10 skemmtilegir útileikir

 1. Eina króna
  Einn „er hann“.  Hópurinn sem ætlar að leika í leiknum byrjar á því að safnast saman við eitthvern staur. Sá sem „er hann“ telur uppí 50 á meðan hinir hlaupa í burtu og fela sig. Þegar sá sem „er hann“ er búinn að telja fer hann að leita af þeim sem földu sig
  Leikurinn gengur svo út á það að „sá sem er hann“ finni krakkana sem voru að fela sig og hleypur þá að staurnum, kallar ein króna fyrir (nafn þess sem hann sá/fann) einn, tveir og þrír. En þeir sem eru að fela sig eiga líka að reyna komast að staurnum og frelsa sjálfan sig með því að segja ein króna fyrir mér einn, tveir og þrír. Leikurinn gengur svo svona áfram þar til allir eru fundnir/komnir upp að staurnum
 2. Fallin spýta
  MG_2867-e1469393009545
  Leikurinn fer þannig fram að einn úr hópnum er valinn  til að bíða hjá spítu sem er stillt upp við vegg. Hann byrjar á því að telja upp á 50 og á meðan hlaupa allir úr hópnum og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef sá sem „er hann“ sér eitthvern, hleypur hann að spýtunni, fellir hana niður og kallar ,,Fallin spýta fyrir (nafn viðkomandi) einn, tveir, þrír. 
  Þeir sem földu sig reyna svo að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar, fella hana niður og kallar ,,fallin spýta fyrir öllum einn, tveir, þrír“ og með því frelsar hann alla.
 3. Finna hluti
  Valinn er bókstafur t.d S. Keppendur fá svo 5 mínútur til að finna sem flesta hluti í náttúrunni sem byrjar á þeim bókstaf. Sá sem finnur mest vinnur. Hægt er að keppa bæði í liðum eða sem einstaklingur.
 4. Hlaupa í skarðið
  Allir mynda saman hring, einn er valinn til að byrja fyrir utan hringinn, hann hleypur og „klukkar“ eitthvern í bakið og hleypur hringinn, sá sem er klukkaður hleypur í öfuga átt og þeir tveir keppast um hvor er á undan í skarðið. Sá sem var á undan í skarðið snýr svo baki inn í hringinn en sá sem var seinni finnur svo annan til að klukka og keppa við.
 5. Úti bingo
  Krakkarnir fá bingó spjöld og reyna finna hluti til að krossa útaf. Hægt er að breyta leiknum svo hann henti hvaða aldurshópi sem er.
  Hugmyndir að bingóspjöldum eru hérna, en hægt er að finna fullt af tilbúnum spjöldum á google.
  e4c5ee238cf334d8130c3a66e1cc870a
 6. Hvít og rauð blóðkorn
  Börnin hlaupa um í pörum og eru rauð blóðkorn. Tvö til þrjú eru svo valin til að vera hvítu blóðkornin sem reyna að stoppa rauðu blóðkornin. Ef hvítu blóðkornin nær pari/rauðu blóðkorni þá á það að mynda æð með því að setja lófana saman upp í loft svo annað par geti hlaupið í gegn og frelsað þau. Hvítu blóðkornin eiga reyna stoppa öll rauðu blóðkornin.
 7. Fram fram fylking
  Tvö börn eru ræningjar. Þau standa á móti hvort öðru og haldast í hendur og mynda hlið(halda höndum uppi) sem hin börnin ganga svo í gegnum í halarófu og leið og þau syngja lagið.
  Fram, fram fylking,
  forðum okkur háska frá
  því ræningjar oss vilja ráðast á.
  Sýnum nú hug, djörfung og dug.
  Vakið, vakið vaskir menn
  því voða ber að höndum.
  Sá er okkar síðast fer
  mun sveipast hörðum böndum
  Þegar sungið er „sveipast hörðum böndum“ taka ræningjarnir þann til fanga sem er að fara í gegnum „hliðið“ þá stundina. Þeir fara með fangann afsíðis og láta hann velja á milli einhverra tveggja, lokkandi hluta, eða t.d. ávaxta sem þeir höfðu fyrirfram ákveðið. Þannig gæti t.d. annar ræninginn fengið alla sem velja epli en hinn alla sem velja appelsínur. Fanginn fer síðan aftur fyrir þann ræningja sem hann valdi og stendur þar uns leiknum lýkur. Síðan er lagið sungið aftur og halarófan fer aftur af stað og næsti fangi gripinn. Þannig myndast smám saman röð fyrir aftan ræningjana, og þegar allir hafa verið teknir til fanga er farið í reiptog, reyndar án reipis, en ræningjarnir haldast í hendur og liðsmenn þeirra toga í þá og hvern annan. Það liðið sem tekst að toga hitt til sín vinnur. Auðvitað er svo líka hægt að hafa reipi við hendina og nota það. Muna að allir eiga að syngja með, líka fangarnir.
 8. Köttur og mús
  Image result for köttur og mús
  Þátttakendur, að tveimur undanskildum, mynda stóran hring, snúa inn í hann og halda höndum saman. Annar tveggja er inni í hringnum og er hann músin. Hinn er kötturinn og er utan hringsins. 
  Kötturinn á að klófesta músina en hún reynir að forða sér undan honum og má hlaupa út úr hringnum og inn í hann. Þeir sem í hringnum eru mega hjálpa músinni með því að lyfta örmum svo hún komist greiðlega inn og út úr hringnum. Á hinn bóginn eiga þeir að tefja fyrir kettinum með því að halda höndum niðri og loka fyrir honum leiðinni inn og út úr hringnum. 
  Takist kettinum að klófesta músina eru aðrir þátttakendur valdir til að vera í hlutverkum kattarins og músarinnar. Takist kettinum ekki að ná músinni innan ákveðins tíma eiga hinir að telja upp að 10 hægt og rúlega og hafi kötturinn ekki þá náð músinni taka aðrir við hlutverkum þeirra. 
 9. Bimbi rimbi rimbamm
  red-rover.jpg
  Hópurinn stendur upp við vegg, nema einn sem snýr á móti hinum og stendur í dálítilli fjarlægð frá hópnum. Sá sem „er hann“ (segjum að það sé hann Þórir) byrjar og syngur;
  Þórir:„Bim-bam-bim-bam, bimbi-rimbi-rim-bam“. Um leið gengur hann fram í fyrri hluta vísunnar en bakkar til baka í þeim síðari.
  Þá svarar hópurinn (og gengur fram og aftur eins og áður) „Hver er að berja, bimbi-rimbi-rim-bam“.
  Þórir: „Það er hann Þórir, bimbi-rimbi-rim-bam“.
  Hópur: „Hvern vill hann finna, bimbi-rimbi-rim-bam“.
  Þórir: „Elskulegu Stínu sína, bimbi-rimbi-rim-bam“ (og nú nefnir Þórir þann sem hann vill fá til sín, ath. það getur verið hvort sem er strákur eða stelpa).
  Hópur: „Hvað vill hann með hana, bimbi-rimbi-rim-bam“.
  Þórir: „Láta hana vaska upp, bimbi-rimbi-rim-bam“ (auðvitað ákveðið þið sjálf hvað viðkomandi á að gera).
  Hópur: „Hvað fær hún að launum, bimbi-rimbi-rim-bam“.
  Þórir: „Tíu börn í bala og átján rottuhala“ (muna, vera sniðugur í svari en ekki leiðinlegur).
  Hópur: „Fari hún þá með gleði, bimbi-rimbi-rim-bam“ (eða skít og skömm, eftir því hvað við á).

  Og nú fer Stína yfir til Þóris og þau koma sér saman um hvern á að biðja um næst o.s.frv.

 10. Bófaleikur
  s7mkO-Bdc_iy_960x960_G97J2gYQ
  Í upphaf leiks er hópnum skipt í tvennt, annar helmingurinn eru bófar og hinn helmigurinn eru löggur. Ákveðið er stað þar sem fangelsið er. Löggurnar hlaupa á eftir bófunum og klukka þá, færa þá í fangelsið og skipta þeim að vera kyrrir. Ef löggurnar vakta fangelsið ekki nógu vel geta bófarnir sloppið og þá þurfti löggan að ná þeim aftur.
  Þegar löggurnar höfðu náð öllum bófunum í fangelsið er skipt um hlutverk, löggur verða þá að bófum og bófar að löggum.

1

Borgaraleg gifting

Ég hafði hlakkað til en líka kviðið rosalega þessum degi en þann 21.ágúst síðastliðinn gengum við Ási í það heilaga.

Þrátt fyrir að við ákváðum að hafa þetta mjög lítið þá vildi ég gera daginn soldið sérstakann, svo ég ákvað að kaupa mér kjól og fá eina af mínum bestu vinkonum sem er förðunarfræðingur til að gera mig extra sæta.

Við sem sagt áttum að mæta til sýslumanns kl 14 og því mætti ég klst fyrr til Valdísar í förðunn. Í öllu stressinu þó við að hafa allt tilbúið mæti ég vegabréfslaus (kannski læt það fylgja sögunni að ég er ekki íslenskur ríkisborgari og því vegabréfið mikilvægt) en besta vinkona mín mætti á sama tíma og ég svo hún bauðst til að bruna heim (keflavík út í garð) að sækja vegabréfinn svo ég gæti allavega mætt og talað við dómarann. Hann var hinsvgar sá yndislegasti og beið fyrir okkur eftir henni svo hún gæti verið viðstödd. Tíminn líður og Sunna mætir ekki nema 10 mín seinna en planið var að byrja (mjög gott) og athöfinn getur þá byrjað.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá tekur þetta bara 5 mín og svo bara skrifað undir og done!

Þegar athöfnin var svo búin vorum við búin að ákveða að hafa pínu „veislu“ ef svo má segja fyrir foreldra og systkini þar sem við grilluðum hamborgara og fengjum okkur svo köku í eftirrétt, svo daginn áður hringd ég í Sigurjónsbakarí og arhugaði hvort hann væri til í að græja fyrir mig litla köku með dagsetningu og nöfnunum okkar. Hann Sigurjón er bara snillingur og græjaði það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég skýst þá út í Garð að sækja Alparós þar sem hún var hjá dagmömmu svo við þyrftum ekki að hafa ofan af fyrir henni á meðan á athöfninni stóð. Ég bomba henni í kjól og fer svo að sækja kökuna áður en ég mæti til tengdó þar sem veislann yrði. Með tíma til aflögu fór sjálf brúðurinn í svuntu og fór að skera grænmeti á hamborgaranna.

Ég er svo þakklát fyrir fjölskyldunna mína og fólkið sem stendur mér næst. Ég sem hef alltaf látið mig dreyma um prinsessu brúðkaup, gæti ekki verið ánægðari með daginn með mínum nánustu. Ef þetta var eitthvað til að setja mark á hvernig brúðkaupsdagurinn verður þegar við verðum með „alvöru“ veislunna þá held ég að ég muni aldrei koma niður af bleika skýinu mínu.

Nýtt samband með barn

Svavar Bragi var 3 ára þegar Ási kom í lífið okkar. Þeir urðu strax mjög góðir vinir og fannst Svavari Braga rosalega gaman að fá vin okkar í heimsókn og fara út að leika við hann. Þetta lofaði allt góðu og hélt ég því að þetta yrði bara draumur í dós!

Ég viðurkenni að við fórum soldið hratt í hlutina, Ási átti íbúð og leigusamningurinn minn að renna út svo við vorum bara búin að vera að deita í 3 mánuði áður en við fluttum inn til hans. En þrátt fyrir fljótfærnina okkar þá urðu þeir mjög nánir og leið ekki að löngu fyrr en Svavar Bragi fór að kalla hann pabba.

Við vorum á leiðinni í sund einn daginn eftir leikskóla og þurftum því að bruna heim að sækja sundföt. Við Svavar Bragi sátum eftir í bílnum á meðan Ási skaust inn að sækja sunddótið. Eftir smá stund spyr Svavar Bragi hvar pabbi væri, ég svara soldið kjánaleg „ætli hann sé ekki bara heima hjá sér?“… nei minn var sko ekki að tala um Daníel pabba svo hann svaraði hálf móðgaður „NEI! Hann skjóttist!“. Ég væri að ljúga ef ég segði að mér brá ekki soldið. En á sama tíma varð ég svo glöð að hann hefði tekið Ása svona fljótt og að þeir væru orðnir svona nánir.

Það er engin ein uppskrift að þessu svo maður verður soldið að spila þetta af fingrum fram og leyfa tímanum að vinna sitt.

Þeir eru í dag ekki alltaf bestu vinir og þó að við séum að verða búin að vera saman í 3 ár og öðru barni ríkari þá er Ási enn að læra inn á foreldrahlutverkið og kemur stundum aðeins upp á milli þeirra. Ási á það til að vera soldið strangur en þeir eiga samt svo fallegt samband. Ég þakka fyrir það a hverjum degi að hafa fundið Ása og að hann hafi komið í líf Svavars Braga, hann hvetur strákinn til að gera hluti sem hann (með litla hjartað sitt) þorir ekki eða dytti ekki í hug að læra og draga þeir báðir hvorn annan út fyrir þægindarammann.

Að ferðast með barn – tips

Ég hef hlakkað mikið til þessara færslu, áður en við flugum með stelpurnar hafði ég þessa miklu þörf fyrir því að google allt sem tengist því að ferðast með ung börn í tætlur! alveg frá pinterest, bloggum, youtube rásum, ég skoðaði allt.

Þetta allt saman fékk ég að upplifa þegar að ég flaug út núna 1 ágúst síðastliðinn með fjölskyldunni minni! svo hér fyrir neðan munið þið finna allskonar tips sem auðveldaði okkur flugið, flugvöllinn og bílferðina.

Just because you had a baby, does not mean that the adventure has to stop!

Já vissulega getur verið krefjandi að ferðast með börn og þá sérstaklega ung börn! en ef maður skipuleggur sig nóu vel og er undirbúin að þá verður ferðin svo 1000 sinnum ánægjulegri!

Þetta er mín reynslaÞann

1 ágúst flugum við fjölskyldan í 6 tíma til washington og framhaldinu af því keyrðum við í 4 kl. tíma til Norður Karolínu í bandaríkjunum, Þar sem að við vorum með heldur meiri farangur en flestar fjölskyldur út af elstu dóttur okkar að þá var eins gott að pakka skynsamlega og geyma óþarfa hluti heima!

Tips flugvöllurinn

 • Taktu með þér Kerru eða vagn
  Fyrir okkur hentaði vagninn best við erum með 2 börn á aldrinum 15 mánaða og 4 ára, vagninn sem við notuðum fyrir stelpurnar tekur 2 farþega, í vagninum eru 2 belti  sem þær voru svo spenntar í, á milli þeirra var súrefnisvélin hennar Önju (Anja þarf súrefni þegar hún flýgur) Vagninn er mun fyrirfara minni en kerra og þar sem að við vorum með gríðarlega mikinn farangur sem við vildum vera viss um að passaði í bílinn var vagnin besti kosturinn fyrir okkur.flug13
 • Við innritun
  er gott fá miða á vagninn/kerruna til þess að fá hann með ykkur inn á flugvöllinn!
 • Burðarpoki
  Myamaki burðarpokinn frá Chicco var himnasending, þegar að vélin er komin á áfanga stað þarf maður að labba langa vegalengd til þess að ná í farangurinn, þar á meðal vagninn eða kerruna! við vorum með 4 „töskur“ sem sagt skiptitöskuna, mjólkurdælutöskuna, súrefnisvél, og töskuna hennar Önju sem er á hjólum, bara það að getað skellt Kristel framan á mig gerði þetta allt svo 1000 sinnum auðveldara.

  Burðarpokinn er úr Chicco, hægt er að nálgast burðarpokann HÉR

  flug1

 • Verið vel nestuð
  Þó að planið sé að fá sér að borða á vellinum mæli ég klárlega með nesti til að halda friðinn inn á milli! Ég var búin að gera nesti deginum áður með kexi, berjum, ávaxtastöngum og skvísum því einfaldara því betra, ég mæli með boxum með hólfum, ég fékk boxin í Ikea! Á þessu jöpluðu þær við innritun í gegnum flugvöllinn og í flugvélinni! Sama gildir um bílinn, þetta var satt best að segja ekkert mál!

  flug123

Allt geriri maður til þess að halda friðinn enda sat Kristel voða sátt með nestið sitt.

Tips Flugvélinn

 • Stíll fyrir flug!
  Ég talaði við hjúkrunarfræðing um hvernig best væri að takast á við hellu og bara almenn óþægindi sem flug getur valdið, hún mældi með einum stíl fyrir brottflug! og það sem hún hafði rétt fyrir sér.
 • Teppi
  Við pökkuðum teppi fyrir stelpurnar sem var í rauninni bara plássþjófur í okkar tilfelli! Ég veit ekki með önnur flugfélög en ef þið eruð ekki viss hvort að flugfélagið skaffi teppi myndi ég taka eitt slíkt með ( einnig fer það allt eftir því hvert þið eruð að fara)
 • Gjafapoki
  Þegar að við flugum með Icelandair fengu stelpurnar smá svona goodybag, Í gjafapokanum hennar Önju var slímklósett, límmiða bók, LOL egg og gúmmí lamadýr. Þar sem að Anja Mist borðar lítið var nestið ekki nó til þess að róa hana svo við leyfðum henni að fá slímklósettið og það sem að hún varð glöð, í flugvélinni fengu þær að opna gjafapokann, Kristel fékk kubba og Anja fékk sitt!( Þær fengu gjafapoka frá icelandair en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt)
 • Spjaldtölva
  Sum flugfélög eru ekki með slíka þjónustu um borð! svo gott er að kanna það áður en þið leggið af stað! sérstaklega ef langt flug eru um að ræða
 • Heyrnatól
  Icelandair útvegaði heyrnartól fyrir stelpurnar en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt!
 • Bílstóll
  Ég hef flogið með barn í fangi og í bílstól! og ég mæli allan daginn með bílstól ef þú hefur tök á því! annars er alveg hægt að komast með ungt barn í gegnum flug í fangi það er bara örlítið erfiðara!

  Skiptitaskan

 • Bleyjur
  Sumir segja minna en meira, ég segi betra að vera save then sorry ég tók með mér bleyjur fyrir hvern klukku tíma! Það geta komið upp tafir eins og gerðist í okkar tilfelli!
 • Blautþurkur
 • Hitamælir
 • taubleyjur
 • peli
 • stoðmjólk
  Eða önnur mjólk sem barnið er á
 • Nesti 
  Td Skvísur, ávastastangir,kex,ávextir,ber,litlar samlokur, möguleikarnir eru endalausir.

  maturinn

 • Bossakrem
 • Auka föt
  Fyrir barnið og foreldrið
 • Stíll
 • Snuð
  Það hefði verið æðislegt ef að Kristel tæki snuð, sérstaklega við flugtak og lendingu en þetta tókst
 • Pokar undi kúkableygjur
  Já það segir sig bara sjálft!

Taskan hennar Önju
(fyrir utan töskuna með batteríunum fyrir súrefnisvélina og mjólkurdæluna)

taska

 • Auka súrefnisgleraugu
 • hnappar,slöngur,grisjur,vaselin
 • púst
 • mettunarmælir
 • Sprautur
 • límmiðabók
 • 2 mjólkurpokar
 • Hleðslutæki
 • gjafapoki
 • auka föt
 • Auka batterí fyrir mettunarmælirinnBörn eru misjöfn með mismunandi þarfir!
  vonandi gátuð þið nýtt ykkur eitthvað af þessum lista

Mig langaði til að deila nokkrum myndum frá ferðinni með ykkur

68961238_475470913250527_7461838079968411648_n

flug3

flug6

flug67

flug8

flug456

Þangað til næst

 

instagu

13 áhugaverðir staðir til að njóta með fjölskyldunni

Við fjölskyldan höfum gert heldur mikið í sumar, enda bíður fallega landið okkar upp á svo mikið.  Alveg frá dagsferðum, bæjarferðum og uppí helgarferðum upp í bústað.

Sú ferð sem stóð mest upp úr var dags ferð til Vestmannaeyja, við fjölskyldan eyddum þessum degi með föðurfjölskyldu minni! við kynntum krökkunum fyrir eyjunni, sprönguðum, fórum í sund og svo enduðum  við á pizza 67 meðan við byðum eftir ferjunni! stelpurnar höfðu aldrei áður farið í skip, Kristel spáði lítið í ferjunni enn Önju fannst þetta stórmerkilegt og sýndi mikinn áhuga, já þetta var góður dagur.

eyjar6

Stundirnar með fjöldunni þurfa ekki alltaf að kosta mikinn pening þó svo þær ferðir séu líka ákaflega skemmtilegar! Börn muna ekki eftir peningunum sem þið eydduð í þau en þau muna eftir tímanum sem þið deilduð saman! minningar, það eru þær sem sitja eftir!

eyjar898
(Ekki skírasta myndin en mér þykir ákaflega vænt um hana, það er ekki oft sem það nást svona myndir! en eins og sjá má meig ég næstum í mig úr hlátri)

Hér fyrir neðan eru áhugaverðir staðir sem fjölskyldan getur heimsótt í fríinu

 • Skessuhellir
 • Þingvellir
 • Kerið í Grímsnesi
 • Gullfoss og Geysir
 • Vestmannaeyjar
 • Kjarnaskógur
 • Víðistaðatún
 • Viðey
 • Mývatn grjótagjá
 • Þakgil
 • Úlfljótsvatn
 • Hellisgerði
 • Slakki

Mig langar einnig að nefna nokkrar skemmtilegar afþreyingar sem hægt er að njóta samverunni saman

 • Fjallganga
  Frábært að leyfa börnunum að hjálpa við að finna staðsetningu, smyrja nesti, frábær útivera og hreyfing sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í.
 • Fjöruferð
  Ég á ótal minningar af mér og foreldrum mínum í fjörunni, það er hægt að gera svo margt svo ég nefni dæmi þá er hægt að vaða, tína steina og skeljar (sem er svo hægt að mála á) skoða sjávarlífið! fletja kerlingar.
 • Berjamó
  Þegar að ég var lítil fórum við amma mjög reglulega í berjamó fyrir aftan bústaðinn okkar, einnig vorum við frændsystkinin send út að tína ber sem amma gerði svo sultu úr.
 • Vaða
  Já þetta þarf ekki að vera flókið! ég gat eitt tímunum saman í litlum læk við hliðin á sumarbústaðinn hjá ömmu og afa, oft var ég send útí læk til að ná í vatn til drykkju.
 • Víðistaðatún
  Ég gæti ekki mælt meira með þeim stað! frábær leikvöllur fyrir krakkana ásamt hoppudínu,aparólu, frisbigólfi,tennisvelli og síðast en ekki síðst æðisleg grill aðstaða.
 • Skessuhellir
  Í helli við smábáta höfnina í reykjanesbæ býr skessa, hún hrítur reyndar allsvaðalega og sefur allan sólahringinn en hún er mjg svo eftir sótt af landsmönnum, þar sem við búum í reykjanes heimsækjum við hana reglulega og finnst Önjun skessan og hellirinn stórmerkileg!
 • Lautaferð
  Þegar lítill tími gefst í langferðir en þú vilt njóta sumarsins og náttúrunar með fjölskyldunni henta lautarferðir einstaklega vel! hver elskar ekki að njóta matar og drykkk úti sem fjölskyldan hjálpaðist við að útbúa!
 • Bogfimi
  Bogfimisetrið er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna.
 • Bókasafnið
  Við kíkjum þangað allavega 2 í viku, Önju finnst æðislegt að velja bók sem við lesum svo um kvöldið, einnig eru fullt af spilum og trédóti sem henni finnst æðislegt að kíkja á!

 

 

sssss

sssssssssssss

ssssss

ssss

 

Þangað til næst

SNAPP – GUDBJORGHREFNA

guinsta

 

Þegar að það stóð í dóttur minni – skyndihjálp bjargar manslífum

Hvar á ég að byrja? Þetta efni er mér svo einstaklega mikilvægt og er þetta algengara en mig hefðu nokkurn tíma grunað! fyrir 3 dögum stóð í yngstu dóttur minni. þetta er eitt af mínum helstu martröðum sem betur fer erum við Einar búin að sitja mörg skyndihjálpar námskeiðið út af elstu dóttur okkar.

Við vorum að snæða eitt kvöldið, Kristel bablar á meðan að hún borðar og svo þagnar hún, henni svelgist á svo ég klappa á bakið hennar, þarna gerði ég mér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta var, hún byrjar að iða og nær ekki andanum og byrjar að blána í kringum munninn ég stekk upp og kalla á Einar “ hún er að kafna“ hann stekkur upp hjálpar mér að leysa hana úr stólnum.

Hann skellir henni á lærið á sér lemur nokkuð fast á milli herða blaðanna og þarna skaust bitin upp úr henni og hún byrjar að gráta.

Ég reyndi að halda aftur að mér en þarna brotnaði ég niður, þetta var allt öðruvísi en þegar að Anja fellur í mettun því að þær aðstæður þekki ég. Kristel náði ekki andanum í nokkrar sekúndur en þetta hefði getað farið á allt annan veg!

Ég hvet ALLA til þess að sitja þessi námskeið regluga!

Þetta er ekki einsdæmi og getur komið fyrir alla! kannt þú skyndihjálp veistu hvað á að gera?

Einnig vil ég benda á skyndihjálparnámskeið appið, það app ættu allir að hafa í símanum sínum, í þessum aðstæðum getur maður gleymt og þá er gott að hafa appið við hendina!

Hér fyrir neðan getur þú sótt um skyndihjálparnámskeið

Skyndihjálparnámskeið

guinsta

Hvers vegna ég slökkti á öllum tilkynningum í símanum

Ég ákvað 2það fyrir einhverjum tíma síðan að hætta að leyfa tilkynningar frá hinum og þessum „öppum“ í símanum mínum og slökkti því á öllum tilkynningum nema SMS.

Ég sé ekki þegar að ég fæ skilaboð á facebook eða ef ég fæ snap, síminn titrar ekki í hvert skipti sem það er nýtt follow á instagram eða like einhversstaðar og þetta er rosalega mikill léttir. Ég gerði þetta fyrst til þess að finna fyrir minni truflun frá símanum þegar að ég eyði tíma með stráknum mínum en ég finn mikinn mun á þessu alls staðar. Í vinnunni til dæmis verður maður skiljanlega forvitinn þegar maður veit af tilkynningu af einhverri sort og langar að kíkja en forvitnin er ekki jafn mikil þegar þú veist ekki beint að það sé eitthvað sem bíður þín.1

Nú er ég ekki að segja að ég sé fullkomin, ég tek alveg upp símann stundum þegar ég er með stráknum mínum annaðhvort til að athuga eitthvað, senda skilaboð, taka upp eða hvaðeina og það er líka allt í lagi. Ég er þó ekki alltaf að, mér finnst ég ekki ÞURFA að lesa öll skilaboð um leið og ég heyri ping eða titring í símanum, þetta má alveg safnast saman og ég þarf ekkert að vita af því fyrr en að ég athuga það hvort eitthvað sé.

Mikið af mínu lífi fer fram í símanum og mér fannst ég ná að stjórna því miklu betur þegar að ég réð því hvenær ég tækist á við það sem þar er. Skólinn, vinnan, bloggið, samfélagsmiðlar, vinirnir, nánast öll samskipti af öllu tagi fara fram í símanum eða tölvunni en ef fólk virkilega þarf á mér að halda út af einhverju áríðandi þá svara ég alltaf símanum og fyrir mér ætti það að vera einu tilkynningarnar sem birtast á skjánum, símhringingar og SMS.

Ég mæli svo innilega með því að þið takið ykkur sem flest til og slökkvið á tilkynningunum, ef virkilega þarf að ná í mann er alveg hægt að hringja bara eða senda skilaboð!

Þangað til næst – Irpa Fönn

Kæri barnsfaðir

Kæri barnsfaðir.

Mig langaði til þess að skella nokkrum orðum hérna til barnsföður míns og kannski eru þá einhverjir hérna sem tengja við eitthvað af þessu.

Mig langaði til þess að byrja á því, kæri barnsfaðir að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Bæði það góða og það slæma, það er nefnilega alveg frekar margt. Þú kenndir mér til dæmis það að sumar persónur ganga hreinlega ekki upp saman, og við erum ein af þeim. En þó að við höfum ekki gengið sem ástfangið par þá göngum við samt upp sem einhverskonar teymi. Nú hvernig þá? Við erum ekki ástfangin eins og ég taldi hérna upp áðan, við erum ekki bestu vinir alltaf en þó göngum við upp sem foreldra barnsins okkar, sem bara frekar gott teymi.

Sagan okkar er svolítið eins og götóttur ostur. Ég hef verið slæm í orðum um þig og þú einnig um mig, við getum hvorug neitað því sama hversu mikið við munum reyna að trúa því. Stundum hreinlega þolum við ekki hvort annað. En veistu hvað? Það er bara allt í fínasta lagi, það er ekki dans á rósum að vera með tvær fjölskyldur að ala upp sama barnið. Einnig hefur þetta samband okkar sem foreldrar ekki verið upp sitt besta á tímabilum. Við höfum bæði tekið skref til hliðar sem var kannski ekki besta skrefið en hvað sem á reynir, reynum við að halda því sem gerðist frá því sem mun gerast.

Á beggja bóga höfum við getað leitað til hvors annars. Ég til dæmis hef reitt mig á þig varðandi bílakaup og viðgerðir á svoleiðis hlutum þar sem ég hef ekki hundsvit á því. Þú hefur getað reitt þig á mig varðandi hárið á barninu í íþróttinni sem hún stundar og einnig hefur verið leitað til mín varðandi hárið á henni fyrir myndatökur og annað. Það eru ekki allir skilnaðarforeldrar sem geta komið saman varðandi eitthvað sem tengist barninu á forsendum hins. Það að við getum komið okkur að samkomulagi varðandi það að koma barninu á æfingar og sækja hana er æðislegt, oft leiðir það til leiðinda hjá öðrum foreldrum sem eru að ala upp barn í tvennu lagi.

Við vorum svo heppin að fá dóttur okkar snemma á lífsleiðinni svo við kenndum hvort öðru mjög fljótt margt. Svo nefna má samskipti, hlutverkaskipti, skipulagningu og annað. Við þurftum bæði að þroskast mjög hratt þegar stelpan kom í lífið okkar og hugsa um hluti sem jafnaldrar okkar jafnvel eru ekki byrjaðir að hugsa um í dag. Við getum litið til baka og verið stollt af okkur, pældu í því. Við tvö ! Við tvö gátum þetta ! Eitt erfiðasta hlutverk mannsins og við tvö gátum þetta í einhverskonar sameingingu. Og hvað höfum við í dag, eitt sterkasta mannsbarn sem ég hef á ævinni kynnst.

Það að finna leið til þess að veita barni hamingju er að við stöndum öll þétt saman sem komum að henni.Það að þú leyfir öðrum manni að vera með þer sem faðir dóttur okaar er stór sigur, og á það einnig við mig með konuna þína. Dóttir okkar hefur stóran hóp í kringum sig sem stendur þétt á bak við hana. Og þó við stígum flest öll skref samstíga, þá koma inná milli koma stundum hliðarskref. Við vitum það að þegar við öll höldumst í hendur verður verkið mikið auðveldara. Það skiptir miklu máli að við treystum hvort öðru í því hlutverki sem okkur var gefið varðandi barnið. Það er ekki bara hlutverk okkar að vera foreldrar hennar, við í sameiningu erum að móta einstakling.

Við bæði höfum þurft að taka stórar ákvarðanir varðandi fjölskyldur okkar, þá er ég að tala um mig og manninn minn og börn og þig og þína konu og börn. Það að við komumst að því samkomulagi að það besta fyrir stelpuna okkar væri að búa á íslandi hjá þér þegar maðurinn minn komst í nám í öðru landi var ein stærsta ákvörðun sem ég hef þurft að taka og þu studdir okkur í því.

Það er svo ótrúlega margt tengt foreldrahlutverkinu sem ég get sagt að ég hafi lært af þér, þótt ég geti ekki nefnt það með orðum þá finnst mér að þú þurfir að fá að vita það. Ég mun þurfa alla mína lífsleið að þurfa tala við þig, sama þótt stelpan verði átján ára því hún mun vonandi koma með börn sem við tvö eigum saman sem barnabörn. Við þurfum að mæta í giftinguna hennar ef hún ákveður að gifta sig einn daginn og við þurfum að vera til staðar fyrir hana alla þá daga sem við höfum ennþá eftir að lifa.
Þó þú sért ekki fyrsta manneskjan sem ég hringi í til að bjóða í kaffi eða detta í spjall þá ertu manneskjan sem gafst mér dóttur okkar og fyrir það færðu stærstu þakkirnar.

Takk fyrir að vera að fara í gegnum þetta með mér, því ég veit ekki hvort að ég gæti þetta ein.

Eg giftist manninum mínum..

Ég er búin að þekkja manninn minn í 7 ár. Ég þoldi ekki manninn minn í hálft ár. Ég er búin að vera í sambandi með manninum mínum í 6 ár.

Eg er búin að vera gift manninum mínum í 5 ár. Já, ég giftist manninum mínum eftir eitt ár í sambandi

Svo við byrjum á byrjuninni.

Ég kynntist Helga árið 2012. Hann kom heim til mín (heim til pabba) þar sem ég var með svona smá „get together“ og eftir það kvöld þoldi ég hann ekki. Gerði liggur við allt sem ég þoldi ekki að karlmenn gerðu og bara við það að horfa á hann pirraði mig.

Gullreglan í þessari færslu er: hann er vinur „bróður“ míns. Þegar ég segi „bróðir“er ég að tala um frænda minn sem ég er fremur með systkinaböndum heldur en frændsystkina.

Hálfu ári eða árið 2013 eftir að ég kynnist helga hitti ég hann aftur. Einhverra hluta vegna byrjuðu einhverjir eldar að vakna og enduðum við á því að varir okkar snertust. En það var litla leyndarmál okkar því „bróðir“ minn var með sinn veldistaf í þessu máli og samkvæmt honum var ég „ódeitanleg“. Enda er ég mjög sterkur karakter og sérstaklega á móti Helga sem er mjög feiminn, þá vorum við andstæður sem áttum ekkert sameiginlegt. Svo þegar við Helgi héldum áfram okkar leynilegu fundum þá vissi „bróðir“ minn ekki af því, eða við héldum það. Það vissu þetta greinilega allir. Enda leið ekkert langur tími frá fyrsta kossi og að sambandi.

Það leið heldur ekki langur tími þangað til Helgi bað mig um að giftast sér. Að vísu gerði hann það í einhverju partýi undir áhrifum áfengis svo eg get ekki sagt að ég hafi fengið rómantískasta bónorð í heimi. Enda er ég ekkert sérlega rómantísk. En ég játti honum og fékk einhvern frábæran hellokitty lyklakippuhring sem trúlofunarhring (þið hafið fullt leyfi til þess að ranghvolfa augunum núna, ég gerði það held ég líka). En seinna meir fékk ég þó hring með steini, svo hann var ekkert að grínast.

Árið 2014 var eg gift. Hlutirnir gerðust frekar hratt tjá okkur Helga. Við komumst að því að við ættum von a barni saman, svo við ákváðum bara að gifta okkur í leiðinni á árs afmælinu okkar. Og eins og ég sagði þá „hvað er það versta sem gæti gerst, við skiljum?“

Þá kemur að aðalmálinu. Eg er dæmd. Eg er dæmd fyrir það að hafa gifst manninum sem eg ætla að eyða lifinu minu með. Hann er dæmdur. Hjonabandið okkar er dæmt, alveg sjúklega. Þið hafið ekki hugmynd um hversu oft við höfum þurft að verja hjónabandið okkar fyrir fólki sem þekkir okkur nánast ekki neitt. Og allt þetta vegna þess að við tókum ákvörðun að gifta okkur snemma. Ég neita því alls ekki við höfum alveg verið á barmi skilnaðar og verið komin með upp i kok af hvort öðru. En það hefur ekki gerst og (sjö, níu, þrettán) mun ekki gerast. Ef rifildi eða annarskonar vandamál koma upp er það leyst i sameiningu ekki með eitt stykki ferð til sýslumanns. Það er ekkert rifildi sem skiptir meira máli heldur en sambandið okkar. Við höfum svo ótrúlega mikið sem við gefum ekki frá okkur fyrir einhverjar erjur.

En það hefur enginn annar vald yfir því að segja mér hvenær retti tíminn til að kvænast manninum mínum sé. Það veit það enginn betur en ég hversu mikið ég elska manninn minn. Þetta er ekki annara val, heldur mitt!

Ég var um daginn að taka þátt í umræðu um hjónabönd, og þar var ég eina gifta konan. Þegar ég ber það upp að ég se gift fæ ég spurninguna um hversu langt hjónabandið mitt se. Á eftir því fylgir lengd sambandsins. A eftir því liggur við hrópar manneskjan „GIFTISTU HONUM EFTIR EITT ÁR?!?“

Uuuu já? Og hvað?

Þótt að þér myndi aldrei detta það í hug þá datt okkur það í hug.

Hvernig vissum við að við ætluðum að eyða ævinni saman? Við vorum þannig séð ennþá á hvolpaástartímabilinu.. Svarið við því er í rauninni við vissum það ekki. En það eina sem skipti máli er það að OKKUR langaði það og okkur langar það enn. Ég get sagt ykkur það að ALLIR (nema þeir sem kannski giftu sig i fyrra) sem við Helgi þekkjum og giftu sig á EFTIR okkur eru skilin í dag.

Mín hamingja felst i þvi að vera með þessum manni. Mín hamingja mun ekki fjara þótt einhverjir aðrir dæmi okkar samband. Álit annarra á ekki að hafa áhrif á þína hamingju, við erum fullkomnlega fær um það að velja okkar hamingju sjálf.

Árið 2019 er ég ennþá með manninum sem ég giftist, annars væri ég nú varla að skrifa þessa færslu. Ég er búin að eignast tvær stelpur með honum og yngsta stelpan okkar heitir í höfuðið á manneskjunni sem leiddi okkur saman eða „bróður“ mínum. Eg á loksins smá hlut í karlkynsafkvæmi eða syni hans. Og dóttir mín á tvo pabba. Þetta er hamingjan mín.

Takk fyrir mig,

Védís

Mömmufrí á Hilton spa

Dóttir mín hefur verið að ganga í gegnum tímabil þar sem hún sefur mjög lítið og vill bara vera hjá mömmu sinni. Ég var orðin mjög lang þreytt og hver einasti bolur sem ég var í var annað hvort með hori, mat eða slefi á.
Ég var eiginlega hætt að hugsa um mig.
Já foreldrahlutverkið er eitt af því mest krefjanfdi hlutverki sem þú getur fengið. Það er það skemmtilegasta en á sama tíma það erfiðasta sem þú gerir í lífinu.

Í vikunni fór ég í spa á Hilton, ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hvað það er mikilvægt fyrir foreldra að fá smá tíma fyrir sig fyrr en ég lá þarna að láta dekra mig í döðlur.
Ég var alveg endurnærð eftir þessa spa ferð eftir svo margar andvöku nætur. Að fá að sitja þarna í svona rólegu umhverfi, í algerri þögn að láta nudda á mér axlirnar.

Þjónustan var svo hlýleg, umhverfið og nuddið svo notalegt.

Í afgreiðslunni tók við mér yndisleg kona sem rétti mér handklæði og sýndi mér svo spa-ið.
Það var ótrúlega flott líkamsrækt þarna og ég sé svolítið eftir að hafa ekki tekið með mér íþróttafötin, búningsklefarnir eru mikið stærri en ég hélt fyrst. Vinstra megin eru skápar og sturtur en hægra megin er röðin ein af speglum, og við hvern spegil var hárblárari og sléttujárn. Ég bókstaflega þurfti bara að taka með mér sundfötin því það var allt til alls þarna.
Sjampó, hárnæring, sturtusápa, handklæði, eyrnapinnar, baðmullarskífur og afnot að hárblásara og sléttujárni, nei í raun hefði ég geta tekið bara mig sjálfa þangað því það er hægt að leigja sundföt. Sem er ótrúlega fínt ef maður ákveður að skella sér án fyrirvara.

Þegar ég var komin í sundfötin og ofan í pottinn labbar kona að mér og spyr mig hvort ég vilji axlanudd… ÖÖ já!
Eftir nuddið fór ég í „núðlulaugina“, það er semsagt svona lítil laug með korknúðlum sem þú getur látið þið fljóta með, ég held ég hafi legið þarna í 40 mínútur, ég gjörsamlega gleymdi öllu sem var í gangi í kringum mig.

Ég mæli með því að allir taki sér 1-2 tíma, sama hvað er mikið að gera, sama hvað þú þykist ekki hafa tíma fyrir sjálfan sig að skella sér í Spa. Færð ekki pössun fyrir barnið? farðu meðan það er á leikskólanum. Gjörsamlega að drukkna í verkefnaskilum? skelltu þér í spa og núllstilltu þig, það er ótrúlegt hvað andlega heilsan hefur mikil áhrif á allt sem maður gerir.

-Færslan er unnin í samstarfi við Hilton spa , skoðanirnar eru alfarið mínar eigin-

Elsku tengdamamma

Þar sem konudagurinn er í dag langaði mig til þess að skrifa færslu til einnar sérstakrar konu í lífi mínu. Nú get ég setið og þakkað báðum konunum sem komu að því að ala mig upp en til þess er mæðradagurinn. Og þar sem ég er ekki samkynhneigð, á ég heldur ekki konu til þess að gleðja. En ég hef þó eina konu sem mér finnst ég aldrei geta orðið nógu þakklát fyrir. Og það er tengdamóðir mín.

Það að vera tengdamóðir tel ég að gæti mögulega verið eitt af erfiðustu hlutverkum lífsins. Það að þurfa að gefa son sinn eða dóttur til einhvers annars aðila sem ætlar að eyða ævinni með barninu þínu getur ekki verið auðvelt hlutverk. Þótt það sé hægt að þræta um það auðvitað, þá hlýtur þetta að vera eitt af þessum stundum sem þú sérð að litla barnið þitt sé að vaxa og naflastrengurinn sé að slitna. Það að litla barnið manns sé búið að velja sér lífsförunaut merkir einnig að sé liggur við skrifað í skýjin að þú þurfir að vanda þig við að koma ekki upp einhverskonar eldi í sambandinu, bæði þíns og barnsins þíns og einnig hjá þeim turtildúfum. Það geta nefnilega komið upp vandræði í sambandi fólks þegar reiði er til staðar við foreldra maka þíns, maki þinn vill hvorki heyra möður sína tala illa um manneskjuna sem hann elska né makann sinn tala illa um móður sína.

En hvernig verður maður góð tengdamóðir? Nú hefur maður heyrt hræðilegar sögur af konum sem voru bara alls ekki til í að sleppa unganum úr hreiðrinu og á tímabili var ég alveg hrædd við tengdamóður mína. Mér var svo mikið um að henni myndi líka vel við mig að það var orðið of mikið fyrir mig að hugsa um, þangað til að ég tók mig til og varð bara ég. Með að vera góð tengdamóðir er sú tengamóðir sem dæmir þig ekki áður en hún kynnist þér almennilega. Það að vera góð tengdamóðir er móðir sem stendur á bak við bæði þig og barnið sitt. Að vera góð tengdamóðir er sú kona sem ræktar samböndin við alla meðlimi fjölskyldunar þinnar.

Ég tala nú ekki um samband a milli tengdadóttur og tengdamóður þegar við bætist fjölskyldumeðlimur. Þetta getur farið á allskonar vegu en þær algengustu sem ég hef heyrt um eru þær að annaðhvort skal tengdadóttirin fara algjörlega eftir því sem tengdamóðirin leiðbeinir eða þá er tengdamóðirinn hið harðasta bakland á bak við nýbakaða foreldra. En munum eftir því að nýja viðbótin í fjölskyldunni er nýr karakter og þarf ekkert að vera eins og foreldrarnir í skapi. Þar tala ég af eigin reynslu! En hvað sem á reynir eru tengdamæður yfirleitt þær sem er best að biðja um leiðbeiningar þegar kemur að uppeldi barna. Ég held að mín tengdamóðir fari að setja númerið mitt á svarta listann ég hringi svo oft í hana.

En til þessa að vera góð tengdamóðir þarf einnig að vera opin fyrir uppeldi maka barnsins þíns. Hér er komin annar einstaklingurinn í fjölskylduna sem er kannski alinn upp í öðru landi, annarri stétt heldur en þið (eins ömurlegt og það er að taka það fram) og jafnvel úr talsvert stærri fjölskyldu. Jafnvel er tengdadóttirinn/sonurinn með greiningar, ADHD sem dæmi er algengt ásamt öðru. En í mínu tilfelli er athyglisbrestur á agætu stigi og kaffibollarnir eru óteljandi heima hjá mér. Mín tengdmóðir hlær nú meira af því heldur en sonur hennar.

En í endann eru tengdamæður þær konur sem ólu upp makann okkur og fyrir það ættum við að vera þakklát fyrir. Þetta er manneskjan sem kom þeim sem við ætlum að eyða lifinu okkar með í heiminn.

Svona í blá lokin ætla ég að skella inn nokkrum kveðjum fra tengdadætrum til tengdamæðra sinna sem eg fekk sendar. Takk elsku tengdamæður !

Ég verð tengdamömmu minni ævinlega þakklát fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín! Ég gæti ekki án hennar verið ❤

Ég vil þakka tengdamömmu minni fyrir að hafa tekið dóttur minni eins og einu af barnabörnunum sínum, það er okkur mæðgum ómetanlegt. Dóttir mín var 13 ára þegar hún kom inn í líf tengdaforeldra minna, og hefur verið hluti af fjölskyldunni síðan 💕

Við tengdamamna höfum ávallt verið góðar vinkonur og ég gæti ekki óskað mér neina aðra en hana. Mamma mín hvaddi þennan heim fyrir 11 árum síðan og hefur tengdamamma mín verið eins og mamma mín. Þykir ótrúlega vænt um hana.

Ef að ég hefði kynnst minni tengdamömmu (sem dó fyrir 25àrum) þà hefði ég þakkað henni fyrir að kenna syni sínum að taka lífinu eins og það er.

Tengdamóðir mín hefur alltaf gert allt til að hjálpa mér. Ég var 17 ára þegar ég varð ólétt og hún tók mig að sér þar sem að mamma mín bjó ekki á landinu.
Hún varð hin mamma mín frekar en tengdamamma, 10 árum og tveimur börnum seinna er ég skilin við son hennar.
En hún hefur alltaf staðið með mér! Hún hefur alltaf sett barnabörnin sín í fyrsta sæti og hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Ég veit ekki hvernig ég færi að án hennar. Ég er svo óeandanlega þakklát fyrir hana og allan hennar stuðning í gegnum árin

Ég vill þakka tengdamóður minni fyrir að hafa setið hjá mér og stutt mig þegar ég reyndi að gefa nýfæddum syni mínum brjóst. Ég var með djúp sár á báðum geirvörtum og sársaukinn var ólýsanlegur, ekki síður sársaukinn í hjartanu að geta ekki, að mér fannst sinnt barninu mínu á þennan hátt. Hún tók fast utan um mig og huggaði mig og sannfærði mig um að ég væri góð móðir þrátt fyrir þetta og ég ætti að hætta að pína mig. Takk elsku tengda mamma mín.

Þessi skilaboð fekk eg send a messenger fra tengdadætrum ut um allt.

————————–

Siðast enn síst langar mig til að þakka tengdamóður minni fyrir hvað hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu.

Kæra tengdmamma, takk fyrir eina bestu gjöf lífs míns. Þú gafst mér föður barnanna minna, þú gafst mér mann sem tekur mér og öllum mínum göllum. Takk elsku tengdamamma, því þú gafst mér manninn sem kenndi mér að elska.

Jólagjafir fyrir börnin.

Nú fer að styttast í jólin og ég hef verið alveg tóm í höfðinu hvað ég eigi að gefa dóttur minni í jólagjöf. Þannig mér datt í hug að gera færslu sem gæti hjálpað ykkur sem eruð að eiga í sama vanda og ég.

Allar vörurnar sem koma í þessari færslu er hægt að fá hjá Regnboganum verslun sem er uppáhalds barnavöruverslunin mín, skemmir alls ekki fyrir hvað þær Hildigunnur og Sandra sem eiga verslunina eru yndislegar.