Svefnþjálfun

Yngra barnið hjá mér er núna ný orðinn sex mánaða og hefur aldrei sofið heila nótt.Til að taka nánar fram þá hefur hann aldrei sofið lengur en í samfellda 2-3 tíma.

Ég var orðin buguð af þreytu og taldi niður mínúturnar þar til hann lagði sig svo ég gæti lagt mig með honum. Sonur minn var líka orðinn þreyttur og við vorum komin í vítahring með svefinn hans.
Við prufðum öll ráð í bókinni en ekkert virkaði. Allt frá því að hafa hann í sínu rúmi, að gefa honum helling að borða fyrir svefn yfir í að gista hjá ömmu sinni.


Ég hringdi þá í hjúkrunarfræðing, taldi upp allt sem við vorum búnar að reyna og hún stóð á gati hvað væri hægt að gera. Eftir að við spjölluðum í smá stund og sagði henni nánar út í hvernig næturnar væru, að hann væri yfirleitt að vakna á 1.5 tíma fresti bara til að fá nokkra sopa af mjólk, fann hún grein sem hún ráðlagði mér að lesa.
Greinin er skrifuð af Maríu Gomez og er á Paz.is, set link neðst í færsluna og mæli með að allir verðandi eða nýbakaðir foreldrar lesi hana!
Til að byrja með var ég frekar tvísýn á þessa aðferð. Ég átti að leggja hann upp í sitt rúm, segja góða nótt og mátti bara kíkja á hann á þriggja mínútna fresti. Þegar ég fór inn til hans átti hann að fá lágmarks þjónustu, duddan upp í munninn, breiða yfir hann og aftur fram í þrjár mínútur.
Ég var ekki alveg á því að þetta væri leiðin að leyfa barninu að gráta þar til hann sofnaði og eflaust margar mömmur sem skilja hvað ég á við. En tilgangurinn með að kíkja á hann á þriggja mínútna fresti þar til hann sofnar er að gefa honum þetta öryggi, að hann viti að ég sé þarna. Að honum líði ekki eins og hann sé einn og yfirgefinn.


Ef þú ert að spá í að prufa þessa aðferð en ert smá efins langar mig að deila með þér nokkrum punktum sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig.
Er barnið í lífshættu á að gráta?
Ertu að yfirgefa barnið þegar þú ert að kíkja á hann á þriggja mínútna fresti?
Svefn er nauðsynlegur fyrir alla, bæði þig og barnið þitt.
Ef þú ætlar að kenna barninu þínu að sofa verðuru að gera það fyrir níu mánaða aldur eða eftir átján mánaða aldur.
Þetta verða nokkrar erfiðar nætur og svo fáið þið bæði svefninn sem þig hefur dreymt um.

Fyrsta nóttin af svefnþjálfun.
Ég ætla ekkert að skafa af því að fyrsta nóttin var hræðileg! Eftir að hafa svæft barnið í fanginu frá því hann fæddist og sofa með hann alveg upp við mig í sex mánuði voru þetta mikil viðbrigði fyrir okkur bæði.
Ég lagði hann upp í rúm, stillti skeiðklukkuna á símanum og svo beið ég. Fyrstu 4 skiptin sem ég fór inn voru ömurleg, hann grét og ég beið við hurðina með hnút í maganum og mesta samviskubit sem ég hef nokkurntíman fundið fyrir. Næstu tvö skiptin var hann orðinn alveg rólegur og í síðasta var hann sofnaður.


Það tók ábyggilega meira á mig heldur en hann þessar tuttugu mínútur, því drengurinn svaf í fjóra tíma.
Klukkan var rétt eftir miðnætti þegar hann vaknaði og það tók þrjú korter fyrir hann að sofna aftur. Eftir það svaf hann til morguns. Í kjölfarið urðu daglúrarnir daginn eftir mun auðveldari og þurfti ekkert að svæfa hann!
Önnur og þriðja nóttin.
Aðra nóttina tók hálftíma fyrir hann að ná að sofna EN hann svaf alla nóttina.
Þriðju nóttina voru daglúrarnir búnir að ganga svo vel sem og nóttin þar á undan. Ég lagði hann upp í rúm og fór fram, tilbúin í rútínuna sem var að byrja myndast hjá okkur. Nema hvað að 10 mínútum seinna fatta ég að ég hafði ekki stillt klukkuna eða kíkt á hann, þegar ég kem inn í herbergi er barnið sofnað! Og já hann svaf alla nóttina.
Við erum núna á nótt fjögur og það er jafn auðvelt að setja hann upp í rúm að sofa og mig sjálfa. Okkur líður báðum mun betur eftir bara tvær nætur af góðum svefn, held ég hafi vanmetið mjög hvað góður svefn getur haft áhrif á allt hjá mann.
Ég mæli 150% með því að foreldrar og verðandi foreldrar kynni sér þessa aðferð, því hún hefur gjörsamlega bjargað okkur.
Hér er likur af greininni.

Barn á leiðinni – Hvað þarf ég að eiga?

Nú á ég 2 börn og með annað í ofninum. Ég var búin að steingleyma hvað það var mikill höfuðverkur að hugsa fyrir því hvað væri alveg nauðsynlegt að eiga fyrir barnið og hvað væri í raun bara munaður, svo auðvitað höfum við líka mis mikið pláss undir þann búnað sem þessum elskum fylgir og því þarf að velja hvað sé nauðsynlegra en annað.

Nauðsynjar

Svefnaðstaða – Fyrst af öllu þarftu að hafa eitthvað fyrir barnið að sofa í. Vagga getur verið mjög hentug en hún er alls ekki nauðsynleg og er aðeins notuð í stuttan tíma fyrir utan það að hún getur verið plássfrek ef rýmið er ekki sem mest. Þess vegna kaus ég með fyrsta barn að kaupa bara rimlarúm og nýttist það honum til 3 ára.

Skiptiaðstaða -Nú því næst er alveg must að hafa einhvern þægilegann stað til þess að skipta á barninu, ég var með skiptiborð með bæði mín eldri og mun nýta það sama með þriðja þegar það mætir, en það er ekki svo nauðsynlegt að það sér skipti“borð“ heldur er alveg nóg að hafa bara dýnu sem þú getur haft með þér um alla íbúð, skiptiborðið sem ég hafði fyrir elsta barn í 2 herbergja íbúð var einfaldlega bara fyrir og hefði því alveg mátt vera án. Ég skipti hvort eð er bara á honum mest í rúminu með roptusku undir honum.

Bílstóll – Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga bílstól til að ferja þessar gersemar milli staða og þá fyrst frá spítala heim.

Vagn – Vagn er eitthvað sem þú munt nota óspart fyrsta árið og ekki skemmir fyrir að kaupa kerru sem hægt er að skipta milli vagnstykkis og kerru, þannnig endist græjan enn lengur. Þar sem ég ferðaðist ekki neitt rosalega mikið með strákinn á bíl fyrsta árið þá nægði mér að vera með góðan einangraðann vagn og kerrustyrrki en með stelpuna þá keyptum við pakka sem var með vagn- og kerrustykki og millistykki fyrir bílstólinn svo við notuðum í raun bara grindina fyrstu mánuði með bílstólinn.

Brjóstagjafapúði – Hvort sem þú stefnir á að hafa barn á brjósti eða gefa pela þá er gjafapúði einstkalega þægilegur til að auðvelda matartímann. Ekki skemmir það heldur fyrir að þessi púði getur auðveldað þér svefninn á síðustu metrunum líka.

Skiptitaska – Þegar ég segi skiptitaska er ég ekki endilega að benda á að þú þurfir að kaupa þér dýrustu töskuna með 3,764 hólfum sér hönnuðum fyrir hvern hlut fyrir sig. Það nægir alveg að nota góða tösku sem rúmar bleyjur, blautbréf og auka sett af fötum.

Brjóstapumpa – Ég mjólka eins og verðlaunakýr og þurfti með bæði börnin að létta aðeins á á meðan flæðið var að jafna sig (Stálmar eru eitthvað hannað af skrattanum sjálfum) en það auðveldar líka ef þú þarft að fara frá barninu í lengri tíma bæði með því að hægt er að undirbúa það með að mjólka fyrirfram og einnig að létta á á meðan þú ert ekki heima.

Peli og snuð – Ef þú ert að eignast þitt fyrsta barn er engin leið fyrir þig að vita hvernig brjóstagjöfin mun ganga og því alltaf gott að hafa varann á og vera undirbúin því að mjólka kannski ekki of vel. Sömuleiðis þá liggja sum börn bara á brjóstinu til að svala sogþörf og þá er alltaf gott að geta gripið til snuðsins og forðast of örvun á mjólkinni og gefa túttunum smá frí.

Roptuskur/taubleyjur – Ef barnið þitt er eitthvað eins og mitt fyrsta þá mun koma smá (mikið) af mjólkinni upp aftur með ropanum og þá alltaf gott að hafa eitthvað til að grípa það, þessar tuskur nýtast nefnilega líka í svo mikið meira en bara það. Ég keypti stórar til að leggja í rúmið undir höfuð barnsins, ég nota þær stundum við bleyjuskipti og ef þú hefur ekkert annað þá er hægt að nýta þær sem smekk.

Eyrnapinnar – Þú þarft eyrnapinna til að þrífa naflastubbinn þar til hann dettur af, annars er hætt við að sýking komi upp.

Náttgallar með sokkum – Þar sem maður fer skammt fyrstu vikurnar með barnið þá er best að eiga góða náttgalla til að hafa það notalegt í á daginn og líka til að halda litlum tásum hlýjum.

Samfellur – Sokkabuxur – Það er einfaldlega lang þægilegast að hafa barnið í sem fæstum flíkum til að auðvelda lífið.

Teppi – Börnin mín voru hvorug miklar sængurpersónur og spörkuðu þeim fljótlega af sér þegar þau fóru að geta það. Þess vegna notaði ég meira teppi en sæng.

Brjóstahlífar og nipplecream – Algengt er að konur séu lausmjólka og þá sakar ekki að hafa annað hvort púða sem draga í sig mjólkina eða hjálm sem safnar henni saman. Sömuleiðis getur brjóstagjöfin byrjað brösulega eins og hjá svo mörgum konum, ekki spara peninginn í lanolin krem (eða sambærilegt) því sár á geirvörtu eru ekki skemmtileg.

Gjafahaldarar – Ég notaði mest íþróttatopp fyrstu vikurnar með strákinn en guð hvað það er langt um þægilegra að nota gjafahaldara/topp og þeir eru líka góðir þegar venjulegu haldararnir eru hættir að vera þægilegir.

Bleyjur – Grysjur/blautþurrkur – Bossakrem – Eitthvað sem má auðvitað ekki vanta á ungbarnaheimili.

Handspritt – mild handsápa – Þegar börnin eru glæný eru þau mjög móttækileg sýklum og því mikilvægt að halda hreinlæti í góðu standi – sérstaklega þá utan aðkomandi hendur/gestir.

Mælir – Það er nauðsynlegt að eiga góðan rassamæli og stíla ef krílin skyldu grípa einhverja pestina en ef barn undir 3 mánaða fær yfir 38° hita þá skal strax leita til læknis.

Brúsi og létt/einfalt snarl – Þegar þú ert með barn á brjósti er auðvelt að gleyma eða hafa lítinn tíma til að hugsa um að næra sig. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa brúsa við hendina og létt snarl eins og ávexti, hnetur og annað í þeim dúr.

Baðbali – Ekki er verra ef hann er á fótum en það léttir baðtímann helling.

Windy – saltvatnslausn – stílar – Windy eru stautar sem notaðir eru til að hjálpa barni að leysa vind. Saltvatnslausn er notuð við stífluðum nebbum og stílar sem hitalækkandi.

Ekki svo nauðsynlegt en eykur þægindi

Ungbarnaróla – Sum börn eru kveisubörn og líður þá oft best þegar þau eru á hreyfingu, þá er rólan einmitt mjög þægileg til að hvíla þreyttar hendur.

Burðarpoki/Burðarsjal – Þetta átti ég ekki með elsta barnið en þetta var hinsvegar himnasending með stelpuna sem vildi helst bara lúlla í fangi á daginn.

Svefnpoki – Ef þú ert ein/n af þeim sem hefur öryggið uppa 100% þá er hægt að kaupa svefnpoka sem börn geta ekki með nokkru móti togað upp fyrir höfuð og kemur það því í veg fyrir köfnunarhættuna sem getur stafað af teppi og sæng á meðan börnin hafa ekki vit á að draga það frá andliti.

Vagga – Þetta er eitt af því sem þarf ekki en er mjög þægilegt að hafa. Vagga er oft eitthvað sem gengur manna á milli í fjölskyldum eða bara eitthvað sem fólk kaupir til að hafa í stofunni á daginn.

Swaddle blanket – Þegar börnin eru í móðurkviði er ekki mikið um pláss undir lokin og líður þeim því best í þrengslum og hlýju. Þess vegna er gott að eiga “vafnings“ teppi en þú getur líka notað hvaða teppi sem er og vafið krílið þétt.

Hengirúm – Þetta er talið eitt það besta sem þú getur látið barnið þitt sofa í.

Matarstóll með ungbarnasæti – Þetta auðveldar matartímann svo mikið fyrir foreldra hvort sem annað barn er til staðar eða ekki. en það er líka hægt að nota bara ömmustól til að hafa krílið hjá ykkur á matmálstíma.

Þetta eru svona þeir hlutir sem best er að eiga áður en barnið mætir en endilega skoðið pistilinn hér eftir Rakel um nauðsynlega hluti fyrsta árið, þar kemur hún inn á hluti sem gott er að eiga þegar þau fara að borða og fleirra.

Ég vil endilega grípa tækifærið og benda á að Co-sleepers, ungbarnahreiður og stuðkanntar eru mjög varasamar vörur og ber að skoða það vel og vandlega áður en ákveðið er að fjárfesta í því. Endilega sendið fyrirspurnir á miðstöð slysavarna barna ef eitthvað virðist óljóst og þið ekki viss hvaða vörur eru öruggar fyrir gersemarnar ykkar.

Fæðingarsaga Svavar Bragi

Þessi meðganga hafði gengið bara eins og í sögu. Eina sem hafði hrjáð mig alla meðgönguna var grindarverkir af og til ef ég beitti mér rangt en að öðru leyti var ég bara ekkert „ólétt“… eða allavega fram að síðustu vikunni því drengurinn var bara ekki neitt að drífa sig í heiminn og hélt sig viku lengur í mömmuhlýju.

Morguninn 20. Október 2013 átti ég að mæta upp á HSS í belglosun til að sjá hvort það kæmi ekki einhverju afstað. Þar sem ég var bíllaus tók ég strætó ein frá ásbrú inní Keflavík og leyfði Danna bara að sofa. Ljósmóðirin ákvað að vera alls ekki að gera mér upp neinar vonir svo við sendum beiðni í leiðinni fyrir gangsetningu á LSH í vikunni á eftir og sagði hún mér að þó að ég fengi seiðing væri ekkert ólíklegt að það hætti svo aftur því ég var ekki komin með neina útvíkkun af viti.

Þar sem besta vinkona mín bjó bara nánast við hliðina að spítalanum, rölti ég þangað og ætlaði að fá hana til að skutla mér heim (kl ca 11/11:30) en hún steinsvaf og ég ekkert á neinni hraðferð svo ég sest bara og spjalla við mömmu hennar. Þó nokkrar mínútur líða og eftir smá tíma þá tekur Svana (mamman) eftir því að ég er farin að styðja við bumbuna og hálf gretta mig á nokkurra mínútna millibili og fer laumulega að taka tímann. Þegar hún áttar sig á að ég geri þetta með nokkuð jöfnu millibili spyr hún mig hvort ég væri ekki að taka tímann… Nei ég sagðist nú ekki vera að því og af hverju ég ætti að gera það. „Ertu ekki með verki?“ Jú ég var nú alveg með seiðing en ég gat nú lítið kvartað. 5 mínútur á milli!

Þetta gat nú ekki verið bara svo einfalt, ljósan losar belginn og ég bara strax með hríðaverki?

Ég held það nú, með tímanum versna verkirnir og styttist á milli svo við vekjum Sunnu sem fær vægt sjokk. Hellir í SJÓÐANDI bað fyrir mig og otar að mér helling af mat því ég yrði nú að hafa orku í þetta allt saman. Eftir smá tíma röltum niður á HSS aftur (nú eru 6 ár liðin og ég ekki alveg með tímann) til að sjá hvort það væri rétt, var ég komin með hríðar?

Það var svosem ekkert að gerast akkurat á þessari stundu svo ég fer til baka og kúri mig í gegnum verkina áður en ég gefst alveg upp og vill bara fara niður á deild í baðið og fá glaðloft. Þegar þarna kemur við sögu eru ca 2 mín á milli verkja. Það reyndist líka nær ómögulegt að ná í Danna en það hafðist svo á endanum og hann kom með pabba sínum niður í Keflavík til að ná að vera viðstaddur fæðinguna.

Ég reyni að slaka vel á milli hríða og fæ mömmu til að nudda á mér bakið með köldum höndum á meðan ég lá í heitu baðinu (já hún þurfti að skipta um hendi mjög ört). Þegar ég hafði legið í baðinu í svolítinn tíma fer ég að fá rembingsþörf, en útvíkkunin var ekki alveg búin svo ég má ekki rembast alveg strax og loksins þegar ég mátti rembast þá gerðist allt frekar hægt. Þegar ég hafði rembst í að verða 2klst fór hjartslátturinn hjá hnoðranum að verða aðeins of ör svo ég var fengin uppúr baðinu og á rúmið sem var bara akkurat það sem þurfti til að hann snerist almennilega í grindinni og þaut út í öðrum rembingi eftir að ég hafði lagst. Hann s.s. hafði líklega legið skakkt í grindinni allann þennan tíma og það með hendi í hálsakoti sem gerði það en seinfærara.

Hann fæðist svo 17 merkur og 53cm kl 20:57 þann 20.október.

Það vantaði ekki sopann fyrir hann en hann lá á brjóstinu megnið af fyrstu 2 árunum sínum.Þessi maður er einn sá yndislegasti og lífsglaðasti sem ég hef kynnst en hann féll frá fyrir 1 árs afmælið hans Svavars Braga en hann heitir í höfuðið á honum, Svavar.

Á óskalistanum – október

Mig langaði til þess að deila með ykkur hvað er á óskalistanum hjá mér um þessar mundir fyrir börnin en hér er bland af leikföngum, fatnaði, „nauðsynjavörum“ og slíku. Ég læt fylgja tengla á heimasíður þar sem þeir hlutir sem eru á mínum lista fást, vert er þó að taka fram að færslan er ekki unnin í neinu samstarfi.

Vonandi hafið þið gaman að:

 1. Sparibaukur – Plantoys
 2. Þrifsett (leikfang) – Plantoys
 3. Bambus sett fyrir Maríus – minilist.is
 4. Bambus samfellukjóll fyrir Marín – minilist.is
 5. Gersemi – mosibutik.is (í samstarfi við Kristín Maríellu og Birtu Ísoldsdóttur)
 6. Hylur – valhneta.is
 7. Taubleyjur, Konges Sløjdpetit.is
 8. Jóladagatal, Design letters – epal.is
 9. Grisjubox IKEA

Þangað til næst

Irpa Fönn

Fyrstu dagarnir með nýbura

Fyrstu dagarnir heima geta verið erfiðir, þrýstingurinn eftir fæðinguna hvort sem það var eðlileg fæðing eða keisari getur verið mjög óþægilegur og þreytan mikil.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum ráðum sem geta hjálpað til við að gera fyrstu dagana heima með nýbura aðeins auðveldari

 1. Elda og frysta
  Áður en barnið kemur í heiminn, eldaðu stærri skammta af kvöldmat, frystu svo afganginn. Sérstaklega fyrstu dagana þá nenniru ekkert endilega að vera standa í því að elda og þá er þægilegt að geta gripið í eitthvað úr frystinum til að hita upp og fengið heitan heimilismat en ekki  að vera endalaust að panta skyndibita.
 2. Bleyju félagi
  item_XL_33158857_126379464
  Mögulega eitt besta ráð sem ég get gefið er að hafa bleyjufélaga, þá ertu með allt sem þú þarft við hendina og þarft ekki að ganga um allt húsið að sækja það sem þig vantar. Í bleyju félaganum okkar verða bleyjur, blautþurrkur, kúkapokar, bossakrem, auka föt, brjóstainnlegg, haakaa brjóstapumpa og mjólkurpokar.
 3. Frosin dömubindi
  605c6c1aa5bba798db0de816006a7ba9.jpg
  Settu dömubindi í frysti fyrstu dagana, kuldinn hjálpar til við þrýstinginn og bólguna.
 4. Undirbúin fyrir brjóstagjöfina
  breast-pump-56a766825f9b58b7d0ea2125
  Ég klikkaði alveg á þessu á fyrri meðgöngu, enda hafði ég ekki hugmyd um að brjóstagjöf gæti verið svona ógeðslega erfið! Þessa meðgöngu verð ég vel undirbúin, ég mun bæði vera með rafmagns og handpumpu, ásamt haakaa brjóstapumpuni til að grípa mjólkina sem lekur úr hinu brjóstinu þegar barnið er að drekka.
  Gott tip er líka að reyna safna mjólk og frysta ef þú ætlar að hafa barnið á brjósti til að geta átt möguleika á að skjótast út.
 5. Millimál við hendina
  breastfeeding-snacks_web
  Stæðsta vandamálið hjá mér eftir að ég kom heim var að borða, ég fann ekki fyrir svengd og stundum liðu margir klukutímar þar sem ég fékk mér að borða. Mig var farið að svima og þetta varð til þess að brjóstagjöfin varð talsvert erfiðari en hún þurfti að vera.
  Gott tip er að hafa orkustangir í t.d bleyju félaganum, poka með rúsínum og hnetum og vatnsflösku.
 6. Sofðu
  Spinkie_Baby_Dreamy_Canopy_-_Oyster2
  Ekki stressa þig á því að vera ekki í rútínu, sofðu þegar barnið sefur. Að vera illa sofin til lengri tíma getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir geðheilsuna.
 7. Heimsóknir
  Ekki fá samviskubit við að segja nei við að fá heimsóknir ef þú ert þreytt eða langar kannski bara í smá tíma fyrir þig. Þú getur frekar boðið fólki að koma eftir að þið eruð búin að leggja ykkur,eða jafnvel bara daginn eftir. Skiljanlega eru allir mjög spenntir fyrir því að fá að hitta litla erfingjan en líðan þín og barnsins á alltaf að vera í fyrsta sæti.  1

Litla barnið byrjar í skóla

Ég hef hreinlega átt erfitt með mig allt síðasta árið. LITLA barnið mitt er orðið nógu stórt til að byrja í skóla! Litla mömmuklessan mín sem myndi lifa í fanginu mínu ef hann gæti það er búinn með leikskólagönguna og er allt í einu orðinn svo sjálfstæður skólastrákur.

Hann hlakkar svo til að byrja í skólanum. Hann er kominn með skólatösku og búinn að velja sér nestisbox.

Það er þó mjög mikilvægt að undirbúa börnin snemma fyrir skólagönguna því börn eru mis móttækileg þessari breytingu. Svavar Bragi er einmitt einn af þeim sem tekur breytingu með miklum fyrirvara og því byrjaði ég að tala um skólann og mýkja hann upp áður en leikskólinn fór í sumarfrí. Fyrst var hann ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að læra eða mæta á nýjan stað. Allt síðasta árið a leikskóla voru þau líka dugleg að fara í heimsókn í skólann fram að því að við fórum í „prufudag“ í skólann.

Það er líka sniðugt að viðhalda því sem leikskólinn gerir og setja fyrir þau verkefni yfir sumartímann til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal. Á sama tíma þykir mér mjög mikilvægt að minna barnið á og kenna því að ekki eru allir eins. Lífið væri ekki skemmtilegt ef allir væru eins, svo við verðum að fagna fjölbreytileikanum. Ég hafði alltaf miklar áhyggjur a sínum tíma að Svavar Bragi gæti lent í aðkasti vegna málfarserfiðleika. Hann byrjaði seint að tala skýrt og er enn hálf smámæltur en hann hefur tekið miklum framförum á síðasta eina til eina og hálfa árinu. Nú hef ég áhyggjur af því að ég hafi ekki undirbúið hann nógu vel fyrir að önnur börn gætu haft einhverja örðugleika… En sem foreldri vonar maður bara að maður sé að gera allt rétt. Annars verður maður að taka á því þegar að því kemur.

Bestu skólakveðjur – Hrafnhildur

Hengirúm fyrir ungabörn

Þegar að ég var ólétt af Maríusi gaf mamma mín mér gjöf. Þetta var vara sem að hún hafði rekist á í 68827192_740890099702217_4180256553544187904_n (1)verslun og fannst verulega sniðug. Ég skoðaði það mikið og fyrir utan það að mér fannst þetta verulega krúttlegt komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri einnig verulega sniðug vara. Varan sem um ræðir er hengirúm fyrir ungabörn.

Ég notaði hengirúmið fyrir Maríus og líkt og allt annað losaði mig við það eftir að ég hætti að nota það. Þetta var síðan eitt af því fyrsta sem ég útvegaði mér núna þegar ég komst að því að ég væri ólétt aftur, þar sem það skipti mig miklu að nota það aftur. Ástæðurnar fyrir því að mér finnst þetta sniðug vara eru ýmsar og ætla ég að fara yfir þær að helstu leyti hér;

 • Hengirúmið veitir réttan stuðning við bak krílisins sem stuðlar að heilbrigðum þroska hryggjarins.
 • Þyngd barnsins dreifist jafnt í hengirúminu sem minnkar álag á vöðva og liði barnsins og minnkar því líkurnar á flötu höfði vegna legu til muna
 • Líkt og vitað er líður ungabörnum verulega vel í fósturstöðu enda vön því að vera kuðluð saman eftir 9 mánuði í móðurkviði. Hengirúmið líkir vel eftir því auk þess sem að tilfinningin sem barnið fær við legu í hengirúminu líkir eftir tilfinningu sem minnir á fjöðrun og flot sem það upplifir í móðurkviðnum.69267639_520649722013898_4861936995212984320_n (1)
 • Hengirúminu er hægt að halda á nokkurri hreyfingu og rugga sem veitir mörgum börnum ákveðna öryggistilfinningu, rannsóknir hafa þannig leitt í ljós að hengirúmið hentar einstaklega vel fyrir fyrirbura og börn sem að eiga erfitt með að festa svefn.
 • Þar sem að barnið sefur með höfuðið aðeins ofar minnkar legan í hengirúminu líkurnar á magakrömpum og bakflæði.
 • Barnið getur ekki snúið sér yfir á magann og sefur því örugglega á bakinu.
 • Auðvelt er að rugga barninu aftur í svefn ef það rumskar, ekki þarf mikið til þess að
 • Hengirúmið er úr 100% bómull en það skiptir mig miklu máli að efnin sem barnið klæðist og/eða notar sé eins náttúrulegt og hægt er, sérstaklega fyrst um sinn

Það er því ljóst að ansi margir jákvæðir kostir eru við hengirúm fyrir ungabörn. Hengirúmið sem að ég notaði með Maríusi og kem til með að nota núna komu bæði frá sama framleiðanda, Peppa. Þau eru eftir því sem ég kemst næst þó ekki lengur í sölu en verslunin Tvö líf selur þó hengirúm og ég læt tengil á þau fylgja með, hér. 68777494_713227572490231_4517737598852005888_n (1)

Þess ber þó að geta að EKKI er um auglýsingu að ræða. Ástæða þess að ég set með tengil er vegna þess að núna í þetta skiptið tók það mig ansi langan tíma að finna stað sem að selur hengirúmin en fyrra hengirúmið mitt kom frá Tvö líf og síðara pantaði ég á netinu,

Þangað til næst!

Irpa Fönn

Er barnið tilbúið fyrir fastafæðu 

5  ráð varðandi fyrstu skrefin.

Þessi tími er svo einstaklega skemmtilegur barnið er að fara kynnast allskyns nýjum á ferðum og brögðum, fyrstu skrefin eru vanalega skemmtilegust og ber að njóta þessa skemmtilega tíma.

Áður en barn byrjar að ganga byrjar það yfirleitt að skríða, þannig gengur maturinn einmitt fyrir sig líka. Flest allt er tekið í skrefum, örsmáum hænu skrefum.

Fyrstum sinn fá þau einungis brjóstamjólk eða þá formúlu, þegar að barnið nær 4 mánaða aldri er vanalega byrjað að kynna því fyrir mat,sumir láta brjóstið duga sem er frábært foreldrar finna yfir leitt hvað hentar hverju sinni fyrir sig og sitt barn.

En jæja er barnið byrjað að sýna áhuga eða finnst þér kanski bara komin tími fyrir næstu skref?

hér er smá listi af ráðum sem ég hef stutt mig við í gegnum tíðina.

Nr.1

Að leyfa barninu en ekki klukkunni að ráða för, leyfðu barninu að vísa veginn

Nr.2

Vertu á varðbergi, sýnir barnið að það sé tilbúið eða sýnir það aukinn áhuga

Nr.3

Að byrja að mauka

Fyrst um sinn var mælt með af ljósmæður að testa grautinn, gott er að blanda brjóstamjólk eða formulu við grautinn,

annars eru endalaust af mauk uppskriftum sem þú getur nálgast á pinterest.

Það verður að hafa í huga að barnið hefur nærst á einungis mjólk fyrstu 4-6 mánuðina jafnvel lengur, smooth og frekar þunn áferð myndi henta fyrst um sinn, sniðugt er að bæta móðurmjólkinni eða formúlunni við maukið til að þynna.

Nr.4

Að bæta inn fleiri áferðum

þegar að viðbrögð barnsins gagnvart á ferðum hefur minnkað er sennilega komin tími til þess að fara í aðeins grófari áferðir sem barnið þolir, þarna er gott að létt mauka eða jafnvel nota gaffal til að stappa

Nr.5

Barnið borðar sjálft

í rauninni leyfði ég Kristel að ráða alfarið för þarna, um leið og hún fór að sýna matnum og diskinum áhuga með höndunum þá leyfði ég henni bara að prufa sig áfram, það er ekki það skemmtilegasta að þrífa upp eftir matartíman en ótrúlegt en satt þá venst þetta furðu fljótt og kemst inní rútínuna.

Svo seinna meir fara þau að hafa áhuga á skeiðinni þá gildir það sama bara að leyfa þeim að prufa sig áfram og fylgjast með.

Vonandi kom þetta einhverjum að gagni

þangað til næst.

gu

insta

Tölvupóstur til barns

Þegar að ég var ólétt af stráknum mínum síðustu mánuðina sérstaklega var ég mjög dugleg á Pinterest og fann þá hugmynd sem mér fannst algjör snilld!

Hér er „pin-ið“

tölvupóstur

Svo það er akkúrat það sem ég gerði, ég stofnaði netfang fyrir strákinn sem er þó ekki bara nafnið hans heldur eitthvað sem hann myndi ekki vilja nota sjálfur og engum öðrum myndi detta í hug. Ég hef aldrei sagt nokkurri sálu frá því hvað það er og kem ekki til með að gera en það er þó skrifað á miða sem er geymdur á öruggum stað ásamt lykilorðinu bæði ef ske kynni og líka bara því ég man ekki einu sinni lykilorðið núna lengur. Ég kem aldrei til með að opna netfangið en á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér til hans og ég vona innilega að honum finnist þetta jafn skemmtilegt og mér.

Ég skrifa og sendi ýmislegt á hann, myndir af okkur saman eða honum, sónarmyndirnar senti ég til öryggis og síðan hef ég skrifað stuttlega um hvað mér fannst þegar ég sá hann fyrst og þegar að hann varð 1 árs og síðan 2 ára hef ég skrifað stutta afmæliskveðju og sagt honum aðeins frá síðasta árinu hans og kem til með að gera það næstu afmælisdaga líka. Stundum líða mánuðir á milli og það er allt í góðu það þarf ekki að vera mikið þarna inni og ég hef líka sent bara „ég vona að þú vitir að ég elska þig alveg helling“ Það er svo ótalmargt sem hægt er að senda en ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir.

 • Myndir af skemmtilegum viðburðum; afmæli, jól, áramót, sumarfríið eða bara safna saman nokkrum sem að þér þykir vænt um.
 • Saga um eitthvað skemmtilegt sem barnið/krakkinn kann að hafa gert eða sagt.
 • Myndir af föndri sem viðkomandi var einstaklega ánægður með eða stoltur yfir.
 • Stuttar orðsendingar.
 •  Hvað er í gangi í lífi ykkar þessa stundina.
 • Myndir og myndbönd af þeim að stunda áhugamál sín.
 • Jafnvel þeirra hugmyndir og óskir um hvernig framtíðin lýti út í þeirra augum, hvað þeim langar til þess að gera og gaman gæti verið fyrir þau að sjá hvort skoðanirnar séu enn þær sömu.
 • Og svo náttúrulega allt sem ykkur dettur í hug, allt og ekkert.

Það skiptir ekki máli hvort barnið þitt sé nýfætt, ársgamalt, 5, 8, 12 eða hvað sem er það er enn hægt að byrja og mæli ég með því þar sem þetta er einföld og falleg gjöf.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Ég þekkti ekki barnið mitt.

Þegar ég labbaði inn á fæðingarstofuna hafði ég ákveðna hugmynd um hvernig fyrstu mínúturnar með dóttur minni myndu vera. Mér fannst ég þekkja hana svo vel þegar ég gekk með hana, hún stækkaði og þroskaðist í kviðnum hjá mér, ég fann fyrir fótunum og höndum þegar hún var að teygja úr sér.

Mér leið eins og við værum strax tengdar, ég og hún, því hvernig gátum við ekki verið það?

Hún nærðist á því sem ég borðaði og sparkaði á móti þegar ég potaði í magan, við vorum eitt.

Fyrstu mínúturnar sem ég hélt á henni, gat ég ekki hætt að gráta, hún var svo falleg og ég vissi það strax að ég myndi aldrei elska neinn jafn mikið og hana.

Fyrstu nóttina okkar þá grét hún og ég grét líka. Ég grét af því ég fattaði þá að ég þekkti hana ekkert, ég vissi fullvel að þetta væri barnið mitt og vissi að ég elskaði hana en eg vissi ekki hver hún væri.

Ég starði í augun á henni dögum saman og fannst hún svo ókunnug.

Ég stökk beint á þá hugsun að ég hlyti að vera með fæðingaþunglyndi, hvaða mamma þekkir ekki barnið sitt? Sérstaklega eftir að hafa gengið með það í 9 mánuði.

Kæra móðir, ef þú ert að lesa þetta þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að þú sért ein.

Það eru margar mæður sem hugsa það sama, það tekur tíma að fá að kynnast barninu sínu og það tekur tíma fyrir barn að móta persónuleika. Njóttu þess að fá að kynnast litla krílinu, njóttu þess að geta legið og kúrt með barninu og njóttu hvers einasta dag, því tíminn er ótrúlega fljótur að líða.

Ef þú hefur áhyggjur að þú sért með fæðingarþunglyndi er hérna Linkur sem gæti nýttst þér.

Kæri þú

Kæri blóðfaðir..sæðisgjafi..maður?

Ég veit ekki hvað ég get kallað þig því ég veit ekki enþá hvað þú ert fyrir mér.

Ég get ekki kallað þig pabba minn, því pabbi minn hefði aldrei gert það sem þú gerðir. Sæðisgjafa kannski? En þú varst partur af lífinu mínu í nokkur ár.

Nú eru komin mörg ár síðan ég hef séð þig, talað við þig eða heyrt af þér. En þó árin líða sitja enþá spurningarnar eftir í mér.

Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju tókstu hans hlið? Afhverju talaðir þú svona niðrandi til mömmu við mig? Afhverju grættiru mig í hvert einasta skipti sem ég fór til þín?

Í hvert skipti sem ég sagðist ekki vilja fara til þín fékk ég að heyra um þennan umgengnissamning, að þú ættir rétt á að fá mig til þín, hverju átti ég rétt á? Ég vildi að þú hefðir hlustað á mig, að skoðun mín hefði skipt einhverju máli. En ég var “bara barn”, mannstu? Þetta sagðiru alltaf þegar við vorum ekki sammála.

Mannstu þegar við fórum til Spánar? Við vorum á sundlaugarbakkanum á hótelinu, ég held ég hafi verið átta ára, ég stökk inn á klósettið og þegar ég kom út varstu farinn á markaðinn. Þér fannst rosalega gaman, mér fannst ég vera fyrir þér.

Mannstu þegar ég strauk að heiman frá þér, 10 ára var það ekki? Ég kastaði bangsanum mínum í ferðatöskuna og labbaði út. Afhverju komstu ekki á eftir mér? Þegar ég kom aftur varstu fyrir framan sjónvarpið að sötra á bjórnum þínum, alveg slakur.

En mannstu áður en ég fæddist, þegar líf mitt og mömmu var í húfi? Hvar varstu þá?

Ég var niðurbrotin, maður sem átti að vera pabbi minn, þú, áttir að veita mér öryggi en það eina sem þú veittir mér var kvíði og vanlíðan.

Mannstu þegar ég sagði þér frá því að ég væri að leita mér hjálpar við þunglyndinu á BUGL? Mannstu hverju þú svaraðir? ,,ertu byrjuð í dópi?”.

Mannstu þegar ég var að fermast? Eftir veisluna var ég að opna gjafirnar, ég fékk pakka frá mömmu og pabba, ömmu og afa, systur ömmu, systir afa, fjarskyldu frændfólki, en afhverju fékk ég ekkert frá þér? Þú komst samt í veisluna.

Ég veit þú ert ekki góður maður, þó þú lifir í þeim blekkingum. Ég sá meira en þú lést í ljós og vissi meira en þú hélst. Þú ert fastur í lygavef og sjálfsblekkingum, þú telur þig alltaf vera saklausan og að allir séu að ráðast á þig.

Þú áttir einu sinni kærustu, yndisleg kona í alla staði, en þú náðir klónum þínum utan um hana. Þessi fallega kona, þessi saklausa kona átti þetta ekki skilið. Sjáðu til, ég hitti hana eftir að þið hættuð saman, þegar ég nefndi þig brotnaði hún niður og grét í fanginu mínu. En þetta er það sem þú gerir við fólk, þú brýtur það niður og byggir það upp eins og þér hentar eða hendir því í burtu.

Þú gafst mér einu sinni stjúp mömmu, alvöru stjúp mömmu, ekki þessar sem komu eina helgi og voru svo farnar. Takk fyrir hana og takk fyrir allt sem kom út því sambandi.

Takk elsku stjúpa fyrir að hafa hugsað svona vel um mig.

Afhverju hættuð þið saman?

10 ára var ég hjá þér í nærbuxum sem ég fékk þegar ég var 6 ára, ég man þær voru svo litlar að þær skáru mig í náran.

,,Ég borga mömmu þinni pening 1x í mánuði, hún getur keypt ný föt á þig” meðlagið, ó þetta elsku meðlag, hversu oft fékk ég að heyra um það?

Þú komst því í höfuðið á litlu barni að þú værir svo göfugur að þú værir að láta mömmu fá pening sem ég átti alltaf að fá einu sinni í mánuði sem ég gæti notað fyrir mig , en að mamma væri svo hræðileg að hún væri að taka þennan pening frá mér.

Að setja hagsmuni annara ofar þínum eigin var aldrei þín sterkasta hlið, en maður hefði haldið að þú hefðir allavega sett hagsmuni barnanna þinna ofar þínum.

Peningar geta lagað allt, eða það hélst þú. Þú helst að öll okkar vandamál myndu hverfa ef þú keyptir einhvað fyrir mig.

Að fara til þín var mín versta martröð! En ég slapp úr vítis hlekkjum þínum, eftir margar andvöku nætur, tár og öskur. Misskilningur kallaðiru þetta?

Ég varð bæld, mér fannst ég vera sökkva niður á hafsbotn. Ég horfði upp og reyndi að synda upp í ljósið, vonina um að þetta yrði betra, en það var alltaf einhvað sem dróg mig neðar og neðar sem gerði það erfiðara fyrir mig að ná andanum, það varst þú.

Ég var heppin að eignast annan pabba sem setti mig alltaf í fyrsta sæti, hann gaf mér allt sem ef þurfti og gott betur en það.

,,hann er ekki pabbi þinn”

Ég hefði geta eignast pabba sem væri alveg sama um mig, sem gerði upp á milli mín og hinna barnanna, svona eins og þú gerðir. Í stað þess að hugsa um hversu heppin ég væri að hafa eignast pabba sem var góður við mig talaðiru niður til hans. Var það til að upphefja þig? Varstu hræddur um að hann væri að standa sig betur en þú?

Svo margar spurningar sitja en eftir í mér og ég gæti skrifað bók um allt sem þú hefur gert.

Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju vildir þú mig ekki?

Kveðja,

Ég

Sumarafþreying fyrir yngri börnin

Eldri stelpan mín er núna 2 ára og er frekar erfitt að fara með hana í fallin spíta eða einakrónu. Þar sem það er spáð sól núna í vikunni og sumarið vonandi loksins að byrja langar mig að koma með hugmyndir fyrir ykkur af sumarafþreyingu fyrir yngri börnin.

Kríta

Dóttir mín elskar að teikna og lita, ég er alveg viss um að krítarnir eigi eftir að slá í gegn hjá henni í sumar.

Blása og sprengja sápukúlur

Það var skemmt sér mikið þegar við fórum í útskriftarveislu um daginn meðan stelpan mín sprengdi sápukúlur á meðan stóra frænka hennar var að blása þær.

Boltaleikur

Við keyptum léttan fótbolta fyrir ekki svo löngu, veðrið hefur ekki verið nógu gott enþá til að fara út í boltaleik en höfðum virkilega gaman af því að rúlla honum á milli okkar inni.

Týna blóm

Ég hef núna tvisvar fengið fíflavönd frá dóttur minni, svo gaman að fara með henni út og sjá með stjörnurnar í augunum þegar við setjum vöndinn í glas inni. Fáum svo óspart að heyra það hver týndi blómin hahah.

Málað með vatni

Gaman fyrir þá sem eru kannski með pall en virkar auðvitað líka á stéttina. Taka málingarpensil og bakka, setja vatn í bakkan og leyfa þeim að „mála“.