Er barnið tilbúið fyrir fastafæðu 

5  ráð varðandi fyrstu skrefin.

Þessi tími er svo einstaklega skemmtilegur barnið er að fara kynnast allskyns nýjum á ferðum og brögðum, fyrstu skrefin eru vanalega skemmtilegust og ber að njóta þessa skemmtilega tíma.

Áður en barn byrjar að ganga byrjar það yfirleitt að skríða, þannig gengur maturinn einmitt fyrir sig líka. Flest allt er tekið í skrefum, örsmáum hænu skrefum.

Fyrstum sinn fá þau einungis brjóstamjólk eða þá formúlu, þegar að barnið nær 4 mánaða aldri er vanalega byrjað að kynna því fyrir mat,sumir láta brjóstið duga sem er frábært foreldrar finna yfir leitt hvað hentar hverju sinni fyrir sig og sitt barn.

En jæja er barnið byrjað að sýna áhuga eða finnst þér kanski bara komin tími fyrir næstu skref?

hér er smá listi af ráðum sem ég hef stutt mig við í gegnum tíðina.

Nr.1

Að leyfa barninu en ekki klukkunni að ráða för, leyfðu barninu að vísa veginn

Nr.2

Vertu á varðbergi, sýnir barnið að það sé tilbúið eða sýnir það aukinn áhuga

Nr.3

Að byrja að mauka

Fyrst um sinn var mælt með af ljósmæður að testa grautinn, gott er að blanda brjóstamjólk eða formulu við grautinn,

annars eru endalaust af mauk uppskriftum sem þú getur nálgast á pinterest.

Það verður að hafa í huga að barnið hefur nærst á einungis mjólk fyrstu 4-6 mánuðina jafnvel lengur, smooth og frekar þunn áferð myndi henta fyrst um sinn, sniðugt er að bæta móðurmjólkinni eða formúlunni við maukið til að þynna.

Nr.4

Að bæta inn fleiri áferðum

þegar að viðbrögð barnsins gagnvart á ferðum hefur minnkað er sennilega komin tími til þess að fara í aðeins grófari áferðir sem barnið þolir, þarna er gott að létt mauka eða jafnvel nota gaffal til að stappa

Nr.5

Barnið borðar sjálft

í rauninni leyfði ég Kristel að ráða alfarið för þarna, um leið og hún fór að sýna matnum og diskinum áhuga með höndunum þá leyfði ég henni bara að prufa sig áfram, það er ekki það skemmtilegasta að þrífa upp eftir matartíman en ótrúlegt en satt þá venst þetta furðu fljótt og kemst inní rútínuna.

Svo seinna meir fara þau að hafa áhuga á skeiðinni þá gildir það sama bara að leyfa þeim að prufa sig áfram og fylgjast með.

Vonandi kom þetta einhverjum að gagni

þangað til næst.

gu

insta

Tölvupóstur til barns

Þegar að ég var ólétt af stráknum mínum síðustu mánuðina sérstaklega var ég mjög dugleg á Pinterest og fann þá hugmynd sem mér fannst algjör snilld!

Hér er „pin-ið“

tölvupóstur

Svo það er akkúrat það sem ég gerði, ég stofnaði netfang fyrir strákinn sem er þó ekki bara nafnið hans heldur eitthvað sem hann myndi ekki vilja nota sjálfur og engum öðrum myndi detta í hug. Ég hef aldrei sagt nokkurri sálu frá því hvað það er og kem ekki til með að gera en það er þó skrifað á miða sem er geymdur á öruggum stað ásamt lykilorðinu bæði ef ske kynni og líka bara því ég man ekki einu sinni lykilorðið núna lengur. Ég kem aldrei til með að opna netfangið en á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér til hans og ég vona innilega að honum finnist þetta jafn skemmtilegt og mér.

Ég skrifa og sendi ýmislegt á hann, myndir af okkur saman eða honum, sónarmyndirnar senti ég til öryggis og síðan hef ég skrifað stuttlega um hvað mér fannst þegar ég sá hann fyrst og þegar að hann varð 1 árs og síðan 2 ára hef ég skrifað stutta afmæliskveðju og sagt honum aðeins frá síðasta árinu hans og kem til með að gera það næstu afmælisdaga líka. Stundum líða mánuðir á milli og það er allt í góðu það þarf ekki að vera mikið þarna inni og ég hef líka sent bara „ég vona að þú vitir að ég elska þig alveg helling“ Það er svo ótalmargt sem hægt er að senda en ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir.

 • Myndir af skemmtilegum viðburðum; afmæli, jól, áramót, sumarfríið eða bara safna saman nokkrum sem að þér þykir vænt um.
 • Saga um eitthvað skemmtilegt sem barnið/krakkinn kann að hafa gert eða sagt.
 • Myndir af föndri sem viðkomandi var einstaklega ánægður með eða stoltur yfir.
 • Stuttar orðsendingar.
 •  Hvað er í gangi í lífi ykkar þessa stundina.
 • Myndir og myndbönd af þeim að stunda áhugamál sín.
 • Jafnvel þeirra hugmyndir og óskir um hvernig framtíðin lýti út í þeirra augum, hvað þeim langar til þess að gera og gaman gæti verið fyrir þau að sjá hvort skoðanirnar séu enn þær sömu.
 • Og svo náttúrulega allt sem ykkur dettur í hug, allt og ekkert.

Það skiptir ekki máli hvort barnið þitt sé nýfætt, ársgamalt, 5, 8, 12 eða hvað sem er það er enn hægt að byrja og mæli ég með því þar sem þetta er einföld og falleg gjöf.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Heimagerðir búningar.

Maximús músíkús

Ég veit ég veit..Öskudagurinn er búinn. En i dag fannst mer ég þurfa að koma þessu ut. Grímubúningar!

Ég er ekki að grínast með þessa færslu þvi mer blöskrar. Og nú er ég EKKI að dæma þá foreldra sem kaupa búningana á börnin sín. Enda sá ég margar færslur í janúarmánuði á foreldragrúppum hér og þar hvar væri hægt að nálgast grímubúninga erlendis til að senda þá hingað í tæka tíð. Ég er þannig móðir að ég el upp stelpurnar í ýmindunarflugsleik. Það er að segja, ég vill að þær noti ýmindunaraflið þegar kemur að því að klæða sig upp i gervi. Þó ætla ég ekki að neita því að ég hef alveg keypt grimubúning! En eg kýs hinn kostinn.

Hér á bæ byrjum við heldur snemma, setjumst niður og ræðum hugmyndir. Það er makalaust hversu langt hugurinn hjá börnum nær þegar kemur að þessu. Eftir að flest allar hugmyndir stórar jafnt sem smáar hafa komið, vegum við og metum hvort að það sé í rauninni hagstætt að búa þá til og hversu flókið verkefnið verður. Eg nota yfirleitt þessa valmöguleika til að komast að niðurstöðu:

 • Er búningurinn erfiður og kostnaðarsamur? – þá er það nei.
 • Er búningurinn erfiður en lítill kostnaður? -þá fer hann áfram
 • Er búningurinn auðveldur en kostnaðarsamur?- þá fer hann áfram.
 • Er búningurinn auðveldur og lítill kostnaður?- þá fer hann áfram.

Hver og einn verður auðvitað að meta hversu auðveldur búningur getur orðið. Það er yfirleitt alltaf hægt að nálgast einhvern sem er ekki með 20 þumla til að aðstoða þig. Krakkar vilja líka oftast aðstoða við þetta.

Fyrir mér kennir þetta börnunum mínum ýmsa hluti. Til dæmis má nefna hvernig það er hægt að nyta gamla hluti i eitthvað glænýtt. Nefnum nokkra búninga sem geta nýtt nokkra heimilshluti.

Þvottavel:

 • Pappakassi fyrir velina
 • Gamlir sjampobrúsar og þvottakassar sem props
 • Þvottakarfa með gati á til að koma hausnum í gegn
 • Óhreinn(hreinn) þvottur

Candyfloss:

 • Gamall bangsi/koddi (tróð)
 • Bolur

Svo er auðvitað klassiski draugabuningurinn úr laki.

Þetta kennir þeim einnig að það þurfi ekki alltaf að kaupa allt. Þótt einhverjir búningar innihaldi lítin kostnað þá er það líka spennan í augunum á þeim þegar þau sjá búninginn verða til. Það er það skemmtilegasta fyrir mér. Síðast en ekki síst STOLTIÐ! Bæði foreldrarnir og börnin geta orðið svo bilað stolt að það er ekki einu sinni fyndið. Sjálf er ég að kafna úr stolti yfir Maximús búningnum sem er gerður úr flísteppi úr rúmfó og gamalli kisuhettuhúfu sem ég fann í rauða kross búð á 200kr.

Ég mæli eindregið með því að láta á þetta reyna. Það geta komið upp búningaafmæli og svo erum við íslendingar farin að halda upp a halloween. Sama hversu mikill klaufi þú ert við saumavélina eða með nál og tvinna, reyndu. Skítt með það að búningurinn sé eitthvað skakkur, ef hann er líkur því sem þú ætlaðir að gera er það feikinóg. Æfingin skapar meistarann, trúðu mér!

Ég þekkti ekki barnið mitt.

Þegar ég labbaði inn á fæðingarstofuna hafði ég ákveðna hugmynd um hvernig fyrstu mínúturnar með dóttur minni myndu vera. Mér fannst ég þekkja hana svo vel þegar ég gekk með hana, hún stækkaði og þroskaðist í kviðnum hjá mér, ég fann fyrir fótunum og höndum þegar hún var að teygja úr sér.

Mér leið eins og við værum strax tengdar, ég og hún, því hvernig gátum við ekki verið það?

Hún nærðist á því sem ég borðaði og sparkaði á móti þegar ég potaði í magan, við vorum eitt.

Fyrstu mínúturnar sem ég hélt á henni, gat ég ekki hætt að gráta, hún var svo falleg og ég vissi það strax að ég myndi aldrei elska neinn jafn mikið og hana.

Fyrstu nóttina okkar þá grét hún og ég grét líka. Ég grét af því ég fattaði þá að ég þekkti hana ekkert, ég vissi fullvel að þetta væri barnið mitt og vissi að ég elskaði hana en eg vissi ekki hver hún væri.

Ég starði í augun á henni dögum saman og fannst hún svo ókunnug.

Ég stökk beint á þá hugsun að ég hlyti að vera með fæðingaþunglyndi, hvaða mamma þekkir ekki barnið sitt? Sérstaklega eftir að hafa gengið með það í 9 mánuði.

Kæra móðir, ef þú ert að lesa þetta þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að þú sért ein.

Það eru margar mæður sem hugsa það sama, það tekur tíma að fá að kynnast barninu sínu og það tekur tíma fyrir barn að móta persónuleika. Njóttu þess að fá að kynnast litla krílinu, njóttu þess að geta legið og kúrt með barninu og njóttu hvers einasta dag, því tíminn er ótrúlega fljótur að líða.

Ef þú hefur áhyggjur að þú sért með fæðingarþunglyndi er hérna Linkur sem gæti nýttst þér.

Brjóstagjöf er ekki sjálfsagður hlutur.

Á meðgöngunni eyddi ég miklum tíma í að skoða ráð við brjóstagjöf og hvernig væri hægt að láta hana ganga sem best fyrir okkur mægður. Það kom mikill kvíði yfir mig alla þegar ég hugsaði um brjóstagjöfina því hvað ef litla gullið mitt vildi ekki taka brjóstinu?

Fyrstu dagarnir voru virkilega erfiðir, hún tók brjóstinu illa, ég mjólkaði of mikið og hún kafnaði í mjólkinni í hvert skipti sem hún tók brjóstinu.

Ég fékk svo á 5 deigi stálma og þurfti að pumpa mig. 150ml úr einu brjósti takk fyrir kærlega!

Eftir það gekk allt eins og í sögu, þetta var svo yndisleg og notaleg stund sem við áttum saman. Hún fékk ábót á kvöldin svo hún svæfi betur, hún vaknaði einu sinni yfir nóttina um 4 leitið og fékk brjóst og yfir daginn var hún bara á brjósti.

Mig minnir að hún hafi verið um tveggja mánaða þegar ég fékk nýrnasteina og var flutt upp á HSU með sjúkrabíl. Hún var í pössun hjá frænku sinni á meðan enda var ég í engu ástandi til að hugsa um hana.

Á spítalanum var dælt svoleiðis verkjalyfjunum í mig, ég mátti þá ekki gefa henni brjóst aftur fyrr en 24 klukkutímum seinna. Ég bað um að fá að fara upp til ljósunnar til að fá að pumpa mig en þurfti að bíða svo lengi eftir að fá mjaltavélina, ég átti þá sjálf ekki pumpu en reyndi eins og ég mögulega gat að handpumpa mig.

Eftir þessa tvo daga fór mjólkin minkandi hjá mér.

Ég reyndi töflur frá móðurást, jurta te og heita drykki, leggja hana oftar á brjóstið, pumpa þegar hún var búin á brjóstinu en ekkert virkaði.

Ég fann fyrir mikilli pressu að hafa hana áfram á brjóstinu því jú „brjóstið er best“.

Ólafía var hætt að vilja taka brjóstinu og varð pirruð í hvert skipti sem ég reyndi að leggja hana á brjóstið, enda var hún ekki að fá neina mjólk. Ég var sár, mér fannst eins og mér hafi mistekist og brugðist okkur báðum, því ég hafði planað að hafa hana á brjósti í allavega 6 mánuði.

Ég man eftir síðasta kvöldinu sem hún fékk brjóstið. Ég reyndi og reyndi að leggja hana á en hún öskraði og öskraði þar til loksins ég gafst upp og gaf henni pela. Eftir að hún var sofnuð pumpaði ég mig, það komu um 20ml úr báðum brjóstunum, þarna ákvað ég að hætta og skipta yfir í pela.

Það var rosalega erfitt fyrir mig að hætta með hana á brjósti. Mér leið í nokkra daga eins og ég hafi misst þessa fallegu stund sem við ættum saman og að ég myndi aldrei ná að tengjast henni eins vel og ég gerði. Ég hugsaði oft að kannski hefði ég átt að reyna aðeins lengur, aðeins betur, prufa aðeins meira eða kannski hlusta á næsta ráð.. það hefði kannski gengið upp.

Sorgin fór fljótlega þegar Ólafía mætti í auka skoðun, hún hafði svoleiðist stokkið yfir þyngdarkúrfuna sína! Í fyrsta skiptið var hún ekki rétt svo hangandi í þyngdinni sem hún átti að vera í eða rétt svo fyrir neðan. Hún fór að sofa heilar nætur, var hætt að væla eins mikið því hún var loksins að fá nóg að drekka.

Það gerði mig svo hamingjusama að sjá hana líða svona vel. Ég vildi auðvitað að við hefðum geta átt lengri tíma saman á brjósti en ég reyni frekar að vera þakklát fyrir að hafa fengið þessa 3 mánuði með henni, því brjóstagjöf er alls ekki sjálfsagður hlutur.

Jólagjafir fyrir börnin.

Nú fer að styttast í jólin og ég hef verið alveg tóm í höfðinu hvað ég eigi að gefa dóttur minni í jólagjöf. Þannig mér datt í hug að gera færslu sem gæti hjálpað ykkur sem eruð að eiga í sama vanda og ég.

Allar vörurnar sem koma í þessari færslu er hægt að fá hjá Regnboganum verslun sem er uppáhalds barnavöruverslunin mín, skemmir alls ekki fyrir hvað þær Hildigunnur og Sandra sem eiga verslunina eru yndislegar.

~•LINKUR Á REGNBOGAN•~
~•LINKUR Á KUBBA•~
~•LINKUR Á TALNAGRIND•~
~•LINKUR Á HEILGALLAN•~
~•LINKUR Á EINHYRNINGAKJÓL•~
~•LINKUR Á SMÁRAKJÓL•~
~•LINKUR Á EINHYRNINGA HEILGALLAN•~
~•LINKUR Á NÁTTFÖT Í KRUKKU•~
~•LINKUR Á LUNDA BOL•~
~•LINKUR Á HÚFU•~
~•LINKUR Á GLIMMER KUBBA•~ Ég mæli með því að þið skoðið vöruúrvalið hjá þeim því það er hægt að finna svo ótrúlega mikið af fallegum litríkum unisex fötum og æðisleg leikföng! Fatnaðurinn er GOTS vottaður og unnin á siðferðislega máta, leikföngin umhverfisvæn og gerð úr opnum efnivið. Slík leikföng auka sköpunarkraft barna og virkja ýmindunarafl þeirra.
Vona þetta hjálpi eitthverjum að finna jólagjafir fyrir börnin❤️

Meðgöngukláði.

Meðgöngu kláði er mjög algengur og kemur oftast á seinasta þriðjungnum. Oft ekki hægt að útskýra afhverju hann er.
Á meðgöngunni með Ólafíu fekk ég svona kláða, ég gat ekki sofið, gat ekki verið í fötum, gat ekki farið í sturtu og gat varla hreyft mig. Það skipti ekki máli hvað ég gerði mig klægjaði ENDALAUST. Á einum tímapunkti hélt ég að ég myndi klóra af mér húðina.
Ég fór á allskonnar lyf sem gerðu mig bara þreytta en hjálpuðu ekki við kláðanum. Í eitt skiptið svaf ég í 16 klukkutíma.. með klósett pásum auðvitað.

Hér langar mig að deila með ykkur nokkrum ráðum sem gætu hjálpað við kláðan.

 1. Nota milda sápu og eins lítið af henni og þú kemst upp með, muna svo að skola hana vel af!
 2. Ganga í víðum fötum ekki úr gerviefnum til að koma í veg fyrir svitamyndun.
 3. Ekki fara í heitt bað eða sturtu, reyna hafa vatnið volgt.
 4. Rakakrem! Oft er kláði útaf þurri húð.
 5. Sofa í svölu herbergi með þunna ábreiðu.
 6. Hafrabað!!! Hér er linkur

Kæri þú

Kæri blóðfaðir..sæðisgjafi..maður?

Ég veit ekki hvað ég get kallað þig því ég veit ekki enþá hvað þú ert fyrir mér.

Ég get ekki kallað þig pabba minn, því pabbi minn hefði aldrei gert það sem þú gerðir. Sæðisgjafa kannski? En þú varst partur af lífinu mínu í nokkur ár.

Nú eru komin mörg ár síðan ég hef séð þig, talað við þig eða heyrt af þér. En þó árin líða sitja enþá spurningarnar eftir í mér.

Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju tókstu hans hlið? Afhverju talaðir þú svona niðrandi til mömmu við mig? Afhverju grættiru mig í hvert einasta skipti sem ég fór til þín?

Í hvert skipti sem ég sagðist ekki vilja fara til þín fékk ég að heyra um þennan umgengnissamning, að þú ættir rétt á að fá mig til þín, hverju átti ég rétt á? Ég vildi að þú hefðir hlustað á mig, að skoðun mín hefði skipt einhverju máli. En ég var “bara barn”, mannstu? Þetta sagðiru alltaf þegar við vorum ekki sammála.

Mannstu þegar við fórum til Spánar? Við vorum á sundlaugarbakkanum á hótelinu, ég held ég hafi verið átta ára, ég stökk inn á klósettið og þegar ég kom út varstu farinn á markaðinn. Þér fannst rosalega gaman, mér fannst ég vera fyrir þér.

Mannstu þegar ég strauk að heiman frá þér, 10 ára var það ekki? Ég kastaði bangsanum mínum í ferðatöskuna og labbaði út. Afhverju komstu ekki á eftir mér? Þegar ég kom aftur varstu fyrir framan sjónvarpið að sötra á bjórnum þínum, alveg slakur.

En mannstu áður en ég fæddist, þegar líf mitt og mömmu var í húfi? Hvar varstu þá?

Ég var niðurbrotin, maður sem átti að vera pabbi minn, þú, áttir að veita mér öryggi en það eina sem þú veittir mér var kvíði og vanlíðan.

Mannstu þegar ég sagði þér frá því að ég væri að leita mér hjálpar við þunglyndinu á BUGL? Mannstu hverju þú svaraðir? ,,ertu byrjuð í dópi?”.

Mannstu þegar ég var að fermast? Eftir veisluna var ég að opna gjafirnar, ég fékk pakka frá mömmu og pabba, ömmu og afa, systur ömmu, systir afa, fjarskyldu frændfólki, en afhverju fékk ég ekkert frá þér? Þú komst samt í veisluna.

Ég veit þú ert ekki góður maður, þó þú lifir í þeim blekkingum. Ég sá meira en þú lést í ljós og vissi meira en þú hélst. Þú ert fastur í lygavef og sjálfsblekkingum, þú telur þig alltaf vera saklausan og að allir séu að ráðast á þig.

Þú áttir einu sinni kærustu, yndisleg kona í alla staði, en þú náðir klónum þínum utan um hana. Þessi fallega kona, þessi saklausa kona átti þetta ekki skilið. Sjáðu til, ég hitti hana eftir að þið hættuð saman, þegar ég nefndi þig brotnaði hún niður og grét í fanginu mínu. En þetta er það sem þú gerir við fólk, þú brýtur það niður og byggir það upp eins og þér hentar eða hendir því í burtu.

Þú gafst mér einu sinni stjúp mömmu, alvöru stjúp mömmu, ekki þessar sem komu eina helgi og voru svo farnar. Takk fyrir hana og takk fyrir allt sem kom út því sambandi.

Takk elsku stjúpa fyrir að hafa hugsað svona vel um mig.

Afhverju hættuð þið saman?

10 ára var ég hjá þér í nærbuxum sem ég fékk þegar ég var 6 ára, ég man þær voru svo litlar að þær skáru mig í náran.

,,Ég borga mömmu þinni pening 1x í mánuði, hún getur keypt ný föt á þig” meðlagið, ó þetta elsku meðlag, hversu oft fékk ég að heyra um það?

Þú komst því í höfuðið á litlu barni að þú værir svo göfugur að þú værir að láta mömmu fá pening sem ég átti alltaf að fá einu sinni í mánuði sem ég gæti notað fyrir mig , en að mamma væri svo hræðileg að hún væri að taka þennan pening frá mér.

Að setja hagsmuni annara ofar þínum eigin var aldrei þín sterkasta hlið, en maður hefði haldið að þú hefðir allavega sett hagsmuni barnanna þinna ofar þínum.

Peningar geta lagað allt, eða það hélst þú. Þú helst að öll okkar vandamál myndu hverfa ef þú keyptir einhvað fyrir mig.

Að fara til þín var mín versta martröð! En ég slapp úr vítis hlekkjum þínum, eftir margar andvöku nætur, tár og öskur. Misskilningur kallaðiru þetta?

Ég varð bæld, mér fannst ég vera sökkva niður á hafsbotn. Ég horfði upp og reyndi að synda upp í ljósið, vonina um að þetta yrði betra, en það var alltaf einhvað sem dróg mig neðar og neðar sem gerði það erfiðara fyrir mig að ná andanum, það varst þú.

Ég var heppin að eignast annan pabba sem setti mig alltaf í fyrsta sæti, hann gaf mér allt sem ef þurfti og gott betur en það.

,,hann er ekki pabbi þinn”

Ég hefði geta eignast pabba sem væri alveg sama um mig, sem gerði upp á milli mín og hinna barnanna, svona eins og þú gerðir. Í stað þess að hugsa um hversu heppin ég væri að hafa eignast pabba sem var góður við mig talaðiru niður til hans. Var það til að upphefja þig? Varstu hræddur um að hann væri að standa sig betur en þú?

Svo margar spurningar sitja en eftir í mér og ég gæti skrifað bók um allt sem þú hefur gert.

Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju vildir þú mig ekki?

Kveðja,

Ég

Sumarafþreying fyrir yngri börnin

Eldri stelpan mín er núna 2 ára og er frekar erfitt að fara með hana í fallin spíta eða einakrónu. Þar sem það er spáð sól núna í vikunni og sumarið vonandi loksins að byrja langar mig að koma með hugmyndir fyrir ykkur af sumarafþreyingu fyrir yngri börnin.

Kríta

Dóttir mín elskar að teikna og lita, ég er alveg viss um að krítarnir eigi eftir að slá í gegn hjá henni í sumar.

Blása og sprengja sápukúlur

Það var skemmt sér mikið þegar við fórum í útskriftarveislu um daginn meðan stelpan mín sprengdi sápukúlur á meðan stóra frænka hennar var að blása þær.

Boltaleikur

Við keyptum léttan fótbolta fyrir ekki svo löngu, veðrið hefur ekki verið nógu gott enþá til að fara út í boltaleik en höfðum virkilega gaman af því að rúlla honum á milli okkar inni.

Týna blóm

Ég hef núna tvisvar fengið fíflavönd frá dóttur minni, svo gaman að fara með henni út og sjá með stjörnurnar í augunum þegar við setjum vöndinn í glas inni. Fáum svo óspart að heyra það hver týndi blómin hahah.

Málað með vatni

Gaman fyrir þá sem eru kannski með pall en virkar auðvitað líka á stéttina. Taka málingarpensil og bakka, setja vatn í bakkan og leyfa þeim að „mála“.


Ráð til að auka mjólkurframleiðslu

Hæ allir enn og aftur, í dag langaði mig að tala um eitt og gefa ykkur smá ráð um hvernig maður á að auka mjólkurframleiðslu! Það er ekkert mál að fá mjólk en það er nefnilega svaka vesen að viðhalda mjólkinni. Ef þig langar að auka mjólkurframleiðsluna þá verðuru að skilja hvernig mjólkin framleiðis, þegar þú ert búin að átta þig á því þá eru meiri líkur á að þú gerir réttu hlutina sem passar best fyrir þig og litla krílið.

8C0C9886-32A8-4C10-85DC-2B9C1AFA868B.jpegMálið er þannig að ef þig langar að auka mjólkurframleiðisluna þá verður þú að fá út eins mikla mjólk og þú getur og á mjög stuttum tíma líka, bara leyfa barninu að tæma þig eins oft og hægt er. Það er hægt að “púmpa” sig líka og tæma sig þannig en pumpan fær ekki út jafn mikla mjólk og barnið sjálft gerir. Þannig þú gætir pumpað þig á einu brjóstinu og láta barnið vera á hinu á meðan og skipta svo um brjóst til að leyfa barninu að tæma út nánast alla mjólk þú ert með. Hérna eru mín bestu ráð sem ég get gefið:

 • Farðu í “mjólk-mission” (vertu upp í rúmmi með barnið í 2 daga og hafðu nánast brjóstið upp í krakkanum 24/7)
 • Skiptu um brjóst allavegana 4 sinnum því stundum þá missir barnið áhugann á einu brjóstinu en tekur gott á móti hinu brjóstinu.
 • Ef barnið er undir 6 mánaða, reyndu að sleppa pelanum. Ef barnið er eldra en 6 mánaða þá getur þú gefið barninu brjóst fyrir og eftir fasta fæðu.
 • Farðu vel með mömmuna. Slappaðu af og drekktu mikið af vatni. ( að drekka mikið vatn aukar ekki mjólkurframleiðsluna en er samt mjög mikilvægur hlutur fyrir mömmuna )


F808E2A5-F416-42E3-A4AF-6E4D680FAB55Það eru margar konur sem halda að þær framleiða ekki nógu mikla mjólk  þegar þær eiginlega framleiða nógu mikla mjólk. Það er mikilvægt að hafa í huga að:

 • Barn sem er á brjósti þarf að borða oftari en barn sem drekkur stoðmjólk vegna þess að brjóstamjólk meltir sig á 1,5-2 tímum. 
 • Barnið drekkur ekki jafn lengi og það gerði áður.( þegar barnið stækkar þá verður það miklu betri í sugunarprossessinu og þarf þess vegna ekki jafn langann tíma til að gera sig saddan)
 • Ef brjóstin á þér hætta að leka þá þýðir það ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil

Ef brjóstin virðast mjúk þá þýður það heldur ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil vegna þess að líkaminn þinn venjist þeirri mjólk sem barnið þarf.92110179-D658-4297-AB53-E6FA3AD74774

Ég mæli með nefúða sem heitir Sintocinon en hann á að hjálpa mjólkinni að fara út úr brjóstinu og gerir það léttara fyrir barnið að sjúga ef þú ert með litla mjólk. Þessi nefúði hjálpaði mér alveg helling!

Maríanna Ósk.

snapchat/instagram: Mariannaoskh

Leiðinlegar spurningar

Èg veit ekki hversu oft ég hef átt samtal við einhvern um ólettuna og það endar í óþægilegum aðstæðum eða leiðinlegum spurningum. Hèrna eru nokkrar leiðinlegustu spurningarnar og aðstæðurnar sem èg hef verið spurð að eða lennt í.

Var það planað?

Ég fekk þessa spurningu og fæ hana ennþá svo allt of oft og finnst hún alltaf jafn dónaleg. Það skiptir ekki máli hvort það var planað eða ekki, barnið er alveg jafn velkomið í heiminn og á alveg eftir að vera jafn elskað hvort svo sem það var planað eða ekki.

Ætlaru að eiga það?

Held þessi spurning sè svipað slæm og ,,var það planað?“.

Já auðvitað ætla èg að eiga það annars væri eg ekki að tilkynna þér að ég væri ófrísk.

Gangi þèr vel, þegar èg var að eiga rifnaði èg alveg í sundur.

Takk?

Þessar sögur eru alveg eins og hryllingsögur í eyrunum mínum!

Ertu ekki hrædd um að ____ þegar þú ert að eiga?

Jú þökk sè öllum hryllingssögunum er ég til dæmis mjög hrædd um að rifna, kúka á mig, þurfa fara í keisara, eða að einhvað fari úrskeiðis

Hvort kynið vonarðu að þetta sè?

Èg vona að barnið verði heilbrigt!

Eru þetta ekki bara hormónar?

Eftir að èg varð ólètt hætti èg að mega finna og tjá tilfinningar eins og depurð og reiði.. èg fekk alltaf og fæ ennþá reglulega spurninguna eru þetta ekki bara hormónar?

Þegar fólk grípur um bumbuna.

Þá er ég ekki að tala um þegar Silli heldur um magan á mèr þegar við erum að kúra eða þegar mamma er að finna fyrir því sparka. Èg er að tala um þegar ókunnugt fólk eða fólk sem ég hef ekki talað við í langan tíma kemur upp að mèr og grípur um bumbuna án þess að biðja um leyfi eða spurja hvort það sè í lagi fyrst.

Ertu ekki aðeins of ung?

Jú èg er ung og èg veit það að þetta verður mjög erfitt en ég veit líka að ég á eftir að verða góð mamma! Það er enginn ákveðinn aldur sem segir til um það hvenær þú ert tilbúin að verða foreldri.

Þú myndir til dæmis aldrei spyrja konu ,,ertu ekki aðeins of gömul til að koma með krakka?“

Saga logo


Rude questions

I can’t tell you how often I’ve been in a conversation with someone and it ends with a rude question or in a unpleasant circumstance. Here are some of the most rude questions I’ve been asked.

Was it planned?

I got this question and still get it all too often and it’s still always just as rude as the first time someone asked me this. It doesn’t matter whether it was planned or not, the baby is just as welcome to the world, and just as loved as if she was planned or not.

Are you gonna keep it?

This question, for me, is just as bad as „was it planned?“.

Yes, of course I intend to, otherwise I would not be telling you that I was pregnant.

Good luck, when I was giving birth the baby tore me apart.

Uhm, Thanks?

These stories are just like horror stories in my ears!

Aren’t you afraid that ____ will happen when you give birth?

YEAH! So thanks to all the horror stories, I’m very scared of being torn apart, going to Caesar, or that something wrong

You’re hoping for a girl right?

No, I’m hoping that the baby will be healthy!

It’s just the hormones speaking now.

After I became pregnant, I couldn’t express feelings like sadness and anger without getting the question ,,Aren’t those just the hormones speaking now?”

When people grab around my belly!

Now I’m not talking about when my boyfriend holds my belly when we’re cuddling or when my mom is trying to feel the baby kick. I’m talking about when people I don’t know or people haven’t talked to for a long time come up to me and grab around the without asking if it’s okay first.

Aren’t you too young?

Yes, I’m young and I know this will be hard, but I also know that I’m going to be a good mom! There is no specific age that tells you when you are ready to become a parent.

For example, you would never ask a woman, „Aren’t you too old to be having a baby now?“

Hægðatregða á meðgöngu.

Eins viðkvæmt umræðuefni og þetta er, er hægðatregða á meðgöngu svo algeng!
Hún er yfirleitt verst á síðasta þriðjungi meðgöngunnar en getur líka komið fyrr.

En hvað veldur hægðatregðu á meðgöngu?
Þarmahreyfingar minnka vegna áhrifa hormónsins prógestróns(kynhormón sem er oft kallaður meðgönguhormón) sem eykst þegar konur verða óléttar.
Svo er líka aukin upptaka vökva úr hægðum þar sem óléttar konur þurfa á meiri vökva að halda.
Hægðatregða getur líka komið útaf hreyfingarleysi eða ef þú borðar ekki trefjaríka fæðu.

Hvernig veit ég að ég sé með hægðatregðu?
Ef það líða nokkrir dagar á milli þess sem þú hefur hægðir, ef það er sárt að hafa hægðir, ef þér líður eins og þér sé enþá mál eftir að hafa verið ný búin á klósettinu, ef maginn er uppþembdur (geta oft fylgt verkir)…Þetta eru til dæmis einkenni hægðatregðu.

Hvernig get ég komið í veg fyrir hægðatregðu?
Borða trefjaríka fæðu, þú færð trefja til dæmis úr ávöxtum og grænmeti, grófu brauði og rúgbrauði, múslí, sveskjum og rúsínum, sveskjusafa, All-Bran og haframjöli.
Drekka nóg af vökva! til að fá nægan vökva þarftu að drekka að minnsta kosti 2-3 lítra af vökva á dag og auðvitað er vatn alltaf best.
Hreyfing, reyndu að fara í sund eða göngutúr annan hvorn dag í sirka hálftíma til að bæta meltinguna.
Farðu á klósettið ef þér er mál. Ekki fresta klósett ferðunum, ef þú heldur í þér dregur líkaminn enþá meira vatn úr hægðunum og þær verða harðari og það verður ennþá erfiðara að koma þeim frá sér.

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum sem er að eiga í vandamálum með þetta.
Mundu líka að þetta er ekkert til að skammst sín fyrir og ef ekkert gengur farðu þá til læknis því verkirnir sem fylgja þessu geta orðið svo rosalega vondir!

Saga logo


Constipation during pregnancy

As sensitive as this subject is, constipation during pregnancy is so common!

It’s usually worst during the third trimester of pregnancy.

But what causes constipation during pregnancy?

bowel movements decreases due to the effect of the hormone progestron (gender hormone that is often called the pregnancy hormone) that increases when women become pregnant.

There is also increased absorption of fluids from the stools because pregnant women need more fluids than women who aren’t pregnant.

Constipation may also come if you don’t exercise or if you do not eat fibrous foods.

How do I know I’m constipated?

Signs of constipation: If there are several days between stools, if it hurts when you poop, if you feel like you hav to go to the bathroom when you just went, if your stomach is bloated (can often be follwed with pain)

How can I prevent constipation?

Eat fibrous foods, for example, you get fiber from fruits and vegetables, coarse bread and rye bread, muesli, prunes and raisins, prune juice, all-bran and oatmeal.

Drink plenty of liquids! To get enough fluid, you need to drink at least 2-3 liters of liquid per day and of course water is always the best option.

Exercise, try swimming or walking every other day for about half an hour to improve digestion.

If you have to go,GO!. Do not postpone the toilet trip, if you hold the stools in to long the body will begin to take more fluids from the stool and your trip to th bathroom becomes even harder.

I hope this helps someone who is having this problem.

And remember that this is nothing to be embarrassed about! And if nothing works, go to a doctor because of the pain that may follow this can be so bad!