PlanToys

Eins og flestir vita er ég mikil áhugamanneskju um umhverfisvænan lífsstíl og mikið á móti plasti og þar af leiðandi ekki hrifin af plastleikföngum heldur.

Mig langar til þess að segja ykkur aðeins frá fyrirtæki sem að framleiðir leikföng og er eitt af mínum uppáhalds! – PlanToys

5PlanToys er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðarleikföngum. Allar vörur þeirra eru gerðar úr náttúrulegum gúmmítrjám sem eru hættar að framleiða latex. Passað er upp á það að enginn áburður er settur í jarðveginn 3 árum fyrir uppskeru í því skyni að viðurinn sé algerlega eiturefnalaus. Í leikföngunum eru engin eiturefni, náttúruleg litarefni og áhersla er lögð á að endurnýta allt það sem til fellur í framleiðsluferlinu.

Fyrirtækið var stofnað árið 1981 í Trang héraðinu í Taílandi. Fyrirtækið var stofnað af manni sem hafði alist þar upp við að trén sem nú eru nýtt til leikfangaframleiðslu voru brennd til þess að rýma fyrir nýjum en því fylgdi náttúrulega gífurleg mengun. Saga fyrirtækisins og hugmyndafræði hefur því frá fyrsta degi verið til fyrirmyndar.

Leikföngin eru ekki aðeins umhverfisvæn heldur er leikfangaverksmiðjan sjálfbær, endurnýtir allt sem fellur til og styður samfélagið í kring. PlanToys notar eiturefnalausa ofnaþurrkunaraðferð til þess að gera viðinn endingargóðan, þeir fundu upp aðferð til þess að nýta allan þann við s4em fellur til við framleiðslu. Þetta er gert með því að mala viðinn niður í fínt sag og síðan notuð sérstök hitameðferð til þess að búa til form fyrir leikföng sem eru svo nýtt með harðvið.

PlanToys notar eingöngu umhverfisvæn litarefni í leikföngin sín og er það lífrænt og bæði gott fyrir börnin og umhverfið, þeir nota einnig vatnslitarefni sem inniheldur hvorki blý né málm. Auk þess er allur pappír sem þeir nota endurunninn og soya blek notað í allt prentað efni, en soya blek er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Eitt af því sem PlanToys leggur áherslu á er að vekja bæði börn og foreldra þeirra til umhugsunar um umhverfisvernd og markmið þeirra er að börn um allan heim komi til með að vaxa úr grasi með þekkingu og gildi um að virða og varðveita náttúruauðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir.

3Fyrirtækið hefur byrjað með nokkur verkefni í því skyni að styðja undir sjálfbæran hug. Tvö af mínum uppáhalds eru gróðursetningarverkefnið „Plan Loves“ þar sem að PlanToys velja svæði sem þurfa á því að halda og planta þar trjám, hingað til hafa þeir plantað um 50.000 trjám í Chaiyaphum og stendur til að planta þar áfram allavega næstu 10 árin.

Síðan er það „Mom-Made Toys Project“ sem að hrint var af stað á 30 ára starfsafmæli PlanToys. Markmiðið með þessu verkefni var að búa til leikföng sem hjálpa börnum með fatlanir og þroskaskerðingu. Í samstarfi með LOWE Thailand og mæðrum barna með sérstakar þarfir voru búin til sérstök leikföng. Eitt leikfangið er fyrir börn með heilalömun, annað fyrir einhverfu og það þriðja fyrir sjónskert börn.

Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir þau verkefni sem eru og hafa verið í gangi hjá þeim, en það er ótrúlega gaman hve ríka samfélagsvitund þau hafa og hvernig þau leggja sitt til.

2

Við erum einmitt með leik í gangi á Instagram núna til 23. apríl þar sem hægt er að vinna frá þeim þetta fallega sandkassasett og mæli ég með því að hoppa yfir á insta (maedur.com) og taka þátt!

1Til þess að gera færsluna ýtarlegri og geta sagt enn betur frá þessu frábæra fyrirtæki fékk ég aðgang að ansi góðum upplýsingum og lærði ýmislegt sem að ég vissi ekki nú þegar, þrátt fyrir að hafa þekkt það þokkalega vel. Þetta er fyrirtæki sem mér finnst vera til algerrar fyrirmyndar, ég hef mikið verslað af vörum þeirra og kem til með að halda því áfram. Ég mæli mikið með því að foreldrar kynni sér vörur þeirra.

Til þess að skoða vörurnar þeirra er hægt að skoða síðuna plantoys.is það er þó ekki netverslun en sölustaðir PlanToys á Íslandi eru eftirfarandi:

Vistvera (Grímsbæ og vistvera.is)

Fífa

Hrím Hönnunarhús (Kringlunni og hrim.is

Litla Hönnunarbúðin

Dimm

Hreiður

Whales of Iceland (Waterplay leikföngin einungis)

LóLó verslun

Heimabyggð

Motivo

Hrísla (hrisla.is)