Skinku og baconpasta í rjómaostasósu

Þetta er eitt af uppáhalds réttum Ása og er það því nokkuð reglulegur réttur á matseðli þessa heimilis. Ekki skemmir heldur fyrir að þetta er sjúklega einfaldur réttur!

Hráefni:

2x Bacon bréf

Hálfur pakki 80% skinka

Pasta (skiptir ekki máli hvaða tegund en ég nota oftast fussili eða penne)

1.5x Kryddostur (það eru til fleiri en ein tegund og mér þykir þær allar góðar bæði Örnu og MS)

500ml Rjómi (ég nota Yosa útaf mjólkuroþoli og það er sjuklega gott)

1x teningur nautakjötkraftur

Aðferð:

Þú byrjar á að sjóða pastað í sæmilega stórum potti. Á meðan pastað sýður, skerðu bacon og skinku í hæfilega bita og steikir á pönnu (mér finnst best að steikja baconið aðeins lengur og set það því fyrst og bæti svo skinkunni við þegar það er steikt). Settu það svo aðeins til hliðar á meðan þú gerir sósuna.

Sósuna gerirðu með því að setja rjómann í pott og skerð kryddostinn í teninga til þess að þeir bráðni fyrr, á sama tíma setur þú nautakraftinn útí og hrærir í þar til sósan er orðin smooth.

Þegar pastað er tilbúið, þá sigtarðu vatnið frá og bætir öllu hinu hráefninu útí og blandar saman. Einfaldara verður það ekki!

Mér finnst svo bilað gott að borða þetta með smá ripsberjahlaupi útá.

Tómstundir þegar útiveran gengur ekki

Þetta er færsla fyrir alla veikindapésa og þegar viðrar ekki nógu vel fyrir útiveruna.

1. Kauptu pappírsrúllu í t.d. ikea og svuntu því þetta gæti orðið… Skemmtilegt! Blandaðu þína eigin málningu úr hráefnum sem flestir eiga í eldhússkápnum og málið fallega mynd.

2. Setjist undir teppi í stofunni og lesið bók með fallegum myndum og ræðið myndirnar… ekki verra ef ykkur tekst að búa til ykkar eigin sögu bara úr myndunum.

3. Búið til trölladeig og leirið eitthvað skemmtilegt.

4. Bakið smákökur, það er vel hægt að finna hollar og góðar smáköku uppskriftir.

5. Búið til virki í stofunni eða borðstofu… Æskan er svo stutt hjá þessum elskum og þau munu aldrei minnast draslsins heldur samverunnar.

6. Sitjið bara og spjallið um daginn og veginn… Þegar börnum gefst færi á þá þykir þeim rosalega gaman að bulla og tala um sig og sína sýn á heiminum.

7. Spilið borðspil eða bara þessi klassísku spil (veiðimaður, olsen olsen ofrv.

8. Kubbið hús og leikið með barbí… Notið ímyndunaraflið.

9. Búið til þrautabraut í stofunni eða lekfimidýnu á ganginum (leggja niður sængur og teppi.

10. Hafið ykkar eigin danspartý þar sem allir skiptast á að velja lag til að dansa við.

11. Hví ekki að nota gömlu sokkana sem aldrei finnst parið saman. Búið saman til sokkabrúður.

12. Búið til músastiga eða pappakeðju.

13. Farið í tískuleik (alltaf gaman að fá að máta mömmu og pabba föt)

14. Púslið saman.

15. Hafið lautarferð… inni!

16. Búið til kórónu eða grímu úr pappír.

17. Farið í feluleik… það er alltaf gaman!

18. Lærið origami (netið getur hjálpað)

19. Gerið bílaþvottastöð… fyrir dótabíla.

20. Gerið ratleik inni!

Fæðingarsaga Svavar Bragi

Þessi meðganga hafði gengið bara eins og í sögu. Eina sem hafði hrjáð mig alla meðgönguna var grindarverkir af og til ef ég beitti mér rangt en að öðru leyti var ég bara ekkert „ólétt“… eða allavega fram að síðustu vikunni því drengurinn var bara ekki neitt að drífa sig í heiminn og hélt sig viku lengur í mömmuhlýju.

Morguninn 20. Október 2013 átti ég að mæta upp á HSS í belglosun til að sjá hvort það kæmi ekki einhverju afstað. Þar sem ég var bíllaus tók ég strætó ein frá ásbrú inní Keflavík og leyfði Danna bara að sofa. Ljósmóðirin ákvað að vera alls ekki að gera mér upp neinar vonir svo við sendum beiðni í leiðinni fyrir gangsetningu á LSH í vikunni á eftir og sagði hún mér að þó að ég fengi seiðing væri ekkert ólíklegt að það hætti svo aftur því ég var ekki komin með neina útvíkkun af viti.

Þar sem besta vinkona mín bjó bara nánast við hliðina að spítalanum, rölti ég þangað og ætlaði að fá hana til að skutla mér heim (kl ca 11/11:30) en hún steinsvaf og ég ekkert á neinni hraðferð svo ég sest bara og spjalla við mömmu hennar. Þó nokkrar mínútur líða og eftir smá tíma þá tekur Svana (mamman) eftir því að ég er farin að styðja við bumbuna og hálf gretta mig á nokkurra mínútna millibili og fer laumulega að taka tímann. Þegar hún áttar sig á að ég geri þetta með nokkuð jöfnu millibili spyr hún mig hvort ég væri ekki að taka tímann… Nei ég sagðist nú ekki vera að því og af hverju ég ætti að gera það. „Ertu ekki með verki?“ Jú ég var nú alveg með seiðing en ég gat nú lítið kvartað. 5 mínútur á milli!

Þetta gat nú ekki verið bara svo einfalt, ljósan losar belginn og ég bara strax með hríðaverki?

Ég held það nú, með tímanum versna verkirnir og styttist á milli svo við vekjum Sunnu sem fær vægt sjokk. Hellir í SJÓÐANDI bað fyrir mig og otar að mér helling af mat því ég yrði nú að hafa orku í þetta allt saman. Eftir smá tíma röltum niður á HSS aftur (nú eru 6 ár liðin og ég ekki alveg með tímann) til að sjá hvort það væri rétt, var ég komin með hríðar?

Það var svosem ekkert að gerast akkurat á þessari stundu svo ég fer til baka og kúri mig í gegnum verkina áður en ég gefst alveg upp og vill bara fara niður á deild í baðið og fá glaðloft. Þegar þarna kemur við sögu eru ca 2 mín á milli verkja. Það reyndist líka nær ómögulegt að ná í Danna en það hafðist svo á endanum og hann kom með pabba sínum niður í Keflavík til að ná að vera viðstaddur fæðinguna.

Ég reyni að slaka vel á milli hríða og fæ mömmu til að nudda á mér bakið með köldum höndum á meðan ég lá í heitu baðinu (já hún þurfti að skipta um hendi mjög ört). Þegar ég hafði legið í baðinu í svolítinn tíma fer ég að fá rembingsþörf, en útvíkkunin var ekki alveg búin svo ég má ekki rembast alveg strax og loksins þegar ég mátti rembast þá gerðist allt frekar hægt. Þegar ég hafði rembst í að verða 2klst fór hjartslátturinn hjá hnoðranum að verða aðeins of ör svo ég var fengin uppúr baðinu og á rúmið sem var bara akkurat það sem þurfti til að hann snerist almennilega í grindinni og þaut út í öðrum rembingi eftir að ég hafði lagst. Hann s.s. hafði líklega legið skakkt í grindinni allann þennan tíma og það með hendi í hálsakoti sem gerði það en seinfærara.

Hann fæðist svo 17 merkur og 53cm kl 20:57 þann 20.október.

Það vantaði ekki sopann fyrir hann en hann lá á brjóstinu megnið af fyrstu 2 árunum sínum.Þessi maður er einn sá yndislegasti og lífsglaðasti sem ég hef kynnst en hann féll frá fyrir 1 árs afmælið hans Svavars Braga en hann heitir í höfuðið á honum, Svavar.

100% vinna, börn og fjarnám

Verandi námsmaður, mamma og 100% starfsmaður á dag og næturvöktum er enginn brandari.

Þar einmitt kemur gott skipulag sterkt inn.

Ég er með dagbók sem ég sérpantaði af síðu sem heitir personal-planner.com og þar skrifa ég inn verkefni, próf og allt annað sem þarf að gerast í vikunni (foreldrafundir, frí og hver er að passa ef þess þarf). Ég er svo heppin með tengdaforeldra líka sem passa alltaf þegar ég fer a næturvaktir þar sem vaktir okkar Ása skarast á. Ég mæti í vinnu 17:30 en Ási ekki búin á dagvakt fyrr en 20:00 þá daga.

Ég hugsa að ég kæmist mögulega ekki upp með að vinna fulla vinnu með skólanum ef ekki væri fyrir þetta frábæra stuðningsnet!

Ég s.s. reyni að skipuleggja það þannig að ég læri og fer svo í ræktina í lærdómpásunni, borða hádegismat og læri svo eins mikið og ég get á frídögum meðan börnin eru ekki heima. Ef eitthvað er eftir þegar frísyrpan klárast þá sé ég hvort betra sé að troða því inn eftir vinnu (og ræktina) eða tek bækurnar með mér á næturvakt/læri eftir næturvakt (og svefn).

Allt saman er þetta rosalegt púsl en vel hægt með smá hjálp og góðu skipulgi.

En mikilvægast finnst mér þó að hafa ómældan stuðning maka þar sem ég fæ stundum að læsa mig inni herbergi að læra og taka próf ef illa lendir á dagana og þegar ég er enganveginn að nenna að læra hvetur hann mig áfram!

Mundu bara ef þú getur látið þig dreyma það, þá geturu látið það gerast.

Foreldra ráð – Til að létta lífið

1. Skítugir legokubbar meiga fara í uppþvottavél. Ef þú átt ekki uppþvottavél settu þá í þvottanet og inní þvottavél. Sama á við um mjög mörg leikföng, þau skemmast fæst við stutta þvottaferð.

2. Hvernig fá börnin þessa hugmynd um að það sé vondur kall eða skrímsli í myrkrinu? – settu vatn og örfáa dropa af lavender í spreybrúsa, ef þú ert extra metnaðarfull/ur skreyttu brúsann og kallaðu það skrímslasprey.

3. Mörg börn hafa takmarkaða þolinmæði fyrir hand- og fótsnyrtingar. Klipptu neglurnar á meðan barnið sefur!

4. Smelltu snaga aftan á matarstólinn og settu smekkina þar. Þá eru þeir alltaf við hendina þegar þörf er á þeim. – svo er líka hægt að kaupa svona á trip trap

5. Uppþvottalögur er töfraefni á fatabletti. Settu grænan fairy beint á blettinn til að koma í veg fyrir að bletturinn festist.

6. Zip-lock pokar eru guðsgjöf. Hver segir að kókosolía sé svarið við öllu… þú getur geymt og ferjað nánast hvað sem er í zip-lock poka! Nesti-frystivörur-föt-leikföng-snyrtivörur svo eitthvað sé talið.

7. Ef þú ert eins og ég og kemur þér aldrei í að „babyproofa“ allt húsið. Þú getur sett teygjur eða bönd á milli handfanga í eldhúsinu og baðherberginu. (Alltaf best að eyða samt tímanum í varanlega lausn)

8. Frostpinnar. Stingdu pinnanum í gegnum muffin form til að forðast klístraða fingur.

9. Þessu hef ég brennt mig á. Baðdót með gati, notaðu límbyssu til að loka gatinu og koma í veg fyrir myglu.

10. Ef þú ert með lítið barn sem fer stutt í baðinu, settu barnið í þvottakörfu ofaní baðið. Þannig flýtur dótið ekki of langt í burtu.

11. Til að koma í veg fyrir að þú mætir lítilli múmíu eða klósettpappírs mottu á leið þinni inn á bað, smelltu hárteygju utan um rúlluna.

12. Áttu lítinn listamann sem þykir A4 ekki nógu stór canvas? Acetone eða töfrasvampur virkar vel á túss… ef það virkar ekki, settu þá bara ramma utan um! (Nokkrir punktar ^)

13. Börn eiga til að prufa lykla og læsingar en kunna svo ekki að opna aftur. Settu teygju milli hurðarhúnna svo læsingin fari ekki út.

14. Fáðu þér dagatal til að setja inn allar æfingar, læknatíma og annað mikilvægt.

15. Búðu til skipulag og stattu við það. Til að byrja með hjálpar að skrifa inn húsverkin í dagatal… það kemur manni á óvart hvað maður miklar það fyrir sér að troða inna öllu í hverri viku.

16. Gerðu matseðil fyrir vikuna og verslaðu eftir honum. Það sparar bæði tíma og pening ásamt því að þannig er auðveldara að velja hollari kosti.

17. Án þess að ætla að hljóma eitthvað Sólrún Diego eða Sigrún Sigurpáls… það er bæði ódýrara og náttúrulegra að gera þitt eigið alhliða hreinsisprey með vatni og edik eða vatni og sítrónu (sítrónan er sótthreinsandi)

18. Eitt af mínum þægilegustu ráðum er að fara í ræktina á meðan börnin eru í daggæslu/skóla… virkar hinsvegar ekkert sérstaklega vel fyrir dagvinnufólk. En reyndu alltaf að finna leið til að kreista inn 30mín hreyfingu á dag, þó það sé ekki nema göngutúr með kerruna.

19. Magapest. Börn missa auðveldlega matarlystina við magapestir (upp og niður). Flestir vita af poweraid/gatoraidráðinu en ég kynntist electrorice bara þegar stelpan mín var nokkurra mánaða með upp og niður í yfir viku. LIFESAVER ! BÓKSTAFLEGA!

20. Takið þessu ráði með miklum fyrirvara! Við hósta og stífluðu nefi er gott að setja pínulítið vicks vaporub undir iljarnar á krökkunum og sokka yfir þegar þau fara að sofa. Ég kaupi yfirleitt babyrub því ég hef heyrt hryllingssögur en hef notað hitt og enn allt í lagi með mín. – Sumir geta líka svarið fyrir hálfum lauk við rúmið.

21. Sum börn eru B-týpur og koma sér illa afstað á morgnana. Í þeim tilfellum er fínt að kaupa 5 kassa/skúffur/hirslur og skipuleggja fatavalið fyrir skólavikuna.

22. Hafðu „já-nasl“ alltaf aðgengilegt í ísskápnum sem er í boði hvenær sem er dagsins. Fínt að hafa bæði ferskt og pakkað (klementínur – schoolbars – ostabita – gulrætur – gúrkubitar – osfrv.)

23. Ef barnið þitt er eitt þeirra sem tekur ástfóstri á bangsa/teppi/dulu/annað þá er alltaf gott að eiga auka.

24. Alltaf hafa hitamæli og stíla í skiptitöskunni.

25. Það getur stundum verið erfitt en gefðu þér tíma reglulega til að fara á „deit“ með barninu. Þarf ekki að vera mikið, bíó, föndurkvöld, ferð á bókasafnið að lesa bækur saman, kaffihús eða bara róló.

26. Cheerios hálsmen í búðina. Þræddu cheerios á tannþráð og settu á barnið/börnin fyrir búðarferðir.

27. Settu pinna í litlar jógúrtdollur og frystu. Auðveld leið til að gera ís.

28. Ef möguleiki er á því, litaðu inní klukkuna til að hjálpa barninu að skipueggja tímann sinn.

29. Búðu til afþreyinga krukku fyrir börnin. Skrifaðu á pinna mismunandi afþreyingu svo þau geti dregið þegar þeim leiðist.

30. Kauptu merkimiða (t.d. navnelapper.no eða mynametags.com) og merktu ALLT. Gott að venja sig á það snemma.

31. Talandi um límmiða. Klipptu einn í tvennt og settu í skóna til að hjálpa barninu að sjá hvor fóturinn fer í skóin.

32. Prentaðu og plastaðu mikilvæg símanúmer og festu það svo á skólatöskuna til að auðvelt sé að ná sambandi við foreldra/nákomna. – Sama listann er líka gott að hafa heimavið t.d. á ísskápnum.

33. Ertu alltaf að týna hárteygjunum? Þú týnir þeim allavega seinna svona… eða öllum í einu!

34. Leyfðu barninu að hjálpa þér að skipuleggja vikuna um helgar. Svona skipulags dagatal er æði fyrir það.

Litla barnið byrjar í skóla

Ég hef hreinlega átt erfitt með mig allt síðasta árið. LITLA barnið mitt er orðið nógu stórt til að byrja í skóla! Litla mömmuklessan mín sem myndi lifa í fanginu mínu ef hann gæti það er búinn með leikskólagönguna og er allt í einu orðinn svo sjálfstæður skólastrákur.

Hann hlakkar svo til að byrja í skólanum. Hann er kominn með skólatösku og búinn að velja sér nestisbox.

Það er þó mjög mikilvægt að undirbúa börnin snemma fyrir skólagönguna því börn eru mis móttækileg þessari breytingu. Svavar Bragi er einmitt einn af þeim sem tekur breytingu með miklum fyrirvara og því byrjaði ég að tala um skólann og mýkja hann upp áður en leikskólinn fór í sumarfrí. Fyrst var hann ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að læra eða mæta á nýjan stað. Allt síðasta árið a leikskóla voru þau líka dugleg að fara í heimsókn í skólann fram að því að við fórum í „prufudag“ í skólann.

Það er líka sniðugt að viðhalda því sem leikskólinn gerir og setja fyrir þau verkefni yfir sumartímann til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal. Á sama tíma þykir mér mjög mikilvægt að minna barnið á og kenna því að ekki eru allir eins. Lífið væri ekki skemmtilegt ef allir væru eins, svo við verðum að fagna fjölbreytileikanum. Ég hafði alltaf miklar áhyggjur a sínum tíma að Svavar Bragi gæti lent í aðkasti vegna málfarserfiðleika. Hann byrjaði seint að tala skýrt og er enn hálf smámæltur en hann hefur tekið miklum framförum á síðasta eina til eina og hálfa árinu. Nú hef ég áhyggjur af því að ég hafi ekki undirbúið hann nógu vel fyrir að önnur börn gætu haft einhverja örðugleika… En sem foreldri vonar maður bara að maður sé að gera allt rétt. Annars verður maður að taka á því þegar að því kemur.

Bestu skólakveðjur – Hrafnhildur

Borgaraleg gifting

Ég hafði hlakkað til en líka kviðið rosalega þessum degi en þann 21.ágúst síðastliðinn gengum við Ási í það heilaga.

Þrátt fyrir að við ákváðum að hafa þetta mjög lítið þá vildi ég gera daginn soldið sérstakann, svo ég ákvað að kaupa mér kjól og fá eina af mínum bestu vinkonum sem er förðunarfræðingur til að gera mig extra sæta.

Við sem sagt áttum að mæta til sýslumanns kl 14 og því mætti ég klst fyrr til Valdísar í förðunn. Í öllu stressinu þó við að hafa allt tilbúið mæti ég vegabréfslaus (kannski læt það fylgja sögunni að ég er ekki íslenskur ríkisborgari og því vegabréfið mikilvægt) en besta vinkona mín mætti á sama tíma og ég svo hún bauðst til að bruna heim (keflavík út í garð) að sækja vegabréfinn svo ég gæti allavega mætt og talað við dómarann. Hann var hinsvgar sá yndislegasti og beið fyrir okkur eftir henni svo hún gæti verið viðstödd. Tíminn líður og Sunna mætir ekki nema 10 mín seinna en planið var að byrja (mjög gott) og athöfinn getur þá byrjað.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá tekur þetta bara 5 mín og svo bara skrifað undir og done!

Þegar athöfnin var svo búin vorum við búin að ákveða að hafa pínu „veislu“ ef svo má segja fyrir foreldra og systkini þar sem við grilluðum hamborgara og fengjum okkur svo köku í eftirrétt, svo daginn áður hringd ég í Sigurjónsbakarí og arhugaði hvort hann væri til í að græja fyrir mig litla köku með dagsetningu og nöfnunum okkar. Hann Sigurjón er bara snillingur og græjaði það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég skýst þá út í Garð að sækja Alparós þar sem hún var hjá dagmömmu svo við þyrftum ekki að hafa ofan af fyrir henni á meðan á athöfninni stóð. Ég bomba henni í kjól og fer svo að sækja kökuna áður en ég mæti til tengdó þar sem veislann yrði. Með tíma til aflögu fór sjálf brúðurinn í svuntu og fór að skera grænmeti á hamborgaranna.

Ég er svo þakklát fyrir fjölskyldunna mína og fólkið sem stendur mér næst. Ég sem hef alltaf látið mig dreyma um prinsessu brúðkaup, gæti ekki verið ánægðari með daginn með mínum nánustu. Ef þetta var eitthvað til að setja mark á hvernig brúðkaupsdagurinn verður þegar við verðum með „alvöru“ veislunna þá held ég að ég muni aldrei koma niður af bleika skýinu mínu.

Nýtt samband með barn

Svavar Bragi var 3 ára þegar Ási kom í lífið okkar. Þeir urðu strax mjög góðir vinir og fannst Svavari Braga rosalega gaman að fá vin okkar í heimsókn og fara út að leika við hann. Þetta lofaði allt góðu og hélt ég því að þetta yrði bara draumur í dós!

Ég viðurkenni að við fórum soldið hratt í hlutina, Ási átti íbúð og leigusamningurinn minn að renna út svo við vorum bara búin að vera að deita í 3 mánuði áður en við fluttum inn til hans. En þrátt fyrir fljótfærnina okkar þá urðu þeir mjög nánir og leið ekki að löngu fyrr en Svavar Bragi fór að kalla hann pabba.

Við vorum á leiðinni í sund einn daginn eftir leikskóla og þurftum því að bruna heim að sækja sundföt. Við Svavar Bragi sátum eftir í bílnum á meðan Ási skaust inn að sækja sunddótið. Eftir smá stund spyr Svavar Bragi hvar pabbi væri, ég svara soldið kjánaleg „ætli hann sé ekki bara heima hjá sér?“… nei minn var sko ekki að tala um Daníel pabba svo hann svaraði hálf móðgaður „NEI! Hann skjóttist!“. Ég væri að ljúga ef ég segði að mér brá ekki soldið. En á sama tíma varð ég svo glöð að hann hefði tekið Ása svona fljótt og að þeir væru orðnir svona nánir.

Það er engin ein uppskrift að þessu svo maður verður soldið að spila þetta af fingrum fram og leyfa tímanum að vinna sitt.

Þeir eru í dag ekki alltaf bestu vinir og þó að við séum að verða búin að vera saman í 3 ár og öðru barni ríkari þá er Ási enn að læra inn á foreldrahlutverkið og kemur stundum aðeins upp á milli þeirra. Ási á það til að vera soldið strangur en þeir eiga samt svo fallegt samband. Ég þakka fyrir það a hverjum degi að hafa fundið Ása og að hann hafi komið í líf Svavars Braga, hann hvetur strákinn til að gera hluti sem hann (með litla hjartað sitt) þorir ekki eða dytti ekki í hug að læra og draga þeir báðir hvorn annan út fyrir þægindarammann.

Í “formið” eftir barnsburð

Nú á ég 2 börn og hef verið báðum megin á “skalanum”.

Fyrir fyrsta barn var ég 68kg og í sæmilegu formi en þyngdist um nokkur kíló á meðgöngunni, fyrst var mér bara sama og leyfði mér aðeins of mikið sem endaði með aukakílóum. Þegar strákurinn var 2 ára þá fékk ég nóg og ætlaði mér sannarlega að ná SAMA forminu og áður (já því það ná sko allir því right?) Ég vann eins og brjálæðingur, kom þreytt heim en neyddi mig samt í ræktina sem endaði með hugarfarinu “ég var dugleg í dag svo hamborgari skemmir ekkert”. Ég var s.s. að þessu á röngum forsendum og ekki með hugann á réttum stað.
Spólum nú rúm 4 ár fram í tímann. Ég var hætt með barnsföður mínum og loksins farin að hreyfa mig því mér þótti það gaman, ég fór að hugsa um mataræðið og hugsa um hvað færi í líkamann minn þegar ég kynnist tilvonandi manninum mínum. Hann er kraftlyftingamaður og stundar þ.a.l. líkamsrækt af miklum krafti. Verandi með kraflyftingamanni í 100% vinnu er mikil hvatning til að mæta í ræktina og verður það því “okkar stund”. Ég fer öll að styrkjast og mótast þangað til óvæntur glaðningur gerir vart við sig… Ég varð ólétt!

Ég lofaði sjálfri mér að í þetta skipti skyldi sko ekkert stoppa mig frá því að stunda hreyfingu á meðgöngunni og passa mataræðið. Það tók mig ekki langan tíma að komast að því að mataræðið yrði enginn dans á rósum, ég gat lítið borðað og það sem ég kom niður kom oft bara sömu leið til baka. Jújú, morgunógleðin varð til þess að þessi mamma léttist á meðgöngunni í stað þess að þyngjast.
Svo kom að fæðingu (loksins fyrir lystarlausu mig) og ég skrái mig á mömmucrossfit námskeið til að vinna upp styrkinn sem hvarf í sjálfsvorkunni, því jú greyjið ólétta ég gat ekki hreyft mig í lok meðgöngu af þreytu og orkuleysi. Það bar smá árangur en það var ekki fyrr en ég hætti með stelpuna á brjósti og ákvað að taka mataræðið í gegn sem hlutirnir fóru að gerast. Í dag er ég 100% sátt við útlitið mitt þrátt fyrir að vera enn 4 kg þyngri en ég var fyrir fyrsta barn… viljiði vita leyndarmálið á bakvið það?

Ég hætti að hafa áhyggjur af slitum og lausri húð, það hafa 2 börn búið með mér í þessum líkama. Á meðan ég hugsa vel um líkamann minn er ekkert meira sem ég get gert og því er bara langbest að vera ánægður í eigin skinni. Ef þú elskar ekki þennan líkama hver á þá að gera það? Kolvetnafíkillinn er hér enn og hver veit, kannski ef ég leyfði mér ekki svona oft eitthvað sem er “bannað” þá væri ég kannski í dúndurformi en ég er bara að þessu fyrir mig og mér þykir ís og nammi gott… eins og maður sagði hér á yngri árunum YOLO!

En öllu gamni sleppt, ef þú vilt verða sátt í eigin skinni.
-Reyndu að skipuleggja vikuna fram í tímann og byrjaðu smátt.
-Vaknaðu á hverjum degi og segðu sjálfri þér að þú sért falleg nákvæmlega eins og þú ert, sjálfstraust kemur þér langt!
-Ef þú sérð ekki fram á að geta staðið við ræktartímann, farðu þá út að labba eða gerðu heimaæfingar (það eru milljón á youtube).
-Sýndu börnunum þínum sjálfstæða og sjálfsörugga mömmu því þegar þau sýna þér að þau hafi sjálfstraustið þá verður það allt þess virði (jafnvel þó þú þurfir að feika það til að byrja með).
-Leyfðu þér kökusneiðina og ALDREI kalla það fall eða svindl því um leið og þú horfir á það sem slæmt þá verður það neikvætt og dregur þig niður.
-Hættu í megrun og tileinkaðu þér lífsstílinn sem hentar þér og þínum.

Líkamsást, Hrafnhildur