Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu

Umræðan sem er aldrei talað of mikið um, kynlíf!

Ég fékk svo margar spurningar þegar ég var ólétt út í kynlíf, hvort það væri vont, erfitt eða betra. Þannig ég ákvað að taka saman spurningarnar sem ég hef oftast fengið og svara þeim.

Er alveg öruggt að stunda kynlíf á meðgöngu?

Svo lengi sem meðgangan er eðlileg og ljósmóðir eða læknir bannar þér það ekki þá já, þá er alveg öruggt að stunda kynlíf alveg þar til þú missir vatnið í raun. En ef þú ætlar að vera með nýjum vin á meðgöngunni að auðvitað NOTA SMOKKINN!

Finnur barnið ekkert fyrir því?

• Ég fékk þessa spurningu svo oft! Eða hvort typpið gæti potað í höfuðið á barninu, engar áhyggjur barnið er vel varið á bakvið líkaman legháls, fylgjunnar og legvatnsins. Barnið gæti fundið fyrir hreyfingu bara rétt eins og þegar þú ert að labba.

Er eðlilegt að fá samdrætti eftir kynlíf

• Já! Og það er mjög algengt! Bara fylgjast með að þeir séu ekki fleiri en 4 á klukkutíma, svo yfirleitt hverfa þeir á nokkrum tímum. Reyndu að leggjast niður, slaka á og fá þér vatnsglas þar til þeir hverfa. Samdrættir eftir kynlíf eru yfirleitt saklausir þó þeir eru óþægilegir

Get ég misst kynhvöt þegar ég verð ólétt?

•Fyrstu 3 mánuðina getur löngunin þín í kynlíf dottið niður, sem er svosem alveg skiljanlegt. Líkaminn er að ganga í gegnum mikið á þessum tíma, hormónarnir alveg í klessu, ógleði og þreyta.. þú ert jú að búa til líf!

Á öðrum þriðjungnum ferðu að eiga fleiri góða daga og þá kemur löngunin oft tvöfalt til baka.

Á seinasta þriðjungnum er kúlan farin að stækka verulega og orðin frekar þung. Það getur orðið erfiðara og kannski ekki endilega allar stellingar sem henta þér akkúrat núna.

Hvaða stellingar eru góðar á seinasta þriðjungnum?

Getur kynlíf valdið fósturmissi?

•Nei

Eftir að þú áttir, var þá eins og hann væri að stinga honum út um glugga?

• Nei alveg þvert öfugt. Eins og ljósmóðir útskýrði fyrir mér þá dregur allt sig saman og oft verður allt þrengra fyrst um sinn.

Var vont fyrsta skiptið eftir fæðingu?

•já! Fyrstu 2 skiptin þurfti ég að hætta því ég var ekki tilbúin, mér leið eins og ég væri að missa meydóminn þrefalt. En þetta verður betra, mikið, mikið betra.

Mig langar að stunda kynlíf aftur en er svo hrædd að það verði vont

•Fyrsta skiptið getur verið vont, passaðu bara að ana ekki of fljótt í hlutina. Ef þú ert ekki tilbúin þá ertu ekki tilbúin. Vertu með einhverjum sem þú treystir, farðu hægt á stað og rétt eins og þegar þú misstir meydóminn notaðu SLATTA af sleipiefni!! Passaðu líka fyrstu 6 vikur eftir fæðingu að nota smokkinn, minnir að það hafi eitthvað með sýkingu að gera því það er allt svo opið enþá.

Kátt á Klambra- 29.07.18.

Kátt á Klambra er með betri og ein stærsta barna-& fjölskylduhátíðin í Reykjavík sem hefur verið fagnað verulega í tvö ár,enda er þetta frábær afþreyingarviðbót í miðju sumarfríi.

KáK (1).jpg

Kátt á Klambra er sérstaklega hannað fyrir börn en þar er meðal annars hægt að skipta frítt á bleyjum, barna nudd og sér afgirt svæði til að gefa á brjóst í ró og næði.

haest (1)
internet (1).jpg

Dagskráin er stútfull það er meðal annars boðið uppá graffitikennslu, sirkuskennslu, dans, jóga, rokkneglur, föndur, húllafjör, og fullt af skemmtiatriðum á hátíðarsviðinu, eins og Jói Pé og Króli, Frikki Dór, Emmsjé Gauti, Ronja Ræningjadóttir og margt margt fleira. Þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hátíðin er ætluð börnum á aldrinum 0-13 ára.Jóna Elísabet Ottesen var á Secret Solstice árið 2015 meðrúmlega eins árs dóttur sinni, þegar hugmyndin af barnahátíðinni kviknaði upp hjá henni. Jóna sagði svo Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur frá hugmyndinni og það sumar hófu þær hugmyndavinnu fyrir hátíðina sem var svo haldin í fyrsta sinn sumarið 2016. Þær Jóna og Valdís halda um hátíðina ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur.

skilti
Öll afþreying er innifalin í miðaverðinu en miðinn kostar aðein 1.500Kr eða fjórir miðar á 5.000 Kr, frítt fyrir börn þriggja ára og yngri!
Hægt er að panta miða hér eða við inngang en þá leggjast auka 300Kr á miðaverðið.
Í fyrra var þrusumæting, hér getið þið séð myndband frá hátíðinni í fyrra.

Við mælum með því að allir sem hafa tök á að mæta komi með piknik teppi og njóti dagsins með fjölskyldunni.


Þessi færsla er ekki kostuð en unnin í samstarfi við Kátt á Klambra

Andlegt ofbeldi|Þekkir þú merkin?

Mér finnst skipta miklu máli að fólk geri sér grein fyrir hvað andlegt ofbeldi er til að geta áttað sig á því sem fyrst að þetta sé í gangi. Mér finnst mikið hafa verið talað um andlegt ofbeldi að hálfu maka en eins og flestir vita getur það gerst hvar og hvernær sem er. Gerandinn getur verið besta vinkona eða vinur þinn, foreldrar, yfirmaður eða samstarfsfólk til að nefna dæmi.

Hann/hún öskrar á þig, kallar þig ljótum nöfnum eða niðurlægir þig.
Kannski ætlaði hann/hún ekki að nota þetta orð? Kannski gerði ég hann/hana bara svona pirraða/n, kannski var þetta bara lítið skot sem átti bara vera fyndið? Eða er ég kannski bara of viðkvæm/ur?
Þetta eru hugsanir sem þú gætir fengið, en það var ekkert sem þú gerðir vitlaust. Það er aldrei nein afsökun fyrir því að beita andlegu ofbeldi.

Setur fyrir reglur eða reynir að stjórna útliti þínu.
,,Viltu ekki skipta um föt eða mála þig aðeins?“
,,þú mátt bara fá 3000kr með þér á djammið og þú verður komin heim fyrir 2″
,,þú mátt ekki kaupa þér hárnæringu, þú notar of mikið af henni“

 Hótanir
Hann/hún gæti hótað að hætta með þér, reka þig úr vinnu, segja frá leyndarmálum sem þú treystir manneskjunni fyrir. Gerandinn gæti hótað að skemma hluti sem þú átt, hótað að drepa sig ef þú gerir ekki það sem hann vill.

Einangrar þig
Eitt sinn var ég föst á milli steins og sleggju, ég vildi ekki fara því ég hélt ég væri ástfangin en vildi fara því mig langaði að hitta fjölskylduna mína. Í margar vikur fékk ég ekki að hitta mömmu því ,,Bensínið er svo dýrt“.

Tekur reiðina út á dauðum hlutum
Hann/hún gæti kastað hlutum, myndum, húsgöngum til og frá um heimilið, lamið í vegg eða brotið eitthvað.

„Silent treatment“
Viðkomandi svarar ekki símanum, skilaboðum, svarar ekki þegar þú reynir að tala við hann/hana, yrðir ekki á þig, hunsar þig þar til þú biðst fyrirgefningar, og í mörgum tilfellum dugar ekki að segja það einu sinni eða þú þarft bjóða eitthvað í staðin.

kennir þér um mistök sem hann/hún gerir.
-Afhverju skemmdir þú þetta?
,,afþví þú gerðir mig reiða/n“

Ásakar þig um hluti sem þú gerðir ekki.
ásakar þig um framhjáhald, baktal, meiðyrði og jafnvel lýgur uppá þig eru dæmi um andlegt ofbeldi af þessu tagi. Gerandinn telur sig alltaf vera saklausan og þarft þú því alltaf að biðjast afsökunar eða útskýra fyrir honum/henni.

Lætur þig fá samviskubit.
,,ég hélt þú vildir frekar vera með mér en að hitta vini/fjölskylduna þína“
,,Ef ég byggi ein/n væri ekki alltaf svona skítugt hérna“
Sumir vinir eiga líka til að eigna sér þig eða láta þig fá samviskubit fyrir að eiga aðra vini.

Setur út á þig.
Hann gæti verið að setja út á útlit, talsmáta þinn eða persónuleika.
Lítil „skot“ á kostnað annara.
,,ætlaru í alvöru að klæða þig svona?“
,,þú hlærð asnalega“
,,brostu frekar með lokaðan munn“
,,viltu ekki fá þér aðeins minna á diskinn?“
Og ef þig sárnar lætur gerandinn þig fá samviskubit.

Neyðir þig í kynlíf.
,,Ég skal hjálpa þér en þá skuldaru mér drátt“

Lætur þig efast geðheisluna þína.
Gerandinn endurtekur trekk í trekk við þig að þú þurfir að leita þér hjálpar, að þú sért veik/ur á geði eða jafnvel sendir foreldrum, vinum eða fólkinu í kringum þig skilaboð þar sem hann/hún lýsir yfir áhyggjum sínum yfir geðheilsunni þinni.

Fleiri greinar um andlegt ofbeldi er hægt að finna á netinu, eigi þessi dæmi við um þig þá hvet ég þig til þess að leita þér hjálpar. Þetta getur komið fyrir alla, óháð kyni og er alls ekki þér að kenna.

img_2771-1

Vinnan mín “skeinari”.

Fyrir ári síðan byrja ég að vinna á hjúkrunar- og dvalarheimili og get í fyllstu hreinskilni sagt að þetta er besta vinnan sem ég hef verið í hingað til.

Starfsfólkið sem ég var að vinna með var yndislegt, yfirmaður minn var virkilega skilningsríkur og fólkið sem ég annaðist þarna var æðislegt. Þau áttu svo mismunandi sögur sér að baki og voru öll með svo ólíka persónuleika, mismunandi veikindi sem hrjáðu þau og mismunandi fjölskylduaðstæður. Sumir þurftu alla aðstoð en aðrir minni, sumir fengu heimsóknir daglega en aðrir bara á hátíðardögum.

Það var fátt betra en að fara úr vinnunni, með hlýjuna í hjartanu vitandi það að þú hafir hjálpað einhverjum.

Í nánast hvert einasta skipti sem það barst upp til tals hvar ég væri að vinna, í umönnun, fékk ég alltaf spurninguna ,,ertu þá að skeina gömlu fólki”. Ég hef líka oft endað í þeim samræðum við fólk þar sem það lýsir yfir að þegar þau verða orðin það gömul að aðrir þurfa skeina sér, þá muni það frekar vilja deyja en að lifa svona.

Margir halda að þegar það þarf að láta skeina sér ertu orðin gamall/ gömul og getur ekki séð um þig sjálfa/n en það er svo langt frá því að vera rétt.

Á ég að segja ykkur leyndarmál? Eftir fæðingu dóttir minnar þurfti ég hjálp við þetta. Ég missti svo mikið blóð að mér var bannað að standa upp úr rúminu. Ég grét því ég skammaðist mín svo mikið og hélt ég ætlaði aldrei að hætta biðja ljósmæðra neman afsökunar.

Umönnun, að annast annan aðila og í þessu tilfelli eldra fólk, að hjálpa fólki að lifa góðu og skemmtilegu lífi á loka árunum, efla til sjálfsbjargarviðleitni upp að því marki sem hægt er og starfið felst jú líka í því að hjálpa til við athafnir daglegs lífs til dæmis salernisferðir, en starfið er ekki bara inn á klósettinu.

Eins og ég kom inná áðan þurfti fólk mismunandi aðstoð, sumir þurftu hjálp við að borða, klæða sig, greiða sér á meðan aðrir þurftu frekar andlegan stuðning, einhvern til að spjalla eða spila.

Það myndi gera öllum gott að prufa umönnunar starf af einhverju tagi, mér finnst það hafa verið algjör heiður að hafa kynnst fólkinu sem byggði upp landið okkar og forréttindi að hafa fengið að annast þau.


Nostalgía

vatnshringjakast

gamla stöð 2 merkið

glimmer stafurhvernig mer tókst að fækja og skemma hvern einasta svona gorm sem ég fekk!

kærleiksbirnirnir

að taka spólu á leigu og þurfa fyrst að horfa a myndina aftur á bak!

bað olíu kúlur