Ég er það heppin

Það  mætti stundum halda að talan 10 væri mín lukkutala. En árið 2010, 10 janúar, var ég það heppin að fá titilinn í fyrsta skipti sem móðir einhvers. Það ár var ég nú aðeins 16 ára, hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér í. Og þess vegna langaði mig til þess að skrifa pistilinn, á 10 unda afmælisdegi dóttur minnar. Þó hann komi nú seinna en þann dag þar sem við gerðum okkar besta til að gera þennan stórmerkilega dag sem skemmtilegastan fyrir stelpuna.

81889508_1492905757545089_1515469104335552512_n

Ég ætla ekki að hafa þetta einhverja svaðalega væmna færslu um hversu mikið ég elska að vera mamma, heldur ekki að hafa þessa færslu um það hvernig það er að vera ung mamma. Ég veit það, þú veist það og allir þeir sem kunna að reikna geta fattað það að hvort sem ég verð þrítug eða níræð verður dóttir mín alltaf 16 árum yngri en ég. Svo titilinn mun ég bera með mér þar til ég fer í gröfina. Mig langar að hafa þessa færslu samt nokkurnvegin um það hvernig það er að vera ung mamma og hversu mikið ég elska það – nema óbeint. Mig langar til þess að telja upp nokkra hluti sem ég var ekki búin að hugsa út í þennan rólega sunnudag þegar Theodóra fæddist.

 

Ég var það heppin að kynnast ástinni fyrr heldur en margir aðrir. Ég get ekki sagt að ég sé sú yngsta á íslandi sem hefur átt barn á kynþroskaaldrinum, né að ég sé sú eina. En ég var það heppin að verða móðir á undan flest öllum sem ég þekkti. Ég hef áður komist í blöðin fyrir það að vera verjandi titilinn, meira að segja kom ég fram í sjónvarpi. En ég hinsvegar get alveg sagt að ég mun ekki mæla með honum fyrir neinn – þetta er ekkert eitthvað til að grínast með. En ég mun heldur ekki mæla gegn því, því þá væri ég sjálfrátt að skjóta mig í fótinn. Það eina sem ég get sagt við næstu 15 ára stelpu sem kemst að því að hún er ófrísk og grætur allt atlandshafið á baðherberginu hjá sér er:

Þetta er hægt !

Þetta er ekki ógerlegt, þetta er ekki auðvelt en þetta er hægt. Þetta er drullu (fokking) erfitt og það sem þú ert að leggja á litlu þig fyrir annan lítin einstakling er svaðalegt. Og þar skiptir það engu máli hversu gamall þú ert ! Uppeldi á barni er alltaf erfitt á einhverjum tímapunkti. En þegar þú ert tilturlega ennþá sjálfur að reyna að finna þína köllun í lífinu getur það verið mikið bras að bæta við annari framtíð ofan á það. En ef þetta verður raunin þín, þá áttu ekki eftir að sjá eftir einu augnarbliki. Það sem Theodóra kom með inn í líf mitt er eitthvað sem annar einstaklingur hefði aldrei getað gert. Þetta gera bornin, þau koma með eitthvað inn í líf þitt og það er aðeins þetta barn sem getur gefið þér þá upplifun,. Þó það koma fleiri börn þá koma þau alltaf með eitthvað annað sem hitt barnið gat ekki gefið þér. Viðurkennum það börn eru mögnuð.

317491_158330814335930_1593843286_n
17 ára með 10 mánaða Theodóru

En ofan á þetta allt þá kveið ég mikið fyrir þessum afmælisdegi hjá henni. Þar sem ég er aðeins 26 ára fannst mér einhvernvegin mjög súrt að ég ætti 10 ára gamalt barn. Flest allar spurningar sem ég sé á mæðrahópum og færslur á öðrum mæðrabloggum innihalda yfirleitt færslur um talsvert yngri börn. En nú erum við komin á þá stoppistöð þar sem ég er hálftýnd. Því þetta var ekki eitthvað sem ég var búin að hugsa út í þegar ég átti stelpuna. Það eru aðeins 3 ár í það að ég FERMI! Og þá er ég rétt að skríða í 30 árin þegar ég verð búin að ferma fyrsta barnið mitt. Ég þekki nú nokkrar sem eru jafnaldrar mínir sem munu standa í því sama og ég á þessu fermingarári sem mun koma og ég held að þær séu ekkert minna að fá nett sjokk yfir þessu öllu saman. Ég man þegar Theodóra varð 9 ára, þá grét ég hljóðlátum tárum yfir því að ég væri 25 ára búin að ráða yfir barninu helmingstíman sem ég fengi minn atkvæðisrétt. Því jú þarna voru aðeins 9 ár í 18 ára aldurinn.

Kannski er ég líka skrítin en þegar hún var yngri var ég ekki búin að koma því fyrir í hausinn á mér hversu rosalega mikill karaktersbreytingar yrðu. Þarna var ég með lítin hnoðra sem gerði ekkert annað en að væla í mér um að fá einn annan ís og ég gat klætt hana í kjóla eins og mig listi. Núna í dag get ég gleymt því að senda barnið frá mér í kjól, þetta barn vill nánast ganga aðeins í íþróttabuxum og bolum. Hún elskar tölvur og að teikna, ásamt því að áhætturnar sem þetta barn tekur valda okkur fjölskyldunni oft væg hjartaáföll. Hún hefur lent á bráðamóttökunni oftar en ég get talið á báðum höndum. Hún sem dæmi náði einhvernvegin í fyrra að brjóta á sér olnbogann í einhverjum fimleikaæfingum út í garði, svo hrakvallabálkinn fær hún í beinan legg frá móður sinni þar sem ég var mjög svipaður krakki.

942436_168941553274856_420562449_n
1 árs afmælisdagurinn hennar Theodóru!

Það sem ég gerði mér einnig alls ekki grein fyrir er hversu mikið heimurinn hefur breyst á þessum stutta líftíma sem barnið hefur lifað. Fyrir mér var ég búin að hugsa það að hún myndi hafa gaman af því að fara í allt það sem mér fannst gaman þegar ég var á þessum aldri, en núna í dag myndu krakkarnir horfa á mig eins og ég væri risaeðla. Það reyndar vakti mikla lukku í afmælinu hennar um daginn að hafa pakkaleik og stólaleik, svona leikir sem við vorum vön að hafa í okkar afmæli þegar við vorum yngri. En ég viðurkenni fúslega að mér brá þegar ég heyrði að það hefði vakt mikla lukku.

Ég átti reyndar alltaf von á því að fá augnargotur á hverjum foreldrahitting í skólanum hennar Theodóru,  en það er eitthvað sem ég er löngu hætt að kippa mér upp við og ég skil þau alveg! Sumir foreldrarnir þarna eru með börn á mínum aldri og finnst mjög skrítið að vera að ræða um skólahald barnanna sinna með manneskju á mínum aldri. Svo það skil ég mjög vel, og er ekkert sár lengur út af því. Ég hef einmitt verið á leið í foreldraviðtal með stelpunni þegar kennarinn spurði okkur báðar hvort við værum að bíða eftir foreldrunum. Ég hafði aldrei hitt kennarann svo ég gerði ekkert annað en að brosa og segja að ég héldi að ég væri nú að koma á fund með henni sjálf. Ég hef lent í því að strákarnir í 10 undabekk (mín ágískun) hafa flautað á mig þegar ég er að sækja stelpuna í skólan. Svo það er ýmislegt sem maður lendir í  þegar maður er svona unglegur. Ég reyndar veit það vel að ég er ekkert eitthvað svakalega gömul í útliti, það gengur í ættinni.

Svo er það nú ansi margt í viðbót sem ég hafði ekki gert ráð fyrir þegar ég átti stelpuna. En með einhverjum hætti sama hversu oft ég byrja þá kem ég því ekki niður í orð.  Ég veit bara að ef staðan væri ekki svona í dag væri ég ekki gift manninum mínum, væri ég ekki með 4 börn að fæða og ala upp. Svo ég þakka stelpunni nánast daglega fyrir að hafa komið í líf mitt svona snemma, það er ekki allir svo heppnir að geta eignast börn. Því oftar sem ég er spurð út í stelpuna og fæ nánast gargað á mig „VARSTU 16 ÁRA?!“ því meira get ég sagt þeim að ég var bara heppnari en þau. Því ég var það heppin að ég kynntist ástinni í lífinu snemma og ég myndi aldrei vilja breyta því.

Það sem þú gefur mér

Það að vera stjúpmóðir er ekki auðveldasta hlutverk í heimi – og liggur við að ég geti sagt að það sé erfiðara heldur en að eiga  barnið sitt sjálfur. Nú hef ég verið stjúpmamma í að verða komin 6 ár og alltaf fæ ég nýja og nýja vitjun við hverja stund með stjúpsyni mínum.

Til að byrja með þá notum við fjölskyldan  mín ekki orðið stjúp – það hefur haft leiðinlega merkingu í teiknimyndum per sei og vill ég ekki að börnin myndi sér þá skoðun á sambandinu á milli mín og sonar míns. Þótt ég hafi ekki fætt drengin þá kalla ég hann son minn – þó ég segist eiga þrjú börn þá á ég í rauninni fjögur en ég hef bara fætt þrjú (þar að leiðandi átt). Auðvitað koma tímar þar sem þrætt er við mig í margar mínútur yfir því að ég sé „bara“ stjúpmamma eða þá að hann kalli mig ekki mamma, en það er einmitt eitt af því sem við eigum ég og hann – það er sambandið okkar. Hann þarf ekki að kalla mig mamma, ég þarf ekki að kalla hann son minn. Hann veit það og ég hef sagt honum það mörgum sinnum að hann eigi alveg jafn stóran stað í hjartanu á mér og systur hans. Því hvort sem mér sé trúað eða ekki – þá hef ég verið til staðar fyrir hann frá því að hann fæddist.

Ég á ansi mörg nöfn hjá honum – ég á mamma védís, ég á védís og ég á mamma. Hans val ekki mitt hvað ég kallast. Það hefur aldrei verið ýtt á hann að byrja að kalla mig mamma né mína dóttur að kalla manninn minn pabba. Þetta er eitthvað sem þau völdu sér algjörlega sjálf og engin er að draga kjarkinn úr þeim að nota þessi nöfn á okkur. Við höfum verið mjög grimm við aðra sem „leiðrétta“ þau að við viljum leyfa þeim að velja hvað þau nota til að ná athygli okkar.

Eitt af því erfiðasta fyrir mig er það að hafa ekki alltaf völdin, því ég er sko algjörlega vön því. Ég ól upp Theodóru sem einstæð móðir í mörg ár og finnst því erfitt að hafa ekki alltaf úrslitaatkvæðið um ákveðin málefni. Reyndar verð ég að segja það að við sem stöndum á bak við bakið á stráksa vinnum sem ansi góð heild. Við verðum mjög sjaldan ósammála – en ef það gerist er það yfirleitt mæður vs. faðir. Svo við vitum alveg hvernig sú saga endar, ef þið skiljið hvert ég er að fara. En þrátt fyrir það þá tók það okkur alveg ákveðin tíma að nálgast þann stað sem við erum á – sagan á bak við strákinn er bara talsvert meiri en ég vill vera að setja inn á netið og ætla því ekkert að fara í nein smáatriði hvað það varðar, þar sem hann á alveg skilið sitt persónulegt space.

Stærsti munurinn á því sem ég get sagt að vera stjúpmóðir og móðir er sá að hann gefur mér talsvert meira en mín eigin börn. Ég er ekki að tala um nein uppáhalds börn eða neitt þannig – en þegar sambandið á milli þín og stjúpbarns er orðin það góð þá bregður þér talsvert meira við það sem stjúpbarnið gefur af sér til þín. Það er eitthvað sem maður er kannski ekki að búast við og ég tala nú ekki um eigin börn – öll börn koma þér á óvart. En það er eitthver önnur tilfinning við það að fá traust frá stjúpbarni heldur en maður getur nokkurn tíman fengið. Við erum að tala um að hann gefur mér eitthvað sem mín eigin börn munu aldrei geta gert, einmitt vegna þess að þau eru blóðskyld mér.

Það er talsvert erfiðara en maður heldur að koma þessu út orðum heldur en maður bjóst við. Þetta er hlutverk sem ég bjóst aldrei við að ég gæti tekið við, en fyrir þennan strák myndi ég vaða sama eld og brennistein og stelpurnar. Þetta er sonurinn sem ég fékk aldrei – og ég reyndi þrisvar ! Sama hvernig staða tunglsins liggur elsku Ásgeir þá veistu það að ég verð alltaf til staðar fyrir þig, því það sem þú gefur mér – er eitthvað miklu meira en ég get nokkurn tíman gleymt.

Swork it !

Eftir þrjár meðgöngur á 6 árum má telja sem svo að líkaminn á mér sé nú ekki sama standi og áður fyrr. Ég átti mitt fyrsta barn 16 ára og var á þeim tímapunkti í bullandi fimleikum að í 20 vikna sónar var ég ennþá með 6pack. Fyrir mér er hreyfing númer eitt, tvö og þrjú hjá börnunum mínum, þó svo að að miðju stelpan mín virðist erfa öll gen sem hægt er að erfa frá föður sínum og gleymir sér í tónlistarspili í marga klukkutíma. Ásamt því að yngsta barnið er nú rétt skriðið yfir þriggja mánaða.
Elsta stelpan mín, þessi 9 ára hefur alltaf haft gaman að hreyfingu. Hún er skuggalega sterk í höndunum og hefur gert handahlaup frá því að hún var lítið smotterí.
  Eftir að ég átti miðju stelpuna mína fór maðurinn minn að vinna 12 tíma vaktir á 2-2-3 plani. Stelpan var ekki værasta barn í heimi svo þegar ég var búin að koma elstu í leikskólann þá fórum við oftast heim og kúrðum okkur saman og söfnuðum orku eftir andvaka nótt. Svo var það að sækja þá eldri í leikskólann, heim að elda, að baða, svæfa og taka á móti dauðþreyttum manni. Svo tími minn fyrir ræktina var svo sem enginn þar sem ekki var barnapössun í ræktinni þar sem við bjuggum.
Ég byrjaði því að ná mér í æfingarforrit í símann minn. Í þeim forritum voru sýndar æfingarnar svo ég get fengið stelpurnar með mér í æfingarnar. Þetta þreytti þá eldri talsvert og sjálfri mér svo sem líka, en fyrir mér var þetta mikilvægt.
  Kallinn er svo byrjaður í nýrri vinnu og í þeirri vinnu er heilsukeppni og því hefur hann byrjað sjálfur á því að gera æfingar heima þar sem nýtt barn hefur komið. Enn og aftur vill elsta stelpan vera með og sú í miðjunni einnig. Þær æfingar sem hann gerir reynast þeim frekar erfiðar, þá börnunum. Svo ég ákvað að líta á hvort að það væri nú ekki til forrit fyrir krakkahreyfingar. Þar sem æfingarnar eru sýndar og auðveldari.
Ég fann því appið Sworkit Kids, sem er forrit sem gefur manni þann möguleika á að stilla tímann og hverskonar æfingar maður vill að barnið geri ásamt því að sýna æfinguna á skjánum. Forritið er frítt og gefur upp þrjá möguleika:
  • Strenght – eða styrkur
  • Agility – sem ég myndi þýða sem líkamstjórn
  • Flexibility & balance – liðleiki og jafnvægi
Æfingarnar eru æfingar sem ég man frá mér sem krakki í skólaíþróttum. Sumar erfiðari en aðrar en allar skemmtilegar. Þær eru það skemmtilegar að ég hef sjálf gripið í forritið og stundað þær, maður fær alveg helling út úr þessu. Og ég tala nú ekki um hlátrasköllin og ákafan í börnunum þegar þau ná að plata mann með sér. Ég myndi ef ég væri þú, klárlega kíkja á þetta forrit. Þetta er ein leið til þess að eiga góða stund með börnunum og leyfa þeim að fá sína útrás.
Þessi færsla er ekki skrifuð í samstarfi við appið.

litli tónlistarmaður

Ég er það heppin að eiga músíkalska fjölskyldu, sem þýðir bókstaflega að hér er aldrei hljóðlátt! Það er alltaf annaðhvort krakki syngjandi – helgi spilandi eða tónlist úr útvarpinu, já kæru landsmenn hér notum við útvarp ennþá!

Af öllum börnunum fjórum hjá okkur Helga er það miðjustelpan okkar sem hefur fengið tónlistargenin í beinan legg. Frá því að hún var ungur krakki var hún byrjuð að skoða hljóðfærin sem voru á heimilinu og gat hún dundað sér talsvert lengur við að fikta í þeim heldur en nokkurn tíman að leika sér með dót. Einu sinni fékk hún að velja sér dót úr dótabúðinni og gekk rakleiðis að einhverjum pakka sem innihélt mikrafón og rafmagnsgítar. Míkrafónn var eitthvað sem hún hafði aldrei séð áður en á mínútunni sem uppsetningin á dótinu var komin vissi hún nákvæmlega hvað hún átti að gera.

En þrátt fyrir að hún Heiðrós beri mestan karakterinn þegar kemur að hljóðfærum og músík þá eru hin ekkert skárri. Eins og flest allir krakkar sem sjá hljóðfæri fara þau að fikta og spila á þau. Hér á heimilinu gætum við þess vegan stofnað nútíma KIÐLINGANA. Þeir sem vita ekki hvað kiðlingarnir eru þá eruð þið búin að missa af miklu! Heimilið mitt mætti kalla litla tónlistarbúð – það væri auðveldlega hægt að búa til einhvern slagara og skella honum á bylgjuna, það er svo mikið af tónlistardóti herna að ég verð oft þreytt á því að telja það upp.

Tónlist því ver og miður er að deyja út í dag – og þá er ég ekki að tala um að folk sé að hætta að spila tónlist heldur live tónlist! Flest öll lög í dag eru gerð með því að ýta á takkana á lyklaborði, því nú og kannski áður er hægt að fá flest öll hljóðfæri í upptökuforritum. Helgi er bassasleikari og fyrir honum er allt spileri að fjara út (hans orð ekki mín!). Svo það var fljótt ákveðið að kenna krökkunum á hljóðfæri, við erum ekkert að tala um að þeim séu gefnir ákveðnir tónlistartímar en í hljóðfærakistunni herna heima fá þau að fara í hljóðfærin eins og þeim sýnist (auðvitað ekki bassana hjá pabba sínum þar sem þau lofta þeim engan vegin).

Hér eru heldur engin mörk sett varðandi tónlistartegund. Uppáhaldsdiskur stelpnanna er til dæmis Maximús Músíkmús og höfum við farið tvisvar sinnum á sinfoníutónleika í Hörpunni. Ásamt því auðvitað að Heiðrós var Maximús Músíkmús á öskudaginn sjálfan! Einnig eigum við gælumús sem ber sama nafn.

Söngur er auðvitað mikill hluti af þessu og ég held að Ásgeir hafi mestan áhuga á söngnum, Heiðrós vill mun frekar spila og búa til sína eigin texta. Ásgeir hefur mikin söngvabrunn og eins skemmtilegt og það er heyrir maður nú oft inn á gangi hjá okkur að hatrið muni sigra (takk Eurovision). Þótt nú allir krakkarnir syngi með flest öllum barnalögum er Ásgeir með eyjalagið með Friðriki Dór og Sverri Bergmann alveg á hreinu! Veit ekki alveg hvort að þetta séu óskýr skilaboð um það að ég eigi að kaupa miða fyrir hann á þjóðhátíð eða ekki.

Uppáhaldsstaður Helga, Heiðrósar og Hafþóru er klárlega einhver hljóðfærabúð. Þessi tvö fyrstu talin verða eins og litlir krakkar í nammibúð og Hafþóra elskar allt sem hun getur gert sem mestan hávaða út. Jú, jú þið lásuð rétt á milli línanna – hún elskar trommur. Helgi og Heiðrós eru ansi dugleg að fjárfesta í einhverskonar nótnabókum sem eru í raun vinnubækur í hljóðfæraleik. Og ef Heiðrós yrði metin í tónfræði væri hún örugglega komin með tvö stig.

Sama þótt krakkarnir séu rammfalskir hjá þer – kunna ekki textan eða eru bara að garga eitthvað út í blain skaltu aldrei reyna að þagga það niður. Ég hef heyrt sögur af frænda mínum sem var alltaf sagt að hafa hljótt þegar hann var að syngja – og hann bara hætti því hann fór að skammast sín. Tónlist er eitthvað sem á að veita vellíðan ekki stressi.

 

Hafið bláa hafið.

Ég hef verið ævintýragjörn frá því að ég man eftir mér. Allskonar ævintýri hafa heillað mig og dreymdi mig lengi vel um að verða hafmeyja. Ég elska sjóinn, sundlaugar og allt sem fylgir því að vera á kafi í vatni.

Þegar ég komst í samstarf við Hemma a Modus var ég ekki lengi að biðja hann um að gera eitthvað klikkað við hárið á mér! Og hann gerði drauminn að veruleika, hann gaf mér blátt hár!

En það að vera með svona litað hár er ekkert djók, það bæði kostar sitt og gerist ekkert á einni nóttu. Þá er ég sérstaklega að tala um ef þú ert jafn dökkhærð og ég er. Það er búið að taka mig tvo mánuði í að komast í drauma bláa litinn.

Þegar ég fyrst kom með bifukolluhausinn á mér var ég búin að undirbúa hárið vel með bláu vörunum úr sexy hair línunni. En hárið á mér var jafn dautt og teppið í stofunni hjá mér. Vörnurnar 22-in-1 og tri-wheat leave in conditioner björguðu hárinu á mér frá því að fara til helvítia í fyrstu aflitunni.

Við byrjuðum á endunum á hárinu, aflituðum það og gerðum það blátt og þannig var ég í alveg mánuð. En það að aflita og bláma hárið tók 3 og hálfan tíma. Það var vegna þess að Hermann þurfti að finna alveg fullkomnu aflitunarformúluna fyrir hárið á mér því ég var ennþá með fjólubláan blæ í því eftir síðustu litun hjá mér. Ég man sérstaklega eftir því að þegar að hann kom við hárið á mér var hann í sjokki hversu mjúkt það væri eftir alla meðferðina (takk, sexy hair !!). Svo ég var með bláa enda i manuð þvi eg þurfti að leyfa harinu að jafna sig aður en eg færi í allt hárið.

Næsti timi var tekin í allt hárið, og þegar ég labbaði af stofunni með blátt hár, starandi augu og öskrandi krakka á mig með að þarna væri hafmeyja voru stjörnur í augunum á mér. Í mínum huga var ég búin að sigra heiminn !

Kostnaðurinn við þetta er alveg mikill, ég lýg því ekki og hef ekki tölu á krónunum. Ég nota ekki sérstakt sjampó til að viðhalda litnum heldur lita ég hárið heima með bláa litnum í annarri hverri sturtu. Svo fengum við nýtt sjampo fra Layton House sem hentar fyrir alla á heimilinu og skrifa ég betur um það í annarri færslu þar sem ég keypti það með Theodóru í huga. Svona litir þeir smita vel frá sér en fara samt sem áður úr flíkinni í þvotti. Fyrst um sinn voru koddaverin mínv vel blá.

Það er hægt að fa alla liti regnbogans á Modus stofunni, og þá er ég að einblína á „crazy“ liti. Litnir eru skærir og þekja truflað vel. Ég nota litina fra Layton House og eru til margskonar litir hjá þeim. Ég er með einn svona kassa heima sem ég nota heima eins og ég sagði fyrir ofan. Túpan dugar í meira en mánuð hjá mér þar sem ég er ekki að nota mikið heldur aðeins að bæta í litinn.

En eins og allir svona skærir litir þá fade þeir samt sem áður og auðvitað vex hárið endalaust svo ég þarf að mæta í lagfæringu hjá Hermanni þegar mér finnst ég ekki geta verið rótarslegin ennþá.

En til að taka allt saman sem ég hef til þess að viðhalda litnum og hárinu mínu fallegu ætla ég að setja þær vorur sem mér finnst mikilvægt að hafa í lista. Ég nota ekki color boost masque en vildi samt bæta því inn.

  1. Túpa með litnum frá Layton House
  2. Wonder oil frá REF *
  3. Revitalise sjampó og hárnæring frá Layton House
  4. Bláu vörurnar frá Sexy Hair *
  5. Hanskar til að bera litinn í
  6. Color boost masque frá REF

Allar vörurnar sem ég nota fást á MODUS hárstofu og á harvorur.is

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

Nú er það bara taka af skarið, leyfa ykkar innra ævintýra barni að skína og kýla á það!

Og endilega ef þið kýlið á það, skellið því a instagram og notið hashtagið #þorirþu 🙂

Kveðja Védís.

Hjónabandssæla

Færslan er skrifuð í samstarfi við Hilton Reykjavík Spa.

Við Helgi höfum oft gleymt okkur í foreldrahlutverkinu og ekki ræktað sambandið okkar nægilega. Það var því mikil þörf á smá hjónabandssælu fyrir okkur hjónin.

Við fengum það dásamlega tækifæri að fara í Hilton Spa einn daginn. Og ég held ég hafi ekki nægilega stóran orðaforða yfir því hversu himneskt þetta var. Helgi var útbrunninn af vinnu og ég sjálf var með bilaða vöðvabólgu í öxlunum. Svo við hentum börnunum í pössun og skelltum okkur í smá dekur.

Móttökurnar á Hilton voru tip top! Móttökudaman tók á móti okkur með bros á vör og rétti okkur handklæðin sem maður fær. Til allra hamingju þá þarf maður ekki að taka neitt með sér annað en ræktarföt/sundföt í Spa-ið, allt hitt er til staðar fyrir þig. Móttökudaman fylgdi okkur síðan að klefunum og sýndi okkur alla möguleikana sem þau bjóða upp á. Ég sjálf varð mjög spennt fyrir yoga-tímanum sem þau bjóða upp á en Helga leyst mjög vel á líkamsræktina.

Andrúmsloftið hjá sjálfum heitu pottunum var svo rólegt, og þið getið ýmindað ykkur hversu notaleg þögnin er þegar þú ert með allan þennan barnafjölda sem við Helgi höfum á heimilinu. Þarna voru tveir pottar sem eru með mismunandi hitastigi. Á milli þeirra er vatnskanna og glös sem hægt að fá sér á meðan þú liggur í pottinum og lætur vatnið umlykja þig. Á meðan þú situr þarna í heita pottinum og slakar á, koma tvær nuddkonur sem bjóða þér upp á nudd. Ég þurfti nú ekki að hugsa mig um tvisvar áður en ég þáði það, hún bar á mig eitthvað krem áður en hún réðst á þessa vöðvabólgu sem ég var með. Kremið og hendurnar á henni eru mér enn fast í minni þar sem ég kom út eins og slím úr heitapottinum þar sem hún hafði náð að losa alla spennu í líkamanum á mér bara í þessar 5 mínútur sem hún hamaðist á vöðvunum á mér. Þær vita greinilega alveg upp á hár hvar á að leita og hversu mikið afl á að nota á hinum og þessum stöðum, það er eitthvað sem ég sjálf hef brennt mig á þegar ég nudda Helga.
Eftir smá spjall í heita pottinum fórum við í einhverskonar vaðlaug sem var með fullt af svona frauðslöngum.

Þar fórum við Helgi og tókum sitthvorar tvær slöngurnar, eina undir höfuð og hendur og hinar undir hnén og létum okkur fljóta. Loksins, gátum við spjallað í einrúmi um himinn og loft í gjörsamlegri næði án þess að hafa áhyggjur af því að einhver væri að fara að vakna eða trufla okkur. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki mikin áhuga á floti svo ég dokaði ekki lengi við í þessari laug.

Gufubaðið þarna er lítið og krúttlegt og er fyrir miðju. Þegar við stigum inn í það var svosem ekkert mikill hiti en eftir nokkrar stund þá byrjaði hitinn að koma og gufan umlék mann. Við Helgi erum bæði mikið fyrir gufubað og þarna hefðum við getað breytt lögheimilinu okkar. Það eina sem ég get bent á er það að þegar hitinn er að læðast inn þá verður gólfið svolítið heitt svo við þurftum í smá stund að draga fæturnar að brjóskassa. En það liggur við að hægt sé að segja að alla áhyggjur hurfu á meðan við vorum þarna inni.

Klefarnir sjálfir eru opnir og með einhverskonar róandi áhrif. Það er allt til alls þarna inni og fer Saga betur í þá í sinni færslu hér. Við fórum ekkert út þar sem veðrið var ekki upp á sitt besta en kíktum þarna út fyrir og leist mjög vel á.

Þegar við gengum inn í bíl vorum við handviss um það að ætla okkur að fara aftur, það þarf ekki einu sinni að vera á frídegi. Við fórum í þessu tilfelli eftir vinnu hjá Helga, tengdó sótti stelpurnar í leikskólann og við vorum komin rétt fyrir kvöldmat. Svo það getur alveg verið auðvelt að koma sér aðeins úr foreldragírnum og í self-mode. Maður verður að muna eftir sjálfum sér og sérstaklega þegar maður er giftur og á það til að gleyma að vinna í sambandinu á einhverjum tímapunkti. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur.

Takk fyrir mig Hilton, við komum klárlega aftur.

– myndir eru fengnar af netinu þar sem myndataka í klefa var óleyfð og ég tók ekki símann með mér í slökun.

Kæri barnsfaðir

Kæri barnsfaðir.

Mig langaði til þess að skella nokkrum orðum hérna til barnsföður míns og kannski eru þá einhverjir hérna sem tengja við eitthvað af þessu.

Mig langaði til þess að byrja á því, kæri barnsfaðir að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Bæði það góða og það slæma, það er nefnilega alveg frekar margt. Þú kenndir mér til dæmis það að sumar persónur ganga hreinlega ekki upp saman, og við erum ein af þeim. En þó að við höfum ekki gengið sem ástfangið par þá göngum við samt upp sem einhverskonar teymi. Nú hvernig þá? Við erum ekki ástfangin eins og ég taldi hérna upp áðan, við erum ekki bestu vinir alltaf en þó göngum við upp sem foreldra barnsins okkar, sem bara frekar gott teymi.

Sagan okkar er svolítið eins og götóttur ostur. Ég hef verið slæm í orðum um þig og þú einnig um mig, við getum hvorug neitað því sama hversu mikið við munum reyna að trúa því. Stundum hreinlega þolum við ekki hvort annað. En veistu hvað? Það er bara allt í fínasta lagi, það er ekki dans á rósum að vera með tvær fjölskyldur að ala upp sama barnið. Einnig hefur þetta samband okkar sem foreldrar ekki verið upp sitt besta á tímabilum. Við höfum bæði tekið skref til hliðar sem var kannski ekki besta skrefið en hvað sem á reynir, reynum við að halda því sem gerðist frá því sem mun gerast.

Á beggja bóga höfum við getað leitað til hvors annars. Ég til dæmis hef reitt mig á þig varðandi bílakaup og viðgerðir á svoleiðis hlutum þar sem ég hef ekki hundsvit á því. Þú hefur getað reitt þig á mig varðandi hárið á barninu í íþróttinni sem hún stundar og einnig hefur verið leitað til mín varðandi hárið á henni fyrir myndatökur og annað. Það eru ekki allir skilnaðarforeldrar sem geta komið saman varðandi eitthvað sem tengist barninu á forsendum hins. Það að við getum komið okkur að samkomulagi varðandi það að koma barninu á æfingar og sækja hana er æðislegt, oft leiðir það til leiðinda hjá öðrum foreldrum sem eru að ala upp barn í tvennu lagi.

Við vorum svo heppin að fá dóttur okkar snemma á lífsleiðinni svo við kenndum hvort öðru mjög fljótt margt. Svo nefna má samskipti, hlutverkaskipti, skipulagningu og annað. Við þurftum bæði að þroskast mjög hratt þegar stelpan kom í lífið okkar og hugsa um hluti sem jafnaldrar okkar jafnvel eru ekki byrjaðir að hugsa um í dag. Við getum litið til baka og verið stollt af okkur, pældu í því. Við tvö ! Við tvö gátum þetta ! Eitt erfiðasta hlutverk mannsins og við tvö gátum þetta í einhverskonar sameingingu. Og hvað höfum við í dag, eitt sterkasta mannsbarn sem ég hef á ævinni kynnst.

Það að finna leið til þess að veita barni hamingju er að við stöndum öll þétt saman sem komum að henni.Það að þú leyfir öðrum manni að vera með þer sem faðir dóttur okaar er stór sigur, og á það einnig við mig með konuna þína. Dóttir okkar hefur stóran hóp í kringum sig sem stendur þétt á bak við hana. Og þó við stígum flest öll skref samstíga, þá koma inná milli koma stundum hliðarskref. Við vitum það að þegar við öll höldumst í hendur verður verkið mikið auðveldara. Það skiptir miklu máli að við treystum hvort öðru í því hlutverki sem okkur var gefið varðandi barnið. Það er ekki bara hlutverk okkar að vera foreldrar hennar, við í sameiningu erum að móta einstakling.

Við bæði höfum þurft að taka stórar ákvarðanir varðandi fjölskyldur okkar, þá er ég að tala um mig og manninn minn og börn og þig og þína konu og börn. Það að við komumst að því samkomulagi að það besta fyrir stelpuna okkar væri að búa á íslandi hjá þér þegar maðurinn minn komst í nám í öðru landi var ein stærsta ákvörðun sem ég hef þurft að taka og þu studdir okkur í því.

Það er svo ótrúlega margt tengt foreldrahlutverkinu sem ég get sagt að ég hafi lært af þér, þótt ég geti ekki nefnt það með orðum þá finnst mér að þú þurfir að fá að vita það. Ég mun þurfa alla mína lífsleið að þurfa tala við þig, sama þótt stelpan verði átján ára því hún mun vonandi koma með börn sem við tvö eigum saman sem barnabörn. Við þurfum að mæta í giftinguna hennar ef hún ákveður að gifta sig einn daginn og við þurfum að vera til staðar fyrir hana alla þá daga sem við höfum ennþá eftir að lifa.
Þó þú sért ekki fyrsta manneskjan sem ég hringi í til að bjóða í kaffi eða detta í spjall þá ertu manneskjan sem gafst mér dóttur okkar og fyrir það færðu stærstu þakkirnar.

Takk fyrir að vera að fara í gegnum þetta með mér, því ég veit ekki hvort að ég gæti þetta ein.

Eg giftist manninum mínum..

Ég er búin að þekkja manninn minn í 7 ár. Ég þoldi ekki manninn minn í hálft ár. Ég er búin að vera í sambandi með manninum mínum í 6 ár.

Eg er búin að vera gift manninum mínum í 5 ár. Já, ég giftist manninum mínum eftir eitt ár í sambandi

Svo við byrjum á byrjuninni.

Ég kynntist Helga árið 2012. Hann kom heim til mín (heim til pabba) þar sem ég var með svona smá „get together“ og eftir það kvöld þoldi ég hann ekki. Gerði liggur við allt sem ég þoldi ekki að karlmenn gerðu og bara við það að horfa á hann pirraði mig.

Gullreglan í þessari færslu er: hann er vinur „bróður“ míns. Þegar ég segi „bróðir“er ég að tala um frænda minn sem ég er fremur með systkinaböndum heldur en frændsystkina.

Hálfu ári eða árið 2013 eftir að ég kynnist helga hitti ég hann aftur. Einhverra hluta vegna byrjuðu einhverjir eldar að vakna og enduðum við á því að varir okkar snertust. En það var litla leyndarmál okkar því „bróðir“ minn var með sinn veldistaf í þessu máli og samkvæmt honum var ég „ódeitanleg“. Enda er ég mjög sterkur karakter og sérstaklega á móti Helga sem er mjög feiminn, þá vorum við andstæður sem áttum ekkert sameiginlegt. Svo þegar við Helgi héldum áfram okkar leynilegu fundum þá vissi „bróðir“ minn ekki af því, eða við héldum það. Það vissu þetta greinilega allir. Enda leið ekkert langur tími frá fyrsta kossi og að sambandi.

Það leið heldur ekki langur tími þangað til Helgi bað mig um að giftast sér. Að vísu gerði hann það í einhverju partýi undir áhrifum áfengis svo eg get ekki sagt að ég hafi fengið rómantískasta bónorð í heimi. Enda er ég ekkert sérlega rómantísk. En ég játti honum og fékk einhvern frábæran hellokitty lyklakippuhring sem trúlofunarhring (þið hafið fullt leyfi til þess að ranghvolfa augunum núna, ég gerði það held ég líka). En seinna meir fékk ég þó hring með steini, svo hann var ekkert að grínast.

Árið 2014 var eg gift. Hlutirnir gerðust frekar hratt tjá okkur Helga. Við komumst að því að við ættum von a barni saman, svo við ákváðum bara að gifta okkur í leiðinni á árs afmælinu okkar. Og eins og ég sagði þá „hvað er það versta sem gæti gerst, við skiljum?“

Þá kemur að aðalmálinu. Eg er dæmd. Eg er dæmd fyrir það að hafa gifst manninum sem eg ætla að eyða lifinu minu með. Hann er dæmdur. Hjonabandið okkar er dæmt, alveg sjúklega. Þið hafið ekki hugmynd um hversu oft við höfum þurft að verja hjónabandið okkar fyrir fólki sem þekkir okkur nánast ekki neitt. Og allt þetta vegna þess að við tókum ákvörðun að gifta okkur snemma. Ég neita því alls ekki við höfum alveg verið á barmi skilnaðar og verið komin með upp i kok af hvort öðru. En það hefur ekki gerst og (sjö, níu, þrettán) mun ekki gerast. Ef rifildi eða annarskonar vandamál koma upp er það leyst i sameiningu ekki með eitt stykki ferð til sýslumanns. Það er ekkert rifildi sem skiptir meira máli heldur en sambandið okkar. Við höfum svo ótrúlega mikið sem við gefum ekki frá okkur fyrir einhverjar erjur.

En það hefur enginn annar vald yfir því að segja mér hvenær retti tíminn til að kvænast manninum mínum sé. Það veit það enginn betur en ég hversu mikið ég elska manninn minn. Þetta er ekki annara val, heldur mitt!

Ég var um daginn að taka þátt í umræðu um hjónabönd, og þar var ég eina gifta konan. Þegar ég ber það upp að ég se gift fæ ég spurninguna um hversu langt hjónabandið mitt se. Á eftir því fylgir lengd sambandsins. A eftir því liggur við hrópar manneskjan „GIFTISTU HONUM EFTIR EITT ÁR?!?“

Uuuu já? Og hvað?

Þótt að þér myndi aldrei detta það í hug þá datt okkur það í hug.

Hvernig vissum við að við ætluðum að eyða ævinni saman? Við vorum þannig séð ennþá á hvolpaástartímabilinu.. Svarið við því er í rauninni við vissum það ekki. En það eina sem skipti máli er það að OKKUR langaði það og okkur langar það enn. Ég get sagt ykkur það að ALLIR (nema þeir sem kannski giftu sig i fyrra) sem við Helgi þekkjum og giftu sig á EFTIR okkur eru skilin í dag.

Mín hamingja felst i þvi að vera með þessum manni. Mín hamingja mun ekki fjara þótt einhverjir aðrir dæmi okkar samband. Álit annarra á ekki að hafa áhrif á þína hamingju, við erum fullkomnlega fær um það að velja okkar hamingju sjálf.

Árið 2019 er ég ennþá með manninum sem ég giftist, annars væri ég nú varla að skrifa þessa færslu. Ég er búin að eignast tvær stelpur með honum og yngsta stelpan okkar heitir í höfuðið á manneskjunni sem leiddi okkur saman eða „bróður“ mínum. Eg á loksins smá hlut í karlkynsafkvæmi eða syni hans. Og dóttir mín á tvo pabba. Þetta er hamingjan mín.

Takk fyrir mig,

Védís

Láttu hár þitt falla.

Eins og glöggir lesendur kannski vita þá á ég þrjár stelpur. Og það sem fylgir þessum stelpum er hárvöxtur á ljóshraða, svona svipað og á sjálfri mér. Svo mig langaði til þess að sýna ykkur hárstaðalbúnað heimilisins sem ég tel vera algjöra nauðsyn þar sem allar stelpurnar hafa mismunandi gerðir af hári.

Byrjum á hárburstanum!

Við allar notum þessa gerð af hárbursta frá childs farm. Hann minnir mig svolítið á hárbursta fyrir hesta en þessi tekur út allar flækjur sem ég hef séð í hárinu á stelpunum. Það eina sem þarf að passa sig á með þennan er að ýta honum ekki of fast inn í hárið því þá getur hann klórað rótina. Ég hef ekki rekist á hann ennþá út í búð (hef svosem ekki verið að leita neitt sérstaklega) en við fengum þennan að gjöf í sumar frá childs farm.

Teygjur!

Þessar teygjur eru klárlega eitthvað sem mer finnst nauðsyn að eiga! Sérstaklega þar sem eg er með tvö leikskólabörn á sitthvorri deildinni og svo annað í grunnskóla, svo smit-staðirnir eru ansi margir. Bæði ég og stelpurnar notum þessar teygjur og enn sem komið er hef ég ekki fundið neina pöddu. Sjö, níu, þrettán!

Þessar teygjur eru sérstaklega komnar á markað til að koma í veg fyrir lúsasmit. Þær búa yfir náttúrulegum efnum sem veita forvörn gegn lúsasmiti. Prófanir hafa sýnt að í 95% tilvika kemur hún í veg fyri lús og hver teygja virkar í allt að tvær vikur! Þær koma 4 í pakka svo ég hef einn pakka fyrir okkur allar sem mér finnst algjör snilld. Lyktin af teygjunni er frekar sterk við fyrstu notkun en venst fljótt (persónulegt álit!). Teygjan virkar strax og hún er komin í hárið og er sérstaklega prófuð með tilliti til húðsjúkdóma. Tvær af stelpunum hjá mér fá hræðilegt exem í höfuðið a veturnar og þær hafa ekki orðið fyrir neinum óþægindum af teygjunum. Ég mæli með að tryggja sér pakka fyrir hvert heimili og þá sérstaklega margra barna heimili. Við fengum lús á heimilið í fyrra og kostnaðurinn og tímafrekjan sem fór í það að losna við hana var hryllilegur. Teygjurnar er hægt að nálgast á morgum stöðum, apótekum og einhverjum hárstofum. Ég fæ mínar í MODUS smáralind.

Flókasprey.

Aftur komum við að childs farm, eg hef notað þessar vörur lengi og held að ég eigi allt sem hægt að fá hjá þeim. Nema stóru brúsana sem eru nýkomnir.. Ég fer að nálgast þá bráðlega. En þetta flókasprey nota eg aðallega í þá elstu. Hún er með þykkt hár og stundar einnig fimleika svo hún þarf oftar greiðslu heldur en aðrir a heimilinu. Þetta hefur tea tree olíu sem kemur einnig í veg fyrir lús (skynjiði lúsahræðsluna?) en lyktar dásamlega. Þetta sprey fæst í hagkaup og flest öllum apótekum, ásamt örugglega fleiri stöðum án þess að ég ætli að fara að alhæfa eitt né neitt.

Ég nota engin sjampó í hárið á stelpunum ennþá en ef ég nauðsynlega þarf þess þá nota eg sjampóin frá childs farm. Þetta eru þeir þrír hlutir sem ég tel mikilvægast að eiga fyrir garðabrúður en þó ekki þeir einu. Allar stelpurnar eru með frekar sítt hár svo her er til nóg af gersemum. Svo ég nefni eitthvað:

  1. Litlar gúmmíteygjur. Þær nota eg aldrei nálægt hársverðinum heldur aðeins í fléttur.
  2. Greiða. Bara svona venjuleg greiða með litlu bili og storu biki a sitthvorum endanum. Finnst algjort möst að eiga þannig fyrir afmælisgreiðslur, keppnisgreislur og bara þegar það þarf að gera skiptingu í hárið.
  3. Scrunchie. Ef ég er að skrifa þetta rétt en þetta eru teygjur sem hafa efnisbúta utan um sig og voru vinsælar í þá gömlu góðu daga. Þær virðast vera koma með eitthvað comeback en eg nota þær aðallega í fimleikabarnið.
  4. Hárolía. Eg nota þetta aðeins á miðjuna. En hún er með meðalþykkt hár en krullaða enda sem getur endað í lönguvitleysu. Eg nota maroccan oil í hana.
  5. „Bara“ teygjur. Svo eigum við náttúrulega endalaust af „bara“ teygjum. Eg kaupi þær oftast í bónus en í minni bónus fæ ég frekar litlar teygjur sem ég nota í hársvörðin a þeim stuttu.

Enn sem komið er man ég ekki eftir neinu öðru sem við notum. Nema þá Helgi þegar kemur að honum að setja teygjur í stelpurnar, þar er ryksugan honum til halds og trausts. Eg ætlar að ljúka þessari færslu með tengli að vídeói með skemmtilegu ryksuguaðferðinni.

https://youtu.be/VBkYy0R-CXc

Veriði sæl!

Védís.

Heimagerðir búningar.

Maximús músíkús

Ég veit ég veit..Öskudagurinn er búinn. En i dag fannst mer ég þurfa að koma þessu ut. Grímubúningar!

Ég er ekki að grínast með þessa færslu þvi mer blöskrar. Og nú er ég EKKI að dæma þá foreldra sem kaupa búningana á börnin sín. Enda sá ég margar færslur í janúarmánuði á foreldragrúppum hér og þar hvar væri hægt að nálgast grímubúninga erlendis til að senda þá hingað í tæka tíð. Ég er þannig móðir að ég el upp stelpurnar í ýmindunarflugsleik. Það er að segja, ég vill að þær noti ýmindunaraflið þegar kemur að því að klæða sig upp i gervi. Þó ætla ég ekki að neita því að ég hef alveg keypt grimubúning! En eg kýs hinn kostinn.

Hér á bæ byrjum við heldur snemma, setjumst niður og ræðum hugmyndir. Það er makalaust hversu langt hugurinn hjá börnum nær þegar kemur að þessu. Eftir að flest allar hugmyndir stórar jafnt sem smáar hafa komið, vegum við og metum hvort að það sé í rauninni hagstætt að búa þá til og hversu flókið verkefnið verður. Eg nota yfirleitt þessa valmöguleika til að komast að niðurstöðu:

  • Er búningurinn erfiður og kostnaðarsamur? – þá er það nei.
  • Er búningurinn erfiður en lítill kostnaður? -þá fer hann áfram
  • Er búningurinn auðveldur en kostnaðarsamur?- þá fer hann áfram.
  • Er búningurinn auðveldur og lítill kostnaður?- þá fer hann áfram.

Hver og einn verður auðvitað að meta hversu auðveldur búningur getur orðið. Það er yfirleitt alltaf hægt að nálgast einhvern sem er ekki með 20 þumla til að aðstoða þig. Krakkar vilja líka oftast aðstoða við þetta.

Fyrir mér kennir þetta börnunum mínum ýmsa hluti. Til dæmis má nefna hvernig það er hægt að nyta gamla hluti i eitthvað glænýtt. Nefnum nokkra búninga sem geta nýtt nokkra heimilshluti.

Þvottavel:

  • Pappakassi fyrir velina
  • Gamlir sjampobrúsar og þvottakassar sem props
  • Þvottakarfa með gati á til að koma hausnum í gegn
  • Óhreinn(hreinn) þvottur

Candyfloss:

  • Gamall bangsi/koddi (tróð)
  • Bolur

Svo er auðvitað klassiski draugabuningurinn úr laki.

Þetta kennir þeim einnig að það þurfi ekki alltaf að kaupa allt. Þótt einhverjir búningar innihaldi lítin kostnað þá er það líka spennan í augunum á þeim þegar þau sjá búninginn verða til. Það er það skemmtilegasta fyrir mér. Síðast en ekki síst STOLTIÐ! Bæði foreldrarnir og börnin geta orðið svo bilað stolt að það er ekki einu sinni fyndið. Sjálf er ég að kafna úr stolti yfir Maximús búningnum sem er gerður úr flísteppi úr rúmfó og gamalli kisuhettuhúfu sem ég fann í rauða kross búð á 200kr.

Ég mæli eindregið með því að láta á þetta reyna. Það geta komið upp búningaafmæli og svo erum við íslendingar farin að halda upp a halloween. Sama hversu mikill klaufi þú ert við saumavélina eða með nál og tvinna, reyndu. Skítt með það að búningurinn sé eitthvað skakkur, ef hann er líkur því sem þú ætlaðir að gera er það feikinóg. Æfingin skapar meistarann, trúðu mér!

Elsku tengdamamma

Þar sem konudagurinn er í dag langaði mig til þess að skrifa færslu til einnar sérstakrar konu í lífi mínu. Nú get ég setið og þakkað báðum konunum sem komu að því að ala mig upp en til þess er mæðradagurinn. Og þar sem ég er ekki samkynhneigð, á ég heldur ekki konu til þess að gleðja. En ég hef þó eina konu sem mér finnst ég aldrei geta orðið nógu þakklát fyrir. Og það er tengdamóðir mín.

Það að vera tengdamóðir tel ég að gæti mögulega verið eitt af erfiðustu hlutverkum lífsins. Það að þurfa að gefa son sinn eða dóttur til einhvers annars aðila sem ætlar að eyða ævinni með barninu þínu getur ekki verið auðvelt hlutverk. Þótt það sé hægt að þræta um það auðvitað, þá hlýtur þetta að vera eitt af þessum stundum sem þú sérð að litla barnið þitt sé að vaxa og naflastrengurinn sé að slitna. Það að litla barnið manns sé búið að velja sér lífsförunaut merkir einnig að sé liggur við skrifað í skýjin að þú þurfir að vanda þig við að koma ekki upp einhverskonar eldi í sambandinu, bæði þíns og barnsins þíns og einnig hjá þeim turtildúfum. Það geta nefnilega komið upp vandræði í sambandi fólks þegar reiði er til staðar við foreldra maka þíns, maki þinn vill hvorki heyra möður sína tala illa um manneskjuna sem hann elska né makann sinn tala illa um móður sína.

En hvernig verður maður góð tengdamóðir? Nú hefur maður heyrt hræðilegar sögur af konum sem voru bara alls ekki til í að sleppa unganum úr hreiðrinu og á tímabili var ég alveg hrædd við tengdamóður mína. Mér var svo mikið um að henni myndi líka vel við mig að það var orðið of mikið fyrir mig að hugsa um, þangað til að ég tók mig til og varð bara ég. Með að vera góð tengdamóðir er sú tengamóðir sem dæmir þig ekki áður en hún kynnist þér almennilega. Það að vera góð tengdamóðir er móðir sem stendur á bak við bæði þig og barnið sitt. Að vera góð tengdamóðir er sú kona sem ræktar samböndin við alla meðlimi fjölskyldunar þinnar.

Ég tala nú ekki um samband a milli tengdadóttur og tengdamóður þegar við bætist fjölskyldumeðlimur. Þetta getur farið á allskonar vegu en þær algengustu sem ég hef heyrt um eru þær að annaðhvort skal tengdadóttirin fara algjörlega eftir því sem tengdamóðirin leiðbeinir eða þá er tengdamóðirinn hið harðasta bakland á bak við nýbakaða foreldra. En munum eftir því að nýja viðbótin í fjölskyldunni er nýr karakter og þarf ekkert að vera eins og foreldrarnir í skapi. Þar tala ég af eigin reynslu! En hvað sem á reynir eru tengdamæður yfirleitt þær sem er best að biðja um leiðbeiningar þegar kemur að uppeldi barna. Ég held að mín tengdamóðir fari að setja númerið mitt á svarta listann ég hringi svo oft í hana.

En til þessa að vera góð tengdamóðir þarf einnig að vera opin fyrir uppeldi maka barnsins þíns. Hér er komin annar einstaklingurinn í fjölskylduna sem er kannski alinn upp í öðru landi, annarri stétt heldur en þið (eins ömurlegt og það er að taka það fram) og jafnvel úr talsvert stærri fjölskyldu. Jafnvel er tengdadóttirinn/sonurinn með greiningar, ADHD sem dæmi er algengt ásamt öðru. En í mínu tilfelli er athyglisbrestur á agætu stigi og kaffibollarnir eru óteljandi heima hjá mér. Mín tengdmóðir hlær nú meira af því heldur en sonur hennar.

En í endann eru tengdamæður þær konur sem ólu upp makann okkur og fyrir það ættum við að vera þakklát fyrir. Þetta er manneskjan sem kom þeim sem við ætlum að eyða lifinu okkar með í heiminn.

Svona í blá lokin ætla ég að skella inn nokkrum kveðjum fra tengdadætrum til tengdamæðra sinna sem eg fekk sendar. Takk elsku tengdamæður !

Ég verð tengdamömmu minni ævinlega þakklát fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín! Ég gæti ekki án hennar verið ❤

Ég vil þakka tengdamömmu minni fyrir að hafa tekið dóttur minni eins og einu af barnabörnunum sínum, það er okkur mæðgum ómetanlegt. Dóttir mín var 13 ára þegar hún kom inn í líf tengdaforeldra minna, og hefur verið hluti af fjölskyldunni síðan 💕

Við tengdamamna höfum ávallt verið góðar vinkonur og ég gæti ekki óskað mér neina aðra en hana. Mamma mín hvaddi þennan heim fyrir 11 árum síðan og hefur tengdamamma mín verið eins og mamma mín. Þykir ótrúlega vænt um hana.

Ef að ég hefði kynnst minni tengdamömmu (sem dó fyrir 25àrum) þà hefði ég þakkað henni fyrir að kenna syni sínum að taka lífinu eins og það er.

Tengdamóðir mín hefur alltaf gert allt til að hjálpa mér. Ég var 17 ára þegar ég varð ólétt og hún tók mig að sér þar sem að mamma mín bjó ekki á landinu.
Hún varð hin mamma mín frekar en tengdamamma, 10 árum og tveimur börnum seinna er ég skilin við son hennar.
En hún hefur alltaf staðið með mér! Hún hefur alltaf sett barnabörnin sín í fyrsta sæti og hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Ég veit ekki hvernig ég færi að án hennar. Ég er svo óeandanlega þakklát fyrir hana og allan hennar stuðning í gegnum árin

Ég vill þakka tengdamóður minni fyrir að hafa setið hjá mér og stutt mig þegar ég reyndi að gefa nýfæddum syni mínum brjóst. Ég var með djúp sár á báðum geirvörtum og sársaukinn var ólýsanlegur, ekki síður sársaukinn í hjartanu að geta ekki, að mér fannst sinnt barninu mínu á þennan hátt. Hún tók fast utan um mig og huggaði mig og sannfærði mig um að ég væri góð móðir þrátt fyrir þetta og ég ætti að hætta að pína mig. Takk elsku tengda mamma mín.

Þessi skilaboð fekk eg send a messenger fra tengdadætrum ut um allt.

————————–

Siðast enn síst langar mig til að þakka tengdamóður minni fyrir hvað hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu.

Kæra tengdmamma, takk fyrir eina bestu gjöf lífs míns. Þú gafst mér föður barnanna minna, þú gafst mér mann sem tekur mér og öllum mínum göllum. Takk elsku tengdamamma, því þú gafst mér manninn sem kenndi mér að elska.

Þegar eg gerðist netlaus,alveg óvart!

Nú þegar nýtt ár rann i garð strengdu margir áramótaheit, aðrir gerðust vegan i einn mánuð og hinir lágu bara í því sama og árið áður. Ég sjálf strengdi nú engin heit, en ég hinsvegar upplifði skringilega tilfinningu út Janúar.

Ég eins og flest allir aðrir byrjaði mánuðinn á því að kaupa mér inneign og internet magn á símann. En hinsvegar þá var síminn minn á einhverjum allt öðrum nótum. Hann einhverra hluta vegna slökkti á wifi hnappinum alveg sjálfur svo eg var oft stödd heima hjá mer en að nota gagnamagnið á símanum. Þetta leiddi auðvitað til þess að eg kláraði gagnamagnið mun fljótar heldur en áður og var því orðin netlaus í kringum 9 Janúar. Ég er það nísk að ég týmdi ekki að kaupa mér annan gagnamagnapakka og ákvað því að verða netlaus á símanum út allan mánuðinn.

Ég skal viðurkenna þetta gat alveg erfitt á köflum. Serstaklega þegar ég þurfti að millifæra eða senda einhvern merkilegan tölvupóst þá var ekki langt í pirringinn hjá mér að þurfa að bíða eftir því að komast heim. Eg upplifði svo hinar tilfinningarnar. Það að eg var ekki alltaf föst í símanum í bílnum eða í búðum. Það kemur manni nefnilega alveg lúmskt á óvart hversu virkilega mikið maður er háður netinu í daglegu lífi.

Það kom fyrir að ég þurfti að reyna verulega á heilann á mér bara við það að ákveða hvað ætti að vera í matinn. Þar sem við fjölskyldan erum mjög dugleg við það að prófa framandi rétti og það krefst yfirleitt smá google tíma.

Google maps og bara google (gúggli frændi) var algjorlega hreinasta helviti að missa. Ég var góð fyrstu vikuna en svo þegar kom að lengri tíma þá voru fingurgómarnir farnir að klappa kortinu til að kaupa net. Pæliði í geðveikinni!

Bara við það að bíða eftir einhverjum fundi gat gert mig snar. Nú er ég með mikla ofvirkni svo það að sitja bara og bíða er ekki fyrir mig, eg er ekki lengi að verða stjórnslaus. Að taka börnin í búð! Og áður en þið ranghvolfið augunum… Hugsiði hversu margir nota youtube til að halda börnunum í kerrunni eða bara góðum til þess að geta verslað. Það er alveg ansi góð og stór prósenta foreldra og ég fúslega rétti alveg upp höndina !! Þó þetta se ekki gert í öllum búðarferðum.

Eftir þennan netlausa mánuð sá ég nú samt fram á mál að þetta verður gert aftur. Og þetta gerði mér líka alveg virkilega grein fyrir hvernig kynslóð dætra minna getur orðið. Svo elsta stelpan mín sem er níu ára fekk „alvarlega að kenna á því“ eins og hún vill orða það og skjátíminn hennar var styttur niður um helling. Nýjar reglur voru settar og við ætlum okkur að tengjast meira sem fjölskylda.

Ég virkilega mana ykkur í það að prófa þetta. Og eg er að tala um heilan MÁNUÐ! Ekki viku eða dag, mánuð! Það mun koma ykkur á óvart hversu virkilega mikið við erum farin að stóla á internetið hversdagslega.

Sjáumstumst!

signaturelogomaker_20012019040832