Kartöflu og púrulaukssúpan hennar tengdó

Ég er ekki sú eina Í fjölskyldunni sem hefur ástríðu fyrir mat! Tengdamamma mín er snillingur í eldhúsi, hún hefur dásemd af því að elda og gera góðan mat og hef ég lært margt af henni!

Hér er ein af mínum uppáhalds súpum ever sem þið bara verðið að smakka!! þessi súpa hefur verið í flestum stórveislum sem við maðurinn minn höfum haldið og ekki skemmir fyrir hvað það er ódýrt að kaupa í hana!

Hráefni

 • Púrulaukur 1stk
 • Hvíturlaukur 2stk
 • Bökunarkartöflur 4 stk
 • Hvítlauksrif 4 stk
 • Lárviðarlauf (fjarlægja áður en þið maukið)
 • Vatn sem flítur rétt yfir grænmetið
 • 400 grömm rjómaostur
 • 4stk kjötkraftur
 • Salt og pipar
 • Rjómi er æðisleg viðbót (svona spari)

Aðferð

 1. Skerið grænmetið í bita
 2. Því næst er það vatnið sem á rétt svo fljóta yfir grænmetið.
 3. Þegar grænmetið er soðið bætir þú við kjötkraftinum, rjómaostinum og lárviðarlaufinu (sem er svo tekið rétt áður en þú maukar)
 4. Því næst setur þú salt og pipar eða Herbamare og pipar! Og leyfir bragðinu koma fram í súpunni
 5. Svo er ekkert annað eftir en að mauka.

Og þá er það bara að njóta

Þangað til næst

Guðbjörg Hrefna

Instagram – arnadottirg

Vikumatseðill

Við vorum með pastarétt í matinn í gærkvöldi og það var svo mikill afgangur að það dugir í kvöldmatinn í kvöld líka, og ég verð að viðurkenna að það er rosa þægileg tilhugsun að þurfa ekki að elda neitt í kvöld, bara henda pastanu í örbylgjuofninn. Þar sem maður hefur oftast nægan tíma á sunnudögum en talsvert minni tíma á mánudögum þá getur verið mjög þægilegt að elda stóra máltíð á sunnudegi og þá er mánudagurinn aðeins auðveldari. Ég mæli með því að hafa þetta í huga þegar þið gerið vikumatseðil, en öll ráð til að gera mánudaga aðeins auðveldari gríp ég fegins hendi. Hér kemur matseðillinn þessa vikuna:

Mánudagur: afgangar

Þriðjudagur: kjöt í karrý og hrísgrjón

Miðvikudagur: bleikja, couscous og ofnbakað grænmeti

Fimmtudagur: píta með nautahakki, steiktu grænmeti, osti, salati og pítusósu

Föstudagur: heill kjúklingur, franskar, koktelsósa og salat

Laugardagur: quesadilla með afgangs kjúlla, sýrður rjómi, salsasósa, guacamole, nachos og salat

Sunnudagur: heimapizza

Þar til næst

Glódís

Vikumatseðill

Vikumatseðillinn í þetta skiptið byrjar á föstudegi. Mér finnst best að gera vikumatseðil og vikuinnkaup sama daginn og það þarf ekkert endilega að vera á mánudegi. Oft finnst mér mest til í búðunum á föstudögum og grænmetið og ávextirnir líta best út, og þess vegna er fínt að gera þetta á föstudegi og byrja helgarfríið með fullann ísskáp og nóg til af öllu.

Föstudagur: heimapizza

Laugardagur: kjúklinga enchiladas, sýrður rjómi, salsa sósa, doritos, avacado, gúrka og paprika

Sunnudagur: lambahryggur, kartöflubátar, maísbaunir, salat og brún sósa

Mánudagur: afgangar

Þriðjudagur: bleikja, couscous, grænmeti og rúgbrauð

Miðvikudagur: kjötbúðingur og kartöflustappa

Fimmtudagur: hakk & spaghetti, hvítlauksbrauð og salat

Kveðja Glódís

https://www.instagram.com/glodis95

Vikumatseðill

Hér kemur matseðillinn þessa vikuna:

Mánudagur: grjónagrautur eldaður í ofni & lifrapylsa

Þriðjudagur: afgangar

Miðvikudagur: fiskur úr fiskbúð, rúgbrauð & salat

Fimmtudagur: tortillas með nautahakki, salati, sýrðum rjóma, salsasósu & rifnum osti

Föstudagur: eitthvað gott 🙂

Laugardagur: heimapizza

Sunnudagur: úrbeinaður lambaframpartur, brúnaðar kartöflur, sósa, maísbaunir & salat

Mér finnst gott að hafa einn auðann dag í vikumatseðlinum af því að oft kemur eitthvað óvænt upp á, manni er boðið í mat eða hefur ekki tíma til að elda og hefur bara skyr í matinn, það verða meiri afgangar af einhverju en maður reiknaði með o.s.frv. Stundum er líka bara fínt að vera með ekkert planað og hafa bara „eitthvað“. Svo reyni ég líka að hafa allavega einn dag í viku fyrir afganga því ég nenni ekki að elda á hverju einasta kvöldi og það er voða fínt að hafa allavega eitt kvöld í viku þar sem maður þarf ekki að gera neitt annað en að skella afgöngum í örbylgjuofninn og þá er maturinn reddí.

Ef ykkur langar til að fylgjast betur með mér þá er ég mjög virk á instagram og sýni oft frá því þegar ég er að elda þar: glodis95

Kveðja Glódís

Vikumatseðill

Hér kemur matseðilinn þessa vikuna:

Mánudagur: matarboð 🙂

Þriðjudagur: gúllas og kartöflustappa

Miðvikudagur: fiskréttur með hrísgrjónum, rjómaosti og grænmeti

Fimmtudagur: taco pasta, sýrður rjómi, salat og doritos

Föstudagur: afgangar

Laugardagur: steikt hrísgrjón með kjúklingi, eggjum og grænmeti

Sunnudagur: bakaðar kartöflur með mexíkóskri kjúklingafyllingu

Endilega fylgið mér á instagram ef þið viljið fylgjast með þegar ég elda: glodis95

Kveðja Glódís

Sykurlaust afmæli

Ég hélt upp á afmælið mitt í gær með því að bjóða fjölskyldunni í smá kaffi, en þar sem ég er að taka sykurlausan september þá ákvað ég að reyna að hafa allt í afmælinu sykurlaust, eða allavega halda sykri í lágmarki. Það var alls ekki erfitt að finna sykurlausar uppskriftir á netinu en svo notaði ég líka nokkrar uppskriftir sem voru ekki sykurlausar en ég skipti bara út sykrinum fyrir gervisætu. Ég ætla að taka saman allt sem ég bauð upp á í afmælinu og vonandi geta einhverjir nýtt sér það.

Ostabakki

Ég var með lítinn ostabakka en flestir ostar og kex innihalda lítið af sykri. Ég var svo með vínber og sykurlausa jarðaberjasultu.

Mexíkóskur brauðréttur

Flestir brauðréttir innihalda lítinn sykur og því þarf oft ekkert að breyta uppskriftunum til að gera þá sykurlausa. Þetta er einn af mínum uppáhalds heitu brauðréttum og hann slær alltaf í gegn í öllum veislum. Uppskriftin er frá Gulur rauður grænn og salt: https://grgs.is/2016/03/10/8681/

Sykurlaus djús

Ég bauð upp á sykurlausan djús en þessi fæst í Nettó og er mjög góður. Ég blandaði hann í stórann drykkjarkút og setti niðurskornar appelsínur, sítrónur og lime, og fullt af klökum út í. Þetta var mjög ferskt og gott. Einnig bauð ég upp á nokkrar tegundir af sykurlausu gosi, en djúsið var lang vinsælast.

Djöflaterta

Þetta er uppskrift frá Lindu Ben en hana má finna hér: https://lindaben.is/recipes/alvoru-djoflaterta-med-besta-sukkuladi-kreminu/ Það eina sem ég gerði var að skipta út sykri fyrir sukrin, og flórsykri fyrir sukrin melis, og þá er kakan orðin sykurlaus, eða svo gott sem. Hún var æðislega góð, enda má sjá fingraför í kreminu ef myndin er skoðuð vel en dóttir mín var aðeins búin að stelast til að smakka áður en veislan byrjaði 😉

Frönsk súkkulaðikaka

Ég fékk þessa uppskrift hjá Sylviu Haukdal en kakan er bæði sykur- og hveitilaus og bragðast samt alveg eins og venjuleg frönsk súkkulaðikaka, dísæt og bráðnar uppí manni. Ég bar hana fram með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum. Uppskriftina má nálgast hér: https://sylviahaukdal.is/sykur-og-hveitilaus-fronsk-sukkuladikaka/

Súkkulaðibita kökur

Þessi uppskrift er frá Lindu Ben en ég skipti út púðursykri og döðlusykri fyrir sukrin gold og notaði sykurlaust súkkulaði í staðin fyrir venjulegt. Þessi sykurlausu súkkulaðistykki fann ég í Nettó og þau voru mjög góð. Uppskriftina má nálgast hér: https://lindaben.is/recipes/orlitid-hollari-sukkuladibita-kokur/

Jarðaberja grísk jógúrt kaka

Þessi uppskrift er einnig frá Lindu Ben (já ég er dyggur aðdáandi!) en ég breytti þessari uppskrift nánast ekki neitt. Ég skipti bara út oreo kexinu fyrir sykurlaust kex sem lítur út og bragðast mjög svipað og oreo. Ég fann þetta kex í Nettó og það kom mér á óvart hvað það er gott og maður trúir því næstum ekki að það sé sykurlaust. Þessi kaka er ótrúlega fersk og góð og vegar upp á móti öllum dísætu kökunum þar sem hún er ekkert rosalega sæt. Mér finnst alltaf gott að bjóða upp á eina svona skyr- eða jógúrtköku í veislum til að vega upp á móti öllum sætindunum þar sem þær eru oftast ekki jafn sætar en hinsvegar mjög ferskar. Uppskriftina má nálgast hér: https://lindaben.is/recipes/einfold-jardaberja-grisk-jogurt-kaka-sem-tharf-ekki-ad-baka-og-er-merkilega-holl/

Marengsterta með jarðaberjum, súkkulaðikexi og karamellusósu

Marengs uppskriftin og karamellusósu uppskriftin eru frá Maríu Kristu og má nálgast hér: http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/2014/03/ferming-framundan.html?m=1 Inn í marengsinn setti ég þeyttann rjóma með vanilludufti og hreinum stevia dropum og svo skar ég niður jarðaber og sykurlaust súkkulaðikex og blandaði saman við rjóman.

Rice krispies kaka með bananarjóma og karamellu

Þetta er bara þessi hefðbundna rice krispies kaka sem allir þekkja, nema ég skipti út nokkrum hráefnum til að gera hana sykurminni. Ég notaði sykurlaust súkkulaði í staðin fyrir suðusúkkulaði, og sykurlaust sýróp í staðin fyrir venjulegt, og svo gerði ég tvöfalda uppskrift af karamellusósunni frá henni Maríu Kristu hér fyrir ofan og setti annann helminginn ofan á marengsinn og hinn helminginn yfir rice krispies kökuna. Í rjóman setti ég vanilluduft, einn stappaðann banana og nokkra dropa af steviu.

Hrákaka

Þessari uppskrift breytti ég ekki neitt enda enginn viðbættur sykur í henni, aðeins holl og góð hráefni. Mesta snilldin við þessa köku er að hún er geymd í frysti og því er hægt að gera hana með margra daga fyrirvara og spara sér tíma. Ég skar svo bara afganginn af kökunni í litla bita og setti aftur inn í frysti og núna get ég alltaf nælt mér í einn bita ef mig langar í eitthvað sætt með kaffinu. Eins og sést á myndinni er ennþá smá frost í kökunni þegar myndin er tekin og þarf að muna að taka hana úr frysti allavega 15 mínútum áður en veislan hefst. Uppskriftin er frá Gulur rauður grænn og salt og hana má nálgast hér: https://grgs.is/recipe/himneska-hrakakan/

Athugið að færslan er ekki unnin í samstarfi við neinn en allar uppskriftirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi frá höfundum og þakka ég þeim kærlega fyrir.

Kveðja Glódís

Vikumatseðill

Mér finnst best að útbúa matseðil fyrir heila viku í einu, svo geri ég innkaupalista út frá matseðlinum og reyni að versla bara inn einu sinni í viku. Það sparar bæði tíma og peninga að útbúa vikumatseðil auk þess sem maður sleppur við það að þurfa að ákveða hvað á að vera í matinn korter í sjö þegar allir eru orðnir svangir og pirraðir. Ég reyni að vera dugleg að deila vikumatseðlunum mínum á instagram og mun koma til með að deila þeim hér líka ef áhugi er fyrir því. Mér finnst að minnsta kosti alltaf gott að skoða vikumatseðla hjá öðrum til að fá innblástur og hugmyndir.

Hér kemur matseðilinn þessa vikuna:

Mánudagur: marineraður lax og couscous salat

Þriðjudagur: lasagna og ferskt salat

Miðvikudagur: afgangar

Fimmtudagur: kjúklinganúðlur

Föstudagur: grillaðir hamborgarar

Laugardagur: eitthvað gott 🙂

Sunnudagur: lambahryggur, kartöflubátar, salat, maísbaunir og brún sósa

Ég sýni oft frá því á instagram þegar ég elda kvöldmatinn og deili uppskriftum sem ég styðst við svo að ef þið hafið áhuga getið þið fylgst með mér þar: glodis95

Kveðja Glódís

Taco-panna, heimagert salsa og guacamole

Ég elska mexíkóskan mat, hann er svo djúsí og bragðgóður, og oftast ekkert mjög óhollur. Þessi réttur er einmitt þokkalega hollur, krakkarnir elska hann og hann er mjög einfaldur. Það er hægt að skella öllu inn í tortillavefju, nota nachos flögur til að skófla þessu upp í sig eða bara borða þetta með hnífapörum. Ég mæli með að bera þetta fram með svörtu doritosi, sýrðum rjóma og heilhveitivefjum.

Taco-panna:

1 pakki hakk

1/2 – 1 bréf Taco krydd

Salt, pipar og chilli flögur

1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar

1 dós maísbaunir

1 dós nýrnabaunir

Rifinn ostur

Aðfer: byrjið á að steikja hakkið á pönnu við háan hita. Þegar hakkið er tilbúið er hitinn lækkaður og hakkið kryddað með taco kryddi, salti, pipar og smá chili flögum. Næst er tómötunum bætt út á pönnuna og blandað saman við hakkið. Hellið vökvanum af maísbaununum og nýrnabaununum og setjið baunirnar með á pönnuna. Leifið þessu svo að malla við lágan hita á meðan meðlætið er útbúið. Alveg í lokin er rifnum osti stráð yfir pönnuna og leyft að bráðna. Berið réttinn fram á pönnunni.

Salsa:

2 stórir tómatar

1/2 rauðlaukur

1 gul paprika

1/3 gúrka

Salt

Aðferð: gúrkan er skorin endilöng í tvennt og miðjan hreinsuð úr með matskeið. Næst er allt grænmetið skorið niður mjög fínt og sett í skál, saltað og blandað vel saman.

Guacamole:

2 vel þroskuð og mjúk avacado

Sítrónusafi

Salt

Aðferð: stappið avacadoið með kartöflustappara eða gaffli þar til orðið að grófu mauki, þá er skvettu af sítrónusafa helt yfir, saltað og hrært vel saman.

Djúsí pasta & hvítlauksbrauð

Ég eldaði þennan pastarétt í gær og öllum fannst hann virkilega góður. Mér finnst þægilegt að skella í pastarétt því það er einfalt og fljótlegt, og frábær leið til að nýta hráefni sem er að verða komið á síðasta séns, til dæmis grænmeti sem er orðið slappt og kjötálegg eða ost sem er að verða kominn á síðasta söludag. Innihaldsefnin eru því alls ekkert heilög og ég mæli með að nota bara það sem til er hverju sinni.

Pastaréttur:

250 g pasta

Ólífuolía

Sjávarsalt

Steikingarolía

1 laukur

1 hvítlaukur lítill (eða eitt hvítlauksrif)

1 laukur

1/2 brokkolíhaus

1/2 blómkálshaus

1/2 rauð paprika

6 beikonsneiðar

2 lúkur skinkukurl

10 pepperóní

250 ml matreiðslurjómi

1/2 piparostur

1/2 mexíkóostur

Maizenamjöl

Hvítur pipar 

Svartur pipar

Sjávarsalt

Chili flögur

Hvítur pipar

Grænmetiskraftur

Aðfer:

Byrjið á að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum, mér finnst best að nota heilhveiti pastaskrúfur en það má nota hvaða pasta sem er. Gott er að setja góða ólífuolíu og vel af sjávarsalti með í pottinn.

Skerið grænmetið smátt og steikjið við lágan hita upp úr góðri steikingarolíu, passið að nota stóra og djúpa pönnu svo að allt komsti fyrir. Á meðan grænmetið mallar á pönnunni er beikonið og pepperóníið skorið niður og bætt á pönnuna ásamt skinkukurlinu þegar grænmetið er orðið mjúkt. Rífið piparostinn og mexíkóostinn niður með rifjárni og bætið á pönnuna ásamt matreiðslurjómanum. Þegar osturinn er bráðnaður er sósan krydduð og smökkuð til, og svo þykkt með maizenamjöli. Mér finnst best að setja mikið af maizenamjöli og þynna svo sósuna með pastavatni þar til hún er orðin passlega þykk, þannig verður meira úr henni og hún bragðast betur. Þegar pastað er soðið er afgangs pastavatninu hellt af og sósan sett með pastanu í pottinn. Svo má leyfa þessu að malla við lágan hita á meðan hvítlauksbrauðið er útbúið.

Hvítlauksbrauð:

Mér finnst best að nota gott bakarísbrauð, til dæmis súrdeigsbrauð eða gróft brauð með mikið af kornum, en það er hægt að nota hvaða brauð sem er. Brauðsneiðunum er raðað á ofnplötu með bökunarpappír undir. Næst er íslenskt smjör sneitt niður með ostaskera og ein sneið af smjöri sett á hverja brauðsneið. Að lokum er settur ostur, annað hvort rifinn eða í sneiðum, á hverja brauðsneið og vel af hvítlaukskryddi stráð yfir. Þetta fer svo inn í ofn á 200 gráður þar til osturinn er bráðnaður.

Frá barnamauk yfir í hafrastangir.

Færlsa þessi er skrifuð í samstarfi við Ella’s kitchen og fékk ég vörurnar að gjöf, en skoðanirnar og sem ég skrifa hér eru alfarið mínar eigin.

Frá því dóttir mín var aðeins 4 mánaða gömul hafa Ella’s vörurnar fylgt okkur. Hún þoldi illa grauta en svaf lítið þar sem mjólkin var hætt að duga henni.

Eftir ráðleggingar hjá ljósmóður ákvað ég að prufa fyrst að gefa henni barnamauk frá Ella’s. Ástæðan fyrir því að ég valdi vörurnar frá Ella’s til að byrja með voru aðalega þægindin, því á pakkningunum er hægt að sjá hvaða aldurshóp varan er ætluð.

Eftir að ég byrjaði að gefa henni mauk fór hún að  sofa og dafna betur, hún átti alveg frá því hún fæddist erfitt með að ná að halda í sína þyngdakúrvu áður en hún fékk annað en bara mjólkina.

 

Í tanntökunum leyfði ég henni fyrst að smakka Melty puffs vöruna. Melty vörurnar eru algjör snilld sem ég mæli ótrúlega mikið með. Þegar snakkið kemst í snertingu við vökvan byrjar það að bráðna niður svo það eru litlar líkur á að það standi í barninu.

Hún alveg hreint elskaði melty puffs að geta nagað á eitthverju svona gómsætu á meðan þessi pirringur var í gómnum hjá henni.

 

Því eldri sem hún varð, því meiri mat sem hún byrjaði að smakka fór hún að þola meira nýjar áferðir á mat og viti menn að hún fór að byrja þola grauta. Við prufuðum reyndar engan annan graut en frá Ella’s á þeim tímapunkti, Ella’s rís grauturinn var sá fyrsti sem við prufuðum og sá fyrsti grauturinn sem dóttir mín gat strax borðað.

 

Við höfum haft ótrúlega góða reynslu frá þessu vörumerki, þessar vörur eru svo fyrirferða litlar svo þær henta mjög vel í handfarangurinn í ferðalög, hvort sem þau eru löng eða stutt.

Vöru úrvalið er að mínu mati mjög mikið, þau eru með mikið magn af skvísum með allavegana bragðtegundum, alveg úr ávaxta yfir í kjúkkling og frá skvísum sem henta 4 mánaða yfir í 10 mánaða börnum.

Nýlega komu nýjungar frá Ella’s merkinu sem við höfum verið að prufa okkur áfram við.

Til dæmis ávaxta og hafrastangirnar, ég er alltaf með allavega eina stöng í veskinu mínu þegar ég fer út með dóttur mína, því það hefur komið fyrir að ég hef verið mamman með öskrandi barnið í búðinni að reyna bruna í gegnum alla gangana og koma okkur sem fyrst heim. Það sem hefur í okkar tilfellum hjálpað til er einmitt að hafa stangirnar með, hún er lengur með þær heldur en skvísunar svo ég get klárað mín innkaup í rólegheitunum.

Rís kökurnar frá Ella’s eru einnig ný vara, til að byrja með vildi stelpan mín ekki sjá þetta. Ég leyfði henni þá að taka með tvo poka á leikskólan og leyfa krökkunum að smakka þennan nýjung.

Þegar ég sótti hana sagði leikskólafóstran hennar að þau hafa öll borðað þetta af bestu lyst og þar á meðal dóttir mín. Ætli hún sé ekki bara lík mömmu sinni með það að hún á erfitt með að prufa nýja hluti.

Rís kökurnar og melty sticks, ásamt eplum og rúsínum er tilvalið laugardagsnammi fyrir svona lítil kríli, en við höfum einmitt verið að vinna með það.

Melty sticks varan er farin að henta okkur mun betur en puffsið þar sem hún klárar eitt puffs í einum bita.

Að lokum vill ég deila með ykkur þessari gómsætu uppskrift sem ég fann inn á ellaskitchen.com af súkkulaðibita banana brauði, en á síðunni er hægt að finna fullt af girnilegum og skemmtilegum uppskriftum.

Innihald

 • 1,25 dl af mjúku smjöri
 • 1,8 dl af sykri
 • 2 stór egg
 • 3,8 dl af banana mauk frá ella’s kitchen
 • 0.8 dl af mjólk
 • 2 teskeiðar af vaniludropum
 • 5 dl af hveiti
 • 1 teskeið matarsóda
 • 1/2 teskeið salt
 • 1,25 dl af súkkulaðibitum

Aðferð

 1. Forhitið ofninn á 175°C
 2. Setjið smjörið og sykurinn í skál og hrærið í hrærivél í um 3 mínútur eða þar til blandan verður létt og fluffy.
 3. bætið eggjunum í eitt í einu, svo banana maukinni, mjólkinni og vaniludropunum.
 4. Í aðra skál handhrærið saman hveiti, matarsódan og saltið.
 5. Rólega bætið saman þurrefnunum við bananablönduna og bætið svo súkkulaðibitunum út í. Hrærið vel saman.
 6. smyrjið brauðform með smjöri og hellið svo deiginu út í, bakið svo í klukkutíma eða þar til þið getið stungið hníf í miðjuna á brauðinu og hann kemur hreinn upp úr.
 7. Leyfið brauðinu að kólna og berið fram með smjöri og ost.

Verði ykkur að góðu

 


Matseðill vikunnar

mánudagur

Soðinn þorskur með kartöflum, smjöri, rúgbrauði og salati

þriðjudagur

Spaghettí með baunum og brauði

miðvikudagur

Kjúklingur og karrýgrjón

fimmtudagur

Lax með sætum kartöflum, sveppum og salati

föstudagur

Heimagerð pítsa

laugardagur

Kókkjúklingur ásamt ofnbökuðum hrísgrjónum með grænmeti

sunnudagur

Vegan borgarar

Matseðill vikunar

Mánudagur

Kjúklingur með brúnni glútenlausri sósu kartöflumús og fersku grænmeti

Þriðjudagur

Fiskréttur með pepperoniostasósu og sætum kartöflum

Miðvikudag

Ketolasanga

Fimmtudagur

Kjúklingur með piparostasósu, sætkartöflu mús með kanil og fersku salati

Föstudagur

Rjómalagað chilliosta pulsu pasta

Laugardagur

Lúða með sætkartöflumús fersku salati og fetaosti 

Sunnudagur

Lamb með rjómalagaðari sveppasósu,kartöflumeð og steiktu rótargrænmeti

guinsta