Covidshamers – Foreldrar eru sjálfum sér verstir

Nú hefur þetta ástand staðið yfir í allt of langan tíma og margir foreldrar alveg að bugast (eða bara algerlega búnir að því).

Við erum að leyfa mun meiri skjátíma en við þorum að viðurkenna en vitiði hvað? Það er bara allt í lagi!

Við horfum að þessar “Picture perfect“ mömmur sem baka bananabrauð og sykurlausar súkkulaðimuffins með börnunum, á meðan ert þú að reyna þitt besta að halda barninu uppteknu svo þú getir klárað netfundinn og haldið í við vinnuna… Þú horfir á litla fullkomna engilinn þinn með oreo kex yfir hvolpasveitinni og færð stærsta mömmviskubit sem þú gætir mögulega fengið.

Ekki gera sjálfum ykkur það. Við erum öll í mismunandi stöðum, sumir foreldrar bara hafa tíma fyrir þessa glansmynd og vitiði hvað? 90% þeirra eru ekki einu sinni “þetta foreldri“ nema bara hluta tímans og skella inn sætri mynd því þau LOKSINS höfðu tíma til að gera eitthvað skemtilegt.

Þessar endalausu færslur um að

“Fjöllan í fjöruferð“

“Tröllaleir og föndur“

Ekki láta þær draga þig niður því barnið þitt kláraði netflix á meðan þú lærðir og þú náðir bara rétt að kíka út í boltaleik í örfáar mínútur í gær.

Eða þeir sem ná loksins að koma smá framkvæmdum í verk

“Ég tók baðherbergið í gegn“

“Loksins búin að taka til í geymslunni“

Og það eina sem þér hefur tekist að klára er snakkpoki og kók í dós í dag. Vaskurinn virðist framleiða óhreint leirtau og þú ert farin að hræðast það hvað gæti leynst í botni óhreinatausins.

Við erum þarna flest en þótt ótrúlegt megi virðast þá eru mjög fáir sem stæra sig á óunnum verkum og frestunaráráttu.

Eini tíminn sem þú virðist geta fengið smá me-time síðustu vikur er ef þú vogar þér í búðina eða læsir þig inná baði… We have all been there og ég held að margir foreldrar sem eru heima allan þennan tíma fara óþarflega oft inn á bað að “pissa“ og fá 2 mínútur til að anda og ná saman fésinu.

Á instagram er mynd af börnum vina þinna lita í friði svo þæg, þú lítur upp og litla fallega blómið þitt er að enda við að klára þetta líka myndarlega listaverk á eldhúsvegginn á meðan þú stendur við eldamennskuna… Þar fór það.

Þú horfir á fjölda fólks sem missir ekki úr svo mikið sem einum degi af heimaæfingum því jú ríkamsrætarstöðvar eru lokaðar, þú afrekaðir að labba út í búð og bera 4 innkaupapoka þrjár götur.

Eftir allar þessar glansmyndir og hashtög á við #Stuðkví og #gamansaman er ekki nema von að við óskum þess að hafa meiri tíma með börnunum og geta skipulagt okkur betur en það, því miður virðist ekki gerlegt að bæta við klukkutímum í sólarhringinn.

Coviskubitið er að éta þig upp

Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til, laga þakið, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og sauma?

Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma með börnunum eins og allir aðrir?

Af hverju er ég ekki í stuðkví?

En raunveruleikinn er sá að þú ert með miklum meirihluta fólks í heiminum í dag.

Þú ert í fullri vinnu að heiman ásamt því að sinna:

-Kennarahlutverkinu með hjálp kennara barna þinna

-Tónlistakennslu jafnvel þó þú hafir jafnvel aldrei spilað sjálf/ur á hljóðfæri barnsins

-Íþróttaæfingum með hjálp þjálfara svo barnið missi ekki úr

Þú jafnvel ert að vinna í framlínustarfi og kemur heim eftir langa vakt, þig langar helst bara til að setja tærnar upp í loft og láta þig sökkva í sófann.

Sumir eru að kljást við óvænt atvinnutap því ástandið setti fyrirtækið á hausinn eða varð að gera ríflegann samdrátt.

Sumir eru að kljást við að þurfa að hjúkra ástvinum

Við getum ekki sett okkur öll á sama pall því jafnvel í fullkomnum heimi þar sem allt er eins og það á sér að vera er það ekki raunhæft að miða sig við aðra og líf þeirra. Við komum öll af mismunandi uppruna og öllum mögulegum lífsreynslum.

Við erum öll bara að reyna að komast í gegnum þetta og gerum það öll á okkar hátt. Sumir njóta þess að fara á fullt í framkvæmdi á meðan aðrir njóta þess að fá sér rautt þriðja kvöldið í röð, skella maska í smettið og horfa á Bachelor í lok dags.

Verum ekki að drekkja okkur í coviskubiti eða momshamea/dadshamea aðra. Do your own thing og komum okkur bara í gegnum þetta heil!

Stop the Mom shaming. | Shame quotes

Fæðingarsaga Svavar Bragi

Þessi meðganga hafði gengið bara eins og í sögu. Eina sem hafði hrjáð mig alla meðgönguna var grindarverkir af og til ef ég beitti mér rangt en að öðru leyti var ég bara ekkert „ólétt“… eða allavega fram að síðustu vikunni því drengurinn var bara ekki neitt að drífa sig í heiminn og hélt sig viku lengur í mömmuhlýju.

Morguninn 20. Október 2013 átti ég að mæta upp á HSS í belglosun til að sjá hvort það kæmi ekki einhverju afstað. Þar sem ég var bíllaus tók ég strætó ein frá ásbrú inní Keflavík og leyfði Danna bara að sofa. Ljósmóðirin ákvað að vera alls ekki að gera mér upp neinar vonir svo við sendum beiðni í leiðinni fyrir gangsetningu á LSH í vikunni á eftir og sagði hún mér að þó að ég fengi seiðing væri ekkert ólíklegt að það hætti svo aftur því ég var ekki komin með neina útvíkkun af viti.

Þar sem besta vinkona mín bjó bara nánast við hliðina að spítalanum, rölti ég þangað og ætlaði að fá hana til að skutla mér heim (kl ca 11/11:30) en hún steinsvaf og ég ekkert á neinni hraðferð svo ég sest bara og spjalla við mömmu hennar. Þó nokkrar mínútur líða og eftir smá tíma þá tekur Svana (mamman) eftir því að ég er farin að styðja við bumbuna og hálf gretta mig á nokkurra mínútna millibili og fer laumulega að taka tímann. Þegar hún áttar sig á að ég geri þetta með nokkuð jöfnu millibili spyr hún mig hvort ég væri ekki að taka tímann… Nei ég sagðist nú ekki vera að því og af hverju ég ætti að gera það. „Ertu ekki með verki?“ Jú ég var nú alveg með seiðing en ég gat nú lítið kvartað. 5 mínútur á milli!

Þetta gat nú ekki verið bara svo einfalt, ljósan losar belginn og ég bara strax með hríðaverki?

Ég held það nú, með tímanum versna verkirnir og styttist á milli svo við vekjum Sunnu sem fær vægt sjokk. Hellir í SJÓÐANDI bað fyrir mig og otar að mér helling af mat því ég yrði nú að hafa orku í þetta allt saman. Eftir smá tíma röltum niður á HSS aftur (nú eru 6 ár liðin og ég ekki alveg með tímann) til að sjá hvort það væri rétt, var ég komin með hríðar?

Það var svosem ekkert að gerast akkurat á þessari stundu svo ég fer til baka og kúri mig í gegnum verkina áður en ég gefst alveg upp og vill bara fara niður á deild í baðið og fá glaðloft. Þegar þarna kemur við sögu eru ca 2 mín á milli verkja. Það reyndist líka nær ómögulegt að ná í Danna en það hafðist svo á endanum og hann kom með pabba sínum niður í Keflavík til að ná að vera viðstaddur fæðinguna.

Ég reyni að slaka vel á milli hríða og fæ mömmu til að nudda á mér bakið með köldum höndum á meðan ég lá í heitu baðinu (já hún þurfti að skipta um hendi mjög ört). Þegar ég hafði legið í baðinu í svolítinn tíma fer ég að fá rembingsþörf, en útvíkkunin var ekki alveg búin svo ég má ekki rembast alveg strax og loksins þegar ég mátti rembast þá gerðist allt frekar hægt. Þegar ég hafði rembst í að verða 2klst fór hjartslátturinn hjá hnoðranum að verða aðeins of ör svo ég var fengin uppúr baðinu og á rúmið sem var bara akkurat það sem þurfti til að hann snerist almennilega í grindinni og þaut út í öðrum rembingi eftir að ég hafði lagst. Hann s.s. hafði líklega legið skakkt í grindinni allann þennan tíma og það með hendi í hálsakoti sem gerði það en seinfærara.

Hann fæðist svo 17 merkur og 53cm kl 20:57 þann 20.október.

Það vantaði ekki sopann fyrir hann en hann lá á brjóstinu megnið af fyrstu 2 árunum sínum.Þessi maður er einn sá yndislegasti og lífsglaðasti sem ég hef kynnst en hann féll frá fyrir 1 árs afmælið hans Svavars Braga en hann heitir í höfuðið á honum, Svavar.

100% vinna, börn og fjarnám

Verandi námsmaður, mamma og 100% starfsmaður á dag og næturvöktum er enginn brandari.

Þar einmitt kemur gott skipulag sterkt inn.

Ég er með dagbók sem ég sérpantaði af síðu sem heitir personal-planner.com og þar skrifa ég inn verkefni, próf og allt annað sem þarf að gerast í vikunni (foreldrafundir, frí og hver er að passa ef þess þarf). Ég er svo heppin með tengdaforeldra líka sem passa alltaf þegar ég fer a næturvaktir þar sem vaktir okkar Ása skarast á. Ég mæti í vinnu 17:30 en Ási ekki búin á dagvakt fyrr en 20:00 þá daga.

Ég hugsa að ég kæmist mögulega ekki upp með að vinna fulla vinnu með skólanum ef ekki væri fyrir þetta frábæra stuðningsnet!

Ég s.s. reyni að skipuleggja það þannig að ég læri og fer svo í ræktina í lærdómpásunni, borða hádegismat og læri svo eins mikið og ég get á frídögum meðan börnin eru ekki heima. Ef eitthvað er eftir þegar frísyrpan klárast þá sé ég hvort betra sé að troða því inn eftir vinnu (og ræktina) eða tek bækurnar með mér á næturvakt/læri eftir næturvakt (og svefn).

Allt saman er þetta rosalegt púsl en vel hægt með smá hjálp og góðu skipulgi.

En mikilvægast finnst mér þó að hafa ómældan stuðning maka þar sem ég fæ stundum að læsa mig inni herbergi að læra og taka próf ef illa lendir á dagana og þegar ég er enganveginn að nenna að læra hvetur hann mig áfram!

Mundu bara ef þú getur látið þig dreyma það, þá geturu látið það gerast.

Foreldra ráð – Til að létta lífið

1. Skítugir legokubbar meiga fara í uppþvottavél. Ef þú átt ekki uppþvottavél settu þá í þvottanet og inní þvottavél. Sama á við um mjög mörg leikföng, þau skemmast fæst við stutta þvottaferð.

2. Hvernig fá börnin þessa hugmynd um að það sé vondur kall eða skrímsli í myrkrinu? – settu vatn og örfáa dropa af lavender í spreybrúsa, ef þú ert extra metnaðarfull/ur skreyttu brúsann og kallaðu það skrímslasprey.

3. Mörg börn hafa takmarkaða þolinmæði fyrir hand- og fótsnyrtingar. Klipptu neglurnar á meðan barnið sefur!

4. Smelltu snaga aftan á matarstólinn og settu smekkina þar. Þá eru þeir alltaf við hendina þegar þörf er á þeim. – svo er líka hægt að kaupa svona á trip trap

5. Uppþvottalögur er töfraefni á fatabletti. Settu grænan fairy beint á blettinn til að koma í veg fyrir að bletturinn festist.

6. Zip-lock pokar eru guðsgjöf. Hver segir að kókosolía sé svarið við öllu… þú getur geymt og ferjað nánast hvað sem er í zip-lock poka! Nesti-frystivörur-föt-leikföng-snyrtivörur svo eitthvað sé talið.

7. Ef þú ert eins og ég og kemur þér aldrei í að „babyproofa“ allt húsið. Þú getur sett teygjur eða bönd á milli handfanga í eldhúsinu og baðherberginu. (Alltaf best að eyða samt tímanum í varanlega lausn)

8. Frostpinnar. Stingdu pinnanum í gegnum muffin form til að forðast klístraða fingur.

9. Þessu hef ég brennt mig á. Baðdót með gati, notaðu límbyssu til að loka gatinu og koma í veg fyrir myglu.

10. Ef þú ert með lítið barn sem fer stutt í baðinu, settu barnið í þvottakörfu ofaní baðið. Þannig flýtur dótið ekki of langt í burtu.

11. Til að koma í veg fyrir að þú mætir lítilli múmíu eða klósettpappírs mottu á leið þinni inn á bað, smelltu hárteygju utan um rúlluna.

12. Áttu lítinn listamann sem þykir A4 ekki nógu stór canvas? Acetone eða töfrasvampur virkar vel á túss… ef það virkar ekki, settu þá bara ramma utan um! (Nokkrir punktar ^)

13. Börn eiga til að prufa lykla og læsingar en kunna svo ekki að opna aftur. Settu teygju milli hurðarhúnna svo læsingin fari ekki út.

14. Fáðu þér dagatal til að setja inn allar æfingar, læknatíma og annað mikilvægt.

15. Búðu til skipulag og stattu við það. Til að byrja með hjálpar að skrifa inn húsverkin í dagatal… það kemur manni á óvart hvað maður miklar það fyrir sér að troða inna öllu í hverri viku.

16. Gerðu matseðil fyrir vikuna og verslaðu eftir honum. Það sparar bæði tíma og pening ásamt því að þannig er auðveldara að velja hollari kosti.

17. Án þess að ætla að hljóma eitthvað Sólrún Diego eða Sigrún Sigurpáls… það er bæði ódýrara og náttúrulegra að gera þitt eigið alhliða hreinsisprey með vatni og edik eða vatni og sítrónu (sítrónan er sótthreinsandi)

18. Eitt af mínum þægilegustu ráðum er að fara í ræktina á meðan börnin eru í daggæslu/skóla… virkar hinsvegar ekkert sérstaklega vel fyrir dagvinnufólk. En reyndu alltaf að finna leið til að kreista inn 30mín hreyfingu á dag, þó það sé ekki nema göngutúr með kerruna.

19. Magapest. Börn missa auðveldlega matarlystina við magapestir (upp og niður). Flestir vita af poweraid/gatoraidráðinu en ég kynntist electrorice bara þegar stelpan mín var nokkurra mánaða með upp og niður í yfir viku. LIFESAVER ! BÓKSTAFLEGA!

20. Takið þessu ráði með miklum fyrirvara! Við hósta og stífluðu nefi er gott að setja pínulítið vicks vaporub undir iljarnar á krökkunum og sokka yfir þegar þau fara að sofa. Ég kaupi yfirleitt babyrub því ég hef heyrt hryllingssögur en hef notað hitt og enn allt í lagi með mín. – Sumir geta líka svarið fyrir hálfum lauk við rúmið.

21. Sum börn eru B-týpur og koma sér illa afstað á morgnana. Í þeim tilfellum er fínt að kaupa 5 kassa/skúffur/hirslur og skipuleggja fatavalið fyrir skólavikuna.

22. Hafðu „já-nasl“ alltaf aðgengilegt í ísskápnum sem er í boði hvenær sem er dagsins. Fínt að hafa bæði ferskt og pakkað (klementínur – schoolbars – ostabita – gulrætur – gúrkubitar – osfrv.)

23. Ef barnið þitt er eitt þeirra sem tekur ástfóstri á bangsa/teppi/dulu/annað þá er alltaf gott að eiga auka.

24. Alltaf hafa hitamæli og stíla í skiptitöskunni.

25. Það getur stundum verið erfitt en gefðu þér tíma reglulega til að fara á „deit“ með barninu. Þarf ekki að vera mikið, bíó, föndurkvöld, ferð á bókasafnið að lesa bækur saman, kaffihús eða bara róló.

26. Cheerios hálsmen í búðina. Þræddu cheerios á tannþráð og settu á barnið/börnin fyrir búðarferðir.

27. Settu pinna í litlar jógúrtdollur og frystu. Auðveld leið til að gera ís.

28. Ef möguleiki er á því, litaðu inní klukkuna til að hjálpa barninu að skipueggja tímann sinn.

29. Búðu til afþreyinga krukku fyrir börnin. Skrifaðu á pinna mismunandi afþreyingu svo þau geti dregið þegar þeim leiðist.

30. Kauptu merkimiða (t.d. navnelapper.no eða mynametags.com) og merktu ALLT. Gott að venja sig á það snemma.

31. Talandi um límmiða. Klipptu einn í tvennt og settu í skóna til að hjálpa barninu að sjá hvor fóturinn fer í skóin.

32. Prentaðu og plastaðu mikilvæg símanúmer og festu það svo á skólatöskuna til að auðvelt sé að ná sambandi við foreldra/nákomna. – Sama listann er líka gott að hafa heimavið t.d. á ísskápnum.

33. Ertu alltaf að týna hárteygjunum? Þú týnir þeim allavega seinna svona… eða öllum í einu!

34. Leyfðu barninu að hjálpa þér að skipuleggja vikuna um helgar. Svona skipulags dagatal er æði fyrir það.

Tölvupóstur til barns

Þegar að ég var ólétt af stráknum mínum síðustu mánuðina sérstaklega var ég mjög dugleg á Pinterest og fann þá hugmynd sem mér fannst algjör snilld!

Hér er „pin-ið“

tölvupóstur

Svo það er akkúrat það sem ég gerði, ég stofnaði netfang fyrir strákinn sem er þó ekki bara nafnið hans heldur eitthvað sem hann myndi ekki vilja nota sjálfur og engum öðrum myndi detta í hug. Ég hef aldrei sagt nokkurri sálu frá því hvað það er og kem ekki til með að gera en það er þó skrifað á miða sem er geymdur á öruggum stað ásamt lykilorðinu bæði ef ske kynni og líka bara því ég man ekki einu sinni lykilorðið núna lengur. Ég kem aldrei til með að opna netfangið en á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér til hans og ég vona innilega að honum finnist þetta jafn skemmtilegt og mér.

Ég skrifa og sendi ýmislegt á hann, myndir af okkur saman eða honum, sónarmyndirnar senti ég til öryggis og síðan hef ég skrifað stuttlega um hvað mér fannst þegar ég sá hann fyrst og þegar að hann varð 1 árs og síðan 2 ára hef ég skrifað stutta afmæliskveðju og sagt honum aðeins frá síðasta árinu hans og kem til með að gera það næstu afmælisdaga líka. Stundum líða mánuðir á milli og það er allt í góðu það þarf ekki að vera mikið þarna inni og ég hef líka sent bara „ég vona að þú vitir að ég elska þig alveg helling“ Það er svo ótalmargt sem hægt er að senda en ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir.

  • Myndir af skemmtilegum viðburðum; afmæli, jól, áramót, sumarfríið eða bara safna saman nokkrum sem að þér þykir vænt um.
  • Saga um eitthvað skemmtilegt sem barnið/krakkinn kann að hafa gert eða sagt.
  • Myndir af föndri sem viðkomandi var einstaklega ánægður með eða stoltur yfir.
  • Stuttar orðsendingar.
  •  Hvað er í gangi í lífi ykkar þessa stundina.
  • Myndir og myndbönd af þeim að stunda áhugamál sín.
  • Jafnvel þeirra hugmyndir og óskir um hvernig framtíðin lýti út í þeirra augum, hvað þeim langar til þess að gera og gaman gæti verið fyrir þau að sjá hvort skoðanirnar séu enn þær sömu.
  • Og svo náttúrulega allt sem ykkur dettur í hug, allt og ekkert.

Það skiptir ekki máli hvort barnið þitt sé nýfætt, ársgamalt, 5, 8, 12 eða hvað sem er það er enn hægt að byrja og mæli ég með því þar sem þetta er einföld og falleg gjöf.

Þangað til næst

Irpa Fönn (irpafonn)

Ég þekkti ekki barnið mitt.

Þegar ég labbaði inn á fæðingarstofuna hafði ég ákveðna hugmynd um hvernig fyrstu mínúturnar með dóttur minni myndu vera. Mér fannst ég þekkja hana svo vel þegar ég gekk með hana, hún stækkaði og þroskaðist í kviðnum hjá mér, ég fann fyrir fótunum og höndum þegar hún var að teygja úr sér.

Mér leið eins og við værum strax tengdar, ég og hún, því hvernig gátum við ekki verið það?

Hún nærðist á því sem ég borðaði og sparkaði á móti þegar ég potaði í magan, við vorum eitt.

Fyrstu mínúturnar sem ég hélt á henni, gat ég ekki hætt að gráta, hún var svo falleg og ég vissi það strax að ég myndi aldrei elska neinn jafn mikið og hana.

Fyrstu nóttina okkar þá grét hún og ég grét líka. Ég grét af því ég fattaði þá að ég þekkti hana ekkert, ég vissi fullvel að þetta væri barnið mitt og vissi að ég elskaði hana en eg vissi ekki hver hún væri.

Ég starði í augun á henni dögum saman og fannst hún svo ókunnug.

Ég stökk beint á þá hugsun að ég hlyti að vera með fæðingaþunglyndi, hvaða mamma þekkir ekki barnið sitt? Sérstaklega eftir að hafa gengið með það í 9 mánuði.

Kæra móðir, ef þú ert að lesa þetta þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að þú sért ein.

Það eru margar mæður sem hugsa það sama, það tekur tíma að fá að kynnast barninu sínu og það tekur tíma fyrir barn að móta persónuleika. Njóttu þess að fá að kynnast litla krílinu, njóttu þess að geta legið og kúrt með barninu og njóttu hvers einasta dag, því tíminn er ótrúlega fljótur að líða.

Ef þú hefur áhyggjur að þú sért með fæðingarþunglyndi er hérna Linkur sem gæti nýttst þér.

Kæri þú

Kæri blóðfaðir..sæðisgjafi..maður?

Ég veit ekki hvað ég get kallað þig því ég veit ekki enþá hvað þú ert fyrir mér.

Ég get ekki kallað þig pabba minn, því pabbi minn hefði aldrei gert það sem þú gerðir. Sæðisgjafa kannski? En þú varst partur af lífinu mínu í nokkur ár.

Nú eru komin mörg ár síðan ég hef séð þig, talað við þig eða heyrt af þér. En þó árin líða sitja enþá spurningarnar eftir í mér.

Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju tókstu hans hlið? Afhverju talaðir þú svona niðrandi til mömmu við mig? Afhverju grættiru mig í hvert einasta skipti sem ég fór til þín?

Í hvert skipti sem ég sagðist ekki vilja fara til þín fékk ég að heyra um þennan umgengnissamning, að þú ættir rétt á að fá mig til þín, hverju átti ég rétt á? Ég vildi að þú hefðir hlustað á mig, að skoðun mín hefði skipt einhverju máli. En ég var “bara barn”, mannstu? Þetta sagðiru alltaf þegar við vorum ekki sammála.

Mannstu þegar við fórum til Spánar? Við vorum á sundlaugarbakkanum á hótelinu, ég held ég hafi verið átta ára, ég stökk inn á klósettið og þegar ég kom út varstu farinn á markaðinn. Þér fannst rosalega gaman, mér fannst ég vera fyrir þér.

Mannstu þegar ég strauk að heiman frá þér, 10 ára var það ekki? Ég kastaði bangsanum mínum í ferðatöskuna og labbaði út. Afhverju komstu ekki á eftir mér? Þegar ég kom aftur varstu fyrir framan sjónvarpið að sötra á bjórnum þínum, alveg slakur.

En mannstu áður en ég fæddist, þegar líf mitt og mömmu var í húfi? Hvar varstu þá?

Ég var niðurbrotin, maður sem átti að vera pabbi minn, þú, áttir að veita mér öryggi en það eina sem þú veittir mér var kvíði og vanlíðan.

Mannstu þegar ég sagði þér frá því að ég væri að leita mér hjálpar við þunglyndinu á BUGL? Mannstu hverju þú svaraðir? ,,ertu byrjuð í dópi?”.

Mannstu þegar ég var að fermast? Eftir veisluna var ég að opna gjafirnar, ég fékk pakka frá mömmu og pabba, ömmu og afa, systur ömmu, systir afa, fjarskyldu frændfólki, en afhverju fékk ég ekkert frá þér? Þú komst samt í veisluna.

Ég veit þú ert ekki góður maður, þó þú lifir í þeim blekkingum. Ég sá meira en þú lést í ljós og vissi meira en þú hélst. Þú ert fastur í lygavef og sjálfsblekkingum, þú telur þig alltaf vera saklausan og að allir séu að ráðast á þig.

Þú áttir einu sinni kærustu, yndisleg kona í alla staði, en þú náðir klónum þínum utan um hana. Þessi fallega kona, þessi saklausa kona átti þetta ekki skilið. Sjáðu til, ég hitti hana eftir að þið hættuð saman, þegar ég nefndi þig brotnaði hún niður og grét í fanginu mínu. En þetta er það sem þú gerir við fólk, þú brýtur það niður og byggir það upp eins og þér hentar eða hendir því í burtu.

Þú gafst mér einu sinni stjúp mömmu, alvöru stjúp mömmu, ekki þessar sem komu eina helgi og voru svo farnar. Takk fyrir hana og takk fyrir allt sem kom út því sambandi.

Takk elsku stjúpa fyrir að hafa hugsað svona vel um mig.

Afhverju hættuð þið saman?

10 ára var ég hjá þér í nærbuxum sem ég fékk þegar ég var 6 ára, ég man þær voru svo litlar að þær skáru mig í náran.

,,Ég borga mömmu þinni pening 1x í mánuði, hún getur keypt ný föt á þig” meðlagið, ó þetta elsku meðlag, hversu oft fékk ég að heyra um það?

Þú komst því í höfuðið á litlu barni að þú værir svo göfugur að þú værir að láta mömmu fá pening sem ég átti alltaf að fá einu sinni í mánuði sem ég gæti notað fyrir mig , en að mamma væri svo hræðileg að hún væri að taka þennan pening frá mér.

Að setja hagsmuni annara ofar þínum eigin var aldrei þín sterkasta hlið, en maður hefði haldið að þú hefðir allavega sett hagsmuni barnanna þinna ofar þínum.

Peningar geta lagað allt, eða það hélst þú. Þú helst að öll okkar vandamál myndu hverfa ef þú keyptir einhvað fyrir mig.

Að fara til þín var mín versta martröð! En ég slapp úr vítis hlekkjum þínum, eftir margar andvöku nætur, tár og öskur. Misskilningur kallaðiru þetta?

Ég varð bæld, mér fannst ég vera sökkva niður á hafsbotn. Ég horfði upp og reyndi að synda upp í ljósið, vonina um að þetta yrði betra, en það var alltaf einhvað sem dróg mig neðar og neðar sem gerði það erfiðara fyrir mig að ná andanum, það varst þú.

Ég var heppin að eignast annan pabba sem setti mig alltaf í fyrsta sæti, hann gaf mér allt sem ef þurfti og gott betur en það.

,,hann er ekki pabbi þinn”

Ég hefði geta eignast pabba sem væri alveg sama um mig, sem gerði upp á milli mín og hinna barnanna, svona eins og þú gerðir. Í stað þess að hugsa um hversu heppin ég væri að hafa eignast pabba sem var góður við mig talaðiru niður til hans. Var það til að upphefja þig? Varstu hræddur um að hann væri að standa sig betur en þú?

Svo margar spurningar sitja en eftir í mér og ég gæti skrifað bók um allt sem þú hefur gert.

Afhverju elskaðiru mig ekki? Afhverju vildir þú mig ekki?

Kveðja,

Ég