Tropical pönnukökur

Í tvö ár hef ég verið mikill Ella´s unandi, enda vörur sem hafa allaf staðist væntingar. Þægindi, gæði og úrvalið er alltaf í fyrsta flokk.
Til að nefna dæmi voru Ella’s skvísurnar fyrir fjögra mánaða börn fyrsta fæðan sem börnin mín fengu að smakka.
Yngra barnið hjá mér er núna að verða 8 mánaða og erum við að byrja gefa honum meira af fastri fæðu en mauk. Í eldhúsinu mínu erum við með fullan skáp af skvísum frá Ella’s kitchen, mig langaði að prufa mig áfram með þær hvort það væri hægt að nota þær til dæmis við bakstur. Eftir smá stund á google fann ég heilan helling af uppskriftum sem er hægt að nota skvísurnar í.
Ég rakst svo á uppskrift sem ég varð að prufa.. Tropical pönnukökur.
Pönnukökurnar slóu í gegn, svo ég gerði slatta af þeim, skipti í lítil box og frysti svo við gætum alltaf gripið í þessar gómsætu pönnukökur.


Uppskrift.
2 The yellow one skvísur frá Ella’s kitchen
2 Egg
180g af hveiti
160g af mjólk


Aðferð
Öllu blandað saman í skál.
Hitið pönnuna á miðlungs hita.
Takið um eina matskeið af deiginu og setjið á pönnuna.
bíðið í smá stund þar til það koma litlar loftbólur á pönnukökuna og snúið henni svo við


Uppskriftin er ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að undirbúa.
Ég má til með að deila því með ykkur að þessa dagana er tilboð á völdum skvísum í Nettó. Þið kaupið kassa af 7 skvísum en borgið bara fyrir 5. Ég veit ekki með ykkur en ég ætla gera mér ferð í Nettó og nýta þetta tillboð!

Bréf frá líkamanum til mín

Í núna nokkur ár hef ég átt í miklum erfiðleikum með að byrja elska líkaman minn. Eftir marga matarkúra og æfingarplön var hugurinn á mér kominn í vítahring sem ég þurfti hjálp við að komast úr.

Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði ég að fylgjast með Ásdísi Ingu á Instagram og varð strax heilluð af jákvæða viðhorfinu sem hún hefur. Þegar ég sá að hún var að byrja með BETA hóp á jathjalfun.is , sem hjálpar konum að brjótast úr þessum vítahring sem ég var komin í, tók það mig innan við 5 sekúdur að skrá mig.

Ég fékk það verkefni að skrifa bréf frá líkamanum mínum til mín, guð minn góður það er bara ein vika búin af 16 en mér líður eins og ég sé helmigi léttari.
Ég mæli mikið með því að þið fylgið Ásdísi á Instagram (asdisih) og hlakkar til að deila með ykkur árángurinn sem ég veit strax að ég á eftir að sjá, ekki bara líkamlega heldur á andlegu hliðinni líka.

Elsku Saga.
Ég veit þér finnst erfitt að horfa á mig, ég veit ég er ekki eins og ég var eða eins og þú vilt að ég sé.
Við höfum farið saman í gegnum ótrúlegustu hluti saman, við höfum saman komið tvemur börnum í heimin, við höfum saman verið í okkar versta formi og okkar besta formi.
Ég vill að þér líði vel, að þú þurfir ekki að skammast þín fyrir mig, að þú getur orðið stolt af mér aftur.
Það er svo mikið sem ég vildi að ég gæti sagt þér en á sama tíma veit ég að þú myndir lítið hlusta á það.
Ég gat ekki gert eins mikið og ég vildi eftir fæðinguna og ég veit þú sérð það á mér, en ég reyndi mitt besta og mun halda áfram að reyna mitt besta ef þú hjálpar mér við það.
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga í gegnum báðar meðgöngurnar með þér, en eins og það tók á sálina þína að sjá mig breytast, þá tók það líka á mig. Ætli ég sé kannski ekki líka smá sár út í þig, því það var ég sem var með þér í gegnum verkina á meðgöngunni og ég sem breytti mér svo við gætum gengið með börnin. En þrátt fyrir allt þá gefst ég ekki upp á þér þó svo þú ert að gefast upp á mér.
Afhverju eigum við endalaust í þessu ástar og haturssambandi? Ef ég stend mig illa þá þolir þú mig ekki, en ef ég send mig vel þá elskar þú mig. Ef ég er búinn að standa mig vel í smá tíma þá verðlaunaru þig með sætindum en þolir mig svo ekki fyrir það.
Þegar þú lítur í spegil langar þér að gráta og já stundum grætur þú. Þú ert ekki ein, ég græt með þér því ég vill ekki vera það sem veldur þér vanlíðan.
Stundum held ég að sama hvað ég eigi eftir að gera þá verður alltaf þetta haturssamband á milli okkar. Því þú berð þig alltaf saman við aðra, eða hvernig þú varst áður en við gengum með börnin. Þegar þú nærð markmiðinu sem við setjum okkur saman, þá er það ekki nógu gott, svo við setjum okkur annað stærra markmið. Prufum kannski nýtt æfingar prógram, nýjan matarkúr, ný fæðubótaefni eða nýjan fatnað sem á að grenna mig.
Ég veit ég er ekki eins og vinkona þín, eða fólkið sem þú ert að fylgjast með á Instagram, ég er kannski ekki með jafn gott þol eða í jafn góðu formi en ég er hérna fyrir þig. Þetta er ekki slagur sem ég einn get unnið, já eða þú ein, við gerum þetta saman og vonandi einn daginn getum við aftur orðið eins og við vorum. Ég vona og veit að þú vonar það líka, að einn daginn getum við komist úr þessum haturs vítahring sem við erum komin í.
Ég vill gefa þér loforð en vill þá að þú reynir að gera dálítið fyrir mig.
Ég vill að þú reynir að hafa meiri þolinmæði fyrir mér, ég vill að þú takir næstu vikur og reynir að finna einn góðan hlut við mig og einblínir á hann í staðin fyrir gallana. Ég vill að þú reynir þitt allra besta í að fara ekki í öfgar, hvort sem það snýr að óhollum eða hollum mat sem og æfinum.
Í staðin lofa ég þér því að ég mun ekki gefast upp á þér og standa með þér í þessu fallega ferli sem við erum núna að ganga í gegnum að byrja elska hvort annað upp á nýtt. Sama hve erfitt það mun vera.

Svefnþjálfun

Yngra barnið hjá mér er núna ný orðinn sex mánaða og hefur aldrei sofið heila nótt.Til að taka nánar fram þá hefur hann aldrei sofið lengur en í samfellda 2-3 tíma.

Ég var orðin buguð af þreytu og taldi niður mínúturnar þar til hann lagði sig svo ég gæti lagt mig með honum. Sonur minn var líka orðinn þreyttur og við vorum komin í vítahring með svefinn hans.
Við prufðum öll ráð í bókinni en ekkert virkaði. Allt frá því að hafa hann í sínu rúmi, að gefa honum helling að borða fyrir svefn yfir í að gista hjá ömmu sinni.


Ég hringdi þá í hjúkrunarfræðing, taldi upp allt sem við vorum búnar að reyna og hún stóð á gati hvað væri hægt að gera. Eftir að við spjölluðum í smá stund og sagði henni nánar út í hvernig næturnar væru, að hann væri yfirleitt að vakna á 1.5 tíma fresti bara til að fá nokkra sopa af mjólk, fann hún grein sem hún ráðlagði mér að lesa.
Greinin er skrifuð af Maríu Gomez og er á Paz.is, set link neðst í færsluna og mæli með að allir verðandi eða nýbakaðir foreldrar lesi hana!
Til að byrja með var ég frekar tvísýn á þessa aðferð. Ég átti að leggja hann upp í sitt rúm, segja góða nótt og mátti bara kíkja á hann á þriggja mínútna fresti. Þegar ég fór inn til hans átti hann að fá lágmarks þjónustu, duddan upp í munninn, breiða yfir hann og aftur fram í þrjár mínútur.
Ég var ekki alveg á því að þetta væri leiðin að leyfa barninu að gráta þar til hann sofnaði og eflaust margar mömmur sem skilja hvað ég á við. En tilgangurinn með að kíkja á hann á þriggja mínútna fresti þar til hann sofnar er að gefa honum þetta öryggi, að hann viti að ég sé þarna. Að honum líði ekki eins og hann sé einn og yfirgefinn.


Ef þú ert að spá í að prufa þessa aðferð en ert smá efins langar mig að deila með þér nokkrum punktum sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig.
Er barnið í lífshættu á að gráta?
Ertu að yfirgefa barnið þegar þú ert að kíkja á hann á þriggja mínútna fresti?
Svefn er nauðsynlegur fyrir alla, bæði þig og barnið þitt.
Ef þú ætlar að kenna barninu þínu að sofa verðuru að gera það fyrir níu mánaða aldur eða eftir átján mánaða aldur.
Þetta verða nokkrar erfiðar nætur og svo fáið þið bæði svefninn sem þig hefur dreymt um.

Fyrsta nóttin af svefnþjálfun.
Ég ætla ekkert að skafa af því að fyrsta nóttin var hræðileg! Eftir að hafa svæft barnið í fanginu frá því hann fæddist og sofa með hann alveg upp við mig í sex mánuði voru þetta mikil viðbrigði fyrir okkur bæði.
Ég lagði hann upp í rúm, stillti skeiðklukkuna á símanum og svo beið ég. Fyrstu 4 skiptin sem ég fór inn voru ömurleg, hann grét og ég beið við hurðina með hnút í maganum og mesta samviskubit sem ég hef nokkurntíman fundið fyrir. Næstu tvö skiptin var hann orðinn alveg rólegur og í síðasta var hann sofnaður.


Það tók ábyggilega meira á mig heldur en hann þessar tuttugu mínútur, því drengurinn svaf í fjóra tíma.
Klukkan var rétt eftir miðnætti þegar hann vaknaði og það tók þrjú korter fyrir hann að sofna aftur. Eftir það svaf hann til morguns. Í kjölfarið urðu daglúrarnir daginn eftir mun auðveldari og þurfti ekkert að svæfa hann!
Önnur og þriðja nóttin.
Aðra nóttina tók hálftíma fyrir hann að ná að sofna EN hann svaf alla nóttina.
Þriðju nóttina voru daglúrarnir búnir að ganga svo vel sem og nóttin þar á undan. Ég lagði hann upp í rúm og fór fram, tilbúin í rútínuna sem var að byrja myndast hjá okkur. Nema hvað að 10 mínútum seinna fatta ég að ég hafði ekki stillt klukkuna eða kíkt á hann, þegar ég kem inn í herbergi er barnið sofnað! Og já hann svaf alla nóttina.
Við erum núna á nótt fjögur og það er jafn auðvelt að setja hann upp í rúm að sofa og mig sjálfa. Okkur líður báðum mun betur eftir bara tvær nætur af góðum svefn, held ég hafi vanmetið mjög hvað góður svefn getur haft áhrif á allt hjá mann.
Ég mæli 150% með því að foreldrar og verðandi foreldrar kynni sér þessa aðferð, því hún hefur gjörsamlega bjargað okkur.
Hér er likur af greininni.

Spítalataskan

Fyrir um 2 árum síðan skrifaði ég pistil af því sem ég ætlaði að taka með upp á spítala. Það var margt sem mér fannst vanta og margt sem ég tók með sem ég hefði í raun ekkert þurft á að halda.
Svo ég ætla núna að skrifa aðra færslu um spítalatöskuna og því sem ég mun taka með mér. Í síðustu fæðingu hjá mér gékk hún virkilega illa svo við þurftum að gista á spítalanum í nokkra daga eftir á svo ég ætla miða við það.

Fyrir barnið

  • 2-3 Náttgallar
  • 2 Buxur með áföstum sokkum
  • 2 Langerma samfellur

  • Þunn húfa
  • Heimferðasettið
  • Ælubleyjur

  • Snuð
  • Uglupoki/ teppi
  • Bílstóll
  • Blautþurrkur
  • Bleyjur

  • Bossakrem
  • Peli(ef þú ætlar að nota þannig)

Fyrir mömmuna

  • Víðar náttbuxur
  • hlýjir sokkar
  • sloppur
  • 3-4 Nærbuxur/ spítalanærbuxur
  • Gafahaldari
  • Gjafabolir
  • Hlý peysa
  • Þægileg föt til að fara heim í, helst eitthvað sem er laust utan á mér.
  • sokkar
  • Hárteygja
  • Hárbusti
  • Sjammpó og hárnæring í ferðastærð
  • Dömubindi
  • Brjósta innlegg
  • Haakaa mjólkursafnari
  • Vatnsbrúsi
  • Sundbuxur
  • Tannkrem og tannbursti
  • Snyrtitöskuna með því sem ég nota daglega
  • Hleðslutæki
  • Gjafapúði ef spítalinn bíður ekki upp á þannig.

Fyrir pabban

  • Auka föt
  • Náttföt
  • tannbursti og tannkrem
  • Tölva og hleðslutæki
  • pening til að skjótast í sjálfsalan

1

 

 

 

Fyrstu dagarnir með nýbura

Fyrstu dagarnir heima geta verið erfiðir, þrýstingurinn eftir fæðinguna hvort sem það var eðlileg fæðing eða keisari getur verið mjög óþægilegur og þreytan mikil.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum ráðum sem geta hjálpað til við að gera fyrstu dagana heima með nýbura aðeins auðveldari

  1. Elda og frysta
    Áður en barnið kemur í heiminn, eldaðu stærri skammta af kvöldmat, frystu svo afganginn. Sérstaklega fyrstu dagana þá nenniru ekkert endilega að vera standa í því að elda og þá er þægilegt að geta gripið í eitthvað úr frystinum til að hita upp og fengið heitan heimilismat en ekki  að vera endalaust að panta skyndibita.
  2. Bleyju félagi
    item_XL_33158857_126379464
    Mögulega eitt besta ráð sem ég get gefið er að hafa bleyjufélaga, þá ertu með allt sem þú þarft við hendina og þarft ekki að ganga um allt húsið að sækja það sem þig vantar. Í bleyju félaganum okkar verða bleyjur, blautþurrkur, kúkapokar, bossakrem, auka föt, brjóstainnlegg, haakaa brjóstapumpa og mjólkurpokar.
  3. Frosin dömubindi
    605c6c1aa5bba798db0de816006a7ba9.jpg
    Settu dömubindi í frysti fyrstu dagana, kuldinn hjálpar til við þrýstinginn og bólguna.
  4. Undirbúin fyrir brjóstagjöfina
    breast-pump-56a766825f9b58b7d0ea2125
    Ég klikkaði alveg á þessu á fyrri meðgöngu, enda hafði ég ekki hugmyd um að brjóstagjöf gæti verið svona ógeðslega erfið! Þessa meðgöngu verð ég vel undirbúin, ég mun bæði vera með rafmagns og handpumpu, ásamt haakaa brjóstapumpuni til að grípa mjólkina sem lekur úr hinu brjóstinu þegar barnið er að drekka.
    Gott tip er líka að reyna safna mjólk og frysta ef þú ætlar að hafa barnið á brjósti til að geta átt möguleika á að skjótast út.
  5. Millimál við hendina
    breastfeeding-snacks_web
    Stæðsta vandamálið hjá mér eftir að ég kom heim var að borða, ég fann ekki fyrir svengd og stundum liðu margir klukutímar þar sem ég fékk mér að borða. Mig var farið að svima og þetta varð til þess að brjóstagjöfin varð talsvert erfiðari en hún þurfti að vera.
    Gott tip er að hafa orkustangir í t.d bleyju félaganum, poka með rúsínum og hnetum og vatnsflösku.
  6. Sofðu
    Spinkie_Baby_Dreamy_Canopy_-_Oyster2
    Ekki stressa þig á því að vera ekki í rútínu, sofðu þegar barnið sefur. Að vera illa sofin til lengri tíma getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir geðheilsuna.
  7. Heimsóknir
    Ekki fá samviskubit við að segja nei við að fá heimsóknir ef þú ert þreytt eða langar kannski bara í smá tíma fyrir þig. Þú getur frekar boðið fólki að koma eftir að þið eruð búin að leggja ykkur,eða jafnvel bara daginn eftir. Skiljanlega eru allir mjög spenntir fyrir því að fá að hitta litla erfingjan en líðan þín og barnsins á alltaf að vera í fyrsta sæti.



    1

10 skemmtilegir útileikir

  1. Eina króna
    Einn „er hann“.  Hópurinn sem ætlar að leika í leiknum byrjar á því að safnast saman við eitthvern staur. Sá sem „er hann“ telur uppí 50 á meðan hinir hlaupa í burtu og fela sig. Þegar sá sem „er hann“ er búinn að telja fer hann að leita af þeim sem földu sig
    Leikurinn gengur svo út á það að „sá sem er hann“ finni krakkana sem voru að fela sig og hleypur þá að staurnum, kallar ein króna fyrir (nafn þess sem hann sá/fann) einn, tveir og þrír. En þeir sem eru að fela sig eiga líka að reyna komast að staurnum og frelsa sjálfan sig með því að segja ein króna fyrir mér einn, tveir og þrír. Leikurinn gengur svo svona áfram þar til allir eru fundnir/komnir upp að staurnum
  2. Fallin spýta
    MG_2867-e1469393009545
    Leikurinn fer þannig fram að einn úr hópnum er valinn  til að bíða hjá spítu sem er stillt upp við vegg. Hann byrjar á því að telja upp á 50 og á meðan hlaupa allir úr hópnum og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef sá sem „er hann“ sér eitthvern, hleypur hann að spýtunni, fellir hana niður og kallar ,,Fallin spýta fyrir (nafn viðkomandi) einn, tveir, þrír. 
    Þeir sem földu sig reyna svo að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar, fella hana niður og kallar ,,fallin spýta fyrir öllum einn, tveir, þrír“ og með því frelsar hann alla.
  3. Finna hluti
    Valinn er bókstafur t.d S. Keppendur fá svo 5 mínútur til að finna sem flesta hluti í náttúrunni sem byrjar á þeim bókstaf. Sá sem finnur mest vinnur. Hægt er að keppa bæði í liðum eða sem einstaklingur.
  4. Hlaupa í skarðið
    Allir mynda saman hring, einn er valinn til að byrja fyrir utan hringinn, hann hleypur og „klukkar“ eitthvern í bakið og hleypur hringinn, sá sem er klukkaður hleypur í öfuga átt og þeir tveir keppast um hvor er á undan í skarðið. Sá sem var á undan í skarðið snýr svo baki inn í hringinn en sá sem var seinni finnur svo annan til að klukka og keppa við.
  5. Úti bingo
    Krakkarnir fá bingó spjöld og reyna finna hluti til að krossa útaf. Hægt er að breyta leiknum svo hann henti hvaða aldurshópi sem er.
    Hugmyndir að bingóspjöldum eru hérna, en hægt er að finna fullt af tilbúnum spjöldum á google.
    e4c5ee238cf334d8130c3a66e1cc870a
  6. Hvít og rauð blóðkorn
    Börnin hlaupa um í pörum og eru rauð blóðkorn. Tvö til þrjú eru svo valin til að vera hvítu blóðkornin sem reyna að stoppa rauðu blóðkornin. Ef hvítu blóðkornin nær pari/rauðu blóðkorni þá á það að mynda æð með því að setja lófana saman upp í loft svo annað par geti hlaupið í gegn og frelsað þau. Hvítu blóðkornin eiga reyna stoppa öll rauðu blóðkornin.
  7. Fram fram fylking
    Tvö börn eru ræningjar. Þau standa á móti hvort öðru og haldast í hendur og mynda hlið(halda höndum uppi) sem hin börnin ganga svo í gegnum í halarófu og leið og þau syngja lagið.
    Fram, fram fylking,
    forðum okkur háska frá
    því ræningjar oss vilja ráðast á.
    Sýnum nú hug, djörfung og dug.
    Vakið, vakið vaskir menn
    því voða ber að höndum.
    Sá er okkar síðast fer
    mun sveipast hörðum böndum
    Þegar sungið er „sveipast hörðum böndum“ taka ræningjarnir þann til fanga sem er að fara í gegnum „hliðið“ þá stundina. Þeir fara með fangann afsíðis og láta hann velja á milli einhverra tveggja, lokkandi hluta, eða t.d. ávaxta sem þeir höfðu fyrirfram ákveðið. Þannig gæti t.d. annar ræninginn fengið alla sem velja epli en hinn alla sem velja appelsínur. Fanginn fer síðan aftur fyrir þann ræningja sem hann valdi og stendur þar uns leiknum lýkur. Síðan er lagið sungið aftur og halarófan fer aftur af stað og næsti fangi gripinn. Þannig myndast smám saman röð fyrir aftan ræningjana, og þegar allir hafa verið teknir til fanga er farið í reiptog, reyndar án reipis, en ræningjarnir haldast í hendur og liðsmenn þeirra toga í þá og hvern annan. Það liðið sem tekst að toga hitt til sín vinnur. Auðvitað er svo líka hægt að hafa reipi við hendina og nota það. Muna að allir eiga að syngja með, líka fangarnir.
  8. Köttur og mús
    Image result for köttur og mús
    Þátttakendur, að tveimur undanskildum, mynda stóran hring, snúa inn í hann og halda höndum saman. Annar tveggja er inni í hringnum og er hann músin. Hinn er kötturinn og er utan hringsins. 
    Kötturinn á að klófesta músina en hún reynir að forða sér undan honum og má hlaupa út úr hringnum og inn í hann. Þeir sem í hringnum eru mega hjálpa músinni með því að lyfta örmum svo hún komist greiðlega inn og út úr hringnum. Á hinn bóginn eiga þeir að tefja fyrir kettinum með því að halda höndum niðri og loka fyrir honum leiðinni inn og út úr hringnum. 
    Takist kettinum að klófesta músina eru aðrir þátttakendur valdir til að vera í hlutverkum kattarins og músarinnar. Takist kettinum ekki að ná músinni innan ákveðins tíma eiga hinir að telja upp að 10 hægt og rúlega og hafi kötturinn ekki þá náð músinni taka aðrir við hlutverkum þeirra. 
  9. Bimbi rimbi rimbamm
    red-rover.jpg
    Hópurinn stendur upp við vegg, nema einn sem snýr á móti hinum og stendur í dálítilli fjarlægð frá hópnum. Sá sem „er hann“ (segjum að það sé hann Þórir) byrjar og syngur;
    Þórir:„Bim-bam-bim-bam, bimbi-rimbi-rim-bam“. Um leið gengur hann fram í fyrri hluta vísunnar en bakkar til baka í þeim síðari.
    Þá svarar hópurinn (og gengur fram og aftur eins og áður) „Hver er að berja, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Það er hann Þórir, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Hópur: „Hvern vill hann finna, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Elskulegu Stínu sína, bimbi-rimbi-rim-bam“ (og nú nefnir Þórir þann sem hann vill fá til sín, ath. það getur verið hvort sem er strákur eða stelpa).
    Hópur: „Hvað vill hann með hana, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Láta hana vaska upp, bimbi-rimbi-rim-bam“ (auðvitað ákveðið þið sjálf hvað viðkomandi á að gera).
    Hópur: „Hvað fær hún að launum, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Tíu börn í bala og átján rottuhala“ (muna, vera sniðugur í svari en ekki leiðinlegur).
    Hópur: „Fari hún þá með gleði, bimbi-rimbi-rim-bam“ (eða skít og skömm, eftir því hvað við á).

    Og nú fer Stína yfir til Þóris og þau koma sér saman um hvern á að biðja um næst o.s.frv.

  10. Bófaleikur
    s7mkO-Bdc_iy_960x960_G97J2gYQ
    Í upphaf leiks er hópnum skipt í tvennt, annar helmingurinn eru bófar og hinn helmigurinn eru löggur. Ákveðið er stað þar sem fangelsið er. Löggurnar hlaupa á eftir bófunum og klukka þá, færa þá í fangelsið og skipta þeim að vera kyrrir. Ef löggurnar vakta fangelsið ekki nógu vel geta bófarnir sloppið og þá þurfti löggan að ná þeim aftur.
    Þegar löggurnar höfðu náð öllum bófunum í fangelsið er skipt um hlutverk, löggur verða þá að bófum og bófar að löggum.

1

Grindargliðnun

Grindargliðnun er algengur fylgikvilli meðgöngu, til að gera smá grein fyrir því hversu algengur hann er var gerð rannsókn árið 2006 þar sem 46% ófrískra kvenna fengu grindargliðnun eða grindalos. Af þessum 46% voru 16% kvenna sem þurftu að notast við hækjur í endan á meðgöngunni og um þriðjungur sem vaknaði upp á nóttunni útaf verkjum.

IMG-3670

Á vísindavefnum er útskýrt grindargliðnyn sem verkjum í kjölfar þess að liðböndin slakna til að geta gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar.
Verkirnir geta komið fram í framanvert lífbein og/eða aftanverðum spjaldliði eða spjaldliðum. Verkirnir geta svo leitt út í mjaðmir, rassvöðva, niður eftir aftanverðu læri eða framan í nára til að nefna dæmi, eins geta verkirnir komið fram í annari hlið líkamans eða báðum.
Grindargliðnun tengist álagi og geta verkirnir verið mismunandi og breytilegir frá degi til dags eftir því hve mikið álag hefur verið á líkamanum.

IMG-3692

Því miður er engin töfralausn við að laga grindagliðnunina, hjá flestum konum jafna þær sig 6-12 vikum eftir fæðingu en þó eru sumar sem munu aldrei losna við verkina þó svo það sé langt síðan þær voru óléttar.
Hinsvegar eru til ýmis ráð sem geta hjálpað til við að draga úr verkjunum sem mig langar að deila með ykkur

  • Nálastungur
  • Snúningslak
  • Stuðningsbelti. Mæli með að kíkja í Eirberg, fékk þar mjög flott belti á góðu verði og flotta þjónustu.
  • Hlífa mjaðmagrindinni eins og hægt er, þá er ég ekki að tala um að hætta hreyfa sig heldur að beita líkamanum öðruvísi. T.d. ekki krossleggja fætur og ekki nota bakið til að beygja sig heldur fæturnar.
  • Sérhæfðar æfingar- hægt að finna flott video á youtube sem útskýra æfingarnar vel eða myndir á google með því að googlea Pregnancy-related pelvic girdle pain exercise
  • Sjúkraþjálfun
  • Sund

 

sagaharalds

Innlit í barnaherbergið

Núna fyrir nokkrum vikum fluttum við í stærra húsnæði, þar sem dóttir mín fékk loksins sitt eigið herbergi. Ég held ég hafi verið meira spennt fyrir því en hún samt til að vera hreinskilin. Svefninn hennar bættist helling og hún fékk loksins sinn stað þar sem hún gat haft dótið sitt í friði.
Til að byrja með þegar við fluttum var ekkert inn í herberginu hennar nema rúmið hennar, lítil gömul kommóða með fötunum hennar, tveir kassar af dóti og Ikea eldhúsið hennar sem hún fékk í eins árs afmælisgjöf.
Við ákváðum að þar sem þetta væri í fyrsta skiptið sem litla prinsessan væri að fara í sitt eigið herbergi yrði það fyrsta herbergið sem við myndum inrétta upp á nýtt í nýju íbúðinni.
Við vildum gera herbergið alveg að hennar, og því sem höfðaði mest til hennar. Dóttir mín er mjög sjálfstæð og vill helst geta gengið að dótinu sínu sjálf, á milli þess sem hún er hlaupandi á eldhraða um íbúðina, finnst henni voðalega gott að geta fengið að vera í ró og kósýheitum. Svo með það tvennt í huga byrjuðum við að skipuleggja herbergið hennar.
Hirsla undir dótið
Við ákváðum að velja TROFAST hirsluna. TROFAST hillan er ótrúlega hentug í barnaherbergi, það er bæði hægt að festa hilluna fasta við vegg og svo er hægt að draga kassana alveg úr hilluni og taka þá á gólfið.
Við erum með 3 kassa í einni hillu hjá okkur, ég skipti niður dótinu hennar í þessa 3 kassa (Þ.e.a.s. það sem kemst í þá). Það sem ég og dóttir mín elskum báðar við þá er að hún getur tekið kassana út sjálf. Ég set link á hilluna hér.

IMG-3484IMG-3485.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Details
Þið þekkið örugglega söguna af dimmalimm, svanurinn sem var prins í álögum. Þessi saga var mikið lesin fyrir mig þegar ég var yngri og mun vera mikið lesin fyrir dóttir mína.
Við fengum dimmalimm svaninn okkar frá Hulan.is og er linkur af honum hér. Mér fannst því ótrúlega fallegt að nota hann sem skrautbangsa ofan á hilluna.
Til að toppa þetta svæði skelltum við lítilli hjarta mottu fyrir framan hilluna, mottan var hugsuð sem að það yrði þægilegra fyrir hana að sitja á mottunni og leika með dótið sitt frekar en á gólfinu.


Ikea eldhús
Það hefur alltaf verið mikið sport hjá dóttur minni að fá að hjálpa til í eldhúsinu, aðallega þá að opna og loka skápum og berja pottum saman. Það var þá löngu ákveðið að fyrsta afmælisgjöfin hennar yrði dóta eldhús og pottar. Ég skoðaði á mörgum síðum hvar ég gæti fengið fallegasta eldhúsið sem myndi endast henni í góðan tíma, ég endaði alltaf á Ikea síðunni. Það sem heillaði mig mest við Ikea eldhúsið var öryggið, að það væri hægt að festa hilluna við vegginn, helluborðið er með tvemur tökkum sem kvekja ljósi á helluborðiu og svo auðvitað skáparnir, sem hafa verið svoleiðis skellt og barið saman en virðist aldrei ætla sjá á þeim.


Details
Mottuna fengum við úr barnaloppunni, ég mæli svo ótrúlega mikið með að þið gerið ykkur ferð þangað, fullt af gullfallegum vörum sem vilja komast á ný heimili.
Undir bangsana hennar eða eins og hún vill kalla þá „kögg“ fengum við fallega þvottakörfu úr Ikea, það sem byrjaði sem ekki einu sinni botn fylli af bangsa körfu er núna stút full, enda veit fjölskyldan hennar það alveg að maður hittir beint í mark með nýjum bangsa.


Rúmið


Þegar dóttir mín var farin að klifra í rimlunum á rúminu sínu þegar hún átti að fara sofa ákváðum við að nú væri kominn tími til að færa hana yfir í stóru stelpu rúm. Við alveg féllum fyrir BUSUNGE rúminu frá Ikea, rúmið er hægt að stækka alveg upp í 200cm svo það er að fara endast henni í dágóðan tíma. Við keyptum svo í sömu ikea ferð dýnur sem passa vel fyrir þetta rúm og eru með tveimur viðbótum svo hægt er að lengja dýnuna.
Details


Himnasængin fengum við í gjöf frá Hulan.is en ég heillaðist strax af henni og ég sá hana. Á himasænginni skreyttum við hana með dúskum sem er hægt að fá líka á hulan.is, mér finnst dúskarnir gera svo ótrúlega mikið fyrir himnasængina og fallegt að para liti saman.
Rúmfötin eru frá Ikea, en það er hægt að fá ótrúlega mikið af fallegum rúmfötum þar. Bangsinn hennar, öryggisbangsinn er frá Jellycat og hægt er að kaupa hann á hulan.is
Hún hefur verið alveg límd við þennan bangsa frá því hún fæddist en þetta er fyrsti bangsinnn hennar.
Fataaðstaðan

Mig langaði að geta hengt upp kjólana hjá dóttur minni, enda á hún fullt af gullfallegum kjólum sem ég vildi að myndu fá að njóta sín. En við höfðum mjög takmarkað pláss eftir í herberginu og fannst mér fataskápur ekki henta þar sem mér fannst þeir allir svo massívir. Gunnar tók sig þá saman og útbjó fataslá sem hangir úr loftinu. Fatasláin er búin til úr gardínustöng frá ikea og gylltum keðjum frá Bauhaus.
Fyrir neðan fataslána erum við með Malm kommóðu með 3 skúffum, til að byrja með virtist hún vera meira en nóg undir öll fötin hennar en er núna alveg að springa, svo það er aldrei að vita nema við fáum stærri kommóðu undir fötin.

Strögglið við skipulagið

Það kannast ábyggilega allir foreldrar við þá hugsun að vanta fleiri klukkutíma í sólarhringinn. Hvort sem þeir eru á vinnumarkaði, í skóla eða öðru, þá tekur við önnur 120% vinna þegar við göngum inn um dyrnar okkar heima.

Kannski er morgunmatarskálin ennþá á borðinu því þið höfðuð ekki tíma í að ganga frá þennan morguninn, náttfötin á gólfinu og þú manst þá eftir þvotta fjallinu sem bíður þín.

Það er ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit að koma heim og það fyrsta sem ég þarf að gera er að byrja  ganga frá. Sem ég samt skil ekki hvernig það gæti mögulega þurft, ég eyddi öllum mínum dögum í að ganga frá, hafa ofan af dóttur minni, vaska upp og hvað eftir annað. 

Það tók mig góðan tíma í að ná að koma jafnvægi á heimilisverkin og finna hvað hentaði mér best. Hvað þá þegar það var sumarfrí í leikskólanum! Mér fannst ég aldrei vera gera neitt en samt alltaf á hlaupum.

Ég hef því miður, kæri lesandi, engin töfra ráð við að lengja sólarhringinn eða kunnáttu á að stoppa tímann. Hins vegar þá get ég deilt með þér ýmsum ráðum hvernig ég auðveldaði mér heimilisverkin margfalt, bara með því að breyta smá til hjá mér.

Post it miðar

Ég er með 7 post it miða á ísskápnum hjá mér sem eru merktir vikudögunum. Ég merki alla læknistíma og mikilvæg erindi bæði í síman og á ísskápinn, en þessir litlu hlutir sem manni tekst svo oft að gleyma og þarf svo alltaf að skjótast eftir merki ég líka á ísskápinn. Til dæmis að muna eftir að setja mjólk á innkaupalistann eða jafnvel að muna eftir að gera innkaupalista 

Matseðill vikunnar

Hvað er í matinn? Mögulega erfiðasta spurningin sem ég get spurt á þessu heimili ,,öhm ég veit ekki, eitthvað gott” ,,þú mátt ráða” ,,nei við erum nýbúin að hafa þetta í matinn” Ég sá konu ekki fyrir neitt svo löngu pósta þessu ráði á facebook. Ég skrifaði niður allt sem mér datt í hug að hafa í kvöldmat á litla miða, braut þá saman og blandaði þeim saman í glas. Núna þegar ég þarf að skipuleggja viku matseðilinn byrja ég á því að skrifa það sem mig langar að hafa í kvöldmatinn ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug. Fyrir restina af dögunum sem standa auðir, dreg ég miða úr glasinu og voila! Kvöldmaturinn er ákveðinn! 

Skipuleggja matarinnkaupin

Í stað þess að vera á hverjum degi eða annan hvorn dag að fara út í búð og kaupa nokkra hluti, skrifa niður innkaupalista yfir það sem þarf! Það bæði getur hjálpað þér við að kaupa ekki óþarfa vörur og hjálpað við að þú þurfir ekki að skjótast aftur í búðina seinna í vikunni. Þar fyrir utan þá hjálpar þetta veskinu mjög mikið!

Dót út um allt?

Dóttir mín er 17 mánaða, hún á allt of mikið af dóti sem hún leikur sér ekkert með og fullt sem hún er að vaxa upp úr. Ég skipti niður dótinu hennar í 3 kassa og tek alltaf út einn í einu. Þannig eru þessar kjarnorkusprengjur í herberginu hennar töluvert minni. Svo er þetta líka ótrúlega sniðugt að þegar hún fær leið á einum kassanum að ganga frá honum og taka næsta út.

Fjandans þvottafjallið

Ég fæ grænar bólur við tilhugsunina um að setja í þvottavélina, aðallega vegna þess að mér fannst aldrei tæmast eða minnka úr körfunni. Fyrir ekkert svo löngu keypti ég flokkunar þvottakörfur, eitthvað sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera! Ég er á met tíma að setja í vélar núna, því ég þarf ekki að byrja á að rífa allan þvott úr einni körfu ogflokka hann. Plús það hefur aldrei verið eins lítill þvottur eftir til að þvo og núna.

Nota kassa, körfur og smáhirslur í skápa. 

Það kemur mikið betra skipulagi á allt hjá manni, oftast virðist vera minni óreiða í skápunum og það er auðveldara að spotta strax hvað þarf á heimilið eða hverju þú varst að leita af. Svo líka kemst oft mikið meira í skápana ef þeir eru vel skipulagðir

Færri föt, minna vesen.

Farðu í gegnum fataskápinn og for thelove of god hentu fötunum sem þú ert búin að vera geyma síðan 2014 því þú gætir kannski notað þau einu sinni enn. Færri föt þýðir minni þvottur og meira pláss til að ganga frá fötunum fallega

Tími til að læra. 

Ég er mamma sem er í námi, núna yfir sumarið er ég í fjarnámi og getur það oft orðið erfitt að finna tíma til þess að læra, sérstaklega þegar það eru sumarfrí og barnið heima allan daginn. Ég set engan x tíma á það hvenær ég sinni skólanum, heldur fer það yfirleitt bara eftir þeim degi, stundum er það þegar dóttir mín leggur sig í hádeginu, stundum er það á meðan hún leikur sér. En ég er ótrúlega heppin með það að eiga maka sem tekur 100% þátt í öllu og oft sendir hann mig burt að læra meðan hann sinnir barninu og eldar kvöldmatinn. 

Heimilisverkin skipulögð

Ég hef reynt ýmis þrif-plön, sem hafa oft virkað í smá tíma. Það sem hefur hentað mér best er að taka mér 30-60 mínútur á morgnanna yfir kaffibollanum að ganga frá og setja í þvottavél, á kvöldin eftir kvöldmatinn hjálpumst við að við ganga frá og setjum uppþvottavélina í gang svo hún sé tilbúin daginn eftir, svo er ryksugað eftir þörfum. Einu sinni í viku tek ég “meiri þrif dag”. Þá þurrka ég af öllu, skúra, skipti á rúmum og geri þau heimilisverk


Frá barnamauk yfir í hafrastangir.

Færlsa þessi er skrifuð í samstarfi við Ella’s kitchen og fékk ég vörurnar að gjöf, en skoðanirnar og sem ég skrifa hér eru alfarið mínar eigin.

Frá því dóttir mín var aðeins 4 mánaða gömul hafa Ella’s vörurnar fylgt okkur. Hún þoldi illa grauta en svaf lítið þar sem mjólkin var hætt að duga henni.

Eftir ráðleggingar hjá ljósmóður ákvað ég að prufa fyrst að gefa henni barnamauk frá Ella’s. Ástæðan fyrir því að ég valdi vörurnar frá Ella’s til að byrja með voru aðalega þægindin, því á pakkningunum er hægt að sjá hvaða aldurshóp varan er ætluð.

Eftir að ég byrjaði að gefa henni mauk fór hún að  sofa og dafna betur, hún átti alveg frá því hún fæddist erfitt með að ná að halda í sína þyngdakúrvu áður en hún fékk annað en bara mjólkina.

 

Í tanntökunum leyfði ég henni fyrst að smakka Melty puffs vöruna. Melty vörurnar eru algjör snilld sem ég mæli ótrúlega mikið með. Þegar snakkið kemst í snertingu við vökvan byrjar það að bráðna niður svo það eru litlar líkur á að það standi í barninu.

Hún alveg hreint elskaði melty puffs að geta nagað á eitthverju svona gómsætu á meðan þessi pirringur var í gómnum hjá henni.

 

Því eldri sem hún varð, því meiri mat sem hún byrjaði að smakka fór hún að þola meira nýjar áferðir á mat og viti menn að hún fór að byrja þola grauta. Við prufuðum reyndar engan annan graut en frá Ella’s á þeim tímapunkti, Ella’s rís grauturinn var sá fyrsti sem við prufuðum og sá fyrsti grauturinn sem dóttir mín gat strax borðað.

 

Við höfum haft ótrúlega góða reynslu frá þessu vörumerki, þessar vörur eru svo fyrirferða litlar svo þær henta mjög vel í handfarangurinn í ferðalög, hvort sem þau eru löng eða stutt.

Vöru úrvalið er að mínu mati mjög mikið, þau eru með mikið magn af skvísum með allavegana bragðtegundum, alveg úr ávaxta yfir í kjúkkling og frá skvísum sem henta 4 mánaða yfir í 10 mánaða börnum.

Nýlega komu nýjungar frá Ella’s merkinu sem við höfum verið að prufa okkur áfram við.

Til dæmis ávaxta og hafrastangirnar, ég er alltaf með allavega eina stöng í veskinu mínu þegar ég fer út með dóttur mína, því það hefur komið fyrir að ég hef verið mamman með öskrandi barnið í búðinni að reyna bruna í gegnum alla gangana og koma okkur sem fyrst heim. Það sem hefur í okkar tilfellum hjálpað til er einmitt að hafa stangirnar með, hún er lengur með þær heldur en skvísunar svo ég get klárað mín innkaup í rólegheitunum.

Rís kökurnar frá Ella’s eru einnig ný vara, til að byrja með vildi stelpan mín ekki sjá þetta. Ég leyfði henni þá að taka með tvo poka á leikskólan og leyfa krökkunum að smakka þennan nýjung.

Þegar ég sótti hana sagði leikskólafóstran hennar að þau hafa öll borðað þetta af bestu lyst og þar á meðal dóttir mín. Ætli hún sé ekki bara lík mömmu sinni með það að hún á erfitt með að prufa nýja hluti.

Rís kökurnar og melty sticks, ásamt eplum og rúsínum er tilvalið laugardagsnammi fyrir svona lítil kríli, en við höfum einmitt verið að vinna með það.

Melty sticks varan er farin að henta okkur mun betur en puffsið þar sem hún klárar eitt puffs í einum bita.

Að lokum vill ég deila með ykkur þessari gómsætu uppskrift sem ég fann inn á ellaskitchen.com af súkkulaðibita banana brauði, en á síðunni er hægt að finna fullt af girnilegum og skemmtilegum uppskriftum.

Innihald

  • 1,25 dl af mjúku smjöri
  • 1,8 dl af sykri
  • 2 stór egg
  • 3,8 dl af banana mauk frá ella’s kitchen
  • 0.8 dl af mjólk
  • 2 teskeiðar af vaniludropum
  • 5 dl af hveiti
  • 1 teskeið matarsóda
  • 1/2 teskeið salt
  • 1,25 dl af súkkulaðibitum

Aðferð

  1. Forhitið ofninn á 175°C
  2. Setjið smjörið og sykurinn í skál og hrærið í hrærivél í um 3 mínútur eða þar til blandan verður létt og fluffy.
  3. bætið eggjunum í eitt í einu, svo banana maukinni, mjólkinni og vaniludropunum.
  4. Í aðra skál handhrærið saman hveiti, matarsódan og saltið.
  5. Rólega bætið saman þurrefnunum við bananablönduna og bætið svo súkkulaðibitunum út í. Hrærið vel saman.
  6. smyrjið brauðform með smjöri og hellið svo deiginu út í, bakið svo í klukkutíma eða þar til þið getið stungið hníf í miðjuna á brauðinu og hann kemur hreinn upp úr.
  7. Leyfið brauðinu að kólna og berið fram með smjöri og ost.

Verði ykkur að góðu

 


Munur á meðgöngum.

Munurinn á meðgöngum getur verið gríðalega mikill. Sem er skrítið því þú veist.. sama manneskja að ganga í gegnum sama ferli. Eða mér fannst það skrítið áður.

Ég var hand viss um að næsta meðganga hjá mér yrði hrein skelfing miðað við hvernig fyrri meðganga gekk. Allt, já ALLT sem hefði geta farið úrskeiðis gerðist.

Á fyrri meðgöngu varð ég rosalega veik, þarna er ég í síðasta mæðravernds tímanum, rétt áður en ég var gangsett

En það er magnað hvað umhverfið og andleg heilsa getur haft áhrif á meðgöngu. Það er nánast ólýsanlegt hversu mikið óþrafa áreiti getur haft miklar afleiðingar af sér.

Á fyrri meðgöngu leið mér vægast sagt hrikalega illa og var svosem búið að gera það í dágóðan tíma áður en ég varð ólétt. Hugarfarið hjálpaði því ekkert við það hvernig meðgangan myndi ganga, ég var búin að ákveða fyrirfram að þetta yrði erfitt, sem það jú var svo. En það hefði kannski verið tíu sinum léttara að ganga í gegnum þessa meðgöngu ef mér hefði liðið betur, ef ég hefði talað um tilfinningarnar og hvað væri að hrjá mig í staðin fyrir að bera þetta allt sjálf.

Ég varð fyrir miklu óþarfa áreiti sem virtist ekki vilja bíða fyrir utan útidyrnar sem fór að valda mér svo miklum kvíða, kannski var líka kvíðinn minn alltaf að kíkja aðeins út um þessar dyr. Skemmtilegt hvernig svona andleg veikindi virka.

Ég varð þunglynd og kvíðin, lág upp í rúmi á kvöldin að rakka mig sjálfa niður að ég væri ekki nógu góð, kvíðinn sagði mér svo að ég þyrfti að gera mikið betur en þunglyndið sagði mér að ég gæti alveg sleppt því ég væri hvort er svo misheppnuð.

Mér var svo óglatt, allan sólarhringinn, alltaf. Ég þurfti að fara nokkrum sinnum upp á spítala útaf ógleði, og útaf mér var svo óglatt og alltaf ælandi náði ég ekki að sofa, bæði því mér leið illa líkamlega og andlega.

Allir meðgöngukvillar sem komu upp urðu svo yfirþyrmandi og ég brotnaði niður. Ég varð óvinnufær um 20 vikur, sem gerði ekkert gott, þetta þýddi fyrir mig að ég hefði meiri tíma til að velta mér upp úr vandamálunum.

Ég fékk samviskubit yfir því að líða svona illa, mér átti ekkert að líða illa. Hverjum getur liðið illa þegar þú ert að finna fyrir litla barninu þínu sparka og hreyfa sig, þegar þú ert að brjóta saman litlu samfellurnar og setja saman rimlarúmið? Í hverri einustu skoðun sem ég fór í, þegar það var spurt mig hvernig mér liði svaraði ég ,,bara vel, smá þreytt bara“.

Kannski ef ég hefði sagt frá hvernig mér liði strax í byrjun hefði ég geta fengið hjálp.

Já svo þið skiljið að fyrri meðganga gékk svona príðilega illa fyrir sig.

Eftir að ég átti litla gullfallega púkan minn, ákvað ég að núna væri komið gott. Til þess að vera besta mamman sem ég gat og get verið fyrir hana þurfti ég líka að taka sjálfa mig í gegn og laga þessa líðan hjá mér.

Núna 16 mánuðum seinna er ég ólétt af baby númer tvö, næstum því hálfnuð með meðgönguna.

Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt, og í fullri hreinskilni helltist yfir mig í fyrsta sónarinum „shit það verða ekki einu sinni tvö ár á milli þeirra, hvað er ég að gera?!“.

Í þetta skiptið ákvað ég að fara allt aðra leið, verandi búin að fá þá hjálp sem ég þurfti til að bæta mína líðan og á minni leið að því að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ég myndi taka öllum fylgikvillum fagnandi, já líka þessari nasty ógleði.

Á fyrri meðgöngunni finnst mér ég hafa „misst af henni“. Veit það hljómar fáránlega, en mér finnst eins og ég hafi ekkii verið ég og hafi ekki verið með núvitundina við meðgönguna því mér leið svo illa. Svo þar sem þessi meðganga verður mín síðasta (allavega næstu 10 árin) ákvað ég að ég vildi njóta þess, hvort sem hún myndi ganga súper shitty eða vel þá ætlaði ég að njóta þess að vera ólett.

Ólétt af bumbubúa sem er væntanleg/ur í okt💕

Fyrsta þriðjunginn fann ég ekkert fyrir því að vera ólétt, það gekk allt svo smurt og vel fyrir sig. Ef það hefði ekki verið fyrir þetta litla skot „hvað ertu ólétt eða?“ hefði ég ábyggilega ekki tekið þetta óléttu test nærrum því strax. Mér leið ótrúlega vel, ég var bæði stressuð og spennt fyrir komandi tímum.

Eftir 12 vikurnar kom ógleðin rosalega sterk í bakið á mér, ég fékk og er með of lágan blóðþrýsting og er byrjuð að finna fyrir smá grindagliðnun.. en vitiði hvað! það er allt í góðu. Því áður en ég veit af verður þetta búið, barnið komið í hendurnar á mér og ári seinna verð ég komin með bumbusakn.

Já munurinn á meðgöngum getur verið rosalegur og það er magnað hvað andleg heilsan hjá manni getur spilað inní, enda er þetta í hvert skipti sem maður gengur í gegnum þetta (ef maður er svo heppin að geta það) einstök upplifun. Þó svo þú værir að koma með barn númer 1 eða 5 eru þetta allt jafn ótrúlegar upplifanir.

Tvær gjör ólíkar meðgöngur og gengin jafn langt


Húsráð með majónesi.

2-crayon-on-walls_800x533
1. Vaxlita listaverk á veginn, eins fallega hugsuð og þau voru þá fer hausinn alveg á fullt. Þarf ég að mála allan vegginn? Kannski næ ég þessu af ef ég fer strax í þetta! Hvað ég á eftir að vera sveitt við að reyna skrúbba þetta af.
Til að þrífa vaxliti af veggjum, nuddaðu vel af majónesi á, leyfðu því að sitja á í dágóðan tíma og þurrkaðu svo af með rakri tusku.

goo-gone-before2.  Til að ná lími af gleri, nuddaðu majónesi á límið þar til það er allt horfið.

download3. Hringurinn fastur? Skelltu SLATTA af majónesi allan hringinn og leyfðu því að sitja í 3-4 mínútur. Hringurinn ætti að renna léttilega af.

8bad4c211630ec3ae626c038acf807974. Viltu að plantan glansi meira? Skelltu majónesi í tusku og nuddaðu laufin varlega.

fingerprints-on-stainless
5. Fingraför.. ég elska eldhúsið mitt og dýrka silvurlitaða ísskápinn og ofninn minn, það leiðinlegasta í heimi eru samt þessi fingraförin sem koma á núll einni. En það er orðið svo auðvelt að þrífa þau burt núna.
Til að ná fingraförum af ryðfríu stáli, nuddaðu með tusku og majónesi yfir fingraförin. Farðu svo yfir með þurri tusku.

out-swing-door-hinges-security-hinges-for-doors-exterior-door-hinges-premium-door-hinges-exterior-door-security-hinges-doors-swing-away-door-hinge-lowes6. Ískrandi hurðalamir? Majó á þær! Ekki nóg með það að þær hætta ískra heldur gætirðu látið þær glansa meira í leiðinni.

54ff79b21d072-ghk-rings-wood-furniture-de7. Að ná vatnshringjum af við. Makaðu majó yfir allan hringinn og leyfðu því að sitja í 1-2 mínútur, þurrkaðu svo vel af með mjúkum hreinum klút eða tusku.

5094418565_1c725b426a_b.jpg
8. Tyggjó í hár. Hryllingurinn sem það getur verið að ná tyggjó úr hári eða jafnvel fötum.
Nuddaðu majónesi í hárið þar sem tyggjóið er og nuddaðu því vel í . Skolaðu svo hárið á meðan þú togar tyggjóið úr hárinu.


img_6883