Jólin mín byrja í … Hertex

Ég kíkti á dögunum í Hertex, Vínlandsleið til þess að skoða jóladót. Ef að ykkur „vantar“ eitthvað fyrir þessi jólin mæli ég með því að kíkja á hina ýmsu nytjamarkaði fyrst og athuga hvort að það sé fáanlegt þar. Ég fór í þeim tilgangi að ná mér í efnivið fyrir margnota jólagjafa“pappír“ og skoða hvort ég fyndi mögulega eitthvað í jólapakka….Ég fann ýmislegt flott en ég þurfti ekki mikið þar sem ég kem enn til með að búa hjá mömmu og pabba um jólin, ég á þó ekki mikið jólaskraut og þegar kemur að því að versla mér jólatré og eitthvað smá meira skraut fer ég klárlega aftur í Hertex til þess.

Það sem ég verslaði kostaði mig 2300 krónur í heildina, en þetta eru: 2 púðaver og viskastykki sem að ég ætla að nýta í gjafa“pappír“, 3 smákökubox sem ég ætla að nota í jólagjafir, 4 smákökumót, pakki með 12 litlum smákökumótum, bangsi til upphengingar og jólasvein á tréð.

Við þurfum að huga að neysluminni jólahöldum og að versla notað er góð byrjun, leita fyrst að því sem vantar á hinum ýmsu nytjamörkuðum og kannski líka að spá vel í það hvort þetta sé kannski tilbúin þörf? (jólagjafir sem hafa verið keyptar á nytjamörkuðum eru  einnig engu síðri en ég er búin að versla nokkrar bæði í Hertex, Barnaloppunni og Extraloppunni til dæmis)

Þangað til næst Irpa Fönn

Jólagjafir fyrir börnin.

Nú fer að styttast í jólin og ég hef verið alveg tóm í höfðinu hvað ég eigi að gefa dóttur minni í jólagjöf. Þannig mér datt í hug að gera færslu sem gæti hjálpað ykkur sem eruð að eiga í sama vanda og ég.

Allar vörurnar sem koma í þessari færslu er hægt að fá hjá Regnboganum verslun sem er uppáhalds barnavöruverslunin mín, skemmir alls ekki fyrir hvað þær Hildigunnur og Sandra sem eiga verslunina eru yndislegar.

~•LINKUR Á REGNBOGAN•~
~•LINKUR Á KUBBA•~
~•LINKUR Á TALNAGRIND•~
~•LINKUR Á HEILGALLAN•~
~•LINKUR Á EINHYRNINGAKJÓL•~
~•LINKUR Á SMÁRAKJÓL•~
~•LINKUR Á EINHYRNINGA HEILGALLAN•~
~•LINKUR Á NÁTTFÖT Í KRUKKU•~
~•LINKUR Á LUNDA BOL•~
~•LINKUR Á HÚFU•~
~•LINKUR Á GLIMMER KUBBA•~ Ég mæli með því að þið skoðið vöruúrvalið hjá þeim því það er hægt að finna svo ótrúlega mikið af fallegum litríkum unisex fötum og æðisleg leikföng! Fatnaðurinn er GOTS vottaður og unnin á siðferðislega máta, leikföngin umhverfisvæn og gerð úr opnum efnivið. Slík leikföng auka sköpunarkraft barna og virkja ýmindunarafl þeirra.
Vona þetta hjálpi eitthverjum að finna jólagjafir fyrir börnin❤️