REF maskinn og dagkremið- mín reynsla

Þessi blanda af vörum hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni.

Alveg frá því ég var krakki hef ég átt erfitt með að finna vörur sem henta minni húð, þær annað hvort brenndu mig eða virkuðu ekki.

Ég var búin að gefa upp alla von og sætti mig lengi við það að ég þyrfti bara nota þungan farða yfir húðina til að fela allar bólur.

Ég gerði mér ekki upp neinar vonir um að þessar vörur myndu virka neitt frekar en eitthverjar aðrar sem ég hafði prufað, en útkoman var mögnuð!

Ég er með frekar blandaða húð, feit á sumum stöðum og á öðrum svo þurr að ég flagna. First impression á dagkremið var virkilega góð, húðin varð alveg mjúk og hélst mjúk allan daginn. Svæðin sem voru byrjuð að flagna fóru minkandi og á viku voru þurrkublettirnir alveg farnir. Ég myndi segja að þetta dagkrem myndi henta öllum húðtýpum, olíu miklum, þurrum og blönduðum.

Ég er búin að nota þetta dagkrem í að verða komnar 4 vikur og húðin verður bara betri og betri.

Eins og ég sagði frá í byrjun að þá hefur verið mjög erfitt að finna vörur sem henta minni húð, hvað þá maska. Ég er með rosalega viðkvæma húð þegar kemur að möskum og brenn yfirleitt á fyrstu 5 mínútunum, eitthver sagði við mig að það þýddi að maskinn væri bara að virka og ég ætti að þrauka í gegnum þetta þann tíma sem maskinn ætti að vera á mér.. STÓR MISTÖK! Já ég skað brann og gat ekkert málað mig næstu dagana eftir á meðan húðin var að jafna sig.

Ég var því eiginlega líka búin að búa mig undir það að það yrði eins með þennan maska eins og flest alla sem ég hef prufað. Hann sveið í byrjun þegar ég setti hann á mig og ég hugsaði strax ,,ohh frábært ég er að fara brenna“ en sviðinn hætti strax og ég var búin að setja maskan á mig. Þegar ég tók maskann framan úr mér var ég eftir með svo hreina og svo mjúka húð. Ég sá strax greinilegan mun frá hverju skipti sem ég notaði hann hvað bólurnar fóru minnkandi.

Báðar vörurnar hafa hentað minni húð ótrúlega vel og ég gæti ekki mælt nógu mikið með þeim, sérstaklega fyrir þá sem eru með blandaða eða viðkvæma húð.

Heimagerðir maskar fyrir feita húð

Eins og flest ykkar vita sem eruð búnar að eiga eða þið sem eruð ólettar núna hafið kannski tekið eftir því hversu mikið húðin ykkar breytist þegar þið eruð óléttar eða með barn á brjósti. Sumar konur fá alveg svakalegann bjúg í andlitið þegar þær eru óléttar og þegar þær eru búnar að eiga þá fer bjúgurinn hægt og rólega og sumar fá svakalega feita húð. Það á ekki við allar konur en t.d fyrir mig þá varð húðin á mér allt önnur þegar ég varð ólett! Ég var með svo flawless húð og fékk næstum því aldrei bólur en allt það fór í vaskinn þegar ég varð ólett. Húðin mín varð svo feit og hormónabólurnar tóku yfir, ég fékk alveg svakalegann bjúg í andlitið og fékk mjög feita húð og þessir maskar voru life savers fyrir mig og ég vona þeir geta hjálpað eitthverjum fleirum!

Tómatamaski.

Tómatar eru mjög góðir fyrir feita húð þar sem tómatarnir hjálpa húðinni að losa sig við olíu og á sama tíma losna þeir við stíflaðar svitaholur. Þessi maski er algjör snilld fyrir þig sem ert að díla við feita “olíu” og of mikinn gljáa á andlitinu þínu.666F97D7-EA8C-4C3D-B56A-42FB34DA4B61

Auðveldasta leiðin að gera þennan maska er bara að stappa saman tómata þangað til hann verður að hálfgerðum mauki ( það er líka hægt að setja hann í blandarann ) og smyrja honum út á T-svæðið þitt eða þar sem þér finnst húðin þín sem feitust. Láttu maskann standa á andlitinu í 15 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu þetta svo sirka 2-3 á viku til að fá húðina þína ferska, jafn-tónaða og flawless með því að gera “bletti” og acne örvar minna sjáanlegt.

Sítrónusafamaski.

Sítrónusafi til að jafnvæga feita húð, það er satt að sítrónu safi pirrar húðina þína en það er líka satt að sítrónusafi er mjög gott til að jafnvæga feita húð. Sítrónusafi er fullur af vítamín C, eins og tómatar og papaya og er þessvegna mjög gott að nota fyrir feita húð. Þau sem eru með feita húð eru oftast í vandræðum við acne, bólur og jafnvel fílapensla og getur þú taklað það með sítrónusafa! Með að nota sítrónusafa getur þú fengið slétta, jafn-tónaða, ferska, olíu lausa og hreina húð!1586B5C4-F198-4C76-9498-8DEBC6BC7095.jpeg

Settu 1 eggjahvítu og 2 teskeiðar í skál og hrærðu því svo saman og nuddaðu maskanum svo í smá hringi í gegnum allt andlitið og láttu það svo þorna í 10-15 mínútur. Skolaðu síðan með volgu vatni. Endurtaktu eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Hafra, sítrónusafa, hunangsmaski.

Þessi maski er í algjöru uppáhaldi, mjög létt að gera hann og ég sá svakalegann mun á húðinni minni bara eftir 3 skipti! Hafra, sítrónusafi og hunangsmaski fyrir feita húð! Þessi maski virkar sjúklega vel fyrir feita húð.CB1ED743-EA15-4482-BA5F-E401ABB4174B.jpeg

Blandaðu saman öllu í skál og láttu það svo í andlitið á þér, hægt er að setja hann nálægt augum og á varnirnar. Láttu maskann sitja á andlitinu í 10 mínútur og skolaðu hann síðan út með heitu vatni og þurrkaðu síðan á þér andlitið með mjúkum þvottarpoka. Þessi náttúrulegi maski heldur húðinni þinni hreinni, olíu lausa og ferska! Algjör snilld fyrir djúphreinsun á húð. Endurtaktu einu sinni daglega eða eins oft og þér finnst nauðsynlegt.

Instagram og snapchat : mariannaoskh