Category: Lífstíll
Fatnaður, snyrtivörur, uppbyggjanlegar færslur að góðu líferni og margt fleira.
AÐ KOMA SÉR Í FORM EFTIR MEÐGÖNGU – ERT ÞÚ KOMIN MEÐ MARKMIÐ FYRIR 2019?
Að koma sér í form eftir meðgöngu eða nei, bara í form yfir höfuð getur verið deeerullu erfitt bara! Ég var í rúma 9 mánuði að koma mér í mitt drauma form eftir meðgöngu svo ég veit hvað ég er að tala um!
Nú eru 8 mánuðir liðnir frá fæðingu Kristelar, á fyrstu 5 mánuðunum missti ég 10 kíló, ég hef náð að viðhalda mér með höllu mataræði, léttri hreyfingu og jákvæðu hugarfari! nú fer árinu 2018 að ljúka og er mér farið að hungra í almennilegan árangur en fyrir því þarf ég að vinna! ég er búin að setja mér markmið fyrir 2019, en þú?

Að stíga inní ræktarsal getur verið yfirþyrmandi og ógeðslega erfitt ( bíddu aðeins þetta verður betra haha) ekki hætta að lesa alveg strax.
Ég missti fyrstu 9 kílóin á þessum 3 mánuðum sem var mikill sigur! ég veit vel hvernig það er að koma sér í form undir álagi sem er ekkert grín og getur tekið svakalega á en taktu það frá mér ÞETTA ER HÆGT!

Ég var það hungruð í bætingar að ég mætti á hverjum degi með dóttur mína sem var bundinn við súrefni allan sólahringinn,ég tók súrefnis kútinn bara með og bar hann á bakinu, hversu mikið ert þú tilbúin til þess að leggja á þig til þess að ná þínum markmiðum?
Ræktin er í göngu færi svo ég hef í rauninni enga ástæðu til þess að mæta ekki!
„Vertu sterkari en afsakanir þínar“ Þetta var mitt mottó og ætla ég að tileinka mér þetta í þessu skemmtilega ferðalagi!
Ef svo er vil ég hvetja þig til þess að lesa lengra!
-
Númer 1,2, OG 3 er rútina, skipulag og markmiðssetning! þú kemst ekkert án þess mín kæra.
-
Settu þér viku, skammtíma og langtíma markmið
-
Tímasettu þig!
-
Markmiðin þurfa að vera RAUNHÆF
-
Skrifaðu þau niður! hvar sérðu þig fyrir þér eftir mánuð? 6 mánuði? ár?
-
Breyttu um hugarfar! það er auðveldara en þú heldur! byrjunin er erfiðust!
-
Þetta er engin skilda! EN ég fór ekki að ná almennilegum árangri fyrr en ég fékk mér þjálfara! ( ég mæli með Dóra Tul )
-
Borðaðu eins hreina fæðu og þú mögulega getur( ég á samt mína nammi daga )
-
Trylltur laga listi
-
Ég tek inn fæðubótarefni
Td Protein, Glutalin,Hi energy fat burner svo eitthvað sé nefnt, ég fæ öll mín fæðubótarefni hjá Leanbody.is, fæðubótarefni er val að sjálfsögðu en þar sem að við erum að tala um hvað hjálpaði mér gríðarlega til að ná settum markmiðum! sérstaklega þegar að ég fór að byggja mig upp! ( en gott að hafa það á bak við eyrað að þetta er fæðubót sem kemur ekki í stað fæðu) -
Og svona rétt í lokin ræktarkort
Þeir sem læra að setja sér markmið og vinna eftir þeim geta afkastað meiru á einu til tveimur árum en margir gera á heilli ævi

Þetta á við um allt, ekki einungis fólk sem er að koma sér í form!
Ég mun skrifa nýa færslu um leið og settu markmiði er náð og leyfa ykkur svolítið að fylgjast með! þetta er bæði hvatning fyrir sjálfa mig og aðra, en nú fer ég að segja þetta gott í bili, Þið getið fylgst með mér á snappinu mínu gudbjorghrefna og hafið þetta ferðalag með mér!
Þangað til næst
Heimagerðir maskar fyrir feita húð
Eins og flest ykkar vita sem eruð búnar að eiga eða þið sem eruð ólettar núna hafið kannski tekið eftir því hversu mikið húðin ykkar breytist þegar þið eruð óléttar eða með barn á brjósti. Sumar konur fá alveg svakalegann bjúg í andlitið þegar þær eru óléttar og þegar þær eru búnar að eiga þá fer bjúgurinn hægt og rólega og sumar fá svakalega feita húð. Það á ekki við allar konur en t.d fyrir mig þá varð húðin á mér allt önnur þegar ég varð ólett! Ég var með svo flawless húð og fékk næstum því aldrei bólur en allt það fór í vaskinn þegar ég varð ólett. Húðin mín varð svo feit og hormónabólurnar tóku yfir, ég fékk alveg svakalegann bjúg í andlitið og fékk mjög feita húð og þessir maskar voru life savers fyrir mig og ég vona þeir geta hjálpað eitthverjum fleirum!
Tómatamaski.
Tómatar eru mjög góðir fyrir feita húð þar sem tómatarnir hjálpa húðinni að losa sig við olíu og á sama tíma losna þeir við stíflaðar svitaholur. Þessi maski er algjör snilld fyrir þig sem ert að díla við feita “olíu” og of mikinn gljáa á andlitinu þínu.
Auðveldasta leiðin að gera þennan maska er bara að stappa saman tómata þangað til hann verður að hálfgerðum mauki ( það er líka hægt að setja hann í blandarann ) og smyrja honum út á T-svæðið þitt eða þar sem þér finnst húðin þín sem feitust. Láttu maskann standa á andlitinu í 15 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu þetta svo sirka 2-3 á viku til að fá húðina þína ferska, jafn-tónaða og flawless með því að gera “bletti” og acne örvar minna sjáanlegt.
Sítrónusafamaski.
Sítrónusafi til að jafnvæga feita húð, það er satt að sítrónu safi pirrar húðina þína en það er líka satt að sítrónusafi er mjög gott til að jafnvæga feita húð. Sítrónusafi er fullur af vítamín C, eins og tómatar og papaya og er þessvegna mjög gott að nota fyrir feita húð. Þau sem eru með feita húð eru oftast í vandræðum við acne, bólur og jafnvel fílapensla og getur þú taklað það með sítrónusafa! Með að nota sítrónusafa getur þú fengið slétta, jafn-tónaða, ferska, olíu lausa og hreina húð!
Settu 1 eggjahvítu og 2 teskeiðar í skál og hrærðu því svo saman og nuddaðu maskanum svo í smá hringi í gegnum allt andlitið og láttu það svo þorna í 10-15 mínútur. Skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu eins oft og þér finnst nauðsynlegt.
Hafra, sítrónusafa, hunangsmaski.
Þessi maski er í algjöru uppáhaldi, mjög létt að gera hann og ég sá svakalegann mun á húðinni minni bara eftir 3 skipti! Hafra, sítrónusafi og hunangsmaski fyrir feita húð! Þessi maski virkar sjúklega vel fyrir feita húð.
Blandaðu saman öllu í skál og láttu það svo í andlitið á þér, hægt er að setja hann nálægt augum og á varnirnar. Láttu maskann sitja á andlitinu í 10 mínútur og skolaðu hann síðan út með heitu vatni og þurrkaðu síðan á þér andlitið með mjúkum þvottarpoka. Þessi náttúrulegi maski heldur húðinni þinni hreinni, olíu lausa og ferska! Algjör snilld fyrir djúphreinsun á húð. Endurtaktu einu sinni daglega eða eins oft og þér finnst nauðsynlegt.
Instagram og snapchat : mariannaoskh
You must be logged in to post a comment.