Kristel Nótt varð 1 árs 3 apríl síðast liðinn, við ákváðum að halda sameiginlegt afmæli sunnudeginum eftir afmælisdaginn hennar Kristelar.
Anja Mist missti af sinni afmælis veislu út af lungnabólgu sem hún fékk í nóvember sem er leiðinlegt út af því að það var lítið tala um annað ( það var samt haldið óvænt kaffi boð fyrir snúlluna um kvöldmatarleitið með þeim allra nánust þá var skellt í eina litla skúffu köku horft á Disney mynd og borðað stjörnu snakk þangað til hún lognaði út af)
Ef við lítum á björtu hliðarnar þá var allt klappað og klárt fyrir veislu út af því að við vorum búin að kaupa allar skreytingar fyrir afmælið, unicorn þema varð fyrir valinu og þar sem að Kristel hefur litla skoðun á þessu að þá deildu þær þessum dásamlega degi saman.
Lesa áfram „Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist“
You must be logged in to post a comment.