Þrifatips

 1. Límrúlla -Notaðu límrúllu til að taka ryk af lömpum, borðum, sófum, gardínum og þar sem þú getur. Rykið festis allt við límrúlluna en þegar þú notar fjaðurkúst eða tusku ertu oft að dusta rykinu í loftið sem sest svo aftur á húsgögnin.
 2. Kaffipokar -Notaðu kaffipoka til að þrýfa glugga og speglana þína til þess að koma í veg fyrir rákir. Blandaðu 1/4 edik í 3/4 vatn, spreyaðu aðeins á gluggan eða spegilinn og notaðu svo kaffipoka til að þurrka.
 3. Matarsódi -Stráðu smá matarsóda í íþróttaskónna eftir æfingu til að „fríska“ aðeins upp á lyktina, og meðan þú ert að því prufaðu líka að strá smá íþróttatöskuna
 4. Stíflueyðir -Önnur not fyrir matarsóda, þegar þú tekur eftir að niðurfallið sé aðeins farið að stíflast, sturtaðu þá hálfum bolla af matarsóda í það og hálfum bolla af ediki. Settu svo blauta tusku yfir meðan lausnin freyðist, bíddu svo í 5 mínútur og helltu þá heitu vatni ofan í. Virkar fullkomnlega!
 5. Tannkrem -Áttu skó sem voru hvítir og eru orðnir grá brúnir? Skrúbbaðu þá með tannkremi! Þú getur líka notað tannkrem til að þrýfa kranan við vaskinn.
 6. Þrýfa blandaran -fylltu blandaran af vatni, settu svo smá uppþvottalögur í hann. Kveiktu svo á blandara um í nokkrar sekúndur, skolaðu svo með heitu vatni og volia! Blandarinn hreinn.
 7. Að halda hvítum þvotti hvítum -til að halda hvítum þvotti hvítum, skelltu smá matarsóda með í þvottavélina
 8. Brenndir pottar eða pönnur? -Það hafa örugglega allir lennt í því að gleyma sér aðeins þannig sósan brann aðeins við pottinn. Til að þrýfa hálf fylltu pönnuna eða pottinn með vatni, bættu svo 1dl af edik í, leyfðu suðunni að koma upp og taktu af hellunni. Bættu svo um 2 matskeiðum af matarsóda í og leyfðu að kólna, þá er ekkert mál að þrýfa brenndu sósuna burt!
 9. Kattar eða hundahár? -þetta vildi ég að ég vissi áður en við losuðum okkur við gamla sófann okkar! Til að ná hárunum frá gæludýrunum úr sófanum, bleyttu uppþvottahanska og renndu svo með honum yfir, hárin ættu að festast við eins og segull.
 10. Tyggjó í föt -til að ná tyggjó úr fötum, skelltu flíkinni í frysti í nokkra klukkutíma. Það er MIKIÐ léttara að ná frosnu tyggjói úr flík!


Hvað á ég að mauka?

Já mér líður líka eins og það sé bara korter síðan Ólafía fæddist, en nú fer að styttast í það að hún verði sjö mánaða! Já sjö mánaða! Byrjuð að babbla, borða, standa(með hjálp) og berst við að læra skríða.

Það var svo auðvelt að stökkva bara út í bónus og kaupa skvísur fyrir hana, þurfa ekkert að standa í vinnuni við að gera maukinn. Fyrir um viku eða tveimur gaf mamma mér maukara, það kom mér á óvart hvað þetta var lúmskt gaman að gera sjálf og ekki skemmdi það fyrir að þetta var mikið ódýrara.

Ég byrjaði á að mauka bara sætarkarteflur, en hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að bæta við næst eða hvað væri gott saman.

Hér eru nokkrar hugmyndir af maukum fyrir barnið❤️

 • Sætarkarteflur, epli& bláber (Ólafía mælir með)
 • Avocadó&banani
 • Sætarkarteflur& gulrætur
 • Bananar, mangó& sveskjur
 • Brokkólí&blómkál
 • Bláber,epli& bananar
 • -Við höfum bleytt upp í maukinni með þurrmjólk og smjöri en líka hægt að nota stoðmjólk eða brjóstamjólk.
 • -það er ekkert barn eins og sumum börnum hentar betur að hafa þynnra mauk en þykkara og öfugt.
 • Svo höldum við áfram að prufa okkur áfram.
 • Ef eg hef verið á ferðinni finnst mér mjög þægilegt að hafa með mér skvísur og mæli 100% með Ella’s kitchen skvísunum.
 • -þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi-
 • Kátt á Klambra- 29.07.18.

  Kátt á Klambra er með betri og ein stærsta barna-& fjölskylduhátíðin í Reykjavík sem hefur verið fagnað verulega í tvö ár,enda er þetta frábær afþreyingarviðbót í miðju sumarfríi.

  KáK (1).jpg

  Kátt á Klambra er sérstaklega hannað fyrir börn en þar er meðal annars hægt að skipta frítt á bleyjum, barna nudd og sér afgirt svæði til að gefa á brjóst í ró og næði.

  haest (1)
  internet (1).jpg

  Dagskráin er stútfull það er meðal annars boðið uppá graffitikennslu, sirkuskennslu, dans, jóga, rokkneglur, föndur, húllafjör, og fullt af skemmtiatriðum á hátíðarsviðinu, eins og Jói Pé og Króli, Frikki Dór, Emmsjé Gauti, Ronja Ræningjadóttir og margt margt fleira. Þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hátíðin er ætluð börnum á aldrinum 0-13 ára.Jóna Elísabet Ottesen var á Secret Solstice árið 2015 meðrúmlega eins árs dóttur sinni, þegar hugmyndin af barnahátíðinni kviknaði upp hjá henni. Jóna sagði svo Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur frá hugmyndinni og það sumar hófu þær hugmyndavinnu fyrir hátíðina sem var svo haldin í fyrsta sinn sumarið 2016. Þær Jóna og Valdís halda um hátíðina ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur.

  skilti
  Öll afþreying er innifalin í miðaverðinu en miðinn kostar aðein 1.500Kr eða fjórir miðar á 5.000 Kr, frítt fyrir börn þriggja ára og yngri!
  Hægt er að panta miða hér eða við inngang en þá leggjast auka 300Kr á miðaverðið.
  Í fyrra var þrusumæting, hér getið þið séð myndband frá hátíðinni í fyrra.

  Við mælum með því að allir sem hafa tök á að mæta komi með piknik teppi og njóti dagsins með fjölskyldunni.


  Þessi færsla er ekki kostuð en unnin í samstarfi við Kátt á Klambra

  Kæri þú

  Kæri blóðfaðir..sæðisgjafi..maður?

  Ég veit ekki hvað ég get kallað þig því ég veit ekki enþá hvað þú ert fyrir mér.

  Ég get ekki kallað þig pabba minn, því pabbi minn hefði aldrei gert það sem þú gerðir. Sæðisgjafa kannski? En þú varst partur af lífinu mínu í nokkur ár.

  Nú eru komin mörg ár síðan ég hef séð þig, talað við þig eða heyrt af þér. En þó árin líða sitja enþá spurningarnar eftir í mér.

  Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju tókstu hans hlið? Afhverju talaðir þú svona niðrandi til mömmu við mig? Afhverju grættiru mig í hvert einasta skipti sem ég fór til þín?

  Í hvert skipti sem ég sagðist ekki vilja fara til þín fékk ég að heyra um þennan umgengnissamning, að þú ættir rétt á að fá mig til þín, hverju átti ég rétt á? Ég vildi að þú hefðir hlustað á mig, að skoðun mín hefði skipt einhverju máli. En ég var “bara barn”, mannstu? Þetta sagðiru alltaf þegar við vorum ekki sammála.

  Mannstu þegar við fórum til Spánar? Við vorum á sundlaugarbakkanum á hótelinu, ég held ég hafi verið átta ára, ég stökk inn á klósettið og þegar ég kom út varstu farinn á markaðinn. Þér fannst rosalega gaman, mér fannst ég vera fyrir þér.

  Mannstu þegar ég strauk að heiman frá þér, 10 ára var það ekki? Ég kastaði bangsanum mínum í ferðatöskuna og labbaði út. Afhverju komstu ekki á eftir mér? Þegar ég kom aftur varstu fyrir framan sjónvarpið að sötra á bjórnum þínum, alveg slakur.

  En mannstu áður en ég fæddist, þegar líf mitt og mömmu var í húfi? Hvar varstu þá?

  Ég var niðurbrotin, maður sem átti að vera pabbi minn, þú, áttir að veita mér öryggi en það eina sem þú veittir mér var kvíði og vanlíðan.

  Mannstu þegar ég sagði þér frá því að ég væri að leita mér hjálpar við þunglyndinu á BUGL? Mannstu hverju þú svaraðir? ,,ertu byrjuð í dópi?”.

  Mannstu þegar ég var að fermast? Eftir veisluna var ég að opna gjafirnar, ég fékk pakka frá mömmu og pabba, ömmu og afa, systur ömmu, systir afa, fjarskyldu frændfólki, en afhverju fékk ég ekkert frá þér? Þú komst samt í veisluna.

  Ég veit þú ert ekki góður maður, þó þú lifir í þeim blekkingum. Ég sá meira en þú lést í ljós og vissi meira en þú hélst. Þú ert fastur í lygavef og sjálfsblekkingum, þú telur þig alltaf vera saklausan og að allir séu að ráðast á þig.

  Þú áttir einu sinni kærustu, yndisleg kona í alla staði, en þú náðir klónum þínum utan um hana. Þessi fallega kona, þessi saklausa kona átti þetta ekki skilið. Sjáðu til, ég hitti hana eftir að þið hættuð saman, þegar ég nefndi þig brotnaði hún niður og grét í fanginu mínu. En þetta er það sem þú gerir við fólk, þú brýtur það niður og byggir það upp eins og þér hentar eða hendir því í burtu.

  Þú gafst mér einu sinni stjúp mömmu, alvöru stjúp mömmu, ekki þessar sem komu eina helgi og voru svo farnar. Takk fyrir hana og takk fyrir allt sem kom út því sambandi.

  Takk elsku stjúpa fyrir að hafa hugsað svona vel um mig.

  Afhverju hættuð þið saman?

  10 ára var ég hjá þér í nærbuxum sem ég fékk þegar ég var 6 ára, ég man þær voru svo litlar að þær skáru mig í náran.

  ,,Ég borga mömmu þinni pening 1x í mánuði, hún getur keypt ný föt á þig” meðlagið, ó þetta elsku meðlag, hversu oft fékk ég að heyra um það?

  Þú komst því í höfuðið á litlu barni að þú værir svo göfugur að þú værir að láta mömmu fá pening sem ég átti alltaf að fá einu sinni í mánuði sem ég gæti notað fyrir mig , en að mamma væri svo hræðileg að hún væri að taka þennan pening frá mér.

  Að setja hagsmuni annara ofar þínum eigin var aldrei þín sterkasta hlið, en maður hefði haldið að þú hefðir allavega sett hagsmuni barnanna þinna ofar þínum.

  Peningar geta lagað allt, eða það hélst þú. Þú helst að öll okkar vandamál myndu hverfa ef þú keyptir einhvað fyrir mig.

  Að fara til þín var mín versta martröð! En ég slapp úr vítis hlekkjum þínum, eftir margar andvöku nætur, tár og öskur. Misskilningur kallaðiru þetta?

  Ég varð bæld, mér fannst ég vera sökkva niður á hafsbotn. Ég horfði upp og reyndi að synda upp í ljósið, vonina um að þetta yrði betra, en það var alltaf einhvað sem dróg mig neðar og neðar sem gerði það erfiðara fyrir mig að ná andanum, það varst þú.

  Ég var heppin að eignast annan pabba sem setti mig alltaf í fyrsta sæti, hann gaf mér allt sem ef þurfti og gott betur en það.

  ,,hann er ekki pabbi þinn”

  Ég hefði geta eignast pabba sem væri alveg sama um mig, sem gerði upp á milli mín og hinna barnanna, svona eins og þú gerðir. Í stað þess að hugsa um hversu heppin ég væri að hafa eignast pabba sem var góður við mig talaðiru niður til hans. Var það til að upphefja þig? Varstu hræddur um að hann væri að standa sig betur en þú?

  Svo margar spurningar sitja en eftir í mér og ég gæti skrifað bók um allt sem þú hefur gert.

  Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju vildir þú mig ekki?

  Kveðja,

  Ég

  Andlegt ofbeldi|Þekkir þú merkin?

  Mér finnst skipta miklu máli að fólk geri sér grein fyrir hvað andlegt ofbeldi er til að geta áttað sig á því sem fyrst að þetta sé í gangi. Mér finnst mikið hafa verið talað um andlegt ofbeldi að hálfu maka en eins og flestir vita getur það gerst hvar og hvernær sem er. Gerandinn getur verið besta vinkona eða vinur þinn, foreldrar, yfirmaður eða samstarfsfólk til að nefna dæmi.

  Hann/hún öskrar á þig, kallar þig ljótum nöfnum eða niðurlægir þig.
  Kannski ætlaði hann/hún ekki að nota þetta orð? Kannski gerði ég hann/hana bara svona pirraða/n, kannski var þetta bara lítið skot sem átti bara vera fyndið? Eða er ég kannski bara of viðkvæm/ur?
  Þetta eru hugsanir sem þú gætir fengið, en það var ekkert sem þú gerðir vitlaust. Það er aldrei nein afsökun fyrir því að beita andlegu ofbeldi.

  Setur fyrir reglur eða reynir að stjórna útliti þínu.
  ,,Viltu ekki skipta um föt eða mála þig aðeins?“
  ,,þú mátt bara fá 3000kr með þér á djammið og þú verður komin heim fyrir 2″
  ,,þú mátt ekki kaupa þér hárnæringu, þú notar of mikið af henni“

   Hótanir
  Hann/hún gæti hótað að hætta með þér, reka þig úr vinnu, segja frá leyndarmálum sem þú treystir manneskjunni fyrir. Gerandinn gæti hótað að skemma hluti sem þú átt, hótað að drepa sig ef þú gerir ekki það sem hann vill.

  Einangrar þig
  Eitt sinn var ég föst á milli steins og sleggju, ég vildi ekki fara því ég hélt ég væri ástfangin en vildi fara því mig langaði að hitta fjölskylduna mína. Í margar vikur fékk ég ekki að hitta mömmu því ,,Bensínið er svo dýrt“.

  Tekur reiðina út á dauðum hlutum
  Hann/hún gæti kastað hlutum, myndum, húsgöngum til og frá um heimilið, lamið í vegg eða brotið eitthvað.

  „Silent treatment“
  Viðkomandi svarar ekki símanum, skilaboðum, svarar ekki þegar þú reynir að tala við hann/hana, yrðir ekki á þig, hunsar þig þar til þú biðst fyrirgefningar, og í mörgum tilfellum dugar ekki að segja það einu sinni eða þú þarft bjóða eitthvað í staðin.

  kennir þér um mistök sem hann/hún gerir.
  -Afhverju skemmdir þú þetta?
  ,,afþví þú gerðir mig reiða/n“

  Ásakar þig um hluti sem þú gerðir ekki.
  ásakar þig um framhjáhald, baktal, meiðyrði og jafnvel lýgur uppá þig eru dæmi um andlegt ofbeldi af þessu tagi. Gerandinn telur sig alltaf vera saklausan og þarft þú því alltaf að biðjast afsökunar eða útskýra fyrir honum/henni.

  Lætur þig fá samviskubit.
  ,,ég hélt þú vildir frekar vera með mér en að hitta vini/fjölskylduna þína“
  ,,Ef ég byggi ein/n væri ekki alltaf svona skítugt hérna“
  Sumir vinir eiga líka til að eigna sér þig eða láta þig fá samviskubit fyrir að eiga aðra vini.

  Setur út á þig.
  Hann gæti verið að setja út á útlit, talsmáta þinn eða persónuleika.
  Lítil „skot“ á kostnað annara.
  ,,ætlaru í alvöru að klæða þig svona?“
  ,,þú hlærð asnalega“
  ,,brostu frekar með lokaðan munn“
  ,,viltu ekki fá þér aðeins minna á diskinn?“
  Og ef þig sárnar lætur gerandinn þig fá samviskubit.

  Neyðir þig í kynlíf.
  ,,Ég skal hjálpa þér en þá skuldaru mér drátt“

  Lætur þig efast geðheisluna þína.
  Gerandinn endurtekur trekk í trekk við þig að þú þurfir að leita þér hjálpar, að þú sért veik/ur á geði eða jafnvel sendir foreldrum, vinum eða fólkinu í kringum þig skilaboð þar sem hann/hún lýsir yfir áhyggjum sínum yfir geðheilsunni þinni.

  Fleiri greinar um andlegt ofbeldi er hægt að finna á netinu, eigi þessi dæmi við um þig þá hvet ég þig til þess að leita þér hjálpar. Þetta getur komið fyrir alla, óháð kyni og er alls ekki þér að kenna.

  img_2771-1

  Vinnan mín “skeinari”.

  Fyrir ári síðan byrja ég að vinna á hjúkrunar- og dvalarheimili og get í fyllstu hreinskilni sagt að þetta er besta vinnan sem ég hef verið í hingað til.

  Starfsfólkið sem ég var að vinna með var yndislegt, yfirmaður minn var virkilega skilningsríkur og fólkið sem ég annaðist þarna var æðislegt. Þau áttu svo mismunandi sögur sér að baki og voru öll með svo ólíka persónuleika, mismunandi veikindi sem hrjáðu þau og mismunandi fjölskylduaðstæður. Sumir þurftu alla aðstoð en aðrir minni, sumir fengu heimsóknir daglega en aðrir bara á hátíðardögum.

  Það var fátt betra en að fara úr vinnunni, með hlýjuna í hjartanu vitandi það að þú hafir hjálpað einhverjum.

  Í nánast hvert einasta skipti sem það barst upp til tals hvar ég væri að vinna, í umönnun, fékk ég alltaf spurninguna ,,ertu þá að skeina gömlu fólki”. Ég hef líka oft endað í þeim samræðum við fólk þar sem það lýsir yfir að þegar þau verða orðin það gömul að aðrir þurfa skeina sér, þá muni það frekar vilja deyja en að lifa svona.

  Margir halda að þegar það þarf að láta skeina sér ertu orðin gamall/ gömul og getur ekki séð um þig sjálfa/n en það er svo langt frá því að vera rétt.

  Á ég að segja ykkur leyndarmál? Eftir fæðingu dóttir minnar þurfti ég hjálp við þetta. Ég missti svo mikið blóð að mér var bannað að standa upp úr rúminu. Ég grét því ég skammaðist mín svo mikið og hélt ég ætlaði aldrei að hætta biðja ljósmæðra neman afsökunar.

  Umönnun, að annast annan aðila og í þessu tilfelli eldra fólk, að hjálpa fólki að lifa góðu og skemmtilegu lífi á loka árunum, efla til sjálfsbjargarviðleitni upp að því marki sem hægt er og starfið felst jú líka í því að hjálpa til við athafnir daglegs lífs til dæmis salernisferðir, en starfið er ekki bara inn á klósettinu.

  Eins og ég kom inná áðan þurfti fólk mismunandi aðstoð, sumir þurftu hjálp við að borða, klæða sig, greiða sér á meðan aðrir þurftu frekar andlegan stuðning, einhvern til að spjalla eða spila.

  Það myndi gera öllum gott að prufa umönnunar starf af einhverju tagi, mér finnst það hafa verið algjör heiður að hafa kynnst fólkinu sem byggði upp landið okkar og forréttindi að hafa fengið að annast þau.


  Sumarafþreying fyrir yngri börnin

  Eldri stelpan mín er núna 2 ára og er frekar erfitt að fara með hana í fallin spíta eða einakrónu. Þar sem það er spáð sól núna í vikunni og sumarið vonandi loksins að byrja langar mig að koma með hugmyndir fyrir ykkur af sumarafþreyingu fyrir yngri börnin.

  Kríta

  Dóttir mín elskar að teikna og lita, ég er alveg viss um að krítarnir eigi eftir að slá í gegn hjá henni í sumar.

  Blása og sprengja sápukúlur

  Það var skemmt sér mikið þegar við fórum í útskriftarveislu um daginn meðan stelpan mín sprengdi sápukúlur á meðan stóra frænka hennar var að blása þær.

  Boltaleikur

  Við keyptum léttan fótbolta fyrir ekki svo löngu, veðrið hefur ekki verið nógu gott enþá til að fara út í boltaleik en höfðum virkilega gaman af því að rúlla honum á milli okkar inni.

  Týna blóm

  Ég hef núna tvisvar fengið fíflavönd frá dóttur minni, svo gaman að fara með henni út og sjá með stjörnurnar í augunum þegar við setjum vöndinn í glas inni. Fáum svo óspart að heyra það hver týndi blómin hahah.

  Málað með vatni

  Gaman fyrir þá sem eru kannski með pall en virkar auðvitað líka á stéttina. Taka málingarpensil og bakka, setja vatn í bakkan og leyfa þeim að „mála“.


  Eftir fæðingu

  1. Kúlan
   Þegar þú labbar inn á spítalan ertu með stóra fallega harða kúlu, en þegar þú labbar út af spítalanum ertu eins og blaðra sem hefur verið blásin upp þangað til hún er við það að springa og hleypt svo loftinu út.
   Þó að barnið er komið út og þér finnst þú orðin svo grönn aftur líturu samt enþá út eins og þú ert komin 6 mánuði á leið.. þú ert samt ekki með þessa fallegu kúlu sem þú varst með, núna minnir hún meira á prumpuslím.
  2. Fötin
   Ekki fara henda meðgöngu fötunum strax í geymluna! því eins og kom framm áðan líturu enþá út eins og þú sért komin 6 mánuði á leið  og ert ekki að fara passa strax í þröngu gallabuxurnar sem þú ert búin að vera bíða eftir að komast í! Og þegar þú kemst í gallabuxurnar er svo mikið skinn  og maginn svo mjúkur að það leggst yfir buxnastrenginn!

   jeans13-vi
   Mynd tekin af google
  3. Kúkaði ég á mig?
   Ég talaði ótt og títt um það við ljósmóðirina mína að ég væri mest hrædd við það að kúka á mig. Ég bjóst nú við því að hún myndi koma með einhverja lygi eins og vinkonur mínar ,,nei,nei líkaminn hreinsar sig svo vel(þú færð niðurgang) fyrir fæðingu að það kemur ekkert“…Nei hún sagði mér það að í nánast öllum fæðingum kúkar konan á sig því það er svo mikill þrýstingur en að ég myndi aldrei taka eftir þessu því þær myndu bara taka kúkinn og skeina mér strax!
   Þegar það kom að fæðingunni var þetta reyndar það síðasta sem ég var að hugsa um.
  4. Sársaukinn
   Ég fæ enþá illt þegar ég hugsa um þetta! Fyrst þegar hríðarnar byrja er þetta ekkert svo vont.. allavega í minni reynslu.. svo verður þetta meira og meira og verra og verra! Glaðloftið var besti vinur minn, ég ætlaði ekki að fá mænudeyfinu en djöfull var ég fegin þegar ég fékk morfín sprautuna! Ég hugsaði þá að ég gæti þetta alveg, þetta mun vera ekkert mál! En þegar það var alveg að fara koma að því að ýta grét ég eftir mænudeyfingunni, morfíni eða einhverju verkjastillandi, en þá var það auðvitað orðið allt of seint.
   Gleymiru sársaukanum strax þegar þú færð barnið í hendurnar? NEI, guð nei!  En það gerist með tímanum. Olla er orðin 10 vikna núna og minningin um sársaukan er alltaf að verða daufari.
  5. Skoða klofið.
   Ég held að á þessum 3 sólarhringum hafi fleirri skoðað og komið við klofið á mér en búa í bænum mínum. Mér fannst ég alltaf vera með fæturnar í sundur og þegar ég var að rembast held ég að það hafi 3 eða 4 í einu verið að horfa á vinkonuna.
  6. Sængukvennagrátur
   Vinkona mín sagði mér fyrst frá þessu þegar ég var ólétt, var ekki alveg að trúa henni að þetta væri til, ég hafði bara heyrt um fæðingarþunglyndi. En ég fékk sko að kynnast þessu, ég var grenjandi yfir öllu, hvað hún væri falleg, hvað heimurinn væri ljótur, að ég væri ekki búin að læra festa bílstólinn hennar.
   Silli náði myndbandi af því daginn áður en hann var að fara vinna aftur sem mig langar að sýna ykkur.

   Nei þetta er ekkert djók, mér í alvöru leið eins og hann væri að yfirgefa mig og 5 daga gamla barnið okkar því hann var að fara í vinnuna, hahah! Ég grét svo mikið að það endaði á því að hann þurfti að fá að vinna bara hálfan daginn.

  7. Allt í klessu.
   Ég í alvöru hélt það að þegar barnið væri komið væri þetta bara búið, að þá liði mér bara eins og áður en ég varð ólétt! Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér! Djöfull var vont að bara setjast upp í rúminu, hvað þá að labba! Það var eins og brjóstin á mér væru að ýta svo fast á rifbeinin að ég ætti erfitt með að anda. Og ástandið þarna niðri? Mér leið eins og allt væri í algeri klessu! Ég hef ekki enþá þorað að kíkja þarna niður.
  8. Slímtappinn
   Hvernig lítur hann út.. til að vitna í vinkonu mína þegar ég spurði hana að þessu þá er þetta eins og þú hafir snýtt þér hressilega í klósettpappír mð kvef. Mjög smekklegt er það ekki? En ekki nóg með það að það komi þarna slím úr píkunni þinni sem minnir á hor þá geturu misst slímtappan nokkrum sinnum.
  9. Tilfinningin
   Þrátt fyrir að vera ógeðslega sveitt, nýbúin að ýta þessu litla barni sem virtist vera svo ótrúlega stórt á meðan rembingnum stóð yfir, þrátt fyrir allt slímið, blóðið, kúkinn? er þetta svo yndisleg tilfinning, þú varst jú að fá eitt besta hlutverk í heimi, að vera foreldri! Hjartað þitt mun stækka um helming og þú upplifir ást sem þú vissir ekki að væri til!


   img_2771-1

  Nostalgía

  vatnshringjakast

  gamla stöð 2 merkið

  glimmer stafurhvernig mer tókst að fækja og skemma hvern einasta svona gorm sem ég fekk!

  kærleiksbirnirnir

  að taka spólu á leigu og þurfa fyrst að horfa a myndina aftur á bak!

  bað olíu kúlur


  Fæðing Ólafíu Selmu.

  Þetta var fallegasti dagur sem ég hef nokkurn tíman upplifað! Meðgangan gekk alveg hræðilega en fæðingin var alveg eins og í sögu.

  29. Janúar fer ég í mæðravernd og fékk að vita að blóðþrýstingurinn væri að rjúka upp og að það hafi fundist töluvert af próteini í þvaginu hjá mér. Ég var þá send uppá landspítala sama dag í meiri skoðun og átti að fá tíma í gangsettningu. Við vorum að búast við því að það væru nokkrir dagar í að við fengjum tíma en ákváðum samt að taka spítalatöskuna og bílstólinn með.

  Þegar við komum upp á landspítalan var ég sett strax í monitor, Ólafía hafði það alltaf fínt alla meðgönguna sama hvað gekk á. Þegar ég var í monitornum fór ég að gráta því mér leið svo illa, ég var með svo mikin höfuðverk að ég var farin að fá sjóntruflanir, bjúgurinn á fótunum var orðinn svo mikill að það var vont að vera í sokkum og mér var orðið rosalega óglatt þannig ég fékk ælupoka.

  Meðan ég er í monitornum kemur kona til min, mig minnir að hún hafi verið ljósmóðir, og segir sér ekki lítast á hvernig ástandið á mér væri og ætli þvi að tala við lækni um gangsettningu.

  Ég var enþá alveg róleg því ég var alveg viss að þó læknir myndi samþykja gangsettningu, væri það ekki fyrr en eftir nokkra daga. Konan kemur aftur inn og segir við mig að þau vilji hefja gangsettningu…strax.

  Við Silli sitjum fyrir framan fæðingardeildina og ég er enþá að átta mig á því að það sé loksins að fara koma að þessu! Að þegar ég labba út af spítalanum er ég að fara labba út með barnið mitt!

  Við fáum svo loksins herbergi sem var lítið og kósý en ekkert bað..og svo byrja töflurnar að koma! Ég átti semsagt að taka inn 8 töflur á 2 tíma fresti í 2 lotum eða þangað til hríðarnar myndu byrja og ef þær myndu svo ekki byrja yrði gert belgjarof. Ég fékk strax samdrætti eftir fyrstu 2 töflurnar og ákvað þá að leggja mig, svo þegar ég vakna eru allir verkir dottnir niður, ojj hvað mér fannst það svekkjandi!!

  Ég var mjög kvíðin fyrir fæðingunni og ég var rosalega heppin að hafa Silla með mér þarna til að dreyfa huganum.

  Töflurnar héldu áfram að koma og ekkert skeði.. allt í einu var fyrsta lotan búin og kominn nýr dagur! Þá þurfti ég að bíða í nokkra tíma eftir að geta haldið áfram.

  Önnur lotan byrjaði svo og ekkert var að ske. Um 21:00 leitið var Okkur var farið að líða hálf óþægilega að vera lokuð þarna inni þannig við ákváðum að taka labbítúr um landspítalan. Þegar við vorum að labba hjá barnaspítalanum segi ég við Silla að ég sé núna tilbúin að fara klára þetta, við löbbum svo 2x upp tröppurnar úr kjallaranum og á 3 hæð og örugglega um 10 ferðir langa ganginn. Rétt fyrir 11 fann ég svo fyrir fyrstu verkjum, ég var samt alveg viss að þeir myndu detta niður eins og þeir höfðu alltaf gert áður.

  Verkirnir urðu meira og meira reglulegir og vondir. Um miðnætti sendi ég Silla út í sjoppu að kaupa hamborgara handa mér, á meðan hann var úti fékk ég að skipta um herbergi og fekk þá herbergi með baði.. þá byrjuðu verkirnir virkilega að versna!

  Á þessum tímapunkti held ég að feitabollan innra með mér hafi aldrei skínt jafn bjart! Ég var með glaðloftið í annari hendinni í gegnum verkina og þar á milli var ég japplandi á hamborgaranum.. mér leið svo ótrúlega vel!

  Eftir hamborgaran fæ ég að fara í baðið! Vá hvað það var gott, ég var svo létt! Ég hringdi í mömmu sem kom svo til okkar. Baðið endist í góðan hálftima, þá þurfti ég allt i einu að fara á klósettið. Það var byrjað að blæða hjá mer þannig mér var bannað að fara aftur í baðið, það var þá tjékkað á útvíkkuninni sem var bara í 3.

  Ég ákvað þá að reyna hvíla mig inn á milli hríða. Verkirnir voru orðnir rosalega vondir þannig ég fekk morfín sprautu og sobril, ljósan kom með blautan þvottapoka og setti á ennið á mér.

  Tíminn leið svo fljótt allt í einu! Það var aftur tjékkað á útvíkkuninni og það var sagt að ef ekkert væri breytt þyrftu þær að sprengja belginn, þegar þær kiktu var ég komin með 8 í útvíkkun! Rétt eftir að það var kíkt á útvíkkunina missti ég vatnið, vá hvað það var skrítið! Það fór allt í einni gusu.. þarna öskraði ég á ljósmóðirina að gefa mér hel*itis mænudeyfinguna, en það var orðið allt of seint fyrir það..mér leið eins og 5 mínutur hafi liðið á milli frá því ég missti vatnið og þegar ég byrjaði að rembast. Ólafía var víst á mikilli hraðferð að komast út því það tók okkur ekki nema 4 rembinga að koma henni í heiminn❤

  Tilfinningin að fá hana loksins í hendurnar var ólýsanleg! Að heyra hana gráta í fyrsta skiptið, að fá loksins að halda á henni. Ég hef aldrei á ævi minni fundið fyrir svona mörgum tilfinningum í einu!

  Ég fyrirgef þér

  Kæra manneskja.

  Ég hef núna lengi vel haldið í reiðina og gremjuna sem það fylgdi því að hata þig. Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér það gott að hata þig, ég var háð adrenalíninu sem reiðin gaf mér þegar ég talaði um þig og hvað þú gerðir mér, hvað þú særðir mig meira en nokkur manneskja hefur gert áður.

  En ég ákvað það að ég vildi vera betri útgáfa af sjálfri mér fyrir mig og fjölskylduna mína. Partur af því að verða betri útgáfa af sjálfri mér er að komast yfir reiðina og gremjuna.. og ég geri það með því að fyrirgefa þér.

  Ég var svo lengi föst í því, af hverju ætti ég að fyrirgefa þér? Þú átt ekki skilið fyrirgefninguna mína eftir það sem þú gerðir! Ég var hrædd um að tapa, að ef ég myndi fyrirgefa þér væri ég að afsaka eða réttlæta það sem þú gerðir og segja að það væri allt í lagi. Ég hélt að með því að fyrirgefa þér þyrfti ég að setjast niður með þér og tala um þetta allt, að eftir að ég myndi fyrirgefa þér þyrfti ég að gleyma öllu.

  Það sem þú gerðir var rangt, kannski sérðu það ekki sjálf/ur og kannski finnst þér eins og ég sé fíflið í þessu öllu.. ég þarf ekki afsökunarbeðni frá þér og ég þarf ekki að tala við þig aftur, þú þarft ekki einu sinni að vera partur af þessu ferli ef ég vill það ekki.

  Með því að fyrirgefa þér er ég að sætta mig við raunveruleikan af því sem gerðist og finna leið til að lifa með því í sátt. Með því að fyrirgefa þér er ég að ná að sleppa takinu á þessari reiði og gremju. Með því að fyrirgefa þér fæ ég loksins frelsi til að vera hamingjusöm, með því að fyrirgefa þér er ég núna loksins að finna fyrir frið innra með mér og stíg eitt skref nær því að verða manneskjan sem ég vill verða.

  Ég átta mig á því núna að fyrirgefa er einhvað sem ég geri fyrir sjálfa mig.

  Takk fyrir að kenna mér þetta.

  Ég fyrirgef þér.

  Kveðja,

  Saga