Augu&- varir|Review

Fyrsta varan sem ég ætla skrifa um er Volume million lashes Excess maskarinn frá L’Orèal.

Èg hef notað þennan maskara on og off í fimm ár. Finnst þetta fullkominn hversdags maskari, no make up look er mitt uppáhalds og mér finnst ég einmitt ná fullkomnu lúkki með þessum maskara. Greiðan á maskaranum nær að greiða vel í gegnum augnhárin svo þau klessast ekki saman. Hann er alls ekki dýr í verði, frekar ódýr eiginlega.

Down side við hann er að mér finnst hann verða þurr eftir nokkrar vikur frá fyrstu notkun. En þrátt fyrir það verða augnhárin ekki klessuleg, þarf þá bara fara örlítið oftar með hann yfir augnhárin.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, hiklaust. Þetta er svona minn go to maskari þegar ég þarf að kaupa mér nýjan og hugsa hann verði það allavega í fimm ár í viðbót.

Mavala lip balm frá Modus. Fyrir ykkur sem eruð með breytilegar varir eftir árstíðum eins og ég myndi ég mæla með þessum til að tækla það vandamál.

Lyktin og endingin á honum eru bæði mjög góð.

Hann heldur vörunum mjúkum og hjálpar þurrum og sprungnum vörum

Down side: eiginlega finn ekkert. Kannski bara að hann fæst ekki í bænum sem ég bý í, væri til í að sjá hann í apótekum því hann gerir æðislega hluti fyrir þurrar varir.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, 10 af 10

Lancome Grandiose maskarinn.

Þessi maskari grínlaust gerir allt. Lengir og þykkir augnhárin. Engar maskara klessur og maskarinn þornar ekki eftir nokkra vikna notkun.

Mjög auðvelt að nota hann útaf sveig á burstanum, auðveldar helling fyrir klaufa eins og mig sjálfa.

Það er auðvelt að nálgast hann, hægt að kaupa í netverslun lyfja og kostar tæplega 6.000kr.

Down side er svolítill nísku púki og á mjög erfitt að rèttlæta fyrir mér 6000kr í einn maskara, en hann er algjörlega þess virði.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já og nei. Maskarinn fær fullt hús stiga en nískupúkinn segir nei💸

Varalitur frá lindex cashmere brown. Elska litinn en þessi vara litur hentaði mér alls ekki svona dagsdaglega. Nota hann frekar við tilefni og veislur.

Varaliturinn er mjög mjúkur, mjög fallegur á vörum en þurfti líka laga hann mjög oft. Hann næst mjög auðveldlega af og skilur ekki eftir sig lit.

Hugsa ég myndi ekki kaupa hann aftur en mun samt nota hann á meðan ég á hann því liturinn er gorgeous þó formúlan henti mér kannski ekki.

Home Inspo; skandínavískur stíll

Ég hef alltaf verið frekar heilluð af skandínavískum stíl fyrir heimilið og mætti segja að heimilið mitt sé svolítið í þeim stíl.
En eins og festir sem eiga eða leigja vita þá tekur smá tíma að gera heimilið þitt nákvæmlega eins og þú vilt hafa það.
Mér finnst enþá vanta nokkra fallega detail-a hjá mér og er búin að vera sökkva mér í fallegum pintrest innblæstri sem mig langar að deila með ykkur 🙂

Afþreying á Akureyri


Ertu á leiðinni norður í sumarfrí og vantar hugmyndir að skemmtilegum áfangastöðum?
Nýlega fórum við Guðbjörg á Akureyri með krakkana okkar, sem eru á bilinu 8 mánaða til 6 ára. Við vorum frá morgni til kvölds með fulla dagskrá og fundum eitthvað sem hentaði öllum.

Daladýrð

Daladýrð er ótrúlega skemmtilegur dýragarður þar sem þú getur verið innan um dýrin, gefið geitunum að borða og klappað kanínum. Garðurinn er á stóru svæði og afgirtur , tvö niðurgrafin trampólín og risastór sandkassi ásamt þríhjólum og barna traktorum sem krakkarnir geta fengið að leika sér á án þess að foreldrar þurfi að hafa áhyggjur af því að börnin fari eitthvert sem má ekki fara. Garðurinn er frekar opinn að því leiti til að þú getur séð yfir allan garðinn svo það er nánast ómögulegt fyrir börnin að týnast þar.
Í Daladýrð er svo hægt að kaupa sér vöfflur og kaffi, svala og ís til að nefna dæmi.

Kaffi kú.

Kaffi kú er ótrúlega skemmtilegur staður til að fara með börn. Hægt varað sitja inni og horfa yfir beljurnar í fjósinu meðan maður sötraði á mjólkurhristing og fékk sér gómsæta vöfflu.
Á kaffihúsinu er líka lítið hús fyrir börn, stút fullt af dóti, litum og blöðum til að leika sér í ef þau verða eirðalaus á að sitja við borðið.
Hægt er svo að labba í gegnum fjósið hjá beljunum.

Jólahúsið

Minn draumastaður, í jólahúsinu er hægt að sjá grýlu og skoða endalaust af jólaskrauti. Húsið ætti ekki að fara framhjá þér þegar þú kemur að því, þar sem það lítur út eins og það sé tekið úr teiknimynd. Ég myndi segja að jólahúsið væri skyldu stopp fyrir jólabörn eins og mig sjálfa.

Sundlaugin á Akureyri

Sundlaugin á Akureyri hentar fyrir alla aldurshópa, þjónustan var upp á 10! Það er lítil laug með lítilli rennibraut fyrir yngri krakkana, rennibrautarlaug með þrem (að mig minnir) rennibrautum, stórir og góðir heita pottar og stór laug sem hægt er að synda í.

Verksmiðjan.

Verksmiðjan er veitingastaður sem er hægt að fá allt frá hamborgurum og pizzu yfir í rif og þorsk. Frítt er fyrir börn yngri en 6 ára að borða af barnamatseðlinum, lítið dýnuherbergi með sjónvarpi fyrir börn að horfa á teiknimynd, litir og litabók í boði fyrir krakka og ljúfengur matur fyrir alla.

Axelsbakarí

Hvað er betra en að stoppa í bakarí eftir góða sundferð? Já eða hafa góðan bröns á sólríkum sumardegi. Axelsbakarí er með eitthvað fyrir alla, gómsæta snúða, brauð, kökur og svo margt fleira.

Ráð til að auka mjólkurframleiðslu

Hæ allir enn og aftur, í dag langaði mig að tala um eitt og gefa ykkur smá ráð um hvernig maður á að auka mjólkurframleiðslu! Það er ekkert mál að fá mjólk en það er nefnilega svaka vesen að viðhalda mjólkinni. Ef þig langar að auka mjólkurframleiðsluna þá verðuru að skilja hvernig mjólkin framleiðis, þegar þú ert búin að átta þig á því þá eru meiri líkur á að þú gerir réttu hlutina sem passar best fyrir þig og litla krílið.

8C0C9886-32A8-4C10-85DC-2B9C1AFA868B.jpegMálið er þannig að ef þig langar að auka mjólkurframleiðisluna þá verður þú að fá út eins mikla mjólk og þú getur og á mjög stuttum tíma líka, bara leyfa barninu að tæma þig eins oft og hægt er. Það er hægt að “púmpa” sig líka og tæma sig þannig en pumpan fær ekki út jafn mikla mjólk og barnið sjálft gerir. Þannig þú gætir pumpað þig á einu brjóstinu og láta barnið vera á hinu á meðan og skipta svo um brjóst til að leyfa barninu að tæma út nánast alla mjólk þú ert með. Hérna eru mín bestu ráð sem ég get gefið:

  • Farðu í “mjólk-mission” (vertu upp í rúmmi með barnið í 2 daga og hafðu nánast brjóstið upp í krakkanum 24/7)
  • Skiptu um brjóst allavegana 4 sinnum því stundum þá missir barnið áhugann á einu brjóstinu en tekur gott á móti hinu brjóstinu.
  • Ef barnið er undir 6 mánaða, reyndu að sleppa pelanum. Ef barnið er eldra en 6 mánaða þá getur þú gefið barninu brjóst fyrir og eftir fasta fæðu.
  • Farðu vel með mömmuna. Slappaðu af og drekktu mikið af vatni. ( að drekka mikið vatn aukar ekki mjólkurframleiðsluna en er samt mjög mikilvægur hlutur fyrir mömmuna )


F808E2A5-F416-42E3-A4AF-6E4D680FAB55Það eru margar konur sem halda að þær framleiða ekki nógu mikla mjólk  þegar þær eiginlega framleiða nógu mikla mjólk. Það er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Barn sem er á brjósti þarf að borða oftari en barn sem drekkur stoðmjólk vegna þess að brjóstamjólk meltir sig á 1,5-2 tímum. 
  • Barnið drekkur ekki jafn lengi og það gerði áður.( þegar barnið stækkar þá verður það miklu betri í sugunarprossessinu og þarf þess vegna ekki jafn langann tíma til að gera sig saddan)
  • Ef brjóstin á þér hætta að leka þá þýðir það ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil

Ef brjóstin virðast mjúk þá þýður það heldur ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil vegna þess að líkaminn þinn venjist þeirri mjólk sem barnið þarf.92110179-D658-4297-AB53-E6FA3AD74774

Ég mæli með nefúða sem heitir Sintocinon en hann á að hjálpa mjólkinni að fara út úr brjóstinu og gerir það léttara fyrir barnið að sjúga ef þú ert með litla mjólk. Þessi nefúði hjálpaði mér alveg helling!

Maríanna Ósk.

snapchat/instagram: Mariannaoskh

Mín upplifun af fæðingarþunglyndi

unnamed

Ég heiti Tanja og er 25.ára gömul, kærastinn minn og barnsfaðir heitir Egill.
Við eignuðumst okkar fyrsta barn þann 22.maí 2017, hann heitir Elías Egill.

unnamed (2)

Meðgangan gekk mjög vel nema á 30 viku þurfti ég alveg að hætta vinna vegna bjúgs á fótum. Þegar ég hugsa um meðgönguna í dag þá átta ég mig betur á því hvað ég var áhugalaus. T.d ef ég fekk gjöf, dót eitthvað sem tengdist Elíasi setti ég upp hamingju grímu. Mér fannst allt barna tengt frekar óspennandi og hafði í raun engan áhuga fyrir því.  Um leið og Elías Egill fæddist og var settur í fangið á mér hugsaði ég plís vill einhver taka hann. Brjóstagjöfin gekk erfiðlega og vildi Elías ekki sjúga og var latur. Ljósurnar uppá deild vildu að ég mundi pumpa mig og setja hann á brjóst á 3ja tíma fresti sem ég hafði engan áhuga á. Mér fannst ég vera bregðast Elíasi og öllum öðrum vegna þess að bjróstagjöfin gekk mjög illa. Við fengum loksins að fara heim eftir 4ra daga dvöl, en aðal ástæðan fyrir því hvað við vorum lengi var vegna þess að Elías vildi ekki taka brjóstið. Ég gafst upp á brjóstinu og gaf honum pela þegar heim var komið, ein besta ákvörðun sem ég gat tekið á þeim tíma og átti að berjast meira fyrir því uppá deild.

Þegar við förum með Elías í 9.vikna skoðun er ég látin taka próf sem allar konur  eru látnar taka. Þar sást greinilega að eitthvað væri að og fékk ég tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. Ég mætti í þennan tíma og gjörsamlega brotnaði niður og læknirinn skrifaði uppá Sertral fyrir mig. Einnig hef ég fenigð tíma hjá sálfræðingi á 2ja vikna fresti sem mér finnst mjöög mikilvægt að boðið sé uppá á heilsugæslustöðvum.

Ég ELSKA son minn meira en allt og vil vera með hann, gera allt það sem ég get fyrir hann. En mitt fæðingarþunglyndi lýsir sér þannig að mér finnst ég ekki vera hæf til þess að vera mamma hans. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrir hann í ýmsum aðstæðum og það lét mér líða enn verr. Þegar systur mínar komu í heimsókn og fóru að leika við Elías, þá hugsaði ég, ég get ekki gert þetta. Ég vildi bara vera ein og í friði.

unnamed (1).jpg

Í dag er Elías Egill 5.mánaða og mér líður mun betur, Ég hef meiri áhuga fyrir öllu barnadóta tali og lít á framtíðina björtum augum og veit að mér muni batna einn daginn.

Ps. Þið verðandi mæður,ný orðnar mæður og allar mæður ef ykkur líður illa leitið ykkur hjálp strax! Við eigum ekki að skammast okkar, Við erum að ganga í gegnum allskonar tilfinningar sem við þekkjum ekki. Það besta sem ég gerði fyrir mig og son minn var að þyggja hjálpina þegar hún bauðst.

Tanja Kristóbertsdóttir

Heimagerðir maskar fyrir feita húð

Eins og flest ykkar vita sem eruð búnar að eiga eða þið sem eruð ólettar núna hafið kannski tekið eftir því hversu mikið húðin ykkar breytist þegar þið eruð óléttar eða með barn á brjósti. Sumar konur fá alveg svakalegann bjúg í andlitið þegar þær eru óléttar og þegar þær eru búnar að eiga þá fer bjúgurinn hægt og rólega og sumar fá svakalega feita húð. Það á ekki við allar konur en t.d fyrir mig þá varð húðin á mér allt önnur þegar ég varð ólett! Ég var með svo flawless húð og fékk næstum því aldrei bólur en allt það fór í vaskinn þegar ég varð ólett. Húðin mín varð svo feit og hormónabólurnar tóku yfir, ég fékk alveg svakalegann bjúg í andlitið og fékk mjög feita húð og þessir maskar voru life savers fyrir mig og ég vona þeir geta hjálpað eitthverjum fleirum!

Tómatamaski.

Tómatar eru mjög góðir fyrir feita húð þar sem tómatarnir hjálpa húðinni að losa sig við olíu og á sama tíma losna þeir við stíflaðar svitaholur. Þessi maski er algjör snilld fyrir þig sem ert að díla við feita “olíu” og of mikinn gljáa á andlitinu þínu.666F97D7-EA8C-4C3D-B56A-42FB34DA4B61

Auðveldasta leiðin að gera þennan maska er bara að stappa saman tómata þangað til hann verður að hálfgerðum mauki ( það er líka hægt að setja hann í blandarann ) og smyrja honum út á T-svæðið þitt eða þar sem þér finnst húðin þín sem feitust. Láttu maskann standa á andlitinu í 15 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu þetta svo sirka 2-3 á viku til að fá húðina þína ferska, jafn-tónaða og flawless með því að gera “bletti” og acne örvar minna sjáanlegt.

Sítrónusafamaski.

Sítrónusafi til að jafnvæga feita húð, það er satt að sítrónu safi pirrar húðina þína en það er líka satt að sítrónusafi er mjög gott til að jafnvæga feita húð. Sítrónusafi er fullur af vítamín C, eins og tómatar og papaya og er þessvegna mjög gott að nota fyrir feita húð. Þau sem eru með feita húð eru oftast í vandræðum við acne, bólur og jafnvel fílapensla og getur þú taklað það með sítrónusafa! Með að nota sítrónusafa getur þú fengið slétta, jafn-tónaða, ferska, olíu lausa og hreina húð!1586B5C4-F198-4C76-9498-8DEBC6BC7095.jpeg

Settu 1 eggjahvítu og 2 teskeiðar í skál og hrærðu því svo saman og nuddaðu maskanum svo í smá hringi í gegnum allt andlitið og láttu það svo þorna í 10-15 mínútur. Skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Hafra, sítrónusafa, hunangsmaski.

Þessi maski er í algjöru uppáhaldi, mjög létt að gera hann og ég sá svakalegann mun á húðinni minni bara eftir 3 skipti! Hafra, sítrónusafi og hunangsmaski fyrir feita húð! Þessi maski virkar sjúklega vel fyrir feita húð.CB1ED743-EA15-4482-BA5F-E401ABB4174B.jpeg

Blandaðu saman öllu í skál og láttu það svo í andlitið á þér, hægt er að setja hann nálægt augum og á varnirnar. Láttu maskann sitja á andlitinu í 10 mínútur og skolaðu hann síðan út með heitu vatni og þurrkaðu síðan á þér andlitið með mjúkum þvottarpoka. Þessi náttúrulegi maski heldur húðinni þinni hreinni, olíu lausa og ferska! Algjör snilld fyrir djúphreinsun á húð. Endurtaktu einu sinni daglega eða eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Instagram og snapchat : mariannaoskh