Home Inspo; skandínavískur stíll

Ég hef alltaf verið frekar heilluð af skandínavískum stíl fyrir heimilið og mætti segja að heimilið mitt sé svolítið í þeim stíl.
En eins og festir sem eiga eða leigja vita þá tekur smá tíma að gera heimilið þitt nákvæmlega eins og þú vilt hafa það.
Mér finnst enþá vanta nokkra fallega detail-a hjá mér og er búin að vera sökkva mér í fallegum pintrest innblæstri sem mig langar að deila með ykkur 🙂

Barnaherbergið

Eins og er búum við fjölskyldan inn á foreldrum mínum, öll fjögur saman á tæplega 20 fermetra svæði. Við erum ekki bara heppin að eiga kost á því að vera hjá þeim núna þegar við þurftum á því að halda heldur er móðir mín einnig snillingur þegar kemur að stíliseringu en hún er meðal annars menntaður innanhússstílisti. Foreldrar mínir tóku sig til og græjuðu „svefnherbergin“ tvö rétt áður en við fluttum inn sem var ótrúlega notalegt þar sem ég var þá gengin rétt rúmlega 37 vikur.

Það hefur gengið vel að koma okkur fyrir hérna og ég er rosalega ánægð með útkomuna á herbergjunum. Maríus er í rauninni inni í forstofunni hérna en þar sem að þær eru tvær gekk það upp og við foreldrarnir erum í herberginu inn af forstofunni ásamt Marín í litla horninu sínu.

Hér er hornið hennar Marínar, frekar lítið og lítið í því enda þarf ekkert mikið meira. Hún sefur í einu horninu á herberginu okkar en það er lítið annað í þessu herbergi annað en rúmin enda ekki pláss fyrir mikið meira, ég sýni ykkur kannski allt herbergið þegar það er fullklárað.

Í horninu hennar er rúmið hennar þar sem hún sefur í hengirúminu sínu en þið getið lesið um það hér, himnasæng, kanínuhaus, skiptidýnan og taupokinn sem við geymum koddana og rúmteppið okkar í á næturnar. Fatnaðurinn hennar geymist í fataskápum inni hjá Maríusi sem við deilum öll fjögur saman. Dótið sem hún er ekki byrjuð að nota geymist svo í öðrum skáp sem einnig er inni hjá Maríusi og er nýttur undir það, bækur og aðra pappíra, lærdómsdót og annað slíkt. Teppið sem sést í á gólfinu er stór gólfmotta úr IKEA sem notað var til þess að „teppaleggja“ herbergið og kemur það mjög vel út að mínu mati.

Hér gefur að líta svefnaðstöðuna í herberginu hans Maríusar. Undir rúminu hans er kassi með leikföngunum sem ekki eru við hlið þess eða í eldhúsinu hans. Þarna á bakvið gluggatjöldin er í raun útidyrahurðin og eru gluggatjöldin til þess að fela hana. Teppið á gólfinu gerir svo herbergið aðeins hlýlegra en gólfefnið hjá mömmu og pabba er flot.

bh4

bh1

 

Við erum á því að dótið eigi ekki bara heima inni í herbergi og einungis megi leika þar og var því tilvalið að geyma dóta–eldhúsið hans við endann á eldhúsinnréttingunni frammi. Honum finnst æðislega gaman að elda í sínu eldhúsi og ef ég er að elda er hann yfirleitt þar að græja eitthvað.

 

 

 

 

 

 

Þangað til næst

Irpa Fönn

Innlit í barnaherbergið

Núna fyrir nokkrum vikum fluttum við í stærra húsnæði, þar sem dóttir mín fékk loksins sitt eigið herbergi. Ég held ég hafi verið meira spennt fyrir því en hún samt til að vera hreinskilin. Svefninn hennar bættist helling og hún fékk loksins sinn stað þar sem hún gat haft dótið sitt í friði.
Til að byrja með þegar við fluttum var ekkert inn í herberginu hennar nema rúmið hennar, lítil gömul kommóða með fötunum hennar, tveir kassar af dóti og Ikea eldhúsið hennar sem hún fékk í eins árs afmælisgjöf.
Við ákváðum að þar sem þetta væri í fyrsta skiptið sem litla prinsessan væri að fara í sitt eigið herbergi yrði það fyrsta herbergið sem við myndum inrétta upp á nýtt í nýju íbúðinni.
Við vildum gera herbergið alveg að hennar, og því sem höfðaði mest til hennar. Dóttir mín er mjög sjálfstæð og vill helst geta gengið að dótinu sínu sjálf, á milli þess sem hún er hlaupandi á eldhraða um íbúðina, finnst henni voðalega gott að geta fengið að vera í ró og kósýheitum. Svo með það tvennt í huga byrjuðum við að skipuleggja herbergið hennar.
Hirsla undir dótið
Við ákváðum að velja TROFAST hirsluna. TROFAST hillan er ótrúlega hentug í barnaherbergi, það er bæði hægt að festa hilluna fasta við vegg og svo er hægt að draga kassana alveg úr hilluni og taka þá á gólfið.
Við erum með 3 kassa í einni hillu hjá okkur, ég skipti niður dótinu hennar í þessa 3 kassa (Þ.e.a.s. það sem kemst í þá). Það sem ég og dóttir mín elskum báðar við þá er að hún getur tekið kassana út sjálf. Ég set link á hilluna hér.

IMG-3484IMG-3485.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Details
Þið þekkið örugglega söguna af dimmalimm, svanurinn sem var prins í álögum. Þessi saga var mikið lesin fyrir mig þegar ég var yngri og mun vera mikið lesin fyrir dóttir mína.
Við fengum dimmalimm svaninn okkar frá Hulan.is og er linkur af honum hér. Mér fannst því ótrúlega fallegt að nota hann sem skrautbangsa ofan á hilluna.
Til að toppa þetta svæði skelltum við lítilli hjarta mottu fyrir framan hilluna, mottan var hugsuð sem að það yrði þægilegra fyrir hana að sitja á mottunni og leika með dótið sitt frekar en á gólfinu.


Ikea eldhús
Það hefur alltaf verið mikið sport hjá dóttur minni að fá að hjálpa til í eldhúsinu, aðallega þá að opna og loka skápum og berja pottum saman. Það var þá löngu ákveðið að fyrsta afmælisgjöfin hennar yrði dóta eldhús og pottar. Ég skoðaði á mörgum síðum hvar ég gæti fengið fallegasta eldhúsið sem myndi endast henni í góðan tíma, ég endaði alltaf á Ikea síðunni. Það sem heillaði mig mest við Ikea eldhúsið var öryggið, að það væri hægt að festa hilluna við vegginn, helluborðið er með tvemur tökkum sem kvekja ljósi á helluborðiu og svo auðvitað skáparnir, sem hafa verið svoleiðis skellt og barið saman en virðist aldrei ætla sjá á þeim.


Details
Mottuna fengum við úr barnaloppunni, ég mæli svo ótrúlega mikið með að þið gerið ykkur ferð þangað, fullt af gullfallegum vörum sem vilja komast á ný heimili.
Undir bangsana hennar eða eins og hún vill kalla þá „kögg“ fengum við fallega þvottakörfu úr Ikea, það sem byrjaði sem ekki einu sinni botn fylli af bangsa körfu er núna stút full, enda veit fjölskyldan hennar það alveg að maður hittir beint í mark með nýjum bangsa.


Rúmið


Þegar dóttir mín var farin að klifra í rimlunum á rúminu sínu þegar hún átti að fara sofa ákváðum við að nú væri kominn tími til að færa hana yfir í stóru stelpu rúm. Við alveg féllum fyrir BUSUNGE rúminu frá Ikea, rúmið er hægt að stækka alveg upp í 200cm svo það er að fara endast henni í dágóðan tíma. Við keyptum svo í sömu ikea ferð dýnur sem passa vel fyrir þetta rúm og eru með tveimur viðbótum svo hægt er að lengja dýnuna.
Details


Himnasængin fengum við í gjöf frá Hulan.is en ég heillaðist strax af henni og ég sá hana. Á himasænginni skreyttum við hana með dúskum sem er hægt að fá líka á hulan.is, mér finnst dúskarnir gera svo ótrúlega mikið fyrir himnasængina og fallegt að para liti saman.
Rúmfötin eru frá Ikea, en það er hægt að fá ótrúlega mikið af fallegum rúmfötum þar. Bangsinn hennar, öryggisbangsinn er frá Jellycat og hægt er að kaupa hann á hulan.is
Hún hefur verið alveg límd við þennan bangsa frá því hún fæddist en þetta er fyrsti bangsinnn hennar.
Fataaðstaðan

Mig langaði að geta hengt upp kjólana hjá dóttur minni, enda á hún fullt af gullfallegum kjólum sem ég vildi að myndu fá að njóta sín. En við höfðum mjög takmarkað pláss eftir í herberginu og fannst mér fataskápur ekki henta þar sem mér fannst þeir allir svo massívir. Gunnar tók sig þá saman og útbjó fataslá sem hangir úr loftinu. Fatasláin er búin til úr gardínustöng frá ikea og gylltum keðjum frá Bauhaus.
Fyrir neðan fataslána erum við með Malm kommóðu með 3 skúffum, til að byrja með virtist hún vera meira en nóg undir öll fötin hennar en er núna alveg að springa, svo það er aldrei að vita nema við fáum stærri kommóðu undir fötin.

Strögglið við skipulagið

Það kannast ábyggilega allir foreldrar við þá hugsun að vanta fleiri klukkutíma í sólarhringinn. Hvort sem þeir eru á vinnumarkaði, í skóla eða öðru, þá tekur við önnur 120% vinna þegar við göngum inn um dyrnar okkar heima.

Kannski er morgunmatarskálin ennþá á borðinu því þið höfðuð ekki tíma í að ganga frá þennan morguninn, náttfötin á gólfinu og þú manst þá eftir þvotta fjallinu sem bíður þín.

Það er ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit að koma heim og það fyrsta sem ég þarf að gera er að byrja  ganga frá. Sem ég samt skil ekki hvernig það gæti mögulega þurft, ég eyddi öllum mínum dögum í að ganga frá, hafa ofan af dóttur minni, vaska upp og hvað eftir annað. 

Það tók mig góðan tíma í að ná að koma jafnvægi á heimilisverkin og finna hvað hentaði mér best. Hvað þá þegar það var sumarfrí í leikskólanum! Mér fannst ég aldrei vera gera neitt en samt alltaf á hlaupum.

Ég hef því miður, kæri lesandi, engin töfra ráð við að lengja sólarhringinn eða kunnáttu á að stoppa tímann. Hins vegar þá get ég deilt með þér ýmsum ráðum hvernig ég auðveldaði mér heimilisverkin margfalt, bara með því að breyta smá til hjá mér.

Post it miðar

Ég er með 7 post it miða á ísskápnum hjá mér sem eru merktir vikudögunum. Ég merki alla læknistíma og mikilvæg erindi bæði í síman og á ísskápinn, en þessir litlu hlutir sem manni tekst svo oft að gleyma og þarf svo alltaf að skjótast eftir merki ég líka á ísskápinn. Til dæmis að muna eftir að setja mjólk á innkaupalistann eða jafnvel að muna eftir að gera innkaupalista 

Matseðill vikunnar

Hvað er í matinn? Mögulega erfiðasta spurningin sem ég get spurt á þessu heimili ,,öhm ég veit ekki, eitthvað gott” ,,þú mátt ráða” ,,nei við erum nýbúin að hafa þetta í matinn” Ég sá konu ekki fyrir neitt svo löngu pósta þessu ráði á facebook. Ég skrifaði niður allt sem mér datt í hug að hafa í kvöldmat á litla miða, braut þá saman og blandaði þeim saman í glas. Núna þegar ég þarf að skipuleggja viku matseðilinn byrja ég á því að skrifa það sem mig langar að hafa í kvöldmatinn ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug. Fyrir restina af dögunum sem standa auðir, dreg ég miða úr glasinu og voila! Kvöldmaturinn er ákveðinn! 

Skipuleggja matarinnkaupin

Í stað þess að vera á hverjum degi eða annan hvorn dag að fara út í búð og kaupa nokkra hluti, skrifa niður innkaupalista yfir það sem þarf! Það bæði getur hjálpað þér við að kaupa ekki óþarfa vörur og hjálpað við að þú þurfir ekki að skjótast aftur í búðina seinna í vikunni. Þar fyrir utan þá hjálpar þetta veskinu mjög mikið!

Dót út um allt?

Dóttir mín er 17 mánaða, hún á allt of mikið af dóti sem hún leikur sér ekkert með og fullt sem hún er að vaxa upp úr. Ég skipti niður dótinu hennar í 3 kassa og tek alltaf út einn í einu. Þannig eru þessar kjarnorkusprengjur í herberginu hennar töluvert minni. Svo er þetta líka ótrúlega sniðugt að þegar hún fær leið á einum kassanum að ganga frá honum og taka næsta út.

Fjandans þvottafjallið

Ég fæ grænar bólur við tilhugsunina um að setja í þvottavélina, aðallega vegna þess að mér fannst aldrei tæmast eða minnka úr körfunni. Fyrir ekkert svo löngu keypti ég flokkunar þvottakörfur, eitthvað sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera! Ég er á met tíma að setja í vélar núna, því ég þarf ekki að byrja á að rífa allan þvott úr einni körfu ogflokka hann. Plús það hefur aldrei verið eins lítill þvottur eftir til að þvo og núna.

Nota kassa, körfur og smáhirslur í skápa. 

Það kemur mikið betra skipulagi á allt hjá manni, oftast virðist vera minni óreiða í skápunum og það er auðveldara að spotta strax hvað þarf á heimilið eða hverju þú varst að leita af. Svo líka kemst oft mikið meira í skápana ef þeir eru vel skipulagðir

Færri föt, minna vesen.

Farðu í gegnum fataskápinn og for thelove of god hentu fötunum sem þú ert búin að vera geyma síðan 2014 því þú gætir kannski notað þau einu sinni enn. Færri föt þýðir minni þvottur og meira pláss til að ganga frá fötunum fallega

Tími til að læra. 

Ég er mamma sem er í námi, núna yfir sumarið er ég í fjarnámi og getur það oft orðið erfitt að finna tíma til þess að læra, sérstaklega þegar það eru sumarfrí og barnið heima allan daginn. Ég set engan x tíma á það hvenær ég sinni skólanum, heldur fer það yfirleitt bara eftir þeim degi, stundum er það þegar dóttir mín leggur sig í hádeginu, stundum er það á meðan hún leikur sér. En ég er ótrúlega heppin með það að eiga maka sem tekur 100% þátt í öllu og oft sendir hann mig burt að læra meðan hann sinnir barninu og eldar kvöldmatinn. 

Heimilisverkin skipulögð

Ég hef reynt ýmis þrif-plön, sem hafa oft virkað í smá tíma. Það sem hefur hentað mér best er að taka mér 30-60 mínútur á morgnanna yfir kaffibollanum að ganga frá og setja í þvottavél, á kvöldin eftir kvöldmatinn hjálpumst við að við ganga frá og setjum uppþvottavélina í gang svo hún sé tilbúin daginn eftir, svo er ryksugað eftir þörfum. Einu sinni í viku tek ég “meiri þrif dag”. Þá þurrka ég af öllu, skúra, skipti á rúmum og geri þau heimilisverk


Breytingar á döfinnii

Síðustu mánaðarmót tók líf okkar litlu fjölskyldunnar ansi krappa u-beygju og er ýmislegt að breytast á næstunni. Það eru 8 vikur í settan fæðingardag hjá mér og það eru 6 vikur í næstu flutninga! Eins og það sé ekki nóg að vera að flytja svona rétt fyrir fæðingu erum við líka að flytja í nýtt sveitarfélag (úr miðbænum og í Hveragerði) og aftur inn til mömmu og pabba, þar sem við komum til með að deila herbergi öll fjögur saman og komum við því til með að pakka öllu okkar í kassa í bili. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að það sé hægt og rosalega heppin með það að geta flutt þangað jafnvel þó svo að það verði þröngt um okkur.

Hér má sjá herbergið okkar fína, gólfið er nýsteypt og þarf steypan að þorna næstu vikurnar. Það er smá hol fyrir framan sem við fáum afnot af líka fyrir Maríus að sofa og þar eru fataskápar.

Hér sést holið en akkúrat núna er það fullt af dóterí sem að vísu tilheyrir okkur, þarna er parket, gólflistar, eldhúsinnrétting ósamsett og ýmislegt fleira. Ástæðan fyrir þessum breytingum er nefnilega sú að við eigum íbúð á Akureyri sem við þurfum skyndilega að gera upp…að nánast öllu leyti.

Við fengum óvænt þær fréttir 1. júlí að leigjandinn í þeirri íbúð væri fluttur út og þegar að í íbúðina kom sem hafði verið í útleigu síðastliðin 3 ár var ansi lítið í lagi þar. Við ætlum okkur að setja íbúðina á sölu en áður en að við gerum það ætlum við að: spasla í göt, mála, skipta um eldhúsinnréttingu, skipta um fataskápa, skipta um klósett, setja blöndunartæki í sturtuna inn á baði, parketleggja og svo margt fleira. Það er því nóg að gera!

Ég kem til með að sýna ykkur fyrir og eftir myndir af framkvæmdunum þar þegar að það byrjar af alvöru en næstu helgi stendur til að byrja að rífa þaðan það sem ónýtt er.

Þangað til næst

Irpa Fönn

Húsverk sem hæfa 2 til 12 ára plús

 

Ég er ein þeirra sem er á því að börn og krakkar ættu að taka þátt í verkefnum heimilisins eins mikið og hægt er. Fyrir því eru nokkrar ástæður; það undirbýr þau betur fyrir framtíðina, þau læra frekar að meta það sem gert er fyrir þau, þeim finnst gaman að vera með og taka þátt.

Minn 2 ára guttitiltekt4 alveg elskar að þrífa og taka til með mér! Jafnvel þó svo að stundum taki það þá kannski aðeins meiri tíma en ella þá er þetta líka rosalega skemmtileg samverustund og ég finn það að hann sækist líka í þetta einmitt vegna þess, ég er frekar upptekin að eðlisfari, hef minni tíma oft en ég hefði viljað í að gera eitthvað með honum en það gleymist svo oft að litlu hlutirnir telja rosalega hratt og þessi samvera skiptir okkur bæði miklu máli.

Mér finnst ég oft sjá umræður um það hvað sé eiginlega viðeigandi fyrir börn á hinum og þessum aldri og ákvað því að gera lista yfir það hvað börn á nokkrum aldursbilum ráða sirka við, að sjálfsögðu ekki alveg tæmandi þó.

2 – 3 ára

 • Ganga frá leikföngum og bókum eftir sig
 • Henda í ruslatunnuna/endurvinnsluna
 • Setja í óhreina tauið
 • Þurrka af auðveldum stöðum
 • Hjálpa við að taka úr uppþvottavél
 • Ganga frá hreinum þvotti – með aðstoð
 • Brjóta saman tuskur, viskastykki og þess lags
 • Ákveða föt fyrir daginn
 • Vökva plöntur
 • Tekið úr innkaupapokum
 • Sett í þvottavélinatiltekt1

4 – 6 ára

 • Allt sem á undan fer
 • Gefa dýrunum að borða
 • Tekið af rúminu sínu
 • Gengið frá þvotti óstudd
 • Lagt á borð
 • Parað og brotið saman sokka
 • Búið um rúmið
 • Þrifið eldhúsborðið
 • Sópað

7 – 11 ára

 • Allt sem á undan fer
 • Ryksugað
 • Hengt upp úr þvottavél
 • Gengið frá eftir matinn
 • Brotið saman þvott
 • Farið út með ruslið/endurvinnsluna
 • Hjálpað til með undirbúning á mat t.d. útbúið salat
 • Þrifið spegla
 • Reytt arfa

12 ára og eldritiltekt2

 • Allt sem á undan fer
 • Slegið garðinn
 • Passað yngri systkini
 • Hjálpað með heimanám yngri systkina
 • Þrifið baðherbergið, þ.e. vask, klósett og sturtu
 • Skúrað
 • Séð um þvott
 • Þrifið ísskápinn

 

Þangað til næst

Irpa Fönn

Húsráð með majónesi.

2-crayon-on-walls_800x533
1. Vaxlita listaverk á veginn, eins fallega hugsuð og þau voru þá fer hausinn alveg á fullt. Þarf ég að mála allan vegginn? Kannski næ ég þessu af ef ég fer strax í þetta! Hvað ég á eftir að vera sveitt við að reyna skrúbba þetta af.
Til að þrífa vaxliti af veggjum, nuddaðu vel af majónesi á, leyfðu því að sitja á í dágóðan tíma og þurrkaðu svo af með rakri tusku.

goo-gone-before2.  Til að ná lími af gleri, nuddaðu majónesi á límið þar til það er allt horfið.

download3. Hringurinn fastur? Skelltu SLATTA af majónesi allan hringinn og leyfðu því að sitja í 3-4 mínútur. Hringurinn ætti að renna léttilega af.

8bad4c211630ec3ae626c038acf807974. Viltu að plantan glansi meira? Skelltu majónesi í tusku og nuddaðu laufin varlega.

fingerprints-on-stainless
5. Fingraför.. ég elska eldhúsið mitt og dýrka silvurlitaða ísskápinn og ofninn minn, það leiðinlegasta í heimi eru samt þessi fingraförin sem koma á núll einni. En það er orðið svo auðvelt að þrífa þau burt núna.
Til að ná fingraförum af ryðfríu stáli, nuddaðu með tusku og majónesi yfir fingraförin. Farðu svo yfir með þurri tusku.

out-swing-door-hinges-security-hinges-for-doors-exterior-door-hinges-premium-door-hinges-exterior-door-security-hinges-doors-swing-away-door-hinge-lowes6. Ískrandi hurðalamir? Majó á þær! Ekki nóg með það að þær hætta ískra heldur gætirðu látið þær glansa meira í leiðinni.

54ff79b21d072-ghk-rings-wood-furniture-de7. Að ná vatnshringjum af við. Makaðu majó yfir allan hringinn og leyfðu því að sitja í 1-2 mínútur, þurrkaðu svo vel af með mjúkum hreinum klút eða tusku.

5094418565_1c725b426a_b.jpg
8. Tyggjó í hár. Hryllingurinn sem það getur verið að ná tyggjó úr hári eða jafnvel fötum.
Nuddaðu majónesi í hárið þar sem tyggjóið er og nuddaðu því vel í . Skolaðu svo hárið á meðan þú togar tyggjóið úr hárinu.


img_6883

Þrifatips

 1. Límrúlla -Notaðu límrúllu til að taka ryk af lömpum, borðum, sófum, gardínum og þar sem þú getur. Rykið festis allt við límrúlluna en þegar þú notar fjaðurkúst eða tusku ertu oft að dusta rykinu í loftið sem sest svo aftur á húsgögnin.
 2. Kaffipokar -Notaðu kaffipoka til að þrýfa glugga og speglana þína til þess að koma í veg fyrir rákir. Blandaðu 1/4 edik í 3/4 vatn, spreyaðu aðeins á gluggan eða spegilinn og notaðu svo kaffipoka til að þurrka.
 3. Matarsódi -Stráðu smá matarsóda í íþróttaskónna eftir æfingu til að „fríska“ aðeins upp á lyktina, og meðan þú ert að því prufaðu líka að strá smá íþróttatöskuna
 4. Stíflueyðir -Önnur not fyrir matarsóda, þegar þú tekur eftir að niðurfallið sé aðeins farið að stíflast, sturtaðu þá hálfum bolla af matarsóda í það og hálfum bolla af ediki. Settu svo blauta tusku yfir meðan lausnin freyðist, bíddu svo í 5 mínútur og helltu þá heitu vatni ofan í. Virkar fullkomnlega!
 5. Tannkrem -Áttu skó sem voru hvítir og eru orðnir grá brúnir? Skrúbbaðu þá með tannkremi! Þú getur líka notað tannkrem til að þrýfa kranan við vaskinn.
 6. Þrýfa blandaran -fylltu blandaran af vatni, settu svo smá uppþvottalögur í hann. Kveiktu svo á blandara um í nokkrar sekúndur, skolaðu svo með heitu vatni og volia! Blandarinn hreinn.
 7. Að halda hvítum þvotti hvítum -til að halda hvítum þvotti hvítum, skelltu smá matarsóda með í þvottavélina
 8. Brenndir pottar eða pönnur? -Það hafa örugglega allir lennt í því að gleyma sér aðeins þannig sósan brann aðeins við pottinn. Til að þrýfa hálf fylltu pönnuna eða pottinn með vatni, bættu svo 1dl af edik í, leyfðu suðunni að koma upp og taktu af hellunni. Bættu svo um 2 matskeiðum af matarsóda í og leyfðu að kólna, þá er ekkert mál að þrýfa brenndu sósuna burt!
 9. Kattar eða hundahár? -þetta vildi ég að ég vissi áður en við losuðum okkur við gamla sófann okkar! Til að ná hárunum frá gæludýrunum úr sófanum, bleyttu uppþvottahanska og renndu svo með honum yfir, hárin ættu að festast við eins og segull.
 10. Tyggjó í föt -til að ná tyggjó úr fötum, skelltu flíkinni í frysti í nokkra klukkutíma. Það er MIKIÐ léttara að ná frosnu tyggjói úr flík!