Mömmufrí á Hilton spa

Dóttir mín hefur verið að ganga í gegnum tímabil þar sem hún sefur mjög lítið og vill bara vera hjá mömmu sinni. Ég var orðin mjög lang þreytt og hver einasti bolur sem ég var í var annað hvort með hori, mat eða slefi á.
Ég var eiginlega hætt að hugsa um mig.
Já foreldrahlutverkið er eitt af því mest krefjanfdi hlutverki sem þú getur fengið. Það er það skemmtilegasta en á sama tíma það erfiðasta sem þú gerir í lífinu.

Í vikunni fór ég í spa á Hilton, ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hvað það er mikilvægt fyrir foreldra að fá smá tíma fyrir sig fyrr en ég lá þarna að láta dekra mig í döðlur.
Ég var alveg endurnærð eftir þessa spa ferð eftir svo margar andvöku nætur. Að fá að sitja þarna í svona rólegu umhverfi, í algerri þögn að láta nudda á mér axlirnar.

Þjónustan var svo hlýleg, umhverfið og nuddið svo notalegt.

Í afgreiðslunni tók við mér yndisleg kona sem rétti mér handklæði og sýndi mér svo spa-ið.
Það var ótrúlega flott líkamsrækt þarna og ég sé svolítið eftir að hafa ekki tekið með mér íþróttafötin, búningsklefarnir eru mikið stærri en ég hélt fyrst. Vinstra megin eru skápar og sturtur en hægra megin er röðin ein af speglum, og við hvern spegil var hárblárari og sléttujárn. Ég bókstaflega þurfti bara að taka með mér sundfötin því það var allt til alls þarna.
Sjampó, hárnæring, sturtusápa, handklæði, eyrnapinnar, baðmullarskífur og afnot að hárblásara og sléttujárni, nei í raun hefði ég geta tekið bara mig sjálfa þangað því það er hægt að leigja sundföt. Sem er ótrúlega fínt ef maður ákveður að skella sér án fyrirvara.

Þegar ég var komin í sundfötin og ofan í pottinn labbar kona að mér og spyr mig hvort ég vilji axlanudd… ÖÖ já!
Eftir nuddið fór ég í „núðlulaugina“, það er semsagt svona lítil laug með korknúðlum sem þú getur látið þið fljóta með, ég held ég hafi legið þarna í 40 mínútur, ég gjörsamlega gleymdi öllu sem var í gangi í kringum mig.

Ég mæli með því að allir taki sér 1-2 tíma, sama hvað er mikið að gera, sama hvað þú þykist ekki hafa tíma fyrir sjálfan sig að skella sér í Spa. Færð ekki pössun fyrir barnið? farðu meðan það er á leikskólanum. Gjörsamlega að drukkna í verkefnaskilum? skelltu þér í spa og núllstilltu þig, það er ótrúlegt hvað andlega heilsan hefur mikil áhrif á allt sem maður gerir.

-Færslan er unnin í samstarfi við Hilton spa , skoðanirnar eru alfarið mínar eigin-