Það var lítið eldað á mínu heimili í síðustu viku, enda mikið um að vera. Það var lota hjá mér í skólanum, Maísól var lasin, ég fór út að borða með skólafélögum og svo fór ég líka á árshátíð. Eftir ótrúlega skemmtilega en annríka seinustu viku hlakka ég til að hafa það aðeins rólegra og eyða meiri tíma heima hjá mér í þessari viku. Hér kemur matseðill fyrir næstu daga, en eins og ég hef sagt áður og þið hafið eflaust tekið eftir sem fylgið mér á instagram, þá tekur seðillinn yfirleitt alltaf einhverjum breytingum í gegnum vikuna og einhverjir réttir færast á milli daga en það er í góðu lagi, þetta er bara viðmið og svo færum við til eftir þörfum, til dæmis þegar það verða afgangar sem við reiknuðum ekki með, ef okkur er óvænt boðið í mat eða ef ekki gefst tími til að elda.
Mánudagur: heill kjúklingur, steikt grænmeti & bygg
Þriðjudagur: soðinn fiskur, kartöflur, rófur, smjör & rúgbrauð
Miðvikudagur: rjómalagað pasta með skinku & grænmeti
Fimmtudagur: afgangar
Föstudagur: quesadilla með nautahakki, guacamole, ferskt salsa & nachos flögur
Laugardagur: parmesan kjúklingaborgari með mozzarella og hvítlaukssósu
Sunnudagur: hægeldaðir lambaskankar og kartöflustappa
Ef þið hafið ekki prófað að gera vikumatseðil þá hvet ég ykkur til þess, þetta sparar bæði tíma og peninga og kemur í veg fyrir að maður þurfi að ákveða það, korter í sjö þegar allir eru þreyttir, hvað á að vera í matinn. Við förum miklu sjaldnar í búðina og hendum miklu minna af mat eftir að við byrjuðum með þetta fyrirkomulag. Margir mikla þetta fyrir sér en um leið og maður venur sig á að gera þetta þá er það ekkert mál.
Kveðja Glódís
Ps. ef þið viljið fylgjast betur með og fá innblástur þá getið þið fylgt mér á instagram:
https://www.instagram.com/glodis95/
You must be logged in to post a comment.