Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist

Kristel Nótt varð 1 árs 3 apríl síðast liðinn, við ákváðum að halda sameiginlegt afmæli sunnudeginum eftir afmælisdaginn hennar Kristelar.

Anja Mist missti af sinni afmælis veislu út af lungnabólgu sem hún fékk í nóvember sem er leiðinlegt út af því að það var lítið tala um annað ( það var samt haldið óvænt kaffi boð fyrir snúlluna um kvöldmatarleitið með þeim allra nánust þá var skellt í eina litla skúffu köku horft á Disney mynd og borðað stjörnu snakk þangað til hún lognaði út af)

Ef við lítum á björtu hliðarnar þá var allt klappað og klárt fyrir veislu út af því að við vorum búin að kaupa allar skreytingar fyrir afmælið, unicorn þema varð fyrir valinu og þar sem að Kristel hefur litla skoðun á þessu að þá deildu þær þessum dásamlega degi saman.

afmæli12

 

Lesa áfram „Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist“

Makkarónu bomba með karamellukurli og heslihnetum

Þessi dásemd hefur fylgt mér í mörg ár! Þetta er nefnilega einn af uppáhalds réttum mömmu minnar ( með smá tvist)

Uppskrift

Botn

 1. Makkakrónur – ég keypti þessar í krónunni
 2. setur í poka og kremur

Rjóma blanda

 1. 3 dl Rjómi
 2. 60 gr flórsykur
 3. 2 st eggjarauður
 4. Saxið rjóma súkkulaði með karamellukurli og heslihnetum

Þið byrjið á því að þeyta flórsykurinn og eggjarauðurnar saman, því næst er rjóminn þeyttur, þegar að það er búið er hrært súkkulaðinu og eggjablöndunni rólega saman við rjómann

 

Jarðaberjum er svo raðað ofan á rjóma blönduna

Súkkulaði hjúpur

 1. 200 gr suðursúkkulaði
 2. 1 dl  rjómi

Þetta er brætt saman og dreift yfir rjómablönduna og jarðaberin

Svo í lokinn er þetta allt toppað karamellu sósu

namm22

namm3

namm4

nammi5

namm66

namm8

namm9

namm10

gu

insta

Hvað á ég að mauka?

Já mér líður líka eins og það sé bara korter síðan Ólafía fæddist, en nú fer að styttast í það að hún verði sjö mánaða! Já sjö mánaða! Byrjuð að babbla, borða, standa(með hjálp) og berst við að læra skríða.

Það var svo auðvelt að stökkva bara út í bónus og kaupa skvísur fyrir hana, þurfa ekkert að standa í vinnuni við að gera maukinn. Fyrir um viku eða tveimur gaf mamma mér maukara, það kom mér á óvart hvað þetta var lúmskt gaman að gera sjálf og ekki skemmdi það fyrir að þetta var mikið ódýrara.

Ég byrjaði á að mauka bara sætarkarteflur, en hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að bæta við næst eða hvað væri gott saman.

Hér eru nokkrar hugmyndir af maukum fyrir barnið❤️

 • Sætarkarteflur, epli& bláber (Ólafía mælir með)
 • Avocadó&banani
 • Sætarkarteflur& gulrætur
 • Bananar, mangó& sveskjur
 • Brokkólí&blómkál
 • Bláber,epli& bananar
 • -Við höfum bleytt upp í maukinni með þurrmjólk og smjöri en líka hægt að nota stoðmjólk eða brjóstamjólk.
 • -það er ekkert barn eins og sumum börnum hentar betur að hafa þynnra mauk en þykkara og öfugt.
 • Svo höldum við áfram að prufa okkur áfram.
 • Ef eg hef verið á ferðinni finnst mér mjög þægilegt að hafa með mér skvísur og mæli 100% með Ella’s kitchen skvísunum.
 • -þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi-