Afþreying á Akureyri


Ertu á leiðinni norður í sumarfrí og vantar hugmyndir að skemmtilegum áfangastöðum?
Nýlega fórum við Guðbjörg á Akureyri með krakkana okkar, sem eru á bilinu 8 mánaða til 6 ára. Við vorum frá morgni til kvölds með fulla dagskrá og fundum eitthvað sem hentaði öllum.

Daladýrð

Daladýrð er ótrúlega skemmtilegur dýragarður þar sem þú getur verið innan um dýrin, gefið geitunum að borða og klappað kanínum. Garðurinn er á stóru svæði og afgirtur , tvö niðurgrafin trampólín og risastór sandkassi ásamt þríhjólum og barna traktorum sem krakkarnir geta fengið að leika sér á án þess að foreldrar þurfi að hafa áhyggjur af því að börnin fari eitthvert sem má ekki fara. Garðurinn er frekar opinn að því leiti til að þú getur séð yfir allan garðinn svo það er nánast ómögulegt fyrir börnin að týnast þar.
Í Daladýrð er svo hægt að kaupa sér vöfflur og kaffi, svala og ís til að nefna dæmi.

Kaffi kú.

Kaffi kú er ótrúlega skemmtilegur staður til að fara með börn. Hægt varað sitja inni og horfa yfir beljurnar í fjósinu meðan maður sötraði á mjólkurhristing og fékk sér gómsæta vöfflu.
Á kaffihúsinu er líka lítið hús fyrir börn, stút fullt af dóti, litum og blöðum til að leika sér í ef þau verða eirðalaus á að sitja við borðið.
Hægt er svo að labba í gegnum fjósið hjá beljunum.

Jólahúsið

Minn draumastaður, í jólahúsinu er hægt að sjá grýlu og skoða endalaust af jólaskrauti. Húsið ætti ekki að fara framhjá þér þegar þú kemur að því, þar sem það lítur út eins og það sé tekið úr teiknimynd. Ég myndi segja að jólahúsið væri skyldu stopp fyrir jólabörn eins og mig sjálfa.

Sundlaugin á Akureyri

Sundlaugin á Akureyri hentar fyrir alla aldurshópa, þjónustan var upp á 10! Það er lítil laug með lítilli rennibraut fyrir yngri krakkana, rennibrautarlaug með þrem (að mig minnir) rennibrautum, stórir og góðir heita pottar og stór laug sem hægt er að synda í.

Verksmiðjan.

Verksmiðjan er veitingastaður sem er hægt að fá allt frá hamborgurum og pizzu yfir í rif og þorsk. Frítt er fyrir börn yngri en 6 ára að borða af barnamatseðlinum, lítið dýnuherbergi með sjónvarpi fyrir börn að horfa á teiknimynd, litir og litabók í boði fyrir krakka og ljúfengur matur fyrir alla.

Axelsbakarí

Hvað er betra en að stoppa í bakarí eftir góða sundferð? Já eða hafa góðan bröns á sólríkum sumardegi. Axelsbakarí er með eitthvað fyrir alla, gómsæta snúða, brauð, kökur og svo margt fleira.

Að ferðast með barn – tips

Ég hef hlakkað mikið til þessara færslu, áður en við flugum með stelpurnar hafði ég þessa miklu þörf fyrir því að google allt sem tengist því að ferðast með ung börn í tætlur! alveg frá pinterest, bloggum, youtube rásum, ég skoðaði allt.

Þetta allt saman fékk ég að upplifa þegar að ég flaug út núna 1 ágúst síðastliðinn með fjölskyldunni minni! svo hér fyrir neðan munið þið finna allskonar tips sem auðveldaði okkur flugið, flugvöllinn og bílferðina.

Just because you had a baby, does not mean that the adventure has to stop!

Já vissulega getur verið krefjandi að ferðast með börn og þá sérstaklega ung börn! en ef maður skipuleggur sig nóu vel og er undirbúin að þá verður ferðin svo 1000 sinnum ánægjulegri!

Þetta er mín reynslaÞann

1 ágúst flugum við fjölskyldan í 6 tíma til washington og framhaldinu af því keyrðum við í 4 kl. tíma til Norður Karolínu í bandaríkjunum, Þar sem að við vorum með heldur meiri farangur en flestar fjölskyldur út af elstu dóttur okkar að þá var eins gott að pakka skynsamlega og geyma óþarfa hluti heima!

Tips flugvöllurinn

  • Taktu með þér Kerru eða vagn
    Fyrir okkur hentaði vagninn best við erum með 2 börn á aldrinum 15 mánaða og 4 ára, vagninn sem við notuðum fyrir stelpurnar tekur 2 farþega, í vagninum eru 2 belti  sem þær voru svo spenntar í, á milli þeirra var súrefnisvélin hennar Önju (Anja þarf súrefni þegar hún flýgur) Vagninn er mun fyrirfara minni en kerra og þar sem að við vorum með gríðarlega mikinn farangur sem við vildum vera viss um að passaði í bílinn var vagnin besti kosturinn fyrir okkur.flug13
  • Við innritun
    er gott fá miða á vagninn/kerruna til þess að fá hann með ykkur inn á flugvöllinn!
  • Burðarpoki
    Myamaki burðarpokinn frá Chicco var himnasending, þegar að vélin er komin á áfanga stað þarf maður að labba langa vegalengd til þess að ná í farangurinn, þar á meðal vagninn eða kerruna! við vorum með 4 „töskur“ sem sagt skiptitöskuna, mjólkurdælutöskuna, súrefnisvél, og töskuna hennar Önju sem er á hjólum, bara það að getað skellt Kristel framan á mig gerði þetta allt svo 1000 sinnum auðveldara.

    Burðarpokinn er úr Chicco, hægt er að nálgast burðarpokann HÉR

    flug1

  • Verið vel nestuð
    Þó að planið sé að fá sér að borða á vellinum mæli ég klárlega með nesti til að halda friðinn inn á milli! Ég var búin að gera nesti deginum áður með kexi, berjum, ávaxtastöngum og skvísum því einfaldara því betra, ég mæli með boxum með hólfum, ég fékk boxin í Ikea! Á þessu jöpluðu þær við innritun í gegnum flugvöllinn og í flugvélinni! Sama gildir um bílinn, þetta var satt best að segja ekkert mál!

    flug123

Allt geriri maður til þess að halda friðinn enda sat Kristel voða sátt með nestið sitt.

Tips Flugvélinn

  • Stíll fyrir flug!
    Ég talaði við hjúkrunarfræðing um hvernig best væri að takast á við hellu og bara almenn óþægindi sem flug getur valdið, hún mældi með einum stíl fyrir brottflug! og það sem hún hafði rétt fyrir sér.
  • Teppi
    Við pökkuðum teppi fyrir stelpurnar sem var í rauninni bara plássþjófur í okkar tilfelli! Ég veit ekki með önnur flugfélög en ef þið eruð ekki viss hvort að flugfélagið skaffi teppi myndi ég taka eitt slíkt með ( einnig fer það allt eftir því hvert þið eruð að fara)
  • Gjafapoki
    Þegar að við flugum með Icelandair fengu stelpurnar smá svona goodybag, Í gjafapokanum hennar Önju var slímklósett, límmiða bók, LOL egg og gúmmí lamadýr. Þar sem að Anja Mist borðar lítið var nestið ekki nó til þess að róa hana svo við leyfðum henni að fá slímklósettið og það sem að hún varð glöð, í flugvélinni fengu þær að opna gjafapokann, Kristel fékk kubba og Anja fékk sitt!( Þær fengu gjafapoka frá icelandair en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt)
  • Spjaldtölva
    Sum flugfélög eru ekki með slíka þjónustu um borð! svo gott er að kanna það áður en þið leggið af stað! sérstaklega ef langt flug eru um að ræða
  • Heyrnatól
    Icelandair útvegaði heyrnartól fyrir stelpurnar en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt!
  • Bílstóll
    Ég hef flogið með barn í fangi og í bílstól! og ég mæli allan daginn með bílstól ef þú hefur tök á því! annars er alveg hægt að komast með ungt barn í gegnum flug í fangi það er bara örlítið erfiðara!

    Skiptitaskan

  • Bleyjur
    Sumir segja minna en meira, ég segi betra að vera save then sorry ég tók með mér bleyjur fyrir hvern klukku tíma! Það geta komið upp tafir eins og gerðist í okkar tilfelli!
  • Blautþurkur
  • Hitamælir
  • taubleyjur
  • peli
  • stoðmjólk
    Eða önnur mjólk sem barnið er á
  • Nesti 
    Td Skvísur, ávastastangir,kex,ávextir,ber,litlar samlokur, möguleikarnir eru endalausir.

    maturinn

  • Bossakrem
  • Auka föt
    Fyrir barnið og foreldrið
  • Stíll
  • Snuð
    Það hefði verið æðislegt ef að Kristel tæki snuð, sérstaklega við flugtak og lendingu en þetta tókst
  • Pokar undi kúkableygjur
    Já það segir sig bara sjálft!

Taskan hennar Önju
(fyrir utan töskuna með batteríunum fyrir súrefnisvélina og mjólkurdæluna)

taska

  • Auka súrefnisgleraugu
  • hnappar,slöngur,grisjur,vaselin
  • púst
  • mettunarmælir
  • Sprautur
  • límmiðabók
  • 2 mjólkurpokar
  • Hleðslutæki
  • gjafapoki
  • auka föt
  • Auka batterí fyrir mettunarmælirinnBörn eru misjöfn með mismunandi þarfir!
    vonandi gátuð þið nýtt ykkur eitthvað af þessum lista

Mig langaði til að deila nokkrum myndum frá ferðinni með ykkur

68961238_475470913250527_7461838079968411648_n

flug3

flug6

flug67

flug8

flug456

Þangað til næst

 

instagu

13 áhugaverðir staðir til að njóta með fjölskyldunni

Við fjölskyldan höfum gert heldur mikið í sumar, enda bíður fallega landið okkar upp á svo mikið.  Alveg frá dagsferðum, bæjarferðum og uppí helgarferðum upp í bústað.

Sú ferð sem stóð mest upp úr var dags ferð til Vestmannaeyja, við fjölskyldan eyddum þessum degi með föðurfjölskyldu minni! við kynntum krökkunum fyrir eyjunni, sprönguðum, fórum í sund og svo enduðum  við á pizza 67 meðan við byðum eftir ferjunni! stelpurnar höfðu aldrei áður farið í skip, Kristel spáði lítið í ferjunni enn Önju fannst þetta stórmerkilegt og sýndi mikinn áhuga, já þetta var góður dagur.

eyjar6

Stundirnar með fjöldunni þurfa ekki alltaf að kosta mikinn pening þó svo þær ferðir séu líka ákaflega skemmtilegar! Börn muna ekki eftir peningunum sem þið eydduð í þau en þau muna eftir tímanum sem þið deilduð saman! minningar, það eru þær sem sitja eftir!

eyjar898
(Ekki skírasta myndin en mér þykir ákaflega vænt um hana, það er ekki oft sem það nást svona myndir! en eins og sjá má meig ég næstum í mig úr hlátri)

Hér fyrir neðan eru áhugaverðir staðir sem fjölskyldan getur heimsótt í fríinu

  • Skessuhellir
  • Þingvellir
  • Kerið í Grímsnesi
  • Gullfoss og Geysir
  • Vestmannaeyjar
  • Kjarnaskógur
  • Víðistaðatún
  • Viðey
  • Mývatn grjótagjá
  • Þakgil
  • Úlfljótsvatn
  • Hellisgerði
  • Slakki

Mig langar einnig að nefna nokkrar skemmtilegar afþreyingar sem hægt er að njóta samverunni saman

  • Fjallganga
    Frábært að leyfa börnunum að hjálpa við að finna staðsetningu, smyrja nesti, frábær útivera og hreyfing sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í.
  • Fjöruferð
    Ég á ótal minningar af mér og foreldrum mínum í fjörunni, það er hægt að gera svo margt svo ég nefni dæmi þá er hægt að vaða, tína steina og skeljar (sem er svo hægt að mála á) skoða sjávarlífið! fletja kerlingar.
  • Berjamó
    Þegar að ég var lítil fórum við amma mjög reglulega í berjamó fyrir aftan bústaðinn okkar, einnig vorum við frændsystkinin send út að tína ber sem amma gerði svo sultu úr.
  • Vaða
    Já þetta þarf ekki að vera flókið! ég gat eitt tímunum saman í litlum læk við hliðin á sumarbústaðinn hjá ömmu og afa, oft var ég send útí læk til að ná í vatn til drykkju.
  • Víðistaðatún
    Ég gæti ekki mælt meira með þeim stað! frábær leikvöllur fyrir krakkana ásamt hoppudínu,aparólu, frisbigólfi,tennisvelli og síðast en ekki síðst æðisleg grill aðstaða.
  • Skessuhellir
    Í helli við smábáta höfnina í reykjanesbæ býr skessa, hún hrítur reyndar allsvaðalega og sefur allan sólahringinn en hún er mjg svo eftir sótt af landsmönnum, þar sem við búum í reykjanes heimsækjum við hana reglulega og finnst Önjun skessan og hellirinn stórmerkileg!
  • Lautaferð
    Þegar lítill tími gefst í langferðir en þú vilt njóta sumarsins og náttúrunar með fjölskyldunni henta lautarferðir einstaklega vel! hver elskar ekki að njóta matar og drykkk úti sem fjölskyldan hjálpaðist við að útbúa!
  • Bogfimi
    Bogfimisetrið er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna.
  • Bókasafnið
    Við kíkjum þangað allavega 2 í viku, Önju finnst æðislegt að velja bók sem við lesum svo um kvöldið, einnig eru fullt af spilum og trédóti sem henni finnst æðislegt að kíkja á!

 

 

sssss

sssssssssssss

ssssss

ssss

 

Þangað til næst

SNAPP – GUDBJORGHREFNA

guinsta