Karmellukornflexnammi með fylltum lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega
Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

- Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
- Setjið í form hulið smjörpappír eða ssmurt vel að innan og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.
- Bræðið nú súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið því yfir kornflexnammið.
- Setjið í fyrsti og geymið í ca. 20-30 mínútur. (Ég geri oftast daginn áður)
- Takið svo úr frysti og skerið í bita.
*Ekki mín uppskrift, þessi er fundin á netinu en all time favorite frá gulur, rauður grænn og salt
You must be logged in to post a comment.