5 ára afmæli Önju

Anja Mist hefur hlakkað mikið til, hún er búin að vera mjög hjálpsöm við undirbúning og valdi hún litina og kökuna alveg sjálf.Veturinn hefur lagst ótrulega vel í Önju og eru mótefna gjafirnar sem hún fer í einu sinni í mánuði að skila sínu, Anja hefur ekki þurft súrefni síðan í enda júlí byrjun ágúst.

Veislan

Við fundum margt fallegt og skemmtilegt í Tiger, duttum þarna inn þegar að við vorum að versla afmælis kjólinn hennar Önju.H&M

  • Afmælis kjóll
  • Skór
  • Hárskraut

Tiger

  • Silfurlitaðir pappa diskar
  • Ljósbláa ts 5 blöðru
  • Bleikar Servréttur
  • Bleikt veggskraut

Minnir að þetta hafi verið um 1300 kr


Lesa áfram „5 ára afmæli Önju“

Kartöflu og púrulaukssúpan hennar tengdó

Ég er ekki sú eina Í fjölskyldunni sem hefur ástríðu fyrir mat! Tengdamamma mín er snillingur í eldhúsi, hún hefur dásemd af því að elda og gera góðan mat og hef ég lært margt af henni!

Hér er ein af mínum uppáhalds súpum ever sem þið bara verðið að smakka!! þessi súpa hefur verið í flestum stórveislum sem við maðurinn minn höfum haldið og ekki skemmir fyrir hvað það er ódýrt að kaupa í hana!

Hráefni

  • Púrulaukur 1stk
  • Hvíturlaukur 2stk
  • Bökunarkartöflur 4 stk
  • Hvítlauksrif 4 stk
  • Lárviðarlauf (fjarlægja áður en þið maukið)
  • Vatn sem flítur rétt yfir grænmetið
  • 400 grömm rjómaostur
  • 4stk kjötkraftur
  • Salt og pipar
  • Rjómi er æðisleg viðbót (svona spari)

Aðferð

  1. Skerið grænmetið í bita
  2. Því næst er það vatnið sem á rétt svo fljóta yfir grænmetið.
  3. Þegar grænmetið er soðið bætir þú við kjötkraftinum, rjómaostinum og lárviðarlaufinu (sem er svo tekið rétt áður en þú maukar)
  4. Því næst setur þú salt og pipar eða Herbamare og pipar! Og leyfir bragðinu koma fram í súpunni
  5. Svo er ekkert annað eftir en að mauka.

Og þá er það bara að njóta

Þangað til næst

Guðbjörg Hrefna

Instagram – arnadottirg

Óléttu craving – skemmtilegar og fyndnar sögur

Margar konur fá óstjórnlega löngun í ákveðnar fæðutegundir á meðgöngu, t.d. súrar gúrkur eða ís. Svo eru til konur sem fá óstjórnlega löngun í efni sem ekki flokkast sem fæða og hefur lítið sem ekkert næringarinnihald. Dæmi um þessi efni eru drulla, krít, leir, steinar, kol, tannkrem, sápa, sandur, kaffikorgur, matarsódi, sígarettuaska og brunnar eldspýtur. Á ensku hefur þetta fyrirbæri verið kallað „pica cravings“ en „pica“ er latnesk orð yfir fugl (e. magpie, ísl. skjór) sem er þekktur fyrir að borða næstum hvað sem er.

Það er ekki vitað hvað veldur þessari löngun en hugsanlega gæti það tengst járnskorti eða vöntun á öðrum vítamínum.

(þessar upplýsingar fékk ég frá ljosmodir.is)

Hér fyrir neðan koma nokkrar skemmtilegar sögur af óléttu creifing

Guðrún

snakkmix vafið í kál var í uppáhaldi🙄

Kolbrún

Zinger borgari og rice krispies kökur! Ekki má gleyma kóki úr vél með nóg af klökum 🤤🤤

Jenný

Drakk einungis eplasafa og var brjáluð og fór að gráta ef eitthver dyrftist að drekka minn safa ! Nei ég meina þetta var mjög dramatýst 😂

Katrín

Ég var með kreiv í heita tómata 😳😂

María

Gat alls ekki kjúkling. Elskaði sveppi og gulrætur því það var svona “moldar” bragð. Síðan elskaði ég lyktina af Aríel þvottakodda nýþvegnum blautum þvotti ásamt lykt úr bílakjallaranum. Klaki var líka í uppáhaldi

Hildur

Ég hélt engu niðri nema sviðakjamma og rófustöppu…greyjið maðurinn minn fór bæinn þveran og endilangan til að finna þetta í hádeginu og kvöldin á hverjum einasta degi….en það skrítnasta er að ég hafði aldrei geta borðað svið á minni lífsleið (áður en ég varð ólétt) 😂🤣

Ólöf

Lykt af dekkjum, tók stundum stórt dekk með mér upp í rúm til að “sniffa”.

Rakel

Subwaykökurnar með hvíta súkkulaðinu, eg fór ansi oft á subway bara til að versla þessar kökur 😅

Steinunn

Hvitlaukur i ALLT, (Nema ís)

Glódís

Weetos með ískaldri nýmjólk + heilsusafi með FULLT af muldum klaka

Núðlur + blár powerade

Tívolílurkur

Ferskur ananas

Kjötsúpa

Bjúgu og kartöflustappa

Humar

Maarud snakk og voga ídýfa

Súkkulaðijólasveinar (var með í hanskahólfinu og borðaði í bílnum á leiðinni í skólann allann desember, eina sem ég hafði lyst á í morgunmat😂) Glódís

Jenný

Fyrsta barn = brauð með hráum lauk og spældu eggi helst í öll mál og tonn af appelsínu trópí, dóttirin var appelsínugul þegar hún fæddist!
Ekkert sérstakt með annað barn en ansi klassískt með þriðja = súrar gúrkur. Þær eru ennþá í uppáhaldi hjá honum….ekki mér 🤢

Steinunn

Snjór! Alla meðgönguna og veturinn frekar snjóléttur. Á fæðingardeildinni í lok janúar sendi ljósan manninn minn út með skál því ég VARÐ að fá snjó 🙊

Bryndís

Mér fannst líka Sean Bean vera fallegasti maður sem ég hafði séð og horfði á allar myndir sem ég fann með honum. Grét síðan ef þær enduðu illa fyrir hann sem var frekar oft.
Hætti svo að vera skotin í honum þegar barnið fæddist, eins gott að hann var ekki pabbinn..

Sigríður

Gat alls ekki borðað kjúkling eða fundið lykt af honum. Craveaði klaka og kók í dós. Gat endalaust hangið á bílaþvottastöð og fundið lyktina af tjöruhreinsi Sigríður

Elna

Vafði snakki inn í kál, sendi kallinn svona 3x á dag að tjöruhreinsa bílinn útaf ég elskaði lyktina 🤷 hot wings a KFC, let kallinn keyra of oft frá Borgarnesi..

Hildur

Og einu sinni ristað brauð með rjómaís ofaná 😬

Védís

Maisbaunir djúsaðar i bernais og svampar

Saga

Ég er að cravea mýkingarefni

Rakel

Eg craveaði sitronur fyrsta hluta meðgöngunar, og svo kokopuffs með seriosi og klaka allann timann

Aníta

Eg er að crave-a sukkulaði, avexti og grænan kristal

Irpa

Með elsta var það pylsur (ég hef ekki borðað rautt kjöt síðan ég var 12 og alveg sérstaklega ekki pylsur!) og kellogs sem ég varð að byrja alla morgna á einni skál af á leiðinni í vinnuna ældi ég því svo alltaf öllu í sama blómapottinn fyrir utan blokkina hélt samt alltaf áfram að borða það😅 með bæði var síðan vatnsmelónur, jarðaber og klakar og vildi helst allan mat eins ferskan og hægt væri

Hrafnhildur

Maísbaunir löðrandi í smjöri og salti og drakk kókómjólk með 😅

Vonandi fannst ykkur þetta jafn fyndið og skemmtilegt og mér.

Þangað til næst.

Ýsa með kanilsætkartöfumús

Hver elskar ekki fisk? Fiskur er að minnstakosti 2 í viku á þessu heimili og skammast ég mín ekki fyrir að segja að oft er fiskur jafnvel 2 á dag, þetta er ein af þeim uppskriftum sem sjaldnast er afgangur af. Þessi réttur er mein hollur og guðdómlega bragðgóður!

Fiskur

  • Ýsa bein & roðlaus
  • Papriku krydd
  • hvítlaukskrydd
  • Herbamare sjávarsalt með lífrænum jurtum
  • pipar eftir smekk
  • olivolia

( Einnig er dásamlegt að baka Ýsuna uppur rauðu pestói)

Hitið ofninn í 180 og bakið fiskinn í 25 mín.

Sætkartöflumús með kanil

  • 2 veglegar sætkaröflur
  • Kanill 1 tsk
  • Örlítið af salti

Aðferð

Þið byrjið á því að skola sætkartöfluna, skerið hana svo til helmings og setjið í álpappír og lokið fyrir, svo fer þetta inní ofn við 180 c  60 mín! kartaflan á að vera vel lin, þá er bara ekkert eftir nemað taka sætkartöfluna úr álpappírinum, auðvelt er að taka skinnið af kartfölunni! svo bætið þið við þurefnunum úti og hrærið/ stappið.

Salat

  • Klettasalat 1 poki (klettasalat er möst með þessum fisk rétt)
  • gúrka
  • paprika
  • tómatar
  • fetaostur (ég spara hann ekki haha)

Þá er það bara að njóta

Þangað til næst

 

guinsta

 

 

 

Að ferðast með barn – tips

Ég hef hlakkað mikið til þessara færslu, áður en við flugum með stelpurnar hafði ég þessa miklu þörf fyrir því að google allt sem tengist því að ferðast með ung börn í tætlur! alveg frá pinterest, bloggum, youtube rásum, ég skoðaði allt.

Þetta allt saman fékk ég að upplifa þegar að ég flaug út núna 1 ágúst síðastliðinn með fjölskyldunni minni! svo hér fyrir neðan munið þið finna allskonar tips sem auðveldaði okkur flugið, flugvöllinn og bílferðina.

Just because you had a baby, does not mean that the adventure has to stop!

Já vissulega getur verið krefjandi að ferðast með börn og þá sérstaklega ung börn! en ef maður skipuleggur sig nóu vel og er undirbúin að þá verður ferðin svo 1000 sinnum ánægjulegri!

Þetta er mín reynslaÞann

1 ágúst flugum við fjölskyldan í 6 tíma til washington og framhaldinu af því keyrðum við í 4 kl. tíma til Norður Karolínu í bandaríkjunum, Þar sem að við vorum með heldur meiri farangur en flestar fjölskyldur út af elstu dóttur okkar að þá var eins gott að pakka skynsamlega og geyma óþarfa hluti heima!

Tips flugvöllurinn

  • Taktu með þér Kerru eða vagn
    Fyrir okkur hentaði vagninn best við erum með 2 börn á aldrinum 15 mánaða og 4 ára, vagninn sem við notuðum fyrir stelpurnar tekur 2 farþega, í vagninum eru 2 belti  sem þær voru svo spenntar í, á milli þeirra var súrefnisvélin hennar Önju (Anja þarf súrefni þegar hún flýgur) Vagninn er mun fyrirfara minni en kerra og þar sem að við vorum með gríðarlega mikinn farangur sem við vildum vera viss um að passaði í bílinn var vagnin besti kosturinn fyrir okkur.flug13
  • Við innritun
    er gott fá miða á vagninn/kerruna til þess að fá hann með ykkur inn á flugvöllinn!
  • Burðarpoki
    Myamaki burðarpokinn frá Chicco var himnasending, þegar að vélin er komin á áfanga stað þarf maður að labba langa vegalengd til þess að ná í farangurinn, þar á meðal vagninn eða kerruna! við vorum með 4 „töskur“ sem sagt skiptitöskuna, mjólkurdælutöskuna, súrefnisvél, og töskuna hennar Önju sem er á hjólum, bara það að getað skellt Kristel framan á mig gerði þetta allt svo 1000 sinnum auðveldara.

    Burðarpokinn er úr Chicco, hægt er að nálgast burðarpokann HÉR

    flug1

  • Verið vel nestuð
    Þó að planið sé að fá sér að borða á vellinum mæli ég klárlega með nesti til að halda friðinn inn á milli! Ég var búin að gera nesti deginum áður með kexi, berjum, ávaxtastöngum og skvísum því einfaldara því betra, ég mæli með boxum með hólfum, ég fékk boxin í Ikea! Á þessu jöpluðu þær við innritun í gegnum flugvöllinn og í flugvélinni! Sama gildir um bílinn, þetta var satt best að segja ekkert mál!

    flug123

Allt geriri maður til þess að halda friðinn enda sat Kristel voða sátt með nestið sitt.

Tips Flugvélinn

  • Stíll fyrir flug!
    Ég talaði við hjúkrunarfræðing um hvernig best væri að takast á við hellu og bara almenn óþægindi sem flug getur valdið, hún mældi með einum stíl fyrir brottflug! og það sem hún hafði rétt fyrir sér.
  • Teppi
    Við pökkuðum teppi fyrir stelpurnar sem var í rauninni bara plássþjófur í okkar tilfelli! Ég veit ekki með önnur flugfélög en ef þið eruð ekki viss hvort að flugfélagið skaffi teppi myndi ég taka eitt slíkt með ( einnig fer það allt eftir því hvert þið eruð að fara)
  • Gjafapoki
    Þegar að við flugum með Icelandair fengu stelpurnar smá svona goodybag, Í gjafapokanum hennar Önju var slímklósett, límmiða bók, LOL egg og gúmmí lamadýr. Þar sem að Anja Mist borðar lítið var nestið ekki nó til þess að róa hana svo við leyfðum henni að fá slímklósettið og það sem að hún varð glöð, í flugvélinni fengu þær að opna gjafapokann, Kristel fékk kubba og Anja fékk sitt!( Þær fengu gjafapoka frá icelandair en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt)
  • Spjaldtölva
    Sum flugfélög eru ekki með slíka þjónustu um borð! svo gott er að kanna það áður en þið leggið af stað! sérstaklega ef langt flug eru um að ræða
  • Heyrnatól
    Icelandair útvegaði heyrnartól fyrir stelpurnar en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt!
  • Bílstóll
    Ég hef flogið með barn í fangi og í bílstól! og ég mæli allan daginn með bílstól ef þú hefur tök á því! annars er alveg hægt að komast með ungt barn í gegnum flug í fangi það er bara örlítið erfiðara!

    Skiptitaskan

  • Bleyjur
    Sumir segja minna en meira, ég segi betra að vera save then sorry ég tók með mér bleyjur fyrir hvern klukku tíma! Það geta komið upp tafir eins og gerðist í okkar tilfelli!
  • Blautþurkur
  • Hitamælir
  • taubleyjur
  • peli
  • stoðmjólk
    Eða önnur mjólk sem barnið er á
  • Nesti 
    Td Skvísur, ávastastangir,kex,ávextir,ber,litlar samlokur, möguleikarnir eru endalausir.

    maturinn

  • Bossakrem
  • Auka föt
    Fyrir barnið og foreldrið
  • Stíll
  • Snuð
    Það hefði verið æðislegt ef að Kristel tæki snuð, sérstaklega við flugtak og lendingu en þetta tókst
  • Pokar undi kúkableygjur
    Já það segir sig bara sjálft!

Taskan hennar Önju
(fyrir utan töskuna með batteríunum fyrir súrefnisvélina og mjólkurdæluna)

taska

  • Auka súrefnisgleraugu
  • hnappar,slöngur,grisjur,vaselin
  • púst
  • mettunarmælir
  • Sprautur
  • límmiðabók
  • 2 mjólkurpokar
  • Hleðslutæki
  • gjafapoki
  • auka föt
  • Auka batterí fyrir mettunarmælirinnBörn eru misjöfn með mismunandi þarfir!
    vonandi gátuð þið nýtt ykkur eitthvað af þessum lista

Mig langaði til að deila nokkrum myndum frá ferðinni með ykkur

68961238_475470913250527_7461838079968411648_n

flug3

flug6

flug67

flug8

flug456

Þangað til næst

 

instagu

13 áhugaverðir staðir til að njóta með fjölskyldunni

Við fjölskyldan höfum gert heldur mikið í sumar, enda bíður fallega landið okkar upp á svo mikið.  Alveg frá dagsferðum, bæjarferðum og uppí helgarferðum upp í bústað.

Sú ferð sem stóð mest upp úr var dags ferð til Vestmannaeyja, við fjölskyldan eyddum þessum degi með föðurfjölskyldu minni! við kynntum krökkunum fyrir eyjunni, sprönguðum, fórum í sund og svo enduðum  við á pizza 67 meðan við byðum eftir ferjunni! stelpurnar höfðu aldrei áður farið í skip, Kristel spáði lítið í ferjunni enn Önju fannst þetta stórmerkilegt og sýndi mikinn áhuga, já þetta var góður dagur.

eyjar6

Stundirnar með fjöldunni þurfa ekki alltaf að kosta mikinn pening þó svo þær ferðir séu líka ákaflega skemmtilegar! Börn muna ekki eftir peningunum sem þið eydduð í þau en þau muna eftir tímanum sem þið deilduð saman! minningar, það eru þær sem sitja eftir!

eyjar898
(Ekki skírasta myndin en mér þykir ákaflega vænt um hana, það er ekki oft sem það nást svona myndir! en eins og sjá má meig ég næstum í mig úr hlátri)

Hér fyrir neðan eru áhugaverðir staðir sem fjölskyldan getur heimsótt í fríinu

  • Skessuhellir
  • Þingvellir
  • Kerið í Grímsnesi
  • Gullfoss og Geysir
  • Vestmannaeyjar
  • Kjarnaskógur
  • Víðistaðatún
  • Viðey
  • Mývatn grjótagjá
  • Þakgil
  • Úlfljótsvatn
  • Hellisgerði
  • Slakki

Mig langar einnig að nefna nokkrar skemmtilegar afþreyingar sem hægt er að njóta samverunni saman

  • Fjallganga
    Frábært að leyfa börnunum að hjálpa við að finna staðsetningu, smyrja nesti, frábær útivera og hreyfing sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í.
  • Fjöruferð
    Ég á ótal minningar af mér og foreldrum mínum í fjörunni, það er hægt að gera svo margt svo ég nefni dæmi þá er hægt að vaða, tína steina og skeljar (sem er svo hægt að mála á) skoða sjávarlífið! fletja kerlingar.
  • Berjamó
    Þegar að ég var lítil fórum við amma mjög reglulega í berjamó fyrir aftan bústaðinn okkar, einnig vorum við frændsystkinin send út að tína ber sem amma gerði svo sultu úr.
  • Vaða
    Já þetta þarf ekki að vera flókið! ég gat eitt tímunum saman í litlum læk við hliðin á sumarbústaðinn hjá ömmu og afa, oft var ég send útí læk til að ná í vatn til drykkju.
  • Víðistaðatún
    Ég gæti ekki mælt meira með þeim stað! frábær leikvöllur fyrir krakkana ásamt hoppudínu,aparólu, frisbigólfi,tennisvelli og síðast en ekki síðst æðisleg grill aðstaða.
  • Skessuhellir
    Í helli við smábáta höfnina í reykjanesbæ býr skessa, hún hrítur reyndar allsvaðalega og sefur allan sólahringinn en hún er mjg svo eftir sótt af landsmönnum, þar sem við búum í reykjanes heimsækjum við hana reglulega og finnst Önjun skessan og hellirinn stórmerkileg!
  • Lautaferð
    Þegar lítill tími gefst í langferðir en þú vilt njóta sumarsins og náttúrunar með fjölskyldunni henta lautarferðir einstaklega vel! hver elskar ekki að njóta matar og drykkk úti sem fjölskyldan hjálpaðist við að útbúa!
  • Bogfimi
    Bogfimisetrið er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna.
  • Bókasafnið
    Við kíkjum þangað allavega 2 í viku, Önju finnst æðislegt að velja bók sem við lesum svo um kvöldið, einnig eru fullt af spilum og trédóti sem henni finnst æðislegt að kíkja á!

 

 

sssss

sssssssssssss

ssssss

ssss

 

Þangað til næst

SNAPP – GUDBJORGHREFNA

guinsta

 

Þegar að það stóð í dóttur minni – skyndihjálp bjargar manslífum

Hvar á ég að byrja? Þetta efni er mér svo einstaklega mikilvægt og er þetta algengara en mig hefðu nokkurn tíma grunað! fyrir 3 dögum stóð í yngstu dóttur minni. þetta er eitt af mínum helstu martröðum sem betur fer erum við Einar búin að sitja mörg skyndihjálpar námskeiðið út af elstu dóttur okkar.

Við vorum að snæða eitt kvöldið, Kristel bablar á meðan að hún borðar og svo þagnar hún, henni svelgist á svo ég klappa á bakið hennar, þarna gerði ég mér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta var, hún byrjar að iða og nær ekki andanum og byrjar að blána í kringum munninn ég stekk upp og kalla á Einar “ hún er að kafna“ hann stekkur upp hjálpar mér að leysa hana úr stólnum.

Hann skellir henni á lærið á sér lemur nokkuð fast á milli herða blaðanna og þarna skaust bitin upp úr henni og hún byrjar að gráta.

Ég reyndi að halda aftur að mér en þarna brotnaði ég niður, þetta var allt öðruvísi en þegar að Anja fellur í mettun því að þær aðstæður þekki ég. Kristel náði ekki andanum í nokkrar sekúndur en þetta hefði getað farið á allt annan veg!

Ég hvet ALLA til þess að sitja þessi námskeið regluga!

Þetta er ekki einsdæmi og getur komið fyrir alla! kannt þú skyndihjálp veistu hvað á að gera?

Einnig vil ég benda á skyndihjálparnámskeið appið, það app ættu allir að hafa í símanum sínum, í þessum aðstæðum getur maður gleymt og þá er gott að hafa appið við hendina!

Hér fyrir neðan getur þú sótt um skyndihjálparnámskeið

Skyndihjálparnámskeið

guinsta

Nærandi fyrir húð og hár – Sexy hair

Ég hef verið að leita mér að vöru sem nærir bæði húð og hár, er auðveld og þægileg í notkun.

Flestir sem þekkja mig vita að ég vel þægindi oftast umfram allt! ég elska bað tíman minn þó svo hann er oftast ekki langur enda bíða gormarnir mínir æstir við hurðina eftir mömmu sinni en þá er eins gott að hafa hraðar hendur og  get ég sagt ykkur að þessi viðbót er vægast sagt velkomin inní mína eftir bað rútínu

Lyktin af þessu er vægast sagt guðdómleg, spreyið sem um er að ræða heitir, Rose elixir inniheldur rose og almond oil,  spreyið nærir hárið og kemur í veg fyrir að háraliturinn dofni einnig er hægt að spreygja Rose elixir á líkaman til að gefa húðinni rakan sem húðin þarf á að halda!

har1

Ég hef verið að nota Rose elixir núna daglega í dágóðan tíma og hefur það reynst mér ákaflega vel.

Einnig hef ég verið að vinna með Color lock hairspreyið úr sömu línu en það sprey  hentar mínu hári fullkomlega það gefur hárinu gljáa og miðlungs stífleika sem endist út kvöldið já eða daginn! allt sem er þægilegt og fljótlegt þar er ég! þegar að ég hef lítinn sem engan tíma finnst mér gott að geta hent hárinu upp í snyrtilegt tagl spreyja örlítið yfir svo ég líti ekki út eins og reitt hæna þegar að ég hef daginn minn!

Þessi færlsa er unnin í samstarfi við HÁRVÖRUR.IS

Þangað til næst

 

guinsta

Matseðill vikunar

Mánudagur

Kjúklingur með brúnni glútenlausri sósu kartöflumús og fersku grænmeti

Þriðjudagur

Fiskréttur með pepperoniostasósu og sætum kartöflum

Miðvikudag

Ketolasanga

Fimmtudagur

Kjúklingur með piparostasósu, sætkartöflu mús með kanil og fersku salati

Föstudagur

Rjómalagað chilliosta pulsu pasta

Laugardagur

Lúða með sætkartöflumús fersku salati og fetaosti 

Sunnudagur

Lamb með rjómalagaðari sveppasósu,kartöflumeð og steiktu rótargrænmeti

guinsta

Að eignast barn á 24 viku

Þann 21. nóvember átti ég tíma upp á landspítala í skoðun, þá komin 24 vikur upp á dag! Ég átti tíma kl. 09:00 upp á mæðravernd, ég var búin að kvarta undan verkjum í legi, appelsínugulum leka og smá blæðingu! það var búið að blæða reglulega hjá mér út meðgönguna þá aðallega þegar að ég var undir álagi (Á þeim tíma vann ég sem þjónn og barþjónn svo ég var á hreyfingu mest allan daginn)

Já, Ég var sem sagt komin þarna uppá mæðravernd í almennt eftirlit, ég var send heim með þær upplýsingar að ég ætti að taka mér hvíld yfir daginn þar sem að ég var í vaktarfríi en það væri óþörf fyrir mig að hætta að vinna, og appelsínuguli vökvinn væri að öllum líkindum þvag sem væri að leka!

Ég fer heim og legg mig, kl 14:00 vakna ég við væga túrverki, ég finn fyrir litlum polli í rúminu svo ég hugsa með mér “ æi pissaði ég aftur á mig “ ég var farin að hallast að því að það væri eitthvað að pissublöðrunni minni! eftir þetta „slys“ fór ég bara í sturtu í rólegheitunum, lagðist á botninn og lét renna á bumbuna (sem á alls ekki að gera ef að það er allt opið upp út af sýkingarhættu en hvað vissi ég svo sem?) eftir sturtuna fór ég inní svefnherbergi til að klæða mig, ég sast á rúmið teygði hendina eftir Baby, litlu pug tíkinni okkar á þeim tíma hún er dáin í dag blessunin. Það myndaðist þrýstingur á kúluna sem varð til þess að það varð sprenging! ALLT LEGVATNIÐ VAR FARIÐ!!! og ég komin 24 vikur.

Mín fyrstu viðbrögð voru náttúrulega bara sturlun! Síminn minn varð batteríslaus á meðan ég svaf!! svo í geðshræringu minni vafði ég utan um mig loðnu teppi úr Ikea og hljóp fram á gang! ég var náttúrulega allsber (ekki mitt stoltasta moment verð ég að viðurkenna) og bankaði á allar dyr! en ENGIN var heima í allri blokkinni!

Á leiðinni upp aftur heyri ég að hurðin opnast, þar var ungur strákur að koma heim úr skólanum get ég ímyndað mér en hann bjó sem sagt á móti okkur í stigaganginum upp á 3 hæð! Honum var ansi brugðið ég ásaka hann ekki haha, hann leyfir mér að hringja hjá sér, ég hringdi í sjúkrabíl og Einar.

Einar var komin á undan okkur enda skít hræddur um Önju Mist og mig. Þegar upp á fæðingardeild var komið var tekið leg vatnstrok sem sýndi neikvætt ( sem sagt ekki legvatn) á sömu stundu voru vaktaskipti! hún spyr hver staðan væri, þær segja að strokið sé neikvætt! sem betur fer tékkaði hún aftur sem var að sjálfsögðu jákvætt! En allir geta gert mistök það er nú bara þannig.

Ég var send í sónar og þar sást lítið sem ekkert, þetta var svona eins og stöðvarugl í sjónvarpinu þegar að ég var lítil nema bara svarthvítt! allt legvatnið var farið, þarna var mér tilkynnt að ég myndi eyða restinni af meðgöngunni upp á sængurlegudeild „bundin“ við rúm! mín fyrstu viðbrögð var gífurleg hræðsla,sorg og reiði! þarna var ég 21 árs að ganga með mitt fyrsta barn svo ég var komin með ákveðnar hugmyndir hvernig meðganga gengi fyrir sig, mitt viðmið voru mæður sem gengu fulla meðgöngu, svo það í rauninni hvarflaði ekki að mér að eitthvað svona myndi koma fyrir mig! og já mér fannst þetta bara drullu ósanngjarnt, mér leið eins og ég hefði brugðist henni! eftir mikinn grátur náðu ljósmæðurnar,Einar og mamma að róa mig niður!

Það var byrjað á því að gefa mér dreypi til að stöðva fæðinguna og sterasprautu! en best er að ná fyrstu 2 sterasprautunum fyrir lungun á barninu var mér sagt!

 

p1
Við mamma í góðu yfirlæti

Fyrsta daginn mátti ég ekki fara úr rúminu svo mér var boðið að pissa í kopp, ég mátti ekki fara í sturtu vegna sýkingarhættu,en handþvottur var í lagi! þetta þótti mér svakalega erfitt, ég fékk að tala við lækni og sögðu þeir mér að dvölin mín á sængurlegudeild gæti verið frá viku og upp í 10 vikur en það varð tíminn að leiða í ljós! Einar var hjá mér allan tíma, hann svaf á bedda eða í lazyboy fór eftir því hvað var laust, Einar var alveg staðráðinn í því að hann myndi sko vera með mér allan tímann!

„Með matar og klósett pásum að sjálfsögðu!,,

Haha nei nei hann gerði gjörsamlega allt fyrir mig huggaði mig ef ég var leið, smúlaði mig í sturtu já ég fékk að fara í sturtu á þriðja degi, hann spilaði við mig, horfði með mér á ógrynni af kvikmyndum og þáttum, hann var bara gjörsamlega fyrir mig sem er ekki algengt! þetta var alveg jafn mikið hans eins og mitt! en jæja svo við höldum nú áfram.

Á 4 degi um nóttina byrjaði ég að fá hríðarverki í bakið svo ég gat ekki sofið, ég hringdi 1 sinni bjöllunni um 01:00 leitið og lét þær vita að ég átti erfitt með að sofna út af stanslausum og sárum verk í mjóbaki, þær fylgdust vel með mér og voru reglulega að koma og kíkja á mig, kl. 05:00 var ég ekkert búin að ná að sofa svo ég fékk verkjastillandi sprautu eftir hana lognaði ég gjörsamlega út af, um 08:00 var tekin blóðprufa, ég svaf bara á meðan.

Kl. 13:00 var ég vakin af yndislegum fæðingarlækni, hún sagði við mig með blíðum róma

„Jæja Guðbjörg mín nú ertu komin með meðgöngu eitrun svo við verðum að ná stelpunni út sem fyrst! hér er tafla sem kemur þér af stað! það bíður ljósmóðir eftir ykkur uppá fæðingardeild!,,

Þetta gerðist svo hratt, ég hafði engan tíma til þess að melta það sem að var í gangi!

en ég man eftir því að þetta var blanda af hræðslu og spenning! ég sagði fátt og reyndi að hugsa ekki of mikið um hversu lítil og brothætt hún væri heldur reyndi ég að hugsa jákvætt!

Í byrjun var mér sagt að ef hún kæmi sama dag og ég missti vatnið og ég ekki búin að fá sterana fyrir lungun hennar eru um 50% líkur á að Anja mín mynd lifa þetta af! EN þar sem að ég náði fyrstu 2 sterasprautunum  þá voru líkurnar meiru heldur en minni sem róaði mig verulega!

Svooo við höldum áfram, mér var gefin tafla til að koma mér af stað, sem gekk bara svona ljómandi vel enda var ég komin með hríðar áður en við komum upp á fæðingarstofu!! Það var yndisleg ljósmóðir sem tók á móti okkur og í minningunni var hún mikill húmoristi sem auðveldaði mér mikið!

þegar uppá herbergið var komið spyr ég hvort að þetta verði nokkuð mikið verra? (þá meina ég hríðarnar) og hún svarar „jáááá jáa þúsund sinnum en ég vil kynna þér fyrir besta vini þínum í kvöld GLAÐLOFTINU,, og svo brosti hún!

Nærveran hennar var svo þægileg og þar sem að hún var búin að ganga í gegnum svipaða fæðingu skildi hún nákvæmlega hvað ég var að fara að ganga í gegnum!

En jæja það tók bara þessa einu töflu til þess að koma mér af stað, ég var í 1 í útvíkkun í 6-7 tíma! Svo það var lítið að gerast þar á milli en hríðarnar jukust með hverjum klukkutímanum, á meðan að við Einar og mamma biðum horfðum við á Walking dead sem mömmu og ljósmæðrunum fannst vægast sagt mjög fyndið, um klukkan 22:00 voru verkirnir orðnir óbærilegir, ég sofnaði á milli hríða svo ég var orðin ansi uppgefin! ég spurði ljósmóðurina hvort ég mætti fara í sturtu sem ég mátti svo ég hékk þar á kolli í góðar 30 mín!

Eftir sturtuna bað ég um mænudeyfingu! ljósmóðirin skoðaði mig og samþykkti! þarna var ég komin í 6 í útvíkkun og komin með virkilega harðar hríðar.

Nú hugsa margar hvernig getur verið að hún fái svona harðar hríðar með svona ofboðslega lítið barn! þetta getur ekki verið neitt í samanburði við barn í eðlilegri stærð!

Tjaaa júu! ég fann meiri verki með Önju þann tíma sem ég var ekki mænudeyfð! ferlið er nefnilega það sama skal ég segja ykkur! sama hvað þá þarf ég að komast í 9 í útvíkkun.

Ég veit ekki hversu oft það hefur verið gert lítið úr minni upplifun vegna þess að konan sem ég er að ræða við heldur að hennar upplifun hafi verið sársaukafyllri en mín,

Eitt sinn fékk ég að heyra „Bíddu bara þangað til þú fæðir barn í eðlilegri stærð,,

Fæðingar eru svooo mismunandi í fæðingunni með Kristel náði ég að anda mig í gegnum hríðarnar, sem ég náði td. ekki með Önju Mist svo ég fékk mænudeyfingu sem virkaði þangað til Anja mín var fædd en með Kristel Nótt þá datt deyfingin niður þegar að ég var að fæða hana það var verulega sárt og erfitt! svo ég á mjög svo ólíkar fæðingar sögur burt séð frá því að ég var að fæða barn á 24 viku!

En jæja höldum nú áfram, ég var sem sagt komin með 6 í útvíkkun og vildi fá mænu rótardeyfingu og það strax! svo því var reddað! á meðan við biðum vildi ég fá kjötsúpuna sem tengda mamma mín var svo yndisleg að útbúið handa mér kvöldinu áður, og þvílík himnasending sem hún var!! enn ég mátti hins vegar ekki borða kjötið né grænmetið ef ég skildi fara í bráðarkeisara, svo ég drakk bara soðið á milli hríða.

Nú var komið að því að setja upp mænu deyfinguna sem tókst svona glimrandi vel! ég deyfðist jafnt sem var dásamlegt, þarna var klukkan rétt yfir 23:00, mér var ráðlagt að hvíla mig sem ég gerði, um 01:00 var ég skoðuð og jebb komin í 9 í útvíkkun! já þetta gerðist mjög hratt eftir mænu deyfinguna.

Ljósmóðirin kallaði inn ógrynni af læknum,ég held að við höfum verið um 11 inn á fæðingarstofunni! þetta var sem sagt að gerast, við vorum að fara að sjá pínu litlu stelpuna okkar! Ég var var mjög dofinn svo ég fann ekki fyrir rembingsþörf en ég rembdist með bestu getu í 20 mín þangað til hún kom!!

Anja Mist fæddist eftir 24 vikur+5 daga kl. 01:23 þann 26 nóvember árið 2014

Anja mín grét þegar að hún kom út og ef ég á að lýsa grátinum hljóðaði hans eins lítið tíst í mús! eða lítið blístur sem heyrðist varla! Einar var svo heppin að fá að klippa á nafla strenginn svo fékk ég að halda á henni í nokkrar sekúndur áður en hún var inntúberuð!

 

p2

Hún var svo ósköp lítil og viðkvæm ! húðin var rauð og gegnsæ og við viðkomu var hún  blaðþunn og rök.

Hún var svo lítil,fullkomin og alveg fullmótuð! hún fæddist með kolsvart hár! ó hvað hún var lítil og falleg ! Anja fæddist með alvarlega yfir réttu á báðum fótum svo þar af leiðandi gat hún ekki beygt þá heldur beygðust þeir upp á við!

p3

Þegar að hún fæddist leið mér ekki eins og hún væri mín, mér leið ekki eins og móður!

Þessar aðstæður eru náttúrulega allt annað en venjulegar! mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman! við fengum ofboðslega stuttan tíma með henni áður enn henni var brunað uppá Vökudeild, við horfðum á hana í gegnum hitakassa fyrstu mánuðina sem var gífurlega erfitt, húðin hennar var það viðkvæm að hún þoldi illa strokur! svo við héldum bara í hendina hennar!

 

Með tímanum kom móðurtilfinningin sinnum 10 og sé ég ekki sólina fyrir blóminu mínu.

p6p7

p5

Anja mín er með veikt ónæmiskerfi og viðkvæm lungu en annars gengur henni vonum framar! framförin hafa verið gríðarleg í gegnum árin!

Þetta er búið að vera gríðarlegt ferðalag! ég tel að við vorum valin fyrir þetta verkefni! og er ég svo dásamlega þakklát fyrir dóttur mína sem hefur kennt mér og okkur mun meira en ég mun nokkurn tíman ná að kenna henni.

Ég vil deila nokkrum myndum af bataferli hetjunnar okkar sem ég svo óendanlega stolt af.

p1333

p122

p144

p1000

p1111111111

p155

p123
Þarna var Anja með óþekktan lungnasjúkdóm, eftir mánuð losnaði hún almennilega við öndunarvélina
p11111111
Og við flutt til Philadelphiu í laut að lækningu
p166
Þar er Anja að fá göngu spelkur
p13
Sem fannst eftir 5 vikna dvöl í Philadelphiu! þarn eru við á leiðinni heim til íslands
p111111
Anja komin til ísland, þarna var hún að sóla sig í miðbæ Reykjarvíkur.
p11111
Fyrsta sumarbústaðarferðin eftir veikindin

p1111

p14

p111
Fyrsta útilegan eftir veikindin
p188
1 snjótu ferð af mörgum
p177
Með fyrstu bílferðunum án súrefnis
p18
Anja leikskóla stelpa

p1999
p1009

p1099

p10009
My dancing queen
p12111
Fallega 4 ára Anja mín

Þangað til næst

 

gu

insta

 

Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist

Kristel Nótt varð 1 árs 3 apríl síðast liðinn, við ákváðum að halda sameiginlegt afmæli sunnudeginum eftir afmælisdaginn hennar Kristelar.

Anja Mist missti af sinni afmælis veislu út af lungnabólgu sem hún fékk í nóvember sem er leiðinlegt út af því að það var lítið tala um annað ( það var samt haldið óvænt kaffi boð fyrir snúlluna um kvöldmatarleitið með þeim allra nánust þá var skellt í eina litla skúffu köku horft á Disney mynd og borðað stjörnu snakk þangað til hún lognaði út af)

Ef við lítum á björtu hliðarnar þá var allt klappað og klárt fyrir veislu út af því að við vorum búin að kaupa allar skreytingar fyrir afmælið, unicorn þema varð fyrir valinu og þar sem að Kristel hefur litla skoðun á þessu að þá deildu þær þessum dásamlega degi saman.

afmæli12

 

Lesa áfram „Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist“

Er barnið tilbúið fyrir fastafæðu 

5  ráð varðandi fyrstu skrefin.

Þessi tími er svo einstaklega skemmtilegur barnið er að fara kynnast allskyns nýjum á ferðum og brögðum, fyrstu skrefin eru vanalega skemmtilegust og ber að njóta þessa skemmtilega tíma.

Áður en barn byrjar að ganga byrjar það yfirleitt að skríða, þannig gengur maturinn einmitt fyrir sig líka. Flest allt er tekið í skrefum, örsmáum hænu skrefum.

Fyrstum sinn fá þau einungis brjóstamjólk eða þá formúlu, þegar að barnið nær 4 mánaða aldri er vanalega byrjað að kynna því fyrir mat,sumir láta brjóstið duga sem er frábært foreldrar finna yfir leitt hvað hentar hverju sinni fyrir sig og sitt barn.

En jæja er barnið byrjað að sýna áhuga eða finnst þér kanski bara komin tími fyrir næstu skref?

hér er smá listi af ráðum sem ég hef stutt mig við í gegnum tíðina.

Nr.1

Að leyfa barninu en ekki klukkunni að ráða för, leyfðu barninu að vísa veginn

Nr.2

Vertu á varðbergi, sýnir barnið að það sé tilbúið eða sýnir það aukinn áhuga

Nr.3

Að byrja að mauka

Fyrst um sinn var mælt með af ljósmæður að testa grautinn, gott er að blanda brjóstamjólk eða formulu við grautinn,

annars eru endalaust af mauk uppskriftum sem þú getur nálgast á pinterest.

Það verður að hafa í huga að barnið hefur nærst á einungis mjólk fyrstu 4-6 mánuðina jafnvel lengur, smooth og frekar þunn áferð myndi henta fyrst um sinn, sniðugt er að bæta móðurmjólkinni eða formúlunni við maukið til að þynna.

Nr.4

Að bæta inn fleiri áferðum

þegar að viðbrögð barnsins gagnvart á ferðum hefur minnkað er sennilega komin tími til þess að fara í aðeins grófari áferðir sem barnið þolir, þarna er gott að létt mauka eða jafnvel nota gaffal til að stappa

Nr.5

Barnið borðar sjálft

í rauninni leyfði ég Kristel að ráða alfarið för þarna, um leið og hún fór að sýna matnum og diskinum áhuga með höndunum þá leyfði ég henni bara að prufa sig áfram, það er ekki það skemmtilegasta að þrífa upp eftir matartíman en ótrúlegt en satt þá venst þetta furðu fljótt og kemst inní rútínuna.

Svo seinna meir fara þau að hafa áhuga á skeiðinni þá gildir það sama bara að leyfa þeim að prufa sig áfram og fylgjast með.

Vonandi kom þetta einhverjum að gagni

þangað til næst.

gu

insta