Morgunógleði – Ráð

 1. Fáðu þér snarl í rúminu. Þar sem blóðsykurinn er mjög lágur fyrst á morgnana er gott að hafa þurrt kex, hafrakex eða tekex, við rúmið til að narta í um leið og þú vaknar, ritz kex eða saltstangir eru einnog mjög góðar. Ekki verra ef þú getyur leyft þér að vera dekurrófa og makinn færir þér morgunverð í rúmið.
 2. Borðaðu oft en lítið í einu og aldrei verða svöng. Þú hefur sennilega enga matarlyst, en að svelta er það versta sem þú getur gert því þá líður þér enn verr. Með því að borða á nokkra tíma fresti, heldurður blóðsykrinum í jafnvægi . Það er betra að borða 5 litlar máltíðir á dag, heldur en 3 stórar.
 3. Fáðu þér engifer og sítrónu. Prufaðu að setja nokkra sítrónusneiðar, eða kreista sítrónusafa út í heitt vatn og bragðbæta með hunangi. Engifer dregur úr ógleði og uppköstum. Prufaðu að narta í engiferkökur, eða setja sneiðar af ferskum engifer í heitt vatn í fimm mínútur, síaðu það og bragðbættu með hunangi. Einnig er hægt að kaupa engifer og sítrónu brjóstsykur frá Hap+ í apótekum og brjóstsykur sem heitir preggiepops.
 4. Kolvetni. Gakktu úr skugga um að hver máltíð innihaldi kolvetnaríka fæðu svo sem, bakaðar kartöflur, hrísgrjón, pasta og brauð. Þetta er fæða sem brennur hægt og blóðsykurinn fellur síður, þá minnkar fæðan líkur á ógleði. Þetta er líka frekar hlutlaus matur og ætti að fara vel í maga. Forðastu mjög bragðsterka fæðu og mikla matarlykt ef þú getur meðan þér er óglatt.
 5. Taktu góðan göngutúr og gakktu rösklega. Þú ert kannski ekki í skapi til að fara í leikfimi, en hófleg hreyfing slær oft á ógleðina.
 6. Dreyptu á vökva. Gættu þess að hafa eitthvað við hendina til að dreypa á yfir daginn. Sumum konum finnst sódavatn róa magann. Forðastu drykki með koffeini svo sem kaffi og te, það er líklegt að þú hafir misst lyst á þeim hvort eð er. Ef þu eins og ég átt erfitt með að drekka vatn eða sódavatn þá er gott að dreypa á Poweraid eða Gatoraid til þess að forðast vökvatap. Annars er klakavatn líka mjög þægilegt eða MJÖG kalt vatn allavega.
 7. Hvíld! Næst á eftir tómum maga, er þreyta versti óvinur þinn, þannig að þú skalt taka því rólega ef hægt er. Ef þú ert útivinnandi, skaltu leggja þig þegar þú kemur heim og fara snemma að sofa á kvöldin. Ef þú átt börn, reyndu að leggja þig með þeim á daginn séu þau á þeim aldri. Farðu í róandi bað með nokkrum dropum af lavender-,kamillu- eða engifer olíu.
 8. Notaðu punktanudd. Prufaðu að þrýsta innan á únliðinn í smá stund. Það er líka hægt að kaupa úliðsband í apótekum sem er ætlað gegn bílveiki. Nálastungur og svæðanudd geta líka virkað ágætlega gegn ógleði.
 9. Salthnetur eða hnetusmjör er mjög gott og stútfullt af próteinum.

Fæðingarsaga Svavar Bragi

Þessi meðganga hafði gengið bara eins og í sögu. Eina sem hafði hrjáð mig alla meðgönguna var grindarverkir af og til ef ég beitti mér rangt en að öðru leyti var ég bara ekkert „ólétt“… eða allavega fram að síðustu vikunni því drengurinn var bara ekki neitt að drífa sig í heiminn og hélt sig viku lengur í mömmuhlýju.

Morguninn 20. Október 2013 átti ég að mæta upp á HSS í belglosun til að sjá hvort það kæmi ekki einhverju afstað. Þar sem ég var bíllaus tók ég strætó ein frá ásbrú inní Keflavík og leyfði Danna bara að sofa. Ljósmóðirin ákvað að vera alls ekki að gera mér upp neinar vonir svo við sendum beiðni í leiðinni fyrir gangsetningu á LSH í vikunni á eftir og sagði hún mér að þó að ég fengi seiðing væri ekkert ólíklegt að það hætti svo aftur því ég var ekki komin með neina útvíkkun af viti.

Þar sem besta vinkona mín bjó bara nánast við hliðina að spítalanum, rölti ég þangað og ætlaði að fá hana til að skutla mér heim (kl ca 11/11:30) en hún steinsvaf og ég ekkert á neinni hraðferð svo ég sest bara og spjalla við mömmu hennar. Þó nokkrar mínútur líða og eftir smá tíma þá tekur Svana (mamman) eftir því að ég er farin að styðja við bumbuna og hálf gretta mig á nokkurra mínútna millibili og fer laumulega að taka tímann. Þegar hún áttar sig á að ég geri þetta með nokkuð jöfnu millibili spyr hún mig hvort ég væri ekki að taka tímann… Nei ég sagðist nú ekki vera að því og af hverju ég ætti að gera það. „Ertu ekki með verki?“ Jú ég var nú alveg með seiðing en ég gat nú lítið kvartað. 5 mínútur á milli!

Þetta gat nú ekki verið bara svo einfalt, ljósan losar belginn og ég bara strax með hríðaverki?

Ég held það nú, með tímanum versna verkirnir og styttist á milli svo við vekjum Sunnu sem fær vægt sjokk. Hellir í SJÓÐANDI bað fyrir mig og otar að mér helling af mat því ég yrði nú að hafa orku í þetta allt saman. Eftir smá tíma röltum niður á HSS aftur (nú eru 6 ár liðin og ég ekki alveg með tímann) til að sjá hvort það væri rétt, var ég komin með hríðar?

Það var svosem ekkert að gerast akkurat á þessari stundu svo ég fer til baka og kúri mig í gegnum verkina áður en ég gefst alveg upp og vill bara fara niður á deild í baðið og fá glaðloft. Þegar þarna kemur við sögu eru ca 2 mín á milli verkja. Það reyndist líka nær ómögulegt að ná í Danna en það hafðist svo á endanum og hann kom með pabba sínum niður í Keflavík til að ná að vera viðstaddur fæðinguna.

Ég reyni að slaka vel á milli hríða og fæ mömmu til að nudda á mér bakið með köldum höndum á meðan ég lá í heitu baðinu (já hún þurfti að skipta um hendi mjög ört). Þegar ég hafði legið í baðinu í svolítinn tíma fer ég að fá rembingsþörf, en útvíkkunin var ekki alveg búin svo ég má ekki rembast alveg strax og loksins þegar ég mátti rembast þá gerðist allt frekar hægt. Þegar ég hafði rembst í að verða 2klst fór hjartslátturinn hjá hnoðranum að verða aðeins of ör svo ég var fengin uppúr baðinu og á rúmið sem var bara akkurat það sem þurfti til að hann snerist almennilega í grindinni og þaut út í öðrum rembingi eftir að ég hafði lagst. Hann s.s. hafði líklega legið skakkt í grindinni allann þennan tíma og það með hendi í hálsakoti sem gerði það en seinfærara.

Hann fæðist svo 17 merkur og 53cm kl 20:57 þann 20.október.

Það vantaði ekki sopann fyrir hann en hann lá á brjóstinu megnið af fyrstu 2 árunum sínum.Þessi maður er einn sá yndislegasti og lífsglaðasti sem ég hef kynnst en hann féll frá fyrir 1 árs afmælið hans Svavars Braga en hann heitir í höfuðið á honum, Svavar.

Óléttu craving – skemmtilegar og fyndnar sögur

Margar konur fá óstjórnlega löngun í ákveðnar fæðutegundir á meðgöngu, t.d. súrar gúrkur eða ís. Svo eru til konur sem fá óstjórnlega löngun í efni sem ekki flokkast sem fæða og hefur lítið sem ekkert næringarinnihald. Dæmi um þessi efni eru drulla, krít, leir, steinar, kol, tannkrem, sápa, sandur, kaffikorgur, matarsódi, sígarettuaska og brunnar eldspýtur. Á ensku hefur þetta fyrirbæri verið kallað „pica cravings“ en „pica“ er latnesk orð yfir fugl (e. magpie, ísl. skjór) sem er þekktur fyrir að borða næstum hvað sem er.

Það er ekki vitað hvað veldur þessari löngun en hugsanlega gæti það tengst járnskorti eða vöntun á öðrum vítamínum.

(þessar upplýsingar fékk ég frá ljosmodir.is)

Hér fyrir neðan koma nokkrar skemmtilegar sögur af óléttu creifing

Guðrún

snakkmix vafið í kál var í uppáhaldi🙄

Kolbrún

Zinger borgari og rice krispies kökur! Ekki má gleyma kóki úr vél með nóg af klökum 🤤🤤

Jenný

Drakk einungis eplasafa og var brjáluð og fór að gráta ef eitthver dyrftist að drekka minn safa ! Nei ég meina þetta var mjög dramatýst 😂

Katrín

Ég var með kreiv í heita tómata 😳😂

María

Gat alls ekki kjúkling. Elskaði sveppi og gulrætur því það var svona “moldar” bragð. Síðan elskaði ég lyktina af Aríel þvottakodda nýþvegnum blautum þvotti ásamt lykt úr bílakjallaranum. Klaki var líka í uppáhaldi

Hildur

Ég hélt engu niðri nema sviðakjamma og rófustöppu…greyjið maðurinn minn fór bæinn þveran og endilangan til að finna þetta í hádeginu og kvöldin á hverjum einasta degi….en það skrítnasta er að ég hafði aldrei geta borðað svið á minni lífsleið (áður en ég varð ólétt) 😂🤣

Ólöf

Lykt af dekkjum, tók stundum stórt dekk með mér upp í rúm til að “sniffa”.

Rakel

Subwaykökurnar með hvíta súkkulaðinu, eg fór ansi oft á subway bara til að versla þessar kökur 😅

Steinunn

Hvitlaukur i ALLT, (Nema ís)

Glódís

Weetos með ískaldri nýmjólk + heilsusafi með FULLT af muldum klaka

Núðlur + blár powerade

Tívolílurkur

Ferskur ananas

Kjötsúpa

Bjúgu og kartöflustappa

Humar

Maarud snakk og voga ídýfa

Súkkulaðijólasveinar (var með í hanskahólfinu og borðaði í bílnum á leiðinni í skólann allann desember, eina sem ég hafði lyst á í morgunmat😂) Glódís

Jenný

Fyrsta barn = brauð með hráum lauk og spældu eggi helst í öll mál og tonn af appelsínu trópí, dóttirin var appelsínugul þegar hún fæddist!
Ekkert sérstakt með annað barn en ansi klassískt með þriðja = súrar gúrkur. Þær eru ennþá í uppáhaldi hjá honum….ekki mér 🤢

Steinunn

Snjór! Alla meðgönguna og veturinn frekar snjóléttur. Á fæðingardeildinni í lok janúar sendi ljósan manninn minn út með skál því ég VARÐ að fá snjó 🙊

Bryndís

Mér fannst líka Sean Bean vera fallegasti maður sem ég hafði séð og horfði á allar myndir sem ég fann með honum. Grét síðan ef þær enduðu illa fyrir hann sem var frekar oft.
Hætti svo að vera skotin í honum þegar barnið fæddist, eins gott að hann var ekki pabbinn..

Sigríður

Gat alls ekki borðað kjúkling eða fundið lykt af honum. Craveaði klaka og kók í dós. Gat endalaust hangið á bílaþvottastöð og fundið lyktina af tjöruhreinsi Sigríður

Elna

Vafði snakki inn í kál, sendi kallinn svona 3x á dag að tjöruhreinsa bílinn útaf ég elskaði lyktina 🤷 hot wings a KFC, let kallinn keyra of oft frá Borgarnesi..

Hildur

Og einu sinni ristað brauð með rjómaís ofaná 😬

Védís

Maisbaunir djúsaðar i bernais og svampar

Saga

Ég er að cravea mýkingarefni

Rakel

Eg craveaði sitronur fyrsta hluta meðgöngunar, og svo kokopuffs með seriosi og klaka allann timann

Aníta

Eg er að crave-a sukkulaði, avexti og grænan kristal

Irpa

Með elsta var það pylsur (ég hef ekki borðað rautt kjöt síðan ég var 12 og alveg sérstaklega ekki pylsur!) og kellogs sem ég varð að byrja alla morgna á einni skál af á leiðinni í vinnuna ældi ég því svo alltaf öllu í sama blómapottinn fyrir utan blokkina hélt samt alltaf áfram að borða það😅 með bæði var síðan vatnsmelónur, jarðaber og klakar og vildi helst allan mat eins ferskan og hægt væri

Hrafnhildur

Maísbaunir löðrandi í smjöri og salti og drakk kókómjólk með 😅

Vonandi fannst ykkur þetta jafn fyndið og skemmtilegt og mér.

Þangað til næst.

Spítalataskan

Fyrir um 2 árum síðan skrifaði ég pistil af því sem ég ætlaði að taka með upp á spítala. Það var margt sem mér fannst vanta og margt sem ég tók með sem ég hefði í raun ekkert þurft á að halda.
Svo ég ætla núna að skrifa aðra færslu um spítalatöskuna og því sem ég mun taka með mér. Í síðustu fæðingu hjá mér gékk hún virkilega illa svo við þurftum að gista á spítalanum í nokkra daga eftir á svo ég ætla miða við það.

Fyrir barnið

 • 2-3 Náttgallar
 • 2 Buxur með áföstum sokkum
 • 2 Langerma samfellur

 • Þunn húfa
 • Heimferðasettið
 • Ælubleyjur

 • Snuð
 • Uglupoki/ teppi
 • Bílstóll
 • Blautþurrkur
 • Bleyjur

 • Bossakrem
 • Peli(ef þú ætlar að nota þannig)

Fyrir mömmuna

 • Víðar náttbuxur
 • hlýjir sokkar
 • sloppur
 • 3-4 Nærbuxur/ spítalanærbuxur
 • Gafahaldari
 • Gjafabolir
 • Hlý peysa
 • Þægileg föt til að fara heim í, helst eitthvað sem er laust utan á mér.
 • sokkar
 • Hárteygja
 • Hárbusti
 • Sjammpó og hárnæring í ferðastærð
 • Dömubindi
 • Brjósta innlegg
 • Haakaa mjólkursafnari
 • Vatnsbrúsi
 • Sundbuxur
 • Tannkrem og tannbursti
 • Snyrtitöskuna með því sem ég nota daglega
 • Hleðslutæki
 • Gjafapúði ef spítalinn bíður ekki upp á þannig.

Fyrir pabban

 • Auka föt
 • Náttföt
 • tannbursti og tannkrem
 • Tölva og hleðslutæki
 • pening til að skjótast í sjálfsalan

1

 

 

 

Grindargliðnun

Grindargliðnun er algengur fylgikvilli meðgöngu, til að gera smá grein fyrir því hversu algengur hann er var gerð rannsókn árið 2006 þar sem 46% ófrískra kvenna fengu grindargliðnun eða grindalos. Af þessum 46% voru 16% kvenna sem þurftu að notast við hækjur í endan á meðgöngunni og um þriðjungur sem vaknaði upp á nóttunni útaf verkjum.

IMG-3670

Á vísindavefnum er útskýrt grindargliðnyn sem verkjum í kjölfar þess að liðböndin slakna til að geta gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar.
Verkirnir geta komið fram í framanvert lífbein og/eða aftanverðum spjaldliði eða spjaldliðum. Verkirnir geta svo leitt út í mjaðmir, rassvöðva, niður eftir aftanverðu læri eða framan í nára til að nefna dæmi, eins geta verkirnir komið fram í annari hlið líkamans eða báðum.
Grindargliðnun tengist álagi og geta verkirnir verið mismunandi og breytilegir frá degi til dags eftir því hve mikið álag hefur verið á líkamanum.

IMG-3692

Því miður er engin töfralausn við að laga grindagliðnunina, hjá flestum konum jafna þær sig 6-12 vikum eftir fæðingu en þó eru sumar sem munu aldrei losna við verkina þó svo það sé langt síðan þær voru óléttar.
Hinsvegar eru til ýmis ráð sem geta hjálpað til við að draga úr verkjunum sem mig langar að deila með ykkur

 • Nálastungur
 • Snúningslak
 • Stuðningsbelti. Mæli með að kíkja í Eirberg, fékk þar mjög flott belti á góðu verði og flotta þjónustu.
 • Hlífa mjaðmagrindinni eins og hægt er, þá er ég ekki að tala um að hætta hreyfa sig heldur að beita líkamanum öðruvísi. T.d. ekki krossleggja fætur og ekki nota bakið til að beygja sig heldur fæturnar.
 • Sérhæfðar æfingar- hægt að finna flott video á youtube sem útskýra æfingarnar vel eða myndir á google með því að googlea Pregnancy-related pelvic girdle pain exercise
 • Sjúkraþjálfun
 • Sund

 

sagaharalds

Munur á meðgöngum.

Munurinn á meðgöngum getur verið gríðalega mikill. Sem er skrítið því þú veist.. sama manneskja að ganga í gegnum sama ferli. Eða mér fannst það skrítið áður.

Ég var hand viss um að næsta meðganga hjá mér yrði hrein skelfing miðað við hvernig fyrri meðganga gekk. Allt, já ALLT sem hefði geta farið úrskeiðis gerðist.

Á fyrri meðgöngu varð ég rosalega veik, þarna er ég í síðasta mæðravernds tímanum, rétt áður en ég var gangsett

En það er magnað hvað umhverfið og andleg heilsa getur haft áhrif á meðgöngu. Það er nánast ólýsanlegt hversu mikið óþrafa áreiti getur haft miklar afleiðingar af sér.

Á fyrri meðgöngu leið mér vægast sagt hrikalega illa og var svosem búið að gera það í dágóðan tíma áður en ég varð ólétt. Hugarfarið hjálpaði því ekkert við það hvernig meðgangan myndi ganga, ég var búin að ákveða fyrirfram að þetta yrði erfitt, sem það jú var svo. En það hefði kannski verið tíu sinum léttara að ganga í gegnum þessa meðgöngu ef mér hefði liðið betur, ef ég hefði talað um tilfinningarnar og hvað væri að hrjá mig í staðin fyrir að bera þetta allt sjálf.

Ég varð fyrir miklu óþarfa áreiti sem virtist ekki vilja bíða fyrir utan útidyrnar sem fór að valda mér svo miklum kvíða, kannski var líka kvíðinn minn alltaf að kíkja aðeins út um þessar dyr. Skemmtilegt hvernig svona andleg veikindi virka.

Ég varð þunglynd og kvíðin, lág upp í rúmi á kvöldin að rakka mig sjálfa niður að ég væri ekki nógu góð, kvíðinn sagði mér svo að ég þyrfti að gera mikið betur en þunglyndið sagði mér að ég gæti alveg sleppt því ég væri hvort er svo misheppnuð.

Mér var svo óglatt, allan sólarhringinn, alltaf. Ég þurfti að fara nokkrum sinnum upp á spítala útaf ógleði, og útaf mér var svo óglatt og alltaf ælandi náði ég ekki að sofa, bæði því mér leið illa líkamlega og andlega.

Allir meðgöngukvillar sem komu upp urðu svo yfirþyrmandi og ég brotnaði niður. Ég varð óvinnufær um 20 vikur, sem gerði ekkert gott, þetta þýddi fyrir mig að ég hefði meiri tíma til að velta mér upp úr vandamálunum.

Ég fékk samviskubit yfir því að líða svona illa, mér átti ekkert að líða illa. Hverjum getur liðið illa þegar þú ert að finna fyrir litla barninu þínu sparka og hreyfa sig, þegar þú ert að brjóta saman litlu samfellurnar og setja saman rimlarúmið? Í hverri einustu skoðun sem ég fór í, þegar það var spurt mig hvernig mér liði svaraði ég ,,bara vel, smá þreytt bara“.

Kannski ef ég hefði sagt frá hvernig mér liði strax í byrjun hefði ég geta fengið hjálp.

Já svo þið skiljið að fyrri meðganga gékk svona príðilega illa fyrir sig.

Eftir að ég átti litla gullfallega púkan minn, ákvað ég að núna væri komið gott. Til þess að vera besta mamman sem ég gat og get verið fyrir hana þurfti ég líka að taka sjálfa mig í gegn og laga þessa líðan hjá mér.

Núna 16 mánuðum seinna er ég ólétt af baby númer tvö, næstum því hálfnuð með meðgönguna.

Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt, og í fullri hreinskilni helltist yfir mig í fyrsta sónarinum „shit það verða ekki einu sinni tvö ár á milli þeirra, hvað er ég að gera?!“.

Í þetta skiptið ákvað ég að fara allt aðra leið, verandi búin að fá þá hjálp sem ég þurfti til að bæta mína líðan og á minni leið að því að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ég myndi taka öllum fylgikvillum fagnandi, já líka þessari nasty ógleði.

Á fyrri meðgöngunni finnst mér ég hafa „misst af henni“. Veit það hljómar fáránlega, en mér finnst eins og ég hafi ekkii verið ég og hafi ekki verið með núvitundina við meðgönguna því mér leið svo illa. Svo þar sem þessi meðganga verður mín síðasta (allavega næstu 10 árin) ákvað ég að ég vildi njóta þess, hvort sem hún myndi ganga súper shitty eða vel þá ætlaði ég að njóta þess að vera ólett.

Ólétt af bumbubúa sem er væntanleg/ur í okt💕

Fyrsta þriðjunginn fann ég ekkert fyrir því að vera ólétt, það gekk allt svo smurt og vel fyrir sig. Ef það hefði ekki verið fyrir þetta litla skot „hvað ertu ólétt eða?“ hefði ég ábyggilega ekki tekið þetta óléttu test nærrum því strax. Mér leið ótrúlega vel, ég var bæði stressuð og spennt fyrir komandi tímum.

Eftir 12 vikurnar kom ógleðin rosalega sterk í bakið á mér, ég fékk og er með of lágan blóðþrýsting og er byrjuð að finna fyrir smá grindagliðnun.. en vitiði hvað! það er allt í góðu. Því áður en ég veit af verður þetta búið, barnið komið í hendurnar á mér og ári seinna verð ég komin með bumbusakn.

Já munurinn á meðgöngum getur verið rosalegur og það er magnað hvað andleg heilsan hjá manni getur spilað inní, enda er þetta í hvert skipti sem maður gengur í gegnum þetta (ef maður er svo heppin að geta það) einstök upplifun. Þó svo þú værir að koma með barn númer 1 eða 5 eru þetta allt jafn ótrúlegar upplifanir.

Tvær gjör ólíkar meðgöngur og gengin jafn langt

Að eignast barn á 24 viku

Þann 21. nóvember átti ég tíma upp á landspítala í skoðun, þá komin 24 vikur upp á dag! Ég átti tíma kl. 09:00 upp á mæðravernd, ég var búin að kvarta undan verkjum í legi, appelsínugulum leka og smá blæðingu! það var búið að blæða reglulega hjá mér út meðgönguna þá aðallega þegar að ég var undir álagi (Á þeim tíma vann ég sem þjónn og barþjónn svo ég var á hreyfingu mest allan daginn)

Já, Ég var sem sagt komin þarna uppá mæðravernd í almennt eftirlit, ég var send heim með þær upplýsingar að ég ætti að taka mér hvíld yfir daginn þar sem að ég var í vaktarfríi en það væri óþörf fyrir mig að hætta að vinna, og appelsínuguli vökvinn væri að öllum líkindum þvag sem væri að leka!

Ég fer heim og legg mig, kl 14:00 vakna ég við væga túrverki, ég finn fyrir litlum polli í rúminu svo ég hugsa með mér “ æi pissaði ég aftur á mig “ ég var farin að hallast að því að það væri eitthvað að pissublöðrunni minni! eftir þetta „slys“ fór ég bara í sturtu í rólegheitunum, lagðist á botninn og lét renna á bumbuna (sem á alls ekki að gera ef að það er allt opið upp út af sýkingarhættu en hvað vissi ég svo sem?) eftir sturtuna fór ég inní svefnherbergi til að klæða mig, ég sast á rúmið teygði hendina eftir Baby, litlu pug tíkinni okkar á þeim tíma hún er dáin í dag blessunin. Það myndaðist þrýstingur á kúluna sem varð til þess að það varð sprenging! ALLT LEGVATNIÐ VAR FARIÐ!!! og ég komin 24 vikur.

Mín fyrstu viðbrögð voru náttúrulega bara sturlun! Síminn minn varð batteríslaus á meðan ég svaf!! svo í geðshræringu minni vafði ég utan um mig loðnu teppi úr Ikea og hljóp fram á gang! ég var náttúrulega allsber (ekki mitt stoltasta moment verð ég að viðurkenna) og bankaði á allar dyr! en ENGIN var heima í allri blokkinni!

Á leiðinni upp aftur heyri ég að hurðin opnast, þar var ungur strákur að koma heim úr skólanum get ég ímyndað mér en hann bjó sem sagt á móti okkur í stigaganginum upp á 3 hæð! Honum var ansi brugðið ég ásaka hann ekki haha, hann leyfir mér að hringja hjá sér, ég hringdi í sjúkrabíl og Einar.

Einar var komin á undan okkur enda skít hræddur um Önju Mist og mig. Þegar upp á fæðingardeild var komið var tekið leg vatnstrok sem sýndi neikvætt ( sem sagt ekki legvatn) á sömu stundu voru vaktaskipti! hún spyr hver staðan væri, þær segja að strokið sé neikvætt! sem betur fer tékkaði hún aftur sem var að sjálfsögðu jákvætt! En allir geta gert mistök það er nú bara þannig.

Ég var send í sónar og þar sást lítið sem ekkert, þetta var svona eins og stöðvarugl í sjónvarpinu þegar að ég var lítil nema bara svarthvítt! allt legvatnið var farið, þarna var mér tilkynnt að ég myndi eyða restinni af meðgöngunni upp á sængurlegudeild „bundin“ við rúm! mín fyrstu viðbrögð var gífurleg hræðsla,sorg og reiði! þarna var ég 21 árs að ganga með mitt fyrsta barn svo ég var komin með ákveðnar hugmyndir hvernig meðganga gengi fyrir sig, mitt viðmið voru mæður sem gengu fulla meðgöngu, svo það í rauninni hvarflaði ekki að mér að eitthvað svona myndi koma fyrir mig! og já mér fannst þetta bara drullu ósanngjarnt, mér leið eins og ég hefði brugðist henni! eftir mikinn grátur náðu ljósmæðurnar,Einar og mamma að róa mig niður!

Það var byrjað á því að gefa mér dreypi til að stöðva fæðinguna og sterasprautu! en best er að ná fyrstu 2 sterasprautunum fyrir lungun á barninu var mér sagt!

 

p1
Við mamma í góðu yfirlæti

Fyrsta daginn mátti ég ekki fara úr rúminu svo mér var boðið að pissa í kopp, ég mátti ekki fara í sturtu vegna sýkingarhættu,en handþvottur var í lagi! þetta þótti mér svakalega erfitt, ég fékk að tala við lækni og sögðu þeir mér að dvölin mín á sængurlegudeild gæti verið frá viku og upp í 10 vikur en það varð tíminn að leiða í ljós! Einar var hjá mér allan tíma, hann svaf á bedda eða í lazyboy fór eftir því hvað var laust, Einar var alveg staðráðinn í því að hann myndi sko vera með mér allan tímann!

„Með matar og klósett pásum að sjálfsögðu!,,

Haha nei nei hann gerði gjörsamlega allt fyrir mig huggaði mig ef ég var leið, smúlaði mig í sturtu já ég fékk að fara í sturtu á þriðja degi, hann spilaði við mig, horfði með mér á ógrynni af kvikmyndum og þáttum, hann var bara gjörsamlega fyrir mig sem er ekki algengt! þetta var alveg jafn mikið hans eins og mitt! en jæja svo við höldum nú áfram.

Á 4 degi um nóttina byrjaði ég að fá hríðarverki í bakið svo ég gat ekki sofið, ég hringdi 1 sinni bjöllunni um 01:00 leitið og lét þær vita að ég átti erfitt með að sofna út af stanslausum og sárum verk í mjóbaki, þær fylgdust vel með mér og voru reglulega að koma og kíkja á mig, kl. 05:00 var ég ekkert búin að ná að sofa svo ég fékk verkjastillandi sprautu eftir hana lognaði ég gjörsamlega út af, um 08:00 var tekin blóðprufa, ég svaf bara á meðan.

Kl. 13:00 var ég vakin af yndislegum fæðingarlækni, hún sagði við mig með blíðum róma

„Jæja Guðbjörg mín nú ertu komin með meðgöngu eitrun svo við verðum að ná stelpunni út sem fyrst! hér er tafla sem kemur þér af stað! það bíður ljósmóðir eftir ykkur uppá fæðingardeild!,,

Þetta gerðist svo hratt, ég hafði engan tíma til þess að melta það sem að var í gangi!

en ég man eftir því að þetta var blanda af hræðslu og spenning! ég sagði fátt og reyndi að hugsa ekki of mikið um hversu lítil og brothætt hún væri heldur reyndi ég að hugsa jákvætt!

Í byrjun var mér sagt að ef hún kæmi sama dag og ég missti vatnið og ég ekki búin að fá sterana fyrir lungun hennar eru um 50% líkur á að Anja mín mynd lifa þetta af! EN þar sem að ég náði fyrstu 2 sterasprautunum  þá voru líkurnar meiru heldur en minni sem róaði mig verulega!

Svooo við höldum áfram, mér var gefin tafla til að koma mér af stað, sem gekk bara svona ljómandi vel enda var ég komin með hríðar áður en við komum upp á fæðingarstofu!! Það var yndisleg ljósmóðir sem tók á móti okkur og í minningunni var hún mikill húmoristi sem auðveldaði mér mikið!

þegar uppá herbergið var komið spyr ég hvort að þetta verði nokkuð mikið verra? (þá meina ég hríðarnar) og hún svarar „jáááá jáa þúsund sinnum en ég vil kynna þér fyrir besta vini þínum í kvöld GLAÐLOFTINU,, og svo brosti hún!

Nærveran hennar var svo þægileg og þar sem að hún var búin að ganga í gegnum svipaða fæðingu skildi hún nákvæmlega hvað ég var að fara að ganga í gegnum!

En jæja það tók bara þessa einu töflu til þess að koma mér af stað, ég var í 1 í útvíkkun í 6-7 tíma! Svo það var lítið að gerast þar á milli en hríðarnar jukust með hverjum klukkutímanum, á meðan að við Einar og mamma biðum horfðum við á Walking dead sem mömmu og ljósmæðrunum fannst vægast sagt mjög fyndið, um klukkan 22:00 voru verkirnir orðnir óbærilegir, ég sofnaði á milli hríða svo ég var orðin ansi uppgefin! ég spurði ljósmóðurina hvort ég mætti fara í sturtu sem ég mátti svo ég hékk þar á kolli í góðar 30 mín!

Eftir sturtuna bað ég um mænudeyfingu! ljósmóðirin skoðaði mig og samþykkti! þarna var ég komin í 6 í útvíkkun og komin með virkilega harðar hríðar.

Nú hugsa margar hvernig getur verið að hún fái svona harðar hríðar með svona ofboðslega lítið barn! þetta getur ekki verið neitt í samanburði við barn í eðlilegri stærð!

Tjaaa júu! ég fann meiri verki með Önju þann tíma sem ég var ekki mænudeyfð! ferlið er nefnilega það sama skal ég segja ykkur! sama hvað þá þarf ég að komast í 9 í útvíkkun.

Ég veit ekki hversu oft það hefur verið gert lítið úr minni upplifun vegna þess að konan sem ég er að ræða við heldur að hennar upplifun hafi verið sársaukafyllri en mín,

Eitt sinn fékk ég að heyra „Bíddu bara þangað til þú fæðir barn í eðlilegri stærð,,

Fæðingar eru svooo mismunandi í fæðingunni með Kristel náði ég að anda mig í gegnum hríðarnar, sem ég náði td. ekki með Önju Mist svo ég fékk mænudeyfingu sem virkaði þangað til Anja mín var fædd en með Kristel Nótt þá datt deyfingin niður þegar að ég var að fæða hana það var verulega sárt og erfitt! svo ég á mjög svo ólíkar fæðingar sögur burt séð frá því að ég var að fæða barn á 24 viku!

En jæja höldum nú áfram, ég var sem sagt komin með 6 í útvíkkun og vildi fá mænu rótardeyfingu og það strax! svo því var reddað! á meðan við biðum vildi ég fá kjötsúpuna sem tengda mamma mín var svo yndisleg að útbúið handa mér kvöldinu áður, og þvílík himnasending sem hún var!! enn ég mátti hins vegar ekki borða kjötið né grænmetið ef ég skildi fara í bráðarkeisara, svo ég drakk bara soðið á milli hríða.

Nú var komið að því að setja upp mænu deyfinguna sem tókst svona glimrandi vel! ég deyfðist jafnt sem var dásamlegt, þarna var klukkan rétt yfir 23:00, mér var ráðlagt að hvíla mig sem ég gerði, um 01:00 var ég skoðuð og jebb komin í 9 í útvíkkun! já þetta gerðist mjög hratt eftir mænu deyfinguna.

Ljósmóðirin kallaði inn ógrynni af læknum,ég held að við höfum verið um 11 inn á fæðingarstofunni! þetta var sem sagt að gerast, við vorum að fara að sjá pínu litlu stelpuna okkar! Ég var var mjög dofinn svo ég fann ekki fyrir rembingsþörf en ég rembdist með bestu getu í 20 mín þangað til hún kom!!

Anja Mist fæddist eftir 24 vikur+5 daga kl. 01:23 þann 26 nóvember árið 2014

Anja mín grét þegar að hún kom út og ef ég á að lýsa grátinum hljóðaði hans eins lítið tíst í mús! eða lítið blístur sem heyrðist varla! Einar var svo heppin að fá að klippa á nafla strenginn svo fékk ég að halda á henni í nokkrar sekúndur áður en hún var inntúberuð!

 

p2

Hún var svo ósköp lítil og viðkvæm ! húðin var rauð og gegnsæ og við viðkomu var hún  blaðþunn og rök.

Hún var svo lítil,fullkomin og alveg fullmótuð! hún fæddist með kolsvart hár! ó hvað hún var lítil og falleg ! Anja fæddist með alvarlega yfir réttu á báðum fótum svo þar af leiðandi gat hún ekki beygt þá heldur beygðust þeir upp á við!

p3

Þegar að hún fæddist leið mér ekki eins og hún væri mín, mér leið ekki eins og móður!

Þessar aðstæður eru náttúrulega allt annað en venjulegar! mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman! við fengum ofboðslega stuttan tíma með henni áður enn henni var brunað uppá Vökudeild, við horfðum á hana í gegnum hitakassa fyrstu mánuðina sem var gífurlega erfitt, húðin hennar var það viðkvæm að hún þoldi illa strokur! svo við héldum bara í hendina hennar!

 

Með tímanum kom móðurtilfinningin sinnum 10 og sé ég ekki sólina fyrir blóminu mínu.

p6p7

p5

Anja mín er með veikt ónæmiskerfi og viðkvæm lungu en annars gengur henni vonum framar! framförin hafa verið gríðarleg í gegnum árin!

Þetta er búið að vera gríðarlegt ferðalag! ég tel að við vorum valin fyrir þetta verkefni! og er ég svo dásamlega þakklát fyrir dóttur mína sem hefur kennt mér og okkur mun meira en ég mun nokkurn tíman ná að kenna henni.

Ég vil deila nokkrum myndum af bataferli hetjunnar okkar sem ég svo óendanlega stolt af.

p1333

p122

p144

p1000

p1111111111

p155

p123
Þarna var Anja með óþekktan lungnasjúkdóm, eftir mánuð losnaði hún almennilega við öndunarvélina
p11111111
Og við flutt til Philadelphiu í laut að lækningu
p166
Þar er Anja að fá göngu spelkur
p13
Sem fannst eftir 5 vikna dvöl í Philadelphiu! þarn eru við á leiðinni heim til íslands
p111111
Anja komin til ísland, þarna var hún að sóla sig í miðbæ Reykjarvíkur.
p11111
Fyrsta sumarbústaðarferðin eftir veikindin

p1111

p14

p111
Fyrsta útilegan eftir veikindin
p188
1 snjótu ferð af mörgum
p177
Með fyrstu bílferðunum án súrefnis
p18
Anja leikskóla stelpa

p1999
p1009

p1099

p10009
My dancing queen
p12111
Fallega 4 ára Anja mín

Þangað til næst

 

gu

insta

 

Meðgöngukláði.

Meðgöngu kláði er mjög algengur og kemur oftast á seinasta þriðjungnum. Oft ekki hægt að útskýra afhverju hann er.
Á meðgöngunni með Ólafíu fekk ég svona kláða, ég gat ekki sofið, gat ekki verið í fötum, gat ekki farið í sturtu og gat varla hreyft mig. Það skipti ekki máli hvað ég gerði mig klægjaði ENDALAUST. Á einum tímapunkti hélt ég að ég myndi klóra af mér húðina.
Ég fór á allskonnar lyf sem gerðu mig bara þreytta en hjálpuðu ekki við kláðanum. Í eitt skiptið svaf ég í 16 klukkutíma.. með klósett pásum auðvitað.

Hér langar mig að deila með ykkur nokkrum ráðum sem gætu hjálpað við kláðan.

 1. Nota milda sápu og eins lítið af henni og þú kemst upp með, muna svo að skola hana vel af!
 2. Ganga í víðum fötum ekki úr gerviefnum til að koma í veg fyrir svitamyndun.
 3. Ekki fara í heitt bað eða sturtu, reyna hafa vatnið volgt.
 4. Rakakrem! Oft er kláði útaf þurri húð.
 5. Sofa í svölu herbergi með þunna ábreiðu.
 6. Hafrabað!!! Hér er linkur

Mín upplifun af fæðingarþunglyndi

unnamed

Ég heiti Tanja og er 25.ára gömul, kærastinn minn og barnsfaðir heitir Egill.
Við eignuðumst okkar fyrsta barn þann 22.maí 2017, hann heitir Elías Egill.

unnamed (2)

Meðgangan gekk mjög vel nema á 30 viku þurfti ég alveg að hætta vinna vegna bjúgs á fótum. Þegar ég hugsa um meðgönguna í dag þá átta ég mig betur á því hvað ég var áhugalaus. T.d ef ég fekk gjöf, dót eitthvað sem tengdist Elíasi setti ég upp hamingju grímu. Mér fannst allt barna tengt frekar óspennandi og hafði í raun engan áhuga fyrir því.  Um leið og Elías Egill fæddist og var settur í fangið á mér hugsaði ég plís vill einhver taka hann. Brjóstagjöfin gekk erfiðlega og vildi Elías ekki sjúga og var latur. Ljósurnar uppá deild vildu að ég mundi pumpa mig og setja hann á brjóst á 3ja tíma fresti sem ég hafði engan áhuga á. Mér fannst ég vera bregðast Elíasi og öllum öðrum vegna þess að bjróstagjöfin gekk mjög illa. Við fengum loksins að fara heim eftir 4ra daga dvöl, en aðal ástæðan fyrir því hvað við vorum lengi var vegna þess að Elías vildi ekki taka brjóstið. Ég gafst upp á brjóstinu og gaf honum pela þegar heim var komið, ein besta ákvörðun sem ég gat tekið á þeim tíma og átti að berjast meira fyrir því uppá deild.

Þegar við förum með Elías í 9.vikna skoðun er ég látin taka próf sem allar konur  eru látnar taka. Þar sást greinilega að eitthvað væri að og fékk ég tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. Ég mætti í þennan tíma og gjörsamlega brotnaði niður og læknirinn skrifaði uppá Sertral fyrir mig. Einnig hef ég fenigð tíma hjá sálfræðingi á 2ja vikna fresti sem mér finnst mjöög mikilvægt að boðið sé uppá á heilsugæslustöðvum.

Ég ELSKA son minn meira en allt og vil vera með hann, gera allt það sem ég get fyrir hann. En mitt fæðingarþunglyndi lýsir sér þannig að mér finnst ég ekki vera hæf til þess að vera mamma hans. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrir hann í ýmsum aðstæðum og það lét mér líða enn verr. Þegar systur mínar komu í heimsókn og fóru að leika við Elías, þá hugsaði ég, ég get ekki gert þetta. Ég vildi bara vera ein og í friði.

unnamed (1).jpg

Í dag er Elías Egill 5.mánaða og mér líður mun betur, Ég hef meiri áhuga fyrir öllu barnadóta tali og lít á framtíðina björtum augum og veit að mér muni batna einn daginn.

Ps. Þið verðandi mæður,ný orðnar mæður og allar mæður ef ykkur líður illa leitið ykkur hjálp strax! Við eigum ekki að skammast okkar, Við erum að ganga í gegnum allskonar tilfinningar sem við þekkjum ekki. Það besta sem ég gerði fyrir mig og son minn var að þyggja hjálpina þegar hún bauðst.

Tanja Kristóbertsdóttir