Augu&- varir|Review

Fyrsta varan sem ég ætla skrifa um er Volume million lashes Excess maskarinn frá L’Orèal.

Èg hef notað þennan maskara on og off í fimm ár. Finnst þetta fullkominn hversdags maskari, no make up look er mitt uppáhalds og mér finnst ég einmitt ná fullkomnu lúkki með þessum maskara. Greiðan á maskaranum nær að greiða vel í gegnum augnhárin svo þau klessast ekki saman. Hann er alls ekki dýr í verði, frekar ódýr eiginlega.

Down side við hann er að mér finnst hann verða þurr eftir nokkrar vikur frá fyrstu notkun. En þrátt fyrir það verða augnhárin ekki klessuleg, þarf þá bara fara örlítið oftar með hann yfir augnhárin.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, hiklaust. Þetta er svona minn go to maskari þegar ég þarf að kaupa mér nýjan og hugsa hann verði það allavega í fimm ár í viðbót.

Mavala lip balm frá Modus. Fyrir ykkur sem eruð með breytilegar varir eftir árstíðum eins og ég myndi ég mæla með þessum til að tækla það vandamál.

Lyktin og endingin á honum eru bæði mjög góð.

Hann heldur vörunum mjúkum og hjálpar þurrum og sprungnum vörum

Down side: eiginlega finn ekkert. Kannski bara að hann fæst ekki í bænum sem ég bý í, væri til í að sjá hann í apótekum því hann gerir æðislega hluti fyrir þurrar varir.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, 10 af 10

Lancome Grandiose maskarinn.

Þessi maskari grínlaust gerir allt. Lengir og þykkir augnhárin. Engar maskara klessur og maskarinn þornar ekki eftir nokkra vikna notkun.

Mjög auðvelt að nota hann útaf sveig á burstanum, auðveldar helling fyrir klaufa eins og mig sjálfa.

Það er auðvelt að nálgast hann, hægt að kaupa í netverslun lyfja og kostar tæplega 6.000kr.

Down side er svolítill nísku púki og á mjög erfitt að rèttlæta fyrir mér 6000kr í einn maskara, en hann er algjörlega þess virði.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já og nei. Maskarinn fær fullt hús stiga en nískupúkinn segir nei💸

Varalitur frá lindex cashmere brown. Elska litinn en þessi vara litur hentaði mér alls ekki svona dagsdaglega. Nota hann frekar við tilefni og veislur.

Varaliturinn er mjög mjúkur, mjög fallegur á vörum en þurfti líka laga hann mjög oft. Hann næst mjög auðveldlega af og skilur ekki eftir sig lit.

Hugsa ég myndi ekki kaupa hann aftur en mun samt nota hann á meðan ég á hann því liturinn er gorgeous þó formúlan henti mér kannski ekki.

Að finna tíma til að hreyfa sig

Það getur verið erfitt að finna tíma til að hreyfa sig þegar maður á börn, er í vinnu og/eða námi, og að reka heimili. Hver kannast ekki við það að borga fyrir kort í ræktina eða aðra hreyfingu, en hafa svo aldrei tíma til að mæta? Ég hef allavega gerst sek um það.

 Í janúar á þessu ári var ég búin að trassa það að mæta í ræktina í marga mánuði, einfaldlega vegna þess að ég hafði hvorki tíma né tök á að mæta. Svo fór allt of mikill tími í að koma sér í og úr ræktinni, pakka öllu draslinu ofaní tösku, redda pössun eða drösla krökkunum með o.s.frv. En ég fann að ég þurfti að koma hreyfingu aftur í mína daglegu rútínu, það gerir svo ótrúlega mikið fyrir andlegu heilsuna, fyrir utan það auðvitað að stuðla að líkamlegu heilbrigði. Ég fór að leita að lausn og datt í hug að skoða heimaæfingar. Þannig gæti ég æft á morgnana áður en stelpurnar vakna, eða seinnipartinn með stelpurnar heima, og jafnvel á kvöldin.

Þegar ég hugsaði um heimaæfingar sá ég samt bara fyrir mér fáar og ófjölbreyttar æfingar með eigin líkamsþyngd og hélt að það yrði hundleiðinlegt og ekki nógu krefjandi. En ég prufaði að leita að öppum með heimaæfingum og fann eitt sem heitir Nike Training. Þar er fjöldi æfinga sem hægt er að gera heima, bara með æfingadýnu og eigin líkamsþyngd. Ég prufaði appið og fílaði það í botn, æfingarnar eru bæði skemmtilegar og krefjandi, og það er hægt að gera þær hvar og hvenar sem er. 

Ég kom æfingunum inn í mína daglegu rútínu og líkaði það svo vel að æfa heima að ég fór að svipast um eftir tækjum til að gera æfingarnar enn fjölbreyttari. Ég keypti notaða skíðavél og notað þrekhjól á netinu fyrir lítin pening, svo tók ég til í bílskúrnum og útbjó lítið „heimagym“.

 Í byrjun sumars var ég búin að vera dugleg að taka heimaæfingar í hálft ár, og sá að þetta var eitthvað sem ég gæti hugsað mér að halda áfram að gera í framtíðinni. Ég ákvað þess vegna að kaupa mér nokkur handlóð og æfingateygjur, og svo fékk ég lánaða ketilbjöllu hjá mömmu. Núna get ég tekið bæði fjölbreyttar lyftingaæfingar, og þolæfingar með eigin líkamsþyngd, og ég hlakka alltaf til að komast inn í bílskúr að æfa. Þetta er orðinn minn „me time“ og mesta snilldin er að ræktin mín er alltaf opin og ég þarf bara að labba inn í bílskúr, þarf ekki að eyða neinum tíma í að ferðast á milli staða eða pakka niður í tösku, ekkert vesen. Svo þegar ég er ein með stelpurnar þá færi ég bara hjólið inn í stofu og hjóla á meðan þær horfa á barnatímann, eða fer með æfingadýnuna fram og tek æfingu þar og leyfi þeim jafnvel að vera með, þeim finnst það algjört sport. 

Ef þið eruð í sömu sporum og ég, eigið erfitt með að finna tíma eða fá pössun, og viljið spara ykkur pening í leiðinni, þá mæli ég með að skoða það að æfa heima. Það er til fullt af sniðugum öppum, og ég mæli sérstaklega með því að prufa Nike Training en það kostar ekkert og er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Ég reyni að vera dugleg að sýna frá heimaæfingunum mínum á instagram og áhugasamir geta fylgst með mér þar.

Kveðja Glódís

Instagram: glodis95

Í “formið” eftir barnsburð

Nú á ég 2 börn og hef verið báðum megin á “skalanum”.

Fyrir fyrsta barn var ég 68kg og í sæmilegu formi en þyngdist um nokkur kíló á meðgöngunni, fyrst var mér bara sama og leyfði mér aðeins of mikið sem endaði með aukakílóum. Þegar strákurinn var 2 ára þá fékk ég nóg og ætlaði mér sannarlega að ná SAMA forminu og áður (já því það ná sko allir því right?) Ég vann eins og brjálæðingur, kom þreytt heim en neyddi mig samt í ræktina sem endaði með hugarfarinu “ég var dugleg í dag svo hamborgari skemmir ekkert”. Ég var s.s. að þessu á röngum forsendum og ekki með hugann á réttum stað.
Spólum nú rúm 4 ár fram í tímann. Ég var hætt með barnsföður mínum og loksins farin að hreyfa mig því mér þótti það gaman, ég fór að hugsa um mataræðið og hugsa um hvað færi í líkamann minn þegar ég kynnist tilvonandi manninum mínum. Hann er kraftlyftingamaður og stundar þ.a.l. líkamsrækt af miklum krafti. Verandi með kraflyftingamanni í 100% vinnu er mikil hvatning til að mæta í ræktina og verður það því “okkar stund”. Ég fer öll að styrkjast og mótast þangað til óvæntur glaðningur gerir vart við sig… Ég varð ólétt!

Ég lofaði sjálfri mér að í þetta skipti skyldi sko ekkert stoppa mig frá því að stunda hreyfingu á meðgöngunni og passa mataræðið. Það tók mig ekki langan tíma að komast að því að mataræðið yrði enginn dans á rósum, ég gat lítið borðað og það sem ég kom niður kom oft bara sömu leið til baka. Jújú, morgunógleðin varð til þess að þessi mamma léttist á meðgöngunni í stað þess að þyngjast.
Svo kom að fæðingu (loksins fyrir lystarlausu mig) og ég skrái mig á mömmucrossfit námskeið til að vinna upp styrkinn sem hvarf í sjálfsvorkunni, því jú greyjið ólétta ég gat ekki hreyft mig í lok meðgöngu af þreytu og orkuleysi. Það bar smá árangur en það var ekki fyrr en ég hætti með stelpuna á brjósti og ákvað að taka mataræðið í gegn sem hlutirnir fóru að gerast. Í dag er ég 100% sátt við útlitið mitt þrátt fyrir að vera enn 4 kg þyngri en ég var fyrir fyrsta barn… viljiði vita leyndarmálið á bakvið það?

Ég hætti að hafa áhyggjur af slitum og lausri húð, það hafa 2 börn búið með mér í þessum líkama. Á meðan ég hugsa vel um líkamann minn er ekkert meira sem ég get gert og því er bara langbest að vera ánægður í eigin skinni. Ef þú elskar ekki þennan líkama hver á þá að gera það? Kolvetnafíkillinn er hér enn og hver veit, kannski ef ég leyfði mér ekki svona oft eitthvað sem er “bannað” þá væri ég kannski í dúndurformi en ég er bara að þessu fyrir mig og mér þykir ís og nammi gott… eins og maður sagði hér á yngri árunum YOLO!

En öllu gamni sleppt, ef þú vilt verða sátt í eigin skinni.
-Reyndu að skipuleggja vikuna fram í tímann og byrjaðu smátt.
-Vaknaðu á hverjum degi og segðu sjálfri þér að þú sért falleg nákvæmlega eins og þú ert, sjálfstraust kemur þér langt!
-Ef þú sérð ekki fram á að geta staðið við ræktartímann, farðu þá út að labba eða gerðu heimaæfingar (það eru milljón á youtube).
-Sýndu börnunum þínum sjálfstæða og sjálfsörugga mömmu því þegar þau sýna þér að þau hafi sjálfstraustið þá verður það allt þess virði (jafnvel þó þú þurfir að feika það til að byrja með).
-Leyfðu þér kökusneiðina og ALDREI kalla það fall eða svindl því um leið og þú horfir á það sem slæmt þá verður það neikvætt og dregur þig niður.
-Hættu í megrun og tileinkaðu þér lífsstílinn sem hentar þér og þínum.

Líkamsást, Hrafnhildur

Hafið bláa hafið.

Ég hef verið ævintýragjörn frá því að ég man eftir mér. Allskonar ævintýri hafa heillað mig og dreymdi mig lengi vel um að verða hafmeyja. Ég elska sjóinn, sundlaugar og allt sem fylgir því að vera á kafi í vatni.

Þegar ég komst í samstarf við Hemma a Modus var ég ekki lengi að biðja hann um að gera eitthvað klikkað við hárið á mér! Og hann gerði drauminn að veruleika, hann gaf mér blátt hár!

En það að vera með svona litað hár er ekkert djók, það bæði kostar sitt og gerist ekkert á einni nóttu. Þá er ég sérstaklega að tala um ef þú ert jafn dökkhærð og ég er. Það er búið að taka mig tvo mánuði í að komast í drauma bláa litinn.

Þegar ég fyrst kom með bifukolluhausinn á mér var ég búin að undirbúa hárið vel með bláu vörunum úr sexy hair línunni. En hárið á mér var jafn dautt og teppið í stofunni hjá mér. Vörnurnar 22-in-1 og tri-wheat leave in conditioner björguðu hárinu á mér frá því að fara til helvítia í fyrstu aflitunni.

Við byrjuðum á endunum á hárinu, aflituðum það og gerðum það blátt og þannig var ég í alveg mánuð. En það að aflita og bláma hárið tók 3 og hálfan tíma. Það var vegna þess að Hermann þurfti að finna alveg fullkomnu aflitunarformúluna fyrir hárið á mér því ég var ennþá með fjólubláan blæ í því eftir síðustu litun hjá mér. Ég man sérstaklega eftir því að þegar að hann kom við hárið á mér var hann í sjokki hversu mjúkt það væri eftir alla meðferðina (takk, sexy hair !!). Svo ég var með bláa enda i manuð þvi eg þurfti að leyfa harinu að jafna sig aður en eg færi í allt hárið.

Næsti timi var tekin í allt hárið, og þegar ég labbaði af stofunni með blátt hár, starandi augu og öskrandi krakka á mig með að þarna væri hafmeyja voru stjörnur í augunum á mér. Í mínum huga var ég búin að sigra heiminn !

Kostnaðurinn við þetta er alveg mikill, ég lýg því ekki og hef ekki tölu á krónunum. Ég nota ekki sérstakt sjampó til að viðhalda litnum heldur lita ég hárið heima með bláa litnum í annarri hverri sturtu. Svo fengum við nýtt sjampo fra Layton House sem hentar fyrir alla á heimilinu og skrifa ég betur um það í annarri færslu þar sem ég keypti það með Theodóru í huga. Svona litir þeir smita vel frá sér en fara samt sem áður úr flíkinni í þvotti. Fyrst um sinn voru koddaverin mínv vel blá.

Það er hægt að fa alla liti regnbogans á Modus stofunni, og þá er ég að einblína á „crazy“ liti. Litnir eru skærir og þekja truflað vel. Ég nota litina fra Layton House og eru til margskonar litir hjá þeim. Ég er með einn svona kassa heima sem ég nota heima eins og ég sagði fyrir ofan. Túpan dugar í meira en mánuð hjá mér þar sem ég er ekki að nota mikið heldur aðeins að bæta í litinn.

En eins og allir svona skærir litir þá fade þeir samt sem áður og auðvitað vex hárið endalaust svo ég þarf að mæta í lagfæringu hjá Hermanni þegar mér finnst ég ekki geta verið rótarslegin ennþá.

En til að taka allt saman sem ég hef til þess að viðhalda litnum og hárinu mínu fallegu ætla ég að setja þær vorur sem mér finnst mikilvægt að hafa í lista. Ég nota ekki color boost masque en vildi samt bæta því inn.

 1. Túpa með litnum frá Layton House
 2. Wonder oil frá REF *
 3. Revitalise sjampó og hárnæring frá Layton House
 4. Bláu vörurnar frá Sexy Hair *
 5. Hanskar til að bera litinn í
 6. Color boost masque frá REF

Allar vörurnar sem ég nota fást á MODUS hárstofu og á harvorur.is

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

Nú er það bara taka af skarið, leyfa ykkar innra ævintýra barni að skína og kýla á það!

Og endilega ef þið kýlið á það, skellið því a instagram og notið hashtagið #þorirþu 🙂

Kveðja Védís.

Hjónabandssæla

Færslan er skrifuð í samstarfi við Hilton Reykjavík Spa.

Við Helgi höfum oft gleymt okkur í foreldrahlutverkinu og ekki ræktað sambandið okkar nægilega. Það var því mikil þörf á smá hjónabandssælu fyrir okkur hjónin.

Við fengum það dásamlega tækifæri að fara í Hilton Spa einn daginn. Og ég held ég hafi ekki nægilega stóran orðaforða yfir því hversu himneskt þetta var. Helgi var útbrunninn af vinnu og ég sjálf var með bilaða vöðvabólgu í öxlunum. Svo við hentum börnunum í pössun og skelltum okkur í smá dekur.

Móttökurnar á Hilton voru tip top! Móttökudaman tók á móti okkur með bros á vör og rétti okkur handklæðin sem maður fær. Til allra hamingju þá þarf maður ekki að taka neitt með sér annað en ræktarföt/sundföt í Spa-ið, allt hitt er til staðar fyrir þig. Móttökudaman fylgdi okkur síðan að klefunum og sýndi okkur alla möguleikana sem þau bjóða upp á. Ég sjálf varð mjög spennt fyrir yoga-tímanum sem þau bjóða upp á en Helga leyst mjög vel á líkamsræktina.

Andrúmsloftið hjá sjálfum heitu pottunum var svo rólegt, og þið getið ýmindað ykkur hversu notaleg þögnin er þegar þú ert með allan þennan barnafjölda sem við Helgi höfum á heimilinu. Þarna voru tveir pottar sem eru með mismunandi hitastigi. Á milli þeirra er vatnskanna og glös sem hægt að fá sér á meðan þú liggur í pottinum og lætur vatnið umlykja þig. Á meðan þú situr þarna í heita pottinum og slakar á, koma tvær nuddkonur sem bjóða þér upp á nudd. Ég þurfti nú ekki að hugsa mig um tvisvar áður en ég þáði það, hún bar á mig eitthvað krem áður en hún réðst á þessa vöðvabólgu sem ég var með. Kremið og hendurnar á henni eru mér enn fast í minni þar sem ég kom út eins og slím úr heitapottinum þar sem hún hafði náð að losa alla spennu í líkamanum á mér bara í þessar 5 mínútur sem hún hamaðist á vöðvunum á mér. Þær vita greinilega alveg upp á hár hvar á að leita og hversu mikið afl á að nota á hinum og þessum stöðum, það er eitthvað sem ég sjálf hef brennt mig á þegar ég nudda Helga.
Eftir smá spjall í heita pottinum fórum við í einhverskonar vaðlaug sem var með fullt af svona frauðslöngum.

Þar fórum við Helgi og tókum sitthvorar tvær slöngurnar, eina undir höfuð og hendur og hinar undir hnén og létum okkur fljóta. Loksins, gátum við spjallað í einrúmi um himinn og loft í gjörsamlegri næði án þess að hafa áhyggjur af því að einhver væri að fara að vakna eða trufla okkur. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki mikin áhuga á floti svo ég dokaði ekki lengi við í þessari laug.

Gufubaðið þarna er lítið og krúttlegt og er fyrir miðju. Þegar við stigum inn í það var svosem ekkert mikill hiti en eftir nokkrar stund þá byrjaði hitinn að koma og gufan umlék mann. Við Helgi erum bæði mikið fyrir gufubað og þarna hefðum við getað breytt lögheimilinu okkar. Það eina sem ég get bent á er það að þegar hitinn er að læðast inn þá verður gólfið svolítið heitt svo við þurftum í smá stund að draga fæturnar að brjóskassa. En það liggur við að hægt sé að segja að alla áhyggjur hurfu á meðan við vorum þarna inni.

Klefarnir sjálfir eru opnir og með einhverskonar róandi áhrif. Það er allt til alls þarna inni og fer Saga betur í þá í sinni færslu hér. Við fórum ekkert út þar sem veðrið var ekki upp á sitt besta en kíktum þarna út fyrir og leist mjög vel á.

Þegar við gengum inn í bíl vorum við handviss um það að ætla okkur að fara aftur, það þarf ekki einu sinni að vera á frídegi. Við fórum í þessu tilfelli eftir vinnu hjá Helga, tengdó sótti stelpurnar í leikskólann og við vorum komin rétt fyrir kvöldmat. Svo það getur alveg verið auðvelt að koma sér aðeins úr foreldragírnum og í self-mode. Maður verður að muna eftir sjálfum sér og sérstaklega þegar maður er giftur og á það til að gleyma að vinna í sambandinu á einhverjum tímapunkti. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur.

Takk fyrir mig Hilton, við komum klárlega aftur.

– myndir eru fengnar af netinu þar sem myndataka í klefa var óleyfð og ég tók ekki símann með mér í slökun.

Mömmufrí á Hilton spa

Dóttir mín hefur verið að ganga í gegnum tímabil þar sem hún sefur mjög lítið og vill bara vera hjá mömmu sinni. Ég var orðin mjög lang þreytt og hver einasti bolur sem ég var í var annað hvort með hori, mat eða slefi á.
Ég var eiginlega hætt að hugsa um mig.
Já foreldrahlutverkið er eitt af því mest krefjanfdi hlutverki sem þú getur fengið. Það er það skemmtilegasta en á sama tíma það erfiðasta sem þú gerir í lífinu.

Í vikunni fór ég í spa á Hilton, ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hvað það er mikilvægt fyrir foreldra að fá smá tíma fyrir sig fyrr en ég lá þarna að láta dekra mig í döðlur.
Ég var alveg endurnærð eftir þessa spa ferð eftir svo margar andvöku nætur. Að fá að sitja þarna í svona rólegu umhverfi, í algerri þögn að láta nudda á mér axlirnar.

Þjónustan var svo hlýleg, umhverfið og nuddið svo notalegt.

Í afgreiðslunni tók við mér yndisleg kona sem rétti mér handklæði og sýndi mér svo spa-ið.
Það var ótrúlega flott líkamsrækt þarna og ég sé svolítið eftir að hafa ekki tekið með mér íþróttafötin, búningsklefarnir eru mikið stærri en ég hélt fyrst. Vinstra megin eru skápar og sturtur en hægra megin er röðin ein af speglum, og við hvern spegil var hárblárari og sléttujárn. Ég bókstaflega þurfti bara að taka með mér sundfötin því það var allt til alls þarna.
Sjampó, hárnæring, sturtusápa, handklæði, eyrnapinnar, baðmullarskífur og afnot að hárblásara og sléttujárni, nei í raun hefði ég geta tekið bara mig sjálfa þangað því það er hægt að leigja sundföt. Sem er ótrúlega fínt ef maður ákveður að skella sér án fyrirvara.

Þegar ég var komin í sundfötin og ofan í pottinn labbar kona að mér og spyr mig hvort ég vilji axlanudd… ÖÖ já!
Eftir nuddið fór ég í „núðlulaugina“, það er semsagt svona lítil laug með korknúðlum sem þú getur látið þið fljóta með, ég held ég hafi legið þarna í 40 mínútur, ég gjörsamlega gleymdi öllu sem var í gangi í kringum mig.

Ég mæli með því að allir taki sér 1-2 tíma, sama hvað er mikið að gera, sama hvað þú þykist ekki hafa tíma fyrir sjálfan sig að skella sér í Spa. Færð ekki pössun fyrir barnið? farðu meðan það er á leikskólanum. Gjörsamlega að drukkna í verkefnaskilum? skelltu þér í spa og núllstilltu þig, það er ótrúlegt hvað andlega heilsan hefur mikil áhrif á allt sem maður gerir.

-Færslan er unnin í samstarfi við Hilton spa , skoðanirnar eru alfarið mínar eigin-

Heimagerðir búningar.

Maximús músíkús

Ég veit ég veit..Öskudagurinn er búinn. En i dag fannst mer ég þurfa að koma þessu ut. Grímubúningar!

Ég er ekki að grínast með þessa færslu þvi mer blöskrar. Og nú er ég EKKI að dæma þá foreldra sem kaupa búningana á börnin sín. Enda sá ég margar færslur í janúarmánuði á foreldragrúppum hér og þar hvar væri hægt að nálgast grímubúninga erlendis til að senda þá hingað í tæka tíð. Ég er þannig móðir að ég el upp stelpurnar í ýmindunarflugsleik. Það er að segja, ég vill að þær noti ýmindunaraflið þegar kemur að því að klæða sig upp i gervi. Þó ætla ég ekki að neita því að ég hef alveg keypt grimubúning! En eg kýs hinn kostinn.

Hér á bæ byrjum við heldur snemma, setjumst niður og ræðum hugmyndir. Það er makalaust hversu langt hugurinn hjá börnum nær þegar kemur að þessu. Eftir að flest allar hugmyndir stórar jafnt sem smáar hafa komið, vegum við og metum hvort að það sé í rauninni hagstætt að búa þá til og hversu flókið verkefnið verður. Eg nota yfirleitt þessa valmöguleika til að komast að niðurstöðu:

 • Er búningurinn erfiður og kostnaðarsamur? – þá er það nei.
 • Er búningurinn erfiður en lítill kostnaður? -þá fer hann áfram
 • Er búningurinn auðveldur en kostnaðarsamur?- þá fer hann áfram.
 • Er búningurinn auðveldur og lítill kostnaður?- þá fer hann áfram.

Hver og einn verður auðvitað að meta hversu auðveldur búningur getur orðið. Það er yfirleitt alltaf hægt að nálgast einhvern sem er ekki með 20 þumla til að aðstoða þig. Krakkar vilja líka oftast aðstoða við þetta.

Fyrir mér kennir þetta börnunum mínum ýmsa hluti. Til dæmis má nefna hvernig það er hægt að nyta gamla hluti i eitthvað glænýtt. Nefnum nokkra búninga sem geta nýtt nokkra heimilshluti.

Þvottavel:

 • Pappakassi fyrir velina
 • Gamlir sjampobrúsar og þvottakassar sem props
 • Þvottakarfa með gati á til að koma hausnum í gegn
 • Óhreinn(hreinn) þvottur

Candyfloss:

 • Gamall bangsi/koddi (tróð)
 • Bolur

Svo er auðvitað klassiski draugabuningurinn úr laki.

Þetta kennir þeim einnig að það þurfi ekki alltaf að kaupa allt. Þótt einhverjir búningar innihaldi lítin kostnað þá er það líka spennan í augunum á þeim þegar þau sjá búninginn verða til. Það er það skemmtilegasta fyrir mér. Síðast en ekki síst STOLTIÐ! Bæði foreldrarnir og börnin geta orðið svo bilað stolt að það er ekki einu sinni fyndið. Sjálf er ég að kafna úr stolti yfir Maximús búningnum sem er gerður úr flísteppi úr rúmfó og gamalli kisuhettuhúfu sem ég fann í rauða kross búð á 200kr.

Ég mæli eindregið með því að láta á þetta reyna. Það geta komið upp búningaafmæli og svo erum við íslendingar farin að halda upp a halloween. Sama hversu mikill klaufi þú ert við saumavélina eða með nál og tvinna, reyndu. Skítt með það að búningurinn sé eitthvað skakkur, ef hann er líkur því sem þú ætlaðir að gera er það feikinóg. Æfingin skapar meistarann, trúðu mér!

REF maskinn og dagkremið- mín reynsla

Þessi blanda af vörum hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni.

Alveg frá því ég var krakki hef ég átt erfitt með að finna vörur sem henta minni húð, þær annað hvort brenndu mig eða virkuðu ekki.

Ég var búin að gefa upp alla von og sætti mig lengi við það að ég þyrfti bara nota þungan farða yfir húðina til að fela allar bólur.

Ég gerði mér ekki upp neinar vonir um að þessar vörur myndu virka neitt frekar en eitthverjar aðrar sem ég hafði prufað, en útkoman var mögnuð!

Ég er með frekar blandaða húð, feit á sumum stöðum og á öðrum svo þurr að ég flagna. First impression á dagkremið var virkilega góð, húðin varð alveg mjúk og hélst mjúk allan daginn. Svæðin sem voru byrjuð að flagna fóru minkandi og á viku voru þurrkublettirnir alveg farnir. Ég myndi segja að þetta dagkrem myndi henta öllum húðtýpum, olíu miklum, þurrum og blönduðum.

Ég er búin að nota þetta dagkrem í að verða komnar 4 vikur og húðin verður bara betri og betri.

Eins og ég sagði frá í byrjun að þá hefur verið mjög erfitt að finna vörur sem henta minni húð, hvað þá maska. Ég er með rosalega viðkvæma húð þegar kemur að möskum og brenn yfirleitt á fyrstu 5 mínútunum, eitthver sagði við mig að það þýddi að maskinn væri bara að virka og ég ætti að þrauka í gegnum þetta þann tíma sem maskinn ætti að vera á mér.. STÓR MISTÖK! Já ég skað brann og gat ekkert málað mig næstu dagana eftir á meðan húðin var að jafna sig.

Ég var því eiginlega líka búin að búa mig undir það að það yrði eins með þennan maska eins og flest alla sem ég hef prufað. Hann sveið í byrjun þegar ég setti hann á mig og ég hugsaði strax ,,ohh frábært ég er að fara brenna“ en sviðinn hætti strax og ég var búin að setja maskan á mig. Þegar ég tók maskann framan úr mér var ég eftir með svo hreina og svo mjúka húð. Ég sá strax greinilegan mun frá hverju skipti sem ég notaði hann hvað bólurnar fóru minnkandi.

Báðar vörurnar hafa hentað minni húð ótrúlega vel og ég gæti ekki mælt nógu mikið með þeim, sérstaklega fyrir þá sem eru með blandaða eða viðkvæma húð.

Auðveldar leiðir til umhverfisvænni lífsstíls

Eins og allir þeir sem mig þekkja vita,  hef ég mikinn áhuga á umhverfisvænum lífsstíl og langar til þess að geta einn daginn kallað mig alveg zero-waste (afsakið slettuna en ég veit ekki um fallegt íslenskt orð yfir hugtakið). Nú erum við að undirbúa okkur undir það að flytja að heiman í sumar (vonandi, 7, 9, 13) og það er draumur sem ég hef eða öllu heldur markmið – ég ætla mér ekki að kaupa ruslatunnu inn á heimilið.

Mig langaði til þess að deila með ykkur nokkrum einföldum leiðum til þess að verða örlítið umhverfisvænni því öll viljum við jú reyna að koma betur fram við plánetuna okkar og stuðla að betri heilsu með því að nota betri efni dagsdaglega.

Þetta eru allt vörur sem við notum hér heima og ég kem til með að nota þegar að ég flyt að heiman.

IMG_0996

Til þess að byrja með eru hér stálrör, ég keypti um daginn nokkur eins og þessi stállituðu í Tiger en stálrör fást einnig í Vistveru, Mena og Hrím til dæmis. Margnota nestisbox einnig úr stáli eru algjör snilld þetta sem er framar á myndinni verslaði móðir mín á markaði í Danmörku en það sem er fyrir aftan og á tveim hæðum er úr Epal. Dökki brúsinn er einnig úr Epal og er frá merki sem heitir 24 bottles, hann er stál og til í ýmsum litum og stærðum en hann er þeim gæðum gæddur að halda köldu í 24 tíma, heitu í 12. Ég er mjög hrifin af stál- og glerbrúsum og vil helst ekki drekka úr neinu öðru. Tebrúsinn sem sést aftast á myndinni er úr versluninni Maí en hann er úr tvöföldu gleri og heldur því heitu heillengi, lokið er viður með sílikoni að innan og tesíuna er hægt að taka upp úr svo bæði er hægt að nota hann fyrir telauf laus eða tepoka. Stálboxið á milli brúsanna er síðan sérstaklega hannað fyrir súpur og er úr Mistur.

IMG_1001

Hér höfum við ýmsa hluti í eldhúsið. Kústurinn aftast á myndinni er til þess að sópa mylsnu af borðum frekar en að nota borðtuskuna sem verður þá kannski öll út í brauðmylsnu eða álíka og fer jafnvel oftar í þvott en ella. Þessi tiltekni er verslaður í Bretlandi en án efa hægt að finna svipað hér heima. Litli burstinn við hliðina á því er sérstaklega ætlaður til þess að skrúbba potta og kemur í staðinn fyrir stálull og svampa, þeir fást til dæmis í Geysir heima og mistur. og burstarnir þar við hliðina á eru fyrir flöskur og er einnig hægt að nota þá fyrir pela, 2 mismunandi stærðir gefur enn fleiri möguleika en ella. Þessir eru keyptir erlendis en ég myndi ætla að svipað fáist í mena og mistur. Þar við hliðina er loofah, þessi fannst mér mjög heillandi þar sem að hann má fara í moltu og kemur í staðinn fyrir svampa en þetta er hægt að kaupa í mistur. Síðan liggur þarna uppþvottabursti úr viði þarna fremst á myndinni en þessi fæst til dæmis í söstrene grene og hægt er að kaupa þar hausa eins og er við hliðina á til þess að skipta um þegar hárin eru orðin léleg í stað þess að þurfa að skipta um heilan bursta. Hárin eru því miður rusl en hægt væri að taka þau úr hausnum þar sem hann má fara í moltu. Undir uppþvottaburstanum er síðan uppþvottalögur í föstu formi ofan á viðarbakka og fæst þessi í mistur.is

IMG_1003

Ég veit ekki hvort ykkur hafi verið kennt að skafa skítinn undan nöglunum en það er alls ekki sniðugt. Það er hætt við að fara of langt þegar verið er að skafa undan nöglunum og það getur haft áhrif á húðina undir þeim en þá er svona naglabursti tær snilld, því ekki viljum við vera með sorgarrendur. Svona bursta er hægt að fá til dæmis í söstrene grene, the Body Shop og fleiri stöðum. Síðan höfum við mismunandi tegundir af handsápum en hér heima notum við einungis sápur í föstu formi. Maður tekur minna, það eru færri eiturefni, endist lengur og hún kemur ekki í plastbrúsa sem eru allt frábærir kostir. Handsápur eru hægt að fá út um allt, Bónus, Söstrene grene, Farmers Market, Mena, Mistur og ýmsum öðrum stöðum. Aftast á myndinni, undir einni sápunni er önnur gerð af loofah, við notum svona til dæmis undir sápu á baðvaskbrúninni þar sem að hann dregur í sig sápuna og hún fer ekki út um allt og er einnig hægt að nýta hann til þess að skrúbba líkamann með eða án sápu í. Þetta eintak var verslað í Farmers Market.

IMG_1004

Hér eru síðan ýmsar vörur fyrir tannhirðuna. Hér nota allir bambustannbursta en þeir fást á ýmsum stöðum, Heilsuhúsinu, Mena, Mistur, Vistveru og fleiri stöðum. Tannstönglar úr við fást nú bara í öllum helstu matvörubúðum en mér persónulega finnst að fólk ætti alltaf að næla sér frekar í þá en plastið, fyrir utan það hve miklu skemmtilegri tilhugsun það er að setja viðinn upp í sig er síðan hægt að setja þessa í moltuna eftir á. Við hliðina á tannburstanum sitt hvoru megin er síðan tannkremstöflur og tannkremsduft. Það er mismunandi hvað heimilisfólkinu líkar betur en ég er persónulega hrifnari af töflunum. Ég hef undanfarið þegar ég ferðast einungis farið með handfarangur og er kostur að tannkremið mitt er ávallt í föstu formi og er auðvelt til notkunar. Tannkremstöflurnar kaupum við eftir vigt í Vistveru en tannkremsduftið er keypt í Menu. Það er síðan lítil glerdolla með vegan og umhverfisvænum tannþræði og hægt er að fylla á dolluna. en hún er keypt í pakka þar sem að fylgir með ein áfylling og síðan er hægt eftir það að kaupa pakka með tveim áfyllingum í en þetta var keypt í Menu.

IMG_1006

Svamparnir fremst á myndinni eru úr Mistur en einnig er hægt að kaupa þá í Söstrene grene veit ég líka og koma í staðinn fyrir bómullarskífur hjá okkur, við síðan skellum þeim í þvottavélina eftir notkun og eru þeir notaðir aftur og aftur, ég veit enn ekki hve lengi þeir duga en lengi þegar svo er komið má hann fara í moltu.. Bambuseyrnapinnar fást í Heilsuhúsinu en þeir mega einnig fara í moltu eftir notkun. Aftast á myndinni eru síðan tvær tegundir af svitalyktareyði. Í glerkrúsinni er hann eins og krem og ber maður hann á sig með litlum spaða sem fylgir með. Steinninn við hliðina er úr Vistveru en hann virkar þannig að hann er bleyttur með köldu vatni fyrir notkun og síðan látinn þorna. Hann dugir heillengi og aftur höfum við ekki alveg hugmynd um hve lengi hann dugir en við höfum trú á allavega ár, jafnvel lengur.

IMG_1008

Aftast á myndinni er poki með sápuskeljum og eru nokkrar fremst á myndinni. Þær koma í staðinn fyrir þvottaefni, við setjum 3-5 stykki í taupoka og lavender dropa með og þetta er sett inn í þvottavélina, skammturinn dugir í sirka 5 vélar og mega fara síðan í moltu. Sápuskeljarnar fást í Vistveru. Hvíti sápukubburinn á endanum á myndinni virkar svipað en þá er skafið af stykkinu, blandað við vatn og síðan sett í hólfið fyrir þvottaefni en einnig er hægt að bleyta aðeins í honum og nota sem blettaeyði en sápan fæst í Vistveru. Burstinn við hliðina á sápunni er einmitt ætlaður til þess að nudda blettaeyði í fatnað. Fyrir aftan hann er fljótandi sápa sem að vísu er í plastbrúsa en er einstaklega sniðug því hana má bókstaflega nota á allt! Í þvottavélina, á líkamann, þegar verið er að þrífa í eldhúsinu, til þess að skúra með, þrífa dýrin og svo framvegis…hún fæst í Menu. Fyrir aftan skeljarnar sem eru fremst á myndinni er annar bursti en þessi er svokallaður lint-bursti eða rykbursti. Þessi bursti er til þess að ná hárum og ryki af fatnaði eins og hárarúlluburstarnir úr Rúmfatalagernum og IKEA eiga að gera en mér finnst oft ekki einu sinni virka sem skyldi en þessi snilld fæst í Mistur. Fjaðrakústurinn sem sést á myndinni er síðan til þess að þurrka af ryk og fæst hann til dæmis í Bast.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Hvers vegna ekkert plast hjá okkur …

Til þess að byrja með langar mig að taka það skýrt fram að með birtingu þessarar færslu er ætlunin alls ekki að dæma neinn – einungis að fræða og koma með hugmyndir.

Þegar að ég var ólétt af Maríusi ákvað ég að ég vildi ekkert plast í líf hans eða því sem næst. Ég skoðaði vel hvað væri í boði í staðinn, pelarnir hans voru úr gleri og það kom ekki til greina að hafa annað, snuðin sem ég prófaði að gefa honum voru úr heilsteyptu gúmmíi (þó hann tæki ekki snuð fannst mér það í lagi, ég vildi samt ekki prófa eitt með plasti) og svo framvegis.

Ekkert plast skipti og skiptir mig gífurlegu máli fyrir hann, núna þegar hann er orðinn eldri á ég erfiðara með að stjórna því annars staðar og mér fannst ferlega erfitt að sætta mig við það að á leikskólanum er mikið plast. Ég fékk þónokkur komment á þessa sérvisku mína fyrst um sinn eins og „hvers vegna ertu svona ströng á þetta“, „það er nú ekkert svo slæmt“, „bíddu bara heimilið verður fullt af plastleikföngum von bráðar“ „þú gerir þér grein fyrir því að þegar hann fer að leika sér af alvöru þá geturðu ekki neitað honum lengur um plastið“. Fyrst um sinn þegar fólk gaf honum gjafir læddist ein og ein vara úr plasti með en ég talaði alltaf um að vilja helst ekki plast og bað um að því yrði heldur sleppt þegar verið var að skíra hann. Á eins árs afmælisdaginn fékk hann síðan ekki eina gjöf með plasti, jei! Mig langar til þess að segja ykkur frá því hvar ég versla góðar vörur úr öðrum efnum sem hafa reynst okkur vel þar sem margir setja fyrir sig að lágt verð á plasti umfram annað og mun meira framboð af plasti ráði því hvort þau kaupi. Ég hef þó aldrei fundið fyrir miklum verðmun og finnst frábært hvað framboð virðist sjaldan hafa verið meira. Einnig ætla ég að útskýra aðeins nánar hvers vegna ég er þetta hörð á þessu og vonandi hvetja einhverja til þess að hugsa sig um næst þegar spurning er hvort kaupa eigi dót úr plasti fyrir krílið og já ég ætla alltaf að vera þetta leiðinleg mamma líka þegar hann verður 7 ára og fer að biðja um lego – við getum án efa fundið eitthvað skemmtilegt fyrir hann annað, ég er viss um það.

Einstaklega margar vörur sem búnar eru til úr plasti hafa hingað til innihaldið BPA en núna eftir að sannað var að BPA (eða Bisphenol A) væri slæmt fyrir okkur leggja framleiðendur sig fram við að merkja vörurnar vel „BPA-free“ og sleppa því í innihaldi. Ég geri ekki ráð fyrir því að allir viti nákvæmlega til hvers BPA er en það er sett í vörur til þess að gera plastið sveigjanlegra og mýkra, en það er þó ekki eina slæma efnið í plasti notað í sama tilgangi. Efni sem einnig eru varhugaverð innihaldsefni í plasti eru til að mynda phtalates, terephtalates, epoxies, aliphatics, trimellitates og fleiri efni einnig notuð til þess að gera plastið sveigjanlegra en þessi efni hafa sömu áhrif og BPA.

Til þess að einfalda mikið hefur plast slæm áhrif á heilsu okkar vegna þess að plast hefur áhrif á hormónin í líkömum okkar. Afleiðingar mikillar plastnotkunar í heiminum í dag eru til dæmis; krabbamein, fæðingargallar, getnaðarvandamál, veikingu á ónæmiskerfinu og áhrif á þroska barna.

BPA hefur lengi verið talið krabbameinsvaldandi en phtalate sem er mun algengara efni í plastinu sem við notum er á lista yfir krabbameinsvaldandi efni.

Þetta er hluti af þeim ástæðum sem ég hef fyrir því að vilja því sem næst ekkert plast í mínu lífi en ég ætla ekki að hafa þetta lengra heldur segja ykkur frá því hvar ég versla einna helst leikföng fyrir Maríus Blæ.

Helst versla ég dót í:

 • Húsgagnaheimilinu,
 • Margt og mikið
 • Petit
 • Plantoys (fæst bráðum í netverslun, Hrím (Kringlunni og hrim,is) Vistveru, Litlu Hönnunarbúðinni, Whales of Iceland og Hríslu.
 • Curtisson Kids (eru stundum með bás í Barnaloppunni og curtisson.is)
 • Barnaloppan
 • Söstrene gröne

IMG_0981

Húsgagnaheimilið – Maríus fékk nýverið dótaeldhús og fékk þá bæði sett með tveim diskum, tveim glösum, tveim hnífum, göfflum og skeiðum. Síðan fékk hann þennan sæta innkaupapoka sem í er brauðpoki, brauð, kaffipoki, mjólk, ísdolla, tómata í dós og oststykki.

IMG_0983

Margt og mikið – Við versluðum einnig potta úr stáli og áhöld (eitthvað af áhöldunum var keypt í söstrene gröne og síðan sett af grænmeti og ávöxtum með seglum sem hægt er að skera í sundur en þetta er frá merkinu Janod sem við erum mjög hrifin af.

IMG_0986

Petit – Þessa bílalyftu fengum við í Petit en veit ég að hún er nú einnig seld í Von verslun, þær eru með mjög flott úrval af viðardóti í Von en hingað til höfum við ekki verslað neitt þar engin ástæða fyrir því önnur en ég versla mjög lítið á netinu einhverra hluta vegna.

IMG_0987

Margt og mikið – Þetta fannst mér algjör snilld! Myndavélin gefur frá sér hljóð og flass þegar ýtt er á takkann og síminn gefur einnig frá sér mismunandi hljóð eftir því hvað er ýtt á.

IMG_0988

Barnaloppan og Curtisson Kids ­– Maríus hefur einstaklega gaman að Ruslabílnum sem sést þarna á bakvið en með honum fylgdi tunna og kubbur með myndum af allskonar rusli og hægt er að sturta í bílinn með örmum sem tunnan er sett á.

IMG_0991

Margt og mikið – Þetta er spil þar sem gefin eru stig fyrir veidda fiska og sá sem að veiðir fyrir hærri stigafjölda vinnur. Það er ekki þannig sem við spilum enn en Maríusi finnst mjög gaman að setja fiskana á gólfið og fá einhvern til þess að veiða með sér. Það eru litlir seglar framan á fiskunum og í endanum á veiðistöngunum.

IMG_0993

Petit og Plantoys – Þetta er eitthvað sem reyndist erfitt að finna dót í baðið sem ekki er úr plasti. Kafbáturinn í bakgrunninn er frá plantoys og er úr viðarsagi (hann er samt mjúkur en það er mjög áhugavert að lesa sér til um hvernig plantoys framleiðir vörurnar sínar og úr hverju). Öndin, báturinn og bíllinn er allt úr latexi (latex brotnar niður í náttúrunni og má til dæmis fara í moltu ef þið vissuð það ekki) og er frá Oli & Carol skemmtilegt merki sem framleitt er af tveim systrum í Barcelona en leikföngin eru einnig heilsteypt þannig að ekkert vatn myglar inni í þeim! Leikföngin eru einnig hugsuð sem nagdót fyrir yngri börn.

IMG_0995Margt og mikið – Viðarpúsl er yfirleitt greitt aðgengi að en þessi frá Janod eru algjör snilld þar sem að ekki eru litlir plastnabbar á þeim til þess að taka púslin upp heldur standa þau örlítið upp úr. Síðan fékk Maríus nýlega aðeins flóknara púsl því hann fer að verða of gamall í hin þó hann hafi enn mjög gaman af þeim.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Þegar eg gerðist netlaus,alveg óvart!

Nú þegar nýtt ár rann i garð strengdu margir áramótaheit, aðrir gerðust vegan i einn mánuð og hinir lágu bara í því sama og árið áður. Ég sjálf strengdi nú engin heit, en ég hinsvegar upplifði skringilega tilfinningu út Janúar.

Ég eins og flest allir aðrir byrjaði mánuðinn á því að kaupa mér inneign og internet magn á símann. En hinsvegar þá var síminn minn á einhverjum allt öðrum nótum. Hann einhverra hluta vegna slökkti á wifi hnappinum alveg sjálfur svo eg var oft stödd heima hjá mer en að nota gagnamagnið á símanum. Þetta leiddi auðvitað til þess að eg kláraði gagnamagnið mun fljótar heldur en áður og var því orðin netlaus í kringum 9 Janúar. Ég er það nísk að ég týmdi ekki að kaupa mér annan gagnamagnapakka og ákvað því að verða netlaus á símanum út allan mánuðinn.

Ég skal viðurkenna þetta gat alveg erfitt á köflum. Serstaklega þegar ég þurfti að millifæra eða senda einhvern merkilegan tölvupóst þá var ekki langt í pirringinn hjá mér að þurfa að bíða eftir því að komast heim. Eg upplifði svo hinar tilfinningarnar. Það að eg var ekki alltaf föst í símanum í bílnum eða í búðum. Það kemur manni nefnilega alveg lúmskt á óvart hversu virkilega mikið maður er háður netinu í daglegu lífi.

Það kom fyrir að ég þurfti að reyna verulega á heilann á mér bara við það að ákveða hvað ætti að vera í matinn. Þar sem við fjölskyldan erum mjög dugleg við það að prófa framandi rétti og það krefst yfirleitt smá google tíma.

Google maps og bara google (gúggli frændi) var algjorlega hreinasta helviti að missa. Ég var góð fyrstu vikuna en svo þegar kom að lengri tíma þá voru fingurgómarnir farnir að klappa kortinu til að kaupa net. Pæliði í geðveikinni!

Bara við það að bíða eftir einhverjum fundi gat gert mig snar. Nú er ég með mikla ofvirkni svo það að sitja bara og bíða er ekki fyrir mig, eg er ekki lengi að verða stjórnslaus. Að taka börnin í búð! Og áður en þið ranghvolfið augunum… Hugsiði hversu margir nota youtube til að halda börnunum í kerrunni eða bara góðum til þess að geta verslað. Það er alveg ansi góð og stór prósenta foreldra og ég fúslega rétti alveg upp höndina !! Þó þetta se ekki gert í öllum búðarferðum.

Eftir þennan netlausa mánuð sá ég nú samt fram á mál að þetta verður gert aftur. Og þetta gerði mér líka alveg virkilega grein fyrir hvernig kynslóð dætra minna getur orðið. Svo elsta stelpan mín sem er níu ára fekk „alvarlega að kenna á því“ eins og hún vill orða það og skjátíminn hennar var styttur niður um helling. Nýjar reglur voru settar og við ætlum okkur að tengjast meira sem fjölskylda.

Ég virkilega mana ykkur í það að prófa þetta. Og eg er að tala um heilan MÁNUÐ! Ekki viku eða dag, mánuð! Það mun koma ykkur á óvart hversu virkilega mikið við erum farin að stóla á internetið hversdagslega.

Sjáumstumst!

signaturelogomaker_20012019040832

Gjafir fyrir hann|Hugmyndir

Núna eru nokkrir dagar í bónda daginn og ég veit að margir eru enþá alveg lost hvað þeim langi að gefa bóndanum sínum í gjöf, svo mér fannst tilvalið að taka saman smá lista hérna fyrir ykkur.

REF styling wax

Frábært vax með miðlugs ljóma, fullkomið fyrir þær hártýpur sem þurfa aðeins sterkara vax til að halda hárinu fínu yfir daginn

REF rough paste

Hentar öllum hártýpum, heldur vel, auðvelt að vinna með og gefur hárinu matt útlit.

REF hair and Body shampoo

Þessi er algjör snilld! Sulphate frítt sjampó með efnum úr jurtum sem eru sérstaklega valin til að vernda, styrkja og bæta við raka fyrir bæði líkama og hár. Sjámpóið örvar hársvörðinn, kemur í veg fyrir bólgur í hársverði og dregur úr bakteríum í hársverði(kemur samt ekki í veg fyrir lús) ásamt því að það hindrar öldrun á hári!

American Crew liquid wax

Frábært vax sem er auðvelt í notkun, hefur miðlungs styrk og hárið glansar það verður svo flott.

American Crew protective shave foam

Góð og rakagefandi froða fyrir rakstur sem bæði róar húðina og dregur úr ertingu í húðinni.

Golden beards vörurnar

Það er rosalega flott úrval á harvorum.is af skegg vörum. Ég á nokkra vini sem hafa talað um þessar vörur við mig og mæla virkilega mikið með þeim. Til dæmis skegg sjampóin hreinsa vel og hjálpar skegginu að haldast flókalausu, auk þess er alveg guðdómleg lykt af þessum vörum. Mæli með Toscana línunni(sjúklega góð lykt)!

Gjafabréf í klippingu á modus

Get ekki mælt nógu mikið með þessari gjöf, starfsfólkið á modus er svo skemmtilegt og þægilegt, það var algjört mömmufrí að komast í klippingu þangað og það var dekrað mig svoleiðis í döðlur.


vörurnar er hægt að fá á hágreiðslustofunni modus(mín uppáhalds stofa) eða á harvorur.is