Hvernig ég hætti að naga neglurnar!

Nei nú verð ég að segja ykkur frá undra efni sem kallast Mavala Stop!

Þau sem hafa verið að fylgjast með mér alveg frá byrjun vita það að ég var og er nagla sjúk! Ég keypti mér fullan kassa af gelum, naglaþjölum og allskonar fínerí og ákvað að læra gera á mig neglur sjálf sem ég hefði nú heldur betur frekar mátt sleppa. Eitt ár af nýjum nöglum á viku fresti, endalaust verið að pússa fór virkilega illa með neglurnar mínar, en þetta hefði ábyggilega farið illa með flest allar neglur.

Ég er búin að vera í basli núna í fleiri vikur því neglurnar mínar hafa ekkert náð að vaxa eftir þessa meðferð hjá mér á þeim. Þær byrjuðu að brotna svo ég nagaði alltaf restina af nöglunum burt til að reyna jafna þær meira út, meikar sens er það ekki? Ef ein nögl brotnar að naga þá allar alveg niður.

Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að nota Mavala stop og Mavala Scientifique K+ sem ég fékk í gjöf frá Hemma mínum.

Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði enga trú á þessu til að byrja með en sá svo með hverjum degi hvað þetta var að gera fyrir neglurnar mínar.

Ég setti Mavala stop á mig á tveggja daga fresti því ég vildi vera viss um að efnið væri á mér allan tímann svo ég væri ekki að stelast í að naga. Ég nagaði neglurnar í eitt skiptið, sem var eiginlega alveg næstum því óvart, eftir að ég setti þetta á mig. En það sem Mavala stop gerir er að þegar þú reynir að naga neglurnar kemur rosalega sterkt biturt bragð sem varir í svolítinn tíma, lyktin af því er svipuð og af naglalakki en þegar það þornar er engin lykt.

Mavala Scientifique K+ notaði ég svo til að styrkja neglurnar sem ég var búin að pússa alveg í gegn, og ég er ekki að djóka þegar ég segi að ég hafi séð mun strax og þetta var komið á. Nei neglurnar þykktust ekki um marga millimetra á sekúndubroti en strax og efnið var þornað sá ég augljósan mun og það tók ekki nema eina viku fyrir neglurnar að vaxa þannig ég gæti loksins klórað mér almennilega.

AÐ KOMA SÉR Í FORM EFTIR MEÐGÖNGU – ERT ÞÚ KOMIN MEÐ MARKMIÐ FYRIR 2019?

Að koma sér í form eftir meðgöngu eða nei, bara í form yfir höfuð getur verið deeerullu erfitt bara! Ég var í rúma 9 mánuði að koma mér í mitt drauma form eftir meðgöngu svo ég veit hvað ég er að tala um!

Nú eru 8 mánuðir liðnir frá fæðingu Kristelar, á fyrstu 5 mánuðunum missti ég 10 kíló, ég hef náð að viðhalda mér með höllu mataræði, léttri hreyfingu og jákvæðu hugarfari! nú fer árinu 2018 að ljúka og er mér farið að hungra í almennilegan árangur en fyrir því þarf ég að vinna! ég er búin að setja mér markmið fyrir 2019, en þú?

form2
Þarna eru 5 mánuðir frá fæðingu

Að stíga inní ræktarsal getur verið yfirþyrmandi og ógeðslega erfitt ( bíddu aðeins þetta verður betra haha) ekki hætta að lesa alveg strax.

form

Ég var í 9 mánuði að losa mig við rúm 20 kíló! ég byrjaði þegar að við fjölskyldan bjuggum uppá barnaspítala hringsins með 1 árs gömlu dóttur okkar, sem var að berjast við ólæknandi lungnasjúkdóm ( er við héldum á þeim tíma) Anja veiktist í enda september 2015 (þá féll hún í mettun í fyrsta skiptið) með hverjum deginum hrakaði Önju Mist og gáfust lungun svo upp á endanum og dvaldi hún í öndunarvél í rúman mánuð samanlagt, blessunarlega séð losnaði Anja úr öndunarvélinni 24 des.  og í lok desembers kvöddum við gjörgæsluna og héldum við niður á barnadeild!
1 jan. tók ég þá ákvörðun að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl! þarna vorum við búin að dvelja upp á barnaspítala í 4 mánuði, þegar að ég tók þess ákvörðun áttum við eftir að dvelja uppá spítala í 3 mánuði í viðbót! úti og hér heima! en það er efni í aðrafærslu.

Ég missti fyrstu 9 kílóin á þessum 3 mánuðum sem var mikill sigur! ég veit vel hvernig það er að koma sér í form undir álagi sem er ekkert grín og getur tekið svakalega á en taktu það frá mér ÞETTA ER HÆGT!

Með hverjum deginum sem leið varð þetta skemmtilegra og SKEMMTILEGRA, þetta hætti að vera einhvað sem ég varð að gera ( ég er þar núna ) og varð með tímanum mín ástríða!)
form4

Ég var það hungruð í bætingar að ég mætti á hverjum degi með dóttur mína sem var bundinn við súrefni allan sólahringinn,ég tók súrefnis kútinn bara með og bar hann á bakinu, hversu mikið ert þú tilbúin til þess að leggja á þig til þess að ná þínum markmiðum?

form6

Engar áhyggjur ég er á þeim stað núna að ég  þarf hvatningaræðu frá Einsa (manninum mínum) í hvert skipti sem ég ætla mér að vakna í ræktina!
Ræktin er í göngu færi svo ég hef í rauninni enga ástæðu til þess að mæta ekki!

„Vertu sterkari en afsakanir þínar“  Þetta var mitt mottó og ætla ég að tileinka mér þetta í þessu skemmtilega ferðalagi!

En jæja þú ert væntanlega að lesa þennan pistil til þess að fá smá hvatningu og spark í rassinn, ekki satt ?
Ef svo er vil ég hvetja þig til þess að lesa lengra!
Hér koma nokkur lykilatriði sem hjálpuðu mér að komast í mitt draumaform
(Drauma form getur verið mismunandi! hvort sem þú ert að þyngja ,létta, styrkja, tóna, bæta þol!)
 • Númer 1,2, OG 3 er rútina, skipulag og markmiðssetning! þú kemst ekkert án þess mín kæra.

 • Settu þér viku, skammtíma og langtíma markmið

 • Tímasettu þig!

 • Markmiðin þurfa að vera RAUNHÆF

 • Skrifaðu þau niður! hvar sérðu þig fyrir þér eftir mánuð? 6 mánuði? ár?

 • Breyttu um hugarfar! það er auðveldara en þú heldur! byrjunin er erfiðust!

 • Þetta er engin skilda! EN ég fór ekki að ná almennilegum árangri  fyrr en ég fékk mér þjálfara! ( ég mæli með Dóra Tul )

 • Borðaðu eins hreina fæðu og þú mögulega getur( ég á samt mína nammi daga )

 • Trylltur laga listi

 • Ég tek inn fæðubótarefni
  Td Protein, Glutalin,Hi energy fat burner svo eitthvað sé nefnt, ég fæ öll mín fæðubótarefni hjá Leanbody.is, fæðubótarefni er val að sjálfsögðu en þar sem að við erum að tala um hvað hjálpaði mér gríðarlega til að ná settum markmiðum! sérstaklega þegar að ég fór að byggja mig upp! ( en gott að hafa það á bak við eyrað að þetta er fæðubót sem kemur ekki í stað fæðu)

 • Og svona rétt í lokin ræktarkort

Einhverstaðar las ég að markmið eru eldsneytið í ofni afrekanna,en manneskja án markmiða er eins og skip án stýris.
Þeir sem læra að setja sér markmið og vinna eftir þeim geta afkastað meiru á einu til tveimur árum en margir gera á heilli ævi
form7

Þetta á við um allt, ekki einungis fólk sem er að koma sér í form!
Ég mun skrifa nýa færslu um leið og settu markmiði er náð og leyfa ykkur svolítið að fylgjast með! þetta er bæði hvatning fyrir sjálfa mig og aðra, en nú fer ég að segja þetta gott í bili, Þið getið fylgst með mér á snappinu mínu gudbjorghrefna og hafið þetta ferðalag með mér!

Þangað til næst

guinsta

Heimagerðir maskar fyrir feita húð

Eins og flest ykkar vita sem eruð búnar að eiga eða þið sem eruð ólettar núna hafið kannski tekið eftir því hversu mikið húðin ykkar breytist þegar þið eruð óléttar eða með barn á brjósti. Sumar konur fá alveg svakalegann bjúg í andlitið þegar þær eru óléttar og þegar þær eru búnar að eiga þá fer bjúgurinn hægt og rólega og sumar fá svakalega feita húð. Það á ekki við allar konur en t.d fyrir mig þá varð húðin á mér allt önnur þegar ég varð ólett! Ég var með svo flawless húð og fékk næstum því aldrei bólur en allt það fór í vaskinn þegar ég varð ólett. Húðin mín varð svo feit og hormónabólurnar tóku yfir, ég fékk alveg svakalegann bjúg í andlitið og fékk mjög feita húð og þessir maskar voru life savers fyrir mig og ég vona þeir geta hjálpað eitthverjum fleirum!

Tómatamaski.

Tómatar eru mjög góðir fyrir feita húð þar sem tómatarnir hjálpa húðinni að losa sig við olíu og á sama tíma losna þeir við stíflaðar svitaholur. Þessi maski er algjör snilld fyrir þig sem ert að díla við feita “olíu” og of mikinn gljáa á andlitinu þínu.666F97D7-EA8C-4C3D-B56A-42FB34DA4B61

Auðveldasta leiðin að gera þennan maska er bara að stappa saman tómata þangað til hann verður að hálfgerðum mauki ( það er líka hægt að setja hann í blandarann ) og smyrja honum út á T-svæðið þitt eða þar sem þér finnst húðin þín sem feitust. Láttu maskann standa á andlitinu í 15 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu þetta svo sirka 2-3 á viku til að fá húðina þína ferska, jafn-tónaða og flawless með því að gera “bletti” og acne örvar minna sjáanlegt.

Sítrónusafamaski.

Sítrónusafi til að jafnvæga feita húð, það er satt að sítrónu safi pirrar húðina þína en það er líka satt að sítrónusafi er mjög gott til að jafnvæga feita húð. Sítrónusafi er fullur af vítamín C, eins og tómatar og papaya og er þessvegna mjög gott að nota fyrir feita húð. Þau sem eru með feita húð eru oftast í vandræðum við acne, bólur og jafnvel fílapensla og getur þú taklað það með sítrónusafa! Með að nota sítrónusafa getur þú fengið slétta, jafn-tónaða, ferska, olíu lausa og hreina húð!1586B5C4-F198-4C76-9498-8DEBC6BC7095.jpeg

Settu 1 eggjahvítu og 2 teskeiðar í skál og hrærðu því svo saman og nuddaðu maskanum svo í smá hringi í gegnum allt andlitið og láttu það svo þorna í 10-15 mínútur. Skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Hafra, sítrónusafa, hunangsmaski.

Þessi maski er í algjöru uppáhaldi, mjög létt að gera hann og ég sá svakalegann mun á húðinni minni bara eftir 3 skipti! Hafra, sítrónusafi og hunangsmaski fyrir feita húð! Þessi maski virkar sjúklega vel fyrir feita húð.CB1ED743-EA15-4482-BA5F-E401ABB4174B.jpeg

Blandaðu saman öllu í skál og láttu það svo í andlitið á þér, hægt er að setja hann nálægt augum og á varnirnar. Láttu maskann sitja á andlitinu í 10 mínútur og skolaðu hann síðan út með heitu vatni og þurrkaðu síðan á þér andlitið með mjúkum þvottarpoka. Þessi náttúrulegi maski heldur húðinni þinni hreinni, olíu lausa og ferska! Algjör snilld fyrir djúphreinsun á húð. Endurtaktu einu sinni daglega eða eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Instagram og snapchat : mariannaoskh