Fyrsta varan sem ég ætla skrifa um er Volume million lashes Excess maskarinn frá L’Orèal.
Èg hef notað þennan maskara on og off í fimm ár. Finnst þetta fullkominn hversdags maskari, no make up look er mitt uppáhalds og mér finnst ég einmitt ná fullkomnu lúkki með þessum maskara. Greiðan á maskaranum nær að greiða vel í gegnum augnhárin svo þau klessast ekki saman. Hann er alls ekki dýr í verði, frekar ódýr eiginlega.
Down side við hann er að mér finnst hann verða þurr eftir nokkrar vikur frá fyrstu notkun. En þrátt fyrir það verða augnhárin ekki klessuleg, þarf þá bara fara örlítið oftar með hann yfir augnhárin.
Myndi ég kaupa hann aftur?
Já, hiklaust. Þetta er svona minn go to maskari þegar ég þarf að kaupa mér nýjan og hugsa hann verði það allavega í fimm ár í viðbót.
Mavala lip balm frá Modus. Fyrir ykkur sem eruð með breytilegar varir eftir árstíðum eins og ég myndi ég mæla með þessum til að tækla það vandamál.
Lyktin og endingin á honum eru bæði mjög góð.
Hann heldur vörunum mjúkum og hjálpar þurrum og sprungnum vörum
Down side: eiginlega finn ekkert. Kannski bara að hann fæst ekki í bænum sem ég bý í, væri til í að sjá hann í apótekum því hann gerir æðislega hluti fyrir þurrar varir.
Myndi ég kaupa hann aftur?
Já, 10 af 10
Lancome Grandiose maskarinn.
Þessi maskari grínlaust gerir allt. Lengir og þykkir augnhárin. Engar maskara klessur og maskarinn þornar ekki eftir nokkra vikna notkun.
Mjög auðvelt að nota hann útaf sveig á burstanum, auðveldar helling fyrir klaufa eins og mig sjálfa.
Það er auðvelt að nálgast hann, hægt að kaupa í netverslun lyfja og kostar tæplega 6.000kr.
Down side er svolítill nísku púki og á mjög erfitt að rèttlæta fyrir mér 6000kr í einn maskara, en hann er algjörlega þess virði.
Myndi ég kaupa hann aftur?
Já og nei. Maskarinn fær fullt hús stiga en nískupúkinn segir nei💸
Varalitur frá lindex cashmere brown. Elska litinn en þessi vara litur hentaði mér alls ekki svona dagsdaglega. Nota hann frekar við tilefni og veislur.
Varaliturinn er mjög mjúkur, mjög fallegur á vörum en þurfti líka laga hann mjög oft. Hann næst mjög auðveldlega af og skilur ekki eftir sig lit.
Hugsa ég myndi ekki kaupa hann aftur en mun samt nota hann á meðan ég á hann því liturinn er gorgeous þó formúlan henti mér kannski ekki.
You must be logged in to post a comment.