Mjólkuraukandi próteinkúlur

Ég rakst á þessa sjúku uppskrift af próteinkúlum á instagram hjá kimperryco og varð ástfangin! Það skemmir ekki fyrir að þær geta hjálpað við mjólkurframleiðslu og eru SÆLGÆTI á bragðið! Gott að narta í þetta á daginn hvort sem þú ert með barn á brjósti eða ekki!

Innihaldsefni:

  • 2 bollar haframjöl
  • 1 bolli hörfræmjöl (ég kaupi þetta í costco)
  • 1 bolli hnetusmjör
  • 2/3 bolli hunang
  • Ca 1-2 tsk vanilludropar
  • Súkkulaðibitar eftir smekk (ég nota semi-sweet frá kirkland)

Aðferð

Settu allt í skál og hrærðu þar til öll hráefnin eru orðin einn stór klumpur. Svo seturðu skálina í ísskápinn í ca 1 klst til að leyfa þessu að klístrast almennilega saman, svo tekurðu út og rúllar í kúlur.

Einfaldara gæti þetta ekki verið!

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: