Mjólkuraukandi próteinkúlur

Ég rakst á þessa sjúku uppskrift af próteinkúlum á instagram hjá kimperryco og varð ástfangin! Það skemmir ekki fyrir að þær geta hjálpað við mjólkurframleiðslu og eru SÆLGÆTI á bragðið! Gott að narta í þetta á daginn hvort sem þú ert með barn á brjósti eða ekki!

Innihaldsefni:

 • 2 bollar haframjöl
 • 1 bolli hörfræmjöl (ég kaupi þetta í costco)
 • 1 bolli hnetusmjör
 • 2/3 bolli hunang
 • Ca 1-2 tsk vanilludropar
 • Súkkulaðibitar eftir smekk (ég nota semi-sweet frá kirkland)

Aðferð

Settu allt í skál og hrærðu þar til öll hráefnin eru orðin einn stór klumpur. Svo seturðu skálina í ísskápinn í ca 1 klst til að leyfa þessu að klístrast almennilega saman, svo tekurðu út og rúllar í kúlur.

Einfaldara gæti þetta ekki verið!

Uppáhalds veislunammið mitt

Karmellukornflexnammi með fylltum lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

 1. Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
 2. Setjið í form hulið smjörpappír eða ssmurt vel að innan og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.
 3. Bræðið nú súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið því yfir kornflexnammið.
 4. Setjið í fyrsti og geymið í ca. 20-30 mínútur. (Ég geri oftast daginn áður)
 5. Takið svo úr frysti og skerið í bita.

*Ekki mín uppskrift, þessi er fundin á netinu en all time favorite frá gulur, rauður grænn og salt

Holt og gott bananabrauð

Innihaldsefni

3 þroskaðir bananar

3 egg

1/3 bolli kókosolía

Tsk matarsódi

Tsk salt

3 msk kanill

3 bollar haframjöl

Aðferð

Forhitið ofninn á 180°. Á meðan ofninn hitnar stappið þið bananana í stórri skál.

Því næst bætast við egg og kókosolía og þetta allt hrært vel saman áður en restinni af innihaldsefnum er bætt í. Þegar öllu hefur verið blandað saman er deiginu hellt í mót sem hefur verið smurt með kókosolíu (gott að nota svona „loaf pan“ ) og mér persónulega finnst gott (og girnilegt) að dreifa smá haframjöli yfir þegar deigið er komið í formið.

Formið er svo sett í ofninn í 20-30 mín eða þar til þú getur stungið tannstöngli í mitt brauðið og hann kemur hreinn út aftur.

Vikumatseðill og tvö Frozen afmæli

Eftir langa pásu kemur loksins inn nýr vikumatseðill, en það er búið að vera mikið að gera síðustu mánuði meðal annars við að klára skólann og byrja í nýrri, mjög krefjandi vinnu. Það hefur því verið lítill tími til að sinna öðru en því ásamt fjölskyldunni og heimilinu, en auk þess lokuðum við síðunni tímabundið til að betrumbæta hana. Núna eru stelpurnar komnar í sumarfrí á leikskólanum og farnar í ömmu og afa dekur á Vopnafjörð á meðan við foreldrarnir verðum heima að vinna og njóta þess í nokkra daga að vera barnlaus. Ég gaf mér því tíma til að setjast niður og skrifa eina færslu þar sem ég set inn vikumatseðilinn fyrir þessa viku og læt fylgja með nokkrar myndir úr fimm ára afmæli Sóllilju og þriggja ára afmæli Maísólar sem við héldum í vor. Þar sem þær áttu báðar afmæli í miðjum covid faraldri var ekki hægt að halda stórar veislur en við buðum nánustu í smá afmæliskaffi og þær vildu auðvitað báðar hafa Frozen þema þar sem Frozen æðið á þessu heimili virðist aldrei ætla að enda 😉

Hér kemur matseðillinn:

Mánudagur: fiskur í raspi, couscous, steikt grænmeti og heimabakað rúgbrauð

Þriðjudagur: grillaðir bbq kjúklingaleggir, kartöflubátar, maís og hunangssinepssósa

Miðvikudagur: quesadillas með nautahakki, guacamole, ferskt salat og sýrður rjómi

Fimmtudagur: ritzkex kjötbollur, hrísgrjón og súrsæt sósa

Föstudagur: grillkjöt, kartöflur, maísstönglar, fylltir sveppir og piparsósa

Laugardagur: úrbeinuð kjúklingalæri, piparostasósa og franskar

Sunnudagur: heimapizza

Nokkrar myndir úr fimm ára afmæli Sóllilju og þriggja ára afmæli Maísólar

Tropical pönnukökur

Í tvö ár hef ég verið mikill Ella´s unandi, enda vörur sem hafa allaf staðist væntingar. Þægindi, gæði og úrvalið er alltaf í fyrsta flokk.
Til að nefna dæmi voru Ella’s skvísurnar fyrir fjögra mánaða börn fyrsta fæðan sem börnin mín fengu að smakka.
Yngra barnið hjá mér er núna að verða 8 mánaða og erum við að byrja gefa honum meira af fastri fæðu en mauk. Í eldhúsinu mínu erum við með fullan skáp af skvísum frá Ella’s kitchen, mig langaði að prufa mig áfram með þær hvort það væri hægt að nota þær til dæmis við bakstur. Eftir smá stund á google fann ég heilan helling af uppskriftum sem er hægt að nota skvísurnar í.
Ég rakst svo á uppskrift sem ég varð að prufa.. Tropical pönnukökur.
Pönnukökurnar slóu í gegn, svo ég gerði slatta af þeim, skipti í lítil box og frysti svo við gætum alltaf gripið í þessar gómsætu pönnukökur.


Uppskrift.
2 The yellow one skvísur frá Ella’s kitchen
2 Egg
180g af hveiti
160g af mjólk


Aðferð
Öllu blandað saman í skál.
Hitið pönnuna á miðlungs hita.
Takið um eina matskeið af deiginu og setjið á pönnuna.
bíðið í smá stund þar til það koma litlar loftbólur á pönnukökuna og snúið henni svo við


Uppskriftin er ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að undirbúa.
Ég má til með að deila því með ykkur að þessa dagana er tilboð á völdum skvísum í Nettó. Þið kaupið kassa af 7 skvísum en borgið bara fyrir 5. Ég veit ekki með ykkur en ég ætla gera mér ferð í Nettó og nýta þetta tillboð!

Vikumatseðill

Eftir langt hlé kemur loksins inn nýr vikumatseðill. Desember fór allur í prófalærdóm, verkefnavinnu og jólaundirbúning með tilheyrandi stressi og tímaleysi, og svo fékk Maísól berkjubólgu og var mikið lasin rétt fyrir jól. Það var því minna um eldamennsku og skipulag heldur en vanalega. Það voru ófá kvöld þar sem var eggjahræra eða skyr í kvöldmatinn, en það var svo sem bara ágætt þar sem nóg var borðað af þungum máltíðum yfir hátíðirnar. Núna eru allir komnir aftur í sína venjulegu rútínu eftir jólafrí og ég verð að viðurkenna að það var ljúft að fara með krakkana á leikskólann fyrsta daginn eftir langt frí og setjast svo við tölvuna í ró og næði með kaffibolla og halda áfram að vinna í mastersritgerðinni. Næstu dagar fara í ritgerðarskrif og svo fer skólinn að komast í gang aftur hjá mér eftir frí, þannig að lífið er hægt og rólega að komast aftur í fastar skorður.

Hér kemur fyrsti vikumatseðillinn 2020 gjörið þið svo vel:

Mánudagur: kjúklinga enchiladas, salsasósa, sýrður rjómi og ferskt salat

Þriðjudagur: steiktur fiskur í raspi, soðnar kartöflur, gúrka og paprika

Miðvikudagur: lasagne með nautahakki, hvítlauksbrauð og ferskt salat

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: lambagúllas og kartöflustappa

Laugardagur: heimapizza og brauðstangir

Sunnudagur: grjónagrautur og slátur

Þar til næst

Glódís

https://www.instagram.com/glodis95/

5 ára afmæli Önju

Anja Mist hefur hlakkað mikið til, hún er búin að vera mjög hjálpsöm við undirbúning og valdi hún litina og kökuna alveg sjálf.Veturinn hefur lagst ótrulega vel í Önju og eru mótefna gjafirnar sem hún fer í einu sinni í mánuði að skila sínu, Anja hefur ekki þurft súrefni síðan í enda júlí byrjun ágúst.

Veislan

Við fundum margt fallegt og skemmtilegt í Tiger, duttum þarna inn þegar að við vorum að versla afmælis kjólinn hennar Önju.H&M

 • Afmælis kjóll
 • Skór
 • Hárskraut

Tiger

 • Silfurlitaðir pappa diskar
 • Ljósbláa ts 5 blöðru
 • Bleikar Servréttur
 • Bleikt veggskraut

Minnir að þetta hafi verið um 1300 kr


Lesa áfram „5 ára afmæli Önju“

Skinku og baconpasta í rjómaostasósu

Þetta er eitt af uppáhalds réttum Ása og er það því nokkuð reglulegur réttur á matseðli þessa heimilis. Ekki skemmir heldur fyrir að þetta er sjúklega einfaldur réttur!

Hráefni:

2x Bacon bréf

Hálfur pakki 80% skinka

Pasta (skiptir ekki máli hvaða tegund en ég nota oftast fussili eða penne)

1.5x Kryddostur (það eru til fleiri en ein tegund og mér þykir þær allar góðar bæði Örnu og MS)

500ml Rjómi (ég nota Yosa útaf mjólkuroþoli og það er sjuklega gott)

1x teningur nautakjötkraftur

Aðferð:

Þú byrjar á að sjóða pastað í sæmilega stórum potti. Á meðan pastað sýður, skerðu bacon og skinku í hæfilega bita og steikir á pönnu (mér finnst best að steikja baconið aðeins lengur og set það því fyrst og bæti svo skinkunni við þegar það er steikt). Settu það svo aðeins til hliðar á meðan þú gerir sósuna.

Sósuna gerirðu með því að setja rjómann í pott og skerð kryddostinn í teninga til þess að þeir bráðni fyrr, á sama tíma setur þú nautakraftinn útí og hrærir í þar til sósan er orðin smooth.

Þegar pastað er tilbúið, þá sigtarðu vatnið frá og bætir öllu hinu hráefninu útí og blandar saman. Einfaldara verður það ekki!

Mér finnst svo bilað gott að borða þetta með smá ripsberjahlaupi útá.

Vikumatseðill

Það var lítið eldað á mínu heimili í síðustu viku, enda mikið um að vera. Það var lota hjá mér í skólanum, Maísól var lasin, ég fór út að borða með skólafélögum og svo fór ég líka á árshátíð. Eftir ótrúlega skemmtilega en annríka seinustu viku hlakka ég til að hafa það aðeins rólegra og eyða meiri tíma heima hjá mér í þessari viku. Hér kemur matseðill fyrir næstu daga, en eins og ég hef sagt áður og þið hafið eflaust tekið eftir sem fylgið mér á instagram, þá tekur seðillinn yfirleitt alltaf einhverjum breytingum í gegnum vikuna og einhverjir réttir færast á milli daga en það er í góðu lagi, þetta er bara viðmið og svo færum við til eftir þörfum, til dæmis þegar það verða afgangar sem við reiknuðum ekki með, ef okkur er óvænt boðið í mat eða ef ekki gefst tími til að elda.

Mánudagur: heill kjúklingur, steikt grænmeti & bygg

Þriðjudagur: soðinn fiskur, kartöflur, rófur, smjör & rúgbrauð

Miðvikudagur: rjómalagað pasta með skinku & grænmeti

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: quesadilla með nautahakki, guacamole, ferskt salsa & nachos flögur

Laugardagur: parmesan kjúklingaborgari með mozzarella og hvítlaukssósu

Sunnudagur: hægeldaðir lambaskankar og kartöflustappa

Ef þið hafið ekki prófað að gera vikumatseðil þá hvet ég ykkur til þess, þetta sparar bæði tíma og peninga og kemur í veg fyrir að maður þurfi að ákveða það, korter í sjö þegar allir eru þreyttir, hvað á að vera í matinn. Við förum miklu sjaldnar í búðina og hendum miklu minna af mat eftir að við byrjuðum með þetta fyrirkomulag. Margir mikla þetta fyrir sér en um leið og maður venur sig á að gera þetta þá er það ekkert mál.

Kveðja Glódís

Ps. ef þið viljið fylgjast betur með og fá innblástur þá getið þið fylgt mér á instagram:

https://www.instagram.com/glodis95/

Prótein Frappuccino

Þessi drykkur er næstum því betri en alvöru frappó sem maður kaupir á kaffihúsum en hann er miklu miklu hollari. Þetta er frábært próteinríkt millimál sem ég elska að fá mér þegar ég er þreytt og langar í eitthvað extra gott og orkugefandi. Hvort sem það er seinnipartinn á virkum degi þegar manni vantar smá auka orku til að klára daginn, eða um helgar þegar mann langar að gera vel við sig, þá á þessi drykkur vel við. Uppskriftin er alls ekki heilög og má alveg nota annað próteinduft, aðra sósu osf. Og ef maður vill gera extra vel við sig er hægt að toppa drykkinn með rjóma og sykurlausri súkkulaðisósu og þá líkist þetta Starbucks Frappuccino.

Prótein frappó:

1 bolli gott kaffi

2 góðar lúkur klakar

1/2 frosinn banani

1 skeið prótein (ég nota ON protein energy með Mocha Cappuccino)

1/2 flaska Nije próteindrykkur með Cappuccino bragði

1 msk sykurlaus súkkulaðisósa (t.d. frá Bodylab eða Callowfit)

Öllu blandað saman í blandara og drukkið strax !

Vikumatseðill

Eftir ansi strembna seinustu viku hlakka ég til að byrja nýja viku með matseðil stútfullann af girnilegum réttum. Ég var í lokaprófi á föstudaginn og seinasta vika fór því meira og minna í prófalestur og stressið sem því fylgir. Því var lítið um heimagerðan mat og meira um skyndibita og skyr og brauð eins og vill verða þegar maður skipuleggur sig ekki alveg nógu vel. En ég hlakka til að hafa meiri tíma til þess að elda góðan mat í þessari viku og geta sest niður í rólegheitunum með fjölskyldunni yfir kvöldmatnum. Það er eitthvað sem ég held að sé allt of vanmetið, að sitja öll saman í ró og næði yfir ljúfengri heimagerðri máltíð og spjalla saman eftir annríkan dag.

Mánudagur: kjúklinganúðlur

Þriðjudagur: bleikja, blómkálsgrjón & hvítlaukssósa

Miðvikudagur: lasagna á pönnu & hvítlauksbrauð

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: kjötbollur, piparostasósa & kartöflustappa

Laugardagur: heimapizza

Sunnudagur: lambahryggur, brúnaðar kartöflur & meðlæti

Eins og vanalega leyfi ég fylgjendum mínum á instagram oft að vera með við eldamennskuna og því bendi ég á instagram síðuna mína hér að neðan fyrir áhugasama. Eigið ljúfa viku.

Þar til næst

Glódís

Hollt og sjúklega gott túnfisksalat

Þetta túnfisksalat er það gott (og það hollt) að maður getur borðað það með skeið beint úr dallinum. Hins vegar mæli ég með því að setja það ofan á eitthvað gott hrökkbrauð eða gróft brauð, það er algjört sælgæti.

Innihald:

2 soðin egg (mér finnst best að hafa þau ekki alveg harðsoðin heldur smá mjúk alveg í miðjunni)

1 dós túnfiskur

1/2 fínt saxaður laukur

100 gr kotasæla

100 gr sýrður rjómi 10%

2 msk light mayonnaise

Svartur pipar

Hvítur pipar

Aromat

Öllu blandað vel saman og kryddað eftir smekk, best að smakka sig bara til. Geymist í nokkra daga í lokuðu íláti inni í ísskáp.

Glódís