Við gerðum upp íbúðina okkar

Í febrúar á þessu ári fjárfestum við í íbúð hér í Hveragerði. Við höfðum stuttu áður gert upp íbúð sem við áttum á Akureyri og hafði ekkert verið í frábæru standi en síðan skemmd af leigjanda.

Við þurftum að reyna að kaupa sem ódýrast og búa okkur til pening í eigninni með því að gera hana upp. Núna í júní settum við síðan á sölu og var eignin seld á sólarhring. Við erum búin að festa okkur annað húsnæði og því stutt í næsta ævintýri.

Við breyttum ýmsu í íbúðinni, skiptum um gólfefni, máluðum, færðum og skiptum um eldhús, lökkuðum alla gluggakarma, skiptum um slökkvara og innstungur, skiptum um skáp í forstofu og filmuðum fataskápa í svefnherbergjum.

Það var virkilega gaman að gera íbúðina upp, spá og skipuleggja framkvæmdir og síðan að vinna vinnuna. Við vorum einstaklega heppin með fólkið sem hjálpaði okkur en við fengum mikla aðstoð frá nokkrum af okkar nánasta fólki. Móðir mín er innanhússtílisti, systir mín að læra arkitektúr og pabbi minn er mikill alt muligt maður – ég sver pabbi kann allt eða svona nokkurn veginn, bróðir minn ætlar að verða lítill lærlingur pabba og duglegur að hjálpa til líka.

Það er frábært að eiga móður og systur sem hafa svona mikinn áhuga á því hvernig hlutirnir líta út og eru gerðir, þó svo að ég hafi nú samt fengið helling um hlutina að segja líka enda þrátt fyrir að vera með svipaðan stíl erum við ekki alltaf sammála. Jósef á síðan vin sem er lærður smiður og hann hjálpaði helling til líka. Mest vinnan var gerð á tæpum mánuði áður en að við fluttum inn og rest var gerð á stuttum tíma, enda ekki nema fjórir mánuðir síðan að við fengum afhent hér.

Eldhús

Búið var að breyta eldhúsinu í svefnherbergi og færa eldhúsið í stofuna. Við ákváðum að innsta herbergi hússins yrði að eldhúsi en þetta er þó ekki upprunalega eldhús hússins, það var í miðjunni og okkur fannst þetta meika meiri sense.

Herbergið er málað með salthvítum á veggjunum, gluggar lakkaðir hvítir með Blæ, fataskápurinn tekinn út, parketlagt og sett upp eldhús innrétting. Okkur fannst passa betur að opna eldhúsið aðeins en það var ekki hægt að taka vegginn í heild niður þannig að hurðin var fjarlægð, veggurinn fyrir ofan og við hliðina á hurðinni beggja vegna við.

Innréttingin er öll frá IKEA, upprunalega stóð til að reyna að nýta þá innréttingu sem var til staðar en hún var verulega illa farin og ekki nothæf, enda líka gömul innrétting og ekki hægt að bæta við hana enda eldri innrétting sem ekki er lengur í framleiðslu í þeim stærðum.

Eyjan er gerð úr efri skápum og borðplötu sagaðri til og sett utan um. Til þess að fá heildina til þess að vera hvíta var filmað þar sem sést innanverð borðplatan á eyjunni og fest hvít plata aftan á skápana.

Við áttum ekki mikið í framkvæmdasjóð og reyndum að gera hlutina ekki óþarflega dýra, hér þurfti því að velja og hafna svolítið en við erum ótrúlega ánægð með loka útkomuna. Ljósin eru gömul IKEA, ekki framleidd lengur og var annað þeirra í öðru herbergi áður og hitt fundum við í geymslunni. Við vorum heppin að einn af þeim ofnum sem passaði okkar fjárhagsáætlun var hvítur en það gerir mikið fyrir rýmið að hann skuli vera hvítur. Stálvaskurinn er án vaskaborðs og þar af leiðandi ódýrari en vaskaborðið hefði að öllum líkindum ekki litið vel út miðað við rýmið, auk þess sem það tekur af borðplássinu.

Núna í dag er búið að setja hvíta plötu aftan á eyjuna en það er eitthvað sem þurfti að smíða þar sem að IKEA framleiðir ekki fronta á 80×80 efri skápa, einungis stærst 80×60.

Barnaherbergi

Í herbergi barnanna var fremur lítið gert, gluggar lakkaðir, ljósakrónan tekin niður, málaðir veggir, parketlagt og filmaður fataskápur. Við ákváðum að hafa herbergið frekar einfalt enda svefnherbergi barnanna og við vildum nóg pláss til þess að hægt væri að leika sér.

Fataskápinn er búið að filma hvítan í heild núna, þó það hafi ekki verið á myndunum. Kommóðan hefur að geyma allt dót, föt og annað tengt börnunum. Fataskápurinn er fremur lítill og er að hluta til notaður undir geymslu og sem fataskápur Jósefs. Skápapláss í íbúðinni er kannski ekkert svakalegt en við þurftum ekki meira, upprunalega hugmyndin var að skipta um skápa en aftur þurfti að velja og hafna, þessir eru sérsmíðaðir og bara það að filma gerði helling, í raun svo mikið að eftir eina pabbahelgina dregur Maríus mig á milli herbergja að sýna mér nýju fínu fataskápana okkar.

Fjólublái liturinn á veggnum heitir Einiber frá Grojo. Draumur stráksins míns var að fá fjólubláan vegg í herbergið sitt og hann er jafnvel enn ánægðari með það núna hve dökkur liturinn er þar sem að hann virðist sjá brúnan tón í honum en það er nýji uppáhalds liturinn.

Mikið af því skrauti sem á veggjunum er hérna og legubekkurinn í stofunni eru dæmi um hluti sem að við fengum að láni frá foreldrum mínum. Það er að miklu leyti stráknum mínum að þakka enda smekkmaður með meiru og setti það sem skilyrði fyrir ömmu sinni að fá nokkra hluti með sér í láni, svona fyrst hann þurfti að flytja frá þeim.

Hjónaherbergi

Þetta herbergi er það sem upprunalega er eldhús sem skýrir fjölda röra en tengja þurfti vatn og annað frá þessu herbergi og inn í eldhúsið sem núna er eldhús.

Við fjarlægðum hillur og snaga, færðum og filmuðum fatskápinn sem var í núverandi eldhúsi hingað, parketlögðum, skiptum um rofa og innstungur. Glugginn var lakkaður líkt og annars staðar í húsinu og settur var framan á gluggakistuna plast til þess að jafna hana en hún hafði einhverra hluta vegna verið skorin af að hluta og fremur illa gert.

Liturinn á veggnum hér er Forest Green frá Grojo.

Á þessar myndir vantar yfirbyggingu yfir rör og parketlista en það náðist ekki fyrir myndun.

Stofa

Stofan og forstofan eru máluð með málarahvítum. Við fengum málningu að gjöf sem við nýttum á þessi rými þar sem að það magn af salthvítum sem við keyptum dugði ekki á alla veggi íbúðarinnar.

Þetta er það eldhús sem fyrir var í íbúðinni, innréttingin og tækin voru ónýt vegna lélegrar umhirðu en gaman er að segja frá því að þetta litla eldhússkot er upprunalega þegar byggt var eða amk. á einhverjum tímapunkti salerni. Húsið var nefnilega á einum tíma gistiheimili og við drógum þá ályktun að stofan sem er frekar löng hafi verið gangur, þetta meikar mikinn sense miðað við hve spes veggirnir eru í kringum þetta rými en mikið er um litla bita úr loftinu.

Hér sést betur veggurinn sem við tókum að hluta í burtu til þess að opna aðeins betur inn í eldhúsið.

Þetta rými máluðum við, fjarlægðum eldhúsið, parketlögðum, lökkuðum gluggakarma og svalahurð auk þess að skipta um slökkvara og innstungur.

Forstofa og hol

Forstofan var máluð, skipt um slökkvara og innstungur, parketlagt, fataskápurinn tekinn í burtu og settur hvítur fataskápur sem nær hærra upp, þó ekki alla leið til hliðar en hluti af því þar sem sláin er, er í dag autt pláss fyrir kerru eða snaga t.d.

Við tókum ekki mynd þar sem sást í ósköp einfalda PAX fataskápinn frá IKEA þar sem að á þeim tíma sem myndirnar voru teknar voru hurðarnar uppseldar. Jú hurðarnar ætluðum við að kaupa rétt eftir mesta covid tímabilið hér á landi og líkt og þeir sem að þurftu að standa í framkvæmdum eftir það tímabil vita reyndist erfitt að fá hina ýmsu hluti í IKEA þá.

Baðherbergi

Við máluðum baðherbergið með frystihúsamálningu, skiptum um blöndunartæki á vask og í sturtu, skiptum um sturtuhengi í hvítt bómullarhengi og settum upp stálstöng. Tókum síðan spegilinn, ljósið og hilluna sem var fyrir ofan vaskinn og settum upp speglaskáp með ljósi í staðinn. Skipt var um klósettrellustöng, handklæðasnaga og settur upp klósettbursti á vegginn, auk þess var skipt um slökkvara, innstungu og viftu í lofti. Plaströrið undir vaskinum var síðan málað í sama lit og veggurinn til þess að það stæði ekki jafn mikið út úr.

Á þessum myndum sést vel munurinn á þeim hvíta lit sem var fyrir á íbúðinni og salthvíta sem er á herbergjunum. Hvíti liturinn á fyrri myndinni er fremur gulleitur en salthvíti mun hvítari.

Þvottahús

Við gerðum í raun ekki mikið fyrir þvottahúsið. Við máluðum með frystihúsamálningu, skiptum um og færðum hillu auk þess sem við settum upp þurrkgrind. Ég mæli ekki beint með þurrkgrindinni, hún nýtist okkur best til þess að þurrka það sem er á herðatré. Ef við byggjum hér áfram væri þetta það rými sem ég hefði viljað breyta meira seinna meir.

Allar myndirnar í færslunni tilheyra fasteignasölunni Byr. Ég fékk góðfúslegt leyfi eiganda fasteignasölunnar til þess að nota þær, enda eru þær eign fasteignasölunnar.

Þangað til næst

Bíla“hacks“ fyrir ferðina

Nú hef ég verið í mömmubransanum í nokkur ár og hef fundið að bílferðir geta verið langdregnar og leiðinlegar fyrir krakka. Ég bý í Garðinum svo ferð til höfuðborgarinnar er meira að segja soldið bras en það sem ég hef fundið að léttir undir er.

*Hafðu nokkrar bækur innan handar fyrir börnin að skoða.

*Ef barnið þitt er botnlaust matargat eins og mín. Hafðu þá skipulagskassa í skottinu með ávaxtastöngum, cheerios+rúsínur í poka, svala/djús, skvísur og annað sem skemmist seint og er þægilegt að grípa í.

*Það er alltaf gott að hafa lítinn vatnsbrúsa við hendina.

*Alltaf hafa minnst eitt sett af fötum á allt liðið… maður veit aldrei hvað gæti skeð. (Þá meina ég mömmu og pabba líka)

*Sætis skipuleggjari er snilld! Ég á svona sem hægt er að smeygja spjaldtölvu í svo hægt sé að horfa á eitthvað.

*Ef þú átt snuddubarn – ALLTAF hafa auka snuð í hanskahólfinu.

*Bleyjur og blautþurrkur í skipulagsboxið… jafnvel ef þú ert ekki með bleyjubarn er gott að hafa alltaf blautþurrkur.

*Bílabingó er hægt að kaupa í flestum N1 stöðvum á sumrin og eru rosalega skemmtileg.

*Áttu gamalt dvd hulstur? Breyttu því í lita/föndur hulstur og hafðu í bílnum.

*Þetta er eitthvað sem á að vera í öllum bílum en alltaf hafa sjúkrakassa.

Meðganga með barn – að vita ekki kynið

Nú á ég tvö börn og hef prufað að vita og vita ekki kyn.

Mér persónulega fannst langt um skemmtilegra að vita ekki kyn barnsins því fyrir mér skiptir það engu máli. Ég hef ekki haldið kynjaveislu fyrir sjálfa mig og mun að öllum líkindum aldrei gera það, auðvitað þykir mér gaman að hjálpa vinkonum mínum að halda svoleiðis veislur og einnig að vita hjá þeim. Þetta er bara ekki það sama þegar kemur að manni sjálfum og auðvitað er það algjörlega persónubundið hvað hver vill gera.

Mér fannst ég ekkert tengjast dóttur minni minna eða meira en stráknum þó ég hafi aðeins haft grun um hvor kyns hún væri. Mér fannst ég ekkert meira eða minna undirbúin fyrir barnið þó að ég hafi ekki vitað kyn þess, því í grunnin kaupir maður allar sömu nauðsynjar fyrir bæði kyn. Öll þurfa þau bleyjur, samfellur, náttgalla, sokkabuxur, rúm, bílstól o.s.frv. eini munurinn hjá fólki sem veit kynið er að það velur kannski ekki eins hlutlausa liti (þið vitið bleikt fyrir stelpu og blátt fyrir stráka „kynjalitir“ og allt það)

En alls ekki taka því þannig að mér hafi þótt eitthvað leiðinlegt að vita kynið með strákinn. Auðvitað var það æði líka, það er rosalega gaman að ímynda sér framtíðina með það ákveðna barn. „Vá hvað ég ætla að kaupa krúttlegustu töffaraföt EVER á HANN“ „Jesús hvað hann á eftir að vera sætastur í þessum jakkafötum“ og annað vakti mikla kátínu hjá þessari verðandi mömmu. En af sama skapi þá fannst mér ekkert lítið gaman að ímynda mér bæði með Alparós. „Ómæ hvað SB á eftir að vera krúttlegasti stóribróðir í heimi, passandi litlu systir sína eins og demant“ „Vá hvað það væri gaman að hafa bræðurna í alveg eins fötum“

Málið er að sama hvors kynsins maður „óskar“ þá óskar maður einskis meira en að barnið verði heilbrigt og hamingjusamt! Það er ekkert sem maður getur gert til að breyta uppskriftinni þegar bollan er þegar í ofninum og því skiptir mig höfuðmáli að barnið fæðist heilbrigt með 10 fingur, 10 tær, 2 augu, nef og munn… ekkert toppar það á forgangslistanum!

Síðast en ekki síst þá er ég ein af þeim sem þolir ekki „kynjagjafir“ eða þ.e.a.s gjafir aðeins ætluð öðru kyninu. Alparós var mikið í batman, superman og öðrum „strákafötum“ því mér bara fannst það sætt!

Börn hafa ekki hugmynd í hverju þau eru svona ný, af hverju ekki bara nýta það til þess að hafa þau snyrtileg, í þægilegum fötum sem þér finnst falleg… þú færð ekkert um það valið seinna meir!

Annars þá er fyndið að segja frá því að maðurinn minn veit kyn þessa barns sem nú er í ofninum og vinir mínir eru forvitnari en ég yfir hvor kynið sé á leiðinni… en þau verða bara að bíða eins og allir aðrir.

Að hafa hug og líkama á sama stað

Orðið núvitund er eitthvað sem margir, ef ekki allir, hafa heyrt minnst á en eflaust ekki allir sem skilja hvað átt er við með því. Hvað er núvitund og afhverju ætti ég að tileinka mér hana?

Núvitund felst í ýmsum hugsunum og athöfnum sem hægt er að iðka í raun hvar sem er. Margir virðast misskilja núvitund sem athöfn sem eigi sér eingöngu stað þegar maður situr eða liggur einn með sjálfum sér. Það er, jú, ein leið en ég tel mikilvægara að taka núvitundina með sér inn í hvern einasta dag. Að fara frammúr á hverjum morgni með það í huga að hafa athyglina einungis á því sem þú ert að gera, hér og nú. Að hugurinn og athyglin sé ávallt samtaka líkamanum. Það eru eflaust allir sem lesa þetta sammála þessu en ég leyfi mér að fullyrða að einungis örfáir lifa eftir þessu í raun og veru.

Við erum alltof gjörn á að leyfa huganum að reika milli fortíðar og framtíðar og er ég engin undantekning þar. Ég ranka reglulega við mér, jafnvel bara á meðan ég er að gefa Arndísi Lilju að borða, á meðan ég er að elda eða í skólanum, þar sem ég hef kannski verið að velta því fyrir mér í hverju ég ætli í afmælið hjá vinkonu minni næstu helgi eða hvað ég ætli að gera eða segja í ákveðnum aðstæðum sem hafa ekki enn átt sér stað. Í hvert einasta skipti sem ég gríp mig við þessar hugsanir reyni ég að minna sjáfa mig á að passa mig að spá ekki svo mikið í því sem er búið að gerast eða á eftir að gerast, að ég láti dýrmæt augnablik fara í áhyggjur af framtíð eða fortíð.

Auðvitað er gott að skipuleggja sig og að plana fram í tímann, en maður þarf að gera greinamun á því sem er eðlilegt að skipuleggja og því sem er best að leyfa bara að gerast, án nokkurs undirbúnings.

Með því að vera meðvituð um og þjálfa okkur í núvitund, lærum við að kúpla okkur frá þessu ,,autopilot“ ástandi sem við erum oft í og öðlumst þannig aukna meðvitund um okkur sjálf og umhverfi okkar.

Ég er svo lánsöm að hafa átt mömmu sem kynnti mig fyrir og kenndi mér að reyna mitt besta til að tileinka mér núvitundina og finnst mér því vel við hæfi að ljúka þessum pistli á nokkrum af hennar orðum, sem hafa komið sér svo ótrúlega vel á annasömum jafnt sem ekki-svo-annasömum dögum:

,, . . . núið er (hér) lykilatriði og það kostar stanslausa þjálfun að komast þangað í alvörunni en ekki bara í formi frasa. Þannig finnst mér að það ætti að vera hjá okkur öllum. Við eigum að staldra við, minnka hraðan, slaka á kröfum á okkur sjálf, börnin okkar og aðra í kringum okkur, stoppa, hlusta, horfa, snerta og nota alla skynjun í að njóta lífsins.“

Fæðingarsaga x2

Hér kemur fæðingarsagan hennar Sóllilju sem fæddist 20. apríl 2015 en settur dagur var um miðjan júní. Hún fæddist á 32. viku og var 8 merkur. Ég skrifaði þennan texta fljótlega eftir að ég átti hana og ætla bara að leyfa honum að standa óbreyttum:

„Fæðingarsagan mín:

Meðgangan gekk frekar brösulega hjá mér og fyrstu mánuðina ældi ég nánast alla daga og endaði á að taka inn póstafen eftir að hafa verið lögð inn á spítala 2x með vökva í æð. Um sama leiti og ógleðin lagaðist byrjaði ég að fá grindargliðnun sem varð svo slæm að ég þurfti að minnka niður í 50% vinnu strax í janúar. En þrátt fyrir mín veikindi dafnaði krílið vel og stóðst allar skoðanir. 

Þegar ég var komin 32 vikur fór ég að taka eftir því að ég var komin með mikinn bjúg, sjóntruflanir og höfuðverk. Ég átti tíma í mæðravernd eftir helgi en ákvað samt að fara uppá fæðingardeildina á Akureyri (þar sem ég bý) á fimmtudegi og láta kíkja á mig. Blóðþrýstingurinn var mældur og hann var allt of hár. Þá var ég sett í rit og svo í sónar og læknir tilkynnti mér að ég væri komin með meðgöngueitrun. Hann reiknaði með að barnið þyrfti að koma mun fyrr í heiminn, en í sónarnum sást að krílið var í réttri stærð og því staðfest að það myndi spjara sig. Ég fékk sterasprautur til að barnið myndi þroskast hraðar og var lögð inn.

Á laugardegi komu ljósmæður og fæðingarlæknir og ræða við mig um versnandi ástand mitt. Þau ákváðu að senda mig suður með sjúkraflugi strax sama dag til öryggis þar sem ekki má taka á móti börnum fyrr en eftir 34 vikur á Akureyri. Kærastinn minn var í vinnunni þegar þetta gerðist en kom svo keyrandi suður daginn eftir (sunnudag).

Á sunnudeginum varð ég veikari og veikari með hverjum klukkutímanum og komin með hræðilega mikinn bjúg og svo slæman höfuðverk að mér varð óglatt. Um kvöldið þegar kærastinn minn er nýfarinn frá mér til að fara að gista hjá ættingjum sínum þá komu læknar og kíktu á mig. Þeir ákváðu strax að fara með mig upp á fæðingardeild og þar var ég sett af stað. Ég var orðin svo veik og stressuð að ég byrja að æla og skjálfa. Èg hringdi í kærastann minn og hann kom strax til mín og svo hringi ég í mömmu sem var á Akureyri og ætlaði að koma suður daginn eftir til að geta verið viðstödd fæðinguna. Ég sagði mömmu að þetta væri bara að fara að gerast og hún lofaði að leggja af stað suður eldsnemma morguninn eftir. Um miðnætti var mér gefin tafla til að setja mig af stað en á sama tíma var mér sagt að þetta gæti endað í keisara svo að ég mátti hvorki borða né drekka alla fæðinguna. Það var settur upp þvagleggur hjá mér og svo fékk ég næringu og magnesíum í æð. Ég byrjaði að fá vægar hríðir en fékk ógleðislyf og verkjalyf þannig ég náði að sofna milli hríða. Kl. 4 um nóttina var belgurinn sprengdur og þá urðu hríðirnar verulega harðar. Ég fékk mænudeyfingu en læknirinn var mjög lengi að setja hana upp og ég var alveg að deyja á meðan. Loksins klárar hann og fer en aldrei minnka verkirnir heldur aukast þeir bara og aukast. Þá hafði mænudeyfingin mistekist og það þurfti að setja hana upp aftur. Þarna var ég komin með nánast stanslausar hríðir og farin að finna mikinn þrýsting þannig að það var virkilega erfitt að sitja og fá aftur deyfingu. 

Þegar það var loksins búið var ég komin með fulla útvíkkun og mátti byrja að rembast. Mænudeyfingin var svo nýkomin í að hún var ekki byrjuð að virka fyrr en á sama tíma og hausinn var að koma út. Ég notaði gas á lokasprettinum en það hjálpaði mér að anda djúpt og hafa stjórn á verkjunum. Kl. 7:34 kom litla daman í heiminn, 8 merkur og þrátt fyrir að vera fyrirburi fékk ég hana samt strax í fangið og fékk að hafa hana smá stund. Hún var ótrúlega mannalega og byrjaði strax að gráta. Pabbi hennar klippti á naflastrenginn og svo var farið með hana uppá vöku. Þá tók við að fæða fylgjuna sem gekk mjög vel og svo þurfti að sauma aðeins. Ég var orðin svo þyrst og skrælnuð í hálsinum að ég gat ekki hugsað um annað en vatn á þessum tímapunkti. Loksins mátti ég drekka og ég tilkynnti öllum á fæðingarstofunni það að þetta væri besta vatn sem ég hefði smakkað! Þar sem ég var mjög veik sofnaði ég strax og þetta allt var búið og vaknaði ekki aftur fyrr en seinnipartinn. Þá var mamma komin og ég fékk að fara með henni í hjólastól á vöku og kíkja á krílið. Ég var mjög glæsileg með þvagpoka í fanginu, í netanaríum með bleyju undir mér og lak yfir mér og svo fylgdi mér standur með næringu og magnesíum í æð. 

Svo var farið með mig aftur í fæðingarherbergið og þar var ég undir stöðugu eftirliti í sólarhring. Loksins um kvöldið mátti ég fá mér eina ristaða brauðsneið en ég var orðin mjög svöng enda ekki búin að borða í sólarhring. Ég sofnaði svo aftur og vaknaði á þriðjudagsmorguninn. Þá fór Sigfús með mig í hjólastól inná vöku og ég fékk að halda á stelpunni minni en hún var strax komin úr hitakassa og í vöggu. Hún gat andað alveg sjálf og var ekki tengd við nein tæki nema súrefnismettunarmæli. Seinna um daginn var ég flutt niður á sængurkvennadeildina og fékk loksins að losna við þvaglegginn og fara í sturtu. Vá hvað það var gott en samt var ég svo slöpp að það leið næstum yfir mig í sturtunni. 

Lillan var áfram á vöku og ég var í fullu starfi að mjólka mig og gefa henni í gegnum sonduna og eftir nokkra daga fór hún að reyna að taka brjóstið en það er erfitt að sjúga þegar maður er svona voðalega lítill. Tæpri viku eftir fæðinguna var ég útskrifuð og afþví að lillan var svo dugleg þá fengum við að flytja með hana í fjölskylduherbergi á vöku en þar erum við núna og fáum líklega að fara heim í næstu viku. 

Þessi fæðing gekk ótrúlega vel miðað við hversu veik ég var en hinsvegar er rosalega erfitt að ætla að kíkja uppá spítala í smá tjékk sem endar svo með því að þú færð ekki að koma heim aftur fyrr en barnið þitt sem átti að koma í júní er fætt! En sem betur fer höfum við fengið mikla hjálp og tengdaforeldrar mínir eru búnir að þrífa og taka til heima hjá okkur á meðan mamma mín fer út um alla Reykjavík að versla allt sem vantar fyrir lilluna, brjóstagjöfina og mig sjálfa. 

Ég á mjög erfitt núna, er svo ofsalega hrædd um lilluna mína því hún er svo lítil og viðkvæm. Hórmónarnir eru líka alveg á fullu þannig að það þarf ekki mikið til þess að ég fari að gráta. Ég á sennilega eftir að vera mjög nojuð mamma sem ofverndar barnið sitt haha en það er alveg örugglega eðlilegt eftir þessa lífsreynslu!“

Þetta skrifaði ég 19 ára gömul og nýbökuð móðir, þetta var erfiður tími fyrir mig og eftir á að hyggja er ég nokkuð viss um að ég hafi fengið fæðingarþunglyndi. Ég var mikið ein með hana og einangraði mig frá umheiminum enda dauðhrædd um að hún myndi smitast af öðru fólki og verða lífshættulega veik því hún var svo mikill fyrirburi. Þess vegna fór ég lítið út og hitti fáa fyrstu mánuðina sem olli mér mikilli vanlíðan. Ég lenti líka í skelfilegu atviki fljótlega eftir að við komum heim eftir alla spítaladvölina sem hafði mikil áhrif á mig.

Ég var ein heima með Sóllilju og var að gefa henni brjóst, ég satt uppí sófa með hana og fann svo að hún hættir að drekka og liggur bara kjurr. Vegna þess hvað hún var lítil þreyttist hún fljótt á að drekka og ég þurfti oft að ýta við henni til að fá hana til að drekka meira því hún sofnaði annars bara á brjóstinu. Ég fór því að reyna að ýta við henni en fékk engin viðbrögð, þá tók ég hana af brjóstinu og við mér blasti hræðilegasta sjón sem ég hef nokkurtíman séð. Barnið mitt var líflaust í höndunum á mér, hún var blá í framan og meðvitundarlaus og þessi mynd er brennd inní hausinn á mér og verður það örugglega að eilífu. Hún var svo ofboðslega lítil og viðkvæm, og þarna var ég alveg viss um að hún væri dáin. Ég lyfti henni upp og hausinn á henni valt niður, hún var algjörlega máttlaus og andaði ekki. Ég man ekki nákvæmlega atburðarásina í framhaldinu af þessu, en ég man að ég reif upp símann og hringdi í neyðarlínuna og á sama tíma og ég var í símanum að útskýra hvað var að fór ég með Sóllilju að opnum glugga, sló á bakið á henni og lét blása kaldan vind á hana. Hún byrjaði þá að hósta upp mjólk og fékk strax aftur eðlilegan lit. Hún var komin aftur með meðvitund og á sama tíma ruddust inn í íbúðina sjúkraflutningamenn, læknir og löggur. Ég stóð með hana í fanginu gjörsamlega útúr heiminum af skelfingu og fyrir utan íbúðina var sjúkarabíll, löggubíll og bráðalæknabíll allir með blikkandi ljós og sírenur. Við fórum uppá spítala og Sóllilja var rannsökuð öll alveg í þaula. Það kom aldrei nákvæmlega í ljós hvað var að, en læknarnir telja að hún hafi einfaldlega gleymt að kyngja, sofnað með mjólk ofaní sér og hætt að anda. Það þarf svo rosalega lítið til hjá svona litlum fyrirburum, þau geta hreinlega bara gleymt að anda og þá þarf að ýta við þeim svo þau ranki við sér. Sem betur fer gerðist þetta bara einu sinni og Sóllilja er fullkomlega heilbrigð, en þetta er reynsla sem ég óska engu foreldri að lenda í.

Hér kemur svo fæðingarsagan hennar Maísólar sem fæddist 17. maí 2017 á settum degi og var 16 merkur eða nákvæmlega helmingi þyngri en Sóllilja var, sem mér finnst alveg mögnuð staðreynd.

Síðustu vikurnar af meðgöngunni hafði ég verið að fá mikla samdrætti og fyrirvaraverki og verandi með lítið barn (Sóllilja var bara ný orðin tveggja ára þarna) var ég orðin mjög þreytt á að vera ólétt. Ég reyndi allskonar ráð sem ég sá á netinu, ég drakk hindberjalaufste í lítratali, borðaði fleiri fleiri kíló af ferskum ananas, gerði allan mat extra sterkan, fór í kröftuga göngutúra og ég veit ekki hvað og hvað. Kvöldið fyrir settan dag sat ég uppí sófa með fulla skál af ferskum ananas (eins og vanalega) og píndi hann ofaní mig, en ég var búin að borða svo mikið af ananas að ég var komin með sár inní munninn og það var orðið mjög vont að borða hann. Þá byrjaði ég að fá samdrætti og þeir voru mjög reglulegir og frekar stutt á milli. Ég fór uppí rúm rúmlega 22 og ætlaði að reyna að sofna en þá missti ég vatnið. Þar sem barnið var óskorðað þurfti ég að leggjast niður og hringja á sjúkrabíl og svo lá ég eins og illa gerður hlutur og beið. Á þessum tíma bjuggum við í tveggja hæða íbúð með bröttum stiga og ég var á efri hæðinni. Sjúkraflutningamennirnir sem komu fyrst gátu ekki flutt mig liggjandi á börum niður stigann þannig að þeir þurftu að hringja á annann sjúkrabíl og svo voru þeir fjórir saman og Sigfús líka að reyna að brasa við að koma mér niður stigann.

Við vorum komin uppá spítala um kl. 23 og fórum beint á fæðingarstofu. Þar var ég skoðuð og var komin með slatta í útvíkkun, man ekki nákvæmlega hvað, og allt gerðist mjög hratt. Ég vildi fá mænudeyfingu en það var orðið of seint því ég var komin svo langt í fæðinguna, þannig ég stóð bara með hitapoka á mjóbakinu, hallaði mér yfir rúmið og öskraði mig í gegnum hríðarnar. Ég var orðin ógeðslega þurr í hálsinum og að drepast úr þorsta þannig ég sendi Sigfús fram með vatnsbrúsa að ná í vatn, þegar hann kom til baka reif ég brúsan af honum og byrjaði að þamba, þá var þetta sódavatn en ekki venjulegt vatn og ojj hvað það var ógeðselgt. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn reið við Sigfús eins og þarna, ég man ennþá eftir því hvað ég varð reið hahah! En eftir aðeins örfáar hríðar var ég farin að finna svakalegan þrýsting og ég bókstaflega fann hvernig hausinn á barninu mjakaðist neðar og neðar. Ég var komin með rosalega mikla rembingsþörf en var ekki búin að klára útvíkkunina alveg þannig að ég þurfti að bíða aðeins með að rembast og ég held að það hafi verið erfiðasti parturinn af fæðingunni. Að þurfa að rembast en berjast á móti því, það er alveg virkilega erfitt og óþægilegt. En sem betur fer gekk þetta alveg rosalega hratt og þegar ég mátti byrja að rembast tók þetta bara örfáar mínútur.

Klukkan var ekki orðin 01 þegar Maísól kom í heiminn, og við vorum komin uppá spítala um kl. 23 þannig fæðingin tók ekki nema rétt tæpa tvo tíma frá byrjun til enda. Þrátt fyrir svakalega snögga fæðingu og 16 marka barn þá rifnaði ég ekkert. Maísól fæddist hinsvegar með nafnlastrenginn tvívafinn utanum hálsin og var mjög blá og það var kallaður út barnalæknir til að skoða hana en sem betur fer var hún stálhraust og ég fékk hana í fangið um leið og búið var að skoða hana.

Ég á semsagt tvær gjörólíkar fæðingar að baki, en tvær heilbrigðar og fullkomnar stelpur.

Viljiði sjá hvað Sóllilja er glöð að sjá litlu systur sína í fyrsta skiptið? Þessi mynd bræðir !

Þar til næst

Glódís

https://www.instagram.com/glodis95

Top Picks; fyrsta ár barnsins

Nú fer að líða að eins árs afmæli Arndísar Lilju (?!) og hefur þetta ár verið afar viðburðarríkt. Verandi okkar fyrsta barn, lærðum við heilmikið um hvað þarf og hvað er óþarfi. Auðvitað eru öll börn ólík og þarfir þeirra misjafnar, en mig langar samt sem áður að deila með ykkur þeim fatnaði, hlutum og ráðum sem reyndust okkur vel … eða ekki svo vel.

 • Buxur með áföstum sokkum úr H&M (nei, ekki sokkabuxur)
  Þegar Arndís Lilja var nýfædd, þótti okkur hún svo lítil og brothætt og vorum við heldur smeik við að fara að troða henni í sokkabuxur og buxur yfir það, og allir sokkar runnu strax af litlu fótunum hennar. Þegar við loksins komumst að þessari snilld… vá! þvílíka himnasendingin sem þetta var! Einfaldaði helling fyrir okkur og sá til þess að halda táslunum hlýjum.
 • TIP: bleyjur
  Við notum bleyjur frá Libero og elskum þær! Fyrstu vikurnar prufuðum við þó nokkrar gerðir til að finna hvað henntaði okkur best. En eftir að hafa gert mér grein fyrir magninu af bleyjum sem börn fara í gegnum, eru taubleyjur/fjölnota bleyjur klárlega eitthvað sem ég myndi vilja kynna mér næst.
 • Brjóstapúði
  Persónulega, notaði ég brjóstapúðann ekki neitt. Fannst langbest að hafa bara kodda undir hendinni þeim megin sem hausinn hvíldi.
  Annað.. ef þú ætlar þér að nota brjóstapúða gerðu sjálfri þér greiða og keyptu púða sem hægt er að taka utan af og þvo – ég feilaði þar
 • TIP: Mexíkanahattar og Gjafahaldarar/bolir
  Fyrir ykkur með barn á brjósti … mexíkanahattar og gjafahaldarar/bolir gjörsamlega bjargaði okkur. Brjóstagjöfin gekk nokkuð illa fyrstu dagana og notuðumst við mikið við hattinn. Einnig get ég mælt með því að hafa gjafahaldara með upp á fæðingardeild þar sem þú verður líklegast látin vippa júllunum út nokkuð reglulega. Mínir uppáhalds eru úr lindex.
 • Rafmagns Brjóstapumpa
  Ég keypti mér ekki rafmagns brjóstapumpu fyrr en Arndís var orðin allavega mánaða gömul. Ég átti handpumpu frá því hún fæddist en varð fljótt þreytt á því að nota hana þegar ég var að mjólka mikið – til dæmis fyrir einhver tilefni eða ef hún var að fara í næturpössun. Ég keypti Lansinoh brjóstapumpuna og hefur hún reynst okkur þvílíkt vel.
 • Lansinoh Mjólkursafnari
  Þetta er vara sem ég vissi ekki af fyrr en fyrir mjög stuttu og vildi óska að ég hefði frétt af henni fyrr! Mjólkursafnarann seturu á brjóstið þeim megin sem ekki er verið að drekka úr og hann myndar sog og getur safnað mikilli mjólk sem er svo hægt að frysta eða gefa samdægurs í pela og jafnvel fá maka til að létta undir og gefa pelann á móti þess sem þú gefur brjóstið – sérstaklega fyrstu vikurnar þegar barnið er sett frekar ört á brjóstið.
 • Ella’s Kitchen Vörurnar
  Þegar arndís fór að byrja að smakka fasta fæðu í kringum 6 mánaða, versluðum við mikið (og gerum enn) vörur frá Ella’s Kitchen.
  Þar er vöruúrvalið mikið og allskonar sniðugt sem hægt er að gefa þeim til að kynnast ýmsum brögðum og áferðum. Í uppáhaldi hjá okkur eru melty puffs/melty sticks og skvísur í hálfum stærðum miðað við þær venjulegu – sérstaklega til að byrja með þar sem þau borða þá minna í einu = minna fer til spillis.
 • Brjósta bakstur
  Að lokum langar mig að segja ykkur frá vöru sem ég hef ekkert þurft að styðjast við en veit að margar þurfa þess eða velja að gera það. Brjósta-bakstur getur komið sér mjög vel í brjóstagjöf, hann er hægt að nota bæði heitann og kaldann en púðarnir máta sig vel að bæði lögun brjósta og brjóstapumpu. Baksturinn getur hjálpað að koma jafnvægi á mjólkurframleiðsluna sjálfa m.a. með því að nota baksturinn heitan fyrst til að koma af stað rennsli og kaldan eftir gjöf til að draga úr stálma.

Þangað til næst, Rakel Eyjólfs

*þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

Barneignir á unglingsárum

Sama á hvaða aldri, þá fylgir því mikil ábyrgð að eiga barn og getur maður í rauninni lítið gert ráð fyrir einu eða neinu hvað varðar þetta ábyrgðarhlutverk. Að eignast barn á framhaldsskóla aldri verður til þess að þroski, agi og skipulag þarf að aukast verulega.

Ég varð ólétt í byrjun seinasta árs, þá á annari önn í framhaldsskóla. Ég, verandi sennilega mesti þrjóskupúki landsins, lét það lítið á mig fá og hélt að sjálfsögðu áfram í skólanum (og geri enn). Ég minnkaði við mig og sótti um frjálsa mætingu sökum aðstæðna. Það gekk, og gengur enn, glimrandi vel, og stefnum við á að halda áfram á okkar striki.

Ég fæ reglulega spurningar á borð við hvernig þetta gangi allt saman upp og hvað hafi breyst. Ég lít svo á að ekkert hafi breyst, heldur hafi einungis eitthvað bæst við ❤ Frá því við komumst að því að lítil baun væri í bumbu, höfum við verið að safna og leigjum nú litla íbúð. Við erum bæði í námi og stefnum á háskólann að því loknu. Að vera móðir, kærasta, námsmaður og að viðhalda fjölskyldu- og félagslífi getur verið krefjandi. Maður þarf að kunna að velja og hafna – þá sérstaklega hvað félagslífið varðar. Sumu get ég einfaldlega get ekki tekið þátt í og annað þarfnast mikillar fyrirvara, sem gjarnan er ekki til staðar en það er líka allt í lagi. Þetta snýst allt saman um hugarfar.

Ég hef tamið mér að skipuleggja mig ekki of langt fram í tímann, heldur reyna að horfa á hvern dag fyrir sig. Stelpuskottið fær ekki pláss hjá dagmömmu sem veldur því að þetta er allt saman aðeins meira púsluspil en hjá mörgum, en einhvernveginn passar hvert púsl, á endanum, við annað.

Þarfir dóttur minnar eru og munu alltaf vera í fyrsta sæti en á sama tíma og ég reyni mitt besta að leggja mig 100% fram í móðurhlutverkinu skiptir líka máli að ég gefi mér tíma bæði í sjálfa mig og kærasta minn. Það getur oft verið erfitt og stundum hef ég þurft að staldra við og minna sjálfa mig á að samviskubit yfir því að hugsa um sjálfa sig er ógilt – ég er ekki sjálfselsk fyrir það. Til þess að allt gangi sem best fyrir sig er nauðsynlegt að taka sér pásu af og til, anda inn og út og halda deginum svo áfram. Þrátt fyrir að ég sé ung, er í raun ekkert öðruvísi við okkar stöðu (burt séð frá aldri) en hjá öðrum foreldrum.

Þetta gengur þó fyrst og fremst allt eins og gerir vegna þess að ég, ásamt kærasta mínum og fjölskyldu reynum okkar allra besta og leggjum við allt okkar að mörkum til þess að létta undir hvert með öðru. Að stunda nám, eiga barn, vera á leigumarkaði og gefa sér tíma í sjálfan sig er mikil vinna en, í lok dags, algjörlega þess virði.

Þangað til næst, Rakel

Ýsa með kanilsætkartöfumús

Hver elskar ekki fisk? Fiskur er að minnstakosti 2 í viku á þessu heimili og skammast ég mín ekki fyrir að segja að oft er fiskur jafnvel 2 á dag, þetta er ein af þeim uppskriftum sem sjaldnast er afgangur af. Þessi réttur er mein hollur og guðdómlega bragðgóður!

Fiskur

 • Ýsa bein & roðlaus
 • Papriku krydd
 • hvítlaukskrydd
 • Herbamare sjávarsalt með lífrænum jurtum
 • pipar eftir smekk
 • olivolia

( Einnig er dásamlegt að baka Ýsuna uppur rauðu pestói)

Hitið ofninn í 180 og bakið fiskinn í 25 mín.

Sætkartöflumús með kanil

 • 2 veglegar sætkaröflur
 • Kanill 1 tsk
 • Örlítið af salti

Aðferð

Þið byrjið á því að skola sætkartöfluna, skerið hana svo til helmings og setjið í álpappír og lokið fyrir, svo fer þetta inní ofn við 180 c  60 mín! kartaflan á að vera vel lin, þá er bara ekkert eftir nemað taka sætkartöfluna úr álpappírinum, auðvelt er að taka skinnið af kartfölunni! svo bætið þið við þurefnunum úti og hrærið/ stappið.

Salat

 • Klettasalat 1 poki (klettasalat er möst með þessum fisk rétt)
 • gúrka
 • paprika
 • tómatar
 • fetaostur (ég spara hann ekki haha)

Þá er það bara að njóta

Þangað til næst

 

guinsta

 

 

 

Nærandi fyrir húð og hár – Sexy hair

Ég hef verið að leita mér að vöru sem nærir bæði húð og hár, er auðveld og þægileg í notkun.

Flestir sem þekkja mig vita að ég vel þægindi oftast umfram allt! ég elska bað tíman minn þó svo hann er oftast ekki langur enda bíða gormarnir mínir æstir við hurðina eftir mömmu sinni en þá er eins gott að hafa hraðar hendur og  get ég sagt ykkur að þessi viðbót er vægast sagt velkomin inní mína eftir bað rútínu

Lyktin af þessu er vægast sagt guðdómleg, spreyið sem um er að ræða heitir, Rose elixir inniheldur rose og almond oil,  spreyið nærir hárið og kemur í veg fyrir að háraliturinn dofni einnig er hægt að spreygja Rose elixir á líkaman til að gefa húðinni rakan sem húðin þarf á að halda!

har1

Ég hef verið að nota Rose elixir núna daglega í dágóðan tíma og hefur það reynst mér ákaflega vel.

Einnig hef ég verið að vinna með Color lock hairspreyið úr sömu línu en það sprey  hentar mínu hári fullkomlega það gefur hárinu gljáa og miðlungs stífleika sem endist út kvöldið já eða daginn! allt sem er þægilegt og fljótlegt þar er ég! þegar að ég hef lítinn sem engan tíma finnst mér gott að geta hent hárinu upp í snyrtilegt tagl spreyja örlítið yfir svo ég líti ekki út eins og reitt hæna þegar að ég hef daginn minn!

Þessi færlsa er unnin í samstarfi við HÁRVÖRUR.IS

Þangað til næst

 

guinsta

Láttu hár þitt falla.

Eins og glöggir lesendur kannski vita þá á ég þrjár stelpur. Og það sem fylgir þessum stelpum er hárvöxtur á ljóshraða, svona svipað og á sjálfri mér. Svo mig langaði til þess að sýna ykkur hárstaðalbúnað heimilisins sem ég tel vera algjöra nauðsyn þar sem allar stelpurnar hafa mismunandi gerðir af hári.

Byrjum á hárburstanum!

Við allar notum þessa gerð af hárbursta frá childs farm. Hann minnir mig svolítið á hárbursta fyrir hesta en þessi tekur út allar flækjur sem ég hef séð í hárinu á stelpunum. Það eina sem þarf að passa sig á með þennan er að ýta honum ekki of fast inn í hárið því þá getur hann klórað rótina. Ég hef ekki rekist á hann ennþá út í búð (hef svosem ekki verið að leita neitt sérstaklega) en við fengum þennan að gjöf í sumar frá childs farm.

Teygjur!

Þessar teygjur eru klárlega eitthvað sem mer finnst nauðsyn að eiga! Sérstaklega þar sem eg er með tvö leikskólabörn á sitthvorri deildinni og svo annað í grunnskóla, svo smit-staðirnir eru ansi margir. Bæði ég og stelpurnar notum þessar teygjur og enn sem komið er hef ég ekki fundið neina pöddu. Sjö, níu, þrettán!

Þessar teygjur eru sérstaklega komnar á markað til að koma í veg fyrir lúsasmit. Þær búa yfir náttúrulegum efnum sem veita forvörn gegn lúsasmiti. Prófanir hafa sýnt að í 95% tilvika kemur hún í veg fyri lús og hver teygja virkar í allt að tvær vikur! Þær koma 4 í pakka svo ég hef einn pakka fyrir okkur allar sem mér finnst algjör snilld. Lyktin af teygjunni er frekar sterk við fyrstu notkun en venst fljótt (persónulegt álit!). Teygjan virkar strax og hún er komin í hárið og er sérstaklega prófuð með tilliti til húðsjúkdóma. Tvær af stelpunum hjá mér fá hræðilegt exem í höfuðið a veturnar og þær hafa ekki orðið fyrir neinum óþægindum af teygjunum. Ég mæli með að tryggja sér pakka fyrir hvert heimili og þá sérstaklega margra barna heimili. Við fengum lús á heimilið í fyrra og kostnaðurinn og tímafrekjan sem fór í það að losna við hana var hryllilegur. Teygjurnar er hægt að nálgast á morgum stöðum, apótekum og einhverjum hárstofum. Ég fæ mínar í MODUS smáralind.

Flókasprey.

Aftur komum við að childs farm, eg hef notað þessar vörur lengi og held að ég eigi allt sem hægt að fá hjá þeim. Nema stóru brúsana sem eru nýkomnir.. Ég fer að nálgast þá bráðlega. En þetta flókasprey nota eg aðallega í þá elstu. Hún er með þykkt hár og stundar einnig fimleika svo hún þarf oftar greiðslu heldur en aðrir a heimilinu. Þetta hefur tea tree olíu sem kemur einnig í veg fyrir lús (skynjiði lúsahræðsluna?) en lyktar dásamlega. Þetta sprey fæst í hagkaup og flest öllum apótekum, ásamt örugglega fleiri stöðum án þess að ég ætli að fara að alhæfa eitt né neitt.

Ég nota engin sjampó í hárið á stelpunum ennþá en ef ég nauðsynlega þarf þess þá nota eg sjampóin frá childs farm. Þetta eru þeir þrír hlutir sem ég tel mikilvægast að eiga fyrir garðabrúður en þó ekki þeir einu. Allar stelpurnar eru með frekar sítt hár svo her er til nóg af gersemum. Svo ég nefni eitthvað:

 1. Litlar gúmmíteygjur. Þær nota eg aldrei nálægt hársverðinum heldur aðeins í fléttur.
 2. Greiða. Bara svona venjuleg greiða með litlu bili og storu biki a sitthvorum endanum. Finnst algjort möst að eiga þannig fyrir afmælisgreiðslur, keppnisgreislur og bara þegar það þarf að gera skiptingu í hárið.
 3. Scrunchie. Ef ég er að skrifa þetta rétt en þetta eru teygjur sem hafa efnisbúta utan um sig og voru vinsælar í þá gömlu góðu daga. Þær virðast vera koma með eitthvað comeback en eg nota þær aðallega í fimleikabarnið.
 4. Hárolía. Eg nota þetta aðeins á miðjuna. En hún er með meðalþykkt hár en krullaða enda sem getur endað í lönguvitleysu. Eg nota maroccan oil í hana.
 5. „Bara“ teygjur. Svo eigum við náttúrulega endalaust af „bara“ teygjum. Eg kaupi þær oftast í bónus en í minni bónus fæ ég frekar litlar teygjur sem ég nota í hársvörðin a þeim stuttu.

Enn sem komið er man ég ekki eftir neinu öðru sem við notum. Nema þá Helgi þegar kemur að honum að setja teygjur í stelpurnar, þar er ryksugan honum til halds og trausts. Eg ætlar að ljúka þessari færslu með tengli að vídeói með skemmtilegu ryksuguaðferðinni.

https://youtu.be/VBkYy0R-CXc

Veriði sæl!

Védís.

Eftir fæðingu

 1. Kúlan
  Þegar þú labbar inn á spítalan ertu með stóra fallega harða kúlu, en þegar þú labbar út af spítalanum ertu eins og blaðra sem hefur verið blásin upp þangað til hún er við það að springa og hleypt svo loftinu út.
  Þó að barnið er komið út og þér finnst þú orðin svo grönn aftur líturu samt enþá út eins og þú ert komin 6 mánuði á leið.. þú ert samt ekki með þessa fallegu kúlu sem þú varst með, núna minnir hún meira á prumpuslím.
 2. Fötin
  Ekki fara henda meðgöngu fötunum strax í geymluna! því eins og kom framm áðan líturu enþá út eins og þú sért komin 6 mánuði á leið  og ert ekki að fara passa strax í þröngu gallabuxurnar sem þú ert búin að vera bíða eftir að komast í! Og þegar þú kemst í gallabuxurnar er svo mikið skinn  og maginn svo mjúkur að það leggst yfir buxnastrenginn!

  jeans13-vi
  Mynd tekin af google
 3. Kúkaði ég á mig?
  Ég talaði ótt og títt um það við ljósmóðirina mína að ég væri mest hrædd við það að kúka á mig. Ég bjóst nú við því að hún myndi koma með einhverja lygi eins og vinkonur mínar ,,nei,nei líkaminn hreinsar sig svo vel(þú færð niðurgang) fyrir fæðingu að það kemur ekkert“…Nei hún sagði mér það að í nánast öllum fæðingum kúkar konan á sig því það er svo mikill þrýstingur en að ég myndi aldrei taka eftir þessu því þær myndu bara taka kúkinn og skeina mér strax!
  Þegar það kom að fæðingunni var þetta reyndar það síðasta sem ég var að hugsa um.
 4. Sársaukinn
  Ég fæ enþá illt þegar ég hugsa um þetta! Fyrst þegar hríðarnar byrja er þetta ekkert svo vont.. allavega í minni reynslu.. svo verður þetta meira og meira og verra og verra! Glaðloftið var besti vinur minn, ég ætlaði ekki að fá mænudeyfinu en djöfull var ég fegin þegar ég fékk morfín sprautuna! Ég hugsaði þá að ég gæti þetta alveg, þetta mun vera ekkert mál! En þegar það var alveg að fara koma að því að ýta grét ég eftir mænudeyfingunni, morfíni eða einhverju verkjastillandi, en þá var það auðvitað orðið allt of seint.
  Gleymiru sársaukanum strax þegar þú færð barnið í hendurnar? NEI, guð nei!  En það gerist með tímanum. Olla er orðin 10 vikna núna og minningin um sársaukan er alltaf að verða daufari.
 5. Skoða klofið.
  Ég held að á þessum 3 sólarhringum hafi fleirri skoðað og komið við klofið á mér en búa í bænum mínum. Mér fannst ég alltaf vera með fæturnar í sundur og þegar ég var að rembast held ég að það hafi 3 eða 4 í einu verið að horfa á vinkonuna.
 6. Sængukvennagrátur
  Vinkona mín sagði mér fyrst frá þessu þegar ég var ólétt, var ekki alveg að trúa henni að þetta væri til, ég hafði bara heyrt um fæðingarþunglyndi. En ég fékk sko að kynnast þessu, ég var grenjandi yfir öllu, hvað hún væri falleg, hvað heimurinn væri ljótur, að ég væri ekki búin að læra festa bílstólinn hennar.
  Silli náði myndbandi af því daginn áður en hann var að fara vinna aftur sem mig langar að sýna ykkur.

  Nei þetta er ekkert djók, mér í alvöru leið eins og hann væri að yfirgefa mig og 5 daga gamla barnið okkar því hann var að fara í vinnuna, hahah! Ég grét svo mikið að það endaði á því að hann þurfti að fá að vinna bara hálfan daginn.

 7. Allt í klessu.
  Ég í alvöru hélt það að þegar barnið væri komið væri þetta bara búið, að þá liði mér bara eins og áður en ég varð ólétt! Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér! Djöfull var vont að bara setjast upp í rúminu, hvað þá að labba! Það var eins og brjóstin á mér væru að ýta svo fast á rifbeinin að ég ætti erfitt með að anda. Og ástandið þarna niðri? Mér leið eins og allt væri í algeri klessu! Ég hef ekki enþá þorað að kíkja þarna niður.
 8. Slímtappinn
  Hvernig lítur hann út.. til að vitna í vinkonu mína þegar ég spurði hana að þessu þá er þetta eins og þú hafir snýtt þér hressilega í klósettpappír mð kvef. Mjög smekklegt er það ekki? En ekki nóg með það að það komi þarna slím úr píkunni þinni sem minnir á hor þá geturu misst slímtappan nokkrum sinnum.
 9. Tilfinningin
  Þrátt fyrir að vera ógeðslega sveitt, nýbúin að ýta þessu litla barni sem virtist vera svo ótrúlega stórt á meðan rembingnum stóð yfir, þrátt fyrir allt slímið, blóðið, kúkinn? er þetta svo yndisleg tilfinning, þú varst jú að fá eitt besta hlutverk í heimi, að vera foreldri! Hjartað þitt mun stækka um helming og þú upplifir ást sem þú vissir ekki að væri til!


  img_2771-1

Fæðing Ólafíu Selmu.

Þetta var fallegasti dagur sem ég hef nokkurn tíman upplifað! Meðgangan gekk alveg hræðilega en fæðingin var alveg eins og í sögu.

29. Janúar fer ég í mæðravernd og fékk að vita að blóðþrýstingurinn væri að rjúka upp og að það hafi fundist töluvert af próteini í þvaginu hjá mér. Ég var þá send uppá landspítala sama dag í meiri skoðun og átti að fá tíma í gangsettningu. Við vorum að búast við því að það væru nokkrir dagar í að við fengjum tíma en ákváðum samt að taka spítalatöskuna og bílstólinn með.

Þegar við komum upp á landspítalan var ég sett strax í monitor, Ólafía hafði það alltaf fínt alla meðgönguna sama hvað gekk á. Þegar ég var í monitornum fór ég að gráta því mér leið svo illa, ég var með svo mikin höfuðverk að ég var farin að fá sjóntruflanir, bjúgurinn á fótunum var orðinn svo mikill að það var vont að vera í sokkum og mér var orðið rosalega óglatt þannig ég fékk ælupoka.

Meðan ég er í monitornum kemur kona til min, mig minnir að hún hafi verið ljósmóðir, og segir sér ekki lítast á hvernig ástandið á mér væri og ætli þvi að tala við lækni um gangsettningu.

Ég var enþá alveg róleg því ég var alveg viss að þó læknir myndi samþykja gangsettningu, væri það ekki fyrr en eftir nokkra daga. Konan kemur aftur inn og segir við mig að þau vilji hefja gangsettningu…strax.

Við Silli sitjum fyrir framan fæðingardeildina og ég er enþá að átta mig á því að það sé loksins að fara koma að þessu! Að þegar ég labba út af spítalanum er ég að fara labba út með barnið mitt!

Við fáum svo loksins herbergi sem var lítið og kósý en ekkert bað..og svo byrja töflurnar að koma! Ég átti semsagt að taka inn 8 töflur á 2 tíma fresti í 2 lotum eða þangað til hríðarnar myndu byrja og ef þær myndu svo ekki byrja yrði gert belgjarof. Ég fékk strax samdrætti eftir fyrstu 2 töflurnar og ákvað þá að leggja mig, svo þegar ég vakna eru allir verkir dottnir niður, ojj hvað mér fannst það svekkjandi!!

Ég var mjög kvíðin fyrir fæðingunni og ég var rosalega heppin að hafa Silla með mér þarna til að dreyfa huganum.

Töflurnar héldu áfram að koma og ekkert skeði.. allt í einu var fyrsta lotan búin og kominn nýr dagur! Þá þurfti ég að bíða í nokkra tíma eftir að geta haldið áfram.

Önnur lotan byrjaði svo og ekkert var að ske. Um 21:00 leitið var Okkur var farið að líða hálf óþægilega að vera lokuð þarna inni þannig við ákváðum að taka labbítúr um landspítalan. Þegar við vorum að labba hjá barnaspítalanum segi ég við Silla að ég sé núna tilbúin að fara klára þetta, við löbbum svo 2x upp tröppurnar úr kjallaranum og á 3 hæð og örugglega um 10 ferðir langa ganginn. Rétt fyrir 11 fann ég svo fyrir fyrstu verkjum, ég var samt alveg viss að þeir myndu detta niður eins og þeir höfðu alltaf gert áður.

Verkirnir urðu meira og meira reglulegir og vondir. Um miðnætti sendi ég Silla út í sjoppu að kaupa hamborgara handa mér, á meðan hann var úti fékk ég að skipta um herbergi og fekk þá herbergi með baði.. þá byrjuðu verkirnir virkilega að versna!

Á þessum tímapunkti held ég að feitabollan innra með mér hafi aldrei skínt jafn bjart! Ég var með glaðloftið í annari hendinni í gegnum verkina og þar á milli var ég japplandi á hamborgaranum.. mér leið svo ótrúlega vel!

Eftir hamborgaran fæ ég að fara í baðið! Vá hvað það var gott, ég var svo létt! Ég hringdi í mömmu sem kom svo til okkar. Baðið endist í góðan hálftima, þá þurfti ég allt i einu að fara á klósettið. Það var byrjað að blæða hjá mer þannig mér var bannað að fara aftur í baðið, það var þá tjékkað á útvíkkuninni sem var bara í 3.

Ég ákvað þá að reyna hvíla mig inn á milli hríða. Verkirnir voru orðnir rosalega vondir þannig ég fekk morfín sprautu og sobril, ljósan kom með blautan þvottapoka og setti á ennið á mér.

Tíminn leið svo fljótt allt í einu! Það var aftur tjékkað á útvíkkuninni og það var sagt að ef ekkert væri breytt þyrftu þær að sprengja belginn, þegar þær kiktu var ég komin með 8 í útvíkkun! Rétt eftir að það var kíkt á útvíkkunina missti ég vatnið, vá hvað það var skrítið! Það fór allt í einni gusu.. þarna öskraði ég á ljósmóðirina að gefa mér hel*itis mænudeyfinguna, en það var orðið allt of seint fyrir það..mér leið eins og 5 mínutur hafi liðið á milli frá því ég missti vatnið og þegar ég byrjaði að rembast. Ólafía var víst á mikilli hraðferð að komast út því það tók okkur ekki nema 4 rembinga að koma henni í heiminn❤

Tilfinningin að fá hana loksins í hendurnar var ólýsanleg! Að heyra hana gráta í fyrsta skiptið, að fá loksins að halda á henni. Ég hef aldrei á ævi minni fundið fyrir svona mörgum tilfinningum í einu!