Uppáhalds veislunammið mitt

Karmellukornflexnammi með fylltum lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

  1. Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
  2. Setjið í form hulið smjörpappír eða ssmurt vel að innan og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.
  3. Bræðið nú súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið því yfir kornflexnammið.
  4. Setjið í fyrsti og geymið í ca. 20-30 mínútur. (Ég geri oftast daginn áður)
  5. Takið svo úr frysti og skerið í bita.

*Ekki mín uppskrift, þessi er fundin á netinu en all time favorite frá gulur, rauður grænn og salt

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: