Andlegt ofbeldi|Þekkir þú merkin?

Mér finnst skipta miklu máli að fólk geri sér grein fyrir hvað andlegt ofbeldi er til að geta áttað sig á því sem fyrst að þetta sé í gangi. Mér finnst mikið hafa verið talað um andlegt ofbeldi að hálfu maka en eins og flestir vita getur það gerst hvar og hvernær sem er. Gerandinn getur verið besta vinkona eða vinur þinn, foreldrar, yfirmaður eða samstarfsfólk til að nefna dæmi.

Hann/hún öskrar á þig, kallar þig ljótum nöfnum eða niðurlægir þig.
Kannski ætlaði hann/hún ekki að nota þetta orð? Kannski gerði ég hann/hana bara svona pirraða/n, kannski var þetta bara lítið skot sem átti bara vera fyndið? Eða er ég kannski bara of viðkvæm/ur?
Þetta eru hugsanir sem þú gætir fengið, en það var ekkert sem þú gerðir vitlaust. Það er aldrei nein afsökun fyrir því að beita andlegu ofbeldi.

Setur fyrir reglur eða reynir að stjórna útliti þínu.
,,Viltu ekki skipta um föt eða mála þig aðeins?“
,,þú mátt bara fá 3000kr með þér á djammið og þú verður komin heim fyrir 2″
,,þú mátt ekki kaupa þér hárnæringu, þú notar of mikið af henni“

 Hótanir
Hann/hún gæti hótað að hætta með þér, reka þig úr vinnu, segja frá leyndarmálum sem þú treystir manneskjunni fyrir. Gerandinn gæti hótað að skemma hluti sem þú átt, hótað að drepa sig ef þú gerir ekki það sem hann vill.

Einangrar þig
Eitt sinn var ég föst á milli steins og sleggju, ég vildi ekki fara því ég hélt ég væri ástfangin en vildi fara því mig langaði að hitta fjölskylduna mína. Í margar vikur fékk ég ekki að hitta mömmu því ,,Bensínið er svo dýrt“.

Tekur reiðina út á dauðum hlutum
Hann/hún gæti kastað hlutum, myndum, húsgöngum til og frá um heimilið, lamið í vegg eða brotið eitthvað.

„Silent treatment“
Viðkomandi svarar ekki símanum, skilaboðum, svarar ekki þegar þú reynir að tala við hann/hana, yrðir ekki á þig, hunsar þig þar til þú biðst fyrirgefningar, og í mörgum tilfellum dugar ekki að segja það einu sinni eða þú þarft bjóða eitthvað í staðin.

kennir þér um mistök sem hann/hún gerir.
-Afhverju skemmdir þú þetta?
,,afþví þú gerðir mig reiða/n“

Ásakar þig um hluti sem þú gerðir ekki.
ásakar þig um framhjáhald, baktal, meiðyrði og jafnvel lýgur uppá þig eru dæmi um andlegt ofbeldi af þessu tagi. Gerandinn telur sig alltaf vera saklausan og þarft þú því alltaf að biðjast afsökunar eða útskýra fyrir honum/henni.

Lætur þig fá samviskubit.
,,ég hélt þú vildir frekar vera með mér en að hitta vini/fjölskylduna þína“
,,Ef ég byggi ein/n væri ekki alltaf svona skítugt hérna“
Sumir vinir eiga líka til að eigna sér þig eða láta þig fá samviskubit fyrir að eiga aðra vini.

Setur út á þig.
Hann gæti verið að setja út á útlit, talsmáta þinn eða persónuleika.
Lítil „skot“ á kostnað annara.
,,ætlaru í alvöru að klæða þig svona?“
,,þú hlærð asnalega“
,,brostu frekar með lokaðan munn“
,,viltu ekki fá þér aðeins minna á diskinn?“
Og ef þig sárnar lætur gerandinn þig fá samviskubit.

Neyðir þig í kynlíf.
,,Ég skal hjálpa þér en þá skuldaru mér drátt“

Lætur þig efast geðheisluna þína.
Gerandinn endurtekur trekk í trekk við þig að þú þurfir að leita þér hjálpar, að þú sért veik/ur á geði eða jafnvel sendir foreldrum, vinum eða fólkinu í kringum þig skilaboð þar sem hann/hún lýsir yfir áhyggjum sínum yfir geðheilsunni þinni.

Fleiri greinar um andlegt ofbeldi er hægt að finna á netinu, eigi þessi dæmi við um þig þá hvet ég þig til þess að leita þér hjálpar. Þetta getur komið fyrir alla, óháð kyni og er alls ekki þér að kenna.

img_2771-1