Mömmufrí á Hilton spa

Dóttir mín hefur verið að ganga í gegnum tímabil þar sem hún sefur mjög lítið og vill bara vera hjá mömmu sinni. Ég var orðin mjög lang þreytt og hver einasti bolur sem ég var í var annað hvort með hori, mat eða slefi á.
Ég var eiginlega hætt að hugsa um mig.
Já foreldrahlutverkið er eitt af því mest krefjanfdi hlutverki sem þú getur fengið. Það er það skemmtilegasta en á sama tíma það erfiðasta sem þú gerir í lífinu.

Í vikunni fór ég í spa á Hilton, ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hvað það er mikilvægt fyrir foreldra að fá smá tíma fyrir sig fyrr en ég lá þarna að láta dekra mig í döðlur.
Ég var alveg endurnærð eftir þessa spa ferð eftir svo margar andvöku nætur. Að fá að sitja þarna í svona rólegu umhverfi, í algerri þögn að láta nudda á mér axlirnar.

Þjónustan var svo hlýleg, umhverfið og nuddið svo notalegt.

Í afgreiðslunni tók við mér yndisleg kona sem rétti mér handklæði og sýndi mér svo spa-ið.
Það var ótrúlega flott líkamsrækt þarna og ég sé svolítið eftir að hafa ekki tekið með mér íþróttafötin, búningsklefarnir eru mikið stærri en ég hélt fyrst. Vinstra megin eru skápar og sturtur en hægra megin er röðin ein af speglum, og við hvern spegil var hárblárari og sléttujárn. Ég bókstaflega þurfti bara að taka með mér sundfötin því það var allt til alls þarna.
Sjampó, hárnæring, sturtusápa, handklæði, eyrnapinnar, baðmullarskífur og afnot að hárblásara og sléttujárni, nei í raun hefði ég geta tekið bara mig sjálfa þangað því það er hægt að leigja sundföt. Sem er ótrúlega fínt ef maður ákveður að skella sér án fyrirvara.

Þegar ég var komin í sundfötin og ofan í pottinn labbar kona að mér og spyr mig hvort ég vilji axlanudd… ÖÖ já!
Eftir nuddið fór ég í „núðlulaugina“, það er semsagt svona lítil laug með korknúðlum sem þú getur látið þið fljóta með, ég held ég hafi legið þarna í 40 mínútur, ég gjörsamlega gleymdi öllu sem var í gangi í kringum mig.

Ég mæli með því að allir taki sér 1-2 tíma, sama hvað er mikið að gera, sama hvað þú þykist ekki hafa tíma fyrir sjálfan sig að skella sér í Spa. Færð ekki pössun fyrir barnið? farðu meðan það er á leikskólanum. Gjörsamlega að drukkna í verkefnaskilum? skelltu þér í spa og núllstilltu þig, það er ótrúlegt hvað andlega heilsan hefur mikil áhrif á allt sem maður gerir.

-Færslan er unnin í samstarfi við Hilton spa , skoðanirnar eru alfarið mínar eigin-

REF maskinn og dagkremið- mín reynsla

Þessi blanda af vörum hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni.

Alveg frá því ég var krakki hef ég átt erfitt með að finna vörur sem henta minni húð, þær annað hvort brenndu mig eða virkuðu ekki.

Ég var búin að gefa upp alla von og sætti mig lengi við það að ég þyrfti bara nota þungan farða yfir húðina til að fela allar bólur.

Ég gerði mér ekki upp neinar vonir um að þessar vörur myndu virka neitt frekar en eitthverjar aðrar sem ég hafði prufað, en útkoman var mögnuð!

Ég er með frekar blandaða húð, feit á sumum stöðum og á öðrum svo þurr að ég flagna. First impression á dagkremið var virkilega góð, húðin varð alveg mjúk og hélst mjúk allan daginn. Svæðin sem voru byrjuð að flagna fóru minkandi og á viku voru þurrkublettirnir alveg farnir. Ég myndi segja að þetta dagkrem myndi henta öllum húðtýpum, olíu miklum, þurrum og blönduðum.

Ég er búin að nota þetta dagkrem í að verða komnar 4 vikur og húðin verður bara betri og betri.

Eins og ég sagði frá í byrjun að þá hefur verið mjög erfitt að finna vörur sem henta minni húð, hvað þá maska. Ég er með rosalega viðkvæma húð þegar kemur að möskum og brenn yfirleitt á fyrstu 5 mínútunum, eitthver sagði við mig að það þýddi að maskinn væri bara að virka og ég ætti að þrauka í gegnum þetta þann tíma sem maskinn ætti að vera á mér.. STÓR MISTÖK! Já ég skað brann og gat ekkert málað mig næstu dagana eftir á meðan húðin var að jafna sig.

Ég var því eiginlega líka búin að búa mig undir það að það yrði eins með þennan maska eins og flest alla sem ég hef prufað. Hann sveið í byrjun þegar ég setti hann á mig og ég hugsaði strax ,,ohh frábært ég er að fara brenna“ en sviðinn hætti strax og ég var búin að setja maskan á mig. Þegar ég tók maskann framan úr mér var ég eftir með svo hreina og svo mjúka húð. Ég sá strax greinilegan mun frá hverju skipti sem ég notaði hann hvað bólurnar fóru minnkandi.

Báðar vörurnar hafa hentað minni húð ótrúlega vel og ég gæti ekki mælt nógu mikið með þeim, sérstaklega fyrir þá sem eru með blandaða eða viðkvæma húð.

Gjafir fyrir hann|Hugmyndir

Núna eru nokkrir dagar í bónda daginn og ég veit að margir eru enþá alveg lost hvað þeim langi að gefa bóndanum sínum í gjöf, svo mér fannst tilvalið að taka saman smá lista hérna fyrir ykkur.

REF styling wax

Frábært vax með miðlugs ljóma, fullkomið fyrir þær hártýpur sem þurfa aðeins sterkara vax til að halda hárinu fínu yfir daginn

REF rough paste

Hentar öllum hártýpum, heldur vel, auðvelt að vinna með og gefur hárinu matt útlit.

REF hair and Body shampoo

Þessi er algjör snilld! Sulphate frítt sjampó með efnum úr jurtum sem eru sérstaklega valin til að vernda, styrkja og bæta við raka fyrir bæði líkama og hár. Sjámpóið örvar hársvörðinn, kemur í veg fyrir bólgur í hársverði og dregur úr bakteríum í hársverði(kemur samt ekki í veg fyrir lús) ásamt því að það hindrar öldrun á hári!

American Crew liquid wax

Frábært vax sem er auðvelt í notkun, hefur miðlungs styrk og hárið glansar það verður svo flott.

American Crew protective shave foam

Góð og rakagefandi froða fyrir rakstur sem bæði róar húðina og dregur úr ertingu í húðinni.

Golden beards vörurnar

Það er rosalega flott úrval á harvorum.is af skegg vörum. Ég á nokkra vini sem hafa talað um þessar vörur við mig og mæla virkilega mikið með þeim. Til dæmis skegg sjampóin hreinsa vel og hjálpar skegginu að haldast flókalausu, auk þess er alveg guðdómleg lykt af þessum vörum. Mæli með Toscana línunni(sjúklega góð lykt)!

Gjafabréf í klippingu á modus

Get ekki mælt nógu mikið með þessari gjöf, starfsfólkið á modus er svo skemmtilegt og þægilegt, það var algjört mömmufrí að komast í klippingu þangað og það var dekrað mig svoleiðis í döðlur.


vörurnar er hægt að fá á hágreiðslustofunni modus(mín uppáhalds stofa) eða á harvorur.is


Ég þekkti ekki barnið mitt.

Þegar ég labbaði inn á fæðingarstofuna hafði ég ákveðna hugmynd um hvernig fyrstu mínúturnar með dóttur minni myndu vera. Mér fannst ég þekkja hana svo vel þegar ég gekk með hana, hún stækkaði og þroskaðist í kviðnum hjá mér, ég fann fyrir fótunum og höndum þegar hún var að teygja úr sér.

Mér leið eins og við værum strax tengdar, ég og hún, því hvernig gátum við ekki verið það?

Hún nærðist á því sem ég borðaði og sparkaði á móti þegar ég potaði í magan, við vorum eitt.

Fyrstu mínúturnar sem ég hélt á henni, gat ég ekki hætt að gráta, hún var svo falleg og ég vissi það strax að ég myndi aldrei elska neinn jafn mikið og hana.

Fyrstu nóttina okkar þá grét hún og ég grét líka. Ég grét af því ég fattaði þá að ég þekkti hana ekkert, ég vissi fullvel að þetta væri barnið mitt og vissi að ég elskaði hana en eg vissi ekki hver hún væri.

Ég starði í augun á henni dögum saman og fannst hún svo ókunnug.

Ég stökk beint á þá hugsun að ég hlyti að vera með fæðingaþunglyndi, hvaða mamma þekkir ekki barnið sitt? Sérstaklega eftir að hafa gengið með það í 9 mánuði.

Kæra móðir, ef þú ert að lesa þetta þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að þú sért ein.

Það eru margar mæður sem hugsa það sama, það tekur tíma að fá að kynnast barninu sínu og það tekur tíma fyrir barn að móta persónuleika. Njóttu þess að fá að kynnast litla krílinu, njóttu þess að geta legið og kúrt með barninu og njóttu hvers einasta dag, því tíminn er ótrúlega fljótur að líða.

Ef þú hefur áhyggjur að þú sért með fæðingarþunglyndi er hérna Linkur sem gæti nýttst þér.

Brjóstagjöf er ekki sjálfsagður hlutur.

Á meðgöngunni eyddi ég miklum tíma í að skoða ráð við brjóstagjöf og hvernig væri hægt að láta hana ganga sem best fyrir okkur mægður. Það kom mikill kvíði yfir mig alla þegar ég hugsaði um brjóstagjöfina því hvað ef litla gullið mitt vildi ekki taka brjóstinu?

Fyrstu dagarnir voru virkilega erfiðir, hún tók brjóstinu illa, ég mjólkaði of mikið og hún kafnaði í mjólkinni í hvert skipti sem hún tók brjóstinu.

Ég fékk svo á 5 deigi stálma og þurfti að pumpa mig. 150ml úr einu brjósti takk fyrir kærlega!

Eftir það gekk allt eins og í sögu, þetta var svo yndisleg og notaleg stund sem við áttum saman. Hún fékk ábót á kvöldin svo hún svæfi betur, hún vaknaði einu sinni yfir nóttina um 4 leitið og fékk brjóst og yfir daginn var hún bara á brjósti.

Mig minnir að hún hafi verið um tveggja mánaða þegar ég fékk nýrnasteina og var flutt upp á HSU með sjúkrabíl. Hún var í pössun hjá frænku sinni á meðan enda var ég í engu ástandi til að hugsa um hana.

Á spítalanum var dælt svoleiðis verkjalyfjunum í mig, ég mátti þá ekki gefa henni brjóst aftur fyrr en 24 klukkutímum seinna. Ég bað um að fá að fara upp til ljósunnar til að fá að pumpa mig en þurfti að bíða svo lengi eftir að fá mjaltavélina, ég átti þá sjálf ekki pumpu en reyndi eins og ég mögulega gat að handpumpa mig.

Eftir þessa tvo daga fór mjólkin minkandi hjá mér.

Ég reyndi töflur frá móðurást, jurta te og heita drykki, leggja hana oftar á brjóstið, pumpa þegar hún var búin á brjóstinu en ekkert virkaði.

Ég fann fyrir mikilli pressu að hafa hana áfram á brjóstinu því jú „brjóstið er best“.

Ólafía var hætt að vilja taka brjóstinu og varð pirruð í hvert skipti sem ég reyndi að leggja hana á brjóstið, enda var hún ekki að fá neina mjólk. Ég var sár, mér fannst eins og mér hafi mistekist og brugðist okkur báðum, því ég hafði planað að hafa hana á brjósti í allavega 6 mánuði.

Ég man eftir síðasta kvöldinu sem hún fékk brjóstið. Ég reyndi og reyndi að leggja hana á en hún öskraði og öskraði þar til loksins ég gafst upp og gaf henni pela. Eftir að hún var sofnuð pumpaði ég mig, það komu um 20ml úr báðum brjóstunum, þarna ákvað ég að hætta og skipta yfir í pela.

Það var rosalega erfitt fyrir mig að hætta með hana á brjósti. Mér leið í nokkra daga eins og ég hafi misst þessa fallegu stund sem við ættum saman og að ég myndi aldrei ná að tengjast henni eins vel og ég gerði. Ég hugsaði oft að kannski hefði ég átt að reyna aðeins lengur, aðeins betur, prufa aðeins meira eða kannski hlusta á næsta ráð.. það hefði kannski gengið upp.

Sorgin fór fljótlega þegar Ólafía mætti í auka skoðun, hún hafði svoleiðist stokkið yfir þyngdarkúrfuna sína! Í fyrsta skiptið var hún ekki rétt svo hangandi í þyngdinni sem hún átti að vera í eða rétt svo fyrir neðan. Hún fór að sofa heilar nætur, var hætt að væla eins mikið því hún var loksins að fá nóg að drekka.

Það gerði mig svo hamingjusama að sjá hana líða svona vel. Ég vildi auðvitað að við hefðum geta átt lengri tíma saman á brjósti en ég reyni frekar að vera þakklát fyrir að hafa fengið þessa 3 mánuði með henni, því brjóstagjöf er alls ekki sjálfsagður hlutur.

Hvernig ég hætti að naga neglurnar!

Nei nú verð ég að segja ykkur frá undra efni sem kallast Mavala Stop!

Þau sem hafa verið að fylgjast með mér alveg frá byrjun vita það að ég var og er nagla sjúk! Ég keypti mér fullan kassa af gelum, naglaþjölum og allskonar fínerí og ákvað að læra gera á mig neglur sjálf sem ég hefði nú heldur betur frekar mátt sleppa. Eitt ár af nýjum nöglum á viku fresti, endalaust verið að pússa fór virkilega illa með neglurnar mínar, en þetta hefði ábyggilega farið illa með flest allar neglur.

Ég er búin að vera í basli núna í fleiri vikur því neglurnar mínar hafa ekkert náð að vaxa eftir þessa meðferð hjá mér á þeim. Þær byrjuðu að brotna svo ég nagaði alltaf restina af nöglunum burt til að reyna jafna þær meira út, meikar sens er það ekki? Ef ein nögl brotnar að naga þá allar alveg niður.

Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að nota Mavala stop og Mavala Scientifique K+ sem ég fékk í gjöf frá Hemma mínum.

Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði enga trú á þessu til að byrja með en sá svo með hverjum degi hvað þetta var að gera fyrir neglurnar mínar.

Ég setti Mavala stop á mig á tveggja daga fresti því ég vildi vera viss um að efnið væri á mér allan tímann svo ég væri ekki að stelast í að naga. Ég nagaði neglurnar í eitt skiptið, sem var eiginlega alveg næstum því óvart, eftir að ég setti þetta á mig. En það sem Mavala stop gerir er að þegar þú reynir að naga neglurnar kemur rosalega sterkt biturt bragð sem varir í svolítinn tíma, lyktin af því er svipuð og af naglalakki en þegar það þornar er engin lykt.

Mavala Scientifique K+ notaði ég svo til að styrkja neglurnar sem ég var búin að pússa alveg í gegn, og ég er ekki að djóka þegar ég segi að ég hafi séð mun strax og þetta var komið á. Nei neglurnar þykktust ekki um marga millimetra á sekúndubroti en strax og efnið var þornað sá ég augljósan mun og það tók ekki nema eina viku fyrir neglurnar að vaxa þannig ég gæti loksins klórað mér almennilega.

Jólagjafir fyrir börnin.

Nú fer að styttast í jólin og ég hef verið alveg tóm í höfðinu hvað ég eigi að gefa dóttur minni í jólagjöf. Þannig mér datt í hug að gera færslu sem gæti hjálpað ykkur sem eruð að eiga í sama vanda og ég.

Allar vörurnar sem koma í þessari færslu er hægt að fá hjá Regnboganum verslun sem er uppáhalds barnavöruverslunin mín, skemmir alls ekki fyrir hvað þær Hildigunnur og Sandra sem eiga verslunina eru yndislegar.

~•LINKUR Á REGNBOGAN•~
~•LINKUR Á KUBBA•~
~•LINKUR Á TALNAGRIND•~
~•LINKUR Á HEILGALLAN•~
~•LINKUR Á EINHYRNINGAKJÓL•~
~•LINKUR Á SMÁRAKJÓL•~
~•LINKUR Á EINHYRNINGA HEILGALLAN•~
~•LINKUR Á NÁTTFÖT Í KRUKKU•~
~•LINKUR Á LUNDA BOL•~
~•LINKUR Á HÚFU•~
~•LINKUR Á GLIMMER KUBBA•~ Ég mæli með því að þið skoðið vöruúrvalið hjá þeim því það er hægt að finna svo ótrúlega mikið af fallegum litríkum unisex fötum og æðisleg leikföng! Fatnaðurinn er GOTS vottaður og unnin á siðferðislega máta, leikföngin umhverfisvæn og gerð úr opnum efnivið. Slík leikföng auka sköpunarkraft barna og virkja ýmindunarafl þeirra.
Vona þetta hjálpi eitthverjum að finna jólagjafir fyrir börnin❤️

Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu

Umræðan sem er aldrei talað of mikið um, kynlíf!

Ég fékk svo margar spurningar þegar ég var ólétt út í kynlíf, hvort það væri vont, erfitt eða betra. Þannig ég ákvað að taka saman spurningarnar sem ég hef oftast fengið og svara þeim.

Er alveg öruggt að stunda kynlíf á meðgöngu?

Svo lengi sem meðgangan er eðlileg og ljósmóðir eða læknir bannar þér það ekki þá já, þá er alveg öruggt að stunda kynlíf alveg þar til þú missir vatnið í raun. En ef þú ætlar að vera með nýjum vin á meðgöngunni að auðvitað NOTA SMOKKINN!

Finnur barnið ekkert fyrir því?

• Ég fékk þessa spurningu svo oft! Eða hvort typpið gæti potað í höfuðið á barninu, engar áhyggjur barnið er vel varið á bakvið líkaman legháls, fylgjunnar og legvatnsins. Barnið gæti fundið fyrir hreyfingu bara rétt eins og þegar þú ert að labba.

Er eðlilegt að fá samdrætti eftir kynlíf

• Já! Og það er mjög algengt! Bara fylgjast með að þeir séu ekki fleiri en 4 á klukkutíma, svo yfirleitt hverfa þeir á nokkrum tímum. Reyndu að leggjast niður, slaka á og fá þér vatnsglas þar til þeir hverfa. Samdrættir eftir kynlíf eru yfirleitt saklausir þó þeir eru óþægilegir

Get ég misst kynhvöt þegar ég verð ólétt?

•Fyrstu 3 mánuðina getur löngunin þín í kynlíf dottið niður, sem er svosem alveg skiljanlegt. Líkaminn er að ganga í gegnum mikið á þessum tíma, hormónarnir alveg í klessu, ógleði og þreyta.. þú ert jú að búa til líf!

Á öðrum þriðjungnum ferðu að eiga fleiri góða daga og þá kemur löngunin oft tvöfalt til baka.

Á seinasta þriðjungnum er kúlan farin að stækka verulega og orðin frekar þung. Það getur orðið erfiðara og kannski ekki endilega allar stellingar sem henta þér akkúrat núna.

Hvaða stellingar eru góðar á seinasta þriðjungnum?

Getur kynlíf valdið fósturmissi?

•Nei

Eftir að þú áttir, var þá eins og hann væri að stinga honum út um glugga?

• Nei alveg þvert öfugt. Eins og ljósmóðir útskýrði fyrir mér þá dregur allt sig saman og oft verður allt þrengra fyrst um sinn.

Var vont fyrsta skiptið eftir fæðingu?

•já! Fyrstu 2 skiptin þurfti ég að hætta því ég var ekki tilbúin, mér leið eins og ég væri að missa meydóminn þrefalt. En þetta verður betra, mikið, mikið betra.

Mig langar að stunda kynlíf aftur en er svo hrædd að það verði vont

•Fyrsta skiptið getur verið vont, passaðu bara að ana ekki of fljótt í hlutina. Ef þú ert ekki tilbúin þá ertu ekki tilbúin. Vertu með einhverjum sem þú treystir, farðu hægt á stað og rétt eins og þegar þú misstir meydóminn notaðu SLATTA af sleipiefni!! Passaðu líka fyrstu 6 vikur eftir fæðingu að nota smokkinn, minnir að það hafi eitthvað með sýkingu að gera því það er allt svo opið enþá.

Meðgöngukláði.

Meðgöngu kláði er mjög algengur og kemur oftast á seinasta þriðjungnum. Oft ekki hægt að útskýra afhverju hann er.
Á meðgöngunni með Ólafíu fekk ég svona kláða, ég gat ekki sofið, gat ekki verið í fötum, gat ekki farið í sturtu og gat varla hreyft mig. Það skipti ekki máli hvað ég gerði mig klægjaði ENDALAUST. Á einum tímapunkti hélt ég að ég myndi klóra af mér húðina.
Ég fór á allskonnar lyf sem gerðu mig bara þreytta en hjálpuðu ekki við kláðanum. Í eitt skiptið svaf ég í 16 klukkutíma.. með klósett pásum auðvitað.

Hér langar mig að deila með ykkur nokkrum ráðum sem gætu hjálpað við kláðan.

 1. Nota milda sápu og eins lítið af henni og þú kemst upp með, muna svo að skola hana vel af!
 2. Ganga í víðum fötum ekki úr gerviefnum til að koma í veg fyrir svitamyndun.
 3. Ekki fara í heitt bað eða sturtu, reyna hafa vatnið volgt.
 4. Rakakrem! Oft er kláði útaf þurri húð.
 5. Sofa í svölu herbergi með þunna ábreiðu.
 6. Hafrabað!!! Hér er linkur

Þrifatips

 1. Límrúlla -Notaðu límrúllu til að taka ryk af lömpum, borðum, sófum, gardínum og þar sem þú getur. Rykið festis allt við límrúlluna en þegar þú notar fjaðurkúst eða tusku ertu oft að dusta rykinu í loftið sem sest svo aftur á húsgögnin.
 2. Kaffipokar -Notaðu kaffipoka til að þrýfa glugga og speglana þína til þess að koma í veg fyrir rákir. Blandaðu 1/4 edik í 3/4 vatn, spreyaðu aðeins á gluggan eða spegilinn og notaðu svo kaffipoka til að þurrka.
 3. Matarsódi -Stráðu smá matarsóda í íþróttaskónna eftir æfingu til að „fríska“ aðeins upp á lyktina, og meðan þú ert að því prufaðu líka að strá smá íþróttatöskuna
 4. Stíflueyðir -Önnur not fyrir matarsóda, þegar þú tekur eftir að niðurfallið sé aðeins farið að stíflast, sturtaðu þá hálfum bolla af matarsóda í það og hálfum bolla af ediki. Settu svo blauta tusku yfir meðan lausnin freyðist, bíddu svo í 5 mínútur og helltu þá heitu vatni ofan í. Virkar fullkomnlega!
 5. Tannkrem -Áttu skó sem voru hvítir og eru orðnir grá brúnir? Skrúbbaðu þá með tannkremi! Þú getur líka notað tannkrem til að þrýfa kranan við vaskinn.
 6. Þrýfa blandaran -fylltu blandaran af vatni, settu svo smá uppþvottalögur í hann. Kveiktu svo á blandara um í nokkrar sekúndur, skolaðu svo með heitu vatni og volia! Blandarinn hreinn.
 7. Að halda hvítum þvotti hvítum -til að halda hvítum þvotti hvítum, skelltu smá matarsóda með í þvottavélina
 8. Brenndir pottar eða pönnur? -Það hafa örugglega allir lennt í því að gleyma sér aðeins þannig sósan brann aðeins við pottinn. Til að þrýfa hálf fylltu pönnuna eða pottinn með vatni, bættu svo 1dl af edik í, leyfðu suðunni að koma upp og taktu af hellunni. Bættu svo um 2 matskeiðum af matarsóda í og leyfðu að kólna, þá er ekkert mál að þrýfa brenndu sósuna burt!
 9. Kattar eða hundahár? -þetta vildi ég að ég vissi áður en við losuðum okkur við gamla sófann okkar! Til að ná hárunum frá gæludýrunum úr sófanum, bleyttu uppþvottahanska og renndu svo með honum yfir, hárin ættu að festast við eins og segull.
 10. Tyggjó í föt -til að ná tyggjó úr fötum, skelltu flíkinni í frysti í nokkra klukkutíma. Það er MIKIÐ léttara að ná frosnu tyggjói úr flík!


Hvað á ég að mauka?

Já mér líður líka eins og það sé bara korter síðan Ólafía fæddist, en nú fer að styttast í það að hún verði sjö mánaða! Já sjö mánaða! Byrjuð að babbla, borða, standa(með hjálp) og berst við að læra skríða.

Það var svo auðvelt að stökkva bara út í bónus og kaupa skvísur fyrir hana, þurfa ekkert að standa í vinnuni við að gera maukinn. Fyrir um viku eða tveimur gaf mamma mér maukara, það kom mér á óvart hvað þetta var lúmskt gaman að gera sjálf og ekki skemmdi það fyrir að þetta var mikið ódýrara.

Ég byrjaði á að mauka bara sætarkarteflur, en hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að bæta við næst eða hvað væri gott saman.

Hér eru nokkrar hugmyndir af maukum fyrir barnið❤️

 • Sætarkarteflur, epli& bláber (Ólafía mælir með)
 • Avocadó&banani
 • Sætarkarteflur& gulrætur
 • Bananar, mangó& sveskjur
 • Brokkólí&blómkál
 • Bláber,epli& bananar
 • -Við höfum bleytt upp í maukinni með þurrmjólk og smjöri en líka hægt að nota stoðmjólk eða brjóstamjólk.
 • -það er ekkert barn eins og sumum börnum hentar betur að hafa þynnra mauk en þykkara og öfugt.
 • Svo höldum við áfram að prufa okkur áfram.
 • Ef eg hef verið á ferðinni finnst mér mjög þægilegt að hafa með mér skvísur og mæli 100% með Ella’s kitchen skvísunum.
 • -þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi-
 • Kátt á Klambra- 29.07.18.

  Kátt á Klambra er með betri og ein stærsta barna-& fjölskylduhátíðin í Reykjavík sem hefur verið fagnað verulega í tvö ár,enda er þetta frábær afþreyingarviðbót í miðju sumarfríi.

  KáK (1).jpg

  Kátt á Klambra er sérstaklega hannað fyrir börn en þar er meðal annars hægt að skipta frítt á bleyjum, barna nudd og sér afgirt svæði til að gefa á brjóst í ró og næði.

  haest (1)
  internet (1).jpg

  Dagskráin er stútfull það er meðal annars boðið uppá graffitikennslu, sirkuskennslu, dans, jóga, rokkneglur, föndur, húllafjör, og fullt af skemmtiatriðum á hátíðarsviðinu, eins og Jói Pé og Króli, Frikki Dór, Emmsjé Gauti, Ronja Ræningjadóttir og margt margt fleira. Þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hátíðin er ætluð börnum á aldrinum 0-13 ára.Jóna Elísabet Ottesen var á Secret Solstice árið 2015 meðrúmlega eins árs dóttur sinni, þegar hugmyndin af barnahátíðinni kviknaði upp hjá henni. Jóna sagði svo Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur frá hugmyndinni og það sumar hófu þær hugmyndavinnu fyrir hátíðina sem var svo haldin í fyrsta sinn sumarið 2016. Þær Jóna og Valdís halda um hátíðina ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur.

  skilti
  Öll afþreying er innifalin í miðaverðinu en miðinn kostar aðein 1.500Kr eða fjórir miðar á 5.000 Kr, frítt fyrir börn þriggja ára og yngri!
  Hægt er að panta miða hér eða við inngang en þá leggjast auka 300Kr á miðaverðið.
  Í fyrra var þrusumæting, hér getið þið séð myndband frá hátíðinni í fyrra.

  Við mælum með því að allir sem hafa tök á að mæta komi með piknik teppi og njóti dagsins með fjölskyldunni.


  Þessi færsla er ekki kostuð en unnin í samstarfi við Kátt á Klambra