Brjóstagjöf – allt eða ekkert, hverjum er ekki sama.

Brjóstagjöf er mjög stórt ágreiningsmál og hefur verið í fjölda ára!

En nú hefur þróunin á mjólkurformúlu ná þeim stað að það er mjög lítill munur á næringarinnihaldi og meira að segja er hægt að segja að formúlan er áreiðanlegri því þú veist alltaf hversu mikla næringu barnið er að fá. Brjóstabörn fá aðeins þá næringu sem móðir innbyrgir og nær til móðurmjólkur.

Nú hef ég átt tvö börn og brjóstagjafir aldrei verið vesen hér, þrátt fyrir að brjóstagjöfin hafi gengið vonum framar með Alparós þá tókum við Ási meðvitaða ákvörðun um að venja hana á pela samhliða móðurmjólkinni um 4 mánaða til að minnka álagið á mér. Þessa leið var möguleiki á að skipta næturgjöfunum svo ég fengi betri hvíld. Ég sé sko ekki eftir þeirri ákvörðun í sekúndu!

Sumar konur mjólka vel, aðrar illa. Sumar kjósa að leggja ekki á sig álagið við brjóstagjöf því sama hvernig mjólkun gengur þá er það alltaf meira álag á móður ef barnið vakir mikið á nóttunni. Sumar konur mjólka helling en næringin kemur ekki til skila… Sama hver ástæðan er þá vita foreldrar vel hvað sínu barni er fyrir bestu og gera það auðvitað sem best er fyrir þetta dýrmæta líf sem þeim tókst að búa til.

Elsku fólk gerið það fyrir mig að dæma ekki nýbakaða foreldra fyrir þær ákvarðanir sem þau kjósa að taka fyrir kraftaverkið sem þau bera nú ábyrgð á, foreldrahlutverkið er nógu erfitt til að ná tökum á til að harðir dómar fari ekki að falla á þau. Hvað þá yfir hlutum sem þau oftar en ekki hafa enga stjórn á.

Hvers vegna ég kem ekki til með að gefa brjóst …

Þegar ég átti Maríus endaði ég í bráðakeisara, ég hafði lítið sem ekkert kynnt mér keisaraaðgerð þar sem það hræddi mig gífurlega og ég bara ÆTLAÐI að eignast hann „eðlilega“. Þetta gerðist allt frekar hratt eftir að mér var sagt að ég hefði ekki annarra kosta völ, aðgerðin útskýrð stuttlega og svo bara beint inn á skurðstofu.

Þegar að ég kom inn á herbergi eftir aðgerðina hélt barnsfaðir minn á Maríusi í fanginu og ljósmóðirin kom til þess að vigta hann og mæla. Eftir það var mér rétt Maríus og beðin um að prófa að setja hann á brjóstið. Ljósmóðirin hjálpaði mér við það og hann tók brjóstið strax.

Ég veitti því enga sérstaka athygli hvernig hún fór að því að leggja hann á, ég var ennþá að jafna mig á öllu því sem var nýbúið að gerast og fannst þetta eiginlega bara svolítið óþægilegt; ég var ekki viss hvernig mér fannst þetta, þetta var svo skrýtin tilfinning og ég var ekki einu sinni viss hvað mér fannst um þetta barn sem hékk allt í einu þarna.

Maríus sofnaði eftir að hafa drukkið og var þá lagður í vögguna sína og okkur rúllað niður á deild til þess að hvíla okkur. Þá um nóttina vaknaði hann nokkrum sinnum til þess að drekka og ég þurfti að hringja bjöllunni í hvert einasta skipti þar sem ég gat ekki staðið upp til þess að taka hann til mín og kunni ekki að leggja hann á brjóstið. Þetta var erfið fyrsta nótt, hann vaknaði oft og grét mikið, ég endaði á því að sofa með hann í fanginu hálfsitjandi í sjúkrarúminu og grét sjálf mikið þá nóttina líka. Snemma um morguninn þegar að ég hringdi bjöllunni eina ferðina enn til þess að biðja um hjálp með brjóstið þar sem hann reif sig alltaf frá því eftir 2 mínútur og ég átti erfitt með að róa hann niður aftur eftir það, vildi ljósmóðirin á vaktinni prófa að gefa honum ábót.

peli 1Eftir það var ekki aftur snúið, hann þurfti ábót fyrir hverja gjöf og eftir hverja gjöf. Hann byrjaði á að fá smá ábót í sprautu en fékk fljótlega pela þar sem að hann grét svo sárt og vildi borða svo rosalega ört. Ég var látin mjólka mig eftir hverja einustu gjöf líka í 30 mínútur, hvort brjóst og ráðlagt að leigja mér dælu sem ég og gerði. Mér var lánuð Þegar að Maríus var sofnaður var hann lagður í sjúkrarúmið og okkur rúllað niður á deild í sitthvoru rúminu. Ég þurfti líka að mjólka mig eftir hvert einasta skipti þar sem að hann fékk ábót og ég mjólkaði ekki nóg.

Við þurftum að vera aukanótt á spítalanum vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda meðan að hann var að drekka úr brjóstinu og það átti að fylgjast betur með hvort að eitthvað væri að, þessi aukanótt tók mikið á mig en í raun hafði öll spítalavistin, þessir 3 dagar sem við vorum þar  verið mjög erfið, aðallega vegna brjóstagjafavandamála.

Ég hélt ég hefði gert allt rétt þegar að ég var að undirbúa mig fyrir brjóstagjöf, átti fatnaðinn hafði lesið mér til og hélt áfram að gera allt sem ég mögulega gat og datt í hug til þess að hjálpa til með þetta. Ég fjárfesti í alls konar töflum og drykkjum sem áttu að vera mjólkuraukandi, tók inn vítamín og hvað eina auk þess sem ég hélt áfram að mjólka mig eftir hverja gjöf, hálftími á hvort brjóst á sirka 2 tíma fresti, allan sólarhringinn.

Þegar að um 2 vikur voru liðnar frá fæðingu Maríusar hætti ég að reyna að leggja hann á brjóstið því það þýddi að hann öskurgrét og ég með honum þegar að ég kom honum ekki á og gat ekki róað hann niður. Sumar nætur grétum við svo sárt að mamma kom inn til okkar til þess að gefa honum pela og róa mig, algjörlega ómetanlegt en á þessum tímapunkti ákvað ég að reyna að hætta að setja hann á brjóstið og gefa honum mjólkina mína í pela frekar.

Ég mjólkaði mig 8 sinnum á sólarhring, núna í 40 mínútur hvort brjóstið og náði á góðum degi 40 – 60 ml. en hann var að drekka um 400 ml. á sólarhring. Fljótlega fóru síðan þessir fáu ml. að verða enn færri og að lokum fékk ég einungis úr öðru brjóstinu nokkuð til að tala um og kannski 20 ml. allt í allt. Þá sagði mamma mér að hætta þessu bara, ég gæti ekki gert mér þetta lengur, ég væri þreytt og búin hann þyrfti meira á mömmu sinni að halda heldur en mjólkinni frá mér. Ég er henni alveg óendanlega þakklát fyrir að hafa opnað fyrir mér augun og fengið mig til þess að sjá hvað ég væri að gera mér og okkar sambandi.

Ákvörðunin um að hætta að reyna að hafa Maríus Blæ á brjósti er ein besta ákvörðun sem að ég hef tekið, bæði fyrir mig og Maríus. Mér var mikið í mun að enginn vissi að ég gæfi honum ábót eða að hann drykki úr pela svo mikil var skömmin sem fylgdi. Þegar að ég hætti að mjólka mig og gefa honum brjóstið reyndi ég einnig að fela það og sagði engum nema allra, allra nánustu í að minnsta kosti mánuð.

peli 2

Ég naut þess aldrei að hafa Maríus á brjósti, fannst það vera kvöð frá fyrsta skipti og kveið ávallt næstu gjafar. Þau fáu skipti sem mér tókst að koma honum á brjóstið fann ég fyrir ónotatilfinningu og gat ekki beðið eftir því að hann hætti að sjúga svo ég gæti lagt hann frá mér. Þegar að ég hugsa til brjóstagjafar núna fylgir því ekkert nema kvíði og óþægindi. Þó ég viti það vel að þetta þarf ekki að fara eins og áður þá er ég það hrædd um það að ég er ekki einu sinni tilbúin að reyna það. Ég kem því ekki til með að gefa barninu mínu brjóst þegar að hún kemur út, hún verður pelabarn og það er ekkert sem getur fengið mig til þess að skipta um skoðun. Ég átti mjög erfitt með þetta tímabil og það ætti ekki að furða neinn að ég endaði með massívt fæðingarþunglyndi, áður hafði ég verið með meðgönguþunglyndi og hefur þessi meðganga núna ekki gengið neitt svakalega vel andlega svo ég tel það nauðsynlegt að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að enda betur en síðast.

Þangað til næst!

Irpa Fönn (insta: irpafonn)

Brjóstagjöf er ekki sjálfsagður hlutur.

Á meðgöngunni eyddi ég miklum tíma í að skoða ráð við brjóstagjöf og hvernig væri hægt að láta hana ganga sem best fyrir okkur mægður. Það kom mikill kvíði yfir mig alla þegar ég hugsaði um brjóstagjöfina því hvað ef litla gullið mitt vildi ekki taka brjóstinu?

Fyrstu dagarnir voru virkilega erfiðir, hún tók brjóstinu illa, ég mjólkaði of mikið og hún kafnaði í mjólkinni í hvert skipti sem hún tók brjóstinu.

Ég fékk svo á 5 deigi stálma og þurfti að pumpa mig. 150ml úr einu brjósti takk fyrir kærlega!

Eftir það gekk allt eins og í sögu, þetta var svo yndisleg og notaleg stund sem við áttum saman. Hún fékk ábót á kvöldin svo hún svæfi betur, hún vaknaði einu sinni yfir nóttina um 4 leitið og fékk brjóst og yfir daginn var hún bara á brjósti.

Mig minnir að hún hafi verið um tveggja mánaða þegar ég fékk nýrnasteina og var flutt upp á HSU með sjúkrabíl. Hún var í pössun hjá frænku sinni á meðan enda var ég í engu ástandi til að hugsa um hana.

Á spítalanum var dælt svoleiðis verkjalyfjunum í mig, ég mátti þá ekki gefa henni brjóst aftur fyrr en 24 klukkutímum seinna. Ég bað um að fá að fara upp til ljósunnar til að fá að pumpa mig en þurfti að bíða svo lengi eftir að fá mjaltavélina, ég átti þá sjálf ekki pumpu en reyndi eins og ég mögulega gat að handpumpa mig.

Eftir þessa tvo daga fór mjólkin minkandi hjá mér.

Ég reyndi töflur frá móðurást, jurta te og heita drykki, leggja hana oftar á brjóstið, pumpa þegar hún var búin á brjóstinu en ekkert virkaði.

Ég fann fyrir mikilli pressu að hafa hana áfram á brjóstinu því jú „brjóstið er best“.

Ólafía var hætt að vilja taka brjóstinu og varð pirruð í hvert skipti sem ég reyndi að leggja hana á brjóstið, enda var hún ekki að fá neina mjólk. Ég var sár, mér fannst eins og mér hafi mistekist og brugðist okkur báðum, því ég hafði planað að hafa hana á brjósti í allavega 6 mánuði.

Ég man eftir síðasta kvöldinu sem hún fékk brjóstið. Ég reyndi og reyndi að leggja hana á en hún öskraði og öskraði þar til loksins ég gafst upp og gaf henni pela. Eftir að hún var sofnuð pumpaði ég mig, það komu um 20ml úr báðum brjóstunum, þarna ákvað ég að hætta og skipta yfir í pela.

Það var rosalega erfitt fyrir mig að hætta með hana á brjósti. Mér leið í nokkra daga eins og ég hafi misst þessa fallegu stund sem við ættum saman og að ég myndi aldrei ná að tengjast henni eins vel og ég gerði. Ég hugsaði oft að kannski hefði ég átt að reyna aðeins lengur, aðeins betur, prufa aðeins meira eða kannski hlusta á næsta ráð.. það hefði kannski gengið upp.

Sorgin fór fljótlega þegar Ólafía mætti í auka skoðun, hún hafði svoleiðist stokkið yfir þyngdarkúrfuna sína! Í fyrsta skiptið var hún ekki rétt svo hangandi í þyngdinni sem hún átti að vera í eða rétt svo fyrir neðan. Hún fór að sofa heilar nætur, var hætt að væla eins mikið því hún var loksins að fá nóg að drekka.

Það gerði mig svo hamingjusama að sjá hana líða svona vel. Ég vildi auðvitað að við hefðum geta átt lengri tíma saman á brjósti en ég reyni frekar að vera þakklát fyrir að hafa fengið þessa 3 mánuði með henni, því brjóstagjöf er alls ekki sjálfsagður hlutur.

Ráð til að auka mjólkurframleiðslu

Hæ allir enn og aftur, í dag langaði mig að tala um eitt og gefa ykkur smá ráð um hvernig maður á að auka mjólkurframleiðslu! Það er ekkert mál að fá mjólk en það er nefnilega svaka vesen að viðhalda mjólkinni. Ef þig langar að auka mjólkurframleiðsluna þá verðuru að skilja hvernig mjólkin framleiðis, þegar þú ert búin að átta þig á því þá eru meiri líkur á að þú gerir réttu hlutina sem passar best fyrir þig og litla krílið.

8C0C9886-32A8-4C10-85DC-2B9C1AFA868B.jpegMálið er þannig að ef þig langar að auka mjólkurframleiðisluna þá verður þú að fá út eins mikla mjólk og þú getur og á mjög stuttum tíma líka, bara leyfa barninu að tæma þig eins oft og hægt er. Það er hægt að “púmpa” sig líka og tæma sig þannig en pumpan fær ekki út jafn mikla mjólk og barnið sjálft gerir. Þannig þú gætir pumpað þig á einu brjóstinu og láta barnið vera á hinu á meðan og skipta svo um brjóst til að leyfa barninu að tæma út nánast alla mjólk þú ert með. Hérna eru mín bestu ráð sem ég get gefið:

  • Farðu í “mjólk-mission” (vertu upp í rúmmi með barnið í 2 daga og hafðu nánast brjóstið upp í krakkanum 24/7)
  • Skiptu um brjóst allavegana 4 sinnum því stundum þá missir barnið áhugann á einu brjóstinu en tekur gott á móti hinu brjóstinu.
  • Ef barnið er undir 6 mánaða, reyndu að sleppa pelanum. Ef barnið er eldra en 6 mánaða þá getur þú gefið barninu brjóst fyrir og eftir fasta fæðu.
  • Farðu vel með mömmuna. Slappaðu af og drekktu mikið af vatni. ( að drekka mikið vatn aukar ekki mjólkurframleiðsluna en er samt mjög mikilvægur hlutur fyrir mömmuna )


F808E2A5-F416-42E3-A4AF-6E4D680FAB55Það eru margar konur sem halda að þær framleiða ekki nógu mikla mjólk  þegar þær eiginlega framleiða nógu mikla mjólk. Það er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Barn sem er á brjósti þarf að borða oftari en barn sem drekkur stoðmjólk vegna þess að brjóstamjólk meltir sig á 1,5-2 tímum. 
  • Barnið drekkur ekki jafn lengi og það gerði áður.( þegar barnið stækkar þá verður það miklu betri í sugunarprossessinu og þarf þess vegna ekki jafn langann tíma til að gera sig saddan)
  • Ef brjóstin á þér hætta að leka þá þýðir það ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil

Ef brjóstin virðast mjúk þá þýður það heldur ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil vegna þess að líkaminn þinn venjist þeirri mjólk sem barnið þarf.92110179-D658-4297-AB53-E6FA3AD74774

Ég mæli með nefúða sem heitir Sintocinon en hann á að hjálpa mjólkinni að fara út úr brjóstinu og gerir það léttara fyrir barnið að sjúga ef þú ert með litla mjólk. Þessi nefúði hjálpaði mér alveg helling!

Maríanna Ósk.

snapchat/instagram: Mariannaoskh