantaði á heimilið á meðan foreldrar okkar pössuðu að halda í venjulega rútínu.
Ég fékk líka bilaðann bömmer þegar ég áttaði mig á að ég myndi missa af fyrsta skóladeginum hjá Svavari Braga en skólasetningin var á fimmtudegi og ég bara hélt að skólinn byrjaði þá í framhaldi af því á föstudegi (við áttum flug aðfaranótt máudags eftir) en skólinn byrjaði ekki fyrr en mánudagsmorgun.
En líkt og maður myndi gera með börn plönuðum við soldið flugin þar sem við myndum millilenda bæði á leiðinni til og frá Ítalíu. Hér koma nokkrir punktar sem gagnast bæði fullorðnum og fjölskyldum.
* Sniðugt er að hafa spjaldtölvu með sér til að hafa eitthvað að gera í millilendingum og ef flugvélin hefur ekki afþreygingakerfi.
*Þar sem matur er ekki sá ódýrasti á flugvöllum og flugvélum er alltaf gott að bæði hafa nesti og eitthvað nasl til að borða í vélinni og í millilendingum.
* Hafðu með þér brúsa og fylltu á uppá flugvelli, mun ódýrara en að kaupa vatn. (Á ekki endilega við um aðra flugvelli en virkar vel á FLE).
* Það skaðar aldrei að hafa með sér bók til að lesa eða krossgátur/sudoku (þrautir).
* Hafðu stærri raftæki á þægilegum stað í töskunni og alla vökva í handfarangri tilbúinn í 1l zip-lock poka til að spara tíma í vopnaleit.
* Vertu í þægilegum fötum. Það er öllum sama hvernig þú ert til fara á meðan þú ert snyrtileg/ur, en ekki allir hafa þolinmæði til að bíða á meðan þú rífur allt af þér og endar svo í handleit því þú ert með svo mikið „bling“.
En mest af öllu, njóttu frísins. Maður ferðast ekki á hverjum degi (nema maður vinni í geiranum) svo maður gerir það besta úr því sem maður hefur.
Ferðakveðjur, Hrafnhildur
You must be logged in to post a comment.