Að finna tíma til að hreyfa sig

Það getur verið erfitt að finna tíma til að hreyfa sig þegar maður á börn, er í vinnu og/eða námi, og að reka heimili. Hver kannast ekki við það að borga fyrir kort í ræktina eða aðra hreyfingu, en hafa svo aldrei tíma til að mæta? Ég hef allavega gerst sek um það.

 Í janúar á þessu ári var ég búin að trassa það að mæta í ræktina í marga mánuði, einfaldlega vegna þess að ég hafði hvorki tíma né tök á að mæta. Svo fór allt of mikill tími í að koma sér í og úr ræktinni, pakka öllu draslinu ofaní tösku, redda pössun eða drösla krökkunum með o.s.frv. En ég fann að ég þurfti að koma hreyfingu aftur í mína daglegu rútínu, það gerir svo ótrúlega mikið fyrir andlegu heilsuna, fyrir utan það auðvitað að stuðla að líkamlegu heilbrigði. Ég fór að leita að lausn og datt í hug að skoða heimaæfingar. Þannig gæti ég æft á morgnana áður en stelpurnar vakna, eða seinnipartinn með stelpurnar heima, og jafnvel á kvöldin.

Þegar ég hugsaði um heimaæfingar sá ég samt bara fyrir mér fáar og ófjölbreyttar æfingar með eigin líkamsþyngd og hélt að það yrði hundleiðinlegt og ekki nógu krefjandi. En ég prufaði að leita að öppum með heimaæfingum og fann eitt sem heitir Nike Training. Þar er fjöldi æfinga sem hægt er að gera heima, bara með æfingadýnu og eigin líkamsþyngd. Ég prufaði appið og fílaði það í botn, æfingarnar eru bæði skemmtilegar og krefjandi, og það er hægt að gera þær hvar og hvenar sem er. 

Ég kom æfingunum inn í mína daglegu rútínu og líkaði það svo vel að æfa heima að ég fór að svipast um eftir tækjum til að gera æfingarnar enn fjölbreyttari. Ég keypti notaða skíðavél og notað þrekhjól á netinu fyrir lítin pening, svo tók ég til í bílskúrnum og útbjó lítið „heimagym“.

 Í byrjun sumars var ég búin að vera dugleg að taka heimaæfingar í hálft ár, og sá að þetta var eitthvað sem ég gæti hugsað mér að halda áfram að gera í framtíðinni. Ég ákvað þess vegna að kaupa mér nokkur handlóð og æfingateygjur, og svo fékk ég lánaða ketilbjöllu hjá mömmu. Núna get ég tekið bæði fjölbreyttar lyftingaæfingar, og þolæfingar með eigin líkamsþyngd, og ég hlakka alltaf til að komast inn í bílskúr að æfa. Þetta er orðinn minn „me time“ og mesta snilldin er að ræktin mín er alltaf opin og ég þarf bara að labba inn í bílskúr, þarf ekki að eyða neinum tíma í að ferðast á milli staða eða pakka niður í tösku, ekkert vesen. Svo þegar ég er ein með stelpurnar þá færi ég bara hjólið inn í stofu og hjóla á meðan þær horfa á barnatímann, eða fer með æfingadýnuna fram og tek æfingu þar og leyfi þeim jafnvel að vera með, þeim finnst það algjört sport. 

Ef þið eruð í sömu sporum og ég, eigið erfitt með að finna tíma eða fá pössun, og viljið spara ykkur pening í leiðinni, þá mæli ég með að skoða það að æfa heima. Það er til fullt af sniðugum öppum, og ég mæli sérstaklega með því að prufa Nike Training en það kostar ekkert og er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Ég reyni að vera dugleg að sýna frá heimaæfingunum mínum á instagram og áhugasamir geta fylgst með mér þar.

Kveðja Glódís

Instagram: glodis95

Í “formið” eftir barnsburð

Nú á ég 2 börn og hef verið báðum megin á “skalanum”.

Fyrir fyrsta barn var ég 68kg og í sæmilegu formi en þyngdist um nokkur kíló á meðgöngunni, fyrst var mér bara sama og leyfði mér aðeins of mikið sem endaði með aukakílóum. Þegar strákurinn var 2 ára þá fékk ég nóg og ætlaði mér sannarlega að ná SAMA forminu og áður (já því það ná sko allir því right?) Ég vann eins og brjálæðingur, kom þreytt heim en neyddi mig samt í ræktina sem endaði með hugarfarinu “ég var dugleg í dag svo hamborgari skemmir ekkert”. Ég var s.s. að þessu á röngum forsendum og ekki með hugann á réttum stað.
Spólum nú rúm 4 ár fram í tímann. Ég var hætt með barnsföður mínum og loksins farin að hreyfa mig því mér þótti það gaman, ég fór að hugsa um mataræðið og hugsa um hvað færi í líkamann minn þegar ég kynnist tilvonandi manninum mínum. Hann er kraftlyftingamaður og stundar þ.a.l. líkamsrækt af miklum krafti. Verandi með kraflyftingamanni í 100% vinnu er mikil hvatning til að mæta í ræktina og verður það því “okkar stund”. Ég fer öll að styrkjast og mótast þangað til óvæntur glaðningur gerir vart við sig… Ég varð ólétt!

Ég lofaði sjálfri mér að í þetta skipti skyldi sko ekkert stoppa mig frá því að stunda hreyfingu á meðgöngunni og passa mataræðið. Það tók mig ekki langan tíma að komast að því að mataræðið yrði enginn dans á rósum, ég gat lítið borðað og það sem ég kom niður kom oft bara sömu leið til baka. Jújú, morgunógleðin varð til þess að þessi mamma léttist á meðgöngunni í stað þess að þyngjast.
Svo kom að fæðingu (loksins fyrir lystarlausu mig) og ég skrái mig á mömmucrossfit námskeið til að vinna upp styrkinn sem hvarf í sjálfsvorkunni, því jú greyjið ólétta ég gat ekki hreyft mig í lok meðgöngu af þreytu og orkuleysi. Það bar smá árangur en það var ekki fyrr en ég hætti með stelpuna á brjósti og ákvað að taka mataræðið í gegn sem hlutirnir fóru að gerast. Í dag er ég 100% sátt við útlitið mitt þrátt fyrir að vera enn 4 kg þyngri en ég var fyrir fyrsta barn… viljiði vita leyndarmálið á bakvið það?

Ég hætti að hafa áhyggjur af slitum og lausri húð, það hafa 2 börn búið með mér í þessum líkama. Á meðan ég hugsa vel um líkamann minn er ekkert meira sem ég get gert og því er bara langbest að vera ánægður í eigin skinni. Ef þú elskar ekki þennan líkama hver á þá að gera það? Kolvetnafíkillinn er hér enn og hver veit, kannski ef ég leyfði mér ekki svona oft eitthvað sem er “bannað” þá væri ég kannski í dúndurformi en ég er bara að þessu fyrir mig og mér þykir ís og nammi gott… eins og maður sagði hér á yngri árunum YOLO!

En öllu gamni sleppt, ef þú vilt verða sátt í eigin skinni.
-Reyndu að skipuleggja vikuna fram í tímann og byrjaðu smátt.
-Vaknaðu á hverjum degi og segðu sjálfri þér að þú sért falleg nákvæmlega eins og þú ert, sjálfstraust kemur þér langt!
-Ef þú sérð ekki fram á að geta staðið við ræktartímann, farðu þá út að labba eða gerðu heimaæfingar (það eru milljón á youtube).
-Sýndu börnunum þínum sjálfstæða og sjálfsörugga mömmu því þegar þau sýna þér að þau hafi sjálfstraustið þá verður það allt þess virði (jafnvel þó þú þurfir að feika það til að byrja með).
-Leyfðu þér kökusneiðina og ALDREI kalla það fall eða svindl því um leið og þú horfir á það sem slæmt þá verður það neikvætt og dregur þig niður.
-Hættu í megrun og tileinkaðu þér lífsstílinn sem hentar þér og þínum.

Líkamsást, Hrafnhildur

AÐ KOMA SÉR Í FORM EFTIR MEÐGÖNGU – ERT ÞÚ KOMIN MEÐ MARKMIÐ FYRIR 2019?

Að koma sér í form eftir meðgöngu eða nei, bara í form yfir höfuð getur verið deeerullu erfitt bara! Ég var í rúma 9 mánuði að koma mér í mitt drauma form eftir meðgöngu svo ég veit hvað ég er að tala um!

Nú eru 8 mánuðir liðnir frá fæðingu Kristelar, á fyrstu 5 mánuðunum missti ég 10 kíló, ég hef náð að viðhalda mér með höllu mataræði, léttri hreyfingu og jákvæðu hugarfari! nú fer árinu 2018 að ljúka og er mér farið að hungra í almennilegan árangur en fyrir því þarf ég að vinna! ég er búin að setja mér markmið fyrir 2019, en þú?

form2
Þarna eru 5 mánuðir frá fæðingu

Að stíga inní ræktarsal getur verið yfirþyrmandi og ógeðslega erfitt ( bíddu aðeins þetta verður betra haha) ekki hætta að lesa alveg strax.

form

Ég var í 9 mánuði að losa mig við rúm 20 kíló! ég byrjaði þegar að við fjölskyldan bjuggum uppá barnaspítala hringsins með 1 árs gömlu dóttur okkar, sem var að berjast við ólæknandi lungnasjúkdóm ( er við héldum á þeim tíma) Anja veiktist í enda september 2015 (þá féll hún í mettun í fyrsta skiptið) með hverjum deginum hrakaði Önju Mist og gáfust lungun svo upp á endanum og dvaldi hún í öndunarvél í rúman mánuð samanlagt, blessunarlega séð losnaði Anja úr öndunarvélinni 24 des.  og í lok desembers kvöddum við gjörgæsluna og héldum við niður á barnadeild!
1 jan. tók ég þá ákvörðun að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl! þarna vorum við búin að dvelja upp á barnaspítala í 4 mánuði, þegar að ég tók þess ákvörðun áttum við eftir að dvelja uppá spítala í 3 mánuði í viðbót! úti og hér heima! en það er efni í aðrafærslu.

Ég missti fyrstu 9 kílóin á þessum 3 mánuðum sem var mikill sigur! ég veit vel hvernig það er að koma sér í form undir álagi sem er ekkert grín og getur tekið svakalega á en taktu það frá mér ÞETTA ER HÆGT!

Með hverjum deginum sem leið varð þetta skemmtilegra og SKEMMTILEGRA, þetta hætti að vera einhvað sem ég varð að gera ( ég er þar núna ) og varð með tímanum mín ástríða!)
form4

Ég var það hungruð í bætingar að ég mætti á hverjum degi með dóttur mína sem var bundinn við súrefni allan sólahringinn,ég tók súrefnis kútinn bara með og bar hann á bakinu, hversu mikið ert þú tilbúin til þess að leggja á þig til þess að ná þínum markmiðum?

form6

Engar áhyggjur ég er á þeim stað núna að ég  þarf hvatningaræðu frá Einsa (manninum mínum) í hvert skipti sem ég ætla mér að vakna í ræktina!
Ræktin er í göngu færi svo ég hef í rauninni enga ástæðu til þess að mæta ekki!

„Vertu sterkari en afsakanir þínar“  Þetta var mitt mottó og ætla ég að tileinka mér þetta í þessu skemmtilega ferðalagi!

En jæja þú ert væntanlega að lesa þennan pistil til þess að fá smá hvatningu og spark í rassinn, ekki satt ?
Ef svo er vil ég hvetja þig til þess að lesa lengra!
Hér koma nokkur lykilatriði sem hjálpuðu mér að komast í mitt draumaform
(Drauma form getur verið mismunandi! hvort sem þú ert að þyngja ,létta, styrkja, tóna, bæta þol!)
 • Númer 1,2, OG 3 er rútina, skipulag og markmiðssetning! þú kemst ekkert án þess mín kæra.

 • Settu þér viku, skammtíma og langtíma markmið

 • Tímasettu þig!

 • Markmiðin þurfa að vera RAUNHÆF

 • Skrifaðu þau niður! hvar sérðu þig fyrir þér eftir mánuð? 6 mánuði? ár?

 • Breyttu um hugarfar! það er auðveldara en þú heldur! byrjunin er erfiðust!

 • Þetta er engin skilda! EN ég fór ekki að ná almennilegum árangri  fyrr en ég fékk mér þjálfara! ( ég mæli með Dóra Tul )

 • Borðaðu eins hreina fæðu og þú mögulega getur( ég á samt mína nammi daga )

 • Trylltur laga listi

 • Ég tek inn fæðubótarefni
  Td Protein, Glutalin,Hi energy fat burner svo eitthvað sé nefnt, ég fæ öll mín fæðubótarefni hjá Leanbody.is, fæðubótarefni er val að sjálfsögðu en þar sem að við erum að tala um hvað hjálpaði mér gríðarlega til að ná settum markmiðum! sérstaklega þegar að ég fór að byggja mig upp! ( en gott að hafa það á bak við eyrað að þetta er fæðubót sem kemur ekki í stað fæðu)

 • Og svona rétt í lokin ræktarkort

Einhverstaðar las ég að markmið eru eldsneytið í ofni afrekanna,en manneskja án markmiða er eins og skip án stýris.
Þeir sem læra að setja sér markmið og vinna eftir þeim geta afkastað meiru á einu til tveimur árum en margir gera á heilli ævi
form7

Þetta á við um allt, ekki einungis fólk sem er að koma sér í form!
Ég mun skrifa nýa færslu um leið og settu markmiði er náð og leyfa ykkur svolítið að fylgjast með! þetta er bæði hvatning fyrir sjálfa mig og aðra, en nú fer ég að segja þetta gott í bili, Þið getið fylgst með mér á snappinu mínu gudbjorghrefna og hafið þetta ferðalag með mér!

Þangað til næst

guinsta