Afþreying á Akureyri


Ertu á leiðinni norður í sumarfrí og vantar hugmyndir að skemmtilegum áfangastöðum?
Nýlega fórum við Guðbjörg á Akureyri með krakkana okkar, sem eru á bilinu 8 mánaða til 6 ára. Við vorum frá morgni til kvölds með fulla dagskrá og fundum eitthvað sem hentaði öllum.

Daladýrð

Daladýrð er ótrúlega skemmtilegur dýragarður þar sem þú getur verið innan um dýrin, gefið geitunum að borða og klappað kanínum. Garðurinn er á stóru svæði og afgirtur , tvö niðurgrafin trampólín og risastór sandkassi ásamt þríhjólum og barna traktorum sem krakkarnir geta fengið að leika sér á án þess að foreldrar þurfi að hafa áhyggjur af því að börnin fari eitthvert sem má ekki fara. Garðurinn er frekar opinn að því leiti til að þú getur séð yfir allan garðinn svo það er nánast ómögulegt fyrir börnin að týnast þar.
Í Daladýrð er svo hægt að kaupa sér vöfflur og kaffi, svala og ís til að nefna dæmi.

Kaffi kú.

Kaffi kú er ótrúlega skemmtilegur staður til að fara með börn. Hægt varað sitja inni og horfa yfir beljurnar í fjósinu meðan maður sötraði á mjólkurhristing og fékk sér gómsæta vöfflu.
Á kaffihúsinu er líka lítið hús fyrir börn, stút fullt af dóti, litum og blöðum til að leika sér í ef þau verða eirðalaus á að sitja við borðið.
Hægt er svo að labba í gegnum fjósið hjá beljunum.

Jólahúsið

Minn draumastaður, í jólahúsinu er hægt að sjá grýlu og skoða endalaust af jólaskrauti. Húsið ætti ekki að fara framhjá þér þegar þú kemur að því, þar sem það lítur út eins og það sé tekið úr teiknimynd. Ég myndi segja að jólahúsið væri skyldu stopp fyrir jólabörn eins og mig sjálfa.

Sundlaugin á Akureyri

Sundlaugin á Akureyri hentar fyrir alla aldurshópa, þjónustan var upp á 10! Það er lítil laug með lítilli rennibraut fyrir yngri krakkana, rennibrautarlaug með þrem (að mig minnir) rennibrautum, stórir og góðir heita pottar og stór laug sem hægt er að synda í.

Verksmiðjan.

Verksmiðjan er veitingastaður sem er hægt að fá allt frá hamborgurum og pizzu yfir í rif og þorsk. Frítt er fyrir börn yngri en 6 ára að borða af barnamatseðlinum, lítið dýnuherbergi með sjónvarpi fyrir börn að horfa á teiknimynd, litir og litabók í boði fyrir krakka og ljúfengur matur fyrir alla.

Axelsbakarí

Hvað er betra en að stoppa í bakarí eftir góða sundferð? Já eða hafa góðan bröns á sólríkum sumardegi. Axelsbakarí er með eitthvað fyrir alla, gómsæta snúða, brauð, kökur og svo margt fleira.

Tómstundir þegar útiveran gengur ekki

Þetta er færsla fyrir alla veikindapésa og þegar viðrar ekki nógu vel fyrir útiveruna.

1. Kauptu pappírsrúllu í t.d. ikea og svuntu því þetta gæti orðið… Skemmtilegt! Blandaðu þína eigin málningu úr hráefnum sem flestir eiga í eldhússkápnum og málið fallega mynd.

2. Setjist undir teppi í stofunni og lesið bók með fallegum myndum og ræðið myndirnar… ekki verra ef ykkur tekst að búa til ykkar eigin sögu bara úr myndunum.

3. Búið til trölladeig og leirið eitthvað skemmtilegt.

4. Bakið smákökur, það er vel hægt að finna hollar og góðar smáköku uppskriftir.

5. Búið til virki í stofunni eða borðstofu… Æskan er svo stutt hjá þessum elskum og þau munu aldrei minnast draslsins heldur samverunnar.

6. Sitjið bara og spjallið um daginn og veginn… Þegar börnum gefst færi á þá þykir þeim rosalega gaman að bulla og tala um sig og sína sýn á heiminum.

7. Spilið borðspil eða bara þessi klassísku spil (veiðimaður, olsen olsen ofrv.

8. Kubbið hús og leikið með barbí… Notið ímyndunaraflið.

9. Búið til þrautabraut í stofunni eða lekfimidýnu á ganginum (leggja niður sængur og teppi.

10. Hafið ykkar eigin danspartý þar sem allir skiptast á að velja lag til að dansa við.

11. Hví ekki að nota gömlu sokkana sem aldrei finnst parið saman. Búið saman til sokkabrúður.

12. Búið til músastiga eða pappakeðju.

13. Farið í tískuleik (alltaf gaman að fá að máta mömmu og pabba föt)

14. Púslið saman.

15. Hafið lautarferð… inni!

16. Búið til kórónu eða grímu úr pappír.

17. Farið í feluleik… það er alltaf gaman!

18. Lærið origami (netið getur hjálpað)

19. Gerið bílaþvottastöð… fyrir dótabíla.

20. Gerið ratleik inni!

10 skemmtilegir útileikir

  1. Eina króna
    Einn „er hann“.  Hópurinn sem ætlar að leika í leiknum byrjar á því að safnast saman við eitthvern staur. Sá sem „er hann“ telur uppí 50 á meðan hinir hlaupa í burtu og fela sig. Þegar sá sem „er hann“ er búinn að telja fer hann að leita af þeim sem földu sig
    Leikurinn gengur svo út á það að „sá sem er hann“ finni krakkana sem voru að fela sig og hleypur þá að staurnum, kallar ein króna fyrir (nafn þess sem hann sá/fann) einn, tveir og þrír. En þeir sem eru að fela sig eiga líka að reyna komast að staurnum og frelsa sjálfan sig með því að segja ein króna fyrir mér einn, tveir og þrír. Leikurinn gengur svo svona áfram þar til allir eru fundnir/komnir upp að staurnum
  2. Fallin spýta
    MG_2867-e1469393009545
    Leikurinn fer þannig fram að einn úr hópnum er valinn  til að bíða hjá spítu sem er stillt upp við vegg. Hann byrjar á því að telja upp á 50 og á meðan hlaupa allir úr hópnum og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef sá sem „er hann“ sér eitthvern, hleypur hann að spýtunni, fellir hana niður og kallar ,,Fallin spýta fyrir (nafn viðkomandi) einn, tveir, þrír. 
    Þeir sem földu sig reyna svo að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar, fella hana niður og kallar ,,fallin spýta fyrir öllum einn, tveir, þrír“ og með því frelsar hann alla.
  3. Finna hluti
    Valinn er bókstafur t.d S. Keppendur fá svo 5 mínútur til að finna sem flesta hluti í náttúrunni sem byrjar á þeim bókstaf. Sá sem finnur mest vinnur. Hægt er að keppa bæði í liðum eða sem einstaklingur.
  4. Hlaupa í skarðið
    Allir mynda saman hring, einn er valinn til að byrja fyrir utan hringinn, hann hleypur og „klukkar“ eitthvern í bakið og hleypur hringinn, sá sem er klukkaður hleypur í öfuga átt og þeir tveir keppast um hvor er á undan í skarðið. Sá sem var á undan í skarðið snýr svo baki inn í hringinn en sá sem var seinni finnur svo annan til að klukka og keppa við.
  5. Úti bingo
    Krakkarnir fá bingó spjöld og reyna finna hluti til að krossa útaf. Hægt er að breyta leiknum svo hann henti hvaða aldurshópi sem er.
    Hugmyndir að bingóspjöldum eru hérna, en hægt er að finna fullt af tilbúnum spjöldum á google.
    e4c5ee238cf334d8130c3a66e1cc870a
  6. Hvít og rauð blóðkorn
    Börnin hlaupa um í pörum og eru rauð blóðkorn. Tvö til þrjú eru svo valin til að vera hvítu blóðkornin sem reyna að stoppa rauðu blóðkornin. Ef hvítu blóðkornin nær pari/rauðu blóðkorni þá á það að mynda æð með því að setja lófana saman upp í loft svo annað par geti hlaupið í gegn og frelsað þau. Hvítu blóðkornin eiga reyna stoppa öll rauðu blóðkornin.
  7. Fram fram fylking
    Tvö börn eru ræningjar. Þau standa á móti hvort öðru og haldast í hendur og mynda hlið(halda höndum uppi) sem hin börnin ganga svo í gegnum í halarófu og leið og þau syngja lagið.
    Fram, fram fylking,
    forðum okkur háska frá
    því ræningjar oss vilja ráðast á.
    Sýnum nú hug, djörfung og dug.
    Vakið, vakið vaskir menn
    því voða ber að höndum.
    Sá er okkar síðast fer
    mun sveipast hörðum böndum
    Þegar sungið er „sveipast hörðum böndum“ taka ræningjarnir þann til fanga sem er að fara í gegnum „hliðið“ þá stundina. Þeir fara með fangann afsíðis og láta hann velja á milli einhverra tveggja, lokkandi hluta, eða t.d. ávaxta sem þeir höfðu fyrirfram ákveðið. Þannig gæti t.d. annar ræninginn fengið alla sem velja epli en hinn alla sem velja appelsínur. Fanginn fer síðan aftur fyrir þann ræningja sem hann valdi og stendur þar uns leiknum lýkur. Síðan er lagið sungið aftur og halarófan fer aftur af stað og næsti fangi gripinn. Þannig myndast smám saman röð fyrir aftan ræningjana, og þegar allir hafa verið teknir til fanga er farið í reiptog, reyndar án reipis, en ræningjarnir haldast í hendur og liðsmenn þeirra toga í þá og hvern annan. Það liðið sem tekst að toga hitt til sín vinnur. Auðvitað er svo líka hægt að hafa reipi við hendina og nota það. Muna að allir eiga að syngja með, líka fangarnir.
  8. Köttur og mús
    Image result for köttur og mús
    Þátttakendur, að tveimur undanskildum, mynda stóran hring, snúa inn í hann og halda höndum saman. Annar tveggja er inni í hringnum og er hann músin. Hinn er kötturinn og er utan hringsins. 
    Kötturinn á að klófesta músina en hún reynir að forða sér undan honum og má hlaupa út úr hringnum og inn í hann. Þeir sem í hringnum eru mega hjálpa músinni með því að lyfta örmum svo hún komist greiðlega inn og út úr hringnum. Á hinn bóginn eiga þeir að tefja fyrir kettinum með því að halda höndum niðri og loka fyrir honum leiðinni inn og út úr hringnum. 
    Takist kettinum að klófesta músina eru aðrir þátttakendur valdir til að vera í hlutverkum kattarins og músarinnar. Takist kettinum ekki að ná músinni innan ákveðins tíma eiga hinir að telja upp að 10 hægt og rúlega og hafi kötturinn ekki þá náð músinni taka aðrir við hlutverkum þeirra. 
  9. Bimbi rimbi rimbamm
    red-rover.jpg
    Hópurinn stendur upp við vegg, nema einn sem snýr á móti hinum og stendur í dálítilli fjarlægð frá hópnum. Sá sem „er hann“ (segjum að það sé hann Þórir) byrjar og syngur;
    Þórir:„Bim-bam-bim-bam, bimbi-rimbi-rim-bam“. Um leið gengur hann fram í fyrri hluta vísunnar en bakkar til baka í þeim síðari.
    Þá svarar hópurinn (og gengur fram og aftur eins og áður) „Hver er að berja, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Það er hann Þórir, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Hópur: „Hvern vill hann finna, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Elskulegu Stínu sína, bimbi-rimbi-rim-bam“ (og nú nefnir Þórir þann sem hann vill fá til sín, ath. það getur verið hvort sem er strákur eða stelpa).
    Hópur: „Hvað vill hann með hana, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Láta hana vaska upp, bimbi-rimbi-rim-bam“ (auðvitað ákveðið þið sjálf hvað viðkomandi á að gera).
    Hópur: „Hvað fær hún að launum, bimbi-rimbi-rim-bam“.
    Þórir: „Tíu börn í bala og átján rottuhala“ (muna, vera sniðugur í svari en ekki leiðinlegur).
    Hópur: „Fari hún þá með gleði, bimbi-rimbi-rim-bam“ (eða skít og skömm, eftir því hvað við á).

    Og nú fer Stína yfir til Þóris og þau koma sér saman um hvern á að biðja um næst o.s.frv.

  10. Bófaleikur
    s7mkO-Bdc_iy_960x960_G97J2gYQ
    Í upphaf leiks er hópnum skipt í tvennt, annar helmingurinn eru bófar og hinn helmigurinn eru löggur. Ákveðið er stað þar sem fangelsið er. Löggurnar hlaupa á eftir bófunum og klukka þá, færa þá í fangelsið og skipta þeim að vera kyrrir. Ef löggurnar vakta fangelsið ekki nógu vel geta bófarnir sloppið og þá þurfti löggan að ná þeim aftur.
    Þegar löggurnar höfðu náð öllum bófunum í fangelsið er skipt um hlutverk, löggur verða þá að bófum og bófar að löggum.

1

Kátt á Klambra- 29.07.18.

Kátt á Klambra er með betri og ein stærsta barna-& fjölskylduhátíðin í Reykjavík sem hefur verið fagnað verulega í tvö ár,enda er þetta frábær afþreyingarviðbót í miðju sumarfríi.

KáK (1).jpg

Kátt á Klambra er sérstaklega hannað fyrir börn en þar er meðal annars hægt að skipta frítt á bleyjum, barna nudd og sér afgirt svæði til að gefa á brjóst í ró og næði.

haest (1)
internet (1).jpg

Dagskráin er stútfull það er meðal annars boðið uppá graffitikennslu, sirkuskennslu, dans, jóga, rokkneglur, föndur, húllafjör, og fullt af skemmtiatriðum á hátíðarsviðinu, eins og Jói Pé og Króli, Frikki Dór, Emmsjé Gauti, Ronja Ræningjadóttir og margt margt fleira. Þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hátíðin er ætluð börnum á aldrinum 0-13 ára.Jóna Elísabet Ottesen var á Secret Solstice árið 2015 meðrúmlega eins árs dóttur sinni, þegar hugmyndin af barnahátíðinni kviknaði upp hjá henni. Jóna sagði svo Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur frá hugmyndinni og það sumar hófu þær hugmyndavinnu fyrir hátíðina sem var svo haldin í fyrsta sinn sumarið 2016. Þær Jóna og Valdís halda um hátíðina ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur.

skilti
Öll afþreying er innifalin í miðaverðinu en miðinn kostar aðein 1.500Kr eða fjórir miðar á 5.000 Kr, frítt fyrir börn þriggja ára og yngri!
Hægt er að panta miða hér eða við inngang en þá leggjast auka 300Kr á miðaverðið.
Í fyrra var þrusumæting, hér getið þið séð myndband frá hátíðinni í fyrra.

Við mælum með því að allir sem hafa tök á að mæta komi með piknik teppi og njóti dagsins með fjölskyldunni.


Þessi færsla er ekki kostuð en unnin í samstarfi við Kátt á Klambra

Sumarafþreying fyrir yngri börnin

Eldri stelpan mín er núna 2 ára og er frekar erfitt að fara með hana í fallin spíta eða einakrónu. Þar sem það er spáð sól núna í vikunni og sumarið vonandi loksins að byrja langar mig að koma með hugmyndir fyrir ykkur af sumarafþreyingu fyrir yngri börnin.

Kríta

Dóttir mín elskar að teikna og lita, ég er alveg viss um að krítarnir eigi eftir að slá í gegn hjá henni í sumar.

Blása og sprengja sápukúlur

Það var skemmt sér mikið þegar við fórum í útskriftarveislu um daginn meðan stelpan mín sprengdi sápukúlur á meðan stóra frænka hennar var að blása þær.

Boltaleikur

Við keyptum léttan fótbolta fyrir ekki svo löngu, veðrið hefur ekki verið nógu gott enþá til að fara út í boltaleik en höfðum virkilega gaman af því að rúlla honum á milli okkar inni.

Týna blóm

Ég hef núna tvisvar fengið fíflavönd frá dóttur minni, svo gaman að fara með henni út og sjá með stjörnurnar í augunum þegar við setjum vöndinn í glas inni. Fáum svo óspart að heyra það hver týndi blómin hahah.

Málað með vatni

Gaman fyrir þá sem eru kannski með pall en virkar auðvitað líka á stéttina. Taka málingarpensil og bakka, setja vatn í bakkan og leyfa þeim að „mála“.