Mín upplifun af fæðingarþunglyndi

unnamed

Ég heiti Tanja og er 25.ára gömul, kærastinn minn og barnsfaðir heitir Egill.
Við eignuðumst okkar fyrsta barn þann 22.maí 2017, hann heitir Elías Egill.

unnamed (2)

Meðgangan gekk mjög vel nema á 30 viku þurfti ég alveg að hætta vinna vegna bjúgs á fótum. Þegar ég hugsa um meðgönguna í dag þá átta ég mig betur á því hvað ég var áhugalaus. T.d ef ég fekk gjöf, dót eitthvað sem tengdist Elíasi setti ég upp hamingju grímu. Mér fannst allt barna tengt frekar óspennandi og hafði í raun engan áhuga fyrir því.  Um leið og Elías Egill fæddist og var settur í fangið á mér hugsaði ég plís vill einhver taka hann. Brjóstagjöfin gekk erfiðlega og vildi Elías ekki sjúga og var latur. Ljósurnar uppá deild vildu að ég mundi pumpa mig og setja hann á brjóst á 3ja tíma fresti sem ég hafði engan áhuga á. Mér fannst ég vera bregðast Elíasi og öllum öðrum vegna þess að bjróstagjöfin gekk mjög illa. Við fengum loksins að fara heim eftir 4ra daga dvöl, en aðal ástæðan fyrir því hvað við vorum lengi var vegna þess að Elías vildi ekki taka brjóstið. Ég gafst upp á brjóstinu og gaf honum pela þegar heim var komið, ein besta ákvörðun sem ég gat tekið á þeim tíma og átti að berjast meira fyrir því uppá deild.

Þegar við förum með Elías í 9.vikna skoðun er ég látin taka próf sem allar konur  eru látnar taka. Þar sást greinilega að eitthvað væri að og fékk ég tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. Ég mætti í þennan tíma og gjörsamlega brotnaði niður og læknirinn skrifaði uppá Sertral fyrir mig. Einnig hef ég fenigð tíma hjá sálfræðingi á 2ja vikna fresti sem mér finnst mjöög mikilvægt að boðið sé uppá á heilsugæslustöðvum.

Ég ELSKA son minn meira en allt og vil vera með hann, gera allt það sem ég get fyrir hann. En mitt fæðingarþunglyndi lýsir sér þannig að mér finnst ég ekki vera hæf til þess að vera mamma hans. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrir hann í ýmsum aðstæðum og það lét mér líða enn verr. Þegar systur mínar komu í heimsókn og fóru að leika við Elías, þá hugsaði ég, ég get ekki gert þetta. Ég vildi bara vera ein og í friði.

unnamed (1).jpg

Í dag er Elías Egill 5.mánaða og mér líður mun betur, Ég hef meiri áhuga fyrir öllu barnadóta tali og lít á framtíðina björtum augum og veit að mér muni batna einn daginn.

Ps. Þið verðandi mæður,ný orðnar mæður og allar mæður ef ykkur líður illa leitið ykkur hjálp strax! Við eigum ekki að skammast okkar, Við erum að ganga í gegnum allskonar tilfinningar sem við þekkjum ekki. Það besta sem ég gerði fyrir mig og son minn var að þyggja hjálpina þegar hún bauðst.

Tanja Kristóbertsdóttir

Heimagerðir maskar fyrir feita húð

Eins og flest ykkar vita sem eruð búnar að eiga eða þið sem eruð ólettar núna hafið kannski tekið eftir því hversu mikið húðin ykkar breytist þegar þið eruð óléttar eða með barn á brjósti. Sumar konur fá alveg svakalegann bjúg í andlitið þegar þær eru óléttar og þegar þær eru búnar að eiga þá fer bjúgurinn hægt og rólega og sumar fá svakalega feita húð. Það á ekki við allar konur en t.d fyrir mig þá varð húðin á mér allt önnur þegar ég varð ólett! Ég var með svo flawless húð og fékk næstum því aldrei bólur en allt það fór í vaskinn þegar ég varð ólett. Húðin mín varð svo feit og hormónabólurnar tóku yfir, ég fékk alveg svakalegann bjúg í andlitið og fékk mjög feita húð og þessir maskar voru life savers fyrir mig og ég vona þeir geta hjálpað eitthverjum fleirum!

Tómatamaski.

Tómatar eru mjög góðir fyrir feita húð þar sem tómatarnir hjálpa húðinni að losa sig við olíu og á sama tíma losna þeir við stíflaðar svitaholur. Þessi maski er algjör snilld fyrir þig sem ert að díla við feita “olíu” og of mikinn gljáa á andlitinu þínu.666F97D7-EA8C-4C3D-B56A-42FB34DA4B61

Auðveldasta leiðin að gera þennan maska er bara að stappa saman tómata þangað til hann verður að hálfgerðum mauki ( það er líka hægt að setja hann í blandarann ) og smyrja honum út á T-svæðið þitt eða þar sem þér finnst húðin þín sem feitust. Láttu maskann standa á andlitinu í 15 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu þetta svo sirka 2-3 á viku til að fá húðina þína ferska, jafn-tónaða og flawless með því að gera “bletti” og acne örvar minna sjáanlegt.

Sítrónusafamaski.

Sítrónusafi til að jafnvæga feita húð, það er satt að sítrónu safi pirrar húðina þína en það er líka satt að sítrónusafi er mjög gott til að jafnvæga feita húð. Sítrónusafi er fullur af vítamín C, eins og tómatar og papaya og er þessvegna mjög gott að nota fyrir feita húð. Þau sem eru með feita húð eru oftast í vandræðum við acne, bólur og jafnvel fílapensla og getur þú taklað það með sítrónusafa! Með að nota sítrónusafa getur þú fengið slétta, jafn-tónaða, ferska, olíu lausa og hreina húð!1586B5C4-F198-4C76-9498-8DEBC6BC7095.jpeg

Settu 1 eggjahvítu og 2 teskeiðar í skál og hrærðu því svo saman og nuddaðu maskanum svo í smá hringi í gegnum allt andlitið og láttu það svo þorna í 10-15 mínútur. Skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Hafra, sítrónusafa, hunangsmaski.

Þessi maski er í algjöru uppáhaldi, mjög létt að gera hann og ég sá svakalegann mun á húðinni minni bara eftir 3 skipti! Hafra, sítrónusafi og hunangsmaski fyrir feita húð! Þessi maski virkar sjúklega vel fyrir feita húð.CB1ED743-EA15-4482-BA5F-E401ABB4174B.jpeg

Blandaðu saman öllu í skál og láttu það svo í andlitið á þér, hægt er að setja hann nálægt augum og á varnirnar. Láttu maskann sitja á andlitinu í 10 mínútur og skolaðu hann síðan út með heitu vatni og þurrkaðu síðan á þér andlitið með mjúkum þvottarpoka. Þessi náttúrulegi maski heldur húðinni þinni hreinni, olíu lausa og ferska! Algjör snilld fyrir djúphreinsun á húð. Endurtaktu einu sinni daglega eða eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Instagram og snapchat : mariannaoskh