Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist.
Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar!
Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það,
Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.
Þessi dásemd hefur fylgt mér í mörg ár! Þetta er nefnilega einn af uppáhalds réttum mömmu minnar ( með smá tvist)
Uppskrift
Botn
Makkakrónur – ég keypti þessar í krónunni
setur í poka og kremur
Rjóma blanda
3 dl Rjómi
60 gr flórsykur
2 st eggjarauður
Saxið rjóma súkkulaði með karamellukurli og heslihnetum
Þið byrjið á því að þeyta flórsykurinn og eggjarauðurnar saman, því næst er rjóminn þeyttur, þegar að það er búið er hrært súkkulaðinu og eggjablöndunni rólega saman við rjómann
Jarðaberjum er svo raðað ofan á rjóma blönduna
Súkkulaði hjúpur
200 gr suðursúkkulaði
1 dl rjómi
Þetta er brætt saman og dreift yfir rjómablönduna og jarðaberin
Að koma sér í form eftir meðgöngu eða nei, bara í form yfir höfuð getur verið deeerullu erfitt bara! Ég var í rúma 9 mánuði að koma mér í mitt drauma form eftir meðgöngu svo ég veit hvað ég er að tala um!
Nú eru 8 mánuðir liðnir frá fæðingu Kristelar, á fyrstu 5 mánuðunum missti ég 10 kíló, ég hef náð að viðhalda mér með höllu mataræði, léttri hreyfingu og jákvæðu hugarfari! nú fer árinu 2018 að ljúka og er mér farið að hungra í almennilegan árangur en fyrir því þarf ég að vinna! ég er búin að setja mér markmið fyrir 2019, en þú?
Þarna eru 5 mánuðir frá fæðingu
Að stíga inní ræktarsal getur verið yfirþyrmandi og ógeðslega erfitt ( bíddu aðeins þetta verður betra haha) ekki hætta að lesa alveg strax.
Ég var í 9 mánuði að losa mig við rúm 20 kíló! ég byrjaði þegar að við fjölskyldan bjuggum uppá barnaspítala hringsins með 1 árs gömlu dóttur okkar, sem var að berjast við ólæknandi lungnasjúkdóm ( er við héldum á þeim tíma) Anja veiktist í enda september 2015 (þá féll hún í mettun í fyrsta skiptið) með hverjum deginum hrakaði Önju Mist og gáfust lungun svo upp á endanum og dvaldi hún í öndunarvél í rúman mánuð samanlagt, blessunarlega séð losnaði Anja úr öndunarvélinni 24 des. og í lok desembers kvöddum við gjörgæsluna og héldum við niður á barnadeild!
1 jan. tók ég þá ákvörðun að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl! þarna vorum við búin að dvelja upp á barnaspítala í 4 mánuði, þegar að ég tók þess ákvörðun áttum við eftir að dvelja uppá spítala í 3 mánuði í viðbót! úti og hér heima! en það er efni í aðrafærslu.
Ég missti fyrstu 9 kílóin á þessum 3 mánuðum sem var mikill sigur! ég veit vel hvernig það er að koma sér í form undir álagi sem er ekkert grín og getur tekið svakalega á en taktu það frá mér ÞETTA ER HÆGT!
Með hverjum deginum sem leið varð þetta skemmtilegra og SKEMMTILEGRA, þetta hætti að vera einhvað sem ég varð að gera ( ég er þar núna ) og varð með tímanum mín ástríða!)
Ég var það hungruð í bætingar að ég mætti á hverjum degi með dóttur mína sem var bundinn við súrefni allan sólahringinn,ég tók súrefnis kútinn bara með og bar hann á bakinu, hversu mikið ert þú tilbúin til þess að leggja á þig til þess að ná þínum markmiðum?
Engar áhyggjur ég er á þeim stað núna að ég þarf hvatningaræðu frá Einsa (manninum mínum) í hvert skipti sem ég ætla mér að vakna í ræktina!
Ræktin er í göngu færi svo ég hef í rauninni enga ástæðu til þess að mæta ekki!
„Vertu sterkari en afsakanir þínar“ Þetta var mitt mottó og ætla ég að tileinka mér þetta í þessu skemmtilega ferðalagi!
En jæja þú ert væntanlega að lesa þennan pistil til þess að fá smá hvatningu og spark í rassinn, ekki satt ?
Ef svo er vil ég hvetja þig til þess að lesa lengra!
Hér koma nokkur lykilatriði sem hjálpuðu mér að komast í mitt draumaform
(Drauma form getur verið mismunandi! hvort sem þú ert að þyngja ,létta, styrkja, tóna, bæta þol!)
Númer 1,2, OG 3 er rútina, skipulag og markmiðssetning! þú kemst ekkert án þess mín kæra.
Settu þér viku, skammtíma og langtíma markmið
Tímasettu þig!
Markmiðin þurfa að vera RAUNHÆF
Skrifaðu þau niður! hvar sérðu þig fyrir þér eftir mánuð? 6 mánuði? ár?
Breyttu um hugarfar! það er auðveldara en þú heldur! byrjunin er erfiðust!
Þetta er engin skilda! EN ég fór ekki að ná almennilegum árangri fyrr en ég fékk mér þjálfara! ( ég mæli með Dóra Tul )
Borðaðu eins hreina fæðu og þú mögulega getur( ég á samt mína nammi daga )
Trylltur laga listi
Ég tek inn fæðubótarefni
Td Protein, Glutalin,Hi energy fat burner svo eitthvað sé nefnt, ég fæ öll mín fæðubótarefni hjá Leanbody.is, fæðubótarefni er val að sjálfsögðu en þar sem að við erum að tala um hvað hjálpaði mér gríðarlega til að ná settum markmiðum! sérstaklega þegar að ég fór að byggja mig upp! ( en gott að hafa það á bak við eyrað að þetta er fæðubót sem kemur ekki í stað fæðu)
Og svona rétt í lokin ræktarkort
Einhverstaðar las ég að markmið eru eldsneytið í ofni afrekanna,en manneskja án markmiða er eins og skip án stýris.
Þeir sem læra að setja sér markmið og vinna eftir þeim geta afkastað meiru á einu til tveimur árum en margir gera á heilli ævi
Þetta á við um allt, ekki einungis fólk sem er að koma sér í form!
Ég mun skrifa nýa færslu um leið og settu markmiði er náð og leyfa ykkur svolítið að fylgjast með! þetta er bæði hvatning fyrir sjálfa mig og aðra, en nú fer ég að segja þetta gott í bili, Þið getið fylgst með mér á snappinu mínu gudbjorghrefna og hafið þetta ferðalag með mér!
You must be logged in to post a comment.