Vikumatseðill

Eftir langt hlé kemur loksins inn nýr vikumatseðill. Desember fór allur í prófalærdóm, verkefnavinnu og jólaundirbúning með tilheyrandi stressi og tímaleysi, og svo fékk Maísól berkjubólgu og var mikið lasin rétt fyrir jól. Það var því minna um eldamennsku og skipulag heldur en vanalega. Það voru ófá kvöld þar sem var eggjahræra eða skyr í kvöldmatinn, en það var svo sem bara ágætt þar sem nóg var borðað af þungum máltíðum yfir hátíðirnar. Núna eru allir komnir aftur í sína venjulegu rútínu eftir jólafrí og ég verð að viðurkenna að það var ljúft að fara með krakkana á leikskólann fyrsta daginn eftir langt frí og setjast svo við tölvuna í ró og næði með kaffibolla og halda áfram að vinna í mastersritgerðinni. Næstu dagar fara í ritgerðarskrif og svo fer skólinn að komast í gang aftur hjá mér eftir frí, þannig að lífið er hægt og rólega að komast aftur í fastar skorður.

Hér kemur fyrsti vikumatseðillinn 2020 gjörið þið svo vel:

Mánudagur: kjúklinga enchiladas, salsasósa, sýrður rjómi og ferskt salat

Þriðjudagur: steiktur fiskur í raspi, soðnar kartöflur, gúrka og paprika

Miðvikudagur: lasagne með nautahakki, hvítlauksbrauð og ferskt salat

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: lambagúllas og kartöflustappa

Laugardagur: heimapizza og brauðstangir

Sunnudagur: grjónagrautur og slátur

Þar til næst

Glódís

https://www.instagram.com/glodis95/

Vikumatseðill

Það var lítið eldað á mínu heimili í síðustu viku, enda mikið um að vera. Það var lota hjá mér í skólanum, Maísól var lasin, ég fór út að borða með skólafélögum og svo fór ég líka á árshátíð. Eftir ótrúlega skemmtilega en annríka seinustu viku hlakka ég til að hafa það aðeins rólegra og eyða meiri tíma heima hjá mér í þessari viku. Hér kemur matseðill fyrir næstu daga, en eins og ég hef sagt áður og þið hafið eflaust tekið eftir sem fylgið mér á instagram, þá tekur seðillinn yfirleitt alltaf einhverjum breytingum í gegnum vikuna og einhverjir réttir færast á milli daga en það er í góðu lagi, þetta er bara viðmið og svo færum við til eftir þörfum, til dæmis þegar það verða afgangar sem við reiknuðum ekki með, ef okkur er óvænt boðið í mat eða ef ekki gefst tími til að elda.

Mánudagur: heill kjúklingur, steikt grænmeti & bygg

Þriðjudagur: soðinn fiskur, kartöflur, rófur, smjör & rúgbrauð

Miðvikudagur: rjómalagað pasta með skinku & grænmeti

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: quesadilla með nautahakki, guacamole, ferskt salsa & nachos flögur

Laugardagur: parmesan kjúklingaborgari með mozzarella og hvítlaukssósu

Sunnudagur: hægeldaðir lambaskankar og kartöflustappa

Ef þið hafið ekki prófað að gera vikumatseðil þá hvet ég ykkur til þess, þetta sparar bæði tíma og peninga og kemur í veg fyrir að maður þurfi að ákveða það, korter í sjö þegar allir eru þreyttir, hvað á að vera í matinn. Við förum miklu sjaldnar í búðina og hendum miklu minna af mat eftir að við byrjuðum með þetta fyrirkomulag. Margir mikla þetta fyrir sér en um leið og maður venur sig á að gera þetta þá er það ekkert mál.

Kveðja Glódís

Ps. ef þið viljið fylgjast betur með og fá innblástur þá getið þið fylgt mér á instagram:

https://www.instagram.com/glodis95/

Vikumatseðill

Eftir ansi strembna seinustu viku hlakka ég til að byrja nýja viku með matseðil stútfullann af girnilegum réttum. Ég var í lokaprófi á föstudaginn og seinasta vika fór því meira og minna í prófalestur og stressið sem því fylgir. Því var lítið um heimagerðan mat og meira um skyndibita og skyr og brauð eins og vill verða þegar maður skipuleggur sig ekki alveg nógu vel. En ég hlakka til að hafa meiri tíma til þess að elda góðan mat í þessari viku og geta sest niður í rólegheitunum með fjölskyldunni yfir kvöldmatnum. Það er eitthvað sem ég held að sé allt of vanmetið, að sitja öll saman í ró og næði yfir ljúfengri heimagerðri máltíð og spjalla saman eftir annríkan dag.

Mánudagur: kjúklinganúðlur

Þriðjudagur: bleikja, blómkálsgrjón & hvítlaukssósa

Miðvikudagur: lasagna á pönnu & hvítlauksbrauð

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: kjötbollur, piparostasósa & kartöflustappa

Laugardagur: heimapizza

Sunnudagur: lambahryggur, brúnaðar kartöflur & meðlæti

Eins og vanalega leyfi ég fylgjendum mínum á instagram oft að vera með við eldamennskuna og því bendi ég á instagram síðuna mína hér að neðan fyrir áhugasama. Eigið ljúfa viku.

Þar til næst

Glódís

Vikumatseðill

Við vorum með pastarétt í matinn í gærkvöldi og það var svo mikill afgangur að það dugir í kvöldmatinn í kvöld líka, og ég verð að viðurkenna að það er rosa þægileg tilhugsun að þurfa ekki að elda neitt í kvöld, bara henda pastanu í örbylgjuofninn. Þar sem maður hefur oftast nægan tíma á sunnudögum en talsvert minni tíma á mánudögum þá getur verið mjög þægilegt að elda stóra máltíð á sunnudegi og þá er mánudagurinn aðeins auðveldari. Ég mæli með því að hafa þetta í huga þegar þið gerið vikumatseðil, en öll ráð til að gera mánudaga aðeins auðveldari gríp ég fegins hendi. Hér kemur matseðillinn þessa vikuna:

Mánudagur: afgangar

Þriðjudagur: kjöt í karrý og hrísgrjón

Miðvikudagur: bleikja, couscous og ofnbakað grænmeti

Fimmtudagur: píta með nautahakki, steiktu grænmeti, osti, salati og pítusósu

Föstudagur: heill kjúklingur, franskar, koktelsósa og salat

Laugardagur: quesadilla með afgangs kjúlla, sýrður rjómi, salsasósa, guacamole, nachos og salat

Sunnudagur: heimapizza

Þar til næst

Glódís

Vikumatseðill

Vikumatseðillinn í þetta skiptið byrjar á föstudegi. Mér finnst best að gera vikumatseðil og vikuinnkaup sama daginn og það þarf ekkert endilega að vera á mánudegi. Oft finnst mér mest til í búðunum á föstudögum og grænmetið og ávextirnir líta best út, og þess vegna er fínt að gera þetta á föstudegi og byrja helgarfríið með fullann ísskáp og nóg til af öllu.

Föstudagur: heimapizza

Laugardagur: kjúklinga enchiladas, sýrður rjómi, salsa sósa, doritos, avacado, gúrka og paprika

Sunnudagur: lambahryggur, kartöflubátar, maísbaunir, salat og brún sósa

Mánudagur: afgangar

Þriðjudagur: bleikja, couscous, grænmeti og rúgbrauð

Miðvikudagur: kjötbúðingur og kartöflustappa

Fimmtudagur: hakk & spaghetti, hvítlauksbrauð og salat

Kveðja Glódís

https://www.instagram.com/glodis95

Vikumatseðill

Hér kemur matseðillinn þessa vikuna:

Mánudagur: grjónagrautur eldaður í ofni & lifrapylsa

Þriðjudagur: afgangar

Miðvikudagur: fiskur úr fiskbúð, rúgbrauð & salat

Fimmtudagur: tortillas með nautahakki, salati, sýrðum rjóma, salsasósu & rifnum osti

Föstudagur: eitthvað gott 🙂

Laugardagur: heimapizza

Sunnudagur: úrbeinaður lambaframpartur, brúnaðar kartöflur, sósa, maísbaunir & salat

Mér finnst gott að hafa einn auðann dag í vikumatseðlinum af því að oft kemur eitthvað óvænt upp á, manni er boðið í mat eða hefur ekki tíma til að elda og hefur bara skyr í matinn, það verða meiri afgangar af einhverju en maður reiknaði með o.s.frv. Stundum er líka bara fínt að vera með ekkert planað og hafa bara „eitthvað“. Svo reyni ég líka að hafa allavega einn dag í viku fyrir afganga því ég nenni ekki að elda á hverju einasta kvöldi og það er voða fínt að hafa allavega eitt kvöld í viku þar sem maður þarf ekki að gera neitt annað en að skella afgöngum í örbylgjuofninn og þá er maturinn reddí.

Ef ykkur langar til að fylgjast betur með mér þá er ég mjög virk á instagram og sýni oft frá því þegar ég er að elda þar: glodis95

Kveðja Glódís

Vikumatseðill

Hér kemur matseðilinn þessa vikuna:

Mánudagur: matarboð 🙂

Þriðjudagur: gúllas og kartöflustappa

Miðvikudagur: fiskréttur með hrísgrjónum, rjómaosti og grænmeti

Fimmtudagur: taco pasta, sýrður rjómi, salat og doritos

Föstudagur: afgangar

Laugardagur: steikt hrísgrjón með kjúklingi, eggjum og grænmeti

Sunnudagur: bakaðar kartöflur með mexíkóskri kjúklingafyllingu

Endilega fylgið mér á instagram ef þið viljið fylgjast með þegar ég elda: glodis95

Kveðja Glódís

Vikumatseðill

Mér finnst best að útbúa matseðil fyrir heila viku í einu, svo geri ég innkaupalista út frá matseðlinum og reyni að versla bara inn einu sinni í viku. Það sparar bæði tíma og peninga að útbúa vikumatseðil auk þess sem maður sleppur við það að þurfa að ákveða hvað á að vera í matinn korter í sjö þegar allir eru orðnir svangir og pirraðir. Ég reyni að vera dugleg að deila vikumatseðlunum mínum á instagram og mun koma til með að deila þeim hér líka ef áhugi er fyrir því. Mér finnst að minnsta kosti alltaf gott að skoða vikumatseðla hjá öðrum til að fá innblástur og hugmyndir.

Hér kemur matseðilinn þessa vikuna:

Mánudagur: marineraður lax og couscous salat

Þriðjudagur: lasagna og ferskt salat

Miðvikudagur: afgangar

Fimmtudagur: kjúklinganúðlur

Föstudagur: grillaðir hamborgarar

Laugardagur: eitthvað gott 🙂

Sunnudagur: lambahryggur, kartöflubátar, salat, maísbaunir og brún sósa

Ég sýni oft frá því á instagram þegar ég elda kvöldmatinn og deili uppskriftum sem ég styðst við svo að ef þið hafið áhuga getið þið fylgst með mér þar: glodis95

Kveðja Glódís

Matseðill vikunnar

mánudagur

Soðinn þorskur með kartöflum, smjöri, rúgbrauði og salati

þriðjudagur

Spaghettí með baunum og brauði

miðvikudagur

Kjúklingur og karrýgrjón

fimmtudagur

Lax með sætum kartöflum, sveppum og salati

föstudagur

Heimagerð pítsa

laugardagur

Kókkjúklingur ásamt ofnbökuðum hrísgrjónum með grænmeti

sunnudagur

Vegan borgarar

Matseðill vikunar

Mánudagur

Kjúklingur með brúnni glútenlausri sósu kartöflumús og fersku grænmeti

Þriðjudagur

Fiskréttur með pepperoniostasósu og sætum kartöflum

Miðvikudag

Ketolasanga

Fimmtudagur

Kjúklingur með piparostasósu, sætkartöflu mús með kanil og fersku salati

Föstudagur

Rjómalagað chilliosta pulsu pasta

Laugardagur

Lúða með sætkartöflumús fersku salati og fetaosti 

Sunnudagur

Lamb með rjómalagaðari sveppasósu,kartöflumeð og steiktu rótargrænmeti

guinsta