PlanToys

Eins og flestir vita er ég mikil áhugamanneskju um umhverfisvænan lífsstíl og mikið á móti plasti og þar af leiðandi ekki hrifin af plastleikföngum heldur.

Mig langar til þess að segja ykkur aðeins frá fyrirtæki sem að framleiðir leikföng og er eitt af mínum uppáhalds! – PlanToys

5PlanToys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðarleikföngum. Allar vörur þeirra eru gerðar úr náttúrulegum gúmmítrjám sem eru hættar að framleiða latex. Passað er upp á það að enginn áburður er settur í jarðveginn 3 árum fyrir uppskeru í því skyni að viðurinn sé algerlega eiturefnalaus. Í leikföngunum eru engin eiturefni, náttúruleg litarefni og áhersla er lögð á að endurnýta allt það sem til fellur í framleiðsluferlinu.

Fyrirtækið var stofnað árið 1981 í Trang héraðinu í Taílandi. Fyrirtækið var stofnað af manni sem hafði alist þar upp við að trén sem nú eru nýtt til leikfangaframleiðslu voru brennd til þess að rýma fyrir nýjum en því fylgdi náttúrulega gífurleg mengun. Saga fyrirtækisins og hugmyndafræði hefur því frá fyrsta degi verið til fyrirmyndar.

Leikföngin eru ekki aðeins umhverfisvæn heldur er leikfangaverksmiðjan sjálfbær, endurnýtir allt sem fellur til og styður samfélagið í kring. PlanToys notar eiturefnalausa ofnaþurrkunaraðferð til þess að gera viðinn endingargóðan, þeir fundu upp aðferð til þess að nýta allan þann við s4em fellur til við framleiðslu. Þetta er gert með því að mala viðinn niður í fínt sag og síðan notuð sérstök hitameðferð til þess að búa til form fyrir leikföng sem eru svo nýtt með harðvið.

PlanToys notar eingöngu umhverfisvæn litarefni í leikföngin sín og er það lífrænt og bæði gott fyrir börnin og umhverfið, þeir nota einnig vatnslitarefni sem inniheldur hvorki blý né málm. Auk þess er allur pappír sem þeir nota endurunninn og soya blek notað í allt prentað efni, en soya blek er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Eitt af því sem PlanToys leggur áherslu á er að vekja bæði börn og foreldra þeirra til umhugsunar um umhverfisvernd og markmið þeirra er að börn um allan heim komi til með að vaxa úr grasi með þekkingu og gildi um að virða og varðveita náttúruauðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir.

3Fyrirtækið hefur byrjað með nokkur verkefni í því skyni að styðja undir sjálfbæran hug. Tvö af mínum uppáhalds eru gróðursetningarverkefnið „Plan Loves“ þar sem að PlanToys velja svæði sem þurfa á því að halda og planta þar trjám, hingað til hafa þeir plantað um 50.000 trjám í Chaiyaphum og stendur til að planta þar áfram allavega næstu 10 árin.

Síðan er það „Mom-Made Toys Project“ sem að hrint var af stað á 30 ára starfsafmæli PlanToys. Markmiðið með þessu verkefni var að búa til leikföng sem hjálpa börnum með fatlanir og þroskaskerðingu. Í samstarfi með LOWE Thailand og mæðrum barna með sérstakar þarfir voru búin til sérstök leikföng. Eitt leikfangið er fyrir börn með heilalömun, annað fyrir einhverfu og það þriðja fyrir sjónskert börn.

Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir þau verkefni sem eru og hafa verið í gangi hjá þeim, en það er ótrúlega gaman hve ríka samfélagsvitund þau hafa og hvernig þau leggja sitt til.

2

Við erum einmitt með leik í gangi á Instagram núna til 23. apríl þar sem hægt er að vinna frá þeim þetta fallega sandkassasett og mæli ég með því að hoppa yfir á insta (maedur.com) og taka þátt!

1Til þess að gera færsluna ýtarlegri og geta sagt enn betur frá þessu frábæra fyrirtæki fékk ég aðgang að ansi góðum upplýsingum og lærði ýmislegt sem að ég vissi ekki nú þegar, þrátt fyrir að hafa þekkt það þokkalega vel. Þetta er fyrirtæki sem mér finnst vera til algerrar fyrirmyndar, ég hef mikið verslað af vörum þeirra og kem til með að halda því áfram. Ég mæli mikið með því að foreldrar kynni sér vörur þeirra.

Til þess að skoða vörurnar þeirra er hægt að skoða síðuna plantoys.is það er þó ekki netverslun en sölustaðir PlanToys á Íslandi eru eftirfarandi:

Vistvera (Grímsbæ og vistvera.is)

Fífa

Hrím Hönnunarhús (Kringlunni og hrim.is

Litla Hönnunarbúðin

Dimm

Hreiður

Whales of Iceland (Waterplay leikföngin einungis)

LóLó verslun

Heimabyggð

Motivo

Hrísla (hrisla.is)

Tölvupóstur til barns

Þegar að ég var ólétt af stráknum mínum síðustu mánuðina sérstaklega var ég mjög dugleg á Pinterest og fann þá hugmynd sem mér fannst algjör snilld!

Hér er „pin-ið“

tölvupóstur

Svo það er akkúrat það sem ég gerði, ég stofnaði netfang fyrir strákinn sem er þó ekki bara nafnið hans heldur eitthvað sem hann myndi ekki vilja nota sjálfur og engum öðrum myndi detta í hug. Ég hef aldrei sagt nokkurri sálu frá því hvað það er og kem ekki til með að gera en það er þó skrifað á miða sem er geymdur á öruggum stað ásamt lykilorðinu bæði ef ske kynni og líka bara því ég man ekki einu sinni lykilorðið núna lengur. Ég kem aldrei til með að opna netfangið en á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér til hans og ég vona innilega að honum finnist þetta jafn skemmtilegt og mér.

Ég skrifa og sendi ýmislegt á hann, myndir af okkur saman eða honum, sónarmyndirnar senti ég til öryggis og síðan hef ég skrifað stuttlega um hvað mér fannst þegar ég sá hann fyrst og þegar að hann varð 1 árs og síðan 2 ára hef ég skrifað stutta afmæliskveðju og sagt honum aðeins frá síðasta árinu hans og kem til með að gera það næstu afmælisdaga líka. Stundum líða mánuðir á milli og það er allt í góðu það þarf ekki að vera mikið þarna inni og ég hef líka sent bara „ég vona að þú vitir að ég elska þig alveg helling“ Það er svo ótalmargt sem hægt er að senda en ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir.

 • Myndir af skemmtilegum viðburðum; afmæli, jól, áramót, sumarfríið eða bara safna saman nokkrum sem að þér þykir vænt um.
 • Saga um eitthvað skemmtilegt sem barnið/krakkinn kann að hafa gert eða sagt.
 • Myndir af föndri sem viðkomandi var einstaklega ánægður með eða stoltur yfir.
 • Stuttar orðsendingar.
 •  Hvað er í gangi í lífi ykkar þessa stundina.
 • Myndir og myndbönd af þeim að stunda áhugamál sín.
 • Jafnvel þeirra hugmyndir og óskir um hvernig framtíðin lýti út í þeirra augum, hvað þeim langar til þess að gera og gaman gæti verið fyrir þau að sjá hvort skoðanirnar séu enn þær sömu.
 • Og svo náttúrulega allt sem ykkur dettur í hug, allt og ekkert.

Það skiptir ekki máli hvort barnið þitt sé nýfætt, ársgamalt, 5, 8, 12 eða hvað sem er það er enn hægt að byrja og mæli ég með því þar sem þetta er einföld og falleg gjöf.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Auðveldar leiðir til umhverfisvænni lífsstíls

Eins og allir þeir sem mig þekkja vita,  hef ég mikinn áhuga á umhverfisvænum lífsstíl og langar til þess að geta einn daginn kallað mig alveg zero-waste (afsakið slettuna en ég veit ekki um fallegt íslenskt orð yfir hugtakið). Nú erum við að undirbúa okkur undir það að flytja að heiman í sumar (vonandi, 7, 9, 13) og það er draumur sem ég hef eða öllu heldur markmið – ég ætla mér ekki að kaupa ruslatunnu inn á heimilið.

Mig langaði til þess að deila með ykkur nokkrum einföldum leiðum til þess að verða örlítið umhverfisvænni því öll viljum við jú reyna að koma betur fram við plánetuna okkar og stuðla að betri heilsu með því að nota betri efni dagsdaglega.

Þetta eru allt vörur sem við notum hér heima og ég kem til með að nota þegar að ég flyt að heiman.

IMG_0996

Til þess að byrja með eru hér stálrör, ég keypti um daginn nokkur eins og þessi stállituðu í Tiger en stálrör fást einnig í Vistveru, Mena og Hrím til dæmis. Margnota nestisbox einnig úr stáli eru algjör snilld þetta sem er framar á myndinni verslaði móðir mín á markaði í Danmörku en það sem er fyrir aftan og á tveim hæðum er úr Epal. Dökki brúsinn er einnig úr Epal og er frá merki sem heitir 24 bottles, hann er stál og til í ýmsum litum og stærðum en hann er þeim gæðum gæddur að halda köldu í 24 tíma, heitu í 12. Ég er mjög hrifin af stál- og glerbrúsum og vil helst ekki drekka úr neinu öðru. Tebrúsinn sem sést aftast á myndinni er úr versluninni Maí en hann er úr tvöföldu gleri og heldur því heitu heillengi, lokið er viður með sílikoni að innan og tesíuna er hægt að taka upp úr svo bæði er hægt að nota hann fyrir telauf laus eða tepoka. Stálboxið á milli brúsanna er síðan sérstaklega hannað fyrir súpur og er úr Mistur.

IMG_1001

Hér höfum við ýmsa hluti í eldhúsið. Kústurinn aftast á myndinni er til þess að sópa mylsnu af borðum frekar en að nota borðtuskuna sem verður þá kannski öll út í brauðmylsnu eða álíka og fer jafnvel oftar í þvott en ella. Þessi tiltekni er verslaður í Bretlandi en án efa hægt að finna svipað hér heima. Litli burstinn við hliðina á því er sérstaklega ætlaður til þess að skrúbba potta og kemur í staðinn fyrir stálull og svampa, þeir fást til dæmis í Geysir heima og mistur. og burstarnir þar við hliðina á eru fyrir flöskur og er einnig hægt að nota þá fyrir pela, 2 mismunandi stærðir gefur enn fleiri möguleika en ella. Þessir eru keyptir erlendis en ég myndi ætla að svipað fáist í mena og mistur. Þar við hliðina er loofah, þessi fannst mér mjög heillandi þar sem að hann má fara í moltu og kemur í staðinn fyrir svampa en þetta er hægt að kaupa í mistur. Síðan liggur þarna uppþvottabursti úr viði þarna fremst á myndinni en þessi fæst til dæmis í söstrene grene og hægt er að kaupa þar hausa eins og er við hliðina á til þess að skipta um þegar hárin eru orðin léleg í stað þess að þurfa að skipta um heilan bursta. Hárin eru því miður rusl en hægt væri að taka þau úr hausnum þar sem hann má fara í moltu. Undir uppþvottaburstanum er síðan uppþvottalögur í föstu formi ofan á viðarbakka og fæst þessi í mistur.is

IMG_1003

Ég veit ekki hvort ykkur hafi verið kennt að skafa skítinn undan nöglunum en það er alls ekki sniðugt. Það er hætt við að fara of langt þegar verið er að skafa undan nöglunum og það getur haft áhrif á húðina undir þeim en þá er svona naglabursti tær snilld, því ekki viljum við vera með sorgarrendur. Svona bursta er hægt að fá til dæmis í söstrene grene, the Body Shop og fleiri stöðum. Síðan höfum við mismunandi tegundir af handsápum en hér heima notum við einungis sápur í föstu formi. Maður tekur minna, það eru færri eiturefni, endist lengur og hún kemur ekki í plastbrúsa sem eru allt frábærir kostir. Handsápur eru hægt að fá út um allt, Bónus, Söstrene grene, Farmers Market, Mena, Mistur og ýmsum öðrum stöðum. Aftast á myndinni, undir einni sápunni er önnur gerð af loofah, við notum svona til dæmis undir sápu á baðvaskbrúninni þar sem að hann dregur í sig sápuna og hún fer ekki út um allt og er einnig hægt að nýta hann til þess að skrúbba líkamann með eða án sápu í. Þetta eintak var verslað í Farmers Market.

IMG_1004

Hér eru síðan ýmsar vörur fyrir tannhirðuna. Hér nota allir bambustannbursta en þeir fást á ýmsum stöðum, Heilsuhúsinu, Mena, Mistur, Vistveru og fleiri stöðum. Tannstönglar úr við fást nú bara í öllum helstu matvörubúðum en mér persónulega finnst að fólk ætti alltaf að næla sér frekar í þá en plastið, fyrir utan það hve miklu skemmtilegri tilhugsun það er að setja viðinn upp í sig er síðan hægt að setja þessa í moltuna eftir á. Við hliðina á tannburstanum sitt hvoru megin er síðan tannkremstöflur og tannkremsduft. Það er mismunandi hvað heimilisfólkinu líkar betur en ég er persónulega hrifnari af töflunum. Ég hef undanfarið þegar ég ferðast einungis farið með handfarangur og er kostur að tannkremið mitt er ávallt í föstu formi og er auðvelt til notkunar. Tannkremstöflurnar kaupum við eftir vigt í Vistveru en tannkremsduftið er keypt í Menu. Það er síðan lítil glerdolla með vegan og umhverfisvænum tannþræði og hægt er að fylla á dolluna. en hún er keypt í pakka þar sem að fylgir með ein áfylling og síðan er hægt eftir það að kaupa pakka með tveim áfyllingum í en þetta var keypt í Menu.

IMG_1006

Svamparnir fremst á myndinni eru úr Mistur en einnig er hægt að kaupa þá í Söstrene grene veit ég líka og koma í staðinn fyrir bómullarskífur hjá okkur, við síðan skellum þeim í þvottavélina eftir notkun og eru þeir notaðir aftur og aftur, ég veit enn ekki hve lengi þeir duga en lengi þegar svo er komið má hann fara í moltu.. Bambuseyrnapinnar fást í Heilsuhúsinu en þeir mega einnig fara í moltu eftir notkun. Aftast á myndinni eru síðan tvær tegundir af svitalyktareyði. Í glerkrúsinni er hann eins og krem og ber maður hann á sig með litlum spaða sem fylgir með. Steinninn við hliðina er úr Vistveru en hann virkar þannig að hann er bleyttur með köldu vatni fyrir notkun og síðan látinn þorna. Hann dugir heillengi og aftur höfum við ekki alveg hugmynd um hve lengi hann dugir en við höfum trú á allavega ár, jafnvel lengur.

IMG_1008

Aftast á myndinni er poki með sápuskeljum og eru nokkrar fremst á myndinni. Þær koma í staðinn fyrir þvottaefni, við setjum 3-5 stykki í taupoka og lavender dropa með og þetta er sett inn í þvottavélina, skammturinn dugir í sirka 5 vélar og mega fara síðan í moltu. Sápuskeljarnar fást í Vistveru. Hvíti sápukubburinn á endanum á myndinni virkar svipað en þá er skafið af stykkinu, blandað við vatn og síðan sett í hólfið fyrir þvottaefni en einnig er hægt að bleyta aðeins í honum og nota sem blettaeyði en sápan fæst í Vistveru. Burstinn við hliðina á sápunni er einmitt ætlaður til þess að nudda blettaeyði í fatnað. Fyrir aftan hann er fljótandi sápa sem að vísu er í plastbrúsa en er einstaklega sniðug því hana má bókstaflega nota á allt! Í þvottavélina, á líkamann, þegar verið er að þrífa í eldhúsinu, til þess að skúra með, þrífa dýrin og svo framvegis…hún fæst í Menu. Fyrir aftan skeljarnar sem eru fremst á myndinni er annar bursti en þessi er svokallaður lint-bursti eða rykbursti. Þessi bursti er til þess að ná hárum og ryki af fatnaði eins og hárarúlluburstarnir úr Rúmfatalagernum og IKEA eiga að gera en mér finnst oft ekki einu sinni virka sem skyldi en þessi snilld fæst í Mistur. Fjaðrakústurinn sem sést á myndinni er síðan til þess að þurrka af ryk og fæst hann til dæmis í Bast.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Hvers vegna ekkert plast hjá okkur …

Til þess að byrja með langar mig að taka það skýrt fram að með birtingu þessarar færslu er ætlunin alls ekki að dæma neinn – einungis að fræða og koma með hugmyndir.

Þegar að ég var ólétt af Maríusi ákvað ég að ég vildi ekkert plast í líf hans eða því sem næst. Ég skoðaði vel hvað væri í boði í staðinn, pelarnir hans voru úr gleri og það kom ekki til greina að hafa annað, snuðin sem ég prófaði að gefa honum voru úr heilsteyptu gúmmíi (þó hann tæki ekki snuð fannst mér það í lagi, ég vildi samt ekki prófa eitt með plasti) og svo framvegis.

Ekkert plast skipti og skiptir mig gífurlegu máli fyrir hann, núna þegar hann er orðinn eldri á ég erfiðara með að stjórna því annars staðar og mér fannst ferlega erfitt að sætta mig við það að á leikskólanum er mikið plast. Ég fékk þónokkur komment á þessa sérvisku mína fyrst um sinn eins og „hvers vegna ertu svona ströng á þetta“, „það er nú ekkert svo slæmt“, „bíddu bara heimilið verður fullt af plastleikföngum von bráðar“ „þú gerir þér grein fyrir því að þegar hann fer að leika sér af alvöru þá geturðu ekki neitað honum lengur um plastið“. Fyrst um sinn þegar fólk gaf honum gjafir læddist ein og ein vara úr plasti með en ég talaði alltaf um að vilja helst ekki plast og bað um að því yrði heldur sleppt þegar verið var að skíra hann. Á eins árs afmælisdaginn fékk hann síðan ekki eina gjöf með plasti, jei! Mig langar til þess að segja ykkur frá því hvar ég versla góðar vörur úr öðrum efnum sem hafa reynst okkur vel þar sem margir setja fyrir sig að lágt verð á plasti umfram annað og mun meira framboð af plasti ráði því hvort þau kaupi. Ég hef þó aldrei fundið fyrir miklum verðmun og finnst frábært hvað framboð virðist sjaldan hafa verið meira. Einnig ætla ég að útskýra aðeins nánar hvers vegna ég er þetta hörð á þessu og vonandi hvetja einhverja til þess að hugsa sig um næst þegar spurning er hvort kaupa eigi dót úr plasti fyrir krílið og já ég ætla alltaf að vera þetta leiðinleg mamma líka þegar hann verður 7 ára og fer að biðja um lego – við getum án efa fundið eitthvað skemmtilegt fyrir hann annað, ég er viss um það.

Einstaklega margar vörur sem búnar eru til úr plasti hafa hingað til innihaldið BPA en núna eftir að sannað var að BPA (eða Bisphenol A) væri slæmt fyrir okkur leggja framleiðendur sig fram við að merkja vörurnar vel „BPA-free“ og sleppa því í innihaldi. Ég geri ekki ráð fyrir því að allir viti nákvæmlega til hvers BPA er en það er sett í vörur til þess að gera plastið sveigjanlegra og mýkra, en það er þó ekki eina slæma efnið í plasti notað í sama tilgangi. Efni sem einnig eru varhugaverð innihaldsefni í plasti eru til að mynda phtalates, terephtalates, epoxies, aliphatics, trimellitates og fleiri efni einnig notuð til þess að gera plastið sveigjanlegra en þessi efni hafa sömu áhrif og BPA.

Til þess að einfalda mikið hefur plast slæm áhrif á heilsu okkar vegna þess að plast hefur áhrif á hormónin í líkömum okkar. Afleiðingar mikillar plastnotkunar í heiminum í dag eru til dæmis; krabbamein, fæðingargallar, getnaðarvandamál, veikingu á ónæmiskerfinu og áhrif á þroska barna.

BPA hefur lengi verið talið krabbameinsvaldandi en phtalate sem er mun algengara efni í plastinu sem við notum er á lista yfir krabbameinsvaldandi efni.

Þetta er hluti af þeim ástæðum sem ég hef fyrir því að vilja því sem næst ekkert plast í mínu lífi en ég ætla ekki að hafa þetta lengra heldur segja ykkur frá því hvar ég versla einna helst leikföng fyrir Maríus Blæ.

Helst versla ég dót í:

 • Húsgagnaheimilinu,
 • Margt og mikið
 • Petit
 • Plantoys (fæst bráðum í netverslun, Hrím (Kringlunni og hrim,is) Vistveru, Litlu Hönnunarbúðinni, Whales of Iceland og Hríslu.
 • Curtisson Kids (eru stundum með bás í Barnaloppunni og curtisson.is)
 • Barnaloppan
 • Söstrene gröne

IMG_0981

Húsgagnaheimilið – Maríus fékk nýverið dótaeldhús og fékk þá bæði sett með tveim diskum, tveim glösum, tveim hnífum, göfflum og skeiðum. Síðan fékk hann þennan sæta innkaupapoka sem í er brauðpoki, brauð, kaffipoki, mjólk, ísdolla, tómata í dós og oststykki.

IMG_0983

Margt og mikið – Við versluðum einnig potta úr stáli og áhöld (eitthvað af áhöldunum var keypt í söstrene gröne og síðan sett af grænmeti og ávöxtum með seglum sem hægt er að skera í sundur en þetta er frá merkinu Janod sem við erum mjög hrifin af.

IMG_0986

Petit – Þessa bílalyftu fengum við í Petit en veit ég að hún er nú einnig seld í Von verslun, þær eru með mjög flott úrval af viðardóti í Von en hingað til höfum við ekki verslað neitt þar engin ástæða fyrir því önnur en ég versla mjög lítið á netinu einhverra hluta vegna.

IMG_0987

Margt og mikið – Þetta fannst mér algjör snilld! Myndavélin gefur frá sér hljóð og flass þegar ýtt er á takkann og síminn gefur einnig frá sér mismunandi hljóð eftir því hvað er ýtt á.

IMG_0988

Barnaloppan og Curtisson Kids ­– Maríus hefur einstaklega gaman að Ruslabílnum sem sést þarna á bakvið en með honum fylgdi tunna og kubbur með myndum af allskonar rusli og hægt er að sturta í bílinn með örmum sem tunnan er sett á.

IMG_0991

Margt og mikið – Þetta er spil þar sem gefin eru stig fyrir veidda fiska og sá sem að veiðir fyrir hærri stigafjölda vinnur. Það er ekki þannig sem við spilum enn en Maríusi finnst mjög gaman að setja fiskana á gólfið og fá einhvern til þess að veiða með sér. Það eru litlir seglar framan á fiskunum og í endanum á veiðistöngunum.

IMG_0993

Petit og Plantoys – Þetta er eitthvað sem reyndist erfitt að finna dót í baðið sem ekki er úr plasti. Kafbáturinn í bakgrunninn er frá plantoys og er úr viðarsagi (hann er samt mjúkur en það er mjög áhugavert að lesa sér til um hvernig plantoys framleiðir vörurnar sínar og úr hverju). Öndin, báturinn og bíllinn er allt úr latexi (latex brotnar niður í náttúrunni og má til dæmis fara í moltu ef þið vissuð það ekki) og er frá Oli & Carol skemmtilegt merki sem framleitt er af tveim systrum í Barcelona en leikföngin eru einnig heilsteypt þannig að ekkert vatn myglar inni í þeim! Leikföngin eru einnig hugsuð sem nagdót fyrir yngri börn.

IMG_0995Margt og mikið – Viðarpúsl er yfirleitt greitt aðgengi að en þessi frá Janod eru algjör snilld þar sem að ekki eru litlir plastnabbar á þeim til þess að taka púslin upp heldur standa þau örlítið upp úr. Síðan fékk Maríus nýlega aðeins flóknara púsl því hann fer að verða of gamall í hin þó hann hafi enn mjög gaman af þeim.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)