Lykillinn að hamingjusömu sambandi?

Fyrir nokkrum mánuðum sat ég og var að spjalla við hjón, þau voru bæði komin yfir 90 árin og búin að vera saman frá því þau voru unglingar. Þau voru alltaf svo hamingjusöm, svo góð, hlýleg og indæl.
Þau sögðu mér helling af sögum frá því þau voru ung, bæði frá góðum og slæmum tímum. Ég spurði þau svo að því hver lykillinn að löngu og hamingjusömu sambandi er, þau sögðu mér að það væri að rífast ekki.

Vissulega er maður aldrei alltaf sammála og getur oft lennt í því að þræta um hlutina, en þau sögðu að ekkert rifrildi er þess virði að leggja á sambandið. Setjast frekar niður og tala um hlutina og þegar þeir hafa verið ræddir er það bara búið. Ekki rifja upp mistök eða gömul rifrildi þegar þið eruð ósammála bara til að reyna ná höggi á hinn aðilan.

img_2484

„Hreiðurgerð“

Ég sýndi aðeins frá því að “hreiðurgerðin” væri núna að byrja hjá mér inná maedur.com snappinu. Ég sýndi líka þar að ég væri byjuð að gera lista svo ég ætti auðveldara með að sjá hvað mig vantar og hvað ég væri komin með.
Ég ákvað að deila þessum lista með ykkur og vona að þið verðandi mæður og feður getið nýtt ykkur hann einhvað.

Skiptiaðstaðan

  • Ungbarnableyjur
  • Taubleyjur
  • Blautþurrkur
  • Eyrnapinna(barna)
  • Sótthreinsandi lausn fyrir naflan
  • Bossakrem
  • Skiptidýna
  • Ruslatunna
  • Fílupokar □

Baðtíminn

  • Bali
  • Baðhitamælir
  • Handklæði(3stk.)
  • Barnaolía

Fyrir svefninn

  • Vagga
  • rimlarúm
  • Sæng
  • órói á rúmið
  • sængurver(3Stk.)
  • teygjulök(3stk)
  • pissulak
  • barnapíutæki
  • Vagn
  • Kerrupoki

Brjóstagjöfin

  • Brjóstagjafapúði
  • brjóstakrem
  • brjóstainnlegg
  • gjafahaldari
  • gjafabolir

föt 0-3 mánaða

  • Náttgallar (7Stk.)
  • Stutterma samfellur (7Stk.)
  • Langerma samfellur (7Stk.)
  • Sokkabuxur (7Stk.)
  • Peysur (5Stk.)
  • Hlýjar peysur (3Stk.) □
  • Buxur(5Stk.)
  • Bolir (5 stk)
  • Sokkar (5Stk.)
  • Þunnar húfur(2Stk.)
  • Þunnir vetlingar (2Stk)
  • Kjólar(2-3 Stk.) □

Útiföt 0-3 mánaða

  • Flísföt
  • Galli
  • Hlýjar húfur(2stk.)
  • Hlýjir vetlingar(2Stk.)
  • Hlýjir sokkar (2Stk.)
  • Kragi(1Stk.)

Annað

  • Leikteppi □

  • Ömmustóll □

  • Slefsmekkir □

  • Skiptitaska □

  • Nefsuga, naglaklippur og eyrnamælir □

  • Bílstóll □

  • Teppi □

  • Snuð og peli □

Þið megið svo endilega láta mig vita ef ég er að gleyma einhverju nauðslynlegu eða einhvað “must have” sem ykkur finnst að ætti að vera á þessum lista. Svo á ég eftir að gera lista fyrir föt 3-6 mánaða en ég bæti honum inn seinna.

Vona þetta komi ykkur að góðum notum.

Saga logo

Panna Cotta/ auðveldur eftirréttur fyrir tvo

Við Silli erum að fara halda uppá áramótin bara tvö saman og ætlum að prufa í fyrsta skiptið að elda hátíðarmat! Erum ótrúlega spennt fyrir því hvernig allt mun heppnast!

Ég var í fyrsta skiptið að gera einhvern annan eftirrétt en súkkulaðiköku, hann heppnaðist alveg ótrúlega vel og mig langar að deila með ykkur uppskriftinni.

Það sem þú þarft:

  • 5Dl rjómi
  • 1Msk hunang
  • 2Msk vanillusykur
  • 1 vanillustöng
  • 80g saxað hvítt súkkulaði
  • 2plötur matarlím

Aðferð:

  1. Þú byrjar á að setja matarlímsplöturnar í skál af vatni, þær þurfa ligga í bleyti í minnst 5mínutur.
  2. Blandar í pottinn rjómanum, hunanginiu, vanillusykrinum, súkkulaðinu og vanillustönginni (skerð hana opna og notar kornin innan úr henni, ekki setja stöngina sjálfa í pottinn).
  3. Kveikir undir pottinum (ég hafði hann stilltan á 2 af 3), hrærir vel í pottinum þar til það er farið að rjúka úr honum og þetta er nánast komið við suðu(ekki samt láta suðuna koma upp) og tekur þá pottinn af hellunni.
  4. Tekur svo matarlímsplöturnar og kreistir allan auka vökva úr þeim, setur þær svo í pottinn og hrærir vel í honum þar til plöturnar eru bráðnar.
  5. Hellir svo í glös eða einhver falleg ílát og setur inn í kæli í minnst 3 klst eða þar til þú getur snúið glasinu án þess að þetta leki úr.
  6. Svo má alltaf skreyta með súkkulaði eða hindberjasósu, ég notaði jarðaber,súkkulaði spænir og súkkulaði skraut.

Ég sýndi á snapchat hvernig ég gerði súkkulaði skrautið og ætla skrifa líka eld snöggt um það.

Það sem þú þarft:

Súkkulaði

Aðferð:

  1. Ef þú ert með súkkulaði plötur þarftu að saxa þær niður, þess vegna finnst mer best að nota spænir!
  2. Setur súkkulaðið í skál og inn í örbylgjuofninn í 30 sek,tekur út og hrærir í súkkulaðinu. Það gæti sýnst fyrst þegar þú tekur það út að það hafi ekkert bráðnað en þegar þú hrærir í skálinni sérðu að það var meira bráðið en það virtist
  3. Endurtaka fyrra skref 1-2 í viðbót eða þar til súkkulaðið er að mestu bráðið. Ekki hita í meira en 30-40 sek því annars gætiru brennt súkkulaðið eða skemmt það.
  4. Settu núna súkkulaðið í lítinn plastpoka og klipptu smá af horninu á pokanum þannig þú ert búin að búa til sprautu.
  5. Sprautaðu súkkulaðinu eins og þú vilt að skrautið verði á bökunarpappír og biddu þar til það kólnar, þegar súkkulaðið byrjar að kólna harðnar það aftur

Svo er það bara borða og njóta✨

Gleðilega hátíð og takk fyrir árið sem er að líða✨

Grjónagrautur fyrir byrjendur

Mig langar að deila með ykkur auðveldri uppskrift af grjónagraut fyrir 2-3 manns, hann henntar mjög vel fyrir þá sem eru ný byrjaðir að búa eða þeim sem eru ný byrjaðir að elda.

Það sem þú þarft!

  • 1,5dl af grautagrjónum
  • 2dl vatn
  • 8dl mjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 1tsk Vaniludropar

Aðferð

  1. Settu grjónin, vatnið og saltið saman í pott á hæðsta hitann.
  2. Leyfðu grjónunum að sjóða í 2mínutur og bættu svo 5dl af mjólk útí ásamt vaniludropunum.
  3. Þegar grauturinn byrjaður að bullsjóða lækkaðu þá hitan í lægsta hitann.
  4. Hrærðu af og til í grautnum þar til hann er byrjaður að þykkjast.
  5. Bættu 3dl af vatni í grautuinn og hækkaðu aftur í hæðsta hitann.
  6. Þegar grauturinn er aftur farinn að sjóða lækkaðu niður í lægsta hitan og hrærðu af og til í grautnum þar til hann er orðinn þykkur.

Tips!

  • Ekki byrja gera grautinn nema þú eigir allavega 1líter af mjólk!
  • Nýmjólk er best í grjónan
  • Þú mátt sleppa vaniludropunum en grauturinn er að mínu mati betri með smá vanilu í
  • Í staðin fyrir vaniludropana geturu notað vanilustöng(skerð hana opna,skefur úr stönginni og setur í pottinn ásamt stönginni sjálfri, tekur svo stöngina úr þegar grauturinn er tilbúinn).
  • Í fyrstu skiptin sem þú ert að gera grjónagraut reiknaðu með klukkutíma í verkið og helst ekki fara langt frá pottinum meðan þú ert að elda því annars eru allar líkur á að þú brennir grautinn

 

Uppáhalds meðgöngufötin

S0000007095107_F_W40_20131213081442_1024x1024.pngÞessar meðgöngu leggings hef ég notað alveg óspart síðan ég var bara komin 12 vikur á leið! Ég fékk þær þá að láni hjá vinkonu minni en var svo ekki lengi að hlaupa í Lindex og kaupa mér aðrar! þær rúllast ekki niður, hafa ekkert minnkað í þvotti og skemmdi alls ekki fyrir hversu ódýrar þær voru!

hmprod

 

 

Brjóstagjafatoppar? já! Brjóstin stækka..ekkert lítið og eru ennþá að stækka. Mér byrjaði fyrst að finnast óþæginlegt að nota brjóstarhaldara með spöngum þannig ég byrjaði bara að nota toppa, sem voru svo fljótir að verða of litlir.

hmprod (1)

 

 

 

Þessi Langerma-peysa er mjög þæginleg og ég kem örugglega til með að nota hana mikið eftir að Ólafía er komin í heiminn. Hún er mjög þunn sem er æðislegt því þessa dagana virðist ég alltaf vera deyja úr hita!

hmprod (2)

Smekkbuxur! Okei mig hafði núna í  nokkur ár dauð langað í smekkbuxur en alltaf fundið afsökun til að kaupa þær ekki og jesús hvað ég sé eftir því að hafa ekki keypt smekkbuxur fyrr! ég þarf ekkert að pæla í hvort buxurnar séu að rúllast niður og það sjáist í rassaskoruna,þær eru ekkert þröngar um mittið,auðvelt að fara í og úr þeim, svo eru þær líka svo sjúklega sætar!!

 

 

 

 

Ég vona þessi færsla geti hjálpað einhvað ef þið eruð í vandræðum með að velja meðgönguföt. Eina sem ég ráðlegg er að kaupa ekki of dýr eða of mikið af meðgöngufötum.

 

Saga logo


My favorite maternity wear

I’ve been using these maternity leggings almost daily!I then borrowed from my friend when I was only 12 weeks pregnant but it didn’t take a long time for me to go to Lindex and buy another pair. They don’t roll down, don’t shrink in the washing machine and they were really cheap!

Breastfeeding top? Yes! The boobs get bigger!A LOT bigger! I began to feel uncomfortable using bras , so I just started using spikes but it didn’t take a long time before I got to big for them.

This long-sleeved sweater is very comfortable and I can and will use it a lot after Ólafía is born. She is very thin which is awesome because these days I’m always hot

Overalls! Okay, for a couple of years, I had wanted to buy my a pair, but always found excuse not to buy them and Jesus was that a mistake! I don’t have to worry about whether the pants are rolling down or if you can see my panties. They are easy to get into and to take them of, and they are so cute!

I hope this post can help someone if you’re have trouble choosing a maternity wear. The only thing I advise is not to buy too many or expensive maternity wears.

Ráð til að auka mjólkurframleiðslu

Hæ allir enn og aftur, í dag langaði mig að tala um eitt og gefa ykkur smá ráð um hvernig maður á að auka mjólkurframleiðslu! Það er ekkert mál að fá mjólk en það er nefnilega svaka vesen að viðhalda mjólkinni. Ef þig langar að auka mjólkurframleiðsluna þá verðuru að skilja hvernig mjólkin framleiðis, þegar þú ert búin að átta þig á því þá eru meiri líkur á að þú gerir réttu hlutina sem passar best fyrir þig og litla krílið.

8C0C9886-32A8-4C10-85DC-2B9C1AFA868B.jpegMálið er þannig að ef þig langar að auka mjólkurframleiðisluna þá verður þú að fá út eins mikla mjólk og þú getur og á mjög stuttum tíma líka, bara leyfa barninu að tæma þig eins oft og hægt er. Það er hægt að “púmpa” sig líka og tæma sig þannig en pumpan fær ekki út jafn mikla mjólk og barnið sjálft gerir. Þannig þú gætir pumpað þig á einu brjóstinu og láta barnið vera á hinu á meðan og skipta svo um brjóst til að leyfa barninu að tæma út nánast alla mjólk þú ert með. Hérna eru mín bestu ráð sem ég get gefið:

  • Farðu í “mjólk-mission” (vertu upp í rúmmi með barnið í 2 daga og hafðu nánast brjóstið upp í krakkanum 24/7)
  • Skiptu um brjóst allavegana 4 sinnum því stundum þá missir barnið áhugann á einu brjóstinu en tekur gott á móti hinu brjóstinu.
  • Ef barnið er undir 6 mánaða, reyndu að sleppa pelanum. Ef barnið er eldra en 6 mánaða þá getur þú gefið barninu brjóst fyrir og eftir fasta fæðu.
  • Farðu vel með mömmuna. Slappaðu af og drekktu mikið af vatni. ( að drekka mikið vatn aukar ekki mjólkurframleiðsluna en er samt mjög mikilvægur hlutur fyrir mömmuna )


F808E2A5-F416-42E3-A4AF-6E4D680FAB55Það eru margar konur sem halda að þær framleiða ekki nógu mikla mjólk  þegar þær eiginlega framleiða nógu mikla mjólk. Það er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Barn sem er á brjósti þarf að borða oftari en barn sem drekkur stoðmjólk vegna þess að brjóstamjólk meltir sig á 1,5-2 tímum. 
  • Barnið drekkur ekki jafn lengi og það gerði áður.( þegar barnið stækkar þá verður það miklu betri í sugunarprossessinu og þarf þess vegna ekki jafn langann tíma til að gera sig saddan)
  • Ef brjóstin á þér hætta að leka þá þýðir það ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil

Ef brjóstin virðast mjúk þá þýður það heldur ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil vegna þess að líkaminn þinn venjist þeirri mjólk sem barnið þarf.92110179-D658-4297-AB53-E6FA3AD74774

Ég mæli með nefúða sem heitir Sintocinon en hann á að hjálpa mjólkinni að fara út úr brjóstinu og gerir það léttara fyrir barnið að sjúga ef þú ert með litla mjólk. Þessi nefúði hjálpaði mér alveg helling!

Maríanna Ósk.

snapchat/instagram: Mariannaoskh

Leiðinlegar spurningar

Èg veit ekki hversu oft ég hef átt samtal við einhvern um ólettuna og það endar í óþægilegum aðstæðum eða leiðinlegum spurningum. Hèrna eru nokkrar leiðinlegustu spurningarnar og aðstæðurnar sem èg hef verið spurð að eða lennt í.

Var það planað?

Ég fekk þessa spurningu og fæ hana ennþá svo allt of oft og finnst hún alltaf jafn dónaleg. Það skiptir ekki máli hvort það var planað eða ekki, barnið er alveg jafn velkomið í heiminn og á alveg eftir að vera jafn elskað hvort svo sem það var planað eða ekki.

Ætlaru að eiga það?

Held þessi spurning sè svipað slæm og ,,var það planað?“.

Já auðvitað ætla èg að eiga það annars væri eg ekki að tilkynna þér að ég væri ófrísk.

Gangi þèr vel, þegar èg var að eiga rifnaði èg alveg í sundur.

Takk?

Þessar sögur eru alveg eins og hryllingsögur í eyrunum mínum!

Ertu ekki hrædd um að ____ þegar þú ert að eiga?

Jú þökk sè öllum hryllingssögunum er ég til dæmis mjög hrædd um að rifna, kúka á mig, þurfa fara í keisara, eða að einhvað fari úrskeiðis

Hvort kynið vonarðu að þetta sè?

Èg vona að barnið verði heilbrigt!

Eru þetta ekki bara hormónar?

Eftir að èg varð ólètt hætti èg að mega finna og tjá tilfinningar eins og depurð og reiði.. èg fekk alltaf og fæ ennþá reglulega spurninguna eru þetta ekki bara hormónar?

Þegar fólk grípur um bumbuna.

Þá er ég ekki að tala um þegar Silli heldur um magan á mèr þegar við erum að kúra eða þegar mamma er að finna fyrir því sparka. Èg er að tala um þegar ókunnugt fólk eða fólk sem ég hef ekki talað við í langan tíma kemur upp að mèr og grípur um bumbuna án þess að biðja um leyfi eða spurja hvort það sè í lagi fyrst.

Ertu ekki aðeins of ung?

Jú èg er ung og èg veit það að þetta verður mjög erfitt en ég veit líka að ég á eftir að verða góð mamma! Það er enginn ákveðinn aldur sem segir til um það hvenær þú ert tilbúin að verða foreldri.

Þú myndir til dæmis aldrei spyrja konu ,,ertu ekki aðeins of gömul til að koma með krakka?“

Saga logo


Rude questions

I can’t tell you how often I’ve been in a conversation with someone and it ends with a rude question or in a unpleasant circumstance. Here are some of the most rude questions I’ve been asked.

Was it planned?

I got this question and still get it all too often and it’s still always just as rude as the first time someone asked me this. It doesn’t matter whether it was planned or not, the baby is just as welcome to the world, and just as loved as if she was planned or not.

Are you gonna keep it?

This question, for me, is just as bad as „was it planned?“.

Yes, of course I intend to, otherwise I would not be telling you that I was pregnant.

Good luck, when I was giving birth the baby tore me apart.

Uhm, Thanks?

These stories are just like horror stories in my ears!

Aren’t you afraid that ____ will happen when you give birth?

YEAH! So thanks to all the horror stories, I’m very scared of being torn apart, going to Caesar, or that something wrong

You’re hoping for a girl right?

No, I’m hoping that the baby will be healthy!

It’s just the hormones speaking now.

After I became pregnant, I couldn’t express feelings like sadness and anger without getting the question ,,Aren’t those just the hormones speaking now?”

When people grab around my belly!

Now I’m not talking about when my boyfriend holds my belly when we’re cuddling or when my mom is trying to feel the baby kick. I’m talking about when people I don’t know or people haven’t talked to for a long time come up to me and grab around the without asking if it’s okay first.

Aren’t you too young?

Yes, I’m young and I know this will be hard, but I also know that I’m going to be a good mom! There is no specific age that tells you when you are ready to become a parent.

For example, you would never ask a woman, „Aren’t you too old to be having a baby now?“

Hægðatregða á meðgöngu.

Eins viðkvæmt umræðuefni og þetta er, er hægðatregða á meðgöngu svo algeng!
Hún er yfirleitt verst á síðasta þriðjungi meðgöngunnar en getur líka komið fyrr.

En hvað veldur hægðatregðu á meðgöngu?
Þarmahreyfingar minnka vegna áhrifa hormónsins prógestróns(kynhormón sem er oft kallaður meðgönguhormón) sem eykst þegar konur verða óléttar.
Svo er líka aukin upptaka vökva úr hægðum þar sem óléttar konur þurfa á meiri vökva að halda.
Hægðatregða getur líka komið útaf hreyfingarleysi eða ef þú borðar ekki trefjaríka fæðu.

Hvernig veit ég að ég sé með hægðatregðu?
Ef það líða nokkrir dagar á milli þess sem þú hefur hægðir, ef það er sárt að hafa hægðir, ef þér líður eins og þér sé enþá mál eftir að hafa verið ný búin á klósettinu, ef maginn er uppþembdur (geta oft fylgt verkir)…Þetta eru til dæmis einkenni hægðatregðu.

Hvernig get ég komið í veg fyrir hægðatregðu?
Borða trefjaríka fæðu, þú færð trefja til dæmis úr ávöxtum og grænmeti, grófu brauði og rúgbrauði, múslí, sveskjum og rúsínum, sveskjusafa, All-Bran og haframjöli.
Drekka nóg af vökva! til að fá nægan vökva þarftu að drekka að minnsta kosti 2-3 lítra af vökva á dag og auðvitað er vatn alltaf best.
Hreyfing, reyndu að fara í sund eða göngutúr annan hvorn dag í sirka hálftíma til að bæta meltinguna.
Farðu á klósettið ef þér er mál. Ekki fresta klósett ferðunum, ef þú heldur í þér dregur líkaminn enþá meira vatn úr hægðunum og þær verða harðari og það verður ennþá erfiðara að koma þeim frá sér.

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum sem er að eiga í vandamálum með þetta.
Mundu líka að þetta er ekkert til að skammst sín fyrir og ef ekkert gengur farðu þá til læknis því verkirnir sem fylgja þessu geta orðið svo rosalega vondir!

Saga logo


Constipation during pregnancy

As sensitive as this subject is, constipation during pregnancy is so common!

It’s usually worst during the third trimester of pregnancy.

But what causes constipation during pregnancy?

bowel movements decreases due to the effect of the hormone progestron (gender hormone that is often called the pregnancy hormone) that increases when women become pregnant.

There is also increased absorption of fluids from the stools because pregnant women need more fluids than women who aren’t pregnant.

Constipation may also come if you don’t exercise or if you do not eat fibrous foods.

How do I know I’m constipated?

Signs of constipation: If there are several days between stools, if it hurts when you poop, if you feel like you hav to go to the bathroom when you just went, if your stomach is bloated (can often be follwed with pain)

How can I prevent constipation?

Eat fibrous foods, for example, you get fiber from fruits and vegetables, coarse bread and rye bread, muesli, prunes and raisins, prune juice, all-bran and oatmeal.

Drink plenty of liquids! To get enough fluid, you need to drink at least 2-3 liters of liquid per day and of course water is always the best option.

Exercise, try swimming or walking every other day for about half an hour to improve digestion.

If you have to go,GO!. Do not postpone the toilet trip, if you hold the stools in to long the body will begin to take more fluids from the stool and your trip to th bathroom becomes even harder.

I hope this helps someone who is having this problem.

And remember that this is nothing to be embarrassed about! And if nothing works, go to a doctor because of the pain that may follow this can be so bad!