100% vinna, börn og fjarnám

Verandi námsmaður, mamma og 100% starfsmaður á dag og næturvöktum er enginn brandari.

Þar einmitt kemur gott skipulag sterkt inn.

Ég er með dagbók sem ég sérpantaði af síðu sem heitir personal-planner.com og þar skrifa ég inn verkefni, próf og allt annað sem þarf að gerast í vikunni (foreldrafundir, frí og hver er að passa ef þess þarf). Ég er svo heppin með tengdaforeldra líka sem passa alltaf þegar ég fer a næturvaktir þar sem vaktir okkar Ása skarast á. Ég mæti í vinnu 17:30 en Ási ekki búin á dagvakt fyrr en 20:00 þá daga.

Ég hugsa að ég kæmist mögulega ekki upp með að vinna fulla vinnu með skólanum ef ekki væri fyrir þetta frábæra stuðningsnet!

Ég s.s. reyni að skipuleggja það þannig að ég læri og fer svo í ræktina í lærdómpásunni, borða hádegismat og læri svo eins mikið og ég get á frídögum meðan börnin eru ekki heima. Ef eitthvað er eftir þegar frísyrpan klárast þá sé ég hvort betra sé að troða því inn eftir vinnu (og ræktina) eða tek bækurnar með mér á næturvakt/læri eftir næturvakt (og svefn).

Allt saman er þetta rosalegt púsl en vel hægt með smá hjálp og góðu skipulgi.

En mikilvægast finnst mér þó að hafa ómældan stuðning maka þar sem ég fæ stundum að læsa mig inni herbergi að læra og taka próf ef illa lendir á dagana og þegar ég er enganveginn að nenna að læra hvetur hann mig áfram!

Mundu bara ef þú getur látið þig dreyma það, þá geturu látið það gerast.

Borgaraleg gifting

Ég hafði hlakkað til en líka kviðið rosalega þessum degi en þann 21.ágúst síðastliðinn gengum við Ási í það heilaga.

Þrátt fyrir að við ákváðum að hafa þetta mjög lítið þá vildi ég gera daginn soldið sérstakann, svo ég ákvað að kaupa mér kjól og fá eina af mínum bestu vinkonum sem er förðunarfræðingur til að gera mig extra sæta.

Við sem sagt áttum að mæta til sýslumanns kl 14 og því mætti ég klst fyrr til Valdísar í förðunn. Í öllu stressinu þó við að hafa allt tilbúið mæti ég vegabréfslaus (kannski læt það fylgja sögunni að ég er ekki íslenskur ríkisborgari og því vegabréfið mikilvægt) en besta vinkona mín mætti á sama tíma og ég svo hún bauðst til að bruna heim (keflavík út í garð) að sækja vegabréfinn svo ég gæti allavega mætt og talað við dómarann. Hann var hinsvgar sá yndislegasti og beið fyrir okkur eftir henni svo hún gæti verið viðstödd. Tíminn líður og Sunna mætir ekki nema 10 mín seinna en planið var að byrja (mjög gott) og athöfinn getur þá byrjað.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá tekur þetta bara 5 mín og svo bara skrifað undir og done!

Þegar athöfnin var svo búin vorum við búin að ákveða að hafa pínu „veislu“ ef svo má segja fyrir foreldra og systkini þar sem við grilluðum hamborgara og fengjum okkur svo köku í eftirrétt, svo daginn áður hringd ég í Sigurjónsbakarí og arhugaði hvort hann væri til í að græja fyrir mig litla köku með dagsetningu og nöfnunum okkar. Hann Sigurjón er bara snillingur og græjaði það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég skýst þá út í Garð að sækja Alparós þar sem hún var hjá dagmömmu svo við þyrftum ekki að hafa ofan af fyrir henni á meðan á athöfninni stóð. Ég bomba henni í kjól og fer svo að sækja kökuna áður en ég mæti til tengdó þar sem veislann yrði. Með tíma til aflögu fór sjálf brúðurinn í svuntu og fór að skera grænmeti á hamborgaranna.

Ég er svo þakklát fyrir fjölskyldunna mína og fólkið sem stendur mér næst. Ég sem hef alltaf látið mig dreyma um prinsessu brúðkaup, gæti ekki verið ánægðari með daginn með mínum nánustu. Ef þetta var eitthvað til að setja mark á hvernig brúðkaupsdagurinn verður þegar við verðum með „alvöru“ veislunna þá held ég að ég muni aldrei koma niður af bleika skýinu mínu.

Nýtt samband með barn

Svavar Bragi var 3 ára þegar Ási kom í lífið okkar. Þeir urðu strax mjög góðir vinir og fannst Svavari Braga rosalega gaman að fá vin okkar í heimsókn og fara út að leika við hann. Þetta lofaði allt góðu og hélt ég því að þetta yrði bara draumur í dós!

Ég viðurkenni að við fórum soldið hratt í hlutina, Ási átti íbúð og leigusamningurinn minn að renna út svo við vorum bara búin að vera að deita í 3 mánuði áður en við fluttum inn til hans. En þrátt fyrir fljótfærnina okkar þá urðu þeir mjög nánir og leið ekki að löngu fyrr en Svavar Bragi fór að kalla hann pabba.

Við vorum á leiðinni í sund einn daginn eftir leikskóla og þurftum því að bruna heim að sækja sundföt. Við Svavar Bragi sátum eftir í bílnum á meðan Ási skaust inn að sækja sunddótið. Eftir smá stund spyr Svavar Bragi hvar pabbi væri, ég svara soldið kjánaleg „ætli hann sé ekki bara heima hjá sér?“… nei minn var sko ekki að tala um Daníel pabba svo hann svaraði hálf móðgaður „NEI! Hann skjóttist!“. Ég væri að ljúga ef ég segði að mér brá ekki soldið. En á sama tíma varð ég svo glöð að hann hefði tekið Ása svona fljótt og að þeir væru orðnir svona nánir.

Það er engin ein uppskrift að þessu svo maður verður soldið að spila þetta af fingrum fram og leyfa tímanum að vinna sitt.

Þeir eru í dag ekki alltaf bestu vinir og þó að við séum að verða búin að vera saman í 3 ár og öðru barni ríkari þá er Ási enn að læra inn á foreldrahlutverkið og kemur stundum aðeins upp á milli þeirra. Ási á það til að vera soldið strangur en þeir eiga samt svo fallegt samband. Ég þakka fyrir það a hverjum degi að hafa fundið Ása og að hann hafi komið í líf Svavars Braga, hann hvetur strákinn til að gera hluti sem hann (með litla hjartað sitt) þorir ekki eða dytti ekki í hug að læra og draga þeir báðir hvorn annan út fyrir þægindarammann.

Andlegt ofbeldi|Þekkir þú merkin?

Mér finnst skipta miklu máli að fólk geri sér grein fyrir hvað andlegt ofbeldi er til að geta áttað sig á því sem fyrst að þetta sé í gangi. Mér finnst mikið hafa verið talað um andlegt ofbeldi að hálfu maka en eins og flestir vita getur það gerst hvar og hvernær sem er. Gerandinn getur verið besta vinkona eða vinur þinn, foreldrar, yfirmaður eða samstarfsfólk til að nefna dæmi.

Hann/hún öskrar á þig, kallar þig ljótum nöfnum eða niðurlægir þig.
Kannski ætlaði hann/hún ekki að nota þetta orð? Kannski gerði ég hann/hana bara svona pirraða/n, kannski var þetta bara lítið skot sem átti bara vera fyndið? Eða er ég kannski bara of viðkvæm/ur?
Þetta eru hugsanir sem þú gætir fengið, en það var ekkert sem þú gerðir vitlaust. Það er aldrei nein afsökun fyrir því að beita andlegu ofbeldi.

Setur fyrir reglur eða reynir að stjórna útliti þínu.
,,Viltu ekki skipta um föt eða mála þig aðeins?“
,,þú mátt bara fá 3000kr með þér á djammið og þú verður komin heim fyrir 2″
,,þú mátt ekki kaupa þér hárnæringu, þú notar of mikið af henni“

 Hótanir
Hann/hún gæti hótað að hætta með þér, reka þig úr vinnu, segja frá leyndarmálum sem þú treystir manneskjunni fyrir. Gerandinn gæti hótað að skemma hluti sem þú átt, hótað að drepa sig ef þú gerir ekki það sem hann vill.

Einangrar þig
Eitt sinn var ég föst á milli steins og sleggju, ég vildi ekki fara því ég hélt ég væri ástfangin en vildi fara því mig langaði að hitta fjölskylduna mína. Í margar vikur fékk ég ekki að hitta mömmu því ,,Bensínið er svo dýrt“.

Tekur reiðina út á dauðum hlutum
Hann/hún gæti kastað hlutum, myndum, húsgöngum til og frá um heimilið, lamið í vegg eða brotið eitthvað.

„Silent treatment“
Viðkomandi svarar ekki símanum, skilaboðum, svarar ekki þegar þú reynir að tala við hann/hana, yrðir ekki á þig, hunsar þig þar til þú biðst fyrirgefningar, og í mörgum tilfellum dugar ekki að segja það einu sinni eða þú þarft bjóða eitthvað í staðin.

kennir þér um mistök sem hann/hún gerir.
-Afhverju skemmdir þú þetta?
,,afþví þú gerðir mig reiða/n“

Ásakar þig um hluti sem þú gerðir ekki.
ásakar þig um framhjáhald, baktal, meiðyrði og jafnvel lýgur uppá þig eru dæmi um andlegt ofbeldi af þessu tagi. Gerandinn telur sig alltaf vera saklausan og þarft þú því alltaf að biðjast afsökunar eða útskýra fyrir honum/henni.

Lætur þig fá samviskubit.
,,ég hélt þú vildir frekar vera með mér en að hitta vini/fjölskylduna þína“
,,Ef ég byggi ein/n væri ekki alltaf svona skítugt hérna“
Sumir vinir eiga líka til að eigna sér þig eða láta þig fá samviskubit fyrir að eiga aðra vini.

Setur út á þig.
Hann gæti verið að setja út á útlit, talsmáta þinn eða persónuleika.
Lítil „skot“ á kostnað annara.
,,ætlaru í alvöru að klæða þig svona?“
,,þú hlærð asnalega“
,,brostu frekar með lokaðan munn“
,,viltu ekki fá þér aðeins minna á diskinn?“
Og ef þig sárnar lætur gerandinn þig fá samviskubit.

Neyðir þig í kynlíf.
,,Ég skal hjálpa þér en þá skuldaru mér drátt“

Lætur þig efast geðheisluna þína.
Gerandinn endurtekur trekk í trekk við þig að þú þurfir að leita þér hjálpar, að þú sért veik/ur á geði eða jafnvel sendir foreldrum, vinum eða fólkinu í kringum þig skilaboð þar sem hann/hún lýsir yfir áhyggjum sínum yfir geðheilsunni þinni.

Fleiri greinar um andlegt ofbeldi er hægt að finna á netinu, eigi þessi dæmi við um þig þá hvet ég þig til þess að leita þér hjálpar. Þetta getur komið fyrir alla, óháð kyni og er alls ekki þér að kenna.

img_2771-1