Frá getnaði að uppeldi. Ráð fyrir brjósta og pelagjöf, hvað þarf að hafa tilbúið áður en barnið kemur í heiminn? Er starfsdagur og þig vantar hugmyndir að afþreyingu? Fáðu þér kaffibolla og við hjálpum til.
Ég vakna rétt fyrir 5 aðfaranótt fimmtudagsins 31.maí. Ég hafði vaknað nokkrum sinnum sömu nótt til að pissa sem var ólíkt mér þessa meðgöngu þar sem ég vaknaði tops 2x venjulega. Þetta skipti var ég samt rennandi blaut að neðan og mig grunaði að þetta væri mögulega legvatn en var samt ekki viss. Ég skipti um nærbuxur og set á mig bindi sem virtist samt ekkert fyllast hratt en þó alltaf eitthvað að bætast í, legvatnið s.s. lak mjög hægt en ég vek Ása 2 klst seinna eftir að ég hef hringt á HSS til að spurjast fyrir og láta vita af mér. Við förum þá til keflavíkur á HSS þar sem staðfest er að þetta væri legvatnsleki og settur er upp æðaleggur fyrir sýklalyfjum vegna GBS.
Á þessum tíma var ég ekki komin með vott af verkjum svo ég fékk bara sýklalyfin á HSS og fékk svo að bíða til hádegis til að athuga hvort líkaminn færi ekki að taka við sér. Við Ási gripum þá tækifærið, SB var í dekri hjá ömmu og afa og færi svo til pabba síns daginn eftir, og skelltum okkur á lunchdate áður en við þyrftum að tékka á stöðunni aftur.
Þar sem ég byrjaði ekki að fá neina verki var ég send í hádeginu á LSH í gangsettningu því GBS fylgir mikil sýkingarhætta fyrir barnið og þurfti því að koma barninu sem fyrst út.
Ég fæ töflur á 2 klst fresti frá 13-01 og sýklalyf á 4 klst fresti þangað til barnið mætir en um 4 aðfaranótt föstudags vakna ég við seyðing sem svo jókst smátt og smátt þangað til um 8:30 þegar verkirnir eru orðnir það slæmir að ég bið um að fara í bað og fá glaðloft en fyrir það andaði ég mig í gegnum verkina og notaði jógaboltan eða labbaði um.
Það voru vaktaskipti um 8 leytið svo baðið var ekki í boði fyrr en ljósmóðirin var búin að fá allar upplýsingar frá þeirri sem var á undan en ég fæ glaðloft og nota róluna til að halda mér uppi meðan ég rugga mér í gegnum verkina.
Á meðan ég beið fékk ég rosalega dýrmætt símtal sem hjálpaði rosalega með verkina en Svavar Bragi hringdi og vildi heyra í mömmu áður en hann færi til pabba síns.
Ekki löngu seinna fæ ég grænt ljós á að fara í baðið, ljósmóðirin skoðar mig og segir að ég sé með 6 í útvíkkun svo skelli ég mér í baðið með glaðloftið.
Ég dóla svo í baðinu í góðu yfirlæti nokkuð hress og spjallandi milli hríða alveg þangað til það kemur að næstu skoðun sem ég svo enda með að fara úr baðinu, pissa, leggjast á bekkinn. Þegar þangað er komið er ég með 9,5 í útvíkkun sem þýddi að nú mátti ég hlusta á líkamann og byrja að rembast en litla daman mætir í öðrum rembingi, 6 mín eftir að ég stíg uppúr baðinu kl 12:56.
Hún fæddist 52cm (cm styttri en bróðir sinn) 3970gr með 36cm í höfuðmál. Fullkomin í alla staði!
Þar sem fæðingin gekk bara nokkuð vel þá fengum við að bíða bara eftir læknisskoðun fyrir skvísuna og færðum okkur svo á HSS í eftirlit vegna þess að ég hafði greinst með meðgöngusykursýki og þá þarf að fylgjast með börnunum í smá tíma eftir fæðingu.
Yngra barnið hjá mér er núna ný orðinn sex mánaða og hefur aldrei sofið heila nótt.Til að taka nánar fram þá hefur hann aldrei sofið lengur en í samfellda 2-3 tíma.
Ég var orðin buguð af þreytu og taldi niður mínúturnar þar til hann lagði sig svo ég gæti lagt mig með honum. Sonur minn var líka orðinn þreyttur og við vorum komin í vítahring með svefinn hans. Við prufðum öll ráð í bókinni en ekkert virkaði. Allt frá því að hafa hann í sínu rúmi, að gefa honum helling að borða fyrir svefn yfir í að gista hjá ömmu sinni.
Ég hringdi þá í hjúkrunarfræðing, taldi upp allt sem við vorum búnar að reyna og hún stóð á gati hvað væri hægt að gera. Eftir að við spjölluðum í smá stund og sagði henni nánar út í hvernig næturnar væru, að hann væri yfirleitt að vakna á 1.5 tíma fresti bara til að fá nokkra sopa af mjólk, fann hún grein sem hún ráðlagði mér að lesa. Greinin er skrifuð af Maríu Gomez og er á Paz.is, set link neðst í færsluna og mæli með að allir verðandi eða nýbakaðir foreldrar lesi hana! Til að byrja með var ég frekar tvísýn á þessa aðferð. Ég átti að leggja hann upp í sitt rúm, segja góða nótt og mátti bara kíkja á hann á þriggja mínútna fresti. Þegar ég fór inn til hans átti hann að fá lágmarks þjónustu, duddan upp í munninn, breiða yfir hann og aftur fram í þrjár mínútur. Ég var ekki alveg á því að þetta væri leiðin að leyfa barninu að gráta þar til hann sofnaði og eflaust margar mömmur sem skilja hvað ég á við. En tilgangurinn með að kíkja á hann á þriggja mínútna fresti þar til hann sofnar er að gefa honum þetta öryggi, að hann viti að ég sé þarna. Að honum líði ekki eins og hann sé einn og yfirgefinn.
Ef þú ert að spá í að prufa þessa aðferð en ert smá efins langar mig að deila með þér nokkrum punktum sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig. ⦁ Er barnið í lífshættu á að gráta? ⦁ Ertu að yfirgefa barnið þegar þú ert að kíkja á hann á þriggja mínútna fresti? ⦁ Svefn er nauðsynlegur fyrir alla, bæði þig og barnið þitt. ⦁ Ef þú ætlar að kenna barninu þínu að sofa verðuru að gera það fyrir níu mánaða aldur eða eftir átján mánaða aldur. ⦁ Þetta verða nokkrar erfiðar nætur og svo fáið þið bæði svefninn sem þig hefur dreymt um.
Fyrsta nóttin af svefnþjálfun. Ég ætla ekkert að skafa af því að fyrsta nóttin var hræðileg! Eftir að hafa svæft barnið í fanginu frá því hann fæddist og sofa með hann alveg upp við mig í sex mánuði voru þetta mikil viðbrigði fyrir okkur bæði. Ég lagði hann upp í rúm, stillti skeiðklukkuna á símanum og svo beið ég. Fyrstu 4 skiptin sem ég fór inn voru ömurleg, hann grét og ég beið við hurðina með hnút í maganum og mesta samviskubit sem ég hef nokkurntíman fundið fyrir. Næstu tvö skiptin var hann orðinn alveg rólegur og í síðasta var hann sofnaður.
Það tók ábyggilega meira á mig heldur en hann þessar tuttugu mínútur, því drengurinn svaf í fjóra tíma. Klukkan var rétt eftir miðnætti þegar hann vaknaði og það tók þrjú korter fyrir hann að sofna aftur. Eftir það svaf hann til morguns. Í kjölfarið urðu daglúrarnir daginn eftir mun auðveldari og þurfti ekkert að svæfa hann! Önnur og þriðja nóttin. Aðra nóttina tók hálftíma fyrir hann að ná að sofna EN hann svaf alla nóttina. Þriðju nóttina voru daglúrarnir búnir að ganga svo vel sem og nóttin þar á undan. Ég lagði hann upp í rúm og fór fram, tilbúin í rútínuna sem var að byrja myndast hjá okkur. Nema hvað að 10 mínútum seinna fatta ég að ég hafði ekki stillt klukkuna eða kíkt á hann, þegar ég kem inn í herbergi er barnið sofnað! Og já hann svaf alla nóttina. Við erum núna á nótt fjögur og það er jafn auðvelt að setja hann upp í rúm að sofa og mig sjálfa. Okkur líður báðum mun betur eftir bara tvær nætur af góðum svefn, held ég hafi vanmetið mjög hvað góður svefn getur haft áhrif á allt hjá mann. Ég mæli 150% með því að foreldrar og verðandi foreldrar kynni sér þessa aðferð, því hún hefur gjörsamlega bjargað okkur. Hér er likur af greininni.
Nú hefur þetta ástand staðið yfir í allt of langan tíma og margir foreldrar alveg að bugast (eða bara algerlega búnir að því).
Við erum að leyfa mun meiri skjátíma en við þorum að viðurkenna en vitiði hvað? Það er bara allt í lagi!
Við horfum að þessar “Picture perfect“ mömmur sem baka bananabrauð og sykurlausar súkkulaðimuffins með börnunum, á meðan ert þú að reyna þitt besta að halda barninu uppteknu svo þú getir klárað netfundinn og haldið í við vinnuna… Þú horfir á litla fullkomna engilinn þinn með oreo kex yfir hvolpasveitinni og færð stærsta mömmviskubit sem þú gætir mögulega fengið.
Ekki gera sjálfum ykkur það. Við erum öll í mismunandi stöðum, sumir foreldrar bara hafa tíma fyrir þessa glansmynd og vitiði hvað? 90% þeirra eru ekki einu sinni “þetta foreldri“ nema bara hluta tímans og skella inn sætri mynd því þau LOKSINS höfðu tíma til að gera eitthvað skemtilegt.
Þessar endalausu færslur um að
“Fjöllan í fjöruferð“
“Tröllaleir og föndur“
Ekki láta þær draga þig niður því barnið þitt kláraði netflix á meðan þú lærðir og þú náðir bara rétt að kíka út í boltaleik í örfáar mínútur í gær.
Eða þeir sem ná loksins að koma smá framkvæmdum í verk
“Ég tók baðherbergið í gegn“
“Loksins búin að taka til í geymslunni“
Og það eina sem þér hefur tekist að klára er snakkpoki og kók í dós í dag. Vaskurinn virðist framleiða óhreint leirtau og þú ert farin að hræðast það hvað gæti leynst í botni óhreinatausins.
Við erum þarna flest en þótt ótrúlegt megi virðast þá eru mjög fáir sem stæra sig á óunnum verkum og frestunaráráttu.
Eini tíminn sem þú virðist geta fengið smá me-time síðustu vikur er ef þú vogar þér í búðina eða læsir þig inná baði… We have all been there og ég held að margir foreldrar sem eru heima allan þennan tíma fara óþarflega oft inn á bað að “pissa“ og fá 2 mínútur til að anda og ná saman fésinu.
Á instagram er mynd af börnum vina þinna lita í friði svo þæg, þú lítur upp og litla fallega blómið þitt er að enda við að klára þetta líka myndarlega listaverk á eldhúsvegginn á meðan þú stendur við eldamennskuna… Þar fór það.
Þú horfir á fjölda fólks sem missir ekki úr svo mikið sem einum degi af heimaæfingum því jú ríkamsrætarstöðvar eru lokaðar, þú afrekaðir að labba út í búð og bera 4 innkaupapoka þrjár götur.
Eftir allar þessar glansmyndir og hashtög á við #Stuðkví og #gamansaman er ekki nema von að við óskum þess að hafa meiri tíma með börnunum og geta skipulagt okkur betur en það, því miður virðist ekki gerlegt að bæta við klukkutímum í sólarhringinn.
Coviskubitið er að éta þig upp
Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til, laga þakið, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og sauma?
Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma með börnunum eins og allir aðrir?
Af hverju er ég ekki í stuðkví?
En raunveruleikinn er sá að þú ert með miklum meirihluta fólks í heiminum í dag.
Þú ert í fullri vinnu að heiman ásamt því að sinna:
-Kennarahlutverkinu með hjálp kennara barna þinna
-Tónlistakennslu jafnvel þó þú hafir jafnvel aldrei spilað sjálf/ur á hljóðfæri barnsins
-Íþróttaæfingum með hjálp þjálfara svo barnið missi ekki úr
…
Þú jafnvel ert að vinna í framlínustarfi og kemur heim eftir langa vakt, þig langar helst bara til að setja tærnar upp í loft og láta þig sökkva í sófann.
Sumir eru að kljást við óvænt atvinnutap því ástandið setti fyrirtækið á hausinn eða varð að gera ríflegann samdrátt.
Sumir eru að kljást við að þurfa að hjúkra ástvinum
Við getum ekki sett okkur öll á sama pall því jafnvel í fullkomnum heimi þar sem allt er eins og það á sér að vera er það ekki raunhæft að miða sig við aðra og líf þeirra. Við komum öll af mismunandi uppruna og öllum mögulegum lífsreynslum.
Við erum öll bara að reyna að komast í gegnum þetta og gerum það öll á okkar hátt. Sumir njóta þess að fara á fullt í framkvæmdi á meðan aðrir njóta þess að fá sér rautt þriðja kvöldið í röð, skella maska í smettið og horfa á Bachelor í lok dags.
Verum ekki að drekkja okkur í coviskubiti eða momshamea/dadshamea aðra. Do your own thing og komum okkur bara í gegnum þetta heil!
Það mætti stundum halda að talan 10 væri mín lukkutala. En árið 2010, 10 janúar, var ég það heppin að fá titilinn í fyrsta skipti sem móðir einhvers. Það ár var ég nú aðeins 16 ára, hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér í. Og þess vegna langaði mig til þess að skrifa pistilinn, á 10 unda afmælisdegi dóttur minnar. Þó hann komi nú seinna en þann dag þar sem við gerðum okkar besta til að gera þennan stórmerkilega dag sem skemmtilegastan fyrir stelpuna.
Ég ætla ekki að hafa þetta einhverja svaðalega væmna færslu um hversu mikið ég elska að vera mamma, heldur ekki að hafa þessa færslu um það hvernig það er að vera ung mamma. Ég veit það, þú veist það og allir þeir sem kunna að reikna geta fattað það að hvort sem ég verð þrítug eða níræð verður dóttir mín alltaf 16 árum yngri en ég. Svo titilinn mun ég bera með mér þar til ég fer í gröfina. Mig langar að hafa þessa færslu samt nokkurnvegin um það hvernig það er að vera ung mamma og hversu mikið ég elska það – nema óbeint. Mig langar til þess að telja upp nokkra hluti sem ég var ekki búin að hugsa út í þennan rólega sunnudag þegar Theodóra fæddist.
Ég var það heppin að kynnast ástinni fyrr heldur en margir aðrir. Ég get ekki sagt að ég sé sú yngsta á íslandi sem hefur átt barn á kynþroskaaldrinum, né að ég sé sú eina. En ég var það heppin að verða móðir á undan flest öllum sem ég þekkti. Ég hef áður komist í blöðin fyrir það að vera verjandi titilinn, meira að segja kom ég fram í sjónvarpi. En ég hinsvegar get alveg sagt að ég mun ekki mæla með honum fyrir neinn – þetta er ekkert eitthvað til að grínast með. En ég mun heldur ekki mæla gegn því, því þá væri ég sjálfrátt að skjóta mig í fótinn. Það eina sem ég get sagt við næstu 15 ára stelpu sem kemst að því að hún er ófrísk og grætur allt atlandshafið á baðherberginu hjá sér er:
Þetta er hægt !
Þetta er ekki ógerlegt, þetta er ekki auðvelt en þetta er hægt. Þetta er drullu (fokking) erfitt og það sem þú ert að leggja á litlu þig fyrir annan lítin einstakling er svaðalegt. Og þar skiptir það engu máli hversu gamall þú ert ! Uppeldi á barni er alltaf erfitt á einhverjum tímapunkti. En þegar þú ert tilturlega ennþá sjálfur að reyna að finna þína köllun í lífinu getur það verið mikið bras að bæta við annari framtíð ofan á það. En ef þetta verður raunin þín, þá áttu ekki eftir að sjá eftir einu augnarbliki. Það sem Theodóra kom með inn í líf mitt er eitthvað sem annar einstaklingur hefði aldrei getað gert. Þetta gera bornin, þau koma með eitthvað inn í líf þitt og það er aðeins þetta barn sem getur gefið þér þá upplifun,. Þó það koma fleiri börn þá koma þau alltaf með eitthvað annað sem hitt barnið gat ekki gefið þér. Viðurkennum það börn eru mögnuð.
17 ára með 10 mánaða Theodóru
En ofan á þetta allt þá kveið ég mikið fyrir þessum afmælisdegi hjá henni. Þar sem ég er aðeins 26 ára fannst mér einhvernvegin mjög súrt að ég ætti 10 ára gamalt barn. Flest allar spurningar sem ég sé á mæðrahópum og færslur á öðrum mæðrabloggum innihalda yfirleitt færslur um talsvert yngri börn. En nú erum við komin á þá stoppistöð þar sem ég er hálftýnd. Því þetta var ekki eitthvað sem ég var búin að hugsa út í þegar ég átti stelpuna. Það eru aðeins 3 ár í það að ég FERMI! Og þá er ég rétt að skríða í 30 árin þegar ég verð búin að ferma fyrsta barnið mitt. Ég þekki nú nokkrar sem eru jafnaldrar mínir sem munu standa í því sama og ég á þessu fermingarári sem mun koma og ég held að þær séu ekkert minna að fá nett sjokk yfir þessu öllu saman. Ég man þegar Theodóra varð 9 ára, þá grét ég hljóðlátum tárum yfir því að ég væri 25 ára búin að ráða yfir barninu helmingstíman sem ég fengi minn atkvæðisrétt. Því jú þarna voru aðeins 9 ár í 18 ára aldurinn.
Kannski er ég líka skrítin en þegar hún var yngri var ég ekki búin að koma því fyrir í hausinn á mér hversu rosalega mikill karaktersbreytingar yrðu. Þarna var ég með lítin hnoðra sem gerði ekkert annað en að væla í mér um að fá einn annan ís og ég gat klætt hana í kjóla eins og mig listi. Núna í dag get ég gleymt því að senda barnið frá mér í kjól, þetta barn vill nánast ganga aðeins í íþróttabuxum og bolum. Hún elskar tölvur og að teikna, ásamt því að áhætturnar sem þetta barn tekur valda okkur fjölskyldunni oft væg hjartaáföll. Hún hefur lent á bráðamóttökunni oftar en ég get talið á báðum höndum. Hún sem dæmi náði einhvernvegin í fyrra að brjóta á sér olnbogann í einhverjum fimleikaæfingum út í garði, svo hrakvallabálkinn fær hún í beinan legg frá móður sinni þar sem ég var mjög svipaður krakki.
1 árs afmælisdagurinn hennar Theodóru!
Það sem ég gerði mér einnig alls ekki grein fyrir er hversu mikið heimurinn hefur breyst á þessum stutta líftíma sem barnið hefur lifað. Fyrir mér var ég búin að hugsa það að hún myndi hafa gaman af því að fara í allt það sem mér fannst gaman þegar ég var á þessum aldri, en núna í dag myndu krakkarnir horfa á mig eins og ég væri risaeðla. Það reyndar vakti mikla lukku í afmælinu hennar um daginn að hafa pakkaleik og stólaleik, svona leikir sem við vorum vön að hafa í okkar afmæli þegar við vorum yngri. En ég viðurkenni fúslega að mér brá þegar ég heyrði að það hefði vakt mikla lukku.
Ég átti reyndar alltaf von á því að fá augnargotur á hverjum foreldrahitting í skólanum hennar Theodóru, en það er eitthvað sem ég er löngu hætt að kippa mér upp við og ég skil þau alveg! Sumir foreldrarnir þarna eru með börn á mínum aldri og finnst mjög skrítið að vera að ræða um skólahald barnanna sinna með manneskju á mínum aldri. Svo það skil ég mjög vel, og er ekkert sár lengur út af því. Ég hef einmitt verið á leið í foreldraviðtal með stelpunni þegar kennarinn spurði okkur báðar hvort við værum að bíða eftir foreldrunum. Ég hafði aldrei hitt kennarann svo ég gerði ekkert annað en að brosa og segja að ég héldi að ég væri nú að koma á fund með henni sjálf. Ég hef lent í því að strákarnir í 10 undabekk (mín ágískun) hafa flautað á mig þegar ég er að sækja stelpuna í skólan. Svo það er ýmislegt sem maður lendir í þegar maður er svona unglegur. Ég reyndar veit það vel að ég er ekkert eitthvað svakalega gömul í útliti, það gengur í ættinni.
Svo er það nú ansi margt í viðbót sem ég hafði ekki gert ráð fyrir þegar ég átti stelpuna. En með einhverjum hætti sama hversu oft ég byrja þá kem ég því ekki niður í orð. Ég veit bara að ef staðan væri ekki svona í dag væri ég ekki gift manninum mínum, væri ég ekki með 4 börn að fæða og ala upp. Svo ég þakka stelpunni nánast daglega fyrir að hafa komið í líf mitt svona snemma, það er ekki allir svo heppnir að geta eignast börn. Því oftar sem ég er spurð út í stelpuna og fæ nánast gargað á mig „VARSTU 16 ÁRA?!“ því meira get ég sagt þeim að ég var bara heppnari en þau. Því ég var það heppin að ég kynntist ástinni í lífinu snemma og ég myndi aldrei vilja breyta því.
Nú á ég 2 börn og með annað í ofninum. Ég var búin að steingleyma hvað það var mikill höfuðverkur að hugsa fyrir því hvað væri alveg nauðsynlegt að eiga fyrir barnið og hvað væri í raun bara munaður, svo auðvitað höfum við líka mis mikið pláss undir þann búnað sem þessum elskum fylgir og því þarf að velja hvað sé nauðsynlegra en annað.
Nauðsynjar
Svefnaðstaða – Fyrst af öllu þarftu að hafa eitthvað fyrir barnið að sofa í. Vagga getur verið mjög hentug en hún er alls ekki nauðsynleg og er aðeins notuð í stuttan tíma fyrir utan það að hún getur verið plássfrek ef rýmið er ekki sem mest. Þess vegna kaus ég með fyrsta barn að kaupa bara rimlarúm og nýttist það honum til 3 ára.
Skiptiaðstaða -Nú því næst er alveg must að hafa einhvern þægilegann stað til þess að skipta á barninu, ég var með skiptiborð með bæði mín eldri og mun nýta það sama með þriðja þegar það mætir, en það er ekki svo nauðsynlegt að það sér skipti“borð“ heldur er alveg nóg að hafa bara dýnu sem þú getur haft með þér um alla íbúð, skiptiborðið sem ég hafði fyrir elsta barn í 2 herbergja íbúð var einfaldlega bara fyrir og hefði því alveg mátt vera án. Ég skipti hvort eð er bara á honum mest í rúminu með roptusku undir honum.
Bílstóll – Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga bílstól til að ferja þessar gersemar milli staða og þá fyrst frá spítala heim.
Vagn – Vagn er eitthvað sem þú munt nota óspart fyrsta árið og ekki skemmir fyrir að kaupa kerru sem hægt er að skipta milli vagnstykkis og kerru, þannnig endist græjan enn lengur. Þar sem ég ferðaðist ekki neitt rosalega mikið með strákinn á bíl fyrsta árið þá nægði mér að vera með góðan einangraðann vagn og kerrustyrrki en með stelpuna þá keyptum við pakka sem var með vagn- og kerrustykki og millistykki fyrir bílstólinn svo við notuðum í raun bara grindina fyrstu mánuði með bílstólinn.
Brjóstagjafapúði – Hvort sem þú stefnir á að hafa barn á brjósti eða gefa pela þá er gjafapúði einstkalega þægilegur til að auðvelda matartímann. Ekki skemmir það heldur fyrir að þessi púði getur auðveldað þér svefninn á síðustu metrunum líka.
Skiptitaska – Þegar ég segi skiptitaska er ég ekki endilega að benda á að þú þurfir að kaupa þér dýrustu töskuna með 3,764 hólfum sér hönnuðum fyrir hvern hlut fyrir sig. Það nægir alveg að nota góða tösku sem rúmar bleyjur, blautbréf og auka sett af fötum.
Brjóstapumpa – Ég mjólka eins og verðlaunakýr og þurfti með bæði börnin að létta aðeins á á meðan flæðið var að jafna sig (Stálmar eru eitthvað hannað af skrattanum sjálfum) en það auðveldar líka ef þú þarft að fara frá barninu í lengri tíma bæði með því að hægt er að undirbúa það með að mjólka fyrirfram og einnig að létta á á meðan þú ert ekki heima.
Peli og snuð – Ef þú ert að eignast þitt fyrsta barn er engin leið fyrir þig að vita hvernig brjóstagjöfin mun ganga og því alltaf gott að hafa varann á og vera undirbúin því að mjólka kannski ekki of vel. Sömuleiðis þá liggja sum börn bara á brjóstinu til að svala sogþörf og þá er alltaf gott að geta gripið til snuðsins og forðast of örvun á mjólkinni og gefa túttunum smá frí.
Roptuskur/taubleyjur – Ef barnið þitt er eitthvað eins og mitt fyrsta þá mun koma smá (mikið) af mjólkinni upp aftur með ropanum og þá alltaf gott að hafa eitthvað til að grípa það, þessar tuskur nýtast nefnilega líka í svo mikið meira en bara það. Ég keypti stórar til að leggja í rúmið undir höfuð barnsins, ég nota þær stundum við bleyjuskipti og ef þú hefur ekkert annað þá er hægt að nýta þær sem smekk.
Eyrnapinnar – Þú þarft eyrnapinna til að þrífa naflastubbinn þar til hann dettur af, annars er hætt við að sýking komi upp.
Náttgallar með sokkum – Þar sem maður fer skammt fyrstu vikurnar með barnið þá er best að eiga góða náttgalla til að hafa það notalegt í á daginn og líka til að halda litlum tásum hlýjum.
Samfellur – Sokkabuxur – Það er einfaldlega lang þægilegast að hafa barnið í sem fæstum flíkum til að auðvelda lífið.
Teppi – Börnin mín voru hvorug miklar sængurpersónur og spörkuðu þeim fljótlega af sér þegar þau fóru að geta það. Þess vegna notaði ég meira teppi en sæng.
Brjóstahlífar og nipplecream – Algengt er að konur séu lausmjólka og þá sakar ekki að hafa annað hvort púða sem draga í sig mjólkina eða hjálm sem safnar henni saman. Sömuleiðis getur brjóstagjöfin byrjað brösulega eins og hjá svo mörgum konum, ekki spara peninginn í lanolin krem (eða sambærilegt) því sár á geirvörtu eru ekki skemmtileg.
Gjafahaldarar – Ég notaði mest íþróttatopp fyrstu vikurnar með strákinn en guð hvað það er langt um þægilegra að nota gjafahaldara/topp og þeir eru líka góðir þegar venjulegu haldararnir eru hættir að vera þægilegir.
Bleyjur – Grysjur/blautþurrkur – Bossakrem – Eitthvað sem má auðvitað ekki vanta á ungbarnaheimili.
Handspritt – mild handsápa – Þegar börnin eru glæný eru þau mjög móttækileg sýklum og því mikilvægt að halda hreinlæti í góðu standi – sérstaklega þá utan aðkomandi hendur/gestir.
Mælir – Það er nauðsynlegt að eiga góðan rassamæli og stíla ef krílin skyldu grípa einhverja pestina en ef barn undir 3 mánaða fær yfir 38° hita þá skal strax leita til læknis.
Brúsi og létt/einfalt snarl – Þegar þú ert með barn á brjósti er auðvelt að gleyma eða hafa lítinn tíma til að hugsa um að næra sig. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa brúsa við hendina og létt snarl eins og ávexti, hnetur og annað í þeim dúr.
Baðbali – Ekki er verra ef hann er á fótum en það léttir baðtímann helling.
Windy – saltvatnslausn – stílar – Windy eru stautar sem notaðir eru til að hjálpa barni að leysa vind. Saltvatnslausn er notuð við stífluðum nebbum og stílar sem hitalækkandi.
Ekki svo nauðsynlegt en eykur þægindi
Ungbarnaróla – Sum börn eru kveisubörn og líður þá oft best þegar þau eru á hreyfingu, þá er rólan einmitt mjög þægileg til að hvíla þreyttar hendur.
Burðarpoki/Burðarsjal – Þetta átti ég ekki með elsta barnið en þetta var hinsvegar himnasending með stelpuna sem vildi helst bara lúlla í fangi á daginn.
Svefnpoki – Ef þú ert ein/n af þeim sem hefur öryggið uppa 100% þá er hægt að kaupa svefnpoka sem börn geta ekki með nokkru móti togað upp fyrir höfuð og kemur það því í veg fyrir köfnunarhættuna sem getur stafað af teppi og sæng á meðan börnin hafa ekki vit á að draga það frá andliti.
Vagga – Þetta er eitt af því sem þarf ekki en er mjög þægilegt að hafa. Vagga er oft eitthvað sem gengur manna á milli í fjölskyldum eða bara eitthvað sem fólk kaupir til að hafa í stofunni á daginn.
Swaddle blanket – Þegar börnin eru í móðurkviði er ekki mikið um pláss undir lokin og líður þeim því best í þrengslum og hlýju. Þess vegna er gott að eiga “vafnings“ teppi en þú getur líka notað hvaða teppi sem er og vafið krílið þétt.
Hengirúm – Þetta er talið eitt það besta sem þú getur látið barnið þitt sofa í.
Matarstóll með ungbarnasæti – Þetta auðveldar matartímann svo mikið fyrir foreldra hvort sem annað barn er til staðar eða ekki. en það er líka hægt að nota bara ömmustól til að hafa krílið hjá ykkur á matmálstíma.
Þetta eru svona þeir hlutir sem best er að eiga áður en barnið mætir en endilega skoðið pistilinn hér eftir Rakel um nauðsynlega hluti fyrsta árið, þar kemur hún inn á hluti sem gott er að eiga þegar þau fara að borða og fleirra.
Ég vil endilega grípa tækifærið og benda á að Co-sleepers, ungbarnahreiður og stuðkanntar eru mjög varasamar vörur og ber að skoða það vel og vandlega áður en ákveðið er að fjárfesta í því. Endilega sendið fyrirspurnir á miðstöð slysavarna barna ef eitthvað virðist óljóst og þið ekki viss hvaða vörur eru öruggar fyrir gersemarnar ykkar.
Fáðu þér snarl í rúminu. Þar sem blóðsykurinn er mjög lágur fyrst á morgnana er gott að hafa þurrt kex, hafrakex eða tekex, við rúmið til að narta í um leið og þú vaknar, ritz kex eða saltstangir eru einnog mjög góðar. Ekki verra ef þú getyur leyft þér að vera dekurrófa og makinn færir þér morgunverð í rúmið.
Borðaðu oft en lítið í einu og aldrei verða svöng. Þú hefur sennilega enga matarlyst, en að svelta er það versta sem þú getur gert því þá líður þér enn verr. Með því að borða á nokkra tíma fresti, heldurður blóðsykrinum í jafnvægi . Það er betra að borða 5 litlar máltíðir á dag, heldur en 3 stórar.
Fáðu þér engifer og sítrónu. Prufaðu að setja nokkra sítrónusneiðar, eða kreista sítrónusafa út í heitt vatn og bragðbæta með hunangi. Engifer dregur úr ógleði og uppköstum. Prufaðu að narta í engiferkökur, eða setja sneiðar af ferskum engifer í heitt vatn í fimm mínútur, síaðu það og bragðbættu með hunangi. Einnig er hægt að kaupa engifer og sítrónu brjóstsykur frá Hap+ í apótekum og brjóstsykur sem heitir preggiepops.
Kolvetni. Gakktu úr skugga um að hver máltíð innihaldi kolvetnaríka fæðu svo sem, bakaðar kartöflur, hrísgrjón, pasta og brauð. Þetta er fæða sem brennur hægt og blóðsykurinn fellur síður, þá minnkar fæðan líkur á ógleði. Þetta er líka frekar hlutlaus matur og ætti að fara vel í maga. Forðastu mjög bragðsterka fæðu og mikla matarlykt ef þú getur meðan þér er óglatt.
Taktu góðan göngutúr og gakktu rösklega. Þú ert kannski ekki í skapi til að fara í leikfimi, en hófleg hreyfing slær oft á ógleðina.
Dreyptu á vökva. Gættu þess að hafa eitthvað við hendina til að dreypa á yfir daginn. Sumum konum finnst sódavatn róa magann. Forðastu drykki með koffeini svo sem kaffi og te, það er líklegt að þú hafir misst lyst á þeim hvort eð er. Ef þu eins og ég átt erfitt með að drekka vatn eða sódavatn þá er gott að dreypa á Poweraid eða Gatoraid til þess að forðast vökvatap. Annars er klakavatn líka mjög þægilegt eða MJÖG kalt vatn allavega.
Hvíld! Næst á eftir tómum maga, er þreyta versti óvinur þinn, þannig að þú skalt taka því rólega ef hægt er. Ef þú ert útivinnandi, skaltu leggja þig þegar þú kemur heim og fara snemma að sofa á kvöldin. Ef þú átt börn, reyndu að leggja þig með þeim á daginn séu þau á þeim aldri. Farðu í róandi bað með nokkrum dropum af lavender-,kamillu- eða engifer olíu.
Notaðu punktanudd. Prufaðu að þrýsta innan á únliðinn í smá stund. Það er líka hægt að kaupa úliðsband í apótekum sem er ætlað gegn bílveiki. Nálastungur og svæðanudd geta líka virkað ágætlega gegn ógleði.
Salthnetur eða hnetusmjör er mjög gott og stútfullt af próteinum.
Brjóstagjöf er mjög stórt ágreiningsmál og hefur verið í fjölda ára!
En nú hefur þróunin á mjólkurformúlu ná þeim stað að það er mjög lítill munur á næringarinnihaldi og meira að segja er hægt að segja að formúlan er áreiðanlegri því þú veist alltaf hversu mikla næringu barnið er að fá. Brjóstabörn fá aðeins þá næringu sem móðir innbyrgir og nær til móðurmjólkur.
Nú hef ég átt tvö börn og brjóstagjafir aldrei verið vesen hér, þrátt fyrir að brjóstagjöfin hafi gengið vonum framar með Alparós þá tókum við Ási meðvitaða ákvörðun um að venja hana á pela samhliða móðurmjólkinni um 4 mánaða til að minnka álagið á mér. Þessa leið var möguleiki á að skipta næturgjöfunum svo ég fengi betri hvíld. Ég sé sko ekki eftir þeirri ákvörðun í sekúndu!
Sumar konur mjólka vel, aðrar illa. Sumar kjósa að leggja ekki á sig álagið við brjóstagjöf því sama hvernig mjólkun gengur þá er það alltaf meira álag á móður ef barnið vakir mikið á nóttunni. Sumar konur mjólka helling en næringin kemur ekki til skila… Sama hver ástæðan er þá vita foreldrar vel hvað sínu barni er fyrir bestu og gera það auðvitað sem best er fyrir þetta dýrmæta líf sem þeim tókst að búa til.
Elsku fólk gerið það fyrir mig að dæma ekki nýbakaða foreldra fyrir þær ákvarðanir sem þau kjósa að taka fyrir kraftaverkið sem þau bera nú ábyrgð á, foreldrahlutverkið er nógu erfitt til að ná tökum á til að harðir dómar fari ekki að falla á þau. Hvað þá yfir hlutum sem þau oftar en ekki hafa enga stjórn á.
Þessi meðganga hafði gengið bara eins og í sögu. Eina sem hafði hrjáð mig alla meðgönguna var grindarverkir af og til ef ég beitti mér rangt en að öðru leyti var ég bara ekkert „ólétt“… eða allavega fram að síðustu vikunni því drengurinn var bara ekki neitt að drífa sig í heiminn og hélt sig viku lengur í mömmuhlýju.
Morguninn 20. Október 2013 átti ég að mæta upp á HSS í belglosun til að sjá hvort það kæmi ekki einhverju afstað. Þar sem ég var bíllaus tók ég strætó ein frá ásbrú inní Keflavík og leyfði Danna bara að sofa. Ljósmóðirin ákvað að vera alls ekki að gera mér upp neinar vonir svo við sendum beiðni í leiðinni fyrir gangsetningu á LSH í vikunni á eftir og sagði hún mér að þó að ég fengi seiðing væri ekkert ólíklegt að það hætti svo aftur því ég var ekki komin með neina útvíkkun af viti.
Þar sem besta vinkona mín bjó bara nánast við hliðina að spítalanum, rölti ég þangað og ætlaði að fá hana til að skutla mér heim (kl ca 11/11:30) en hún steinsvaf og ég ekkert á neinni hraðferð svo ég sest bara og spjalla við mömmu hennar. Þó nokkrar mínútur líða og eftir smá tíma þá tekur Svana (mamman) eftir því að ég er farin að styðja við bumbuna og hálf gretta mig á nokkurra mínútna millibili og fer laumulega að taka tímann. Þegar hún áttar sig á að ég geri þetta með nokkuð jöfnu millibili spyr hún mig hvort ég væri ekki að taka tímann… Nei ég sagðist nú ekki vera að því og af hverju ég ætti að gera það. „Ertu ekki með verki?“ Jú ég var nú alveg með seiðing en ég gat nú lítið kvartað. 5 mínútur á milli!
Þetta gat nú ekki verið bara svo einfalt, ljósan losar belginn og ég bara strax með hríðaverki?
Ég held það nú, með tímanum versna verkirnir og styttist á milli svo við vekjum Sunnu sem fær vægt sjokk. Hellir í SJÓÐANDI bað fyrir mig og otar að mér helling af mat því ég yrði nú að hafa orku í þetta allt saman. Eftir smá tíma röltum niður á HSS aftur (nú eru 6 ár liðin og ég ekki alveg með tímann) til að sjá hvort það væri rétt, var ég komin með hríðar?
Það var svosem ekkert að gerast akkurat á þessari stundu svo ég fer til baka og kúri mig í gegnum verkina áður en ég gefst alveg upp og vill bara fara niður á deild í baðið og fá glaðloft. Þegar þarna kemur við sögu eru ca 2 mín á milli verkja. Það reyndist líka nær ómögulegt að ná í Danna en það hafðist svo á endanum og hann kom með pabba sínum niður í Keflavík til að ná að vera viðstaddur fæðinguna.
Ég reyni að slaka vel á milli hríða og fæ mömmu til að nudda á mér bakið með köldum höndum á meðan ég lá í heitu baðinu (já hún þurfti að skipta um hendi mjög ört). Þegar ég hafði legið í baðinu í svolítinn tíma fer ég að fá rembingsþörf, en útvíkkunin var ekki alveg búin svo ég má ekki rembast alveg strax og loksins þegar ég mátti rembast þá gerðist allt frekar hægt. Þegar ég hafði rembst í að verða 2klst fór hjartslátturinn hjá hnoðranum að verða aðeins of ör svo ég var fengin uppúr baðinu og á rúmið sem var bara akkurat það sem þurfti til að hann snerist almennilega í grindinni og þaut út í öðrum rembingi eftir að ég hafði lagst. Hann s.s. hafði líklega legið skakkt í grindinni allann þennan tíma og það með hendi í hálsakoti sem gerði það en seinfærara.
Hann fæðist svo 17 merkur og 53cm kl 20:57 þann 20.október.
Það vantaði ekki sopann fyrir hann en hann lá á brjóstinu megnið af fyrstu 2 árunum sínum.Þessi maður er einn sá yndislegasti og lífsglaðasti sem ég hef kynnst en hann féll frá fyrir 1 árs afmælið hans Svavars Braga en hann heitir í höfuðið á honum, Svavar.
Mig langaði til þess að deila með ykkur hvað er á óskalistanum hjá mér um þessar mundir fyrir börnin en hér er bland af leikföngum, fatnaði, „nauðsynjavörum“ og slíku. Ég læt fylgja tengla á heimasíður þar sem þeir hlutir sem eru á mínum lista fást, vert er þó að taka fram að færslan er ekki unnin í neinu samstarfi.
1. Skítugir legokubbar meiga fara í uppþvottavél. Ef þú átt ekki uppþvottavél settu þá í þvottanet og inní þvottavél. Sama á við um mjög mörg leikföng, þau skemmast fæst við stutta þvottaferð.
2. Hvernig fá börnin þessa hugmynd um að það sé vondur kall eða skrímsli í myrkrinu? – settu vatn og örfáa dropa af lavender í spreybrúsa, ef þú ert extra metnaðarfull/ur skreyttu brúsann og kallaðu það skrímslasprey.
3. Mörg börn hafa takmarkaða þolinmæði fyrir hand- og fótsnyrtingar. Klipptu neglurnar á meðan barnið sefur!
4. Smelltu snaga aftan á matarstólinn og settu smekkina þar. Þá eru þeir alltaf við hendina þegar þörf er á þeim. – svo er líka hægt að kaupa svona á trip trap
5. Uppþvottalögur er töfraefni á fatabletti. Settu grænan fairy beint á blettinn til að koma í veg fyrir að bletturinn festist.
6. Zip-lock pokar eru guðsgjöf. Hver segir að kókosolía sé svarið við öllu… þú getur geymt og ferjað nánast hvað sem er í zip-lock poka! Nesti-frystivörur-föt-leikföng-snyrtivörur svo eitthvað sé talið.
7. Ef þú ert eins og ég og kemur þér aldrei í að „babyproofa“ allt húsið. Þú getur sett teygjur eða bönd á milli handfanga í eldhúsinu og baðherberginu. (Alltaf best að eyða samt tímanum í varanlega lausn)
8. Frostpinnar. Stingdu pinnanum í gegnum muffin form til að forðast klístraða fingur.
9. Þessu hef ég brennt mig á. Baðdót með gati, notaðu límbyssu til að loka gatinu og koma í veg fyrir myglu.
10. Ef þú ert með lítið barn sem fer stutt í baðinu, settu barnið í þvottakörfu ofaní baðið. Þannig flýtur dótið ekki of langt í burtu.
11. Til að koma í veg fyrir að þú mætir lítilli múmíu eða klósettpappírs mottu á leið þinni inn á bað, smelltu hárteygju utan um rúlluna.
12. Áttu lítinn listamann sem þykir A4 ekki nógu stór canvas? Acetone eða töfrasvampur virkar vel á túss… ef það virkar ekki, settu þá bara ramma utan um! (Nokkrir punktar ^)
13. Börn eiga til að prufa lykla og læsingar en kunna svo ekki að opna aftur. Settu teygju milli hurðarhúnna svo læsingin fari ekki út.
14. Fáðu þér dagatal til að setja inn allar æfingar, læknatíma og annað mikilvægt.
15. Búðu til skipulag og stattu við það. Til að byrja með hjálpar að skrifa inn húsverkin í dagatal… það kemur manni á óvart hvað maður miklar það fyrir sér að troða inna öllu í hverri viku.
16. Gerðu matseðil fyrir vikuna og verslaðu eftir honum. Það sparar bæði tíma og pening ásamt því að þannig er auðveldara að velja hollari kosti.
17. Án þess að ætla að hljóma eitthvað Sólrún Diego eða Sigrún Sigurpáls… það er bæði ódýrara og náttúrulegra að gera þitt eigið alhliða hreinsisprey með vatni og edik eða vatni og sítrónu (sítrónan er sótthreinsandi)
18. Eitt af mínum þægilegustu ráðum er að fara í ræktina á meðan börnin eru í daggæslu/skóla… virkar hinsvegar ekkert sérstaklega vel fyrir dagvinnufólk. En reyndu alltaf að finna leið til að kreista inn 30mín hreyfingu á dag, þó það sé ekki nema göngutúr með kerruna.
19. Magapest. Börn missa auðveldlega matarlystina við magapestir (upp og niður). Flestir vita af poweraid/gatoraidráðinu en ég kynntist electrorice bara þegar stelpan mín var nokkurra mánaða með upp og niður í yfir viku. LIFESAVER ! BÓKSTAFLEGA!
20. Takið þessu ráði með miklum fyrirvara! Við hósta og stífluðu nefi er gott að setja pínulítið vicks vaporub undir iljarnar á krökkunum og sokka yfir þegar þau fara að sofa. Ég kaupi yfirleitt babyrub því ég hef heyrt hryllingssögur en hef notað hitt og enn allt í lagi með mín. – Sumir geta líka svarið fyrir hálfum lauk við rúmið.
21. Sum börn eru B-týpur og koma sér illa afstað á morgnana. Í þeim tilfellum er fínt að kaupa 5 kassa/skúffur/hirslur og skipuleggja fatavalið fyrir skólavikuna.
22. Hafðu „já-nasl“ alltaf aðgengilegt í ísskápnum sem er í boði hvenær sem er dagsins. Fínt að hafa bæði ferskt og pakkað (klementínur – schoolbars – ostabita – gulrætur – gúrkubitar – osfrv.)
23. Ef barnið þitt er eitt þeirra sem tekur ástfóstri á bangsa/teppi/dulu/annað þá er alltaf gott að eiga auka.
24. Alltaf hafa hitamæli og stíla í skiptitöskunni.
25. Það getur stundum verið erfitt en gefðu þér tíma reglulega til að fara á „deit“ með barninu. Þarf ekki að vera mikið, bíó, föndurkvöld, ferð á bókasafnið að lesa bækur saman, kaffihús eða bara róló.
26. Cheerios hálsmen í búðina. Þræddu cheerios á tannþráð og settu á barnið/börnin fyrir búðarferðir.
27. Settu pinna í litlar jógúrtdollur og frystu. Auðveld leið til að gera ís.
28. Ef möguleiki er á því, litaðu inní klukkuna til að hjálpa barninu að skipueggja tímann sinn.
29. Búðu til afþreyinga krukku fyrir börnin. Skrifaðu á pinna mismunandi afþreyingu svo þau geti dregið þegar þeim leiðist.
30. Kauptu merkimiða (t.d. navnelapper.no eða mynametags.com) og merktu ALLT. Gott að venja sig á það snemma.
31. Talandi um límmiða. Klipptu einn í tvennt og settu í skóna til að hjálpa barninu að sjá hvor fóturinn fer í skóin.
32. Prentaðu og plastaðu mikilvæg símanúmer og festu það svo á skólatöskuna til að auðvelt sé að ná sambandi við foreldra/nákomna. – Sama listann er líka gott að hafa heimavið t.d. á ísskápnum.
33. Ertu alltaf að týna hárteygjunum? Þú týnir þeim allavega seinna svona… eða öllum í einu!
34. Leyfðu barninu að hjálpa þér að skipuleggja vikuna um helgar. Svona skipulags dagatal er æði fyrir það.
Margar konur fá óstjórnlega löngun í ákveðnar fæðutegundir á meðgöngu, t.d. súrar gúrkur eða ís. Svo eru til konur sem fá óstjórnlega löngun í efni sem ekki flokkast sem fæða og hefur lítið sem ekkert næringarinnihald. Dæmi um þessi efni eru drulla, krít, leir, steinar, kol, tannkrem, sápa, sandur, kaffikorgur, matarsódi, sígarettuaska og brunnar eldspýtur. Á ensku hefur þetta fyrirbæri verið kallað „pica cravings“ en „pica“ er latnesk orð yfir fugl (e. magpie, ísl. skjór) sem er þekktur fyrir að borða næstum hvað sem er.
Það er ekki vitað hvað veldur þessari löngun en hugsanlega gæti það tengst járnskorti eða vöntun á öðrum vítamínum.
Hér fyrir neðan koma nokkrar skemmtilegar sögur af óléttu creifing
Guðrún
snakkmix vafið í kál var í uppáhaldi🙄
Kolbrún
Zinger borgari og rice krispies kökur! Ekki má gleyma kóki úr vél með nóg af klökum 🤤🤤
Jenný
Drakk einungis eplasafa og var brjáluð og fór að gráta ef eitthver dyrftist að drekka minn safa ! Nei ég meina þetta var mjög dramatýst 😂
Katrín
Ég var með kreiv í heita tómata 😳😂
María
Gat alls ekki kjúkling. Elskaði sveppi og gulrætur því það var svona “moldar” bragð. Síðan elskaði ég lyktina af Aríel þvottakodda nýþvegnum blautum þvotti ásamt lykt úr bílakjallaranum. Klaki var líka í uppáhaldi
Hildur
Ég hélt engu niðri nema sviðakjamma og rófustöppu…greyjið maðurinn minn fór bæinn þveran og endilangan til að finna þetta í hádeginu og kvöldin á hverjum einasta degi….en það skrítnasta er að ég hafði aldrei geta borðað svið á minni lífsleið (áður en ég varð ólétt) 😂🤣
Ólöf
Lykt af dekkjum, tók stundum stórt dekk með mér upp í rúm til að “sniffa”.
Rakel
Subwaykökurnar með hvíta súkkulaðinu, eg fór ansi oft á subway bara til að versla þessar kökur 😅
Steinunn
Hvitlaukur i ALLT, (Nema ís)
Glódís
Weetos með ískaldri nýmjólk + heilsusafi með FULLT af muldum klaka
Núðlur + blár powerade
Tívolílurkur
Ferskur ananas
Kjötsúpa
Bjúgu og kartöflustappa
Humar
Maarud snakk og voga ídýfa
Súkkulaðijólasveinar (var með í hanskahólfinu og borðaði í bílnum á leiðinni í skólann allann desember, eina sem ég hafði lyst á í morgunmat😂) Glódís
Jenný
Fyrsta barn = brauð með hráum lauk og spældu eggi helst í öll mál og tonn af appelsínu trópí, dóttirin var appelsínugul þegar hún fæddist!
Ekkert sérstakt með annað barn en ansi klassískt með þriðja = súrar gúrkur. Þær eru ennþá í uppáhaldi hjá honum….ekki mér 🤢
Steinunn
Snjór! Alla meðgönguna og veturinn frekar snjóléttur. Á fæðingardeildinni í lok janúar sendi ljósan manninn minn út með skál því ég VARÐ að fá snjó 🙊
Bryndís
Mér fannst líka Sean Bean vera fallegasti maður sem ég hafði séð og horfði á allar myndir sem ég fann með honum. Grét síðan ef þær enduðu illa fyrir hann sem var frekar oft.
Hætti svo að vera skotin í honum þegar barnið fæddist, eins gott að hann var ekki pabbinn..
Sigríður
Gat alls ekki borðað kjúkling eða fundið lykt af honum. Craveaði klaka og kók í dós. Gat endalaust hangið á bílaþvottastöð og fundið lyktina af tjöruhreinsi Sigríður
Elna
Vafði snakki inn í kál, sendi kallinn svona 3x á dag að tjöruhreinsa bílinn útaf ég elskaði lyktina 🤷 hot wings a KFC, let kallinn keyra of oft frá Borgarnesi..
Hildur
Og einu sinni ristað brauð með rjómaís ofaná 😬
Védís
Maisbaunir djúsaðar i bernais og svampar
Saga
Ég er að cravea mýkingarefni
Rakel
Eg craveaði sitronur fyrsta hluta meðgöngunar, og svo kokopuffs með seriosi og klaka allann timann
Aníta
Eg er að crave-a sukkulaði, avexti og grænan kristal
Irpa
Með elsta var það pylsur (ég hef ekki borðað rautt kjöt síðan ég var 12 og alveg sérstaklega ekki pylsur!) og kellogs sem ég varð að byrja alla morgna á einni skál af á leiðinni í vinnuna ældi ég því svo alltaf öllu í sama blómapottinn fyrir utan blokkina hélt samt alltaf áfram að borða það😅 með bæði var síðan vatnsmelónur, jarðaber og klakar og vildi helst allan mat eins ferskan og hægt væri
Hrafnhildur
Maísbaunir löðrandi í smjöri og salti og drakk kókómjólk með 😅
Vonandi fannst ykkur þetta jafn fyndið og skemmtilegt og mér.
Fyrir um 2 árum síðan skrifaði ég pistil af því sem ég ætlaði að taka með upp á spítala. Það var margt sem mér fannst vanta og margt sem ég tók með sem ég hefði í raun ekkert þurft á að halda.
Svo ég ætla núna að skrifa aðra færslu um spítalatöskuna og því sem ég mun taka með mér. Í síðustu fæðingu hjá mér gékk hún virkilega illa svo við þurftum að gista á spítalanum í nokkra daga eftir á svo ég ætla miða við það.
Fyrir barnið
2-3 Náttgallar
2 Buxur með áföstum sokkum
2 Langerma samfellur
Þunn húfa
Heimferðasettið
Ælubleyjur
Snuð
Uglupoki/ teppi
Bílstóll
Blautþurrkur
Bleyjur
Bossakrem
Peli(ef þú ætlar að nota þannig)
Fyrir mömmuna
Víðar náttbuxur
hlýjir sokkar
sloppur
3-4 Nærbuxur/ spítalanærbuxur
Gafahaldari
Gjafabolir
Hlý peysa
Þægileg föt til að fara heim í, helst eitthvað sem er laust utan á mér.
You must be logged in to post a comment.