Fyrstu dagarnir með nýbura

Fyrstu dagarnir heima geta verið erfiðir, þrýstingurinn eftir fæðinguna hvort sem það var eðlileg fæðing eða keisari getur verið mjög óþægilegur og þreytan mikil.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum ráðum sem geta hjálpað til við að gera fyrstu dagana heima með nýbura aðeins auðveldari

 1. Elda og frysta
  Áður en barnið kemur í heiminn, eldaðu stærri skammta af kvöldmat, frystu svo afganginn. Sérstaklega fyrstu dagana þá nenniru ekkert endilega að vera standa í því að elda og þá er þægilegt að geta gripið í eitthvað úr frystinum til að hita upp og fengið heitan heimilismat en ekki  að vera endalaust að panta skyndibita.
 2. Bleyju félagi
  item_XL_33158857_126379464
  Mögulega eitt besta ráð sem ég get gefið er að hafa bleyjufélaga, þá ertu með allt sem þú þarft við hendina og þarft ekki að ganga um allt húsið að sækja það sem þig vantar. Í bleyju félaganum okkar verða bleyjur, blautþurrkur, kúkapokar, bossakrem, auka föt, brjóstainnlegg, haakaa brjóstapumpa og mjólkurpokar.
 3. Frosin dömubindi
  605c6c1aa5bba798db0de816006a7ba9.jpg
  Settu dömubindi í frysti fyrstu dagana, kuldinn hjálpar til við þrýstinginn og bólguna.
 4. Undirbúin fyrir brjóstagjöfina
  breast-pump-56a766825f9b58b7d0ea2125
  Ég klikkaði alveg á þessu á fyrri meðgöngu, enda hafði ég ekki hugmyd um að brjóstagjöf gæti verið svona ógeðslega erfið! Þessa meðgöngu verð ég vel undirbúin, ég mun bæði vera með rafmagns og handpumpu, ásamt haakaa brjóstapumpuni til að grípa mjólkina sem lekur úr hinu brjóstinu þegar barnið er að drekka.
  Gott tip er líka að reyna safna mjólk og frysta ef þú ætlar að hafa barnið á brjósti til að geta átt möguleika á að skjótast út.
 5. Millimál við hendina
  breastfeeding-snacks_web
  Stæðsta vandamálið hjá mér eftir að ég kom heim var að borða, ég fann ekki fyrir svengd og stundum liðu margir klukutímar þar sem ég fékk mér að borða. Mig var farið að svima og þetta varð til þess að brjóstagjöfin varð talsvert erfiðari en hún þurfti að vera.
  Gott tip er að hafa orkustangir í t.d bleyju félaganum, poka með rúsínum og hnetum og vatnsflösku.
 6. Sofðu
  Spinkie_Baby_Dreamy_Canopy_-_Oyster2
  Ekki stressa þig á því að vera ekki í rútínu, sofðu þegar barnið sefur. Að vera illa sofin til lengri tíma getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir geðheilsuna.
 7. Heimsóknir
  Ekki fá samviskubit við að segja nei við að fá heimsóknir ef þú ert þreytt eða langar kannski bara í smá tíma fyrir þig. Þú getur frekar boðið fólki að koma eftir að þið eruð búin að leggja ykkur,eða jafnvel bara daginn eftir. Skiljanlega eru allir mjög spenntir fyrir því að fá að hitta litla erfingjan en líðan þín og barnsins á alltaf að vera í fyrsta sæti.  1

Litla barnið byrjar í skóla

Ég hef hreinlega átt erfitt með mig allt síðasta árið. LITLA barnið mitt er orðið nógu stórt til að byrja í skóla! Litla mömmuklessan mín sem myndi lifa í fanginu mínu ef hann gæti það er búinn með leikskólagönguna og er allt í einu orðinn svo sjálfstæður skólastrákur.

Hann hlakkar svo til að byrja í skólanum. Hann er kominn með skólatösku og búinn að velja sér nestisbox.

Það er þó mjög mikilvægt að undirbúa börnin snemma fyrir skólagönguna því börn eru mis móttækileg þessari breytingu. Svavar Bragi er einmitt einn af þeim sem tekur breytingu með miklum fyrirvara og því byrjaði ég að tala um skólann og mýkja hann upp áður en leikskólinn fór í sumarfrí. Fyrst var hann ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að læra eða mæta á nýjan stað. Allt síðasta árið a leikskóla voru þau líka dugleg að fara í heimsókn í skólann fram að því að við fórum í „prufudag“ í skólann.

Það er líka sniðugt að viðhalda því sem leikskólinn gerir og setja fyrir þau verkefni yfir sumartímann til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal. Á sama tíma þykir mér mjög mikilvægt að minna barnið á og kenna því að ekki eru allir eins. Lífið væri ekki skemmtilegt ef allir væru eins, svo við verðum að fagna fjölbreytileikanum. Ég hafði alltaf miklar áhyggjur a sínum tíma að Svavar Bragi gæti lent í aðkasti vegna málfarserfiðleika. Hann byrjaði seint að tala skýrt og er enn hálf smámæltur en hann hefur tekið miklum framförum á síðasta eina til eina og hálfa árinu. Nú hef ég áhyggjur af því að ég hafi ekki undirbúið hann nógu vel fyrir að önnur börn gætu haft einhverja örðugleika… En sem foreldri vonar maður bara að maður sé að gera allt rétt. Annars verður maður að taka á því þegar að því kemur.

Bestu skólakveðjur – Hrafnhildur

Hengirúm fyrir ungabörn

Þegar að ég var ólétt af Maríusi gaf mamma mín mér gjöf. Þetta var vara sem að hún hafði rekist á í 68827192_740890099702217_4180256553544187904_n (1)verslun og fannst verulega sniðug. Ég skoðaði það mikið og fyrir utan það að mér fannst þetta verulega krúttlegt komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri einnig verulega sniðug vara. Varan sem um ræðir er hengirúm fyrir ungabörn.

Ég notaði hengirúmið fyrir Maríus og líkt og allt annað losaði mig við það eftir að ég hætti að nota það. Þetta var síðan eitt af því fyrsta sem ég útvegaði mér núna þegar ég komst að því að ég væri ólétt aftur, þar sem það skipti mig miklu að nota það aftur. Ástæðurnar fyrir því að mér finnst þetta sniðug vara eru ýmsar og ætla ég að fara yfir þær að helstu leyti hér;

 • Hengirúmið veitir réttan stuðning við bak krílisins sem stuðlar að heilbrigðum þroska hryggjarins.
 • Þyngd barnsins dreifist jafnt í hengirúminu sem minnkar álag á vöðva og liði barnsins og minnkar því líkurnar á flötu höfði vegna legu til muna
 • Líkt og vitað er líður ungabörnum verulega vel í fósturstöðu enda vön því að vera kuðluð saman eftir 9 mánuði í móðurkviði. Hengirúmið líkir vel eftir því auk þess sem að tilfinningin sem barnið fær við legu í hengirúminu líkir eftir tilfinningu sem minnir á fjöðrun og flot sem það upplifir í móðurkviðnum.69267639_520649722013898_4861936995212984320_n (1)
 • Hengirúminu er hægt að halda á nokkurri hreyfingu og rugga sem veitir mörgum börnum ákveðna öryggistilfinningu, rannsóknir hafa þannig leitt í ljós að hengirúmið hentar einstaklega vel fyrir fyrirbura og börn sem að eiga erfitt með að festa svefn.
 • Þar sem að barnið sefur með höfuðið aðeins ofar minnkar legan í hengirúminu líkurnar á magakrömpum og bakflæði.
 • Barnið getur ekki snúið sér yfir á magann og sefur því örugglega á bakinu.
 • Auðvelt er að rugga barninu aftur í svefn ef það rumskar, ekki þarf mikið til þess að
 • Hengirúmið er úr 100% bómull en það skiptir mig miklu máli að efnin sem barnið klæðist og/eða notar sé eins náttúrulegt og hægt er, sérstaklega fyrst um sinn

Það er því ljóst að ansi margir jákvæðir kostir eru við hengirúm fyrir ungabörn. Hengirúmið sem að ég notaði með Maríusi og kem til með að nota núna komu bæði frá sama framleiðanda, Peppa. Þau eru eftir því sem ég kemst næst þó ekki lengur í sölu en verslunin Tvö líf selur þó hengirúm og ég læt tengil á þau fylgja með, hér. 68777494_713227572490231_4517737598852005888_n (1)

Þess ber þó að geta að EKKI er um auglýsingu að ræða. Ástæða þess að ég set með tengil er vegna þess að núna í þetta skiptið tók það mig ansi langan tíma að finna stað sem að selur hengirúmin en fyrra hengirúmið mitt kom frá Tvö líf og síðara pantaði ég á netinu,

Þangað til næst!

Irpa Fönn

Grindargliðnun

Grindargliðnun er algengur fylgikvilli meðgöngu, til að gera smá grein fyrir því hversu algengur hann er var gerð rannsókn árið 2006 þar sem 46% ófrískra kvenna fengu grindargliðnun eða grindalos. Af þessum 46% voru 16% kvenna sem þurftu að notast við hækjur í endan á meðgöngunni og um þriðjungur sem vaknaði upp á nóttunni útaf verkjum.

IMG-3670

Á vísindavefnum er útskýrt grindargliðnyn sem verkjum í kjölfar þess að liðböndin slakna til að geta gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar.
Verkirnir geta komið fram í framanvert lífbein og/eða aftanverðum spjaldliði eða spjaldliðum. Verkirnir geta svo leitt út í mjaðmir, rassvöðva, niður eftir aftanverðu læri eða framan í nára til að nefna dæmi, eins geta verkirnir komið fram í annari hlið líkamans eða báðum.
Grindargliðnun tengist álagi og geta verkirnir verið mismunandi og breytilegir frá degi til dags eftir því hve mikið álag hefur verið á líkamanum.

IMG-3692

Því miður er engin töfralausn við að laga grindagliðnunina, hjá flestum konum jafna þær sig 6-12 vikum eftir fæðingu en þó eru sumar sem munu aldrei losna við verkina þó svo það sé langt síðan þær voru óléttar.
Hinsvegar eru til ýmis ráð sem geta hjálpað til við að draga úr verkjunum sem mig langar að deila með ykkur

 • Nálastungur
 • Snúningslak
 • Stuðningsbelti. Mæli með að kíkja í Eirberg, fékk þar mjög flott belti á góðu verði og flotta þjónustu.
 • Hlífa mjaðmagrindinni eins og hægt er, þá er ég ekki að tala um að hætta hreyfa sig heldur að beita líkamanum öðruvísi. T.d. ekki krossleggja fætur og ekki nota bakið til að beygja sig heldur fæturnar.
 • Sérhæfðar æfingar- hægt að finna flott video á youtube sem útskýra æfingarnar vel eða myndir á google með því að googlea Pregnancy-related pelvic girdle pain exercise
 • Sjúkraþjálfun
 • Sund

 

sagaharalds

Það sem þú gefur mér

Það að vera stjúpmóðir er ekki auðveldasta hlutverk í heimi – og liggur við að ég geti sagt að það sé erfiðara heldur en að eiga  barnið sitt sjálfur. Nú hef ég verið stjúpmamma í að verða komin 6 ár og alltaf fæ ég nýja og nýja vitjun við hverja stund með stjúpsyni mínum.

Til að byrja með þá notum við fjölskyldan  mín ekki orðið stjúp – það hefur haft leiðinlega merkingu í teiknimyndum per sei og vill ég ekki að börnin myndi sér þá skoðun á sambandinu á milli mín og sonar míns. Þótt ég hafi ekki fætt drengin þá kalla ég hann son minn – þó ég segist eiga þrjú börn þá á ég í rauninni fjögur en ég hef bara fætt þrjú (þar að leiðandi átt). Auðvitað koma tímar þar sem þrætt er við mig í margar mínútur yfir því að ég sé „bara“ stjúpmamma eða þá að hann kalli mig ekki mamma, en það er einmitt eitt af því sem við eigum ég og hann – það er sambandið okkar. Hann þarf ekki að kalla mig mamma, ég þarf ekki að kalla hann son minn. Hann veit það og ég hef sagt honum það mörgum sinnum að hann eigi alveg jafn stóran stað í hjartanu á mér og systur hans. Því hvort sem mér sé trúað eða ekki – þá hef ég verið til staðar fyrir hann frá því að hann fæddist.

Ég á ansi mörg nöfn hjá honum – ég á mamma védís, ég á védís og ég á mamma. Hans val ekki mitt hvað ég kallast. Það hefur aldrei verið ýtt á hann að byrja að kalla mig mamma né mína dóttur að kalla manninn minn pabba. Þetta er eitthvað sem þau völdu sér algjörlega sjálf og engin er að draga kjarkinn úr þeim að nota þessi nöfn á okkur. Við höfum verið mjög grimm við aðra sem „leiðrétta“ þau að við viljum leyfa þeim að velja hvað þau nota til að ná athygli okkar.

Eitt af því erfiðasta fyrir mig er það að hafa ekki alltaf völdin, því ég er sko algjörlega vön því. Ég ól upp Theodóru sem einstæð móðir í mörg ár og finnst því erfitt að hafa ekki alltaf úrslitaatkvæðið um ákveðin málefni. Reyndar verð ég að segja það að við sem stöndum á bak við bakið á stráksa vinnum sem ansi góð heild. Við verðum mjög sjaldan ósammála – en ef það gerist er það yfirleitt mæður vs. faðir. Svo við vitum alveg hvernig sú saga endar, ef þið skiljið hvert ég er að fara. En þrátt fyrir það þá tók það okkur alveg ákveðin tíma að nálgast þann stað sem við erum á – sagan á bak við strákinn er bara talsvert meiri en ég vill vera að setja inn á netið og ætla því ekkert að fara í nein smáatriði hvað það varðar, þar sem hann á alveg skilið sitt persónulegt space.

Stærsti munurinn á því sem ég get sagt að vera stjúpmóðir og móðir er sá að hann gefur mér talsvert meira en mín eigin börn. Ég er ekki að tala um nein uppáhalds börn eða neitt þannig – en þegar sambandið á milli þín og stjúpbarns er orðin það góð þá bregður þér talsvert meira við það sem stjúpbarnið gefur af sér til þín. Það er eitthvað sem maður er kannski ekki að búast við og ég tala nú ekki um eigin börn – öll börn koma þér á óvart. En það er eitthver önnur tilfinning við það að fá traust frá stjúpbarni heldur en maður getur nokkurn tíman fengið. Við erum að tala um að hann gefur mér eitthvað sem mín eigin börn munu aldrei geta gert, einmitt vegna þess að þau eru blóðskyld mér.

Það er talsvert erfiðara en maður heldur að koma þessu út orðum heldur en maður bjóst við. Þetta er hlutverk sem ég bjóst aldrei við að ég gæti tekið við, en fyrir þennan strák myndi ég vaða sama eld og brennistein og stelpurnar. Þetta er sonurinn sem ég fékk aldrei – og ég reyndi þrisvar ! Sama hvernig staða tunglsins liggur elsku Ásgeir þá veistu það að ég verð alltaf til staðar fyrir þig, því það sem þú gefur mér – er eitthvað miklu meira en ég get nokkurn tíman gleymt.

Swork it !

Eftir þrjár meðgöngur á 6 árum má telja sem svo að líkaminn á mér sé nú ekki sama standi og áður fyrr. Ég átti mitt fyrsta barn 16 ára og var á þeim tímapunkti í bullandi fimleikum að í 20 vikna sónar var ég ennþá með 6pack. Fyrir mér er hreyfing númer eitt, tvö og þrjú hjá börnunum mínum, þó svo að að miðju stelpan mín virðist erfa öll gen sem hægt er að erfa frá föður sínum og gleymir sér í tónlistarspili í marga klukkutíma. Ásamt því að yngsta barnið er nú rétt skriðið yfir þriggja mánaða.
Elsta stelpan mín, þessi 9 ára hefur alltaf haft gaman að hreyfingu. Hún er skuggalega sterk í höndunum og hefur gert handahlaup frá því að hún var lítið smotterí.
  Eftir að ég átti miðju stelpuna mína fór maðurinn minn að vinna 12 tíma vaktir á 2-2-3 plani. Stelpan var ekki værasta barn í heimi svo þegar ég var búin að koma elstu í leikskólann þá fórum við oftast heim og kúrðum okkur saman og söfnuðum orku eftir andvaka nótt. Svo var það að sækja þá eldri í leikskólann, heim að elda, að baða, svæfa og taka á móti dauðþreyttum manni. Svo tími minn fyrir ræktina var svo sem enginn þar sem ekki var barnapössun í ræktinni þar sem við bjuggum.
Ég byrjaði því að ná mér í æfingarforrit í símann minn. Í þeim forritum voru sýndar æfingarnar svo ég get fengið stelpurnar með mér í æfingarnar. Þetta þreytti þá eldri talsvert og sjálfri mér svo sem líka, en fyrir mér var þetta mikilvægt.
  Kallinn er svo byrjaður í nýrri vinnu og í þeirri vinnu er heilsukeppni og því hefur hann byrjað sjálfur á því að gera æfingar heima þar sem nýtt barn hefur komið. Enn og aftur vill elsta stelpan vera með og sú í miðjunni einnig. Þær æfingar sem hann gerir reynast þeim frekar erfiðar, þá börnunum. Svo ég ákvað að líta á hvort að það væri nú ekki til forrit fyrir krakkahreyfingar. Þar sem æfingarnar eru sýndar og auðveldari.
Ég fann því appið Sworkit Kids, sem er forrit sem gefur manni þann möguleika á að stilla tímann og hverskonar æfingar maður vill að barnið geri ásamt því að sýna æfinguna á skjánum. Forritið er frítt og gefur upp þrjá möguleika:
 • Strenght – eða styrkur
 • Agility – sem ég myndi þýða sem líkamstjórn
 • Flexibility & balance – liðleiki og jafnvægi
Æfingarnar eru æfingar sem ég man frá mér sem krakki í skólaíþróttum. Sumar erfiðari en aðrar en allar skemmtilegar. Þær eru það skemmtilegar að ég hef sjálf gripið í forritið og stundað þær, maður fær alveg helling út úr þessu. Og ég tala nú ekki um hlátrasköllin og ákafan í börnunum þegar þau ná að plata mann með sér. Ég myndi ef ég væri þú, klárlega kíkja á þetta forrit. Þetta er ein leið til þess að eiga góða stund með börnunum og leyfa þeim að fá sína útrás.
Þessi færsla er ekki skrifuð í samstarfi við appið.

litli tónlistarmaður

Ég er það heppin að eiga músíkalska fjölskyldu, sem þýðir bókstaflega að hér er aldrei hljóðlátt! Það er alltaf annaðhvort krakki syngjandi – helgi spilandi eða tónlist úr útvarpinu, já kæru landsmenn hér notum við útvarp ennþá!

Af öllum börnunum fjórum hjá okkur Helga er það miðjustelpan okkar sem hefur fengið tónlistargenin í beinan legg. Frá því að hún var ungur krakki var hún byrjuð að skoða hljóðfærin sem voru á heimilinu og gat hún dundað sér talsvert lengur við að fikta í þeim heldur en nokkurn tíman að leika sér með dót. Einu sinni fékk hún að velja sér dót úr dótabúðinni og gekk rakleiðis að einhverjum pakka sem innihélt mikrafón og rafmagnsgítar. Míkrafónn var eitthvað sem hún hafði aldrei séð áður en á mínútunni sem uppsetningin á dótinu var komin vissi hún nákvæmlega hvað hún átti að gera.

En þrátt fyrir að hún Heiðrós beri mestan karakterinn þegar kemur að hljóðfærum og músík þá eru hin ekkert skárri. Eins og flest allir krakkar sem sjá hljóðfæri fara þau að fikta og spila á þau. Hér á heimilinu gætum við þess vegan stofnað nútíma KIÐLINGANA. Þeir sem vita ekki hvað kiðlingarnir eru þá eruð þið búin að missa af miklu! Heimilið mitt mætti kalla litla tónlistarbúð – það væri auðveldlega hægt að búa til einhvern slagara og skella honum á bylgjuna, það er svo mikið af tónlistardóti herna að ég verð oft þreytt á því að telja það upp.

Tónlist því ver og miður er að deyja út í dag – og þá er ég ekki að tala um að folk sé að hætta að spila tónlist heldur live tónlist! Flest öll lög í dag eru gerð með því að ýta á takkana á lyklaborði, því nú og kannski áður er hægt að fá flest öll hljóðfæri í upptökuforritum. Helgi er bassasleikari og fyrir honum er allt spileri að fjara út (hans orð ekki mín!). Svo það var fljótt ákveðið að kenna krökkunum á hljóðfæri, við erum ekkert að tala um að þeim séu gefnir ákveðnir tónlistartímar en í hljóðfærakistunni herna heima fá þau að fara í hljóðfærin eins og þeim sýnist (auðvitað ekki bassana hjá pabba sínum þar sem þau lofta þeim engan vegin).

Hér eru heldur engin mörk sett varðandi tónlistartegund. Uppáhaldsdiskur stelpnanna er til dæmis Maximús Músíkmús og höfum við farið tvisvar sinnum á sinfoníutónleika í Hörpunni. Ásamt því auðvitað að Heiðrós var Maximús Músíkmús á öskudaginn sjálfan! Einnig eigum við gælumús sem ber sama nafn.

Söngur er auðvitað mikill hluti af þessu og ég held að Ásgeir hafi mestan áhuga á söngnum, Heiðrós vill mun frekar spila og búa til sína eigin texta. Ásgeir hefur mikin söngvabrunn og eins skemmtilegt og það er heyrir maður nú oft inn á gangi hjá okkur að hatrið muni sigra (takk Eurovision). Þótt nú allir krakkarnir syngi með flest öllum barnalögum er Ásgeir með eyjalagið með Friðriki Dór og Sverri Bergmann alveg á hreinu! Veit ekki alveg hvort að þetta séu óskýr skilaboð um það að ég eigi að kaupa miða fyrir hann á þjóðhátíð eða ekki.

Uppáhaldsstaður Helga, Heiðrósar og Hafþóru er klárlega einhver hljóðfærabúð. Þessi tvö fyrstu talin verða eins og litlir krakkar í nammibúð og Hafþóra elskar allt sem hun getur gert sem mestan hávaða út. Jú, jú þið lásuð rétt á milli línanna – hún elskar trommur. Helgi og Heiðrós eru ansi dugleg að fjárfesta í einhverskonar nótnabókum sem eru í raun vinnubækur í hljóðfæraleik. Og ef Heiðrós yrði metin í tónfræði væri hún örugglega komin með tvö stig.

Sama þótt krakkarnir séu rammfalskir hjá þer – kunna ekki textan eða eru bara að garga eitthvað út í blain skaltu aldrei reyna að þagga það niður. Ég hef heyrt sögur af frænda mínum sem var alltaf sagt að hafa hljótt þegar hann var að syngja – og hann bara hætti því hann fór að skammast sín. Tónlist er eitthvað sem á að veita vellíðan ekki stressi.

 

Munur á meðgöngum.

Munurinn á meðgöngum getur verið gríðalega mikill. Sem er skrítið því þú veist.. sama manneskja að ganga í gegnum sama ferli. Eða mér fannst það skrítið áður.

Ég var hand viss um að næsta meðganga hjá mér yrði hrein skelfing miðað við hvernig fyrri meðganga gekk. Allt, já ALLT sem hefði geta farið úrskeiðis gerðist.

Á fyrri meðgöngu varð ég rosalega veik, þarna er ég í síðasta mæðravernds tímanum, rétt áður en ég var gangsett

En það er magnað hvað umhverfið og andleg heilsa getur haft áhrif á meðgöngu. Það er nánast ólýsanlegt hversu mikið óþrafa áreiti getur haft miklar afleiðingar af sér.

Á fyrri meðgöngu leið mér vægast sagt hrikalega illa og var svosem búið að gera það í dágóðan tíma áður en ég varð ólétt. Hugarfarið hjálpaði því ekkert við það hvernig meðgangan myndi ganga, ég var búin að ákveða fyrirfram að þetta yrði erfitt, sem það jú var svo. En það hefði kannski verið tíu sinum léttara að ganga í gegnum þessa meðgöngu ef mér hefði liðið betur, ef ég hefði talað um tilfinningarnar og hvað væri að hrjá mig í staðin fyrir að bera þetta allt sjálf.

Ég varð fyrir miklu óþarfa áreiti sem virtist ekki vilja bíða fyrir utan útidyrnar sem fór að valda mér svo miklum kvíða, kannski var líka kvíðinn minn alltaf að kíkja aðeins út um þessar dyr. Skemmtilegt hvernig svona andleg veikindi virka.

Ég varð þunglynd og kvíðin, lág upp í rúmi á kvöldin að rakka mig sjálfa niður að ég væri ekki nógu góð, kvíðinn sagði mér svo að ég þyrfti að gera mikið betur en þunglyndið sagði mér að ég gæti alveg sleppt því ég væri hvort er svo misheppnuð.

Mér var svo óglatt, allan sólarhringinn, alltaf. Ég þurfti að fara nokkrum sinnum upp á spítala útaf ógleði, og útaf mér var svo óglatt og alltaf ælandi náði ég ekki að sofa, bæði því mér leið illa líkamlega og andlega.

Allir meðgöngukvillar sem komu upp urðu svo yfirþyrmandi og ég brotnaði niður. Ég varð óvinnufær um 20 vikur, sem gerði ekkert gott, þetta þýddi fyrir mig að ég hefði meiri tíma til að velta mér upp úr vandamálunum.

Ég fékk samviskubit yfir því að líða svona illa, mér átti ekkert að líða illa. Hverjum getur liðið illa þegar þú ert að finna fyrir litla barninu þínu sparka og hreyfa sig, þegar þú ert að brjóta saman litlu samfellurnar og setja saman rimlarúmið? Í hverri einustu skoðun sem ég fór í, þegar það var spurt mig hvernig mér liði svaraði ég ,,bara vel, smá þreytt bara“.

Kannski ef ég hefði sagt frá hvernig mér liði strax í byrjun hefði ég geta fengið hjálp.

Já svo þið skiljið að fyrri meðganga gékk svona príðilega illa fyrir sig.

Eftir að ég átti litla gullfallega púkan minn, ákvað ég að núna væri komið gott. Til þess að vera besta mamman sem ég gat og get verið fyrir hana þurfti ég líka að taka sjálfa mig í gegn og laga þessa líðan hjá mér.

Núna 16 mánuðum seinna er ég ólétt af baby númer tvö, næstum því hálfnuð með meðgönguna.

Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt, og í fullri hreinskilni helltist yfir mig í fyrsta sónarinum „shit það verða ekki einu sinni tvö ár á milli þeirra, hvað er ég að gera?!“.

Í þetta skiptið ákvað ég að fara allt aðra leið, verandi búin að fá þá hjálp sem ég þurfti til að bæta mína líðan og á minni leið að því að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ég myndi taka öllum fylgikvillum fagnandi, já líka þessari nasty ógleði.

Á fyrri meðgöngunni finnst mér ég hafa „misst af henni“. Veit það hljómar fáránlega, en mér finnst eins og ég hafi ekkii verið ég og hafi ekki verið með núvitundina við meðgönguna því mér leið svo illa. Svo þar sem þessi meðganga verður mín síðasta (allavega næstu 10 árin) ákvað ég að ég vildi njóta þess, hvort sem hún myndi ganga súper shitty eða vel þá ætlaði ég að njóta þess að vera ólett.

Ólétt af bumbubúa sem er væntanleg/ur í okt💕

Fyrsta þriðjunginn fann ég ekkert fyrir því að vera ólétt, það gekk allt svo smurt og vel fyrir sig. Ef það hefði ekki verið fyrir þetta litla skot „hvað ertu ólétt eða?“ hefði ég ábyggilega ekki tekið þetta óléttu test nærrum því strax. Mér leið ótrúlega vel, ég var bæði stressuð og spennt fyrir komandi tímum.

Eftir 12 vikurnar kom ógleðin rosalega sterk í bakið á mér, ég fékk og er með of lágan blóðþrýsting og er byrjuð að finna fyrir smá grindagliðnun.. en vitiði hvað! það er allt í góðu. Því áður en ég veit af verður þetta búið, barnið komið í hendurnar á mér og ári seinna verð ég komin með bumbusakn.

Já munurinn á meðgöngum getur verið rosalegur og það er magnað hvað andleg heilsan hjá manni getur spilað inní, enda er þetta í hvert skipti sem maður gengur í gegnum þetta (ef maður er svo heppin að geta það) einstök upplifun. Þó svo þú værir að koma með barn númer 1 eða 5 eru þetta allt jafn ótrúlegar upplifanir.

Tvær gjör ólíkar meðgöngur og gengin jafn langt

Hvers vegna ég kem ekki til með að gefa brjóst …

Þegar ég átti Maríus endaði ég í bráðakeisara, ég hafði lítið sem ekkert kynnt mér keisaraaðgerð þar sem það hræddi mig gífurlega og ég bara ÆTLAÐI að eignast hann „eðlilega“. Þetta gerðist allt frekar hratt eftir að mér var sagt að ég hefði ekki annarra kosta völ, aðgerðin útskýrð stuttlega og svo bara beint inn á skurðstofu.

Þegar að ég kom inn á herbergi eftir aðgerðina hélt barnsfaðir minn á Maríusi í fanginu og ljósmóðirin kom til þess að vigta hann og mæla. Eftir það var mér rétt Maríus og beðin um að prófa að setja hann á brjóstið. Ljósmóðirin hjálpaði mér við það og hann tók brjóstið strax.

Ég veitti því enga sérstaka athygli hvernig hún fór að því að leggja hann á, ég var ennþá að jafna mig á öllu því sem var nýbúið að gerast og fannst þetta eiginlega bara svolítið óþægilegt; ég var ekki viss hvernig mér fannst þetta, þetta var svo skrýtin tilfinning og ég var ekki einu sinni viss hvað mér fannst um þetta barn sem hékk allt í einu þarna.

Maríus sofnaði eftir að hafa drukkið og var þá lagður í vögguna sína og okkur rúllað niður á deild til þess að hvíla okkur. Þá um nóttina vaknaði hann nokkrum sinnum til þess að drekka og ég þurfti að hringja bjöllunni í hvert einasta skipti þar sem ég gat ekki staðið upp til þess að taka hann til mín og kunni ekki að leggja hann á brjóstið. Þetta var erfið fyrsta nótt, hann vaknaði oft og grét mikið, ég endaði á því að sofa með hann í fanginu hálfsitjandi í sjúkrarúminu og grét sjálf mikið þá nóttina líka. Snemma um morguninn þegar að ég hringdi bjöllunni eina ferðina enn til þess að biðja um hjálp með brjóstið þar sem hann reif sig alltaf frá því eftir 2 mínútur og ég átti erfitt með að róa hann niður aftur eftir það, vildi ljósmóðirin á vaktinni prófa að gefa honum ábót.

peli 1Eftir það var ekki aftur snúið, hann þurfti ábót fyrir hverja gjöf og eftir hverja gjöf. Hann byrjaði á að fá smá ábót í sprautu en fékk fljótlega pela þar sem að hann grét svo sárt og vildi borða svo rosalega ört. Ég var látin mjólka mig eftir hverja einustu gjöf líka í 30 mínútur, hvort brjóst og ráðlagt að leigja mér dælu sem ég og gerði. Mér var lánuð Þegar að Maríus var sofnaður var hann lagður í sjúkrarúmið og okkur rúllað niður á deild í sitthvoru rúminu. Ég þurfti líka að mjólka mig eftir hvert einasta skipti þar sem að hann fékk ábót og ég mjólkaði ekki nóg.

Við þurftum að vera aukanótt á spítalanum vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda meðan að hann var að drekka úr brjóstinu og það átti að fylgjast betur með hvort að eitthvað væri að, þessi aukanótt tók mikið á mig en í raun hafði öll spítalavistin, þessir 3 dagar sem við vorum þar  verið mjög erfið, aðallega vegna brjóstagjafavandamála.

Ég hélt ég hefði gert allt rétt þegar að ég var að undirbúa mig fyrir brjóstagjöf, átti fatnaðinn hafði lesið mér til og hélt áfram að gera allt sem ég mögulega gat og datt í hug til þess að hjálpa til með þetta. Ég fjárfesti í alls konar töflum og drykkjum sem áttu að vera mjólkuraukandi, tók inn vítamín og hvað eina auk þess sem ég hélt áfram að mjólka mig eftir hverja gjöf, hálftími á hvort brjóst á sirka 2 tíma fresti, allan sólarhringinn.

Þegar að um 2 vikur voru liðnar frá fæðingu Maríusar hætti ég að reyna að leggja hann á brjóstið því það þýddi að hann öskurgrét og ég með honum þegar að ég kom honum ekki á og gat ekki róað hann niður. Sumar nætur grétum við svo sárt að mamma kom inn til okkar til þess að gefa honum pela og róa mig, algjörlega ómetanlegt en á þessum tímapunkti ákvað ég að reyna að hætta að setja hann á brjóstið og gefa honum mjólkina mína í pela frekar.

Ég mjólkaði mig 8 sinnum á sólarhring, núna í 40 mínútur hvort brjóstið og náði á góðum degi 40 – 60 ml. en hann var að drekka um 400 ml. á sólarhring. Fljótlega fóru síðan þessir fáu ml. að verða enn færri og að lokum fékk ég einungis úr öðru brjóstinu nokkuð til að tala um og kannski 20 ml. allt í allt. Þá sagði mamma mér að hætta þessu bara, ég gæti ekki gert mér þetta lengur, ég væri þreytt og búin hann þyrfti meira á mömmu sinni að halda heldur en mjólkinni frá mér. Ég er henni alveg óendanlega þakklát fyrir að hafa opnað fyrir mér augun og fengið mig til þess að sjá hvað ég væri að gera mér og okkar sambandi.

Ákvörðunin um að hætta að reyna að hafa Maríus Blæ á brjósti er ein besta ákvörðun sem að ég hef tekið, bæði fyrir mig og Maríus. Mér var mikið í mun að enginn vissi að ég gæfi honum ábót eða að hann drykki úr pela svo mikil var skömmin sem fylgdi. Þegar að ég hætti að mjólka mig og gefa honum brjóstið reyndi ég einnig að fela það og sagði engum nema allra, allra nánustu í að minnsta kosti mánuð.

peli 2

Ég naut þess aldrei að hafa Maríus á brjósti, fannst það vera kvöð frá fyrsta skipti og kveið ávallt næstu gjafar. Þau fáu skipti sem mér tókst að koma honum á brjóstið fann ég fyrir ónotatilfinningu og gat ekki beðið eftir því að hann hætti að sjúga svo ég gæti lagt hann frá mér. Þegar að ég hugsa til brjóstagjafar núna fylgir því ekkert nema kvíði og óþægindi. Þó ég viti það vel að þetta þarf ekki að fara eins og áður þá er ég það hrædd um það að ég er ekki einu sinni tilbúin að reyna það. Ég kem því ekki til með að gefa barninu mínu brjóst þegar að hún kemur út, hún verður pelabarn og það er ekkert sem getur fengið mig til þess að skipta um skoðun. Ég átti mjög erfitt með þetta tímabil og það ætti ekki að furða neinn að ég endaði með massívt fæðingarþunglyndi, áður hafði ég verið með meðgönguþunglyndi og hefur þessi meðganga núna ekki gengið neitt svakalega vel andlega svo ég tel það nauðsynlegt að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að enda betur en síðast.

Þangað til næst!

Irpa Fönn (insta: irpafonn)

PlanToys

Eins og flestir vita er ég mikil áhugamanneskju um umhverfisvænan lífsstíl og mikið á móti plasti og þar af leiðandi ekki hrifin af plastleikföngum heldur.

Mig langar til þess að segja ykkur aðeins frá fyrirtæki sem að framleiðir leikföng og er eitt af mínum uppáhalds! – PlanToys

5PlanToys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðarleikföngum. Allar vörur þeirra eru gerðar úr náttúrulegum gúmmítrjám sem eru hættar að framleiða latex. Passað er upp á það að enginn áburður er settur í jarðveginn 3 árum fyrir uppskeru í því skyni að viðurinn sé algerlega eiturefnalaus. Í leikföngunum eru engin eiturefni, náttúruleg litarefni og áhersla er lögð á að endurnýta allt það sem til fellur í framleiðsluferlinu.

Fyrirtækið var stofnað árið 1981 í Trang héraðinu í Taílandi. Fyrirtækið var stofnað af manni sem hafði alist þar upp við að trén sem nú eru nýtt til leikfangaframleiðslu voru brennd til þess að rýma fyrir nýjum en því fylgdi náttúrulega gífurleg mengun. Saga fyrirtækisins og hugmyndafræði hefur því frá fyrsta degi verið til fyrirmyndar.

Leikföngin eru ekki aðeins umhverfisvæn heldur er leikfangaverksmiðjan sjálfbær, endurnýtir allt sem fellur til og styður samfélagið í kring. PlanToys notar eiturefnalausa ofnaþurrkunaraðferð til þess að gera viðinn endingargóðan, þeir fundu upp aðferð til þess að nýta allan þann við s4em fellur til við framleiðslu. Þetta er gert með því að mala viðinn niður í fínt sag og síðan notuð sérstök hitameðferð til þess að búa til form fyrir leikföng sem eru svo nýtt með harðvið.

PlanToys notar eingöngu umhverfisvæn litarefni í leikföngin sín og er það lífrænt og bæði gott fyrir börnin og umhverfið, þeir nota einnig vatnslitarefni sem inniheldur hvorki blý né málm. Auk þess er allur pappír sem þeir nota endurunninn og soya blek notað í allt prentað efni, en soya blek er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Eitt af því sem PlanToys leggur áherslu á er að vekja bæði börn og foreldra þeirra til umhugsunar um umhverfisvernd og markmið þeirra er að börn um allan heim komi til með að vaxa úr grasi með þekkingu og gildi um að virða og varðveita náttúruauðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir.

3Fyrirtækið hefur byrjað með nokkur verkefni í því skyni að styðja undir sjálfbæran hug. Tvö af mínum uppáhalds eru gróðursetningarverkefnið „Plan Loves“ þar sem að PlanToys velja svæði sem þurfa á því að halda og planta þar trjám, hingað til hafa þeir plantað um 50.000 trjám í Chaiyaphum og stendur til að planta þar áfram allavega næstu 10 árin.

Síðan er það „Mom-Made Toys Project“ sem að hrint var af stað á 30 ára starfsafmæli PlanToys. Markmiðið með þessu verkefni var að búa til leikföng sem hjálpa börnum með fatlanir og þroskaskerðingu. Í samstarfi með LOWE Thailand og mæðrum barna með sérstakar þarfir voru búin til sérstök leikföng. Eitt leikfangið er fyrir börn með heilalömun, annað fyrir einhverfu og það þriðja fyrir sjónskert börn.

Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir þau verkefni sem eru og hafa verið í gangi hjá þeim, en það er ótrúlega gaman hve ríka samfélagsvitund þau hafa og hvernig þau leggja sitt til.

2

Við erum einmitt með leik í gangi á Instagram núna til 23. apríl þar sem hægt er að vinna frá þeim þetta fallega sandkassasett og mæli ég með því að hoppa yfir á insta (maedur.com) og taka þátt!

1Til þess að gera færsluna ýtarlegri og geta sagt enn betur frá þessu frábæra fyrirtæki fékk ég aðgang að ansi góðum upplýsingum og lærði ýmislegt sem að ég vissi ekki nú þegar, þrátt fyrir að hafa þekkt það þokkalega vel. Þetta er fyrirtæki sem mér finnst vera til algerrar fyrirmyndar, ég hef mikið verslað af vörum þeirra og kem til með að halda því áfram. Ég mæli mikið með því að foreldrar kynni sér vörur þeirra.

Til þess að skoða vörurnar þeirra er hægt að skoða síðuna plantoys.is það er þó ekki netverslun en sölustaðir PlanToys á Íslandi eru eftirfarandi:

Vistvera (Grímsbæ og vistvera.is)

Fífa

Hrím Hönnunarhús (Kringlunni og hrim.is

Litla Hönnunarbúðin

Dimm

Hreiður

Whales of Iceland (Waterplay leikföngin einungis)

LóLó verslun

Heimabyggð

Motivo

Hrísla (hrisla.is)

Að eignast barn á 24 viku

Þann 21. nóvember átti ég tíma upp á landspítala í skoðun, þá komin 24 vikur upp á dag! Ég átti tíma kl. 09:00 upp á mæðravernd, ég var búin að kvarta undan verkjum í legi, appelsínugulum leka og smá blæðingu! það var búið að blæða reglulega hjá mér út meðgönguna þá aðallega þegar að ég var undir álagi (Á þeim tíma vann ég sem þjónn og barþjónn svo ég var á hreyfingu mest allan daginn)

Já, Ég var sem sagt komin þarna uppá mæðravernd í almennt eftirlit, ég var send heim með þær upplýsingar að ég ætti að taka mér hvíld yfir daginn þar sem að ég var í vaktarfríi en það væri óþörf fyrir mig að hætta að vinna, og appelsínuguli vökvinn væri að öllum líkindum þvag sem væri að leka!

Ég fer heim og legg mig, kl 14:00 vakna ég við væga túrverki, ég finn fyrir litlum polli í rúminu svo ég hugsa með mér “ æi pissaði ég aftur á mig “ ég var farin að hallast að því að það væri eitthvað að pissublöðrunni minni! eftir þetta „slys“ fór ég bara í sturtu í rólegheitunum, lagðist á botninn og lét renna á bumbuna (sem á alls ekki að gera ef að það er allt opið upp út af sýkingarhættu en hvað vissi ég svo sem?) eftir sturtuna fór ég inní svefnherbergi til að klæða mig, ég sast á rúmið teygði hendina eftir Baby, litlu pug tíkinni okkar á þeim tíma hún er dáin í dag blessunin. Það myndaðist þrýstingur á kúluna sem varð til þess að það varð sprenging! ALLT LEGVATNIÐ VAR FARIÐ!!! og ég komin 24 vikur.

Mín fyrstu viðbrögð voru náttúrulega bara sturlun! Síminn minn varð batteríslaus á meðan ég svaf!! svo í geðshræringu minni vafði ég utan um mig loðnu teppi úr Ikea og hljóp fram á gang! ég var náttúrulega allsber (ekki mitt stoltasta moment verð ég að viðurkenna) og bankaði á allar dyr! en ENGIN var heima í allri blokkinni!

Á leiðinni upp aftur heyri ég að hurðin opnast, þar var ungur strákur að koma heim úr skólanum get ég ímyndað mér en hann bjó sem sagt á móti okkur í stigaganginum upp á 3 hæð! Honum var ansi brugðið ég ásaka hann ekki haha, hann leyfir mér að hringja hjá sér, ég hringdi í sjúkrabíl og Einar.

Einar var komin á undan okkur enda skít hræddur um Önju Mist og mig. Þegar upp á fæðingardeild var komið var tekið leg vatnstrok sem sýndi neikvætt ( sem sagt ekki legvatn) á sömu stundu voru vaktaskipti! hún spyr hver staðan væri, þær segja að strokið sé neikvætt! sem betur fer tékkaði hún aftur sem var að sjálfsögðu jákvætt! En allir geta gert mistök það er nú bara þannig.

Ég var send í sónar og þar sást lítið sem ekkert, þetta var svona eins og stöðvarugl í sjónvarpinu þegar að ég var lítil nema bara svarthvítt! allt legvatnið var farið, þarna var mér tilkynnt að ég myndi eyða restinni af meðgöngunni upp á sængurlegudeild „bundin“ við rúm! mín fyrstu viðbrögð var gífurleg hræðsla,sorg og reiði! þarna var ég 21 árs að ganga með mitt fyrsta barn svo ég var komin með ákveðnar hugmyndir hvernig meðganga gengi fyrir sig, mitt viðmið voru mæður sem gengu fulla meðgöngu, svo það í rauninni hvarflaði ekki að mér að eitthvað svona myndi koma fyrir mig! og já mér fannst þetta bara drullu ósanngjarnt, mér leið eins og ég hefði brugðist henni! eftir mikinn grátur náðu ljósmæðurnar,Einar og mamma að róa mig niður!

Það var byrjað á því að gefa mér dreypi til að stöðva fæðinguna og sterasprautu! en best er að ná fyrstu 2 sterasprautunum fyrir lungun á barninu var mér sagt!

 

p1
Við mamma í góðu yfirlæti

Fyrsta daginn mátti ég ekki fara úr rúminu svo mér var boðið að pissa í kopp, ég mátti ekki fara í sturtu vegna sýkingarhættu,en handþvottur var í lagi! þetta þótti mér svakalega erfitt, ég fékk að tala við lækni og sögðu þeir mér að dvölin mín á sængurlegudeild gæti verið frá viku og upp í 10 vikur en það varð tíminn að leiða í ljós! Einar var hjá mér allan tíma, hann svaf á bedda eða í lazyboy fór eftir því hvað var laust, Einar var alveg staðráðinn í því að hann myndi sko vera með mér allan tímann!

„Með matar og klósett pásum að sjálfsögðu!,,

Haha nei nei hann gerði gjörsamlega allt fyrir mig huggaði mig ef ég var leið, smúlaði mig í sturtu já ég fékk að fara í sturtu á þriðja degi, hann spilaði við mig, horfði með mér á ógrynni af kvikmyndum og þáttum, hann var bara gjörsamlega fyrir mig sem er ekki algengt! þetta var alveg jafn mikið hans eins og mitt! en jæja svo við höldum nú áfram.

Á 4 degi um nóttina byrjaði ég að fá hríðarverki í bakið svo ég gat ekki sofið, ég hringdi 1 sinni bjöllunni um 01:00 leitið og lét þær vita að ég átti erfitt með að sofna út af stanslausum og sárum verk í mjóbaki, þær fylgdust vel með mér og voru reglulega að koma og kíkja á mig, kl. 05:00 var ég ekkert búin að ná að sofa svo ég fékk verkjastillandi sprautu eftir hana lognaði ég gjörsamlega út af, um 08:00 var tekin blóðprufa, ég svaf bara á meðan.

Kl. 13:00 var ég vakin af yndislegum fæðingarlækni, hún sagði við mig með blíðum róma

„Jæja Guðbjörg mín nú ertu komin með meðgöngu eitrun svo við verðum að ná stelpunni út sem fyrst! hér er tafla sem kemur þér af stað! það bíður ljósmóðir eftir ykkur uppá fæðingardeild!,,

Þetta gerðist svo hratt, ég hafði engan tíma til þess að melta það sem að var í gangi!

en ég man eftir því að þetta var blanda af hræðslu og spenning! ég sagði fátt og reyndi að hugsa ekki of mikið um hversu lítil og brothætt hún væri heldur reyndi ég að hugsa jákvætt!

Í byrjun var mér sagt að ef hún kæmi sama dag og ég missti vatnið og ég ekki búin að fá sterana fyrir lungun hennar eru um 50% líkur á að Anja mín mynd lifa þetta af! EN þar sem að ég náði fyrstu 2 sterasprautunum  þá voru líkurnar meiru heldur en minni sem róaði mig verulega!

Svooo við höldum áfram, mér var gefin tafla til að koma mér af stað, sem gekk bara svona ljómandi vel enda var ég komin með hríðar áður en við komum upp á fæðingarstofu!! Það var yndisleg ljósmóðir sem tók á móti okkur og í minningunni var hún mikill húmoristi sem auðveldaði mér mikið!

þegar uppá herbergið var komið spyr ég hvort að þetta verði nokkuð mikið verra? (þá meina ég hríðarnar) og hún svarar „jáááá jáa þúsund sinnum en ég vil kynna þér fyrir besta vini þínum í kvöld GLAÐLOFTINU,, og svo brosti hún!

Nærveran hennar var svo þægileg og þar sem að hún var búin að ganga í gegnum svipaða fæðingu skildi hún nákvæmlega hvað ég var að fara að ganga í gegnum!

En jæja það tók bara þessa einu töflu til þess að koma mér af stað, ég var í 1 í útvíkkun í 6-7 tíma! Svo það var lítið að gerast þar á milli en hríðarnar jukust með hverjum klukkutímanum, á meðan að við Einar og mamma biðum horfðum við á Walking dead sem mömmu og ljósmæðrunum fannst vægast sagt mjög fyndið, um klukkan 22:00 voru verkirnir orðnir óbærilegir, ég sofnaði á milli hríða svo ég var orðin ansi uppgefin! ég spurði ljósmóðurina hvort ég mætti fara í sturtu sem ég mátti svo ég hékk þar á kolli í góðar 30 mín!

Eftir sturtuna bað ég um mænudeyfingu! ljósmóðirin skoðaði mig og samþykkti! þarna var ég komin í 6 í útvíkkun og komin með virkilega harðar hríðar.

Nú hugsa margar hvernig getur verið að hún fái svona harðar hríðar með svona ofboðslega lítið barn! þetta getur ekki verið neitt í samanburði við barn í eðlilegri stærð!

Tjaaa júu! ég fann meiri verki með Önju þann tíma sem ég var ekki mænudeyfð! ferlið er nefnilega það sama skal ég segja ykkur! sama hvað þá þarf ég að komast í 9 í útvíkkun.

Ég veit ekki hversu oft það hefur verið gert lítið úr minni upplifun vegna þess að konan sem ég er að ræða við heldur að hennar upplifun hafi verið sársaukafyllri en mín,

Eitt sinn fékk ég að heyra „Bíddu bara þangað til þú fæðir barn í eðlilegri stærð,,

Fæðingar eru svooo mismunandi í fæðingunni með Kristel náði ég að anda mig í gegnum hríðarnar, sem ég náði td. ekki með Önju Mist svo ég fékk mænudeyfingu sem virkaði þangað til Anja mín var fædd en með Kristel Nótt þá datt deyfingin niður þegar að ég var að fæða hana það var verulega sárt og erfitt! svo ég á mjög svo ólíkar fæðingar sögur burt séð frá því að ég var að fæða barn á 24 viku!

En jæja höldum nú áfram, ég var sem sagt komin með 6 í útvíkkun og vildi fá mænu rótardeyfingu og það strax! svo því var reddað! á meðan við biðum vildi ég fá kjötsúpuna sem tengda mamma mín var svo yndisleg að útbúið handa mér kvöldinu áður, og þvílík himnasending sem hún var!! enn ég mátti hins vegar ekki borða kjötið né grænmetið ef ég skildi fara í bráðarkeisara, svo ég drakk bara soðið á milli hríða.

Nú var komið að því að setja upp mænu deyfinguna sem tókst svona glimrandi vel! ég deyfðist jafnt sem var dásamlegt, þarna var klukkan rétt yfir 23:00, mér var ráðlagt að hvíla mig sem ég gerði, um 01:00 var ég skoðuð og jebb komin í 9 í útvíkkun! já þetta gerðist mjög hratt eftir mænu deyfinguna.

Ljósmóðirin kallaði inn ógrynni af læknum,ég held að við höfum verið um 11 inn á fæðingarstofunni! þetta var sem sagt að gerast, við vorum að fara að sjá pínu litlu stelpuna okkar! Ég var var mjög dofinn svo ég fann ekki fyrir rembingsþörf en ég rembdist með bestu getu í 20 mín þangað til hún kom!!

Anja Mist fæddist eftir 24 vikur+5 daga kl. 01:23 þann 26 nóvember árið 2014

Anja mín grét þegar að hún kom út og ef ég á að lýsa grátinum hljóðaði hans eins lítið tíst í mús! eða lítið blístur sem heyrðist varla! Einar var svo heppin að fá að klippa á nafla strenginn svo fékk ég að halda á henni í nokkrar sekúndur áður en hún var inntúberuð!

 

p2

Hún var svo ósköp lítil og viðkvæm ! húðin var rauð og gegnsæ og við viðkomu var hún  blaðþunn og rök.

Hún var svo lítil,fullkomin og alveg fullmótuð! hún fæddist með kolsvart hár! ó hvað hún var lítil og falleg ! Anja fæddist með alvarlega yfir réttu á báðum fótum svo þar af leiðandi gat hún ekki beygt þá heldur beygðust þeir upp á við!

p3

Þegar að hún fæddist leið mér ekki eins og hún væri mín, mér leið ekki eins og móður!

Þessar aðstæður eru náttúrulega allt annað en venjulegar! mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman! við fengum ofboðslega stuttan tíma með henni áður enn henni var brunað uppá Vökudeild, við horfðum á hana í gegnum hitakassa fyrstu mánuðina sem var gífurlega erfitt, húðin hennar var það viðkvæm að hún þoldi illa strokur! svo við héldum bara í hendina hennar!

 

Með tímanum kom móðurtilfinningin sinnum 10 og sé ég ekki sólina fyrir blóminu mínu.

p6p7

p5

Anja mín er með veikt ónæmiskerfi og viðkvæm lungu en annars gengur henni vonum framar! framförin hafa verið gríðarleg í gegnum árin!

Þetta er búið að vera gríðarlegt ferðalag! ég tel að við vorum valin fyrir þetta verkefni! og er ég svo dásamlega þakklát fyrir dóttur mína sem hefur kennt mér og okkur mun meira en ég mun nokkurn tíman ná að kenna henni.

Ég vil deila nokkrum myndum af bataferli hetjunnar okkar sem ég svo óendanlega stolt af.

p1333

p122

p144

p1000

p1111111111

p155

p123
Þarna var Anja með óþekktan lungnasjúkdóm, eftir mánuð losnaði hún almennilega við öndunarvélina
p11111111
Og við flutt til Philadelphiu í laut að lækningu
p166
Þar er Anja að fá göngu spelkur
p13
Sem fannst eftir 5 vikna dvöl í Philadelphiu! þarn eru við á leiðinni heim til íslands
p111111
Anja komin til ísland, þarna var hún að sóla sig í miðbæ Reykjarvíkur.
p11111
Fyrsta sumarbústaðarferðin eftir veikindin

p1111

p14

p111
Fyrsta útilegan eftir veikindin
p188
1 snjótu ferð af mörgum
p177
Með fyrstu bílferðunum án súrefnis
p18
Anja leikskóla stelpa

p1999
p1009

p1099

p10009
My dancing queen
p12111
Fallega 4 ára Anja mín

Þangað til næst

 

gu

insta

 

Kæri barnsfaðir

Kæri barnsfaðir.

Mig langaði til þess að skella nokkrum orðum hérna til barnsföður míns og kannski eru þá einhverjir hérna sem tengja við eitthvað af þessu.

Mig langaði til þess að byrja á því, kæri barnsfaðir að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Bæði það góða og það slæma, það er nefnilega alveg frekar margt. Þú kenndir mér til dæmis það að sumar persónur ganga hreinlega ekki upp saman, og við erum ein af þeim. En þó að við höfum ekki gengið sem ástfangið par þá göngum við samt upp sem einhverskonar teymi. Nú hvernig þá? Við erum ekki ástfangin eins og ég taldi hérna upp áðan, við erum ekki bestu vinir alltaf en þó göngum við upp sem foreldra barnsins okkar, sem bara frekar gott teymi.

Sagan okkar er svolítið eins og götóttur ostur. Ég hef verið slæm í orðum um þig og þú einnig um mig, við getum hvorug neitað því sama hversu mikið við munum reyna að trúa því. Stundum hreinlega þolum við ekki hvort annað. En veistu hvað? Það er bara allt í fínasta lagi, það er ekki dans á rósum að vera með tvær fjölskyldur að ala upp sama barnið. Einnig hefur þetta samband okkar sem foreldrar ekki verið upp sitt besta á tímabilum. Við höfum bæði tekið skref til hliðar sem var kannski ekki besta skrefið en hvað sem á reynir, reynum við að halda því sem gerðist frá því sem mun gerast.

Á beggja bóga höfum við getað leitað til hvors annars. Ég til dæmis hef reitt mig á þig varðandi bílakaup og viðgerðir á svoleiðis hlutum þar sem ég hef ekki hundsvit á því. Þú hefur getað reitt þig á mig varðandi hárið á barninu í íþróttinni sem hún stundar og einnig hefur verið leitað til mín varðandi hárið á henni fyrir myndatökur og annað. Það eru ekki allir skilnaðarforeldrar sem geta komið saman varðandi eitthvað sem tengist barninu á forsendum hins. Það að við getum komið okkur að samkomulagi varðandi það að koma barninu á æfingar og sækja hana er æðislegt, oft leiðir það til leiðinda hjá öðrum foreldrum sem eru að ala upp barn í tvennu lagi.

Við vorum svo heppin að fá dóttur okkar snemma á lífsleiðinni svo við kenndum hvort öðru mjög fljótt margt. Svo nefna má samskipti, hlutverkaskipti, skipulagningu og annað. Við þurftum bæði að þroskast mjög hratt þegar stelpan kom í lífið okkar og hugsa um hluti sem jafnaldrar okkar jafnvel eru ekki byrjaðir að hugsa um í dag. Við getum litið til baka og verið stollt af okkur, pældu í því. Við tvö ! Við tvö gátum þetta ! Eitt erfiðasta hlutverk mannsins og við tvö gátum þetta í einhverskonar sameingingu. Og hvað höfum við í dag, eitt sterkasta mannsbarn sem ég hef á ævinni kynnst.

Það að finna leið til þess að veita barni hamingju er að við stöndum öll þétt saman sem komum að henni.Það að þú leyfir öðrum manni að vera með þer sem faðir dóttur okaar er stór sigur, og á það einnig við mig með konuna þína. Dóttir okkar hefur stóran hóp í kringum sig sem stendur þétt á bak við hana. Og þó við stígum flest öll skref samstíga, þá koma inná milli koma stundum hliðarskref. Við vitum það að þegar við öll höldumst í hendur verður verkið mikið auðveldara. Það skiptir miklu máli að við treystum hvort öðru í því hlutverki sem okkur var gefið varðandi barnið. Það er ekki bara hlutverk okkar að vera foreldrar hennar, við í sameiningu erum að móta einstakling.

Við bæði höfum þurft að taka stórar ákvarðanir varðandi fjölskyldur okkar, þá er ég að tala um mig og manninn minn og börn og þig og þína konu og börn. Það að við komumst að því samkomulagi að það besta fyrir stelpuna okkar væri að búa á íslandi hjá þér þegar maðurinn minn komst í nám í öðru landi var ein stærsta ákvörðun sem ég hef þurft að taka og þu studdir okkur í því.

Það er svo ótrúlega margt tengt foreldrahlutverkinu sem ég get sagt að ég hafi lært af þér, þótt ég geti ekki nefnt það með orðum þá finnst mér að þú þurfir að fá að vita það. Ég mun þurfa alla mína lífsleið að þurfa tala við þig, sama þótt stelpan verði átján ára því hún mun vonandi koma með börn sem við tvö eigum saman sem barnabörn. Við þurfum að mæta í giftinguna hennar ef hún ákveður að gifta sig einn daginn og við þurfum að vera til staðar fyrir hana alla þá daga sem við höfum ennþá eftir að lifa.
Þó þú sért ekki fyrsta manneskjan sem ég hringi í til að bjóða í kaffi eða detta í spjall þá ertu manneskjan sem gafst mér dóttur okkar og fyrir það færðu stærstu þakkirnar.

Takk fyrir að vera að fara í gegnum þetta með mér, því ég veit ekki hvort að ég gæti þetta ein.